Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 14. desember 2020 Mál nr. E - 3257/2020 : Verkfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag tölvunarfræðinga og Lyfjafræðingafélag Íslands ( Halldór Kr. Þorsteinsson lögmaður ) g egn í slenska ríki nu ( Einar Karl Hallvarðsson lögmaður ) Dómur Mál þetta , sem var tekið til dóms 7. desember sl., var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Verkfræðingafélagi Íslands, Engjateigi 9, Reykjavík, Stéttarfélagi tölvunarfræðinga, Engjateigi 9, Reykjavík og Lyfjafræðingafélag i Íslands , Safnatröð 3 , Seltjarnarnesi , á hendur íslenska ríkinu , fyrir hönd Landspítala , með stefnu birtri 19. maí 2020. Stefnendur krefjast þess að viðurkennt verði með dómi að aðgerð stefnda í febrúar 2020, þar sem félagsmönnum stefnenda sem störfuðu hjá stoðeiningum stefnda var sagt upp samningum um yfirvinnu á föstum forsendum, hafi falið í sér hópuppsagnir í skilningi laga nr. 63/2000. Þá krefjast stefnendur málskostnaðar úr hendi stefnda . S tefndi krefst sýkn u af öllum kröfum stefnenda og að stefnendum verði gert að greiða stefnda málskostnað samkvæmt mati dómsins. I Stefnendur eru stéttarfélög verkfræðinga, tölvunarfræðinga og lyfjafræðinga á Íslandi. Félagsmenn í öllum félögum eru á með al starfsmanna hjá stoðeiningum Landspítala , hér eftir LSH. Með bréfi LSH frá 14. febrúar 2020, var samningum um yfirvinnu á föstum forsendum sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara. Í staðinn voru starfsmönnum boðnir nýir og tímabundnir samningar um yfirvinnu á föstum forsendum. Hinn 20. febrúar 2020 voru starfsm önnum stoðeininga hjá LSH kynntar fyrirhugaðar aðgerðir LSH , sem myndu fela í sér að samningar um fasta yfirvinnutíma yrðu teknir til endu rskoðunar og myndu þeir framvegi s vera tímabundnir. Breytingin 2 myndi leiða til þess að starfsmenn stoðeininga yrðu lækkaðir í launum um allt að 3,5%, þó þannig að starfsmenn sem fengju undir 700.000 kr. í mánaðarlaun myndu ekki taka launalækkun , en launalæ kkun annarra starfsmanna myndi taka mið af fjárhæð launa. Í kynningunni kom fram að öllum fastlaunasamningum yrði sagt upp. Í staðinn yrðu starfsmönnum boðnir aðrir ráðningarsamningar þar sem föst yfirvinna gilti til eins árs. Þessar fyrirhuguðu aðgerðir LSH , sem voru hluti af aðhaldsaðgerðum spítalans , tóku til 319 starfsmanna, óháð stéttarfélögum og var yfirvinnutímum fækkað hjá 113 starfsmönnum. Af þessum 319 starfsmönnum tók aðgerðin til 26 félagsmanna stefnanda, Verkfræðingafélags Íslands . Þar af var yfirvinnutímum fækkað hjá 14 þeirra. Hjá stefnanda, Stéttarfélagi tölvunarfræðinga , tók aðgerðin til fjögurra félagsmanna . Þar af fækkaði yfirvinnutímum hjá þremur þeirra. Í tilviki stefnanda, Lyfjafræðingafélags Íslands tók aðgerðin til tveggja félagsmann a, og fækkaði yfirvinnutím um hjá þeim báðum. Hinn 25. febrúar 2020 sendu stefnendur fyrirspurn til LSH þar sem óskað var eftir upplýsingum um uppsagnirnar og hvort stefndi teldi að þær féllu undir ákvæði laga nr. 63/2000 um hópuppsagnir. Í svari frá 26. f ebrúar 2020 kom fram að aðgerðirnar fælu að mati LSH ekki í sér uppsagnir á ráðningarsamningum starfsmanna . Því ættu lög um hópuppsagnir nr. 63/2000 ekki við. Um væri að ræða hóflega fækkun yfirvinnutíma á föstum forsendum hjá tilteknum starfsmönnum, sem h efðu notið slíkra ráðningarkjara umfram kjarasamningsbundin kjör. Þá var tekið fram að í framkvæmd væri ríkisstofnunum heimilt að segja upp samningum um yfirborganir án þess að í því fælust uppsagnir á ráðningarsamningum. Þá var bent á að samkvæmt 19. gr. laga nr. 70/1996 hefðu ríkisstofnanir heimild til að breyta störfum án þess að slíkt yrði talið uppsögn á ráðningarsamningi. Loks sagði í svarinu að aðrar stofnanir hefðu áður þurft að grípa til áþekkra aðgerða án þess að fram hefðu komið athugasemdir um a ð gengið væri á svig við ákvæði laga nr. 63/2000. Hinn 11. mars 2020 sendu stefnendur forstjóra LSH og heilbrigðisráðherra erindi þ ar sem þeirri afstöðu var lýst, að í aðgerðunum fælust hó p uppsagnir í skilningi laga nr. 63/2000. Því bæri stefnda að fylgja málsmeðferðarreglum laganna, þ.m.t. III. kafla um tilkynningar til Vinnumálastofnunar. Eins og segir í 1. mgr. 8. gr. laganna skulu hópuppsagnir fyrst taka gildi 30 dögum eftir að slík tilk ynning berst Vinnumálastofnun. Stefnda væri frjálst að skera niður í starfsmannahaldi ef hann teldi það nauðsynlegt en framkvæmd uppsagna mætti ekki brjóta gegn lögbundnum málsmeðferðarreglum. Hinn 31. mars 2020 barst svar LSH og ítrekun á sjónarmiðum han s. Þar var því haldið fram að samningar um fasta yfirvinnu væru ekki hluti af eiginlegum ráðningarsamningum starfsmanna. Því fæli uppsögn á fastri yfirvinnu ekki í sér uppsögn á ráðningarsamningunum sjálfum. Í bréfinu var vísað til þess að aðgerði r nar væru ekki nýmæli. Starfsmenn hefðu yfirleitt sýnt slíkum aðgerðum skilning og ekki gert 3 athugasemdir við þær. Þá hefði svo fáum starfsmönnum verið sagt upp samningum um fasta yfirvinnu að lög um hópuppsagnir ættu ekki við í málinu. Með vísan til þessa væri það afstaða stefnda að lög um hópuppsagnir ættu ekki við um aðgerðirnar. Stefnendur eru ósammála túlkun stefnda og höfða því mál þetta. II Stefnendur byggja á því að með uppsögnum á yfirvinnu á föstum forsendum í febrúar 2020 hafi stefndi skert launakjör þei rra félagsmanna stefnenda, sem uppsagnirnar beindust gegn. Jafnvel þótt aðgerðirnar feli ekki í sér uppsagnir á ráðningarsamningum umræddra starfsmanna í heild sé allt að einu verið að segja upp hluta launakjara og bjóða félagsmönnum stefnenda ný og lakari kjör. Þetta sé gert með uppsagnarbréfi og að teknu tilliti til hefðbundins uppsagnarfrests. Það sé ekki hægt að sundurliða ráðningarkjör hvers og eins starfsmann s, þannig að vinnuveitanda sé heimilt að segja upp hluta ráðningarkjara, án þess að slíkt teljist fela í sér uppsögn á ráðningu í heild. Aðgerðirnar fel i þar af leiðandi í sér uppsögn á ráðningarsamningi hvers og eins starfsmanns. Stefnendur byggja á því að a ðgerðirnar uppfylli skilyrði laga nr. 63/2000 um fjölda starfsmanna til að teljast vera hópuppsagnir. Í c - lið 1. mgr. 1. gr. laganna segir að lögin gildi þegar að minnsta kosti þrjátíu starfsmönnum sé sagt upp á 30 daga tímabili í fyrirtækjum sem venju lega hafa 300 starfsmenn eða fleiri í vinnu. Í bréfi stefnda frá 31. mars 2020 kemur fram að um 130 starfsmönnum hafi verið boðin breyting á samningum um fasta yfirvinnu, sem í langflestum tilvikum hafi falið í sér fækkun fastra yfirvinnutíma. Stefnendur t elja hafið yfir allan vafa að fleiri en þrjátíu starfsmönnum hafi verið sagt upp fastri yfirvinnu í aðgerðum stefnda í febrúar. Samkvæmt síðustu skilagreinum séu samtals 83 félagsmenn í félögum stefnenda starfandi á stoðeiningum hjá stefnda. Stefnendur by ggja á því að þar sem aðgerðir stefnda fel i í sér hópuppsagnir í skilningi laga nr. 63/2000, sbr. c - lið 1. mgr. 1. gr. laganna, séu þær tilkynningarskyldar til Vinnumálastofnunar, sbr. 7. gr. laganna. Í slíkri tilkynningu skul i koma fram allar upplýsingar sem skipta máli um fyrirhugaðar hópuppsagnir og um samráð skv. 5. og 6. gr. laganna, einkum ástæður uppsagnanna, hve mörgum starfsmönnum standi til að segja upp, hve margir starfsmenn séu að jafnaði í vinnu og á hvaða tímabili uppsagnirnar eigi að taka gil di. Þá sk uli atvinnurekandi skila fulltrúa starfsmanna afriti af tilkynningunni, sbr. 2. mgr. 7. gr. laganna. Hópuppsagnir tak i fyrst gildi þrjátíu dögum eftir að tilkynning skv. 7. gr. laganna berst Vinnumálastofnun, sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna. Slík tilk ynning h afi ekki enn borist. Samkvæmt þessu hafa umræddar uppsagnir enn ekki tekið gildi að lögum. S tefnendur halda því ekki fram að stefnda sé ekki frjálst að segja starfsfólki upp störfum, telji hann uppsagnir nauðsynlegar til að koma til móts við kröfu r um sparnað 4 eða hagræðingu. Málatilbúnaður þeirra sn úi hins vegar að því að lögbundinna réttinda starfsmanna sé gætt þegar gripið sé til slíkra aðgerða. Eins og þetta mál sé búið hefur stefndi ekki virt rétt starfsmanna við hópuppsagnir, þ.m.t. um tilkynn ingu til Vinnumálastofnunar, þótt aðstæður og lög hafi krafist þess. Fjárhagsleg áhrif viðurkenningar á því að um hópuppsagnir hafi verið að ræða, séu þau að uppsagnir og tilheyrandi launalækkanir taka ekki gildi fyrr en þrjátíu dögum eftir að stefndi sendir tilkynningu til Vinnumálastofnunar um hópuppsagnir á starfsmönnum. Í kjölfar viðurkenningardóms myndu félagsmenn stefnenda, sem uppsagnir bitna á, geta krafist leiðréttingar launa fram til þess að uppsagnir séu framkvæmdar með réttum hætti og í samræmi við ákvæði laga nr. 63/2000. III Stefndi hafnar því að lög um hópuppsagnir nr. 62/2000 eigi við í málinu. Markmið þeirra laga sé að veita starfsmönn um ákveðna vernd gegn uppsögnum , þ.e. að tryggja meðalhóf við þær með því að tryggja samráð um leiðir til þess að koma eftir atvikum í veg fyrir þær. Auk þess sn úi markmið laganna að því að leggja þær skyldur á atvinnurekanda að tilkynna stjórnvöldum vinnu markaðsmála, þ.e. Vinnumálastofnun, fyrir fram um uppsagnir starfsmanna, þannig þau geti gripið til viðeigandi ráðstafana. Samkvæmt gildissviði laga nr. 63/2000 um hópuppsagnir eiga lögin við þegar atvinnurekandi segir upp hóp i af starfsmönnum, að uppfyllt um tilteknum tölulegum viðmiðum, og ástæðan fyrir uppsögninni tengist ekki ákveðnum einstaklingum og uppsagnirnar eiga sér stað á 30 daga tímabili, sbr. 1. gr. laganna. framkvæmda samkvæmt ráðningarsamningum sem gerðir eru til ákveðins tíma eða vegna sérstakra verkefna nema slíkar uppsagnir eigi sér stað áður en þeir samningar renna . Jafnframt gilda þau ekki þegar starfsemi fyrirtækis stöðvast vegna dómsúrsku rðar, sbr. 3. gr. laganna. Sakarefni málsins snýr að opinberum starfsmönnum, ríkisstarfsmönnum. Túlka verð i lög nr. 6 3 /2000 þannig að þau nái ekki til tilvika eins og hér um ræðir þar sem ekki var um ráðningarslit að ræða. Ber því að sýkna stefnda. Verndarhagsmunir þeir sem lögunum er ætlað að verja, snúa að tilkynningum og samráði við trúnaðarmenn stéttarfélaga, sbr. II. kafl a laganna, og um skyldu til að tilkynna Vinnumálastofnun, sbr. III. kafla þeirra. Stefnendur hafa ekki rökstutt hvaða tilgang það hefði að hafa samráð við trúnaðarmann stéttarfélags eða tilkynna Vinnumálastofnun um breytingu á starfskjörum þegar ekki er um ráðningarslit að ræða. Stefndi byggir í fyrsta lagi á því að í engu þeirra tilvika sem málsóknin snýr að hafi starfsmanni LSH verið sagt upp störfum þannig að ráðningarsambandi væri slitið. Lög nr. 63/2000 eiga einungis við um það þegar ráðningarsambandin u í heild er sagt upp 5 og ráðningu þannig slitið. Þegar af þessum ástæðum áttu lögin nr. 63/2000 ekki við. Stefndi mótmælir því eindregið að aðgerðir þær sem um er deilt hafi falið í sér uppsögn á ráðningarsamningi hvers og eins starfsmanns. Ekkert í gögnum málsins styður þá niðurstöðu. Þessu til skýringar vísast meðal annars til 19. gr. starfsmannalaga en samkvæmt því ákvæði sé starfsmanni skylt að hlíta breytingum á störfum sínum og verksviði frá því er hann tók við starfi. Starfsmaður get i kosið að segja upp starfi sínu vegna slíkra breytinga, enda skýri hann ráðherra eða forstöðumanni frá því innan eins mánaðar frá því að breytingarnar voru tilkynntar honum. Ef breytingarnar hafa í för með sér skert launakjör starfsmanns eða réttindi skal hann halda óbrey ttum launakjörum og réttindum þann tíma sem eftir er af skipunartíma hans í embætti eða jafnlangan tíma og réttur hans til uppsagnarfrests er samkvæmt ráðningarsamningi, sbr. 46. gr. Af framangreindu ákvæði, sem og íslenskri dómaframkvæmd , leiðir að ákvörð un skv. 19. gr. felur ekki í sér uppsögn á ráðningarsamningi starfsmanns þó að tekið sé tillit til uppsagnarfrests skv. ráðningarsamningi, feli breytingarnar í sér skert launakjör. Að mati stefnda sé óumdeilt að framangreind heimild brjóti ekki í bága við tilskipun nr. 98/59/EB og þar með ekki í bága við lög nr. 63/2000 um hópuppsagnir. Stefndi mótmælir þeirri málsástæðu stefnanda sem rangri, að aðgerð LSH, sem hafi falið í sér endurmat á föstum yfirvinnutímum tiltekinna starfsmanna, falli undir lög nr. 63 /2000. Stefndi mótmælir einnig þeirri málsástæðu stefnanda sem rangri , að ekki sé hægt að sundurliða ráðningarkjör hvers og eins starfsmanns þannig , að vinnuveitanda sé heimilt að segja upp hluta ráðningarkjara, án þess að slíkt teljist fela í sér uppsögn á ráðningu í heild. Ljóst sé af fyrirliggjandi gögnum að þeir starfsmenn sem aðgerð LSH tók til hafi ekki verið sagt upp störfum í heild heldur hafi aðgerðin falist í því að endurmeta þörf fyrir hina keyptu yfirvinnutíma sem hverjum og einum starfsmanni eru greiddir. Greinarmunur sé á greiðslu lögbundinna og samningsbundinna kjara vegna þess starfs sem viðkomandi starfsmaður er ráðinn til annars vegar, og greiðslu fyrir yfirvinnu vegna starfsins, hins vegar. Um yfirvinnu sé fjallað í kafla 2.3 í kjarasamn ingum stefnenda. Þar segir í gr. 2.3.1 að yfirvinna tel ji st sú vinna, sem fram fari utan tilskilins daglegs vinnutíma eða vaktar starfsmanns svo og vinna, sem innt sé af hendi umfram vikulega vinnutímaskyldu þótt á dagvinnutímabili sé. Í framkvæmd h afi ver ið litið svo á að minni möguleikar á yfirvinnu telj i st ekki til skertra launakjara eða réttinda, enda séu möguleikar á yfirvinnu ekki hluti af lögbundnum eða samningsbundnum kjörum starfsmanns. Jafnframt, með afnámi greiðslna fyrir yfirvinnu, losnar viðkom andi undan þeim starfskvöðum sem þeim fylg i. Þessu til hliðsjónar vís i st t.d. til dóms Hæstaréttar í málinu nr. 92/2002. Yfirvinnan sé því ekki föst í hendi þar sem hún sé háð utanaðkomandi þáttum sem hafi krafist kvaða í formi vinnuframlags utan hefðbundi ns 6 vinnutíma. Í framkvæmd haf i sumar stofnanir borgað yfirvinnutíma með föstum hætti til þess að mæta þessum utanaðkomandi þáttum sem öllu jafna séu breytilegir og séu ekki fastir í hendi. Í slíku samkomulagi ber i vinnuveitandinn, eftir atvikum, hallann af því, þ.e. ef fullu vinnuframlagi er ekki sinnt. Auk þess ber i vinnuveitanda , hafi hann óskað sérstaklega eftir því, að greiða fyrir yfirvinnu fari vinnuframlagið sem krafist sé umfram hina föstu tíma. Í þessu felst ákveðið hagræði fyrir báða aðila, þ.e. að fyrir liggi ákveðið mat vegna utanaðkomandi þátta, sem ekki séu hluti lögbundinna og samningsbundinna kjara sem starfsmenn fá greitt fyrir í samræmi við það starfshlutfall sem þeir séu ráðnir til. Hér verði að hafa í huga að það sé háð ákvörðun yfirmanns hversu mikil yfirvinna er unnin, sbr. 17. gr. laga nr. 70/1996. Að teknu tilliti til alls framangreinds , og þeirrar staðreynd ar að fjöldi yfirvinnutíma séu ekki hluti af lögbun dnum og samningsbundnum kjörum , hafi það að mati stefnda verið óheppilegt af hálfu LSH að nota orðið uppsögn í þeirri aðgerð sinni er sneri að því að fækka hóflega föstum yfirvinnutímum hjá tilgreindum fjölda starfsmanna. Þannig séu samningar um yfirvinnu á föstum forsendum sérstakir samningar sem ekki séu hluti af eiginlegum ráðningarsamningum. Með réttu hefði LSH ekki þurft að segja viðkomandi yfirvinnutímum upp heldur hefði nægt að tilkynna starfsmönnum um endurmat á hinum föstu yfirvinnutímum, sem ekki séu fastir í hendi og ekki séu hluti af lögbundnum og samningsbundnum kjörum þeirra. Í ljósi þess að um sértækt samkomulag um fasta yfirvinnu hafi verið að ræða hefði þó verið rétt, í samræmi við vandaða stjórnendahætti, að líta til hins almenna uppsagna r f rests við gildistöku aðgerðarinnar um fækkun fastra yfirvinnutíma. Þrátt fyrir framangreinda annmarka breytir það ekki afstöðu stefnda til sakarefnisins. Að mati stefnda falla tilkynningar um fækkaða yfirvinnutíma ekki undir lög nr. 63/2000 um hópuppsagnir . Aftur á móti rúmast, að mati stefnda, slík aðgerð innan heimildar sem starfsmannalög og kjarasamningar mæla fyrir um. Jafnframt sé á því byggt að aðgerðir hafi komið til í svo fáum tilfellum í tilviki hvers stefnanda að ekki geti verið um hópuppsagnir að ræða í skilningi nefndra laga. IV Ágreiningur málsins lýtur að því , að stefnendur telja að uppsögn á samningi félagsmanna stefnenda og LSH, á yfirvinnu á föstum forsendum , sem hafi leitt til lakari kjara fyrir þá , hafi fa l ið í sér hópuppsögn sem falli undir lög nr. 63/2000 um hópuppsagir. Ágreiningslaust er að uppsagnir þessar hafi ekki falið í sér uppsagnir á ráðningarsamningi í heild sinni og þar með slitið ráðningarsambandinu. Þá mótmæla stefnendur því ekki að LSH sé frj álst að segja starfsfólki upp störfum, séu ráðstafirnar nauðsynlegar til að koma til móts við kröfur um sparnað eða hagræðingu. Hins vegar 7 halda stefnendur því fram að það verði að gæta að lögbundnum réttind um starfsmanna , þar með talið ákvæðum laga nr. 63 /2000 um hópuppsagnir. Lög nr. 63/2000 um hópuppsagnir kveða ekki berum orðum á um það , hvort þau gildi einungis þegar ráðningarsambandi vinnuveitenda og starfsmanns er slitið. Í I. kafla laga um hópuppsagnir nr. 63/2000 er fjallað um gildissvið laganna. Samkvæmt 1. gr. eiga lögin við þegar atvinnurekandi segir upp hóp i af starfsmönnum, ástæðan fyrir uppsögninni tengist ekki ákveðnum einstaklingum og uppsagnirnar eiga sér stað á 30 daga tímabili . Þá ver ð a tiltekin töluleg markmið , sbr. a - c lið i 1. mgr. gre inarinnar að vera uppfyllt. Samkvæmt 1. ml. 2. gr. laganna gilda lögin ekki um hópuppsagnir sem koma til framkvæmda samkvæmt ráðningarsamningum sem gerðir eru til ákveðins tíma eða vegna sérstakra verkefna nema slíkar uppsagnir eigi sér stað áður en þeir s amningar renna út eða verkefni lýkur . Jafnframt gilda þau ekki þegar starfsemi fyrirtækis stöðvast vegna dómsúrskurðar, sbr. 3. gr. laganna. Í II kafla laganna er fjallað um upplýsingar og samráð og í 5. gr. er lög ð sú skylda á atvinnurekanda að hafa samráð við trúnaðarmann stéttarfélaga , eða annan starfsmann sem valinn hefur verið , sé trúnaðarmanni ekki til að dreifa, áformi atvinnurekandi hópuppsagnir. Jafnframt skal atvinnurekandi vegna samráðs aðila skv. 5. gr. láta trúnaðarmann , eða þann sem valinn hefur verið, í té upplýsingar sem tilgreindar eru í a - f liðum 6. gr. Þær upplýsingar skulu síðan samkvæmt 3. mgr. 6. gr. sendar Vinnumálastofnun. Í III . kafla laganna er fjallað um tilkynningar til Vinnumálastofnunar, en sú skylda er lögð á atvinnurekendu r að tilkynna Vinnumálastofnun um fyrirhugaðar uppsagnir. Vinnumálastofnun starfar samkvæmt lögum nr. 55/2006 um vinnumarkaðsaðgerðir og lögum nr. 54/2006 um atvinnu leysistryggingar. Helstu verkefni Vinnumálastofnunar er u að halda skrá yfir laus störf, annast skráningu atvinnulausra, útreikninga og greiðslu atvinnuleysisbóta og fleira. Stefnendur hafa í engu rökstutt hvaða tilgang það hefði að hafa samráð við trúnaðarmann stéttarfélags , sbr. 5. gr. laganna um hópuppsag nir. Þá hefur í engu verið rökstutt hvert hlutverk Vinnumálastofnunar væri í tilviki félagsmanna stefn e nda og hvernig sú stofnun ætti að bregðast við vegna allt að 3,5% lækkunar yfirvinnu félagsmanna stefnenda sem ákveðin er á föstum forsendum. Með vísan til ákvæða laga um hópuppsagnir nr. 63/2000 sem og athugasemd a með frumvarpi að lögunum telur dómurinn að hópur starfsmanna verð i að missa vinnuna , þ.e. að ráðningarsambandi atvinnurekanda og starfsmanna hafi verið slitið , til þess að lögin eigi við. Það d ugi ekki að hluta af ráðningarkjörum sé sagt upp eða breytt eins og í því tilfelli sem hér um ræðir. Þá breytir það hér engu þó að LSH hafi sent 8 14. febrúar 2020 og tekið tillit til hefðbundins uppsagnarfrests. Þessi atriði geta ekki orðið til þess að lög um hópuppsagnir gildi, svo sem skilja verður málflutning stefnenda . Aðgerðir LSH í febrúar 2020 v oru liður í viðamiklum aðhaldsaðgerðum í rekstrinum og hafa stefnendur lýst því yfir í stefnu að þeir andmæli ekki uppsögnum sem séu nauðsynlegar til að koma til móts við kröfur um sparnað eða hagræðingu. Með vísan til þess sem að framan greinir b er að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnenda. Samkvæmt 130. gr. laga um meðferð einkamála ber hverjum stefnanda um sig að greiða stefnda 200.000 kr. í málskostnað. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýknað af kröfum stefnenda, Verkfræðinga félag s Íslands, Stéttarfélags tölvunarfræðinga og Lyfjafræðingafélags Íslands . Verkfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag tölvunarfræðinga, og Lyfjafræðingafélag Íslands, greiði hver um sig stefnda , íslenska ríkinu , 200.000 kr. í málskostnað. Sigrún Guðmundsdóttir (sign.)