Héraðsdómur Suðurlands Dómur 11. nóvember 2020 Mál nr. S - 497/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi ( Ólafur Hallgrímsson fulltrúi ) g egn Hólmfríð i Ósk Guðbjörnsdótt ur ( Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem þingfest var 8. október sl., og dómtekið fimmtudaginn 5. nóvember sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi þann 19. ágúst sl., á hendur Hólmfríði Ósk Guðbjörnsdóttur, [...] fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, seint að kvöldi laugardagsins 9. maí 2020, ekið bifreiðinni [...] inn á bifreiðastæði við sundlaugina á Borg í Grímsnes - og Grafningshreppi svipt Teljast brot ákærðu varða við 1. mgr., sbr. 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr. umferðarlaga nr. 77, 2019, sbr. 1. mgr. 95. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar, til að sæta sviptingu ökuréttar frá 20.03.2021 að telja samkvæmt 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77, 2019 og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærð a kom fyrir dóminn þann 5. nóvember sl., ásamt Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lögmanni, sem skipaður var verjandi ákærðu að hennar ósk. Ákærð a viðurkenndi skýlaust að hafa g erst sek um þá háttsemi sem h enni er gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játningar ákærð u og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning h ennar væri sannleikanum samkvæm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr . laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að aðilum hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærð a hefur gerst sek um þá háttsemi sem h enni er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. 2 Ákærð a hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærð a þrívegis áður sætt refsingu í öllum tilvikum vegna umferðarlagabrota. Þann 20. september 2019 var ákærðu gerð sekt vegna ölvunaraksturs og hún jafnframt svipt ökurétti í átján mánuði, frá þeim degi að telja. Þann 29. nóvember 2019, var ákærðu gerð sekt v egna aksturs svipt ökurétti. Þá var ákærðu þann 22. apríl 2020 gerð sekt vegna aksturs svipt ökurétti. Ákærða er nú meðal annars fundinn sek um ölvunarakstur og er það brot hennar ítrekað. Þá er ákærða nú í þriðja sinn fundinn sek um akstur svipt ökurétti. Refsing ákærð u er hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Með vísan til dómvenju þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til 4. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , skal ákærð a jafnframt greiða 290 .000 krónur í sekt til ríkiss jóðs, innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa, en sæta ella fangelsi í 2 0 daga. Með vísan til 99. og 101 gr. umferðarlaga nr. 77/2019 , ber að svipta ákærð u ökurétti í 5 ár, frá 20. mars 2021 að telja . Með vísan til 235 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærð u til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem nemur samkvæmt yfirliti lögreglu samtals 120.573 kr. , auk þóknunar skipaðs verjanda síns sem er hæfilega ákveðin 137.640 kr. að teknu tilliti til virðisaukaskatts og ferðakostnað verjanda 13.680 kr. Sólveig Ingadóttir, löglærður aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærð a , Hólmfríður Ósk Guðbjörnsdóttir, sæti fangelsi í 30 daga. Ákærða greiði jafnframt 290.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa en sæti ella fangelsi í 20 daga. Ákærða er svipt ökurétti í fimm ár, frá 20. mars 2021 að telja. Ákærða greiði sakarkostnað samtals, 271.893 krónur, þar af nemur þóknun skipaðs verjanda, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns, 137.640 k rónum að teknu tilliti til virðisaukaskatts og ferðakostnaður verjanda 13.680 krónum. Sólveig Ingadóttir.