Héraðsdómur Reykjaness Dómur 9. desember 2020 Mál nr. S - 2459/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Kári Ólafsson aðstoðarsaksóknari) g egn Óskar i Jafetss yni ( Ómar R. Valdimarsson lögmaður ) Dómur : I Mál þetta, sem dómtekið var 7. desember sl., er höfðað af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu með ákæru útgefinni 15. september 2020 á hendur Óskari Jafetssyni, kt. 000000 - 0000 , , : I. ,,Fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa þann 11. desember 2017, að í , haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni 4 kannabisplöntur, 484,35 grömm af kannabisstönglum og 921,38 grömm af kannabislaufum og 20,09 grömm af maríhúana og hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur og efni. Lögregla fann fíkniefnin sem og ræktunarbúnað auk ætlaðs ávinnings af framangreindri ræktun við leit í húsnæðinu. Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 1 3/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. II. Fyrir peningaþvætti með því að hafa um nokkurt skeið fram til 11. desember 2017 tekið vi ð, aflað sér og/eða umbreytt ávinningi með sölu - og dreifingu ótiltekins magns fíkniefna og eftir atvikum með öðrum ólögmætum og refsiverðum hætti, samtals fjárhæð kr. 1.254.000 kr. Lögregla lagði hald á framangreinda fjármuni við leit á heimili ákærða þan n 11. desember 2017 2 Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Kra fist er upptöku á 4 kannabisplöntum, 484,35 grömmum af kannabisstönglum og 921,38 grömmum af kannabislaufum og 20,09 grömmum af marihuana, 2 gróðurtjöld, 4 gróðuhúsalömpum, 3 loftsíum, 2 spennugjöfum, 6 viftum, 3 vatnsdælum, vog og smellulánapokum skv. 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 auk þess sem krafist er upptöku til ríkissjóðs á 1.254.000 kr. (eina milljón tvöhundruð og fj ó gurþúsund krónur), en allt framangreint var haldlagt við leit lögreglu hjá hinum ák ærða líkt og að ofan er rakið, skv. 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 með síðari breytingum og 69. gr., 69. gr. a., 69. gr. b., 69. gr. c., 69. gr. d. almennra hegningarlaga nr. Undir rekstri málsins breytti ákæruvaldið fjárhæðinni í ákærulið II úr 1.254.000 kr. í 750.000 kr. og tekur upptökukrafan til þeirrar fjárhæðar. Verjandi ákærða krefst þess að ákærði verði dæmdur til þeirrar vægustu refsingar sem lög frekast heimila og v erði dæmd fangelsisrefsing að þá verði hún bundin skilorði. Ákærði samþykkir kröfu um upptöku á 20,09 grömmum af maríhúana, fjórum kannabisplöntum, 484,35 grömmum af kannabisstönglum, 921,38 grömmum af kannabislaufum, tveimur gróðurtjöldum, fjórum gróðurhú salömpum, þremur loftsíum, tveimur spennugjöfum, sex viftum, þremur vatnsdælum, vog, smellulásapokum og 750.000 íslenskum krónum. Verjandinn krefst hæfilegra málsvarnarlauna sér til handa samkvæmt mati dómsins. II Farið var með málið samkvæmt 164. gr. la ga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærði hefur skýlaust játað sakargiftir miðað við breytta ákærðu, sbr. ofanritað, og hann samþykkir upptökukröfu. Dómari telur ekki ástæðu til að draga í efa að játningin sé sannleikanum samkvæm enda er hún í samræmi við gögn málsins. Var málið því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Samkvæmt framlögðu sakavottorði ákærða dags. 8. september 2020 hefur á kærði ekki áður sætt refsingu. Við ákvörðun refsingar verður höfð hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði er sakfelldur fyrir brot á lögum og reglugerð um 3 ávana - og fíkniefni og peningaþvætti og er háttsemi hans rétt færð til refsiák væða í ákæru. Með vísan til þessa og þess að ákærði játaði sakargiftir afdráttarlaust þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í fimm mánuði. Þar sem ákærði hefur ekki áður sætt refsingu þykir mega fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum þremur árum frá birtingu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni, 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fík niefni og önnur eftirlitsskyld efni, og 69. gr. og 69. gr. a., b., c. og d almennra hegningarlaga nr. 19/1940 skal ákærði sæta upptöku á 20,09 grömmum af maríhúana, fjórum kannabisplöntum, 484,35 grömmum af kannabisstönglum, 921,38 grömmum af kannabislaufu m, tveimur gróðurtjöldum, fjórum gróðurhúsalömpum, þremur loftsíum, tveimur spennugjöfum, sex viftum, þremur vatnsdælum, einni vog, smellulásapokum og 750.000 íslenskum krónum. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ómars R. Valdimarssonar lö gmanns, 223.200 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti og annan sakarkostnað 96.815 kr. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærði, Óskar Jafetsson, sæti fangelsi í fimm mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum þremur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði sæti upptöku á 20,09 grömmum af maríhúana, fjórum kannabisplöntum, 484,35 grömmum af kannabisstönglum, 921,38 grömmum af kannabislaufum, tveimur gróðurtjöldum, fjórum gróðurhúsalömpum, þremur loftsíum, tveimur spennugjöfum, sex viftum, þremur vatnsdælum, einni vog, smellulásapokum og 770.000 íslenskum krónum. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Óma rs R. Valdimarssonar lögmanns, 223.200 kr. og annan sakarkostnað 96.815 kr. Ingi Tryggvason