1 D Ó M U R Héraðsdóms Norðurlands vestra 3. maí 2019 í máli nr. S - 108/2018: Ákæruvaldið (Sigurður Hólmar Kristjánsson saksóknarfulltrúi) gegn X (Hannes Júlíus Hafstein lögmaður) I Mál þetta, sem tekið var til dóms 8. mars sl., er hö fðað af lögreglustjóran um á Norðurlandi vestra 22. október 2018 á hendur Natani Geir Guðmundssyni, fæddum , til heimilis að því að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 28. janúar 201 8 ekið bifreiði nni Ö suður Vesturlands veg um Holtavörðuheiði í Borgarbyggð of hratt miðað við aðstæður, þar sem myrkur var á vettvangi, þæfingsfærð og hálka, þar sem ákærði ók fram úr bifreiðinni Y við án þess að gæta nægilegrar aðgæslu við fr amúraksturinn þ annig að harður árekstur varð me ð bifreið ákærða og bifreiðinni Z sem ekið var í gangstæða átt með þeim afleiðingum að farþegi bifreiðarinnar Z , A , kt. , hlaut lítillega tilfært brot í Corpus sterni og litla subcutis mjúkpartaáverka í hæð við efri hluta pelvis. Telst brot ákærða varða við 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 og 1. mgr. 4. gr., 1. mgr. sbr. b. og h. liði 2. mgr. 36. gr. og a. og b. liði 2. mgr. 20. gr., sbr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50,1987. Þess er krafist að ákær ði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa Í málinu gerir Guðbjörg Benjamínsdóttir lögm. kröfu f.h. brotaþola A , kt. , um að ákærði verði dæmdur til að greiða brotaþola skaðabætur að fjárhæð samtals 1.000.000 króna, - , með vöxtum sa mkvæmt 8. gr. laga nr. 38,2001, um vexti og verðtryggingu, frá 28. janúar 2018 til birtingardags ákæru, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38, 2001 um vexti og verðtryggingu, til greiðsludags. Þ á er krafist má lskostnaðar að að fjárhæð kr. 40 2 Ákærði krefst aðallega sýknu en til vara vægustu refsingar sem lög framast heimila. Þá krefst hann þess aðallega að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi en til vara að krafan verði lækkuð verul ega og að brota þola verði gert að greiða honum málsko stnað að viðbættum virðisaukaskatti. Loks krefst ákærði þess að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun að viðbættum virðisaukaskatti og útlagður kostnaður verjand a. II Atvik mál s Sunnudagskvöldið 28. janúar 2018 var ð umferðaróhapp á Holtavörðuheiði en þar lenti bifreið sem ákærði ók til suðurs í árekstri við bifreið sem ekið var í gagnstæða átt. Í frumskýrslu lögreglu er akstursskilyrðum lýst þannig að það hafi ver ið ágætisveður, myrkur, snjóþekja á veginum og hálka og lítil umferð en færð er sögð vera þæfingur og aðstæður til aksturs því ekki góðar. Í skýrslu lögreglu er því lýst að á vettvangi hafi mátt sjá bifreiðina Ö hægra megin við veginn, ef horft er til norð urs, á keðjupla ni, sem er við veginn, og snúa til ves turs. Bifreiðin Z hafi verið vinstra megin þegar horft er til norðurs og farþegi í bifreiðinni hafi verið fastur í henni. Aftan við bifreiðina Z hafi bifreiðin Y verið. Tveir sjúkrabílar, læknir og tækja bifreið úr Borg arnesi hafi komið á vettvang. Eftir að búið var að ná farþega bifreiðarinnar Z úr bifreiðinni hafi hann verið fluttur á sjúkrahús. Lögregla tók skýrslur á vettvangi af ákærða og ökumönnum bifreiðanna Ö og Z . Haft var eftir vitninu B , sem ó k bifreiðinni Y , að hann hafi ekið bifreið sinni í su ðurátt á um 80 kílómetra hraða á klukkustund þegar hann varð þess var að ökumaður Ö ætlaði að aka fram úr honum en bifreiðin Ö hafi lent framan á bifreiðinni Z sem ekið var til norðurs. Að sögn vitnisins sá hann bifrei ðina sem kom úr gagnstæðri átt og reyn di af þeim sökum að vara ákærða við með því að gefa stefnuljós til vinstri. Haft var eftir vitninu D , sem ók bifreiðinni Z , að hann hafi verið á leið norður og ekið í hæfilegri fjarlægð á eftir strætó á um 80 til 90 kí lómetra hraða. Hann hafi séð tvær bifr eiðar koma á móti sér en ljós aftari bifreiðarinnar hafi verið nokkuð hægra megin við fremri bifreiðina. Hann hafi ekki áttað sig á því hvort bifreiðarnar voru í beygju eða hvort aftari bifreiðin var að taka fram úr. Þ egar hann síðan áttaði sig á því hvað var að gerast hafi hann náð að hægja ferð sína eitthvað en bifreiðarnar hafi skollið saman af miklu afli. Á vettvangi var einnig tekin skýrsla af vitninu D sem ók strætó á eftir bifreiðinni Z . Haft var e ftir vitninu að bifreiðinni Ö hafi verið ekið yfir á rangan vegarhelming og framan á bifreiðina Z . 3 III Framburður fyrir dómi Ákærði kvaðst hafa verið á leið suður á góðum bíl með sídrifi og á nýjum góðum dekkjum. Á Holtavörðuheiði, sem hann hafi margoft ek ið í öllum veðr um, hafi hann lent á eftir bíl sem að hans mati ók of hægt miðað við aðstæður en hann hafi verið á um 60 kílómetra hraða en hann sjálfur hafi fram að því ekið á um 80 til 90 kílómetra hraða. Þegar hann var kominn niður Biskupsbrekku hafi han n ætlað að taka fram úr á beinum og flötum kafla sem þar er en hann hafi séð bílljós í fjarska og þegar hann er að taka fram úr birtist skyndilega bíll á móti. Hann hafi þá reynt að aka út af veginum til að koma í veg fyrir árekstur en það hafi ekki tekist og bílarnir sk ollið saman. Ákærði bar að aðstæður ha fi verið þannig að það hafi snjóað lítillega og þá hafi verið smávægilegur snjór á veginum en hann mundi ekki hvort það var hálka. Ákærði gat ekki skýrt hvers vegna hann sá ekki bílinn sem kom á móti fyr r en raun varð á nema að vera kynni að ljós þeirrar b ifreiðar hafi ekki verið í lagi. Ákærði kvaðst ekki hafa séð nein merki frá bifreiðinni sem hann ók fram úr. Vitnið A var farþegi í bifreiðinni Z sem eiginmaður hennar ók og lenti í árekstri við bifreið ákærða. Vitnið taldi að bifreiðinni sem hún var í ha fi verið ekið á um 85 til 90 kílómetra hraða en að hennar mati var sá hraði eðlilegur miðað við aðstæður. Að sögn vitnisins voru þau hjónin búin að mæta nokkrum bílum þegar hún allt í einu sá bílljós bei nt fyrir framan sig. Aðspurð kvaðst hún ekki hafa séð nein ljósmerki frá öðrum bílum fyrir áreksturinn. Vitnið kvaðst hafa verið í öryggisbelti í þetta sinn eins og alltaf. Að sögn vitnisins voru afleiðingar árekstursins þær að hún hafi bringubeinsbrotnað, marist mikið, álsliða og þá hafi hún fengið mikinn svima sem hún þjáist enn af. Eftir slysið hafi hún verið í stöðugri sjúkraþjálfun, fyrst tvisvar í viku og síðar einu sinni. Þessi meðferð hafi beinst að tognun í hna kka. Þá hafi hú n hitt sérfræðing vegna svimans. Að sögn vitnisins hafði hún átt við svima að etja fyrir slysið en sviminn hafi aukist eftir slysið. Vitnið kvaðst ekki vita hvort hún hafi skollið á mælaborðið. C , eiginmaður brotaþola, kvaðst í greint sinn hafa lent á eft ir strætó við Bifröst og hann ekið á eftir honum á um 80 - 90 kílómetra hraða. Í sumar hafi hann séð aðstæður á vettvangi og tekið eftir því að við slysstaðinn sé plan fyrir flutningabíla og jafnframt að á þessum stað sé kvos á veginum. Þegar slysið varð haf i hann séð tvo bíla koma á móti sér og í fyrstu hafi hann talið að annar þeirra væri að koma út úr beygju og þess vegna sæi hann tvö ljós. Hann hafi síðan áttað sig á því að bílarnir voru hlið 4 við hlið. Hann hafi tekið eftir því að ljósin á bílnum sem var að taka fram úr vísuðu upp í brekkuna og þá hafi flogið í huga hans að bílstjóri þess bíls ætli sér að aka út af. Á þessum tíma hafi hann verið kominn út í hægri kant við stikurnar og hugsað með sér að ef bíllinn sem var að koma á móti færi út af veginum og hann líka þá myndi hann lenda á miðjum bílnum. Hann hafi þá ákveðið að fara meira inn á veginn og ætlað að taka þriggja bíla mætingu. Vera kunni að bifreiðin sem kom á móti hafi farið aðeins til baka inn á veginn en allt hafi þetta gerst á mjög skömmum tíma. Vitnið taldi að ljósin á bifreið hans hafi horfið þegar hann var í kvosinni og það sé ástæðan fyrir því að slysið varð. Vitnið lýsti aðstæðum þannig að það hafi verið snjókoma, svolítill skafrenningur, skyggni þokkalegt, snjór yfir öll u og hálka en e kki mikil. Að sögn vitnisins var ekki þæfingsfærð eins og hann myndi lýsa slíkri færð. Vitnið kvaðst ekki hafa tekið eftir því að ökumaður bifreiðarinnar sem tekið var fram úr hafi gefið einhver aðvörunarmerki. Að sögn vitnis voru hann og ei ginkona hans, s em var farþegi í bifreiðinni, bæði í öryggisbelti. Vitnið B , ökumaður bifreiðarinnar Y , kvaðst í greint sinn hafa verið á leið suður og ekið á 80 til 90 kílómetra hraða og taldi hann að sá hraði hafi verið í samræmi við aðstæður. Vitnið var spurt um framb urð sinn hjá lögreglu þar sem fram kemur að hann hafi ekið á um 80 kílómetra hraða og taldi vitnið að sá framburður væri réttur enda hafi hann munað þetta betur þegar sú skýrsla var gefin. Aðstæður hafi verið þannig að það var hálka og smásn jókoma en ekki blint en hann kvaðst ekki muna hvort það var skafrenningur. Þar sem slysið var sé útskot fyrir vörubíla en áður en komið er að því sé smáblindhæð. Vitnið taldi að hann hafi tekið eftir því að bíll var að koma á móti en hvort bílstjóri bifrei ðarinnar sem á eftir kom hafi tekið eftir því sé allt annað mál. Í hans huga hann hafi séð bjarma af ljósum í fjarlægð og þegar reynt var að taka fram úr honum hafi hann gefið stefnumerki til vinstri og kvaðst hann viss um að hafa gefið slíkt merki. Vitn ið D atvinnubíl s tjóri kvaðst hafa verið á leið norður frá Reykjavík til Akureyrar á 35 manna rútu með hóp af fólki. Snjór hafi verið á veginum og svolítil hálka. Hann hafi tekið fram úr bifreið og allt í einu hafi hann séð að tveir bílar komu á móti og ann ar þeirra hafi l ent framan á bifreið og litlu hafi munað að hann lenti í þessum árekstri líka. Hann kvaðst strax hafa farið að athuga með þá sem í bílunum voru og reynt að tryggja að fleiri bílar lentu ekki í óhappi þarna með því að setja upp aðvörunarþríh yrninga. Vitnið kvaðst ekki muna hvort farþeginn sem var í bifreiðinni sem var á norðurleið notaði öryggisbelti. Vitnið kvaðst ekki hafa tekið eftir því að 5 ökumaður bifreiðarinnar sem tekið var fram úr hafi gefið einhver aðvörunarmerki. Vitnið lýsti því að hann hafi séð f jögur ljós samsíða og þegar ökumaðurinn sem er að taka fram úr áttar sig á því að það muni ekki takast færi hann sig til vinstri. Vitnið kvaðst hafa ekið á milli 85 og 95 kílómetra hraða og hann hafi nálgast bifreiðina sem lenti í árekstrin um en það hafi v erið um 250 metrar frá honum í bílana sem lentu í árekstrinum þegar slysið varð. Vitnið kvaðst hafa verið svolítið hissa á því að frammúrakstur var reyndur á þessum stað að teknu tilliti til þess að hann var á stórum bíl með ljós í toppnum að framan. Vit n ið E lögreglumaður kom á vettvang í greint sinn ásamt lögreglumanninum F . Vitnið kvaðst ekki muna hversu langur tími leið frá því að útkall kom og þar til hann kom á vettvang en þau hafi þurft að aka um 50 kílómetra og það hafi verið gert í forgangsakstri . Vitnið bar að veður hafi verið ágætt, myrkur, mikil og lúmsk hálka og snjór á veginum og aðstæður til aksturs alls ekki góðar. Á vettvangi hafi ákærði virkað slæfður en hann hafi verið mjög rólegur. Eftir að lögreglumennirnir höfðu náð stj órn á vettvangi tók vitnið skýrslu af ákærða í hljóði og mynd í sjúkrabifreið sem kom á vettvang. Á vettvang hafi komið tækjabifreið úr Borgarnesi og þeir sem henni stjórnuðu hafi náð farþeganum út úr bifreiðinni sem var á norðurleið en hún hafi verið föst í bílnum. Vitn i ð kvaðst minna að farþeginn hafi verið í öryggisbelti. Að sögn vitnisins voru teknar ljósmyndir á vettvangi en vitnið mundi ekki til þess að eitthvað hafi verið athugavert við bifreiðarnar eða búnað þeirra en slíkt ætti þá að standa í skýrs lu sem rituð va r . Vitnið F lögreglumaður lýsti aðstæðum á vettvangi á sama hátt og vitnið E . Þá kvað hún aðstæður til aksturs hafa verið erfiðar þar sem snjór hafi verið á veginum og mikil hálka. Vitnið sagði að dekkjabúnaður bifreiðanna hafi verið skoðað ur á vettvangi e n hún mundi ekki til þess að nokkuð hafi verið athugavert við dekkin. Þá mundi hún ekki til þess að ljósabúnaður hafi verið skoðaður. Vitnið G læknir bar að hún hafi ekki tekið á móti brotaþola þegar hún kom á sjúkrahúsið en hún hafi hitt hana tveimur dö g um síðar. Vitnið lýsti því að brotaþoli hafi verið með lítið brot á bringubeini en við slíkum áverka sé engin sérstök meðferð. Þá hafi í fyrstu verið talið að hún væri með brotna hnéskel en svo reyndist ekki vera en brotaþoli hafi þjáðst af svima. Vitnið b ar að í skýrslu sem gerð var við komu brotaþola á spítalann sé merkt við að hún hafi verið með áverka sem gefa til kynna að hún hafi verið með öryggisbelti spennt við áreksturinn en hvort brotaþoli hafi verið 6 með beltið spennt geti hún ekki sagt til um. H a fi brotaþoli hins vegar ekki verið í öryggisbelti geti það hafa valdið áverkum hennar. Vitnið H sjúkraþjálfari lýsti því að brotaþoli hafi leitað til hans vegna mikils svima en hún hafi einnig verið stíf í mjóbaki, hnakka og herðum. Meðfe rð hans hafi sn ú ið að því að reyna að bæta þetta. Að sögn vitnisins hafi einkenni minnkað nokkuð við meðferðina og brotaþoli hafi náð nokkrum bata en hvort hún nái fullum bata geti hann ekki sagt til um. Vitnið greindi frá því að brotaþoli hafi verið í með ferð hjá honum á árinu 2017 vegna svima og vöðvabólgu í hálsi. Þeirri meðferð hafi verið hætt í desember 2017 og þá hafi ástand brotaþola verið nokkuð gott. Eftir slysið hafi ástand hennar hins vegar verið slæmt og taldi vitnið líklegt að slysið hafi orðið til þess að ás t and hennar versnaði. Að mati vitnisins ber brotaþoli einken ni þess að hún hafi orðið IV Niðurstaða Líkt og rakið er hér að framan er ákærða gefið að sök að hafa orðið valdur að umferðarslysi með því að sýna ekki nægjanlega aðgæslu við framúrakstur á þeim stað og við þær aðstæður sem lýst er í ákæru. Af hálfu ákæruvalds er á því byggt að með skýrslum lögreglu og framburði vitna sé fram komin lögfull sönnun um sekt ákærða. Ákærði byggir kröfur sínar á því að ákæra á hendur honum byggist, a.m.k. að hluta til, á röngum forsendum þar sem ákæruval dið byggi á því að aðstæður á vettvangi hafi verið mun verri en þær voru í raun. Ákærði hafnar því að brot hans varði við 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Nefnd lagagrein byggist á því að afleiðingar gáleysis séu þær að tjón verði á líkama eða heilbrigði sem falli undir 218. gr. eða 218. gr. a í sömu lögum. Brotaþoli hafi eingöngu hlotið mar og lítillega tilfært brot á Corpus sterni. Þessir áverkar séu minni háttar og hafi ekki krafist sérstakrar meðhöndlunar. Ákærði hafnar því að hann hafi sýnt af sér gáleysi og þá hafnar hann því jafnframt að afleiðingar slyssins séu með þeim hætti að þær falli undir 218. gr. almennra hegningarlaga. Byggir ákærði á því að akstur hans hafi verið í samræmi við aðstæður og hann gætt þeirrar varkárni sem af honum m átti ætlast. Af hálfu ákærða er á því byggt að einkaréttarkrafa sé vanreifuð og því beri að vísa henni frá dómi. Af framlögðum gögnum verði með engu móti hægt að staðreyna að brotaþoli hafi orðið fyrir miska vegna slyssins. Þá sé í kröfunni einnig vísað ti l væntanlegra fjárútláta brotaþola en miskabótum sé ekki ætlað að ná til þeirra. Verði 7 kröfunni ekki vísað frá dómi beri að hafna henni enda uppfylli krafan ekki skilyrði 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga í þá veru að ákærði hafi sýnt af sér gáleysi eða stórfe llt gáleysi sem leitt hafi til líkamstjóns brotaþola. Af dómaframkvæmd verði ráðið að til þess að gáleysi teljist stórfellt þurfi það að vera á mjög háu stigi en svo sé ekki í máli þessu og hvað þetta varðar beri brotaþoli sönnunarbyrði. Loks telur ákærði fjárhæð miskabótakröfunnar órökstudda og bendir á að gögn sýni að brotaþoli hafi þjáðst af svima í langan tíma fyrir slysið. Af gögnum málsins verður ráðið að slysið átti sér stað sunnudagskvöldið 28. janúar 2018 en ekki aðfaranótt þess dags líkt og í ákæ ru greinir en þetta er aukaatriði brots, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga um meðferð sakamála. Við úrlausn málsins verður lagt til grundvallar að aðstæður til aksturs hafi verið þokkalegar miðað við árstíma. Vitni sem komu fyrir dóminn voru í aðalatriðum sammála um að það hafi verið snjór á veginum, nokkur hálka og myrkur. Hins vegar var ekki þæfingsfærð líkt og í ákæru greinir. Þegar slysið varð var ákærði að taka fram úr bifreið sem ekið var á undan honum. Bar honum þá að gæta varúðar enda útsýn takmörkuð vegna myrkurs og þá var vegurinn háll, sbr. 4. gr., b - og h - liði 36. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Fyrir dóminum báru vitnin C og B að rétt sunnan við slysstaðinn sé lægð á veginum sem gæti hafa valdið því að ákærði sá ekki bifreiðina sem á móti kom. Að mati dó msins er ekki óvarlegt að leggja til grundvallar að aðstæður á vettvangi hafi verið með þessum hætti og af þeim sökum hafi ákærði ekki séð til bifreiðarinnar sem var næst honum af þeim sem á móti komu. Vitnið C sá hins vegar til bifreiðarinnar og reyndi að vara ákærða við með því að gefa stefnumerki til vinstri. Ekkert hefur komið fram í málinu sem bendir til þess að ljósabúnaði bifreiðarinnar Z hafi verið ábótavant en ljóst er að vitnið B sá til hennar og gerði sér grein fyrir því að hún var það nálægt að framúrakstur var ekki mögulegur. Það er því niðurstaða dómsins að ákærði hafi við framúraksturinn, að teknu tilliti til aðstæðna, sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og verður hann sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er í ákæru gefin að sök og þar réttileg a fært til refsiákvæða hvað brot gegn umferðarlögum varðar. Af gögnum málsins verður ráðið að við áreksturinn hlaut brotaþoli lítillega tilfært brot á bringubeini auk mjúkpartaáverka svo sem í ákæru greinir. Brotaþoli og vit n ið C , eiginmaður hennar, báru b æ ði að brotaþoli hafi verið með öryggisbelti spennt. Þessi framburður þeirra fær stoð í vottorði sem ritað var við komu hennar á bráðamóttöku en þar segir að við skoðun á kvið hafi hún verið með áverka á neðri 8 kvið sem samræmast áverka eftir öryggisbelti e n þessu er lýst svo í vottorðinu: ber hún því ekki nokkra ábyrgð á þeim áverkum sem h ú n hlaut. Við áreksturinn brotnaði bringubein brotaþola og er sá áverki slíkur að brot ákærða er í ákæru réttilega talið varða við 219. gr. almennra hegningarlaga. Að öllu þessu virtu er ákærði sakfelldur fyrir háttsemi þá sem í ákæru greinir og þar er rét t ilega heimfærð til refsiákvæða. Við ákvörðun refsingar ákærða er horft til þess að hann er tvítugur að aldri og hefur ekki áður sætt refsingu. Refsing hans þykir hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga en refsingin bundin skilorði eins og í dómsorði greinir. Með hliðsjón af niðurstöðu málsins ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Samkvæmt framlögðu yfirliti sækjanda féll ekki sakarkostnaður á málið við rannsókn þess hjá lögreglu. Verður ákærða því gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, Ha n nesar J. Hafstein lögmanns, sem þykja að teknu tilliti til umfangs málsins og þess tíma sem fór í ferðalag verjanda hæfilega ákveðin 620.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Þessum kostnaði til viðbótar er síðan ferðakostnaður verjandans að fjárhæð 6 6 .000 krónur svo og ferðakostnaður vitna að fjárhæð 34.980 krónur. Brotaþoli hefur krafist greiðslu miskabóta úr hendi ákærða líkt og í ákæru greinir. Krafan er reist á 26. gr. skaðabótalaga og kemur því eingöngu til álita að dæma brotaþola miskabætur úr h endi ákærða. Slysið verður rakið til stórkostlegs gáleysis ákærða í skilningi a. liðar 26. gr. skaðabótalaga og eru því efni til að dæma hann til að greiða brotaþola miskabætur sem þykj a, að virtum þeim gögnum sem fyrir liggja um afleiðingar brotsins, hæf i lega ákveðnar 2 5 0.000 krónur með vöxtum eins og í dómsorði greinir. Þá verður ákærði dæmdur til að greiða brotaþola 2 5 0.000 krónur í málskostnað við að halda kröfu sinni fram hér fyrir dómi, sbr. 3. mgr. 176. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Af há lfu ákæruvaldsins sótti mál þetta Sigurður Hólmar Kristjánsson, saksóknarfulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan að gættum ákvæðum 184. gr. laga um meðferð sakamála. Dómsorð: 9 Ákærði, X , s æti fangelsi í 30 daga en fullnustu refsingarinnar er frestað og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa. Ákærði greiði 720.980 krónur í sakarkostnað, þar með talin 620.000 króna málsvarnarl aun verjanda síns , Hannesar J. Ha fstein lögmanns. Ákærði greiði brotaþola, A , 2 5 0.000 krónur í miskabætur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 28. janúar 2018 til 8. nóvember 2018 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6 . gr., sbr. 9. gr ., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði brotaþola 2 5 0.000 krónur í málskostnað. Halldór Halldórsson