Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 31. mars 2020 Mál nr. S - 9/2019 : Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra ( Sigurður Hólmar Kristjánsson ) g egn X ( Ómar R. Valdimarsson lögmaður. ) Dómur I Mál þetta, sem tekið var til dóms 5. þessa mánaðar var höfðað af lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra 31. janúar 2019 með ákæru á hendur X , fæddum , til heimilis að , fyrir ofbeldi í nánu sambandi og vopnalagabrot með því að hafa, að kvöldi sunnudagsins 25. nóvember 2018, á heimili fyrrum sambýliskonu sinnar, Y , kt. 000000 - 0000, A á B , veist að henni og tekið hana hálstaki þannig að þrengdi að öndunarvegi hennar og hris t hana með þeim afleiðingum að Y hlaut verk í baki og dofa upp í hnakka og út í axlir, klórfar á hálsi og hnakka vinstra megin við C4 - 5 og roða á halsi hægra megin á svipuðum stað auk þess sem hún varð skelkuð vegna atviksins og fyrir að hafa sk0mmu síðar, er lögregla handtók ákærða sunnan við félagsheimilið D á B , haft í fórum sínum hníf á almannafæri, sem ákærði hafði falið innan klæða. Teljast brot ákærða varða við 1. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16, 1988 og við 1. mgr. 218. gr. b. a lmennra hegningarlaga r. 19, 1940, en til vara við 1. mgr. 217. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og að ákærða verði gert að sæta upptöku á hnífi (munaskrá lögreglu nr. 134087) sem lögregl a lagði hald á við rannsókn málsins, sbr. 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16, 1988. II Atvik máls 2 Um kl. 21:25, sunnudaginn 25. nóvember 2018 , bárust lögreglunni á Norðurlandi vestra tvær tilkynningar í þá veru að ákærði hefði ráðist á brotaþola á heimili hennar á B . Í annari þeirra var greint frá því að ákærði hefði jafnframt tekið upp hníf. Lögreglumenn fóru þegar á vettvang og hittu þar fyrir brotaþola sem þá var í nokkru uppnámi . Brotaþoli greindi frá því að ákærði, fyrrverandi sambý lismaður hennar, hefði hringt og óskað eft ir því að koma við hjá henni í þeim tilgangi að kveðja dóttur sína en hann hafi verið á leið suður. Brotaþoli hafi samþykkt þetta en þó með nokkrum semingi enda hafi verið uppákomur í samskiptum hennar og ákærða í nokkuð langan tíma. Brotaþoli hafi hleypt ákærða inn í húsið og fljótlega hafi hann hreytt í hana ónotum og síðan stokkið upp í rúm til hennar, tekið um háls hennar og hert að. Haft er eftir brotaþola að hún hafi orðið mjög hrædd en ákærði hafi sleppt taki nu þegar hún öskraði. Í framhaldinu hafi ákærði tekið upp hníf og borið að hálsi sér. Eftir þetta hafi hann yfirgefið íbúðina. Í skýrslu lögreglu er tekið fram að á stundum hafi verið erfitt að átta sig á frásögn brotaþola sökum geðshræringar hennar. Í ský rslu nni kemur fram að sjánlegur roði hafi verið á hálsi brotaþola. Í framhaldi af þessu kom stjúpi brotaþola á heimilið og flutti hana og börnin tvö á H þar sem brotaþoli hitti lækni sem skoðaði hana. Lögregla leitaði ákærða og sáu bifreið hans um kl. 23:20 þetta kvöld. Ákærði kom út úr bifreiðinni og var þá inntur eftir því hvort hann væri með hníf og játaði hann því. Heimilaði hann lögreglumanni að taka hnífinn og í framhaldi af því var ákærði handtekinn. Í skýrslu lögreglu kom fram að ákærði væri ekk i undir sjánlegum áhrifum áfengis eða ávana - og fíkniefna. Hins vegar hafi verið greinilegt að andleg heilsa hans var ekki góð. Lögregla tók skýrslu af brotaþola dagin n eftir að viðstöddum réttargæslumanni sem tilnefndur var með vísan til 1. mgr. 8. gr. l aga nr. 85/2011. Sama dag tók lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra ákvörðun um að ákærði skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart brotaþola og dætrum hennar. Ákvörðunin var í framhaldinu borin undir dóm þennan sem staðfesti ákvörðunina með úrskurði 4. desember 2018. III Framburður fyrir dómi Ákærði kaus að gefa ekki skýrslu fyrir dóminum. Brotaþoli lýsti því að hún og ákærði hafi verið í sambúð í rúm fjögur ár e n henni hafi lokið um mitt ár 2018 og þau eigi eina dóttur saman. Vitnið kvaðst lítið muna eftir atvi kum málsins en hún hafi lítið hugsað um þetta. Hún lýsti því að ákærði hafi komið á 3 heimili hennar og talað aðeins við hennar. Hann hafi síðan komið inn í herbergi til hennar e n þá hafi hún legið í rúmi sínu en hafi verið frammi í stofu. Ákærði haf i staðið yfir henni og talað aðeins við hana en hann hafi orðið eitthvað reiður og tekið aðeins um hálsinn á henni í örfáar sekúndur , kannski fjórar. Hún kvaðst ekki muna hvort ákærði tók um háls hennar með báðum höndum eða annarri en henni hafi ekki liðið þannig að hún væri að missa andann. Að sögn brotaþola hætti ákærði atlögunni , bakkaði frá henni og baðst afsökunar. Vitnið taldi að ákærði hafi ekki hrist hana þó hún viti það ekki. Brotaþoli kvaðst ekki gera sér grein fyrir því hvort hún hafi vegna þessa fengið verk í bak og doða í axlir en hún hafi verið veik í baki fyrir. Brotaþoli lýsti því að hún hafi ekki verið hrædd um sig eða á þessum tíma en hún hafi verið hrædd um ákærða. Hún hafi séð að ákærða leið mjög illa og hún reynt að tala við hann en ákærði hafi farið fram í eldhús og þar hafi hann borið hníf að hálsi sér en síðan sett hnífinn í vasann og farið út . Vitnið kvaðst ekki geta gert sér grein fyrir ástæðu þess að ákærði réðist að henni Vitnið kvaðst hafa haft miklar áhyggjur af ákærða og henni þótt sem hann væri í miklum sjálfsvígshugsunum. Eftir að ákærði var farinn hafi hún hringt í föður ákærða, móður sína og systur. Hún hafi sagt þeim að hún hefði miklar áhyggjur af ákærða sem hafði fyrr þetta sumar reynt að taka eigið líf. Að sögn brotaþola hringdu móðir hennar og systir báðar í lögregluna sem kom fljótlega heim til hennar og hún hafi þá greint lögreglunni frá áhyggjum sínum af ákærða. Brotaþoli bar að ákærði hefði ekki áður beitt han a ofbeldi og þá greindi hún frá því að atvikið hafi ekki haft áhrif á hana en hún hafi ekki hugsað neitt um þetta. Þá kvað hún ekki hafa orðið vitni að þessu og atvikið sem hafi því ekki haft áhrif á . Að sögn brotaþola vildi hún ekki að ákærði sætt i ákæru vegna þessa atviks. Brotaþoli var spurð út í skýrslu hennar hjá lögreglu og kvaðst hún lítið muna eftir þeirri skýrslu en það sem beri nú sé það sem hún muni. Kvaðst brotaþoli halda að ákærði hafi ekki reynt að kyrkja hana en hann hafi tekið snögg t um hálsinn á henn i þar sem hún lá í rúmi sínu. Taldi vitnið að hún hafi verið með klórfar á hálsi eftir þetta en það hafi ekki komið marblettur. Aðspurð um lýsingar hennar hjá lögreglu á fyrri atvikum þar sem ákærði veittist að henni svaraði brotaþoli þv í til að komið hafi fyrir að ákærði hafi reiðst og ýtt við henni þannig að hún féll á borð. Það hafi um tíma verið mjög erfitt á milli þeirra. Vitnið bar að hún hafi fyrst og fremst viljað að ákærði fengi hjálp og því hafi hún lýst fyrri háttsemi hans. Tal að hafi verið um það við hana að það væri gott að fá nálgunarbann á ákærða í stuttan tíma sem hafi ekki orðið raunin. Henni hafi þótt sem 4 talað væri við hana með þeim hætti að hún ætti að segja meira en minna. Lagði brotaþoli áherslu á að á þessum tíma haf i ákærði átt mjög erfitt og hún hafi viljað að hlé kæmi í samskipti þeirra. Henni hafi því þótt gott að fá nálgunarbann í stuttan tíma enda hafi samskipt i þeirra hafi ekki gert honum gott. Hún hafi frekar verið hrædd um hann en sig og þetta hafi verið erfi ður tími. Ákær ð i hafi í raun ekki verið með sjálfum sér sökum þess hversu illa honum leið en hún hafi í raun ekk i óttast að hann myndi meiða hana. Brotaþoli kvaðst ekki hafa upplifað atburði kvöldsins sem ógn við líf sitt, heilsu eða velferð þó hún viti að það hafi verið rangt af ákærða að ráðast að henni. Að sögn brotaþola var ákærði oft reiður en hann hafi ekki beitt hana ítrekuðu ofbeldi. Vitnið E , systir brotaþola, greindi frá því að hún hafi hringt í systur sína sem svaraði grátandi. Hún hafi ekki ski lið allt sem brotaþoli sagði við hana en hún hafi sagt . Henni hafi fundist að brotaþoli væri hrædd og hún hafi haft áhyggjur af henni og þess vegna hafi hún hringt á lögregluna. Vitnið F , móðir brotaþola, kvað brotaþola hafa hringt í sig strax eftir atvikið. svo hafi hann farið inn í eldhús og sett hníf að hálsinum á sér og síðan farið út. Eftir samtalið hafi hún hr ingt á lögreglu. Að sögn vitnisins hafði hún áhyggjur af dóttur sinni og ákærða sem á þessum tíma var langt niðri. Lögreglumenn sem fóru á vettvang umrætt kvöld komu fyrir dóminn. Framburður þeirra var í öllum aðalatriðum á sama veg . Báru þeir að þegar þei r komu á vettvang hafi brotaþoli verið heima og í allnokkru uppnámi en ákærði farinn af heimilinu. Börn brotaþola hafi verið heima en ekkert óeðlilegt á heimilinu. Fram hafi komið hjá brotaþola að ákærði hefði gripið um háls hennar og að ákær ð i hafi borið hníf að hálsi sér. Tveir lögreglumannanna báru að brotaþoli hafi verið með roða á hálsi. Þeir hafi leitað að ákærða og fundið hann, tekið af honum hníf sem hann hafið í fórum sínum og í framhaldi af því hafi ákærði verið handtekinn. Vitnið, G læknir, greindi frá því að hann hafi ritað samskiptaseðil sem liggur frammi í málinu og staðfesti hann það sem þar kemur fram. Vitnið bar að áverkar brotaþola sem þar er lýst geti samrýmst lýsingu brotaþola á atvikum. Vitnið staðfesti að brotaþola hafi au gljóslega verið brugðið og skelkuð. Vitnið taldi ósennilegt að áver k ar þeir sem voru á brotaþola hafi verið tilkomnir áður og lang líklegast að þeir hafi komið til við á rásina sem hún varð fyrir í þetta sinn. Hins vegar geti undirliggjandi áverkar haft 5 áhr if. Vitnið kvaðst hafa ritað vottorð vegna komu brotaþola sem vitnið kvaðst hafa hjá sér. IV Niðurstaða Við þingfestingu málsins játaði ákærði að hafa í umrætt sinn hafa teki ð um hálsmál b ro taþola en neitaði því að hafa þrengt að öndunarvegi hennar og hri st hana. Taldi hann háttsemi sína varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga en ekki 218. gr. b sömu laga. Jafnframt j átaði hann brot gegn vopnalögum og féllst á upptöku á hníf sem lögregla lagði hald á. Samkvæmt framanrituðu er hér til úrlausnar h vort atlaga ákærða að brotaþola hafi verið með þeim hætti að rétt sé að heimfæra hana undir nefnda 218. gr. b. Í lagagreininni segir að hver sem endurtekið eða á alvarlegan hátt ógni lífi, heilsu eða velferð núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðar aðila eða annarra þeirra, sem t a ldir eru upp í ákvæðinu, skuli sæta refsingu ein og þar greinir . Ákærði hefur, líkt og áður er rakið, viðurkennt að hafa veist að brotaþola og tekið um háls hennar. Brotaþoli og ákærði eru ein til frásagnar um atvik málsins . Brotaþoli gaf skýrsl u hjá lögreglu vegna málsins og lýsti hún því þar að ákærði hafi með samþykki hennar komið inn á heimilið í þeim tilgangi að kveðja dóttur sína. Þegar ákærði kom á heimilið hafi hún legið í rúmi sínu og ákærði komið þangað inn og reyn t að kyrkja hana. Þetta hafi gerst mjög snöggt og frekar fast en henni hafi fundist sem slinkur kæmi á háls hennar. Ákærði hafi síðan beðist afsökunar á þessu. Þá lýsti hún fyrir lögreglu nokkrum skiptum þar sem ákærði tók um hendur hennar og kreisti þær o g klóraði. Að framan er rakinn framburður brotaþola fyrir dóminum og af honum má ráða að brotaþoli gerir heldur minna úr atvikinu en hún gerði hjá lögreglu. Þannig bar brotaþoli að ákærði haf i tekið aðeins um hálsinn á henni í örfáar sekúndur, kannski fjór ar. Hún mundi ekki hvort ákærði tók um háls hennar með báðum höndum eða annarri. Lýsti brotaþoli því að henni hafi ekki liðið þannig að hún væri að missa andann. Ákærði hafi síðan af sjálfsdáðum hætt atlögunni, bakkað frá henni og beðist afsökunar. Vitnið taldi að ákærði hafi ekki hrist hana þó hún viti það ekki. Þá kom fram hjá vitninu að hún hafi ekki fengið marblett á hálsinn eftir atlöguna. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laga um meðferð sakamála gildir sú grundvallarregla að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi . Verður því að leggja framburð brotaþola fyrir dóminum til grundvallar á háttsemi 6 ákærða en sú lýsing hennar er í samræmi við lýsingu ákærða á atvikum þegar hann tjáði sig um sakarefnið. Er ákærð i því sakfelldur fyrir að hafa veist að brotaþola með þeim hætti að hann hafi tekið um háls hennar í skamma stund. Afleiðingar atlögu ákærða eru óljósar en ekkert læknisvottorð liggur frammi í málinu heldur eingöngu samskiptaseðill þar sem fram kemur að br otaþoli sé með klórfar á hálsi og hnakka og roða á hálsi. Að sögn brotaþola fékk hún ekki mar á hálsinn sem bendir til þess að ákærði hafi ekki tekið fast um háls hennar. Að þessu virtu er það mat dómsins að háttsemi ákærða varð i við 1. mgr. 217. gr. almen nra hegningarlaga en uppfyllir ekki skilyrði þau sem fram koma í 218. gr. b. sömu laga enda ógnaði þessi skamma atlaga ákærða að brotaþola ekki lífi, heilsu eða velferð brotaþola. Ákærði hefur játað brot gegn vopnalögum. Játning hans er í samræmi við gögn málsins og verður hann því sakfelldur fyrir það brot sem réttilega er heimfært til refsiákvæða í ákæru. Jafnframt hefur hann fallist á upptöku á hníf þeim sem lögregla lagði hald á og verður hann þegar af þeirri ástæðu gerður upptækur. Verjandi ákærða tal di að hugsanlega væri ástæða fyrir dóminn til að vísa málinu frá sökum þess að brotaþoli hafi ekki gert kröfu um að ákærða yrði refsað fyrir háttsemi sína. Það er í verkahring ákæruvaldsins að ákveða hvort ákært er fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga og meta þá um leið hvort almannahagsmunir krefjist þess að ákæra sé gefin út. Þetta mat ákæruvaldsins sætir ekki endurskoðun dómstóla og er því ekki efni til að vísa málinu frá dómi af þessum sökum. Brotaþoli hefur fallið frá bótakröfu sem rakin er í ákæru og kemur hún því ekki til úrlausnar hér. Ákærði hefur í þríg a ng áður sætt refsingu. Á árinu 2012 gekkst hann undir sektargreiðslu og sviptingu ökurétta fyrir ölvunarakstur. Hinn 8. apríl 2014 var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir líka msárás og brot gegn valdstjórninni. Af refsingu þessari voru 15 mánuðir bundnir skilorði. Þá var hann í byrjun f e brúar á þessu ári dæmdur til greiðslu sektar fyrir ölvun við akstur og brot gegn vopnalögum. Dómurinn frá apríl 2014 hefur áhrif til þyngingar refsingar ákærða sbr. 218. gr. c. almennra hegningarlaga. Að teknu tilliti til játningar ákærða á þeirri háttsemi sem hann er sakfelldur fyrir og þeirra atriða sem getið er í 70. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing hans hæfilega ákveðin 6 0 daga fangel si en að teknu tilliti til aðstæðna allra eru efni til að binda refsinguna skilorði og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum haldi ákærð i almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. 7 Sakarkostnaður féll ekki á mál þetta við rannsókn þess hjá lögre glu en kostnaður vegna málsins hér fyrir dómi samanstendur af þóknun verjenda ákærða og réttargæslumanns brotaþola svo og ferðakostnaði þeirra . Upphaflega var Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður skipaður verjandi ákærða og ber að ákvarða honum þóknun fyrir s tarfa sinn sem þykir að teknu tilliti til tímaskýrslu lögmannsins og virðisaukaskatts hæfilega ákveðin 310.000 krónur. Ómar R. Valdimarsson lögmaður var síðar skipaður verjandi ákærða og þykir þóknun hans að teknu tilliti til umfangs málsins eftir aðkomu h ans að því og virðisaukaskatts hæfilega ákveðin 527.000 krónur. Þá telst ferðakostnaður lögmannsins , flug, bílaleigubifreið og eldsneyti, samtals að fjárhæð 83.336 krónur til sakarkostnaðar. Þóknun réttargæslumanns brotaþola, Sunnu B. Atladóttur lögmanns 2 97.600 krónur og 22.200 króna ferðakostnaður telst einnig til sakarkostnaðar. Líkt og að framan er rakið er ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem hann játaði strax í því þinghaldi er hann tók afstöðu til sakarefnisins og brot hans heimfært undir 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga líkt og hann krafðist. Með hliðsjón af þessu þykir rétt að ákærði greiði helming sakarkostnaðar og helmingur greiðist þá úr ríkissjóði. Af hálfu ákæruvaldsins sótti málið Sigurður Hólmar Kristjánsson saksóknarfulltrúi lögreg lustjórans á Norðurlandi vestra. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, X , sæti fangelsi í 60 daga en fullnustu refsingarinnar er frestað og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði 620.068 krónur í sakarkostnað , þar með talið helming 310.000 króna þóknunar ver janda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns , helming 527.000 króna þóknunar verjanda síns, Ómars R. Valdimarssonar lögmanns , og helming 297.600 króna þóknunar réttargæslumanns brotaþola, Sunnu B. Atladóttur lögmanns . Helmingur sakarkostnaðar greiðist ú r ríkissjóði. Ákærði sæti upptöku á hnífi (munaskrá lögreglu nr. 134087) Halldór Halldórsson