Héraðsdómur Reykjaness Dómur 11. desember 2020 Mál nr. S - 1985/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Ásmundur Jónsson saksóknarfulltrúi ) g egn Þórberg i Ísak i Þóroddss yni Dómur Mál þetta sem dómtekið var 2. desember 2020 höfðaði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru 27. júlí 2020 á hendur ákærða Þórbergi Ísaki Þóroddssyni, kt. [...] , [...] , 200 Kópvogi: fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, þann 26. júní 2020, ekið bifreiði nni [...] um Ránargötu, í Grindavík, og þaðan beygt bifreiðinni viðstöðulaust og án þess að stöðva austur Seljabraut gegn stöðvunarskyldu sem hvílir á umferð um Ránargötu gagnvart umferð um Seljabraut, sviptur ökuréttindum. Telst háttsemi þessi varða við 2. mgr. 26. gr. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 94. og 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Kröfur ákærða í málinu eru þær að honum verði gerð sú vægasta refsing sem lög leyfa. Þá krefst verjandi ákærða hæfilegrar þóknunar sér til handa vegna verjandastarfans. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærði hefur játað sakargiftir og var málið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Sannað er með skýlausri játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot ha ns rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Sakaferill ákærða nær aftur til ársins 2011 og hefur hann samkvæmt framlögðu sakavottorði sjö sinnum áður sætt refsingu þar af fjórum sinnum fyrir umferðarlagabrot. 2 Ákærði ekur nú sviptur í fjórða skipti og þykir r efsing hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga . Með vísan úrslita málsins , sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður ákærða gert að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, Ólafs Vals Guðjónssonar lögmanns, en þóknunin þykir eftir umfan gi málsins hæfilega ákveðin svo sem í dómsorði greinir. Ólafur Egill Jónsson aðstoðarmaður dómara kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Þórbergur Ísak Þóroddsson, sæti fangelsi í 60 daga. Ákærði greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Ólafs Vals Guðjónssonar lögmanns, 92.500 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum. Ólafur Egill Jónsson