Héraðsdómur Norðurlands eystra Ú rskurður 10. júlí 2020 Mál nr. E - 403/2019: G.V.gröfur ehf. Stefán Geir Þórisson lögmaður gegn Akureyrar bæ Árni Pálsson lögmaður Úrskurður Mál þetta var dómtekið 15. maí sl. Málið var höfðað á ótilgreindum degi í nóvember 2019 og þingfest 28. nóvember 2019. Stefnandi er G.V. Gröfur ehf., [...] , Frostagötu 4 a, Akureyri og stefndi Akureyrarbær, [...] , Geislagötu 9, Akureyri. Stefnandi krefst þess að viðurkennd verði skylda stefnda til greiðslu sérstakrar greiðslu til stefnanda samkvæmt ákvæði 3.6.2. í ÍST 30:2012 vegna aukins kostnaðar hans á tímabilinu 8. maí til 13. júní 2018 og 26. ágúst til 30. september 2018 sem leiddi af þeirri breytingu stefnda á verkinu Naustahverfi VII Hagar; gatnagerð og lagnir, að b anna lokun Kjarnagötu þann 8. maí 2018. Þá krefst hann þess að stefndi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af kröfum stefnan da og að stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar. I Stefndi, Norðurorka hf., Míla ehf. og Tengir hf. buðu í sameiningu út verk við gatnagerð og lagnir í Naustahverfi á Akureyri í nóvember 2017. Á grundvelli útboðsins gerðu framantaldir aðilar, sem verkkaupi, og stefnandi sem verktaki með sér verk - samning 24. janúar 2018. Samkvæmt 1. gr. samningsins var um að ræða gatnagerð, fráveitu - , neysluvatns, - raf - og samskiptal agnir í nýbyggingu Hagahverfis í Naustahverfi VII á Akureyri. Í 2. gr. samningsi ns segir að verkið skuli unnið í samræmi við samninginn Útboðslýsing í útboðs - samningsins. Tekið er fram a ð gögnin séu hluti samningsins. Samkvæmt 4. gr. skyldi Í maí 2018 reis ágreiningur með aðilum um hvort loka mætti Kjarnagö tu. Stefnandi vildi loka götunni og byggði á að það ætti stoð í útboðs - og verklýsingu og vísaði til þess að hjáleið um Naustabraut og Wilhelmínugötu væri tilbúin. Stefndi krafðist þess hins vegar að Kjarnagata yrði opin og vísaði þar meðal annars til verk áætlunar sem var hluti samnings aðila, þar sem gert var ráð fyrir að framkvæmdir við Kjarnagötu 2 hæfust um miðjan ágúst. Gatan var opin til 13. júní 2019, en þá hafði stefndi lokið við gerð göngu stígs með hjáleiðinni. K refst stefnandi þess að stefndi bæti honum aukinn kostnað sem af hann kveður hafa hlotist af því að ekki var samþykkt að hafa Kjarnagötu lokaða frá 8. maí 2019 . II Stefnandi vísar til ákvæðis 1.0.7 í útboðs - og verklýsingu verksins, en samkvæmt henni sky ldi Kjarnagötu á milli Elísabetarhaga og Wilhelmínugötu lokað eftir að Nausta - braut og Wilhelmínugata væru tilbúnar og þær yrðu nýttar sem hjáleið á verktíma. Stefnandi hafi lokið við gerð Naustabrautar og Wilhelmínugötu 30. apríl 2018 og ætlað að halda ve rkinu áfram í samræmi við verksamning og halda Kjarnagötu milli Elísabetar - haga og Wilhelmínugötu lokaðri áfram og hefja vinnu við Kjarnagötu. Kjarnagötu hafi verið lokað um miðjan apríl 2018 á meðan hjáleiðin hafi verið tengd við götuna. Með tölvubréfum stefnda til stefnanda 8. og 9. maí 2018 hafi stefndi komið í veg fyrir að stefnandi gæti haldið verkinu áfram eins og fyrirhugað hafi verið með því að banna lokun Kjarnagötu, að því er virðist vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum sem reka þjónustu í Kjarnask ógi. Stefndi hafi sett það skilyrði að Kjarnagata skyldi vera opin fyrir alla umferð þar til búið væri að útbúa göngustíg meðfram hjáleiðinni. Þetta inngrip hafi falið í sér breytingu á verki í skilningi ákvæðis 3.6.2 í ÍST 30:2012, enda hafi fyrirmælin fa rið gegn ákvæði 1.0.7 í útboðs - og verklýsingu. Þetta hafi valdið stefnandi auknum kostnaði og tjóni. Í samræmi við ákvæði 3.6.2 í ÍST 30:2012 verði stefndi að bera aukinn kostnað sem af breytingunni hafi hlotist. Stefnandi vísar til þess að mat hans hafi verið að ekki væri öruggt að opna Kjarnagötu fyrir umferð þar sem um hafi verið að ræða hættulegt vinnusvæði, ekki síst fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Þá hafi stefndi sett það skilyrði fyrir lokun Kjarnagötu að göngustígar yrðu útbúnir á hjáleiði nni þrátt fyrir að skiladagur þess verks væri, samkvæmt útboðs - og verklýsingu, ekki fyrr en 15. desember 2019. Stefnandi byggir á að það inngrip stefnda að banna lokun á Kjarngötu hafi falið í sér breytingu á verkinu í skilningi ákvæðis 3.6.2 í ÍST 30:20 12 staðlinum. Stefnandi hafi ekki getað unnið í Kjarnagötu frá því í maí 2018 þar til um miðjan júní sama ár. Því hafi ekki náðst að grafa annað en það sem nauðsynlegt hafi verið til að ljúka áfanga 1B fyrir frí starfsmanna með þeim afleiðingum að ekki haf i verið búið að grafa fyrir þeim hluta Kjarnagötu og þeim lögnum sem hefja átti vinnu við um leið og starfsmenn komu úr fríi í ágúst 2018. Stefndi hafi því 8. - 13. maí 2018 og 26. ágúst til 30. september 2018 verið með 2 - 4 verkamenn á fullum launum vegna in ngrips stefnanda, án þess að geta nýtt þá í verk sem skiluðu tekjum. Þá hafi vélar og tæki staðið ónotuð á sama tíma, sem stefnandi hafi gert ráð fyrir að yrðu notuð í verkið í Kjarnagötu. Stefnandi byggir á að ótvírætt sé að inngrip stefnda í framkvæmd v erksins hafi farið þvert gegn ákvæði 1.0.7 í útboðs - og verklýsingu. Því beri stefnda að greiða þann aukna kostnað sem af breytingunni hafi hlotist og krefst viðurkenningar á þeirri skyldu. Stefnandi hafnar þeirri fullyrðingu stefnda að stefnandi hafi ekki átt að hefja framkvæmdir við Kjarnagötu fyrr en í ágúst 2018. Samkvæmt grein 1.0.7 í útboðs - og verklýsingu, sem stefndi hafi samið, hafi átt að loka Kjarnagötu í kjölfar þess að hjáleið 3 um Wilhelmínugötu og Naustabraut væri tilbúin. Þá segi í ákvæði 0.1. 4 í útboðs - og ákvæði í útboðs - og verklýsingu að gilda framar ákvæðum í verkáætlun um tímasetningu. Verkáætlun sé í eðli sínu síbreytileg, eins og leiði meðal annars af ákvæði 3.3.2 í ÍST 30:2012, en útboðs - og verklýsing myndi ramma utan um verkið og lýsi því í hvaða röð verkið skuli unnið. Samkvæmt ákvæði 0.1.2 í útboðs - og verklýsingu s é tiltekið að verkskil áfanga 1A (Wilhelmínugata og Naustagata) séu 1. maí 2018 og stefnda hafi því ekki geta dulist að eftir 1. maí 2018 yrði Kjarnagötu lokað fyrir umferð. Stefnandi vísar að auki til þess að fram að þessu hafi tímasetningar verkáætlunar aðeins verið til viðmiðunar þegar um hafi verið að ræða að annar hvor aðila hafi viljað flýta verki, og áætlunin hafi því riðlast mjög án athugasemda frá aðilum. Skilyrði stefnda um að klára þá strax göngustíg meðfram Naustabraut og Wilhelmínugötu hafi ekk i aðeins farið gegn ákvæðum útboðs - og verklýsingar heldur einnig verkáætlun. Samkvæmt framangreindu eigi stefnandi rétt á sérstakri greiðslu úr hendi stefnda vegna aukins kostnaðar sem af breytingu verksins hafi leitt, samkvæmt ákvæði 3.6.2 í ÍST 30:2012, og krefst stefnandi þess að greiðsluskylda stefnda verði viðurkennd með dómi. III Stefndi kveður kröfugerð stefnanda óljósa og of víðtæka til að hægt sé að taka hana til greina. Við mat á því hvort viðurkenningarkrafa samræmist 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 hafi verið litið til þess hvort taka megi kröfu óbreytta eða lítið breytta upp í dómsorð en erfitt sé að sjá fyrir sér dómsorð sem hljóði um að stefnda beri að greiða sérstaka greiðslu til stefnanda. Krafan sé einnig afmörkuð í tíma sem ekki sé sér staklega rökstuddur og hún því vanreifuð að því leyti. Stefndi vísar til þess að krafa stefnanda sé í eðli sínu krafa um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Stefnandi þurfi því að gera grein fyrir í hverju hin skaðabótaskylda háttsemi fólst og tengsl þeirrar háttsemi við ætlað tjón stefnanda. Þetta sé ekki reifað í stefnu. Þá telur stefndi kröfugerð stefnanda fela í sér lögspurningu þannig að til greina hljóti að koma að vísa málinu frá dómi. Stefndi kveður ekki rétt að stefndi hafi bannað lokun Kjarnagötu. Í grein 1.0.7 í útboðs - og verklýsingu segi að óheimilt sé að loka götum nema í samráði við stefnda. Aðilar hafi verið í samskiptum vegna Kjarnagötu í byrjun maí 2018 þar sem fulltrúi stefnda hafi óskað eftir því að gatan yrði opin, enda verið gert ráð fyrir því í verkáætlun stefnanda. Stefndi hafi byggt ákvörðun sína á skýru ákvæði í útboðs - og verklýsingu og rangt sé að tala um að hann hafi bannað lokun götunnar. Stefnandi vísar til þess að stefndi hafi skilað verkáætlun þar sem tímasetning framkvæmdanna hafi verið útfærð. Þar hafi verið gert ráð fyrir að meginhluti fram - kvæmda við Kjarnagötu hæfist í viku 33, um miðjan ágúst. Í grein 0.1.6 í útboðsgögnum komi fram að verkáætlun sé hluti af verksamningi aðila og einnig í 2. gr. verksamnings aðila. Verkáætl unin sé bindandi og verði ekki breytt einhliða af öðrum samning s aðila. Í grein 3.3.1 í ÍST 30:2012 komi fram að ef verktaki semji verkáætlun sem verkkaupi samþykki verði hún hluti verksamnings. Samkvæmt grein 3.3.2 þurfi aðila r að semja um breytingar á ver káætlun en það sé ekki á færi annars aðila samningi að breyta henni. 4 Stefndi kveðst ekki hafa fallist á að Kjarnagötu yrði lokað fyrr en gert hafi verið ráð fyrir í verkáætlun en komið fram hjá honum að með því að klára stíga við Naustabraut og Wilhelmínu braut væri hægt að fallast á lokun götunnar. Þetta hafi verið tillaga stefnda til að koma til móts við óskir stefnanda um breytingar á verkáætlun. Ástæður stefnda fyrir því að vilja halda Kjarnagötu opinni væru að vinsælasta útivistarsvæði Akureyri sé sunn an við götuna og lokun hennar hefði torveldað mjög aðkomu að svæðinu. Stefndi hafi því haft málefnalegar ástæður fyrir því að halda götunni opinni. Stefndi kveðst ekki fallast á að hann hafi breytt framkvæmd verksins með því að fallast ekki á beiðni stefn anda um að breyta verkáætlun eða fallast ekki á að loka Kjarna - götu. Í grein 0.5.3 í útboðs - og verklýsingu sé ákvæði um breytingar á verki og vísað til 1.2.19 og 1.2.5 í ÍST 30:2012 um auka - og viðbótarverk. Með breytingu á verki sé átt við að magn aukist umfram það sem gert hafi verið ráð fyrir eða að á verktíma komi upp verk sem ekki hafi verið gert ráð fyrir í verksamningi. Byggir stefndi á að stefnandi hafi krafist þess að framkvæmd verksins yrði breytt. Stefnandi hafi í verkáætlun gert ráð fyrir að fr amkvæmdir við Kjarnagötu yrðu í lok heildarverksins þannig að ómögulegt sé að fallast á að stefndi hafi breytt verkinu. Loks vísar stefnandi til þess að ekki verði ráðið af gögnum málsins við hvaða tímamörk í dómkröfu stefnanda miði. IV Við málflutning va r meðal annars fjallað um hvort vísa bæri málinu frá ex officio. Að framan eru rakin rök stefnda í greinargerð fyrir því að vísa eigi málinu frá dómi þó þess hafi ekki verið krafist. Við málflutning mótmælti stefnandi því að vísa ætti málinu frá. Krafa han s sé reist á 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 og hún uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til kröfugerðar í viðurkenningar málum. Vísaði stefnandi til þess að þó ekki væri um kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu að ræða væri þetta eðlislíkt slíkri kröfu. greind í grein 3.6.2 í ÍST 30:2012.Varðandi sönnun þess að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni er vísað til þess að hann hafi verið með menn á launum sem hafi verið verkefnalausir vegna ák vörðunar stefnda um að banna honum að loka Kjarnagötu og vélar hafi af þeim sökum staðið ónotaðar. Nóg sé leiða líkur að því að stefnandi hafi haft aukinn kostnað af breytingum á verkinu, sama hversu lítill kostnaðurinn sé. Stefnandi vísar til skjals þar s em hann hefur áætlað kostnað vegna launa starfsmanna og tapaðra vélatíma á þeim tímabilum er stefnu krafan tilgreinir. Verði fallist á dómkröfuna sé unnt að fá dómkvaddan matsmann til að meta þennan aukna kostnað stefnanda. V ðurkennd verði skylda stefnda til greiðslu sérstakrar greiðslu til stefnanda samkvæmt ákvæði 3.6.2. í ÍST 30:2012 vegna aukins kostnaðar hans á tímabilinu 8. maí til 13. júní 2018 og 26. ágúst til 30. september 2018 sem leiddi af þeirri breytingu stefnda á verkinu Naustahverfi VII Hagar; gatnagerð og lagnir, að 5 kostnaðar sem af breytingu leiðir. Leiði breyting til lægri kostnaða r á verkkaupi Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 er heimilt að leita dóms um viðurkenningu á skaðabótaskyldu án tillits til þess hvort unnt sé að leita dóms sem fullnægja mætti með aðför. Viðurkenningark rafa stefnanda er eðlislík slíkri kröfu. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefur verið lagt til grundvallar að beiting þessarar heimildar sé háð þeim skilyrðum að sá sem mál höfðar leiði nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni og geri grein fyrir í hve rju það felist og hver séu tengsl þess við atvik máls. Stefnandi byggir á því að vegna þess að stefndi hafi ekki heimilað lokun Kjarnagötu í maí 2019 hafi hann ekki getað haldið verkinu áfram eins og hann hafði ætlað. Því hafi hann verið með menn á launum án verkefna , og vélar sem ætlaðar hefðu verið í verkið hafi staðið óhreyfðar bæði 8. maí til 13. júní og aftur eftir að sumarleyfum starfsmanna hans lauk. Lagði hann fram útreikninga um tjón að fjárhæð rúmlega 10,4 milljónir króna vegna launa verkamanna o g verkstjóra og vélatíma. Í verkáætlun sem stefnandi gerði og er hluti samnings aðila var gert ráð fyrir að vinna við Kjarnagötu hæfist um miðjan ágúst. Það er álit dómsins að stefnandi hafi ekki rökstutt nægilega að orsakatengsl séu á milli ákvörðunar ste fnda og þess að menn stefnanda hafi ekki haft næg verkefni á tilgreindum tímabilum og vélar hans ekki nýst. Hefur hann þannig ekki með umfjöllun sinni leitt nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni sem rakið verði til ákvörðunar stefnda þannig að hann hafi lögvarða hagsmuni af því að fá leyst úr þessari kröfu fyrir dómi, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Verður máli þessu því vísað frá dómi. Samkvæmt þeirri niðurstöðu og 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnanda gert að greiða stefnd a málskostnað eins og greinir í úrskurðarorði. Arnbjörg Sigurðardóttir settur héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Gætt var ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Úrskurðaror ð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, G.V. Gröfur ehf. greiði stefnda, Akureyrarbæ, 600.000 krónur í málskostnað.