Héraðsdómur Reykjaness Dómur 1. desember 2020 Mál nr. S - 2041/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Gyða Ragnheiður Stefánsdóttir saksóknarfulltrúi ) g egn Magnús i Einar i Ólafss yni ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur : I Mál þetta, sem dómtekið var 24. nóvember sl., er höfðað af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu með ákæru útgefinni 11. ágúst 2020 á hendur Magnúsi Einari Ólafssyni, kt. 000000 - 0000 , , fyrir eftirtalin brot: 1. ,, 2. Umferðarlagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 20. ágúst 2019, ekið bifreiðinni óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist kókaín 235 ng/ml) um Selásbraut í Reykjavík, við Valla rás, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. M.007 - 2019 - 52748 Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. m gr. 50. g r., sbr. 1. m gr. 95. g r. umferðarlaga nr. 77/2019. 3. Umferðarlagabrot með því að hafa, miðvikudaginn 2. októbert 2019, ekið bifreiðinni óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist kókaín 345 ng/ml) um Tjarnarvelli í Hafnarfirði, við Hótel Velli, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. M.007 - 2019 - 62768 Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. m gr. 50. g r., sbr. 1. m gr. 95. g r. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærð i verði dæmd ur til refsingar , til greiðslu alls sakarkostnaðar og til Undir rekstri málsins féll ákæruvaldið frá 1. t ölulið ákærunnar. Verjandi ákærða gerir þá kröfu að ákærði verði dæmdur til þeirrar vægustu refsingar sem lög frekast heimila og þá krefst verjandinn málsvarnarlauna samkvæmt mati dómsins. 2 II Farið var með málið samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærð i hefur skýlaust játað sakargiftir og telur dómari ekki ástæðu til að draga í efa að játningin sé sannleikanum samkvæm enda er hún í samræmi við gögn málsins. V ar málið því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda o g verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Sam kvæmt framlögðu sakavottorði ákærða dags. 10. ágúst 2020 hlaut hann dóm 2. október 2008 og var dæmdur til 250.000 kr. sektargreiðslu og sviptingu ökuréttar í tvö ár fyrir fíkniefna - og hraðakstur. Hinn 5. september 2013 gekkst ákærði undir sátt og 100.000 kr. sektargreiðslu fyrir brot á lögum um ávana - og fíkniefni. Ákærði gekkst síðan undir sátt 23. desember 2015, sektargreiðslu 70.000 kr. og sviptingu ökurétt ar í fjóra mánuði fyrir ölvunarakstur. Loks var ákærði dæmdur til sektargreiðslu að fjárhæð 58.000 kr. 8. apríl 2016 fyrir fíkniefnalagabrot. Háttsemi ákærða er rétt færð til refsiákvæða í ákæru og er hann nú sakfelldur fyrir að hafa tvívegis ekið undir áhrifum fíkniefna. Refsing ákærða verður því ákveðin með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og við ákvörðun refsingar verður tekið tillit til þess að ákærði játaði sakargiftir afdráttarlaust. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin sekt a ð fjárhæð 520.000 kr. að viðlagðri vararefsingu eins og í dómsorði greinir. Þá er ákærði sviptur ökurétti í þrjú ár frá birtingu dómsins að telja. Ákærða greiði allan sakarkostnað þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lög manns 186.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti og annan sakarkostnað 259.883 kr. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærð i, Magnús Einar Ólafsson, greiði 520.000 kr. í sekt til ríkissjóðs og komi 28 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærð i er svipt ur ökurétti í þrjú ár frá birtingu dóms þessa að tel ja. Ákærði greiði allan sakarkostnað þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 186.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti, og annan sakarkostnað 259.883 kr. Ingi Tryggvason