Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 4. desember 2020 Mál nr. S - 4547/2020: Héraðssaksóknari (Dagmar Ösp Vésteinsdóttir settur saksóknari) gegn Matthíasi Jóni Karlssyni og (Guðni Jósep Einarsson lögmaður) Vygantas Visinskis (Þorgils Þorgilsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 20. nóvember, er höfðað með ákæru, útgefinni af Matthíasi Jóni Karlssyni, kennitala [...] , [...] , Reykjavík, og Vygantas Visinskis, kennitala [...] , [...] , , fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa, í félagi, dagana 28 . apríl 2020 til 12. maí 2020, í íbúð að [...] í Reykjavík, staðið að framleiðslu og haft í vörslu m sínum, í sölu - og dreifingarskyni, samtals 11.216,96 g af amfetamíni og 3,30 ml af amfetamíni, 3.936,70 g af efninu hafði 20 % styrkleika, en 7.260,55 g af efninu hafði styrkleika á bilinu 6,0 - 9,2 %. Telst brot þetta varða við 173. gr. a almennra hegnin garlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Krafist er upptöku á framangreindum fíkniefnum, samtals 11.216,96 g og 3,30 ml af amfetamíni, samkvæmt heimild í 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þá er k rafist upptöku á 2 40 lítra bölum, hræru, 2 mælikönnum, 3 glerglösum, sleif, 2 skeiðum, 2 10 lítra bölum, plastbrúsa, 39 einnota hönskum, 2 sprautum, 3 plastskálum, ka ssa utan af Moldex öndunargrímu, 3 Moldex öndunargrímum, Moldex kassa með filterum, 3 kössum af lofttæmingarpokum, 2 andlitsgrímum, 2 lofttæmingarpokum með efnisleifum, stíflueyði, 2 ísóprópanól - kemí, 10 5 ml sprautum, kvittun frá Dynjanda, lofttæmingarpokum , 5 rykgrímum, 7 sprautunálum, PH strimli, límbandsrúllu, kassa af einnota hönskum, insúlín nál, 3 smelluláspokum, 2 Thor gúmmíhönskum, OBH lofttæmingarvél, hnífaparasetti, vog, notuðu límbandi, 10 lítra fötu, svörtum ruslapokum, Cofra vinnuúlpu og hönskum , kvittun frá Hróðgeiri spaka, plastumbúðum, plastpokum, kolasíu, viftu, sængurveri, íþróttatösku, 3 Bónuspokum, spaða með viðarhandfangi, 8 lofttæmingarpokum sem voru inni í svörtum ruslapokum, bréfpoka með hári, 2 pörum af notuðum einnota hönskum, bláu e inangrunarlímbandi, 2 plasthringjum af flöskum, 2 munntóbakspúðum (munaskrá 145822), 2 nikótín púðum (munaskrá 145826), 2 kassakvittunum frá BYKO, 2 kössum utan af Moldex gasgrímum, kvittun fyrir vinnufatnaði, Motorola talstöð, leigusamningi á höggborvélum og hleðslutækjum (munaskrá 145792), Crocs skóm, lykli (munaskrá 145827), vökvapressu og málmkassa með plaststykkjum (munaskrá 145816), svörtum Iphone farsíma (munaskrá 145807), reikningum og stílabók, 1500 smelluláspokum (munaskrá 145803), minnislykli (mu naskrá 145793), Galaxy S8 farsíma (munaskrá 145771), kvittun frá Costco, öxi (munaskrá 145801), Nokia farsíma (munaskrá 145819), Samsung farsíma (munaskrá 145820), sem lögregla lagði hald á samkvæmt heimild í 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018 og samkvæmt 1. og 3. tl. 1. mgr. 69. gr. a almennra hegningarlaga, sbr. 2. gr. laga nr. 140/2009 . Loks er þess krafist að haldlagðir fjármunir, kr. 761.000, í eigu ákærða Vygantas, verði gerðir upp tækir, með vísan til 1. mgr. 69. gr. b almennra hegningarlaga nr. Þann 25. september sl. gaf héraðssaksóknari út ákæru á hendur ákærða Matthíasi Jóni Karlssyni og var meðferð málanna sameinuð, sbr. 1. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sa kamála. Ákærði er þar ákærður fyrir eftirtalin brot framin á árunum 2018 og 2019: I. Stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 5. september 2019 , staðið að innflutningi á 1.011,2 g af kókaíni, sem hafði 64% styrkleika, ætluðu [] til söludr eifingar hér á landi í ágóðaskyni. Fíkniefnin flutti ákærði til Íslands, sem farþegi með flugi VY - 3 8560 frá Barcelona á Spáni til Keflavíkurflugvallar, en kókaínið fannst við leit í farangri ákærða. Telst brot þetta varða við 173. gr. a almennra hegningarl aga nr. 19/1940. II. Peningaþvætti, með því að hafa frá 1. janúar 2018 fram til 5. september 2019, tekið við, nýtt, umbreytt og/eða aflað sér, ávinnings með sölu og dreifingu á ótilteknu magni ávana - og fíkniefna, og eftir atvikum með öðrum ólögmætum og refsiverðum hætti, samtals 15.900.315 krónur sem ákærði notaði meðal annars til eigin framfærslu og til kaupa á erlendum gjaldeyri. Rannsókn lögreglu á fjármálum ákærða sýnir að rekjanlegar tekjur inn á bankareikning hans nr. [...] hjá Íslandsbanka hf. v oru samtals 17.102.266 krónur á tímabilinu, þar af voru skýrðar tekjur samtals 6.178.231 krónur og óskýrðar tekjur samtals 10.924.035 krónur. Þar að auki var rekjanleg notkun ákærða á óskýrðu reiðufé í gjaldeyrisviðskiptum á tímabilinu samtals 4.976.280 kr ónur. Heildarandlag óskýrðra tekna ákærða á tímabilinu er samtals 15.900.315 krónur, sem sundurliðast hér að neðan: Heildarinnborganir á bankareikning nr. [...] 17.102.266 kr. Skýrðar tekjur 2018 5.022.928 kr. Skýrðar tekjur 2019 109.303 kr. Skýrðar greiðslur frá einstaklingum 2018 og 2019 1.046.000 kr. Samtals skýrðar tekjur 6.178.231 kr. Óskýrðar greiðslur frá einstaklingum 2018 og 2019 3.644.500 kr. Óskýrðar reiðufjárinnlagnir 2018 945.040 kr. Óskýrðar reiðufjárinnlagnir 2019 6.334.495 kr. Samtals óskýrðar tekjur 10.924.035 kr. Notkun reiðufjár í gjaldeyrisviðskiptum 4.976.280 kr. 4 Heildarandlag óskýrðra tekna 15.900.315 kr. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. og 3. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á framangreindum fíkniefnum, samtals 1.011,2 g af kókaíni, samkvæmt heimild í 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1 974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. Ákærði Matthías krefst þess að hann verði alfarið sýknaður af II. kafla ákæru frá 25. september 2020 en dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa að því leyti sem hann hefur j átað háttsemi samkvæmt I. kafla ákærunnar og ákæru frá 4. ágúst 2020. Þá er þess krafist að til frádráttar dæmdri refsingu komi gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt vegna málsins. Loks krefst verjandi ákærða hæfilegra málsvarnarlauna sem ákveðin verði með h liðsjón af tímaskýrslu hans og greiðist úr ríkissjóði. Af hálfu ákærða er ekki gerð athugasemd við upptökukröfur. Ákærði Vygantas krefst þess að hann verði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa og að kröfu ákæruvaldsins um upptöku á 761.000 krónum verði hafnað en gerir að öðru leyti ekki athugasemd við upptökukröfur. Þá er þess krafist að til frádráttar dæmdri ref singu komi gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt vegna málsins. Loks krefst verjandi ákærða hæfilegra málsvarnarlauna sem ákveðin verði með hliðsjón af tímaskýrslu hans og greiðist úr ríkissjóði. Dómari málsins tók við meðferð málsins 27 . ágúst sl. en hafði fram að þeim tíma ekki haft nein afskipti af meðferð þess. I Málsatvik, ákæra héraðssaksóknara frá 4. ágúst 2020 Samkvæmt málsgögnum barst lögreglu í apríl 2020 ábending um að ákærði Vygantas væri að undirbúa framleiðslu á sterkum fíkniefnum í félagi við m.a. meðákærða Matthías. Vegna þess var fylgst með þeim af hálfu lögreglu m.a. í verslun Húsasmiðjunnar 20. apríl þar sem þeir keyptu þrjár hvítar plastskálar og tvo steikarspaða og greiddi ákærði Matthías fyrir varninginn. Þann 10. maí sl. barst lögreglu tilkynning 5 um mögulega fíkniefnaframleiðslu í íbúð að [...] . Misskilningur hefði orðið til þess að tilkynnandi fór inn í íbúðina. Vísaði hann lögreglu á íbúðina sem taldi ummerki þar benda til þess að þar hefðu verið framleidd fíkniefni. Í skáp á gangi íbúðarinnar fann lögregla tösku og í henni var umtalsvert magn fíkniefna, pökkuð inn í lofttæmdar plastumbúðir. Megna kemíska lykt lagði af efnunum og var tekið sýni úr einum pakkanum sem gaf jákvæða svörun sem amfetamín. Reyndist það efni sem fannst í íbúðinni vera rúm 11 kg . Mikið af munum var í íbúðinni sem lögregla taldi að notaðir hefðu verið til að blanda fíkniefni á staðnum og til að framleiða fíkniefni frá basa í amfetamínsúlfat. Í íbúðinni voru m.a. bali, mælikönnur, steikarspaðar, skálar, ísóprópanól, stíflueyðir, þrjár eiturefnagrímur með gleri, nokkrar rykgrímur, notaðir einnota hanskar í rusli og einnig ónota ðir, gúmmíhanskar við sturtu, og plastpokar sem hægt er að nota í lofttæmingarvél. Voru efnisleifar á flestum þeirra muna sem voru í íbúðinni. Þá voru þar upprúllaðir plastpokar sem festir höfðu verið saman og í þeim mátti sjá efnisle i far og umbúðir, og ko lsía með blásara sem talið var að notaður hefð i verið til að hreinsa loftið. Í ruslapoka mátti sjá notaða PH - strimla og sprautur sem t.d. var talið að notaðar hefðu verið til að blanda efnum út í efnablönduna sem myndar amfetamínsúlfatið og tveir eins lítr a plastbrúsar sem talið var líklegt að hefðu innihaldið amfetamínbasa og reyndust vera samtals 3 , 30 ml af basa í brúsunum . Þá fannst í íbúðinni kvittun, dagsett 27. apríl 2020, frá Dynjanda vegna kaupa á heilgrímu og hafði verið greitt fyrir grímuna með pe ningum , og umbúðir utan af grímu. Virtist lögreglu sem búið væri að ganga frá í íbúðinni eftir að fíkniefni h efðu verið framleidd þar. Þá var uppsópað hvítt efni á gólfi og nikótínpúðar fundust í skáp. Leiddi rannsókn málsins í ljós að vitnið A hafði haft milligöngu um að ákærði Vygant a s tæki íbúðina á leigu. Þá er það rakið í málsgögnum að lögregla hafi skipt út fíkniefnunum fyrir gerviefni og haft eftirlit með íbúðinni, m.a. með því að setja hljóðupptökubúnað í framangreinda tösku. Daginn eftir þegar lögr egla hafði eftirlit með íbúðinni, um kl. 19.50, sáust tveir menn fara þar inn , annar í bláum jakka og svörtum buxum með áberandi hvíta stafi á hinn dökkhærður í svartri þröngri peysu, svörtum þröngum buxum og hvítum strigaskóm. Skömmu síðar heyrðust þeir, í gegnum hljóðupptökubúnaðinn, tala saman á erlendu tungumáli inni í íbúðinni. Virtust þeir hafa, eftir að þeir komu inn í íbúðina, gengið rakleitt að skáp þar sem taskan var ge ymd og opnað hann. Síðan heyrist þegar rennilás töskunnar var opnaður og gramsað í töskunni. Eftir skamma stund virðist sem þeir hætti 6 skyndilega að gramsa og þagni og virðist sem þeir gangi rakleitt út úr íbúðinni. Síðan sjást mennirnir ganga út úr stigag angi og í átt að bifreiðastæði. Um níu mínútum síðar k om maðurinn í bláa jakkanum til baka og f ó r inn í stigaganginn og s á st standa þar við dyrasíma og vir t ist vera að bíða eftir að opnað væri fyrir honum. Hann sést síðan fara inn og virðist sem hann opni dyr inn í íbúðina með lykli og sést fara einn þangað inn. Rúmlega mínútu síðar komi hann út aftur og virð i st liggja mikið á. Hafi hann gengið í áttina að bifreiðastæði og horfið sjónum lögreglu. Skömmu síðar sást ákærði Vygantas fara inn í bifreiðina [...] við og aka áleiðis að Kletthálsi þar sem hann hitti vitnið A og voru þeir báðir handteknir þar. Í kjölfar þess var framkvæmd leit í íbúðinni í [...] . Að henni lokinni sást til ákærða Matthíasar á bifreiðastæði við húsið og var hann handtekinn. Lágu þá fyrir upplýsingar um tengsl hans við ákærða Vygantas auk þess sem ákærði Matthías var klæddur eins og sá einstaklingur sem sást fara með ákærða Vygantas inn í íbúðina fyrr um kvöldið. Þá hafði ákærði Vygantas fengið fjölda hringinga í farsíma sinn frá ákærða Matthíasi eftir að hann var handtekinn. Við húsleit á heimili ákærða Matthíasar í kjölfar handtöku hans fundust, í geymslu á heimili hans, tveir kassar utan af grímum, af gerðinni Moldex, eins og þær sem fundust í íbúði nni. Þá fundust m.a. tvær greiðslukvittanir frá versluninni Byko, önnur dagsett 14. apríl 2020 og hin 27. apríl 2020 og ein frá versluninni Sindra vegna kaupa á þremur vinnubuxum 27. apríl 2020. Í tveimur húsleitum á heimili ákærða Vygantas fundust m.a. 15 ljós að innihélt kókaínle i far , 761.000 krónur í seðlaveski ákærða og svartir Crocs skór sem á fundust amfetamínleifar bæði á skósólum og ofan á skónum. Samkvæmt málsgögnum fundust þrjár heilgrímu r á vettvangi í íbúðinni í [...] . Í skýrslu tæknideildar er rakið að þær hafi allar verið að stærðinni M/L og amfetamín fundist á þeim öllum. Þar kemur fram að grímurnar séu með plasthlíf sem fari yfir andlit og með gúmmíkant á brúnum. Út frá gúmmíkanti li ggi gúmmíbönd með plastfestingum sem smeygt er aftur fyrir höfuð til að festa grímuna. Stroksýni voru tekin af gúmmíkanti þessara þriggja gríma og einnig innan úr þeim af þeim hluta sem verið hefur yfir munni og nefi. Stroksýnin ásamt tveimur munntóbakskod dum sem fundust á vettvangi voru send til DNA - rannsóknar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar varð sú að líf sýni úr tveimur grímum innanverðum reyndist innihalda DNA - snið ákærða Matthíasar og átti það einnig við um annan tóbakskoddann. Í einni af þeim grímum sem DNA - snið ákærða Matthíasar fannst var einnig að finna DNA - snið frá óþekktum karlmanni. Í hinum tveimur 7 grímunum fundust einnig DNA - snið sem ýmist var ekki nægilegt til samkenningar eða ekki unnt að samkenna. Hvað hinn tóbakskoddann varðar þá reyndist hann innihalda sýni frá óþekktum karlmanni öðrum en þeim sem hér að ofan greinir. Málsgögn bera með sér að sýni sem tekin voru úr einnota hönskum voru ekki rannsökuð nánar. Þá liggur fyrir upplýsingaskýrsla lögreglu vegna skoðunar á gögnum sem stafa frá farsím um ákærðu. Þar kemur fram að ákærðu voru oftast í samskiptum í gegnum forritið Signal og hafi þau skilaboð sem fóru á milli þeirra eyðst með tímanum. Hafi þeir, í gegnum það forrit, hringst á 497 sinnum á tímabilinu frá 18. apríl 2020 til 11. maí 2020, frá fjórum sinnum á dag upp í 59 sinnum þann 30. apríl. Þá kemur þar fram að ákærði Matthías hafi þrisvar reynt að h r ingja í ákærða Vygantas eftir að sá síðarnefndi hafði einnig inn á hvaða sendi farsímar ákærða komu á tímabilinu frá 18. apríl til 11. maí. Þann 4. maí hafi sími ákærða Vygantas komið fimm sinnum inn á þann sendi sem er næstur [...] . Þá hefði engin notkun verið á númeri hans frá kl. 19:05 til kl. 20:45 þennan dag. E innig hafi ákærði þennan dag þrisvar tengst sendi í [...] . Taldi lögregla að á þessum tíma hefði ákærði verið í íbúðinni. Farsími ákærða Matthíasar tengdist átta sinnum við sendi í nágrenni við [...] á þessu tímabili. Loks kemur fram í skýrslu lögreglu að dagarnir 22., 23. og 28. apríl og 2. og 6. maí skeri sig úr hvað varðar farsíma beggja ákærðu þar sem lítil virkni var þá á númerum þeirra. Fyrir liggur matsgerð rannsóknarstofu HÍ í lyfja - og eiturefnafræði, dagsett 26. maí 2020. Þar kemur fram að til ran nsóknar voru tíu sýni sem öll voru rakt, ljóst duft en sýni 2 - 10 er í flestum tilvikum lýst sem dufti og kögglum. Öll tíu sýnin reyndust innihalda amfetamín sem var að mestu í formi amfetamínsúlfats. Þá voru þau öll þurrkuð fyrir mælingu og er rakið í mats gerðinni hve mikið hvert sýni léttist við þurrkun. Styrkur amfetamínbasa í sýni nr. 1 reyndist vera 20% sem samsvari 27% amfetamínsúlfati og innihélt sýnið laktósa. Sýnið léttist úr 1,749 g í 1,553 g við þurrkun. Sýni nr. 2 - 10 innihéldu koffín auk laktósa. Styrkur amfetamínbasa í þessum níu sýnum reyndist vera á bilinu 6,0 - 9,2% sem samsvari amfetamínsúlfati á bilinu 8,2 - 12,0% og við þurrkun léttust þau frá 0,035 g til 0,179 g. Við rannsókn málsins var að beiðni ákærðu aflað matsgerðar dómkvadds matsmanns, d r. B , prófessors við Háskólann í Reykjavík. Lagt var fyrir hann að skilgreina heiti efnis í ofangreindum sýnum sem send voru rannsóknarstofunni merkt 43574. 1 og 43574. 2, hver væri efnafræðiformúla amfetamíns, annars vegar í formi basa 8 og hins vegar í formi súlfats , og ef miðað er við að þau efni sem send voru rannsóknarstofunni hafi verið í formi fljótandi amfetamínsbasa fyrir íblöndun hvaða breyting megi þá ætla að hafi orðið á magni amfetamíns við vinnsluna. Í niðurstöðu matsgerðarinnar kemur fram að efn in séu annars vegar amfetamínbasi sem hafi samkvæmt alþjóðlegu IUPAC - kerfi nafnið 1 - phenylpropan - 2 - amine og hins vegar amfetamínsúlfat sem hafi IUPAC nafnið biz(1 - phenylpropan - 2 - amine);sulfuric acid. Þá sé efnajafna amfetamínbasa C H N og efnajafna amfeta mínsúlfats C H N O S. Hvað varðar ætlaða breytingu á magni segir eftirfarandi í matsgerðinni: Orðið amfetamín getur í þessu samhengi átt við bæði amfetamínbasa og amfetamínsúlfat. Ef amfetamínið hefur allt verið á basa - formi hefur massi þess verið 1229,4 g. Við framleiðslu á amfetamínsúlfati úr amfetamínbasa hverfa tvær einingar (sameindir) af amfetamínbasa fyrir hverja einingu af amfetamínsúlfati sem verður til. Eining af amfetamínsúlfati er 36,2% þyngri en tvær einingar af amfetamínbasa. Þegar allt amfe tamínið er komið á súlfat - form er basa - formið uppurið, enda myndast hvarfið amfetamínsúlfat en ekki amfetamínbasi. Þannig er hægt að umbreyta 1229,4 g af amfetamínbasa í 1674,4 g af amfetamínsúlfati. Þá liggur fyrir skýrsla Landsmiðstöðvar fyrir réttarrannsóknir (NFC) í Svíþjóð, dagsett 8. september 2020. Var þess óskað að þar yrði rannsakað hvort amfetamín í sýni nr. 1, 4 og 8 komi úr sömu framleiðslulotu og hvort þau eigi sér sameiginlega n framleiðslugrunn og hvort amfetamínið í þessum sýnum kom i frá sama amfetamínbasa. Í öllum tilvikum var niðurstaðan rannsóknarinnar sú að framangreindum spurningum var svarað að neitandi utan þess að niðurstaða samanburð ar milli sýna nr. 4 og 8 varð sú að mögulegt sé að þa u efni komi úr sömu framleiðslulotu og s éu með sama framleiðslugrunn. Við rannsókn málsins hjá lögreglu voru tvisvar teknar skýrslur af ákærða Matthíasi og neitaði hann í bæði skiptin að tjá sig um sakarefnið. Ákærði Vygantas gaf þrisvar skýrslur við rannsókn málsins. Í fyrstu skýrslunni tjáði h ann sig ekkert um sakarefnið. Í annarri skýrslunni kom fram hjá honum að hann hefði leigt íbúðina í [...] af vitninu A í um tvær vikur. Hann hafi ætlað hana fyrir dóttir sína sem hann vildi að kæmi til landsins. Á leigutímanum hefði hann kannski tvisvar fa rið í íbúðina og hefði þar verið eitthvert dót, ruslapokar o.þ.h. Daginn sem hann var handtekinn hefði hann svo farið tvisvar í íbúðina. Fyrst fór hann þangað með meðákærða 9 sem skutlaði honum þangað. Þeir hefðu þá séð ummerki um að einhver hefði verið í íb úðinni og hefði meðákærði séð þar fíkniefni og þeir því farið út úr íbúðinni. Sjálfur hefði hann farið aftur inn til að kanna hvort þetta væri rétt og reyndist svo vera. Einnig kom fram hjá honum að hann hefði farið með meðákærða í verslanir þar sem meðákæ rði hefði viljað fá ráðleggingar frá honum varðandi kaup m.a. á bala og hræ r um. Meðákærði hefði spurt ákærða hvar hann gæti fengið þá muni sem honum vantaði og ákærði kom ið með uppástungur en hafi ekki vitað að nota ætti munina við eitthvað ólöglegt. Aðspu rður hvort hans DNA eða fingraför kunni að vera að finna á þessum munum sagði hann að það gæti verið á einnota hönskum og lofttæmingarpokum sem hann hefði meðhöndlað en þó ekki vegna meðferðar fíkniefna. Þá kunni hann að hafa snert flest það sem var í íbúð inni þar sem hann hefði skoðað það allt. Einnig kom fram hjá honum að amfetamínleifar sem fundust á Crocs skóm gætu verið vegna þeirra amfetamínleifa sem voru á gólfinu þegar hann kom í íbúðina 11. maí. Í þriðju og seinustu skýrslunni ítrekaði ákærði að þa ð hefði verið meðákærði sem keypti þá muni sem lögregla telji að hafi síðar fundist í íbúðinni en ekki hann. Þá bar hann um að hafa upphaflega geymt lyklana að íbúðinni sjálfur en þegar á leið geymt þá undir mottu. Hann kvaðst halda að meðákærði hefði fært allt dótið sem þeir keyptu yfir í sína bifreið eða heim til sín. Kvaðst hann ekki hafa neina skýringu á því hvað hefði gerst í íbúðinni og tók sjálfur ekki þátt í framleiðslu þeirra fíkniefna sem fundust. Við rannsókn málsins voru teknar tvær skýrslur af vitninu A sem þá hafði réttarstöðu sakbornings en ekki er ástæða til að rekja efni þeirra. II Málsatvik, ákæra héraðssaksóknara frá 25. september 2020 Samkvæmt málsgögnum má rekja upphaf málsins til þess er ákærði kom til landsins frá Barcelona 5. september 2019. Var hann handtekinn við komu til landsins og reyndist hann vera með rúmlega eitt kg af kókaíni meðferðis. Við rannsókn málsins var m.a. farsími ákærða rannsakaður og fundust þá ýmis skilaboð sem lögregla taldi benda til m.a. sölu fíkniefna. Einnig fundust þar myndir af kannabisefnum og myndir af búnaði til ræktunar. Þá sýndi skoðun á vafra símans að hann hefði verið notaður til að fara inn á heim asíðuna godurlausnir.is. Lögregla framkvæmdi fjármálagreiningu vegna ákærða og liggur hún fyrir í málinu, dagsett 18. október 2019. Niðurstaða hennar var sú, á grundvelli skoðunar á 10 bankareikningum ákærða, að óútskýrðar tekjur hans vegna áranna 2018 og 20 19 væru 10.924.035 krónur. Þá sýndu gögn að á þeim tíma hefði ákærði notað reiðufé vegna gjaldeyrisviðskipta að fjárhæð 4.976.280 krónur. Ætlað brot ákærða var rannsakað samhliða broti því er greinir í I. kafla ákærunnar. Ákærði neitaði að mestu að tjá si g um háttsemina í skýrslum sínum hjá lögreglu m.a. um ástæðu þess að tilteknir einstaklingar lögðu fjárhæðir inn á bankareikning hans. Þá neitaði hann því að hafa selt fíkniefni eða ræktað kannabisplöntur en kvaðst hafa unnið eitthvað ili. III Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærða og vitna fyrir dómi að því marki sem nauðsynlegt er til úrlausnar málsins. Ákærði Matthías neitar sök að öðru leyti en því að hann játar minni háttar aðild að broti meðákærða samkvæmt ákæru 4. ágúst 2020 hvað varðar vörslur á 3.936,4 g af amfetamíni, hann játar sakarefni samkvæmt I. kafla ákæru frá 25. september 202 0 en neitar sök hvað varðar II. kafla ákærunnar. Ákærði sagði þá meðákærða vera vini og að þeir væru bú nir að þekkjast í um eitt og hálft ár. Meðákærði hefði komið að máli við hann í apríl og óskað eftir aðstoð þar sem hann þekki lítið til á Íslandi. Hafi hann sagt að maður hefði komið til hans eftir að hafa að var amfetamín, og beðið meðákærða um hjálp. Efnið væri ónýtt, styrkleiki þess væri svo lítill að enginn myndi taka við þeim. Viðkomandi væri búinn að koma sér í mikil vandræði þar sem það væri mikill peningur í efnunum. Spurði hann ákærða hvort hann vissi eitthvað um þetta og bað hann að hjálpa sér að finna út úr því hvernig væri hægt að laga efnið og hvar væri hægt að kaupa þau áhöld sem þyrfti til þess. Kvaðst hann hafa aðstoðað meðákærða við að kaupa þessi áhöld og útvegað upplýsingar um það hvernig ætti að gera þetta þar sem hann hefði sjálfur ekki haft þessa þekkingu. Upplýsingarnar hafi hann fengið frá manni og skrifað þær niður eins og uppskrift sem sýndi hvernig umbreyta ætti amfetamínbasa í amfetamín í duftformi. Hefði honum verið boðnir peningar fy rir að gera þetta en vildi ekki segja hversu miklir eða hver bauð honum þá. Þeir hefðu keypt það sem vantaði og hefði hann borgað fyrir þá muni en átt að fá það endurgreitt. Meðákærði hefði fylgt honum í þessar verslanir en ekki þekkt til og því ekki vitað í hvaða verslanir þeir ættu að fara. Þeir hefðu síðan farið með þessa hluti í íbúðina 11 í [...] sem hefði verið tóm þegar þeir komu þangað. Taldi ákærði að þetta hefði gerst í apríl. Kvaðst ákærði telja að hann hefði alls komið tvisvar eða þrisvar í íbúðina , fyrst þegar þeir komu með þessa hluti, potta, bala, spaða og fleira. Þeir hefðu síðan farið aftur að versla og þá keypt grímurnar og fleira dót og einnig farið með það í íbúðina. Meðákærði hefði síðan beðið hann um að tæma íbúðina með sér og þá hefði han n farið þangað í síðasta skiptið sem var kvöldið sem þeir voru handteknir. Hann muni ekki hvenær hann kom í íbúðina seinast fyrir þann dag. Hann hefði aldrei séð fíkniefnin þegar hann kom í íbúðina , eða að einhver væri þar eða að búnaðurinn væri í notkun . Ákærði kvaðst ekkert hafa komið nálægt þeim efnum sem fundust í íbúðinni. Hann hefði einungis komið með munina þangað en vitað hver ætlunin var að gera við þá, þ.e. meðákærði ætlaði að hjálpa þessum vini sínum að laga efnin og blanda meira en hann viti e kki hver blandaði efnin. Ákærði kvaðst, þegar þeir fóru að kaupa grímurnar, hafa mátað grímu en muni ekki hvort hann hafi mátað fleiri en eina. Ákærða var kynnt að DNA - snið frá honum hefði fundist á tveimur grímum sem voru í íbúðinni og sagði ákærði það v era vegna þess að hann mátaði þær til að kanna hvor þær væru að réttri stærð. Hann hefði síðan farið með þær heim til sín eftir að hafa keypt þær og hefði, inni í geymslu, tekið þær úr kassanum og sett í poka og farið þannig með þær í íbúðina. Það sé ástæð a þess að kassar utan af grímum fundust heima hjá honum. Hann hefði einnig skilið kvittanir eftir þar . Kvaðst hann þannig ekki alltaf hafa farið beint með munina í íbúðina. Meðákærði hefði útvegað þessa íbúð og hefði hann sjálfur aldrei verið með lykla að henni. Ákærði var beðinn um að útskýra þá afstöðu sína að hann viðurkenni aðild að tæpum fjórum kílóum af amfetamíni þegar ellefu kíló hefðu fundist í íbúðinni. Því svaraði ákærði svo að þessi maður hefði komið með sjö kíló sem eyðilögðust og beðið um hjál p við að lagfæra þau. Aðkoma hans takmarkist við þau fjögur kíló sem mögulega voru framleidd í íbúðinni þó að hann hefði sjálfur ekki átt neinn þátt í því. Hluti efnan n a hefðu verið framleidd þarna en hluta þeirra var komið með í íbúðina. Ætlunin var grein ilega að búa til meira og blanda því saman við þessi sjö kg til að laga það efni. Hann giski á að þetta hafi verið ætlunin en það hefði ekki verið rætt sérstaklega. Ákærði kvaðst halda að það hafi verið meðákærði sem bjó efnið til og hann hafi þá búið til fjögur kg úr amfetamínbasa. Meðákærði hefði verið með efnið í formi basa og það sem hann átti að gera var að finna út úr því hvernig hægt væri að breyta basanum í efni í duftformi. Ákærði kveðst ekki hafa blandað þessi sjö kg. Hann játi ekki aðild að 12 öllu þó að hann hafi vitað að það ætti að búa til fjögur kg til að laga þessi sjö kg. Ákærða var kynnt að efnin hefðu fundist annars vegar í fjögurra kg pak k ningu og hins vegar í sjö um eins kg pak k ningum og var hann spurður hvað hefði átt eftir að gera til að laga þessi sjö kg. Ákærði kvaðst ekki vita það og sjálfur ekki spurt. Meðákærði hefði síðan beðið hann um að koma með sér til að ganga frá íbúðinni og hafi meðákærði þá ætlað að koma efnunum á einhvern ákveðinn stað. Það hefði verið á ábyrgð meðákærða. Kva ðst hann ekki hafa vitað að það væri búið að koma með efnin í íbúðina. Þá kvaðst ákærði ekki þekkja vitnið A en hafa einu sinni, í gegnum meðákærða, breytt bifreið vitnisins. Þá var borið undir ákærða að fundist hefði DNA - sýni frá honum í munntóbakspúða se m fannst í skáp í íbúðinni og sagði ákærði þá að hann not að i slíka púða og hefði í einhverju þeirra tilvika þegar hann fór í íbúðina losað sig við hann inn í skápinn. Ákærði sagði að daginn sem þeir voru handteknir hefði hann ætlað að hitta meðákærða við í búðina og var ætlun þeirra að tæma hana enda var leigusamningur að renna út. Hann kannist við að hafa verið í miklum símasamskiptum við meðákærða almennt en það varð meira eftir að hann fór að hjálpa honum með þetta. Þegar hann kom þangað hafi meðákærði op nað fyrir honum og þeir farið inn. Meðákærði hefði gengið inn í íbúðina, opnað skáp og síðan lokað honum og gefið honum merki og sagt að þeir ættu að drífa sig út. Þeir hefðu farið út í bifreið. Meðákærði hefði svo farið inn aftur og komið svo út aftur og hefði ákærði síðan skutlað meðákærða heim. Eftir það hefði ákærði reynt að ná sambandi við meðákærða en það ekki tekist. Hann muni ekki hvað fór þeim á milli eftir að þeir fóru út úr íbúðinni en meðákærði hefði verið mjög stressaður og hafi þeir ætlað að h ittast aftur um kvöldið. Ákærði hefði síðan farið aftur að húsnæðinu og haldið að meðákærði mundi koma þangað þar sem það lá á að tæma íbúðina. Aðspurður þess ekki að með ákærði hafi ætlað að hitta einhvern. Aðspurður kvaðst ákærði ekki vita af hverju meðákærði gat ekki fengið búnaðinn hjá þeim sem framleiddi efnið sem þurfti að laga í stað þess að kaupa nýjan. Þá kvaðst ákærði ekki hafa verið með fasta vinnu þegar hann var handtekinn. Aðspurður um sakarefni samkvæmt II. kafla ákæru frá 25. september sl., þar sem ákærði er ákærður fyrir peningaþvætti kvaðst ákærði neita að tjá sig um það sakarefni og jafnframt ekki vilja tjá sig um þann framburð sem hann gaf við rannsókn mál sins. Ákærði Vygantas kvaðst neita sök að öðru leyti en hvað varðar vörslur á rúmlega fjórum kg af amfetamíni. Hann hefði verið að reyna að hjálpa kunningja sínum. Sá hefði 13 lent í vandræðum þar eð hann hefði fengið fíkniefni frá öðrum manni og fíkniefnin h efðu skemmst. Kunningi ákærða hefði verið hræddur við þann sem afhenti honum efnið og spurt ákærða ráða. Ákærði kvaðst halda að annað hvort hefði kunningi hans látið of mikið magn af sykri eða glúkósa í efnið. Hefði hann þá sagt þessum kunningja sínum að h ann mundi tala við mann sem hugsanlega vissi eitthvað. Hann hafi síðan spurt meðákærða hvað væri til ráða, hvernig væri hægt að laga efni sem væri blandað svona. Ákærði kvaðst vera búinn að búa hér á landi í um fjögur ár og hafa kynnst meðákærða fyrir um á ri síðan og hefðu þeir verið í bílaviðskiptum saman. Meðákærði hefði áður verið í neyslu og því hefðu honum dottið í hug að hann gæti aðstoðað. Meðákærði hefði sagt að hann vissi þetta ekki en hringdi í einhvern og spurði ráða. Í kjölfar þess hefði meðákær ði fengið einhverjar upplýsingar sem ætlunin var að prófa að fara eftir. Honum hefði verið sagt að þeir þyrftu að hafa skálar til að setja efnið í og því farið í verslanir til að kaupa skálar. Hann hefði vantað stað til að gera þetta og því spurt vitnið A um þessa íbúð. A hafi spurt hann af hverju hann þyrfti hana og ákærði þá sagt að hann ætti von á stjúpdóttur sinni í heimsókn og varð úr að hann fékk íbúðina á leigu í tvær eða þrjár vikur. Lyklana sem hann fékk frá A hefði hann skilið eftir undir mottu v ið dyr á móti dyrunum inn í íbúðina. Um var að ræða tvo lykla, annar fyrir útidyr og hinn gekk að dyrum íbúðarinnar. Hann hefði látið kunningjann vita hvar lyklarnir væru svo hann gæti komið og skilið efnið eftir í íbúðinni. Sá hefði gert það og sett lykla na aftur undir mottuna. Hann hefði síðan farið í íbúðina til að kanna hvort efnið væri komið þangað og séð að eitthvað var komið sem hann skoðaði ekki ítarlega. Hann hefði síðan farið með meðákærða í íbúðina daginn sem hann var handtekinn. Ákærði kvaðst ekki hafa skilið mikið af því sem ætlunin var að gera og ekki beðið meðákærða um að útskýra það fyrir sér. Hann geti því ekki lýst því. Þeir hefðu farið í verslanir og keypt matarskálar og fleira en meðákærði hefði ekki verið á bifreið og því hefð u þeir fa rið saman á bifreið sem hann var á. Meðákærði hafi vitað hvað ætti að kaupa. Þá hefði meðákærði greitt fyrir munina af því að hann var ekki með pening. Meðákærði hefði sagt að þeir færu bara í íbúðina og gerðu þetta. Þegar þeir komu þangað hefði meðákærði hins vegar verið búinn að skipta um skoðun eða eitthvað og sneri við. Aðspurður hvort meðákærði hafi átt að fá greitt fyrir aðstoðina sagði ákærði að þeir hefðu aðallega viljað hjálpa kunningja hans sem hafi átt að greiða þeim til baka það sem þeir voru bú nir að kaupa. Ekki hefði verið rætt um að meðákærði fengi greitt fyrir þetta enda 14 hafi þeir ekki einu sinni vitað hvort hægt væri að laga þetta. Þegar legið hefði fyrir að hægt væri að laga þetta þá hefðu þeir getað farið að tala um greiðslur. Ákærði sagð i að þeir hefðu geymt þá muni sem þeir keyptu í bifreið hans og hann síðan afhent kunningja sínum þessa muni en sá hafi sótt þá á heimili ákærða. Hann og meðákærði hefðu ekki farið með þessa muni í íbúðina. Sjálfur hafi hann farið nokkrum sinnum í íbúðina. Þegar hann kom þangað fyrst eftir að hafa fengið lyklana hafi hann ekki tekið eftir því hvort eitthvað væri í íbúðinni. Lyklarnir hefðu alltaf verið undir dyramottunni. Hann hefði í einu tilviki farið í íbúðina til að kanna hvort hægt væri að opna með lyk lunum en það hefði verið erfitt. Þá hefði hann farið þangað til að kanna hvort kunningi hans hefði komið með það sem þeir hefðu keypt auk þeirra fjögurra kg af efni sem var skemmt. Efnið hefði þá verið komið í íbúðina. Næst hefði ákærði komið í íbúðina dag inn sem hann var handtekinn. Ákærði sagði að hvorki hann né meðákærði hefðu tekið þátt í blöndun efna í íbúðinni. Erindi hans í íbúðina 11. maí hefði varðað það að hann var beðinn um að laga efnið. Hans hlutverk var að finna rétta manneskju sem gæti gert þ etta. Spurður hvort sú manneskja hefði verið meðákærði sagði ákærði að hann viti það ekki. Ákærði sagði að hluti af því dóti sem hann geymdi í bifreið sinni hefði verið grímurnar. Kvaðst hann ekki muna hvort kunningi hans hefði fengið grímurnar afhentar í kassa eða hvort meðákærði mátaði grímu inni í versluninni. Kvaðst hann enga skýringu hafa á því hvers vegna kassar utan af grímum hefðu fundist heima hjá meðákærða. Ákærða er kynnt að samkvæmt gögnum málsins hafi ákærðu frá 18. apríl til 11. maí átt 497 sí mtöl í gegnum forritið Signal. Sagði ákærði að þetta hefðu verið vinnutengd símtöl vegna bílaviðskipta og hefðu þeir verið að ræða málin en honum f annst þessi heildarfjöldi símtala vera hár. Þá er ákærði spurður hvort hann hefði skýringu á því hvers vegna kunningi hans hefði komið með 11 kg í íbúðina en ekki fjögur sagði ákærði að hann hefði talað um fjögur kg. Líklega hafi hann vonað að þeir gætu hjálpað honum að laga þessi 11 kg. Líklega hefði kunningi hans ekki sagt honum allan sannleikann. Ákærða var k ynnt að samkvæmt framburði meðákærða h e fði verið um að ræða sjö kg af ónýtum efnum og að ákærði hefði fengið amfetamínbasa til að búa til fjögur kg til að laga þessi sjö. Ákærði sagði þá að hann hefði ekki komið nálægt því að breyta amfetamínbasanum í duft og viti ekki hver gerði það. Kannski hefði meðákærði gert það einn. Sama dag og hann var handtekinn hefði hann hitt A og spurt hann hvort fleiri væru með lykla að íbúðinni. Ástæða þess að hann spurði væri sú að hann hefði ekki viljað að 15 fólk sem hann þekk ti ekki færi inn í íbúðina þar sem fíkniefnin voru komin þangað. Þó að hann hefði skilið lyklana eftir undir mottunni væri ekki sjálfgefið að einhver fyndi þá og k o mist að því að hvaða dyrum lyklarnir g angi . Þá va r ákærða kynnt að þegar hann og meðákærði k omu í íbúðina 11. maí hefði verið búið að skipta efninu út fyrir gerviefni og var ákærði spurður hvort þeir hefðu tekið eftir því. Þessu svaraði ákærði svo að kunningi hans hefði sagt honum að efnin ættu að vera í einum plastpoka en þeir hefðu reynst vera fleiri. Þeir hefðu því ekki skilið hvað var í gangi og snúið við og farið út. Hann hefði svo farið aftur inn í íbúðina til að kanna hvort það væru í alvöru fleiri en einn poki. Spurður hvers vegna hann hefði þá ekki haft samband við kunningja sinn sagði ák ærði að þeir töluðu aldrei saman í síma og væri hann ekki með númer ið hans. Ef kunningi hans þarf að tala við hann komi hann heim til ákærða. Ákærða var kynnt að amfetamínleifar hefðu fundist á skóm sem haldlagðir voru á heimili hans og kvaðst ákærði ekki hafa notað þessa skó í hálft ár eða lengur. Aðspurður um skýringu á því hvers vegna amfetamín hefði verið á skónum sagði ákærði að það gæti verið að það hefði komið á skóna þegar hann þreif bifreið sem hann keypti. Þá sagði ákærði að 761.000 krónur í reiðu fé sem fundust heima hjá honum tengist bifreiðaviðskiptum hans. Hann hefði tekið þessa fjárhæð út af reikningi sínum í nokkrum hlutum og nýtt við það yfirdrátt. Var ætlun hans að nota féð til bifreiðakaupa. Daginn sem hann var handtekinn var ætlunin að far a yfir efnið og athuga hvað þeir gætu gert. Hann kvaðst ekki hafa tekið eftir því þegar hann kom í íbúðina 11. maí hvort búið var að nota þá muni sem þeir keyptu þar sem þeir hefðu stoppað stutt. Þá var borinn undir ákærða sá framburður hans hjá lögreglu a ð það hefði verið ákærði sem leitaði fyrst til hans eftir aðstoð varðandi það hvað hann þyrfti að kaupa. Þessu svaraði ákærði svo að allt sem hann hefði sagt fyrir dómi væri rétt. Þegar hann gaf skýrslu hjá lögreglu hefði hann verið mjög stressaður og viti nú ekki hvað hann sagði þá. Vitnið A kvaðst hafa kynnst ákærða Vygantas í gegnum netið og hefðu þeir þekkst í um tvö ár en vitnið þekki ákærða Matthías lítið. Vitnið kveðst búa að [...] og hefði ákærði Vygantas fengið á leigu íbúð í húsinu og sagt að hann ætla ði að geyma þar muni. Hefði vitnið afhent ákærða lykla að íbúðinni frá húsfélaginu og greiddi hann 30.000 krónur í leigu. Þeir hefðu þá farið saman inn í íbúðina og hann sagt við ákærða að íbúðin væri flott og hrein og vildi hann fá hana þannig til ba ka. Kvaðst hann ekki vita til þess að fleiri lyklar væru til að íbúðinni og ekki hafa orðið var við umgang í íbúðinni á leigutímanum. Ákærði hefði komið til hans daginn sem þeir voru handteknir og spurt vitnið hvort til væru aukalyklar að íbúðinni og hann svarað því að hann héldi að svo væri 16 ekki. Síðan hefði lögreglan komið og þeir verið handteknir og því ekki náð að klára samtalið. Vitnið lögreglumaður [...] kvaðst starfa í miðlægri rannsóknardeild og hafa farið á vettvang eftir að fíkniefnin fundust til að skoða vettvang inn og meta hvað þyrfti að gera. Þegar hann kom var búið að leggja fíkniefni, sem fundust í tösku inni í skáp, á gólfið og taka myndir af þeim og taka úr þeim sýni. Hann hefði tekið við efnunum og farið ásamt félaga sínum með þau í tæknide ild. Þar var staðfest að þetta væri amfetamín. Þegar hann kom á vettvang var allt eins og á þeim myndum sem teknar voru , fyrir utan efnin á gólfinu. Þeir hefðu ekki hreyft við neinu fyrr en húsleit var gerð. Þarna inni var ýmis búnaður til framleiðslu í po kum og inni á baðherbergi í bala. Kvaðst hann muna eftir plastfötum og spaða sem þeir höfðu áður séð ákærðu kaupa í Húsasmiðjunni. Þetta hefði blasað við þegar þeir komu í íbúðina. Þegar komið er inn í hana er lítið baðherbergi á vinstri hönd og síðan gang ur og þar er skápurinn sem taskan fannst í. Beint af augum er herbergi og meðfram veggnum, og þá beint á móti dyrunum, lá mest af dótinu. Vitnið sagði að búnaðurinn sem fannst hefði bent til þess að þarna hefði verið framleitt efni frá basaformi. Miklu fló knara ferli þurfi til að búa til basa. Þarna voru balar, búnaður til að hræra og ýmislegt annað sem notað er þegar basi er hrærður saman við sýru og annað. Einnig var þarna stór kolasía til að hreinsa loftið. Ef einungis hefði verið blandað saman tveimur p ökkum af efni til að laga efni þá hefði ekki þurft allar þessar græjur. Lögreglu höfðu áður borist upplýsingar um hugsanlega aðkomu ákærðu að framleiðslu fíkniefna og fannst þeim aðkoman passa við þær upplýsingar. Það hefði hins vegar verið tilviljun sem o lli því að þetta fannst og engin rannsókn var í gangi fyrir þann tíma þrátt fyrir að upplýsingarnar hefðu borist. Vitnið kvaðst hafa farið að heimili ákærða Vygantas eftir að ákærðu fóru af vettvangi og þar hefð u þeir séð hann og fylgt honum eftir þangað t il hann var handtekinn. Ástæða þess að þeir fóru á heimili hans var að vitað var að hann hefði verið á vettvangi. Vitnið lögreglumaður nr. [...] kvaðst hafa farið á vettvang eftir að tilkynning barst um að mikið magn fíkniefna hefði fundist í íbúðinni. Str ax hefði farið fram vinna á vettvangi og daginn eftir hefðu þeir haft eftirlit með íbúðinni. Ákærðu hefðu komið um kvöldmatarleytið og farið inn í íbúðina. Lögreglumenn hefðu heyrt í þeim í gegnum upptökubúnað sem þeir voru með inni í íbúðinni. Heyrst hefð i eins og taskan væri opnuð og þeir síðan farið út úr íbúðinni. Skömmu síðar fór annar þeirra inn aftur. Eftir þetta var 17 reynt að hafa upp á ákærðu og var ákærði Vy gantas síðan handtekinn ásamt vitninu A . Á sama tíma hefði sími ákærða Vygantas hringt og kom síðar í ljós að það var ákærði Matthías. Síðan var framkvæmd húsleit í íbúðinni og ákærði Matthías handtekinn við vettvang. Vitnið kvaðst hafa farið í húsleit á h eimili ákærðu. Við leit hjá ákærða Matthíasi hefðu fundist, í geymslu, tveir kassar utan af grímum og kvittanir í íbúð hans, m.a. ein frá Byko. Heima hjá ákærða Vygantas fannst pressuvél og í henni var mulningur sem svaraði jákvætt sem kókaín. Einnig hefðu þeir þar haldlagt um 700.000 krónur í reiðufé sem fannst í veski í svefnherbergi. Þeir hefðu síðan farið aftur í húsleit á heimili ákærða Vygantas og þá fundið svarta Crocs skó sem voru allir útataðir í hvítum efnisleifum , bæði undir sólunum og ofan á skó num, sem reyndist vera amfetamín. Vitnið kveðst hafa skoðað síma ákærða Vygantas og staðfesti að ákærðu hefðu sín á milli notast við forritið S ignal. Í þeirra tilviki virtist forritið annað hvort vera stillt þannig að skilaboð eyddust eftir að ákveðin n tím i var liðin frá því þau voru send eða forritið gerði það sjálft án sérstakra breytinga á stillingu. Þó var hægt að sjá hvaða samskipti fóru fram. Á tímabilinu frá 18. apríl til 12. maí voru um 500 samskipti á milli ákærðu. Þá sagði vitnið að þeir hefði ein nig aflað gagna um það inn á hvaða möstur eða senda símar ákærðu tengdust og er það þá staðsetning á ákveðnu svæði sem leiðir til þess. Gögnin sýni þannig að ákærðu hefðu getað verið í [...] á þeim tíma þegar sími þeirra tengist inn á möstur á því svæði og gerðist það nokkrum sinnum á tímabilinu. Þá sagði vitnið að endurrit af símtal i við neyðarlínu 10. maí þar sem tilkynnt var um málið hefði verið ritað upp af starfsmönnum neyðarlínu og lögregla aldrei fengið nafn tilkynnanda. Hugsanlegt sé að aðrar upplýs ingar hefðu einni g verið undanskildar í endurritinu vegna nafnleyndar tilkynnanda. Vitnið lögreglumaður nr. [...] kvaðst fara fyrir hópi sem fari með eftirlit og skyggingar. Eftir að rannsóknin fór af stað var óskað eftir aðstoð hópsins og var sú aðstoð m. a. fólgin í myndavélaeftirliti. Kvaðst hann hafa verið við eftirlit og þá séð tvo menn fara inn í húsið og síðan út úr því aftur. Skömmu síðar hafi annar maðurinn komið til baka, farið inn í íbúðina og út úr henni aftur. Það hefði virst sem hann hefði fyrs t beðið við stigahúsið eftir að opnað væri fyrir honum. Síðan sjáist hann standa við dyrnar að íbúðinni um stund eins og hann væri að opna með lykli en fari síðan einn inn og dyrnar lokist . Þeir hefðu síðan fylgt mönnunum eftir öðrum úr Hafnarfi r ði og upp á Höfða þar sem tveir menn voru handteknir. Vitnið sagði að hljóðupptökutæki hefði verið sett í tösku 18 inni í íbúðinni og hefðu þeir í gegnum það getað hlustað í rauntíma á það sem heyrðist í íbúðinni. Vitnið , lögreglumaður nr. [...] , kveðst hafa ljósmyndað þá muni sem fundust í íbúðinni. Var það mat lögreglu að þarna hefði að einhverju leyti verið um að ræða sömu - em fundust í húsleitum, tímasetningar, o.fl. hafi þeir talið að um sama dótið væri að ræða. Vitnið kvaðst hafa verið viðstaddur þegar tæknideild fór yfir munina. Á þeim voru efnale i far og var tekið sýni af bölum, sleifum og fleiru sem sýndu jákvæða niðurstöðu sem amfetamín. Einnig hefði verið kemísk lykt af þeim. Vitnið hefði tekið myndir af skóm sem voru haldlagðir og reyndist sýni sem tekið var af hvítum efnisleifum á þeim einnig vera amfetamín. Vitnið C , sérfræðingur í tæknideild lögreglu , kvaðst hafa fengið til rannsóknar þrjár heilgrímu r og tekið myndir af þeim. Á þeim öllum voru sjáanlegar hvítar duftleifar . Hann tók sýni af leifunum o g prófaði og gaf það jákvæða svörun sem amfetamí n. Síðan tók hann tvö stroksýni af hverri grímu, annars vegar af gúmmíkanti meðfram grímu og hins vegar innan úr grímunni af því svæði sem hefur verið nálægt nefi og munni. Þessi sýni voru send til rannsóknar til að kanna hvort á þeim fyndust erfðaefni, DN A. Í grímu merkti I reyndist stroksýni af kanti vera frá óþekktum karlmanni auk þess sem þar fannst annað DNA - sýni sem var það lítið að það var ekki hægt að samkenna það. Stroksýni sem tekið var innan úr þeirri grímu var samkennt við ákærða Matthías og ein nig kom fram þar DNA frá sama óþekkta karlmanninum. Í grímu II var stroksýni af kantinum samkennt við ákærða Matthías en einnig fannst þar DNA sem ekki var hægt að samkenna við einstakling. Innan í grímunni fannst DNA sem var einnig samkennt við ákærða Mat thías. Í grímu III var stroksýni af kantinum það flókin blanda af DNA - sniði að það var ekki hægt að rannsaka það nánar. Stroksýni innan úr grímunni var samkennt við óþekktan karlmann. Vitnið sagði að það sem finnst á kantinum geti komið þegar gríma er mátu ð. Ekki sé hægt að útiloka að það eigi einnig við hvað varðar sýnin innan úr grímunum en sagði sitt mat vera að það þyrf t i frekar að tala, hósta eða anda innan í grímuna til að skilja eftir nægilega mikið af lífsýnum svo hægt væri að greina DNA. Hvað varða r tvo tóbakskodda sem fundust , þá hefði rannsókn leitt í ljós að í öðrum þeirra fannst DNA sem samkennt var við ákærða Matthías en hinn við annan óþekktan karlmann en þann sem sýnið í grímunum var frá. Hanskar sem fundust á vettvangi hefðu ekki verið ranns akaðir á þennan hátt þar sem ekki hafi verið óskað eftir því en sýni voru varðveitt 19 úr hluta þeirra. Þau sýni sem vitnið fékk til viðmiðunar voru frá ákærðu og vitninu A . Engar jákvæðar niðurstöður fengust hvað varðar ákærða Vygantas. Flókin samsetning á D NA þýði að margir hafi notað grímu og ekki hægt að segja til um hver á hvaða DNA eða um hve marga menn er að ræða. Að snerta grímu innan á geti einnig skilið eftir lífsýni. Vitnið lögreglumaður nr. [...] kvaðst hafa komið að málinu sem ran n sóknarlögreglum aður tæknideildar á bakvakt. Hann kom á vettvang í íbúðina og sinnti vettvangsvinnu en talið var að amfetamín hefði verið framleitt þar. Hann hefði tekið sýni og myndir og hafi þeir rannsóknarlögreglumenn sem fóru með málið séð um að haldleggja muni , fyrir utan efnisleifar . Sjálfur hefði hann einnig seinna aðstoðað við að ljósmynda muni sem höfðu verið haldlagðir. Vitnið sagði að þeir munir sem hann sá í íbúðinni hefðu bent til framleiðslu og miði hann þá við það sem hann hefði séð í öðrum málum. Búið var a ð taka allt niður og höfðu t.d. balar og annar búnað ur verið settur í sturtuna og búið var að taka niður viftu. Allt sem var þarna inni var búnaður til framleiðslu hvort sem það var framleitt þarna eða annars staðar. Inni í íbúðinni var sterk efnalykt og e fnisleifar voru á gólfi sem bentu sterklega til þess að þarna hafði verið framleiðsla. Það hafi virst sem búið hefði verið að nota allan búnaðinn sem var þarna. Í íbúðinni hafi verið kolavifta en hann viti ekki til þess að sía úr viftunni hafi verið skoðuð sérstaklega. Loks sagði vitnið að hann hefði ekki skoðað sérstaklega hvort einhver þeirra hluta sem voru í íbúðinni hefðu einungis verið notaðir til að blanda efni en ekki til að hvarfa basa. Vitnið D er verkefnisstjóri í rannsóknarstofu í lyfja - og eitu refnafræði. Vitnið staðfesti að hafa unnið matsgerð vegna málsins dagsetta 25. maí 20 2 0. Hún sagði að sýni nr. l væri eins og öll hin sýnin, rakt, ljóst duft. Það hafi innihaldið 20% amfetamínbasa og laktósu en öll hin sýnin reyndust vera með minni styrkleika hvað varðar amfetamínbasa, á bilinu 6,0 til 9,2 %, og innihéldu einnig koffín og laktósu. Vitnið sagði koffín oft vera notað til að þynna amfetamín en kvaðst ekki geta sagt til um hvort átt hefði eftir a ð blanda koffíni við efnið sem sýni nr. 1 komi frá. Oft sjái hún sýni sem innihaldi einungis amfetamín og sykrur. Sé horft til neysluskammta í Danmörku undanfarin ár þá sé þessi styrkleiki, 6,0 til 9.2%, undir meðaltali sem hafi verið undir 10% og miðgildi ð um 5% en hefði farið hækkandi. Árið 2018 hafi miðgildið verið 16%. Sé því breytilegt hver styrkleiki neysluskammta sé. Sýni 1 gæti verið frá efni sem sé 20 tilbúið til neyslu. Þau fái oft sýni til rannsóknar sem séu miklu sterkari er 20% og sýni sem tekin e ru frá innfluttum efnum séu oft mun sterkari. Vitnið sagði að styrkur sýna væri mældur eftir að efnið hefði verið þurrkað. Aðspurð hvort hægt sé að heimfæra styrkinn sem mælist í þurru efni yfir á allt magn efnis eins og það er vigtað óþurrkað sagði vitnið að þeirra mæling fari alltaf fram á þurru efni til að þau hafi samanburð á milli mælinga. Þessi sýni hafi lést 3 - 11% við þu r rkun og hefðu þannig að meðaltali lést um 7,7%. Hægt sé að lækka heildarmagn og heimfæra styrkleikann upp á það til að fá rétta nið urstöðu vegna þurrkunar efnis. Þá sagði vitnið að amfetamínvökvi væri í basaformi og til að útbúa duft þurfi að blanda brennisteinssýru saman við basann til að fá súlfat. Þyngdaraukningin í því ferli sé í formi brennisteinssýru. Þegar amfetamínbasi er 20% samsvari það 27% af amfetamínsúlfati. Virka efnið amfetamín er þá 20%. Hreinn basi geti hæst verið 73.4% í 100% amfetamín duftsýni. Vitnið , dr. B , sem dómkvaddur var sem matsmaður vegna málsins staðfesti matsgerð sína fyrir dómi. Kvaðst hann hafa verið be ðinn um að koma með efnafræðiheiti á tveimur efnum, annars vegar amfetamínbasa og hins vegar amfetamínsúlfati, og reikna síðan út hvað væri mikið af virku amfetamíni í því efni sem haldlagt var í málinu. Niðurstöðu sína setji hann fram í matsgerð. Vitnið s agði að rýrnun verði á efni við mælingu vegna þurrkunar þannig að haldlagt efni sé í raun aðeins léttara en fram komi í tölum lögreglu. Ef miðað er við þyngd haldlagðs efnis yrði því að telja styrkleika þessi minni. Þá sagði vitnið að amfetamín á vökvaform i sé basi sem sé óvatnsleysanlegur og til að gera hann að vatnsleysanlegu föstu efni sé hann látinn hvarfast við súlfat. Þá sé væntanlega bætt við efni til að auka magnið, einhvers konar fyllingarefni , þannig að virka efnið er miklu minna en heildarmagn. B asinn í þeim 11 kg sem voru haldlögð er 1230 g sem eykst hvað massa varðar um 36% við að vera breytt í súlfat og endi efnið því í 1675 g. Sé því alls ekki um 11 kg af virku efni að ræða heldur sé virkt efni 21 eða 22% af þessum 11 kg. Hvörfunin yfir í súlf at skili sama magni virks efnis og var í upphafi og er aukningin 36% sem þýðir að við bætast um 400 g og sé sú magnaukning í súlfati. Aðspurður hvort hægt sé að neyta amfetamínbasa sagði vitnið að hann viti það ekki en basinn sé ekki vatnsleysanlegur sem g eti verið vandamál. Þá geti hann ekki svarað því hvort amfetamínbasi sé eitraður, hann sé það a.m.k. ekki við snertingu. Amfetamínbasi geti verið mismunandi að styrk og sé þetta heiti notað sem samheiti yfir allar lausnir sem innihalda amfetamín sem virka efnið. Í basanum séu einnig alls konar fylliefni sem eigi 21 að vera hlutlaus. Magn virk s efnis í súlfati eftir að amfetamínbasi hefur verið hvarfaður fari eftir magni í basanum. Vitnið , lögreglumaður nr. [...] , kvaðst hafa komið að rannsókn þeirra mála sem g reinir í ákæru frá 25. september sl. frá upphafi og verið viðstaddur allar skýrslutökur. Hann hefði skoðað farsíma ákærða og hafi þar komið fram upplýsingar, m.a. skilaboð, sem bentu til þess að ákærði hefði selt fíkniefni. Þá hefðu fundist þar myndir af b únaði sem hægt er að nota til kannabisræktunar og kannabisplöntur í ræktun. Við yfirheyrslur hefði ákærði ekki svarað neinum spurningum hvað þetta varða r og ekki heldur um tekjur sínar. Hvað varðar þá fjármuni sem fóru inn á reikning ákærða þá var hann sér staklega spurður út í tilteknar úttek t ir. Var það gert þar sem um háar fjárhæðir var að ræða eða vegna þess að um var að ræða fjárhæðir sem voru á heilu þúsundi og gætu passað við innlagnir vegna kaupa á fíkniefnum. Ákvörðun um það hvað sé lagt til grundva llar við fjármálagreiningu komi frá þeim sem hana geri og einnig tillögur að spurningum, t.d. um hvaða aðila og upphæðir er spurt. Það er svo á endanum ákvörðun þess sem framkvæmir skýrslutöku hvers er spurt. Vitnið hefði spurt ákærða hvort hann væri í sam búð og hann svarað því játandi. Spurður hvers vegna ekki hefði verið kannað hvaða tekjur sambýliskona hans hafði haft sagði vitnið að líklega hefði það verið vegna þess að hún hefði ekki verið til rannsóknar og því þurft að fara varlega í slíkt inngrip í e inkalíf hennar. Borin voru undir vitnið eftirfarandi skilaboð úr síma ákærða sem send voru til hans; Sælir hey ég þarf að fara græða cash eh veginn geturu þarf að fara að versla en Þessum skilaboðum er svarað úr síma ákærða: Jaa ekk ert mál. Þá bárust til baka skilaboðin: 5 stk hvað kostar það. Því er svarað: 75. Vitnið sagði þessi skilaboð hafa komið úr síma ákærða og lögregla talið m.a. þessi skilaboð benda til fíkniefnasölu. Oft sé þar talað um grömm sem stykki. Þá geti fjárhæðin 7 5 átt við 75.000 krónur sem geti verið vegna fimm gramma sem hafi kostað 15.000 krónur grammið. Þetta sé taxti sem lögregla telji að geti passað við þær fjárhæðir sem greiddar eru fyrir gramm af fíkni e fni. Þá voru borin undir vitnið skilaboð til ákærða; Sæll vinur get ég keypt eitt af þér hreint á eftir ætla að sýna vinnufélaga mínum smakka hann er að finna sér hreint. Vitnið sagði að þarna væri að öllum líkindum verið að tala um fíkniefni , annað hvort kókaín eða amfetamín sem ekki er búið að blanda mikið . Vitnið sagði að í síma ákærða hefðu fundist myndir af fíkniefnum , m.a. sem sendar voru úr síma ákærða á tengiliðinn E . Þær myndir sem þannig fundust hefðu verið 22 teknar á síma ákærða samkvæmt þeim gögnum sem sáust í símanum vegna þessara mynda en ekki ha fi verið um að ræða myndir annars staðar frá t.d. af netinu. Þá sagði vitnið að þegar skoðaðar voru greiðslur inn á reikning ákærða hafi hann séð tvö nöfn sem hann viti að séu einstaklingar sem eru með sakarferil og eru vinir ákærða. Vitnið F , sérfræðingu r í rannsóknardeild og viðskiptafræðingur , kvaðst hafa unnið fjármálagreiningu vegna ákærða Matthíasar vegna tímabilsins frá 1. janúar 2018 til 5. september 2019. Þessi vinna snúi að því að rekja innkomu á reikninga ákærða, þ.e. finna út hvað hann hafi haf t í tekjur og skoða hver umsvifin eru og mynstur á reikningum. Árið 2018 hefði ákærði fengið greiðslur frá Kópavogsbæ og fæðingaorlofssjóði auk greiðslu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Á árinu 2019 hefðu umsvifin og útgjöldin verið meiri en árið á und an. Ákærði fékk þá engar greiðslur frá framangreindum aðilum og engar greiðslur voru sjáanlegar frá fyrirtækjum eða opinberum stofnunum. Það voru lagðar inn á reikninginn tæpar 6,3 milljónir króna í reiðufé en heildarinnlagnir það ár voru um 9,4 milljónir króna. Mestöll upphæðin kom frá ýmsum aðilum og í reiðufé. Niðurstaða greiningarinnar varð sú að óútskýrðar tekjur ákærða væru um 15,9 milljónir króna. Í málsgögnum komi fram hverjir hafi verið að leggja inn á reikninginn og hefði vitnið séð þar nöfn sem h ún hefði áður séð í kerfum lögreglu og öðrum greiningum af þessu tagi. Þá sagði vitnið að vel geti verið að ákærði hefði verið í vinnu en þá hefðu laun fyrir hana ekki verið gefin upp til skatts. Skattframtöl ákærða vegna þessara ára liggi fyrir og séu þau í samræmi við niðurstöðu hennar. Þá kvaðst vitnið hafa fengið upplýsingar um að ákærði hefði verið í sambúð með G og hefðu verið dregnar frá innlagnir frá henni og öðrum sem taldir voru tengdir ákærða. Vitnið [...] kvaðst vera náinn vinur ákærða Matthías ar til margra ára. Vitnið kvaðst hafa hlotið dóm vegna fíkniefnabrota árið 2016. Vitnið upplýs ti að hann væri undir lögreglurannsókn vegna færslna sem m.a. liggja til grundvallar II. kafla ákæru frá 25. september 2020, vegna ákærða Matthíasar og kvaðst ekk i vilja tjá sig um færslurnar. Vitnið H kveðst hafa verið vinur ákærða Matthíasar í mörg ár og þeir hefðu, líklega fyrir 2017, verið í viðskiptum saman. Vitninu er kynnt að samkvæmt gögnum málsins hefði hann lagt inn banka reikning ákærða 100.000 krónur 3. júní 2019 og inntur eftir ástæðu þess. Kvaðst vitnið ekki geta gert grein fyrir því af hverju hann gerði það en verið gæti að ákærði hefði verið að fá lánaðan pening hjá honum. Hann og ákærði hefðu báðir fengið dóm í Bitcon - málinu en einnig hefði vitnið f engið dóm í fíkniefnamáli. 23 Vitnið I kvaðst ekki muna hvernig hann þekkti ákærða Matthías. Hann hefði verið í mikilli neyslu og það leitt til þess að minni hans sé takmarkað. Vitninu er kynnt að samkvæmt gögnum málsins hafi vitnið lagt inn á banka reikning á kærða 146.000 krónur þann 30. ágúst 2019. Vitnið kvaðst ekki vita hvers vegna hann hefði gert það. Vitnið J kveðst hafa verið góður vinur ákærða Matthíasar til margra ára en þeir hefðu ekki verið í viðskiptum saman. Vitninu er kynnt að í gögnum málsins kom i fram að vitnið hefði lagt inn á bankareikning ákærða, í þremur færslum á árinu 2019 , samtals 181.000 krónur og hann inntur eftir skýringum á því. Sagði vitnið að ákærði hefði verið í Póllandi á þessum tíma og hann m.a. verið að greiða ákærða til baka pening sem ákærði hafði áður lánað honum. Einnig hefði hann lagt inn á ákærða pening vegna jólagjafar sem ákærði keypti f yrir vitnið í Póllandi. Vitnið kvaðst hafa verið í neyslu fíkniefna. Vitnið K kvaðst hafa verið vinur ákærða Matthíasar til margra ára en þeir hefðu aldrei verið í viðskiptum saman. Vitnið kvaðst hafa hlotið dóm ásamt ákærða í Bitcon - málinu en einnig hefði honum verið gerð sekt vegna fíkniefnabrots fyrir um tíu árum síðan. Vitnið u pplýs ti að hann væri undir lögreglurannsókn vegna færslna sem m.a. liggja til grundvallar II. kafla ákæru frá 25. september 2020, vegna ákærða Matthíasar og kvaðst hann ekki vilja tjá sig um færslurnar. Vitnið L kvaðst þekkja ákærða í gegnum bróður ákærða en þeir hefðu unnið saman. Borið var undir vitnið að hann hefði 11. júní 2019 lagt inn á bankareikning ákærða 168.500 krónur og hann inntur eftir ástæðu þess. Sagði vitnið að ákærði hefði lánað honum þennan pening hugsanlega einhverjum mánuðum fyrr og hefð i hann verið að greiða honum til baka. Vitnið kvaðst hafa verið í neyslu fíkniefna. Vitnið M kvaðst hafa kynnst ákærða Matthíasi þegar þeir störfuðu saman fyrir um þremur árum. Þeir séu kunningjar en hafi ekki verið í miklu sambandi. Vitninu er kynnt að sa mkvæmt gögnum hefði hann lagt inn á bankareikning ákærða í sjö skipti, samtals 289.000 krónur, frá janúar 2018 til 15. september 2019 , og hann inntur eftir ástæðu þess. Sagði vitnið að í einhverjum tilvikum hefði ákærði verið í útlöndum og þá beðið vitnið að lána sér pening. Vitnið kvaðst halda að ákærði hefði aldrei borgað honum þetta til baka. Vitnið kvaðst hafa verið í neyslu fíkniefna á árunum 2018 og 2019. IV Niðurstaða, ákæra dagsett 4. ágúst 2020 24 Ákærðu er ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, eins og að framan er rakið, og er brot þeirra í ákæru talið varða við 173. gr. a í almennum hegningar lögum nr. 19/1940. Samkvæmt lagaákvæðinu varðar það fangelsi allt að 12 árum að láta, andstætt ákvæðum laga um ávana - og fíkniefni, mörgum mönnum í té ávan a - og fíkniefni eða afhenda þau gegn verulegu gjaldi eða á annan sérstaklega saknæman hátt. Sömu refsingu skal sá sæta, sem gegn ákvæðum nefndra laga framleiðir, býr til, flytur inn, flytur út, kaupir, lætur af hendi, tekur við eða hefur í vörslum sínum áv ana - og fíkniefni í því skyni að afhenda þau á þann hátt sem að ofan greinir. Ákærðu neituðu báðir sök samkvæmt ákæru en breyttu síðar afstöðu sinni á þann veg að þeir neiti sök að öðru leyti en því að ákærði Vygantas viðurkenndi vörslur á tæplega fjórum kg af amfetamíni og ákærði Matthías aðild að því broti. Ákærði Matthías neitaði að tjá sig um sakarefnið þegar skýrslur voru teknar af honum hjá lögreglu. Fyrir dómi sagði hann aðkomu sína að málinu hafa verið þá að afla upplýsinga um það hvernig ætti að b reyta amfetamínbasa í duft og kaupa það sem til þyrfti af búnaði. Þetta hafi hann gert að beiðni meðákærða sem hafi að beiðni þriðja manns ætlað að gera þetta til að blanda saman við dauf ara efni sem talið var ónothæft til neyslu. Ákærði Vygantas tjáði sig um atvik hjá lögreglu og neitaði alfarið aðild sinni að málinu í upphafi. Fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa ætlað að blanda fjögur kg af amfetamíni til að laga efni sem talið var vera ónothæft. Það var fyrst við meðferð málsins fyrir dómi að þessar skýr ingar ákærðu komu fram en þá lá fyrir að misræmi var á styrkleika sýnis sem merkt er nr. 1 í matsgerð rannsóknarstofu í lyfja - og eiturefnafræði og annarra sýna auk þess sem mismunandi íblöndunarefnum hefði verið blandað í þau. Ákærðu báru báðir um að þeir vissu ekki hver hefði framleitt efnið en útilokuðu ekki hvor annan. Samkvæmt málsgögnum varð tilviljun til þess að efnin fundust í íbúðinni að [...] en lögreglu hafði þó áður borist á bending um að ákærðu væru að undirbúa framleiðslu á sterkum fíkniefnum. Ákærði Vygantas viðurkenndi við rannsókn málsins að hafa tekið íbúðina á leigu en gat lítið útskýrt notkun sína á henni á leigutímanum. Hann kvaðst hafa séð þar innandyra eitthvað af dóti og hafa, daginn sem hann var handtekinn, séð fíkniefni í íbúðinni. Þ á kannaðist hann við að hafa farið í verslanir með meðákærða og keypt muni sem voru eins og sumir þeirra muna sem fundust í íbúðinni. Hann sagði meðákærða hafa keypt munina en hann leiðbeint honum um kaupin án þess að vita til hvers nota ætti munina. Þá tó k framburður hans um það hvernig hann geymdi lykla að íbúðinni breytingum. Eins og að framan er rakið tjáði ákærði Matthías sig fyrst um atvik fyrir 25 dómi og kom þá fram ákveðið samræmi í framburði hans og ákærða Vygantas sem um leið breytti framburði sínum hvað það varðar að hann hefði fengið aðstoð ákærða Matthíasar við innkaup en ekki öfugt. Þegar metnir eru framburði r ákærðu fyrir dómi er til þess að líta svör þeirra voru oft óskýr. Þá var um margt misræmi milli þeirra. Má þar nefna meðferð muna eftir ka up á þeim, hvort ákærði Matthías hafi mátað grímurnar við kaup á þeim, hver var tilgangur með tíðum símtölum á milli þeirra á tímabilinu sem ákæra málsins tekur til auk þess sem misræmi virðist vera milli þeirra hvað varðar magn þess efnis sem til stóð að lagafæra. Einnig verður að telja að framburður ákærðu sé um margt í ósamræmi við þau gögn sem liggja fyrir í málinu. Óumdeilt er að ákærðu fóru saman í verslanir í apríl og keyptu ýmsa muni er síðar fundust í íbúðinni. Þar á meðal keyptu þeir þrjár heilgrí mur ásamt síum í versluninni Dynjanda, í tveimur ferðum, annars vegar tvær grímur 20. apríl og hins vegar eina grímu 27. apríl. Í tveimur af þeim grímum og tóbakspúða sem haldlagður var á vettvangi , fundust lífsýni frá ákærða Matthíasi og voru lífsýnin inn an á grímunum en einnig á kanti annarrar þeirra. Fyrir dómi kvaðst ákærði hafa prófað a.m.k. aðra grímuna þegar hann keypti hana. Samkvæmt framburði vitnisins C er það mat hans að líklegra sé að lífsýni komi innan í grímuna hafi verið andað, talað eða hóstað í hana. Hafi hún einungis verið mátuð sé líklegra að lífsýni berist á kant hennar. Báðar grímurnar eru af sömu stærð og ætlun ákærða var ekki sú, samkvæmt framburði hans, að framleiða efni . Í ljósi þess a og framburðar vitnisins C og framburðar meðákærða , sem gat ekki staðfest að ákærði hefði mátað grímurnar við kaup á þeim, hafnar dómurinn þessum skýringum ákærða. Þá bar á kærði Vygantas um það fyrir dómi að amfetamín hefði komið á Crocs sk ó hans við þrif á bifreið. Framburður hans hefur verið misvísandi hvað þetta varðar en hjá lögreglu taldi hann efnið hafa komið á skóna þegar hann kom inn í íbúðina 11. maí. Hvorug skýring ákærða stenst í ljósi þess að efnið fannst bæði á skósólum og ofan á skónum sem bendir til þess að efnið hafi verið að dreifast í kringum ákærða þegar það féll á skóna. Þá má af gögnum lögreglu ráða að ákærði var ekki í þessum skóm þegar hann kom í íbúðina 11. maí. Þau símagögn sem liggja fyrir í málinu benda til mikilla samskipta milli ákærðu frá 18. apríl 2020 og þangað til þeir voru handteknir. Framburður þeirra fyrir dómi var ekki samhljóða hvað þetta varðar en ákærði Vygantas sagði símtölin hafa snúist alfarið um bílaviðskipti. Ákærði Matthías sagði að í einhverjum ti lvikum hefði hann verið að 26 veita meðákærða upplýsingar um það hvernig lagfæra ætti efnið. Upplýsingar um það hvaða sendum farsímar ákærða tengdust við notkun þeirra benda til þess að ákærðu hafi í nokkur skipti a.m.k. verið í hverfinu á þessu tímabili. Ske ra lítil símasamskipti þeirra almennt og hvor við annan á tilteknum dögum , sig úr. Óumdeilt er að ákærði Vygantas hafði fengið íbúðina í [...] á leigu í gegnum vitnið A og var með hana það tímabil sem ákæra tekur til. Ákærði Vygantas bar um að kunningi han s hefði komið í íbúðina á þessu tímabili. Fyrir liggur að lífsýni frá óþekktum aðila fannst á grímunum og í tóbakskodda sem gefur vísbendingu um að fleiri en ákærðu kunni að hafa verið á vettvangi umrætt sinn . Þ að útilokar þó ekki að þáttur ákærðu í brotin u geti verið sá sem rakinn er í ákæru. Af málsgögnum verður séð að þeir munir sem voru í íbúðinni þegar leit var gerð tengjast allir meðferð og , eftir atvikum, einnig framleiðslu fíkniefna og báru þess merki að hafa verið notaðir á þann hátt. Þá báru vitni um kemíska lykt af þessum munum og í íbúðinni og efnisleifar á gólfi íbúðarinnar. Útreikningar dómkvadds matsmanns benda til þess að um 1229,4 g af amfetamínbasa hafi þurft til að útbúa það efni sem fannst. Hafi þær tvær eins lítra flöskur undan amfetamín basa sem fundust í íbúðinni verið fullar hefur basinn verið mun meiri en þurfti til að framleiða það efni sem fannst . Þá bendir niðurstaða skýrslu Landsmiðstöðvar fyrir réttarrannsóknir (NFC) til þess að efnin hafi verið gerð í fleiri en einni framleiðslul otu. Af íblöndunarefnum þeim sem reyndust vera í efnunum verður ráðið að frásögn ákærðu um það að ætlunin hafi verið sú að framleiða efni til að hækka styrk efnis sem áður hafði verið framleitt stenst vart. Þá verður á grundvelli framburði vitn i sins C , um meðalstyrk neysluskammta , að telja að styrkur amfetamíns í sýnum 2 - 10 sé ekki svo lágur að hann styðji framburði ákærð u um að hluti efnisins hafi verið ónýtur. Auk þeirra tenginga sem ákærðu hafa við sakarefnið á grundvelli þeirra eigin framburðar og vitnisburðar lögreglumanna um veru þeirra þar daginn sem þeir voru handteknir benda gögn til veru þeirra á vettvangi á þeim tíma þegar framleiðsla efnanna fór fram. Er þar helst að nefna framangreind DNA - sýni frá ákærða Matthíasi sem fundust á tveimur grím um sem efnisleifar reyndust vera á en dómurinn hafnar alfarið þeim framburði ákærða að mátun geti skýrt þessi lífsýni. Á sama hátt staðfesta efnisleifar á Crocs skóm ákærða Vygantas veru hans á vettvangi , eins og rakið hefur verið . Loks báru ákærðu um það að þeir hefðu þegar þeir komu í íbúðina 11. maí, strax farið að skápnum þar sem efnin voru geymd, sem er í samræmi við það sem fram kom í eftirliti lögreglumanna í gegnum hljóðupptökubúnað. Þá áttu þeir von á að kunningi ákærða 27 Vygantas væri búin n að skilj a efnið eftir í íbúðinni. Í ljósi framangreinds er sú skýring ótrúverðug að þeim hafi brugðið þegar þeir töldu að einhver hefði verið í íbúðinni. Verður af viðbrögðum þeirra ráðið að þeir hafi þá séð að átt hefði verið við efnið og óttast að upp um þá hefð i komist og því farið af vettvangi. Þá var íbúðin, samkvæmt framburði ákærðu, tekin á leigu til að meðhöndla þar fíkniefni. Stenst það því engan veginn að í lok leigutímans, 11. maí, hafi ákærðu enn verið að skoða hvort þeir gætu lagfært efnið. Þá byggja á kærðu varnir sína á því að sú umbreyting efna úr amfetamínbasa í amfetamínsúlfat sem talið er að fram hafi farið í íbúðinni teljist ekki vera framleiðsla fíkniefna í skil n ingi laga. Í ljósi dómafordæma , sbr. t.d. dóm Landsréttar í máli nr. 27/2020, frá 26. júní 2020, er þessum málatilbúnaði hafnað og ekki á það fallist að til að um framleiðslu amfetamíns teljist vera að ræða þurfi að verða til amfetamín úr öðrum efnum. Einnig styður matsgerð dómkvadds matsmanns og framburður hans fyrir dómi að slík umbreyting fari fram er amfetamínbasi er hvarfaður í súlfat , að veruleg breyting verði þá á eðli efnisins sem þá verður neysluhæft. Ákærðu byggja varnir sínar einnig á því að lýsing á háttsemi þeirra í ákæru gefi ekki rétta mynd af broti þeirra hvað varðar magn og styrkleika efna. Vísa þeir til þess að styrkleiki efnisins hafi verið mældur í þurru sýni á meðan heildarmagn þess er miðað við efnið eins og það var haldlagt. Einnig byggja þeir á því að auk þess sé einungis rúmlega 20% efnisin s amfetamín, eða um 1200 g . Þyngdaraukning um 400 g sé tilkomin vegna hvörfunar við brennisteinssýru þegar efninu er breytt í súlfat og afgangur vegna íblöndunarefna. Framangreint fær stoð í þeim gögnum sem liggja fyrir í málinu. Það er hins vegar venjubun dið að ákæruefni í málum sem þessum sé lýst á þennan hátt, þ.e. miðað er við magn haldlagðra efna en ekki um reiknað magn á grundvelli styrkleika þurrkaðs sýnis eða virks efnis í heildarmagni. Með því að t ilgrein a einnig styrkleika efnis í ákæru verður af h enni ráðið að ekki e r um hreint efni að ræða. Í ljósi þess er því hafnað að magn amfetamíns hafi verið minna en í ákæru greinir. Þá telur dómurinn að augljós almannahætta hafi stafað af háttsemi ákærðu , eins og almennt þeim brotum sem talin eru falla undir 173. gr. a. Gerir l öggjafinn ekki sérstakan greinarmun á framleiðslu og innflutningi efna hvað þetta varðar enda hefur í dómaframkvæmd verið miðað við magn, tegund og styrkleika efnis við mat á þessu . Sönnunarbyrði um sekt ákærðu og atvik sem telja má þei m í óhag hvílir á ákæruvaldinu og metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði 28 vefengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um me ðferð sakamála . Eins og rakið hefur verið hefur framburður ákærða Vygantas tekið breytingum í gegnum meðferð málsins auk þess sem framburðir ákærðu eru í veigamiklum atriðum ósamhljóða. Einnig verður að telja að framburður þeirra sé um margt í ósamræmi við þau gögn sem liggja fyrir í málinu og eru frásagnir þeirra almennt ótrúverðugar í ljósi þess. Þannig metur dómari framburði beggja ákærðu ótrúverðuga og verður niðurstaða málsins því ekki byggð á þeim að því marki sem þeir eru í andstöðu við málsgögn. Á g rundvelli heildstæðs mats á fyrirliggjandi gögnum er það mat dómsins að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um þá háttsemi sem í ákæru greinir. Vegna magns efnis er það mat dómsins að framleiðslan hafi farið fram í sölu - og dreifinga rskyni. Verða ákærðu því sakfelldir samkvæmt ákæru og er háttsemin þar rétt færð til refsiákvæða. V Niðurstaða, ákæra dagsett 25. september 2020 Ákærði er í I. kafla ákærunnar ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot sem þar er talið varða við 173. gr. a í almennum hegningarlögum nr. 19/1940, vegna innflutnings á 1 . 011,2 g af kókaíni. Ákærði hefur skýlaust játað sök hvað þá háttsemi varðar. Er játning hans studd sakargögnum. Það eru því efni til að leggja dóm á máli ð samkvæmt 1. mgr. 164. gr. laga um meðf erð sakamála nr. 88/2008 hvað þá háttsemi varðar. Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir brotið sem er réttilega fært til refsiákvæða í ákæru. Í II. kafla ákærunnar er ákærði Matthías ákærður fyrir peningaþvætti vegna 15.900.315 króna, á tímabilinu 1. janúar 2018 til 5. september 2019, eins og nánar er rakið í ákæru . E r brot hans þar talið varða við 1., sbr. 2. og 3. mgr. 264. gr. laga nr. 19/1940. Ákærði neitar sök. Samkvæmt 1. mgr. lagaákvæðisins skal h ver sem tekur við, nýtir eða aflar sér eða öðr um ávinnings af broti á lögum þessum eða af refsiverðu broti á öðrum lögum, eða meðal annars umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu eða ráðstöf un ávinnings, sæta fangelsi allt að 6 árum. Í greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum nr. 149/2009 , er breytti 264. gr. laga nr. 19/1940 í núverandi horf , segir að við mat á því hvort nægilega sé sýnt fram á 29 að ávinningur stafi af frumbroti eða sé af lögmætum toga skal tekið fram að þær breytingar sem hér eru lagðar til raska í engu þeirri túlkun á 1. mgr. 264. gr. laga nr. 19/1940 sem lögð er til grundvallar í dómi Hæstaréttar frá 8. nóvember 2001 í máli nr. 200/2001. Þar kemur fram að þegar litið er til eðlis og tilgangs ákvæðisins verði ekki gerð sú krafa að fyrir liggi hvaða brot sé nákvæmlega um að ræða. Verður að meta í ljósi atvika hverju sinni, hvort sýnt sé nægilega fram á að ávinningur sé ekki af lögmætum toga, heldur stafi hann frá refsiverðu broti á lögum. Með rýmkun á gildissviði ákvæðisins er hér á því byggt að sömu sjónarmið skuli lögð til grundvallar þegar metið er hvort ávinningur stafi af broti samkvæmt öðrum refsilögum en almennum hegningarlögum. Landsréttur sló því föstu í dómi í máli nr. 20/2019, sem kveðinn var upp 8. maí 2019, að slíkt feli ekki í sér að sönnunarbyrði sé lögð á ákærða í andstöðu við meginreglu 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu , sbr. lög nr. 62/1994. Í ákæru er gerð grei n fyrir þeim fjárhæðum sem ákæruvaldið telur brot ákærða varða, sundurliðað eftir árunum 2018 og 2019. Fyrir liggur skýrsla um fjármálagreining u vegna fjármála ákærða á þessu tímabili og koma þar fram upplýsingar um færslur á bankareikning um ákærð a. E r nið urstaða hennar í samræmi við lýsingu á háttsemi ákærða í ákæru. Þá liggja fyrir skattframtöl ákærða vegna framangreindra tekjuára. Við aðalmeðferð málsins nýtti ákærði sér heimild í 2. mgr. 113. gr. laga nr. 88/2002 til að neita að tjá sig um sakarefnið. V ið rannsókn málsins neitaði ákærði einnig að mestu að tjá sig um sakarefnið en af framburði hans verður þó ráðið að hann hafi alfarið neitað því að hafa selt fíkniefni. Verður ekki á það fallist með ákærða að fjármálagreiningin sé gölluð þar sem ekki voru jafnframt teknar til skoðunar tekjur sambýliskonu ákærða enda var þar tekið tillit til greiðslna sem frá henni bárust. Jafnframt er því hafnað að málsgögn séu ekki fullnægjandi til að byggja sakfellingu á þar sem bankayfirlit ákærða hafi ekki verið lögð fram í heild sinni heldur einungis ýmist vitnað til samante ktar úr þeim eða hluti þeirra settur fram í skýrslu um fjármálagreininguna. Þá er því um leið hafnað að forsendur séu til að vísa þessum ákæruliði frá dómi af framangreindum ástæðum. H öfundur skýrslu nnar staðfesti ha na fyrir dómi og lýsti þeim forsendum se m lágu að baki henni og telst hún vera fullnægjandi gagn til stuðnings sakarefninu. Við meðferð málsins hafa ekki komið fram neinar skýringar af hálfu ákærða á þeim fjármunum sem greinir í ákæru . Samkvæmt skattframtali ákærða var hann ekki me ð launatekjur á árinu 2019 en ákærði kvaðst í skýrslu sinni hjá lögreglu hafa, á því tímabili 30 er ákæra tekur til, unnið eitthvað Fyrir dómi voru teknar skýrslur af nokkrum þeirra einstaklinga er lögð u fé inn á reikning ákærða á þessu tímabili og kom í einhverju m tilvik um fram að þeir væru ýmist að lána ákærða fé eða endurgreiða lán sem hann hefði áður veitt þeim. Önnur gögn hafa ekki komið fram þessu til stuðnings. M örg vitnanna lýstu því einnig að þ au hefðu neytt fíkniefna á undanförnum árum og kváðust flest ve ra vinir eða kunningjar ákærða . Rannsókn á ætluðu peningaþvætti ákærða hófst eftir að hann var handtekinn við komu til landsins með rúmlega eitt kg af kókaíni. Þá fundust í farsíma ákærða fjöldi skilaboða sem benda til þess að hann hafi selt fíkniefni á þe ssum árum. Með vísan til framangreinds og framlagðra gagna telur dómurinn að nægilega hafi verið sýnt fram á að ákærði hafi aflað fjármun anna sem ávinning s af lögbrotum og nýtt hluta þeirra til gjaldeyriskaupa , eins og rakið er í ákæru . Brot ákærða ná til rúmlega eins og hálfs árs tímabils og varða háar fjárhæðir. Ákærði verður engu að síður að njóta vafans um það hvort ákvæði 173. gr. a í lögum nr. 19/1940 verði talið ná til þeirrar háttsemi sem fjármunirnir stafa frá, sbr. 3. mgr. 264. gr. sömu laga. Telu r dómurinn því ekki óvarlegt að leggja til grundvallar að ákærði hafi aflað þessara fjármuna m.a. með háttsemi sem tali n yrði varða við lög nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni . Að öllu þessu virtu telur dómurinn nægilega sannað, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 , að ákærði hafi gerst sekur um peningaþvætti, eins og lýst er í ákæru , sem telst varða við 1. mgr. 264. gr. laga nr. 19/1940 . VI Ákærði Matthías er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 28. júlí 2020, var hann með dómi héra ðsdóms 17. janúar 2019 dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir brot gegn 1., sbr. 2. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 12. gr. og 1. mgr. 21., sbr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Dómnum var áf r ýjað til Landsréttar 8. mar s 2019. Ákærði Vygantas er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 28. júlí 2020, hefur hann ekki verið dæmdur til refsingar hér á landi. Við ákvörðun refsingar ákærða Matthíasar er litið til fjölda og alvarleika þeirra brota sem hann h efur nú verið sakfelldur fyrir og 77. gr. laga nr. 19/1940. Til málsbóta lítur dómurinn til þess að ákærði játaði skýlaust sakarefni samkvæmt I. kafla ákærunnar frá 25. september. Einnig er litið til þess að það brot ákærða fól í sér innflutning á miklu ma gni af sterku fíkniefni. Hvað varðar þá háttsemi sem ákærðu hafa verið sakfelldir fyrir 31 samk v æmt ákæru frá 4. ágúst 2020 þá er þar um að ræða stórfellt fíkniefnalagabrot með framleiðslu mikil magns sterkra fíkniefna. Verður við ákvörðun refsingar þeirra li tið til 1., 3., 6. og 7. töluliðar 1. mgr. 70. gr. laga nr. 19/1940 , en brot ákærðu voru þaulskipulögð og unnin í félagi ákærðu og er því einnig litið til 2. mgr. sama lagaákvæðis. Þá eiga ákærðu sér engar málsbætur. Af hálfu ákærðu hefur útreikningi á magni efnis samkvæmt I. kafla ákærunnar frá 4. ágúst verið mótmælt sem röngum þar sem byggt sé á því að efnið hafi verið vigtað blautt en styrktarmælt þegar búið var að þurrka það. Í ákæru er magn amfetamíns tilgreint miðað við þyngd þess við haldlagningu og byggt á því að styrkleiki þess sé í samræmi við það sem mældist í sýnum sem búið var að þurrka. Við þurrkun rýrnar efnið, eins og ráða má af framburði vitnisins C og verður það virt ákærðu til hagsbóta við refsiákvörðun. Í ljósi alls framangreinds þy kir refsing ákærða Matthíasar hæfilega ákveðin fangelsi í fimm ár og níu mánuði og ákærða Vygantas fangelsi í fjögur ár. Til frádráttar komi gæsluvarðhaldsvist ákærðu eins og í dómsorði greinir, sbr. 76. gr. laga nr. 19/1940 . Með hliðsjón af sakarefni málsins eru ekki efni til að skilorðsbinda refsingu ákærðu. VII Upptæk eru gerð til ríkissjóðs 11.216,96 g og 3,30 ml af amfetamíni og 1.011,2 g af kókaíni, samkvæmt heimild í 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. Samkvæmt heimild í 1 tl. 1. mgr. 69. gr. a í almennum hegningarlögum nr. 19/1940 eru einnig gerð upptækir í ríkissjóð þeir munir er greinir í ákæru frá 4. ágúst 2020 og tilgreindir eru í dómsorði. Þá er þess krafist að ákærði Vygantas sæti upptöku á 761.000 krónum með vísan til 1. mgr. 69. gr. b í lögum nr. 19/1940. Samkvæmt ákvæðinu má gera upptæk verðmæti, að hluta eða í heild, sem tilheyra einstaklingi sem gerst hefur sekur um brot sem er til þess fallið að hafa í för með sér verulegan ávinning og um er að ræða brot sem varðað getur að minnsta kosti 6 ára fangelsi. Í greinargerð með ákvæðinu kemur fram að á grundvelli þess, að greindum skilyrðum uppfylltum, megi gera upptæk verðmæti sem tilheyra við komandi, nema hann sýni fram á að þeirra hafi verið aflað með lögmætum hætti. Sé því gert ráð fyrir fráviki frá meginreglunni um sönnunarbyrði ákæruvaldsins við þessar aðstæður. Brot samkvæmt 173. gr. a í lögum nr. 19/1940 varða allt að 12 ára 32 fangelsi og er því síðara skilyrði 1. mgr. 69. gr. b uppfyllt. Þá er það mat dómsins að ætla megi að brot það sem ákærðu hafa nú verið sakfelldir fyrir sé, með hliðsjón af tegund efna og magni, til þess fallið að hafa verulegan ávinning í för með sér fyrir ákærðu. Ákæ rði Vygantas hefur ekki lagt fyrir dóminn gögn sem sýna fram á að hann hafi á undanförnum árum aflað tekna með lögmætum hætti eða að eignarhald á þessum tilteknu fjármunum sé þannig tilkomið. Er því fallist á kröfur ákæruvaldsins um að ákærð i sæti upptöku á fjármunum eins og nánar greinir í dómsorði. VI II Eftir úrslitum málsins verður ákærði Matthías dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðna Jósefs Einarssonar , er teljast alls hæfilega ákveðin 6.425.215 krónur auk 12.596 króna vegna aksturskostnaðar, og ákærði Vygantas dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns , Þorgils Þorgilssonar lögmanns , er teljast alls hæfilega ákveðin 3.657.095 krónur, auk 27.720 króna vegna aksturskostnaðar. Við ákvörðun málsvarnarlauna hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts og , eftir atvikum , til vinnu lögmanna á rannsóknarstigi. Ákærðu greiði sameiginlega 3.051.487 krónur í sakarkostnað í samræmi við framlagt yfir lit ákæruvalds ins . Þá greiði ákærði Matthías að auki 362.869 krónur í sakarkostnað vegna þess sakarefnis er greinir í ákæru frá 25. september og ákærði Vygantas 906.130 krónu r vegna þóknunar verjanda á rannsóknarstigi. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið D agmar Ösp Vésteinsdóttir settur saksóknari. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Matthías Jón Karlsson, sæti fangelsi í fimm ár og níu mánuði. Frá refsingu dregst , með fullri dagatölu, gæsluvarðhald ákærða frá 6. til 20. september 2019 og óslitið gæsluvarðhald hans frá 12. maí 2020. Ákærði, Vygantas Visinskis, sæti fangelsi í fjögur ár. Frá refsingu dregst , með fullri dagatölu, óslitið g æsluvarðhald ákærða frá 12. maí 20 20 . Upptæk er gert til ríkissjóðs 11.216,96 g og 3,30 ml af amfetamíni og 1.011,2 g af kókaíni, tveir 40 lítra balar, hræra, tvær mælikönnur, þrjú glerglös, sleif, tvær skeiðar, tveir tíu lítra balar, plastbrúsi, 39 einnot a hanskar, tvær sprautur, þrjár plastskálar, þrír kassar utan af Moldex öndunargrímu, þrjár Moldex öndunargrímum, Moldex kassi með filterum, þrír kassar af lofttæmingarpokum, tvær andlitsgrímur, tveir lofttæmingarpokar 33 með efnisleifum, stíflueyðir, ísópróp anól - kemí, tíu fimm ml sprautur, kvittun frá Dynjanda, lofttæmingarpokar, fimm rykgrímur, sjö sprautunálar, PH strimill, límbandsrúlla, kassi af einnota hönskum, insúlín nál, þrír smelluláspokar, tveir Thor gúmmíhanskar, OBH lofttæmingarvél, hnífaparasett, vog, notað límband, tíu lítra fata, svartir ruslapokar, Cofra vinnuúlpa og hanskar, kvittun frá Hróðgeiri spaka, plastumbúðir, plastpokar, kolasía, vifta, sængurver, íþróttataska, þrír Bónuspokar, spaði með viðarhandfangi, átta lofttæmingarpokar, bréfpoki með hári, tvö pör af notuðum einnota hönskum, blátt einangrunarlímband, tveir plasthringir af flöskum, tveir munntóbakspúðar (munaskrá 145822), tveir nikótín púðar (munaskrá 145826), tvær kassakvittanir frá BYKO, kvittun fyrir vinnufatnaði, Motorola talst öð, leigusamningur á höggborvélum og hleðslutækjum (munaskrá 145792), Crocs skór, lykil l (munaskrá 145827), vökvapressa og málmkassi með plaststykkjum (munaskrá 145816), svartur Iphone farsími (munaskrá 145807), reikningar og stílabók, 1500 smelluláspokar (munaskrá 145803), minnislykill (munaskrá 145793), Galaxy S8 farsími (munaskrá 145771), kvittun frá Costco, öxi (munaskrá 145801), Nokia farsími (munaskrá 145819) , Samsung farsími (munaskrá 145820) og haldlagðir fjármunir, 761.000 krónur í eigu ákærða Vyga ntas. Ákærðu greiði sameiginlega 3.051.487 krónur í sakarkostnað. Ákærði Matthías greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðna Jósefs Einarssonar lögmanns, 6.425.215 krónur, 12.596 krónur vegna aksturskostnaðar lögmannsins og 362.869 krónur í sakarko stnað. Ákærði Vygantas greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Þorgils Þorgilssonar lögmanns, 3.657.095 krónur, 27.720 krónur vegna aksturskostnaðar lögmannsins og 906. 130 krónur í sakarkostnað. Sigríður Elsa Kjartansdóttir (sign)