Héraðsdómur Suðurlands Dómur 11. nóvember 2020 Mál nr. S - 501/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi ( Ólafur Hallgrímsson fulltrúi ) g egn Fannar i Smár a Guðmundss yni ( Bjarni Hólmar Einarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið fimmtudaginn 5. nóvember sl., er höfðað með tveimur ákærum útgefnum af lögreglustjóranum á Suðurlandi, annars vegar ákæru dagsettri 27. ágúst 2020, og hins vegar ákæru dagsettri 7. október 2020, á hendur Fannari Smár a Guðmundssyni, [...]. Mál nr. S - 657/2020, var þingfest sama dag og sameinað máli þessu, með vísan til 1. mgr. 169. gr . laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Með ákæru lögreglustjórans á S uðurlandi, dagsettri 27. ágúst sl., var mál höfðað á hendur ákærða , fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, að kvöldi laugardagsins 1. ágúst 2020, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti um Biskupstungnabraut við Svínavatn í Grímsnes - og Grafningshreppi. Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 58. gr. umferðarlaga nr. 7 7, 2019, sbr. 1. mgr. 95. gr. nefndra umferðarlaga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi, dagsettri 7. október sl., var mál höfðað á hendur ákærða, fyrir umfe rðarlagabrot 2 með því að hafa, sunnudaginn 23. ágúst 2020, ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti um Biskupstungnabraut við Torfastaði í Bláskógabyggð. Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 58. gr. umferðarlaga nr. 77, 2019, sbr. 1. mgr. 95. gr. nefndra umferðarlaga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði mætti við þ ingfestingu máls þessa , ásamt Bjarna Hólmari Einarssyni, lögmanni, sem skipaður var verjandi ákærða að hans ósk. Va r mál S - 657/2020 þá sameinað máli þessu, líkt og áður greinir. Ákærði viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í báðum ákæruskjölum. Með vísan til skýlausrar játningar ákærð a og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að drag a í efa að játning hans væri sannleikanum samkvæm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála , eftir að aðilum hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Um málavexti vísas t til ákæruskjal a. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í báðum ákærum, eins og henni er lýst hér að framan, og þar þyki r rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæm t framlögðu sakavottorði dagsettu 9. nóvember sl., hefur ákærði sex sinnum áður sætt refsingu. Þann 21. nóvember 2018 var ákærða gerð sekt vegna aksturs sviptur ökurétti. Þá var ákærði þann 19. desember sl., fundinn sekur um skjalabrot, ölvunarakstur og ak stur sviptur ökurétti, og honum gert að sæta fangelsi í 60 daga, en fullnust u helmings refsingarinnar var frestað skilorðsbundið í tvö ár. Þá var ákærða jafnframt gerð sekt og hann sviptur ökurétti ævilangt. Loks var ákærði þann 19. október sl., fundinn se kur um akstur sviptur ökurétti og honum gert að sæta fangelsi í 90 daga. Var þá dæmd upp refsing framangreinds skilorðsdóms. Brot það sem ákærði er nú sakfelldur fyrir er framið fyrir uppkvaðningu síðastgreinds dóms og verður ákærða því nú dæmdur hegningar auki , með vísan til 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að öðru leyti hefur sakaferill ákærða ekki áhrif við ákvörðun refsingar í máli þessu. 3 Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Með vísan til 235 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakark ostnaðar, sem er þóknun skipaðs verjanda hans og er hæfilega ákveðin 137.640 kr. að teknu tilliti til virðisaukaskatts og ferðakostnað verjanda 13.680 kr. Sólveig Ingadóttir, löglærður aðstoðarmaður dóm ara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Fannar Smári Guðmundsson , sæti fangelsi í 30 daga . Ákærði greiði sakarkostnað samtals 151.320 krónur, sem er þóknun skipaðs verjanda, Bjarna Hólmars Einarssonar lögmanns, 137.640 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts og ferðakostnaður verjanda, 13.680 krónur. Sólveig Ingadóttir.