Héraðsdómur Austurlands Dómur 26. nóvember 2020 Mál nr. S - 119/2020: Héraðssaksóknari (Halldór Rósmundur Guðjónsson saksóknarfulltrúi) gegn X (Gísli M. Auðbergsson lögmaður) Dómur: Mál þetta, sem dómtekið var 10. nóvember sl., er höfðað með ákæru Héraðssaksóknara, útgefinni 18. júní 2020, á hendur hafa mánudaginn 1. apríl 2019 höfuð lögreglumannsins 9307 sem þar var við skyldustörf með þeim afleiðingum að hann hlaut eymsli á höfði. Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. og 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls Ákærði neitar sök. Skipaður verjandi, Gísli M. Auðbergsson lögmaður, krefst þess fyrir hönd ákærða að hann verði sýknaður af refsikröfu ákæruvalds. Þá krefst verj andinn þess að allur sakarkostnaður, þ. á m. málsvarnarlaun hans, verði lagður á ríkissjóð. I. Málavextir 1. Samkvæmt rannsóknargögnum lögreglu, þ. á m. skýrslum ákærða og vitna, eru málavextir þeir helstir, að laust eftir kl. 16:00 mánudaginn 1. apríl 2 019 var vitnið A, fæddur 1963, að koma frá vinnu og var í eigin bifreið, ásamt eiginkonu sinni, er það eftirtekt að hann var illa á sig kominn, m.a. mjög ölvaður, skólaus , berfættur og í náttfötum. Vegna þessa taldi vitnið sér skylt að aðstoða ákærða og hafði því tal af 2 honum, en færði hann síðan inn í bifreiðina. Að því búnu ók eiginkona hans bifreiðinni ði ákærði í þessum samskiptum á orði að hann hefði verið að leita að eigin hundi. Fyrir liggur að fyrr þennan dag hafði ákærði verið í samskiptum við foreldra sína á nefndu heimili, og að þá hefði verið ákveðið að foreldrarnir, vitnin B og C, færu með hv olp, sem ákærði hafði nýverið eignast, til dýralæknis í nágrannabæjarfélagi, en að ákærði héldi kyrru fyrir á heimilinu á meðan. Eftir að foreldrar ákærða höfðu sinnt fyrrgreindu erindi og voru á heimleið barst þeim til eyrna frá yngri syni sínum að á hei mili þeirra væri fyrrnefnt vitni, A, ásamt ákærða og að sá síðarnefndi væri í bágbornu ástandi. Og þar sem ákærði hafði átt við andlega erfiðleika að stríða brugðust foreldrarnir við og hringdu í Neyðarlínuna og óskuðu eftir aðstoð vegna hugsanlegs hættuás tands. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst lögreglu tilkynning frá Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra nefndan dag, klukkan 16:25, um að aðili, sem síðar reyndist vera Til þess er að lít a að nefndir heilsuhagir ákærða hafa takmarkaða stoð í gögnum málsins, en þeir voru á hinn bóginn eigi vefengdir af hálfu ákæruvalds, og þá m.a. í ljósi þeirra skýrslna sem gefnar voru fyrir dómi. 2. Samkvæmt skýrslum lögreglumanna nr. 9307 og H1372, þei rra D og E, þ. á m. frum - , handtöku - og lögregluskýrslum, dagsettum í apríl og október 2019, voru þeir í þeir óku strax á vettvang í lögreglubifreið, sem er af gerðinni Hyundai Santa FE, en hún er skráð fyrir fjóra farþega, auk ökumanns. Fyrir liggur að þegar atburður þessi gerðist var lögreglumaðurinn D með kveikt á svonefndri búkmyndavél, sem var staðsett vinstra megin á brjóstkassa hans. Er diskur með myndskeiðum úr vél þessari á meðal rannsóknargagna, sem lögð voru fyrir dóminn, en þau sýna að hluta ætlaða atburðarás fyrir utan nefnt heimili, en einnig við og inni í nefndri lögreglubifreið. Var hluti þeirra og sýndur við aðalmeðferð málsins fyrir dóminn. Á hinn bógin n liggur fyrir að í greint sinn var ekki kveikt á svonefndum Eyewitness - upptökubúnaði í lögreglubifreiðinni, þ.e. þegar hún var kyrrstæð í 3 3. Í skýrslum nefndra lögreglumanna er greint frá atvikum máls, nær samhljó ða. Segir m.a. frá því að þegar lögreglumennirnir komu á vettvang hafi þeir lagt leið sína og þá inn um opnar útidyrnar, séð til ferða ákærða og yngri bróður hans, vit nisins F. Því er lýst að ákærði hafi greinilega verið í æstu skapi, en jafnframt segir frá því að hann hafi haldið á áfengisflösku og að þegar hann hafi séð til ferða lögreglumannanna hafi hann gengið til þeirra, en þá verið berfættur, en íklæddur náttbux um og bol. Hafi ákærði strax verið með ógnandi tilburði gagnvart lögreglumönnunum, en af þeim sökum hafi þeir tekið hann tökum og handjárnað með hendur fyrir aftan bak, kl. 16:48. Í handtökuskýrslu er ástandi ákærða lýst þannig að sjáöldur hans hafi veri ð útvíkkuð og jafnvægi óstöðugt. Tekið er fram í skýrslunni að ákærði hafi verið sýnilega mjög ölvaður og í annarlegu ástandi, en einnig segir að framburður hans hafi verið ruglingslegur og óskýr. Þessi lýsing af ákærða er m.a. í samræmi við vistunarskýrsl síðar. Samkvæmt lögreglugögnum var ákærði í framhaldi af handtökunni færður að lögreglubifreiðinni, og í framhaldi af því komið fyrir í aftursætinu, nánar tiltekið fyrir framan framfarþegasætið. Á myndskeiði úr fyrrnefndri búkmyndavél má sjá ofangreinda atburðar ás, en einnig að nokkru það sem á eftir fór. 4. Í skýrslum lögreglumanna er atvikum eftir handtöku ákærða og eftir að honum hafði verið komið fyrir í aftursæti lögreglubifreiðarinnar lýst á þann veg, að þá hafi lögreglumaðurinn D, sem var stjórnandi á vet tvangi, sest í ökumannssætið. Var hann þá, líkt og áður, með kveikt á umræddri búkmyndavél. Fram kemur að lögreglumaðurinn E hafi aftur á móti sest í aftursæti bifreiðarinnar og hafi hann þannig verið við hlið ákærða. Ráðið verður af gögnum, m.a. af hljóð upptöku úr búkmyndavélarbúnaði, að eftir hinar fyrstu aðgerðir hafi nefndir lögreglumenn afráðið að bíða átekta þar sem von hafi verið á foreldrum ákærða á vettvang, og gekk það eftir. Í skýrslum lögreglumannanna er greint frá því að skömmu eftir að foreld rar ákærða komu á vettvang hafi ákærði sparkað frá sér með vinstri fæti og hafi þá 4 lögreglumaðurinn D fengið högg hægra megin á höfðið. Fram kemur að í kjölfar þessa ætlaða atburðar hafi nefndur lögreglumaður haft símasamband við vaktahafandi lögregluvarðs bifreiðinni og tekið úr farangursrými svokallað plast - bensli, sem hann hafi síðan sett á fætur ákærða. Við svo búið hafi lögreglumaðurinn ekið lögreglubifreiðinni að nefndri lögreg lustöð, en eftir það hafi ákærði verið vistaður í fangaklefa að boði lögregluvarðstjóra. 5. Samkvæmt vistunarskýrslu lögregluvarðstjóra var G læknir, með sérnám í bæklunarlækningum, kvaddur á lögreglustöðina umræddan dag, kl. 18:45, í þeim tilgangi að h uga að líðan ákærða í fangaklefa. Fram kemur að tilefni þessa hafi verið að ákærði hafði látið ófriðlega í fangaklefanum, en að auki hafi hann haft uppi orð um sjáfsskaða. Fram kemur í skýrslunni að ákærða hafi þá um kvöldið, kl. 21:48, verið gefið róandi lyf, en að daginn eftir, þriðjudaginn 2. apríl nefnt ár, kl. 7:28, hafi hann verið leystur úr haldi lögreglu. 6. Í skýrslu lögreglumannsins nr. 9307, D, segir m.a. frá því að strax eftir hið ætlaða fótaspark ákærða í lögreglubifreiðinni hafi hann fundið fyrir miklum höfuðverk, en að auki hafi hann fundið fyrir eymslum í hálsi og hægra megin á höfði. Á meðal rannsóknargagna eru ljósmyndir, sem staðfest er að voru teknar á lögreglustöð af hinum ætluðu höfuðáverkum lögreglumannsins, þann 1. apríl, en þær er u eigi fyllilega skýrar. 7. Samkvæmt gögnum var nefndur lögreglumaður, D, skoðaður af fyrrnefndum lækni, G, á heilsugæslustöð umræddan dag, 1. apríl 2019. Í læknisvottorði, sem gert var af þessu tilefni, og er á ensku, en er einnig í íslenskri þýðingu lög gilts skjalaþýðanda, dags. 15. júní 2020, er í upphafsorðum vikið að frásögn lögreglumannsins um tildrög höfuðáverkans, og er tekið fram að hann hafi ekki misst meðvitund í greint sinn. Í niðurstöðukafla vottorðsins segir um skoðun og rannsókn læknisins: Ekkert mar eða bólga á efri hluta baks, við háls, hins vegar, finnur til eymsla við þreifingu á efri hægri hluta hnakka, eymsli við miðlínu. Sjúklingur getur snúið 5 höfðinu að fullu til vinstri hliðar og sýnir eðlilega teygjugetu hnakka/hálssvæða án óþægind a. Taugarannsókn á höfuðkúpu gefur ekki eymsli til kynna. Taugaviðbrögð í lyf, fær vottorð vegna leyfis frá vinnu í nokkra daga. Hvattur til að hafa samband við vakthafandi l 7. Samkvæmt gögnum voru rannsóknarskýrslur lögreglustjórans á Austurlandi, þ. á m. myndskeið úr búkmyndavél, sendar til héraðssaksóknara með bréfi, dags. 12. nóvember 2019. Í framhaldi af því tóku lögreglumenn síðarnefnda embættisins formlegar skýrslur af ákærða og vitnum í nóvember 2019. Og eins og fyrr sagði var ákæruskjal máls þessa útgefið 18. júní 2020, en málið var þingfest fyrir dómi 20. ágúst sama ár. II. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi. 1. Ákærði neitar sök. Aðspurður um sakargiftir við þingfestingu málsins lýsti ákærði minnisleysi um atvik máls, þann 1. apríl 2019. Hann kvaðst þannig ekki minnast þess að hafa verið handtekinn við heimili sitt og þá ekki að hann hafi ver ið færður í lögreglubifreið eða um veru sína þar. Um ástæðu þessa minnisleysis vísaði ákærði til áfengisdrykkju og ölvunaráhrifa í greint sinn. Að þessu leyti var frásögn ákærða í aðalatriðum í samræmi við framburðarskýrslu sem hann hafði áður gefið hjá lö greglumönnum hérðassaksóknara. Ákærði skýrði frá því fyrir dómi að hann hefði við rannsókn lögreglu fengið að sjá myndskeið af ætlaðri atburðarás í greint sinn og þá úr fyrrnefndri búkmyndavél. Ákærði vísaði til þess að hann hefði þá eigi séð hina ætlaðu háttsemi á nefndum myndskeiðum, sem vísað væri til í ákæruskjali héraðssaksóknara. Ákærði óskaði ekki eftir að tjá sig frekar um sakarefnið, um eigin hagi eða um hina ætluðu atburðarás fyrir dómi. 2. Vitnið D, lögreglumaður nr. 9307, greindi fyrir dómi fr á tilefni og afskiptunum og þá með líkum hætti og rakið var í kafla I hér að framan. 6 Vitnið áréttaði að það hefði verið kvatt á vettvang, ásamt lögreglumanni nr. H13 72, E, en bar að það hefði fyrst heyrt af málavöxtum frá vitninu A, en í framhaldi af því séð til ákærða og bróður hans, vitnisins F, á ferðinni innan dyra. Samhliða þessu kvaðst vitnið hafa heyrt skarkala og þá m.a. séð hvar ákærði hélt á og sveiflaði til vínflösku, en einnig séð hann drekka úr flöskunni. Vitnið kvaðst í raun ekkert hafa þekkt til ákærða er atburður þessi gerðist og m.a. aldrei áður haft afskipti af honum. Vitnið sagði að ákærði hefði fljótlega orðið var við komu þeirra lögreglumannanna og bar að hann hefði þá æst upp og rokið út fyrir útidyrahurðina og ráðist að þeim. Vitnið sagði að þegar þetta gerðist hefði ákærði varla getað staðið í fæturna og í raun ekki verið viðræðuhæfur sökum ölvunar. Af þessum sökum kvaðst vitnið hafa metið aðstæð ur á þann veg að þörf væri á að handtaka ákærða og bar að í beinu framhaldi af því hefði hann verið tekinn niður og handjárnaður, með hendur fyrir aftan bak. Eftir þetta hefði ákærði verið færður í aftursæti lögreglubifreiðar, þ.e. í sætið fyrir aftan fram farþegasætið. Vitnið kvaðst þessu næst hafa sest í ökumannssætið, en sagði að nefndur starfsfélagi þess hefði aftur á móti sest í aftursætið þar fyrir aftan og því setið við hlið ákærða í bifreiðinni. Vitnið tók fram að þegar þetta gerðist hefði framfarþeg asætið ekki verið í öftustu stillingu. Vitnið skýrði frá því að eftir ofangreindar fyrstu aðgerðir hefðu foreldrar ákærða komið á vettvang, en jafnramt kvað það vitnið A hafa komið að lögreglubifreiðinni með fatnað fyrir ákærða, enda hefði hann verið berfættur og léttklæddur. Fyrir dómi skýrði vitnið frá þ ví að við ofanlýstar aðstæður hefði það skyndilega og án alls aðdraganda fengið högg á hnakkann frá ákærða, nánar tiltekið hægra megin augum, en þar um vísaði það til fyrrnefndrar eigi n stöðu í ökumannssæti lögreglubifreiðarinnar. Nánar aðspurt bar vitnið að þegar nefndur atburður gerðist hefðu foreldrar ákærða verið nærri lögreglubifreiðinni, enda hefðu þau reynt að tala máli hans. Vitnið sagði að móðir ákærða, vitnið B , hefði þannig viðrað áhyggjur sínar vegna andlegrar vanheilsu ákærða, og ætlaði helst að hún hefði einmitt verið að ræða við það um það atriði ellegar samstarfsmanninn, og þá um opna hliðarrúðuna, við vinstri hlið 7 bifreiðarinnar, þegar það varð fyrir höfuðhögginu. Vitni ð staðhæfði að allar dyr bifreiðarinnar hefðu verið lokaðar þegar atburður þessi gerðist. Vitnið vísaði til þess að nokkuð væri um liðið frá þessum atburði, en af þeim sökum treysti það sér ekki til að fullyrða um nákvæma staðsetningu vitnisins. Í þessu sa mhengi vísaði vitnið hins vegar til þess að afturgluggar lögreglubifreiðarinnar hefðu er atvik gerðust verið með skyggðu gleri, en af þeim sökum hefði eigi verið unnt að sjá inn um þá. Og vegna þessa taldi vitnið ólíklegt að móðir ákærða hefði séð til gjör ða ákærða í aftursæti lögreglubifreiðarinnar. Vitnið sagði að engu að síður hefði móðir ákærða strax á vettvangi andmælt því að ákærði hefði sparkað frá sér með lýstum hætti. Vitnið lýsti viðbrögðum sínum eftir höfuðhöggið með líkum hætti og rakið var í k afla I hér að framan, og þ. á m. kvaðst það hafa sett fætur ákærða í svonefnt bensli, en í framhaldi af því ekið að lögreglustöðinni á , þar sem ákærði hefði verið vistaður í fangaklefa. Þá kvaðst vitnið að boði lögregluvarðstjóra hafa farið í skoðun hj á lækni, en í framhaldi af því hefði það verið frá vinnu í eina viku, en bar að það hefði náð fullri heilsu. Fyrir dómi var vitninu kynntur meginhluti myndskeiðs úr fyrrnefndri búkmyndavél. Vitnið staðhæfði að upptakan sýndi umrædda atburðarás allvel og þa r á meðal þegar það varð fyrir fótsparki ákærða í lögreglubifreiðinni. Vitnið kvaðst eigi minnast þess að ákærði hefði viðhaft hótanir fyrir atlöguna, en vísaði til þess að það legði slíkt orðalag ekki svo mjög á minnið, enda væri harla algengt að lögreglu menn yrðu fyrir slíkum munnsöfnuði í störfum sínum og þá ekki síst frá ölvuðum einstaklingum. 3. Vitnið E , lögreglumaður nr. H1372, lýsti fyrstu lögregluafskiptum af ákærða, en einnig tilefninu, svo og handtöku hans við , á sama veg og fyrrnefndur lögr eglumaður, D , hér að framan. Vitnið staðfesti að þessu leyti, og þá við lok dómsyfirheyrslu, efni áðurrakinna lögreglugagna, og áréttaði m.a. að þegar atvik máls gerðust hefði ákærði greinilega verið mjög ölvaður. Vitnið skýrði frá því að eftir handtöku á kærða hefði hann verið færður í aftursæti lögreglubifreiðarinnar, fyrir aftan framfarþegasætið. Vitnið kvaðst hafa sest í aftursætið fyrir aftan ökumannsætið, þar sem lögreglumaðurinn D hafði komið sér fyrir. 8 Vitnið staðhæfði að ákærði hefði í greint sinn setið mjög neðarlega í sæti sínu í lögreglubifreiðinni, en það lýsti að öðru leyti athæfi hans nánar þannig fyrir dómi: hnakka D D Vitnið staðhæfði að þegar ofangreindur atburður gerðist hefði framfarþegasætið ekki verið í öftustu stöðu og því verið framar en vinnureglur kvæðu á um við nefndar aðstæður. Vegna þessa hefði ákærði í raun haft rými til að athafna sig. Vitnið lét þá skoðun í ljós að vegna stöðu sinnar í bílstjórasætinu hefði D ekki getað séð eða varist því þegar ákærði sparkaði frá sér í greint sinn. Vitnið skýrði frá því að þegar atvik máls gerðust hefðu nokkrir aðilar verið fyrir utan lögreglubifreiðina, og þar á meðal móðir ákærða, vitnið B . Nánar aðspurt treysti vitnið sé r ekki til að segja til um með vissu um nánari staðsetningu vitnisins þegar E varð fyrir höfuðhögginu, en ætlaði helst að hún hefði verið nærri framfarþegahurðinni. Vitnið staðhæfði aftur á móti að þegar nefndur atburður gerðist hefðu allar hurðir og hliða rgluggar bifreiðarinnar verið lokaðir, og bar jafnframt að gluggarnir á hurðunum að aftanverðu hefðu að auki verið mjög skyggðir. Af þessum sökum taldi vitnið nær útilokað að nærstaddir hefðu getað séð aðfarir ákærða inni í bifreiðinni og þá ekki þegar han n sparkaði frá sér með áðurlýstum hætti. Vitnið staðhæfði að það hefði ekki átt orðastað við nærstadda aðila, og þá ekki við móður ákærða, eftir að ákærði hafði verið færður inn í lögreglubifreiðina. Vitnið kvaðst hafa haldið kyrru fyrir í aftursæti bif reiðarinnar eftir ofangreindan atburð, en þá fylgst með því þegar lögreglumaðurinn D hefði farið út úr bifreiðinni og síðan séð hann setja svonefnt bensli á fætur ákærða. Vitnið sagði að við þessar aðstæður hefði móðir ákærða, vitnið B , komið að vinstri af turhurð lögreglubifreiðarinnar, en í framhaldi af því kvaðst það hafa fylgst með því þegar hún hefði árangurslaust reynt að eiga orðastað við ákærða. Vitnið bar að fleiri aðilar hefðu verið á vettvangi, þ. á m. faðir ákærða og þriðji lögreglumaðurinn. Vitn ið sagði að engin þörf hafi verið fyrir frekari aðstoð í greint sinn, enda hefði lögreglumaðurinn D fljótlega ekið lögreglubifreiðinni að lögreglustöðinni á . Vitnið skýrði frá því að það hefði séð roða hægra megin á hnakka D eftir að hann varð fyrir sp arki ákærða í greint sinn, en að auki heyrt hann kvarta um eymsli, m.a. í 9 hrygg, og enn síðar heyrt hann hafa orð á því að hann teldi sig ekki geta haldið áfram störfum sínum, en bar að það hefði fyrst gerst eftir að læknir hafði skoðað hann. Fyrir dómi va r vitninu kynntur meginhluti myndskeiðs úr fyrrnefndri búkmyndavél. Vitnið staðhæfði að upptakan sýndi vel fyrrgreinda atburðarás og þar á meðal þegar lögreglumaðurinn D hefði kippst til þegar hann varð fyrir sparki ákærða. Vitnið vísaði til þess að fyrir sparkið mætti heyra á upptökunni orðræðu Vitnið kvaðst ekki minnast þess að hverjum ákærði beindi þessum hótunarorðum, en bar að þau hefðu a.m.k. ekki beinst að því. Vitnið á réttaði að strax eftir atburðinn og þegar D hafði orð á því að ákærði hefði sparkað í höfuð hans hefði móðir ákærða, vitnið B , andmælti því. Vegna andmælanna kvaðst vitnið hafa ályktað að B hefði í raun ekki verið í aðstöðu til að fylgjast með umræddri atburðarás inni í bifreiðinni, og þá sökum þess að hún hefði á verknaðarstundu ekki verið nægjanlega nærri vettvangi. 4. Vitnið A lýsti atvikum, þ. á m. fyrstu afskiptum af ákærða í umrætt sinn, með líkum hætti og rakið var hér að framan, sbr. I. kafla. V itnið áréttaði m.a. að ákærði hefði í greint sinn verið mjög ölvaður og í annarlegu ástandi, og bar enn fremur að hann hefði stöðugt haft orð á því að hann þyrfti að leita að hvolpi. Vitnið áréttaði einnig að það hefði eftir hin fyrstu samskipti þeirra far ið með ákærða inn á heimili hans og bar að þar hefði það m.a. séð brotinn glervasa, en einnig glerbrot á gólfi. Vitnið sagði að enginn hafi verið fyrir á heimilinu í fyrstu. Vitnið staðhæfði að ákærði hefði í raun ekki verið viðræðu - eða gönguhæfur vegna á sterku áfengi þarna á heimilinu. Vegna þessa ástands hefði það afráðið að bíða átekta og gæta þannig að ákærða, enda reiknað með að foreldrar hans kæmu fljótlega úr vinnu. Að auki k vaðst vitnið hafa beðið konu sína að gera yngri bróður ákærða, F , viðvart. Vitnið kvaðst hafa þurft að taka í ákærða þar sem hann hefði sýnt vilja til þess að fara út úr húsinu, en bar að fljótlega hefði nefndur yngri bróðir komið á vettvang, og skömmu síð ar lögreglumenn. Vitnið kvaðst hafa fylgst með því þegar lögreglumennirnir hnoðuðu ákærða niður, handjárnuðu og færðu í aftursæti lögreglubifreiðar og settu á hann bílbelti. Vitnið kvaðst á þeirri stundu hafa litið svo á að ákærði væri ósáttur við aðgerðir lögreglumannanna og þá sökum þess að hann hefði haft vilja til að leita að margnefndum hvolpi. 10 Vitnið skýrði frá því að þegar faðir ákærða hafi komið á vettvang hefðu hægri afturdyr lögreglubifreiðarinnar verið opnar, en sagði að um það leyti hefði dyrun um hins vegar verið lokað. Vitnið sagði að þegar þetta gerðist hefði það staðið með föðurnum fáeina metra frá farþegahlið bifreiðarinnar, en aðspurt treysti það sér ekki til að segja til um hvar móðir ákærða hefði verið á þeirri stundu. Vitnið kvaðst eftir þetta ekki hafa séð vel til, og þá ekki það sem gerðist innandyra í bifreiðinni, en vitnið vísaði til þess að afturgluggar hennar hefðu verið með lituðum skyggnum. Vitnið kvaðst aldrei hafa orðið vart við nein merki um átök, þ. á m. hreyfingu á bifreiðinn i, en sagði að það hefði heldur ekki fylgst mjög gjörla með henni þegar þarna var komið sögu. Vitnið kvaðst þó minnast þess þegar lögreglumaðurinn hefði komið út úr lögreglubifreiðinni, en þá án þess að það hefði fylgst nánar með gjörðum hans. 5. Vitnið C , faðir ákærða, lýsti atvikum máls og erindisrekstri fyrrihluta dags, þann 1. apríl 2019, og síðan viðbrögðum vegna fregna um bágborið ástanda ákærða, með svipuðu móti og rakið var í kafla I hér að framan. Vitnið kvaðst fyrst hafa séð til ákærða í greint sinn þar sem hann hafi setið í aftursæti lögreglubifreiðar fyrir utan heimili þeirra, . Vitnið kvaðst hafa gætt að ákærða inn um opnar bíldyrnar eða opinn hliðarglugga, og veitt því eftirtekt að hann var með litla skurði á hálsi og höndum, en þá jafnf A , en að auki kvaðst það hafa gert þriðja lögreglumanninum, sem kom ið hefði að málum, grein fyrir þeim andlegu erfiðleikum sem hrjáð hefðu ákærða fyrir þennan atburð, og þá vegna mjög alvarlegs þunglyndis. Vitnið bar að á meðan á þessum samræðum stóð hefði það ekki séð hið ætlaða athæfi ákærða í lögreglubifreiðinni og þá ekki heldur nein merki um slíka hegðan. Vitnið sagði að þegar þetta gerðist hefðu auk nefndra aðila verið við bifreiðina, farþegamegin, yngri sonur þess og eiginkonan, og staðhæfði vitnið að þau hefðu þar m.a. átt í samræðum við lögreglumenn í bifreiðinni, og þá um opinn hliðarglugga. 6. Vitnið B , móðir ákærða, lýsti atvikum máls og erindisrekstri fyrrihluta dags, þann 1. apríl 2019, og síðan viðbrögðum vegna fregna um bágborið ástanda ákærða að því er varðaði andlega heilsu hans, með svipuðu móti og hið s íðastgreinda vitni, sbr. og 11 það sem rakið var í kafla I hér að framan. Vitnið skýrði frá því að þegar þau hjónin fóru frá heimilinu fyrr um daginn hefði ákærði ekki verið með nein sýnileg ölvunareinkenni. Því hefði verið öfugt farið þegar þau komu á ný á h eimilið, u.þ.b. tveimur klukkustundum síðar. Vitnið kvaðst fyrst hafa séð til ákærða í greint sinn þar sem hann hafi setið handjárnaður í aftursæti lögreglubifreiðar við heimili þeirra, . Vitnið kvaðst hafa gætt að ákærða og strax veitt því eftirtekt að hann var ofurölvi. Nánar skýrði vitnið frá því að það hefði í greint sinn í rauninni stungið höfði sínu inn um hliðarglugga lögreglubifreiðarinnar, þ.e. farþegamegin að aftanverðu, og þannig átt orðastað við lögreglumanninn sem sat þar í aftursætinu, vi ð hlið ákærða. Vitnið sagði að ákærði hefði á meðan á þessu stóð sýnt af sér órólega hegðan, og þ. á m. sýnt vilja til að fara úr bifreiðinni. er með læti þarna og hann sparkar í stólinn, hann er þarna eitthvað að reyna að sprikla hann er bara eitthvað að reyna að sprikla svona, með löppunum ... og ég sé bara þennan vað vitnið ákærða hafa kallað köpurorðum að þeim var í nefndum viðræðum við fyrrnefndan lögreglumann, og því hefði ákærði í raun verið í millum þeirra tveggja, en þá bæði bundinn og í bílbelti. Vitnið staðhæfði að eftir að ákærði hafði náð að sparka í sætið hefði lögreglumaðurinn í bílstjórasætinu haft á orði: ,,Heyrðu, þú verður að passa að hann farið út úr bifreiðinni og þá endurtekið orð sín, þ.e. að ákærði hefði sparkað í höfuð hans. Vitnið kvaðst strax hafa andmælt þessum orðum, enda hefði það aðeins s éð að höfuðpúðann og því nærri miðju sætisins. Vitnið kvaðst hafa verið andlega miður sín vegna allrar þessarar atburðarásar, en af þeim sökum hefði það farið frá lögreglubifreiðinni þegar þarna var komið sögu. 7. Vitnið F , bróðir ákærða, kvaðst hafa verið við vinnu sína umræddan dag þegar móðir þess hringdi og ba ð það um að gæta að ákærða á heimili þeirra og þá sökum 12 þess að hann hefði átt við andlega erfiðleika að stríða. Vitnið kvaðst strax hafa brugðist við enda verið kunnugt um ástandið. Við komu á heimilið kvaðst vitnið hafa hitt fyrir ákærða, en einnig vitni ð A , og þá heyrt nánar um atvik máls. Vitnið kvaðst kvaðst enn fremur hafa séð ákærða neyta áfengis þarna á heimilinu, en bar að það hefði reynt að hafa hemil á honum. Vi tnið skýrði frá því að þegar lögreglumenn komu á vettvang hefðu útidyrnar verið opnar, og sagði að lýstu ófremdarástandi hefði í raun linnt þegar ákærði hefði verið handtekinn og færður í lögreglubifreið. Vitnið sagði að foreldrar þess hefðu komið á vettva ng skömmu eftir þetta, en það kvaðst m.a. hafa veitt því eftirtekt þegar móðir þess, vitnið B , átti í samræðum við þann lögreglumann sem sat hjá ákærða í aftursæti lögreglubifreiðarinnar. Vitnið sagði að samræður þeirra hefðu farið fram um opinn glugga á a fturhurð bifreiðarinnar, farþegamegin, og bar að það hefði á þeirri stundu verið aðeins fyrir aftan og nær farþegahurðinni að framan. Var það ætlan vitnisins að þegar þetta gerðist hefðu allar dyr bifreiðarinnar verið lokaðar, en af þeim sökum kvaðst það e kki hafa séð inn í afturhluta hennar. Og nánar aðspurt kvaðst vitnið þá ekki þannig að ákærði hefði farið með fótinn í höfuð þess lögreglumanns sem þar var fyrir. Vitnið kvaðst heldur ekki hafa heyrt af slíkri háttsemi á vettvangi í greint sinn. 8. Vitnið H , aðalvarðstjóri lögreglunnar á Austurlandi, lýsti aðkomu sinni að máli þessu með líkum hætti og rakið var í kafla I hér að framan. Vitnið bar að ákærði hefði veri ð vistaður í fangaklefa lögreglustöðvarinnar á , en jafnframt hefði það heyrt af atvikum máls og þar á meðal að hann hefði á vettvangi sparkað í höfuð lögreglumannsins D . Við athugun kvaðst vitnið hafa veitt því eftirtekt að D var num og fannst hann vera bólginn þarna líka eftir spark, eins og lögreglumanna, en að auki hefðu þeir verið ferskir ásýndar. Vegna þessa kvaðst það hafa tekið þær ljósmyndi r sem liggja fyrir í málinu, af hinum ætluðu áverkum lögreglumannsins. Þessu til viðbótar kvaðst vitnið hafa haft símasamband við lækni og síðan komið því til leiðar að lögreglumaðurinn fór í læknisskoðun. Vitnið kvaðst 13 loks hafa kallað til lækni á lögregl ustöðina og þá til þess að gæta að ákærða, sem það 9. Vitnið G læknir staðfesti efni áðurrakins læknisvottorðs vegna skoðunar á lögreglumanninum D , þann 1. apríl 2019, og þá um að hann hefði verið með þreifieymsli n eðarlega á hnakkasvæðinu. Vitnið sagði að áverkinn hefði getað samrýmst frásögn lögreglumannsins um tilkomu hans, þ.e. eftir spark. Vitni sagði að fyrir hendi hefði auk þess verið minni háttar bólga, og þó svo að hún hafi ekki verið sýnileg hefði hún fundi st við fyrrnefnda þreifingu. Vitnið sagðist á hinn bóginn ekki hafa séð sýnilegan áverka og þá ekki mar eða roða. Nánar aðspurt bar vitnið að íslenska þýðingu vottorðsins að þ ví leyti. Vitnið lýsti atvikum að öðru leyti með líkum hætti og rakið var hér að framan í I. kafla. Vitnið staðfesti þannig að það hefði umræddan dag verið kvatt á lögreglustöðina á til þess að gæta að ákærða í fangaklefa. Vitn i ð kvaðst fyrir skoðuni na m.a. hafa gætt að sjúkrasögu ákærða og séð að hann hafði átt við þunglyndi að stríða og hefði af þeim sökum tekið inn viðeigandi lyf. Vitnið bar að það hefði rætt við ákærða umræddan dag, kl. 18:45, í viðurvist tveggja lögreglumanna. Vitnið kvaðst hafa veitt því eftirtekt að ákærði hafði eyðilagt tiltekinn rúmfatnað, en jafnfamt heyrt af því að hann hefði verið mjög órólegur og ágengur. Vitnið sagði að við skoðunina hefði ákærði lýst eigin vanlíðan, en hafnað allri læknishjálp. Vitnið kvaðst hafa ályktað í greint sinn að ákærði gæti hafa verið með tiltekin geðeinkenni og geðrof, en þá eftir atvikum vegna lyfjatöku eða áfengisdrykkju. Vitnið lét þess getið í þessu viðfangi að það hefði ekki sérmenntun á þessu sviði. Vitnið sagði að ákærði hefði í raun engu svarað til um hvort hann hefði neytt lyfja eða áfengis. Vitnið kvaðst hins vegar hafa ályktað við nefnda skoðun, og þá vegna áfengisfnyks, að þarna hefði áfengi komið við sögu og því hefði ákærði verið ölvaður í greint sinn. Vitnið staðfesti að það hefði í umrætt sinn gefið heimild sína til að lögreglan gæfi ákærða kvíðastillandi lyf. Vegna fyrrgreindrar sjúkrasögu og skoðunar kvaðst vitnið hafa haft símasamband við ákærða strax daginn eftir og þá boðið honum frekari aðstoð. Vitnið sagði að ákærði hefði vi rkað rólegur í samræðum þeirra, en bar að hann hefði hafnað formlegu viðtali á heilsugæslustöð, en einnig annarri aðstoð og þar á meðal sjúkrahúsvist. 14 III. Niðurstaða. Ákærða er í máli þessu gefin að sök brot gegn valdstjórninni og sérstaklega hættuleg líkamsárás, með því að hafa mánudaginn 1. apríl 2019, í lögreglubifreið utan við , , sparkað í háls og höfuð lögreglumannsins nr. 9307, sem þar var við skyldustörf, með þeim afleiðingum að hann hlaut eymsli á höfði. Í ákæru er brot ákærða annars vegar talið varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem er svohljóðandi: starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, og eins hver sá, sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfa eða neyða starfsmanninn til þess að framkvæma einhverja athöfn í embætti sínu eða sýslan, skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Ef brot samkvæmt þessari málsgrein beinist að opinberum starfsmanni, sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar, Í ákæru er brot ákærða hins vegar talið varða við 2. mgr. 218. gr. sömu laga, en ákvæðið er svohljóðandi: - eða heilsutjón af árás eða brot er sérstaklega hættulegt vegna þeirrar aðferðar, þ. á m. tækja, sem notuð eru, svo og þegar sá, er Sakargiftir á hendur ákærða eru einkum r eistar á framburði tveggja lögreglumanna, staðfestu læknisvottorði og myndskeiði úr upptökubúnaði lögreglu, en einnig á öðrum rannsóknargögnum. Ákærði neitar sök, en hefur við alla meðferð málsins, hjá lögreglu og fyrir dómi, lýst yfir algjöru minnisleysi um atvik máls. Ákærði hefur þannig vísað til minnisleysis um samskipti sín við lögreglumenn, sem kvaddir höfðu verið til með hraði í greint sinn. Ákærði byggir sýknukröfu sína, þ. á m. í greinargerð, á því að sakir ákæruvaldsins séu rangar og ósannaðar. Hann vísar helst til þess að framburður nefndra lögreglumanna hafi verið misvísandi og að þeir hafi verið í andstöðu við framburð annarra vitna eða hafi a.m.k. ekki nægjanlegan stuðning frá þeim, en ekki heldur frá framlögðum gögnum, þ. á m. framlögðu læk nisvottorði og myndskeiðum úr 15 búkmyndavél. Þá byggir hann á því að framburður lögreglumanna hafi verið með nokkrum ólíkindablæ, m.a. miðað við aðstæður í greint sinn. Einnig vísar hann til þess að eigi hafi verið notaður fullnægjandi búnaður í greint sinn, þ.e. svonefndur Eyewitness - búnaður. Ákærði byggir loks á því að saknæmisskilyrði 18. gr. hegningarlaganna skorti um háttsemi hans. Þá byggir ákærði á því að verði dæmt áfelli í máli hans verði hann eigi sakfelldur fyrir brot gegn fyrrgreindri 2. mgr. 218. gr. hegningarlagnanna. Við aðalmeðferð málsins skoðaði dómari ásamt sakflytjendum lögreglubifreið þá sem kom við sögu í máli þessu. Þá er til þess að líta að margnefnd myndskeið úr búkmyndavél lögreglu voru sýnd við meðferð málsins fyrir dómi, en efni þe irra var staðfest af nefndum lögreglumönnum, nr. 9307 og nr. H1372. Óumdeilt er í máli þessu að nefndir lögreglumenn hlýddu í greint sinn neyðarkalli þá er þeim barst beiðni um að fara með hraði á heimili ákærða og fjölskyldu hans síðdegis þann 1. apríl 2 019. Liggur og fyrir að ákærði sætti handtöku í beinu framhaldi af komu lögreglumannanna á vettvang og jafnframt að hann var þá leiddur í handjárnum, með hendur fyrir aftan bak, og berfættur í lögreglubifreið þar sem honum var komið fyrir í aftursæti fyrir framan framfarþegasætið. Einnig liggur fyrir að við þessar aðstæður hafi lögreglumaður nr. H1372 komið sér fyrir í aftursætinu við hlið ákærða, en að lögreglumaður nr. 9307 hafi aftur á móti sest undir stýri, og að hinn síðarnefndi hafi þá verið með kveik t á margnefndri búkmyndavél, sem hafði verið fyrirkomið á brjóstkassa hans. Margnefnd upptaka og myndskeið úr nefndum upptökubúnaði er rétt tæplega 29,30 mínútur að lengd. Upptakan sýnir að mati dómsins allvel atvik máls við heimili ákærða, en einnig að hl uta til það sem gerðist inni í lögreglubifreiðinni, og er þessi þáttur hennar í heild um 11 mínútur. Verður byggt á þessu sönnunargagni í málinu. Sú takmarkaða atburðarás sem hér að framan hefur verið rakin er í samræmi við þau myndskeið sem sjá má af uppt ökum úr nefndri búkmyndavél. Að áliti dómsins verður skýrlega ráðið af myndskeiðunum að ákærði hafi er atvik máls gerðust verið verulega ölvaður, og verður það lagt til grundvallar. Þessu til viðbótar verður að virtum lýstum gögnum og vitnisburðum hér að framan lagt til grundvallar að ákærði hafi verið í andlegu ója fnvægi, og að svo hafi m.a. verið ástatt eftir að hann hafði verið leiddur inn í lögreglubifreiðina. 16 Með trúverðugu vætti vitna, þ. á m. nefndra lögreglumanna, en einnig að virtum nefndum myndskeiðum, er að áliti dómsins lögfull sönnun fram komin um að ák ærði hafi er atvik gerðust verið ofurölvi. Að virtum þessum gögnum verður einnig lagt til grundvallar að ákærði hafi við komu lögreglumannanna verið harla æstur og óstöðugur í sinni og að hann hafi við þessar aðstæður sætt handtöku fyrir utan heimili sitt. Loks liggur fyrir að ákærði var í þessum ham eftir að hann hafði verið leiddur inn og vistaður í lögreglubifreiðinni. Sú atburðarás sem sjá má og heyra í nefndum myndskeiðum eftir þetta er að áliti dómsins í ágætu samræmi við áðurrakta frásögn vitnisins B , en hefur einnig ágæta stoð í framburði nefndra lögreglumanna. Verður þannig ráðið af upptökum, m.a. á mínútu 4:43, að lögreglumaður nr. 9307 hafi á þeirri stundu setið í ökumannssæti lögreglubifreiðarinnar, en á sama tíma hafi hann átt í viðræðum við fo reldra ákærða, vitnið B , en einnig vitnið C , sem á þeirri stundu virðast vera rétt fyrir utan bifreiðina. Í framhaldinu má heyra í upptökunni að vitnið B virðist vera að reyna að ræða við ákærða, en að hann hafi þá brugðist við með háreysti, en einnig ítre kuðum hótununarorðum um að berja frá sér. Gengur á þessu samkvæmt upptökunni allt þar til á mínútu 6:43. Á myndupptökuskeiði má á þeirri stundu sjá að myndavélin, sem fest var á lögreglumanninn nr. 9307, kippist til, en á sama tíma er nafn ákærða kallað up að lögreglumaður nr. 9307 fer út úr bifreiðinni, en síðan heyrist hann ítrekað hafa orð á því að ákærði hefði sparkað í höfuð hans. Jafnframt má sjá að lögreglumaðurinn setur fótabensli á ákærða og ásakar hann um nefndan verknað, sem þá svarar fyrir sig og kallar lögreglumanninn hálfvita. Í framhaldi af þessum samskiptum má heyra orðaskipti mi llum lögreglumannsins og vitnisins B þar sem sá fyrrnefndi áréttar orð biðja ákærða um að h alda ró sinni, en að auki heyrist þegar vitnið greinir lögreglumönnunum frá símanúmeri sínu. Að því búnu má sjá á upptökunni að lögreglumennirnir aka frá heimili ákærða og fjölskyldu hans, en það gerist á 11. mínútu upptökunnar. 17 Að álit dómsins er frambu rður nefndra lögreglumanna skýr og trúverðugur. Þá hefur framburður þeirra stoð í framangreindum mynd - og hljóðupptökum úr búkmyndavél. Loks hefur framburður þeirra, að öllu verulegu, stoð í áðurröktu læknisvottorði. Að áliti dómsins hnekkja önnur gögn eð a framburður eigi nefndum sönnunargögnum, og þá m.a. að virtu ákvæði 126. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þegar ofangreint er virt í heild er að áliti dómsins eigi varhugavert að telja nægjanlega sannað að ákærði hafi gerst sekur um að hafa spa rkað berfættur í höfuð lögreglumannsins nr. 9307, sem þá var við skyldustörf sín, líkt og nánar er lýst í ákæru. Háttsemi þessi þykir varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga. Að virtum nefndum gögnum þykir aftur á móti eigi nægjanlega sannað að á kærði hafi í greint sinn einnig sparkað í háls lögreglumannsins og verður hann því sýknaður af þeirri háttsemi. Eins og atvikum er háttað þykir háttsemi ákærða eigi varða við 2. mgr. 218. gr. sömu laga og verður hann því sýknaður af þeirri háttsemi. IV. Á kærði, sem er fæddur árið , hefur samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins ekki áður gerst brotlegur við lög, sem áhrif hefur á refsingu hans. Ákvarða ber refsingu ákærða m.a. með hliðsjón af alvarleika málsins, sbr. 1. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegnin garlaga nr. 19/1940, og þykir hún hæfilega ákveðin 90 daga fangelsi. Er til þess að líta að ákærði getur ekki með réttu borið fyrir sig ölvunarástand eða réttlætt gjörðir sínar með þeim hætti, sbr. 17. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Fyrir liggur að ákærði hefur að undanförnu átt við vanheilsu að stríða, en hefur líkt og fram kom við aðalmeðferð málsins að undanförnu leitað sér viðeigandi aðstoðar. Að þessu virtu þykir fært að fresta fullnustu refsingar ákærða skilorðsbundið og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja, haldi hann almennt skilorð 57. gr. hegningarlaganna, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Að kröfu ákæruvalds, en einnig í ljósi málsúrslita, skal ákærði greiða sakarkostnað eins og nánar segir í dómsor ði. 18 Af hálfu ákæruvalds fór með málið Halldór Rósmundur Guðjónsson saksóknarfulltrúi. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í 90 daga, en fullnustu refsingarinnar skal frestað og falli hún niður að tveimur árum liðnum haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði 513.193 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. 2/3 hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Gísla M. Auðbergssonar lögman ns, sem í heild ákvarðast 711.140 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, en einnig greiði ákærði sama hlutafall af ferðakostnaði verjandans, sem ákvarðast í heild 56.100 krónur. Þá greiði ákærði einn útlagðan kostnað lögreglu við málareksturinn, að fjárhæð 1.700 krónur. 1/3 hluti málsvarnarlauna og ferðakosnaðar skipaðs verjanda ákærða samkvæmt ofansögðu greiðist úr ríkissjóði.