Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 17. janúar 2020 Mál nr. S - 352/2019 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson fulltrúi ) g egn Einar i Brek a Tómas syni ( Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson lögmaður) Dómur Mál þetta var dómtekið í gær. Það höfðaði lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra þann 31. október sl. á hendur Einari Breka Tómassyni, kt. 201100 - 2910 , Tröllakoti, Ólafsfirði í Fjalla byggð; ,, fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa: I. ( 316 - 2019 - 008559) Mánudaginn 8. september 2019, ekið bifreiðinni YB H03, suður Múlaveg norðan við Múlatind í Fjallabyggð, með allt að 94 kílómetra hraða miðað við klukkustund að teknu tilliti til vikmarka, en þar er leyfilegur hámarkshraði 50 kílómetrar. Telst þetta varða við 1. mgr. 37. gr., sbr. 1. mgr. 100 gr., sbr. 106. gr. a., umferðarlaga nr. 50/1987. II. ( 316 - 2019 - 009455) Mánudaginn 7. október 2019, ekið bifreiðinni DY Y97, án ökuréttar, (í akstursbanni) suður Ólafsfjarðarveg í Dalvíkurbyggð, með allt að 128 kílómetra hraða miðað við klukkustund að teknu tilliti til vikmarka, en þar er leyfilegur hámarkshraði 90 kílómetrar. Telst þetta varða við 2. mgr. 37. gr. og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. sbr. 106. gr. a., umferðarlaga nr. 50/1987. 2 Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 101. gr. nefndra umferðarlaga, með síðari breytingum. Ákærði krefst þess að verða dæmd vægasta refsing sem lög heimili og sýknu af broti gegn 48. gr. laga nr. 50/1987 . I Ákærði játar sök að öðru leyti en því að hann kveðst ekki hafa verið í akstursbanni 7. október 2019. Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, telst hann sannur að sök um þá háttsemi sem lýst er í ákæru, aðra en þá sem varðar akstursbannið og varðar við 2 . mgr. og 3. mgr. 37. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. laga nr. 77/2019, sbr. 1. mgr. og 2. mgr. 37. gr. , sbr. 1 . mgr. 100. gr. laga nr. 50/1987 , sbr. 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II Þann 30. september 2019 var ákærða birt skjal með fyrirsögninni ,,AKSTURS - - kölluð. Enginn hefur undirritað skjalið af hálfu lögreglustjóra. Verður því að virða það að vettugi, enda ólíklegt að lögreglustjóri hafi raunverulega tekið slíka ákvörðun þar sem lagaskilyrði brast til þess. Samkvæmt þágildandi 106 . gr. a. umferðarlaga nr. 50/1987, skyl di lögreglustjóri banna byrjanda sem hafði fengið bráðabirgðaskírteini í fyrsta sinn, að aka hefði hann fengið fjóra eða fleiri punkta samkvæmt punktakerfi vegna umferðar - lagabrota. Ákærði hafði aðeins fengið þrjá. Breytir engu þótt lögreglustjóri teldi ha nn eiga punkta í vændum vegna brots samkvæmt I. kafla ákæru, þar sem honum er ekki heimilað , hvorki í ákvæðinu né annars staðar, að beita úrræðinu á grundvelli slíkra væntinga, sbr. hins vegar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 50/1987. Samkvæmt þessu verður ákærði sýknaður af broti gegn 1. mgr. 58. gr. laga nr. 77/2019, sbr. 1. mgr. 48. gr. laga nr. 50/1987 . III Ákærði hefur ekki sætt refsingum. Refsing hans ákveðst sekt til ríkissjóðs að fjárhæð 170.0 00 krónur. Skal fangelsi í 12 daga koma í staðinn verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu þessa dóms að telja. 3 Ákærði hafði eins og áður segir fengið þrjá punkta í ökuferilsskrá áður en hann framdi þau brot sem ákæran varðar. Þau brot varða hann fjórum punktum hið fyrra og tveimur hið síðara, sbr. viðauka við reglugerð nr. 929/ 2006 með áorðnum breytingum. Samkvæm t 2. mgr. 8. gr., sbr. 10. gr. reglugerðarinnar og 2. mgr. 99. gr. laga nr. 77/2019, sbr. 2. mgr. 101. gr. laga nr. 50/1987 með áor ðnum breytingum, sbr. 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, ber að svipta ákærða ökurétti í þrjá mánuði vegna uppsafnaðra punkta. Eftir þessum málsúrslitum verður sakarkostnaður felldur á ríkissjóð, þ.m.t. máls - varnar laun skipaðs verjanda ákæ rða, sem ákveðast eins og greinir í dómsorði að virðis - aukaskatti meðtöldum. Erlingur Sigtryggsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Einar Breki Tómasson, greið i 170.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu þessa dóms að telja, en sæti ella fangelsi í 12 daga. Ákærði er sviptur ökurétti í þrjá mánuði frá birtingu dómsins að telja. Sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar meðtalin málsvarnarlaun skipaðs verj - anda ákærða, Ásgeirs Arnar Blöndals lögmanns, 250.000 krónur. Erlingur Sigtryggsson