Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 11. mars 2020 Mál nr. E - 3/2019 : Þorsteinn Ragnar Leifsson ( Andrés Már Magnússon lögmaður) g egn db. Kerstin Hiltrud Roloff, (Stefán Ólafsson lögmaður) Dómur Mál þetta var höfðað 8. janúar 2019 og 9. apríl 2019 og dómtekið 16. janúar sl. Stefnandi er Þorsteinn Ragnar Leifsson, Byrgisskarði, Skagafir ð i. Stefnda er db. Kerstin Hiltrud Roloff, Bakkakoti, Skagafirði. Dómkröfur Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði að landamerki milli Byrgisskarðs, landnúmer 146147 og Bakkakots, landnúmer 146146 séu með þessum hætti: Norðurmerkin eru að láginni utan v ið Byrgismel. Úr vörðu nyrst á melnum (X: 538144,41 Y: 496966,82) í beina s tefnu á stóran stein á dalbrúninni (X: 538728,85 Y:496427,23) þá í sömu stefnu niður á melbrún þá, sem liggur langs eftir dalnum ofan við veginn, (X: 538905,32 Y: 496073,79) sömu stefnu eftir þessari melbrún (í gegnum punkt X: 53951,86 Y: 495516,83) í st efnu norðvestur að punkti (X: 539788 Y: 495057) við Jökulsá. Austurmerki býlisins eru eftir dalbrúninni frá punkti X: 538144,41 Y: 496966,82 og í stefnu að punkti X: 537641,85 Y: 496966,82. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefndu samkvæmt málsko stnaðaryfirliti og að við ákvörðun málskostnaðar verði tekið tillit til virðisaukaskatts. Stefnda krefst þess aðallega, að viðurkennt verði að landamerki milli Bakkakots, landnúmer 146146 og Byrgisskarðs, landnúmer 146147, liggi í stefnu frá punkti sem ne fndur er Suðurlandamerki (537487N og 496724A) að steini (538159N og 496541A), þaðan að vörðustæði (538148N og 495726A), þaðan í Lágina (538155N og 495700A, þaðan í Melbrún 1 (538222N og 495590A), þaðan í Melbrún 2 (538304N og 495548A), þaðan í Melbrún 3 ( 538360N og 495500A) og þaðan í stefnu að aðalkröfu 1 (538617N og 495242A). 2 Til vara krefst stefnda þess að viðurkennt verði að landamerki milli nefndra jarða liggi í stefnu frá punkti sem nefndur er Suðurlandamerki (537487N og 496724A) að steini (538159N o g 496541A), þaðan að vörðustæði (538148N og 495726A), þaðan í Lágina (538155N og 495700A, þaðan í Melbrún 1 (538222N og 495590A), þaðan í Melbrún 2 (538304N og 495548A), þaðan í Melbrún 3 (538360N og 495500A) og þaðan í stefnu að varakröfu 1 (538654N og 49 5247A). Í báðum tilfellum krefst stefnda málskostnaðar úr hendi stefnanda og að við ákvörðun hans verði tekið tillit til þess að stefnda er ekki virðisaukaskattskyld. II Stefnandi höfðaði mál þetta upphaflega á hendur stefndu og Halldóri Val Leifssyni sem þá átti fjórðungs hlut í óskiptri jörðinni Bakkakoti. Eftir að málið var höfðað keypti stefnandi hlut Halldórs Vals sem frá þeim tíma átti ekki aðild að málinu. Stefnda höfðaði síðar mál á hendur stefnanda vegna landamerkja milli jarðanna. Málin snérust b æði eingöngu um kröfur aðila varðandi það hvar merki jarðanna liggja og voru málin því sameinuð. Endanlegar dómkröfur aðila taka mið af þessu. Stefnda Kerstin lést í lok síðasta árs og hefur dánarbú hennar tekið við rekstri málsins en fram hefur verið lagt leyfi til einkaskipta á dánarbúinu. Vettvangsgan g a fór fram í ágúst á síðasta ári. III Í lok september 1950 afsalaði Sveinn Sigurðsson eigandi Bakkako ts syni sínum Sigurjóni til fullrar eignar og umráða landi undir nýbýli úr landi Bakkakots. Í afsalinu er því lýst að landið undir nýbýlið sé tekið sunnan af landi Bakkakots. Landamerkjum og því sem afsalað var Býli þetta er tekið sunnan af landi Bakkakots. Suðurmerki þess eru núverandi landamerki Bakkakots og Bjarnastaðahlíða r. Vesturmerkin eru Jökulsá. Norðurmerkin eru að láginni utan við Byrgismel. Úr vörðu nyrst á melnum í beina stefnu á stóran stein á dalbrúninni, þá sömu stefnu niður á melbrún þá, sem liggur langs eftir dalnum ofan við veginn, sömu stefnu eftir þessari me lbrún norðvestur á Jökulsá. Austurmerki býlisins eru eftir dalbrúninni. Ennfremur fær býlið til eignar allan jarðhita þann sem til er í landi jarðarinnar Bakkakot, að því undanskyldu, að eigandi þess er skyldu r að láta af hendi nægjanlegt heitt vatn til að hita upp eitt íbúðarhús í Bakkakoti og til þvotta, þó ekki 1 einn sekundu líter. Kalt vatn fær býlið rétt til að taka úr læk þeim, sem er ofan við Bakkakotsbæ, og leiða heim í íbúðarhús býlisins, ef staðset n ing þess v e rður þanni g að það henti vel fyrir þa ð. Fjárbeit hefur býlið eftir þörfum 3 Deila aðila snýst um það hvernig skilja beri landamerkjalýsinguna sem rakin er hér að framan. Ekki er ágreiningur um suður - og vestur merki, þ.e. að vestan ræður Jökulsá vestari og að sunnan landamerki við Bjarnastaðahlíð. Leifur Hreggviðsson fæddur 1935, faðir stefnanda og eiginmaður stefndu Kerstin eignaðist Byrgisskarð 1985 en á þeim tíma átti hann einnig Bakkakot og hafði að mestu bú ið þar frá 1949. Leifur lést í águst 2018. Leifur ritaði lýsingu á merkjum jarðanna sem var staðfest af sýslumanninum á Norðurlandi vestra 4. júní 2018 . Búnaðarbanki Íslands eignaðist Byrgisskarð og seldi hana síðan í febrúar 2003 til stefnanda sem er ein n eigandi þeirrar jarðar. Í lok árs 2000 afsalaði Leifur fjórðungi Bakkakots til stefnanda og fjórðungi til Halldórs Vals sonar síns. Á sama tíma afsalaði hann hálfri jörðinni til eiginkonu sinnar, stefndu Kerstin. Líkt og áður greinir keypti stefnandi fjó rðung Bakkako ts af bróður sínum eftir að mál þetta var höfðað og er jörðin nú því til helminga í óskiptri sameign aðila máls þessa. Í febrúar 2004 var 15.170 fermetra spildu skipt úr landi Bakkakots sem nú kallast Bakkakot land en þar stendur íbúðarhús. St ofnskjal vegna þessa var undirritað af aðilum máls þessa og Halldóri Val. Síðar sama ár afsöluðu stefnandi og Halldór Valur sínum hluta spildunnar til stefndu. Á árinu 2017 óskuðu eigendur Bakkakots, stefnandi, stefnda og Halldór Valur, eftir leyfi til nið urrifs á gamla bænum í Bakkakoti. Leyfið var veitt en snemma árs 2018 óskaði stefnandi eftir því að leyfið yrði afturkallað með þeim rökum að gamli bærinn í Bakkakoti væri í raun í Byrgisskarðslandi. Svo virðist sem á árinu 2016 hafi verið gerð sátt hjá sý slumanni varðandi hluta merkja Bakkakots, Bústaða og Bjarnastaðahlíðar og mögulega Byrgisskarðs. Bústaðir er næsta jörð austan Bakkakot s og Bjarnastaðahlíð er sunnan Byrgisskarðs. Ekki hafa verið lögð fram gögn varðandi þessa sátt en til hennar vísað af há lfu aðila. IV Málsástæður og lagarök. Stefnandi byggir á því að dalbrúnin sem austurmerkin vísa til liggi á milli endastaurs á merkjum gagnvart Bjarnastaðahlíð við Byrgisklaufina, sem árið 2016 (þegar sátt var gerð um merki aðliggjandi jarða) var valin st aður utan við svokallaða Graslág í landi Bjarnastaðahlíðar og varðan sem tilgreind er í landamerkjalýsingu Byrgisskarðs sé á þeim stað sem merkt er LM 02 á fyrirliggjandi korti. Þá heldur stefnandi því fram að dalbrúnin sé augljós. Merkin liggi eftir dalbr úninni að vörðu sem skilgreind er í 4 og augljós. Þessu til stuðnings vísar stefnandi til þess að Merkjalækur, sem er á merkjum milli Byrgisskarðs (áður Bakkakots) og Bja rnastaðahlíðar falli innan merkjagirðingar sem nær upp á brún og er í landi Byrgisskarðs en ekki Bakkakots. Hvað norðurmerkin varðar vísar stefnandi til þess að þau liggi að láginni utan Byrgismela. Með þessu sé stefnu norðurmerkjanna lýst og að þau stefni að Graslág þeirri sem austurmerkin takmarkast við og fram kemur í landamerkjalýsingu Bjarnastaðahlíðar. Hvað staðsetningu Byrgismela varðar þá segi eftirfarandi í örnefnaskrá fyrir Byrgisskarð: sömu skrá segi einnig fyrir endann á og liggur svo suður með þeim að austan drjúgan spöl. Líklegast heita þeir n við Byrgismel sé melendi og vegurinn beygi norður fyrir hann. Stefnandi byggir á því að upphafspunktur norðurmerkja sé úr nyrstu vörðu á melnum en ekki hafi verið ágreiningur um staðsetningu þeirrar vörðu og aðilar miði báðir við hana í kröfum sínum. Gef i það enn frekar til kynna hvar Byrgismel sé að finna. Þaðan liggi merkin í beina stefnu á stóran stein á dalbrúninni. Af hálfu stefnanda er á því byggt að aðeins einn steinn komi hér til greina enda sé aðein s einn steinn sem fallið geti undir þá skilgrein ingu að vera stór og standa á dalbrún. Stefnandi byggir á því að austurmerki Byrgisskarðs liggi á dalbrúninni (með greini, þ.e. tiltekin dalbrún) og vegna staðsetningu vörðunnar sé óumdeilt hvaða dalbrún er átt við. Með því að vísa til steins á merkjum sem standi á dalbrúninni, sé verið að vísa til sömu dalbrúnar og austurmerkin liggja á. Bendir stefnandi á að í örnefnaskrá sé aðeins nefndur einn stór steinn í landi Bakkakots og Byrgisskarðs sem mögulega geti verið stór steinn á merkjum. Í kafla í örnefnask ránni vörðu uppi á brúninni sem og um Byrgisklaufina. Þetta sé sami steinn og stefnandi byggir á að standi á merkjum. Aðrir steinar standi mun utar, langt inn í landi Bakk akots og ómögulegt að þeir séu á merkjum. sé gamli vegurinn sem lá um landið, beint að Bakkakoti en ekki neðan við hann. Af framlögðum eldri kortum megi ráða að árið 1944 lá vegurinn í gegnum þann stað sem bærinn í Byrgisskarði stendur nú. Núverandi vegur sé byggður löngu síðar og liggi ekki á sam a stað. Merkin séu því í sömu stefnu 5 n andi því fram að merkin liggi um melbrúnina norðvestur að Jökulsá, þá um mel sem liggur í þeirri stefnu í átt að ánni og norðvestur að Jökulsá. Merki þessi sjáist ve l í landinu og haldi sömu línu og stefna þeirra sé skýrlega í norðvestur. Stefnandi byggir á því að landamerkin og þau kennileiti sem hann vísar til falli fullkomlega að kröfugerð hans. Auk þess falli merkin eins og hann telur þau vera vel að legu landsins þ.e. að þegar Byrgisskarði var skipt út úr landi Bakkakots hafi verið horft til augljósrar línu í landinu sem liggur frá Byrgisklaufinni sem gnæfir yfir og sést vel frá bæjarstæðinu, meðfram dalbrún í skýrri línu í landinu. Allt frá Byrgisklaufinn i og þeirri dalbrún, meðfram melbrúninni sem liggur í sömu stefnu og endar í Jökulsá. Við þá skiptingu falli Bakkakot í hvarf ofan við línuna í landinu. Jafnframt vísar stefnandi til þess að öll skipting sem feli í sér minna landrými Byrgisskarðs geri það að verkum að ábúð þar sé nær ómöguleg enda sé þá landrými ekki nægilegt til beitar og annarra nauðsynlegra nota. Þá liggi fyrir að við skiptingu landsins hafi Sigurjón Sveinsson fært bú sitt úr Bakkakostbæ sem þá hafi lagst í eyði. Telur stefnandi augljóst að Sigurjón Sveinsson hafi ætlað að nota túnin við Bakkakot s bæinn áfram og að við skiptinguna myndi það landsvæði falla innan skiptingarinnar. Loks sé þess getið í örnefnaskrá og skýrslu fasteignamatsnefndar frá 1964 að beitiland í Byrgisskarði sé víðáttu mikið og gott. Sé hins vegar miðað við skilning stefndu á landamerkjunum eigi Byrgisskarð nánast ekkert beitiland. Stefnandi byggir jafnframt á því að við mat á landamerkjum verði að horfa til lagaskyldu landeigenda til að aðgreina lönd sín þegar ekki eru til staðar skýr náttúruleg merki. Stefnandi heldur því fram að merkin sem ákveðin voru hafi verið náttúruleg og fullnægjandi þannig að ekki þurfti að aðskilja jarðirnar með manngerðum merkjum frekar en í landamerkjabréfinu greinir. Þetta, þekkt kennileiti og lega landsins bendi til þess að hans skilningur á landamerkjunum sé eini sýnilegi möguleikinn á því hvernig landinu var skipt. Ella hefði landeigenda verið skylt að reisa frekari kennileiti. Þá vísar stefnandi til þess að það sé meginregla við túlkun l andamerkjaheimilda að þegar merki eru ekki nægilega skýr skuli miða við röð kennileita. Þá telur stefnandi ljóst að þegar Nýbýlanefnd kom saman á jörðinni á sínum tíma til að taka út l a ndamerki megi ætla að landamerkjalýsingin hafi fallið að legu landsins enda hafi enginn bent á að landamerkin væru óskýr. 6 Stefnandi gerir athugasemdir við þá línu sem stefnda telur vera rétt landamerki og telur að staðhættir og kennileiti falli ekki að landamerkjalýsingu. Heldur stefnandi því fram að stefnda byggi nær eingöng u á lýsingu Leifs Hreggviðssonar sem stefnandi telur vera órökrétta. Leifur heitinn hafi lýst því að gengið hafi verið að vörðu, sem engin merki finnist um, og merkin síðan ákveðin þaðan. Fyrst lína frá lág sem sé í um 10 metra fjarlægð frá vörðunni og að vörðunni. Síðan í hávestur í stóran stein sem ber við loft en þessi steinn sé í raun va r ða. Eftir þetta hafi línan verið ákveðin áfram í sömu stefnu á melbrún þá sem liggur langs eftir dalnum norðvestur í Jökulsá. Telur stefnandi augljóst að þessi lýsing L eifs passi ekki við orðalag landamerkjabréfsins né legu landsins. Auk þess hafi Leifur margoft áður lýst merkjum með þeim hætti sem stefnandi telur þau vera. Framanrituðu til viðbótar fari krafa stefndu í bága við örnefnaskráningu, legu landsins og önnur gögn. Hvað þetta varðar vísar stefnandi í fyrsta lagi til þess að í við taki hins veg ar beygju frá nær beinni vesturstefnu í norðvestur. Ef staðið er á þeim stað sem stefnda telur að varðan hafi verið sé enn skýrara að ómögulegt er að halda því fram að stefnan sé hin sama. Í öðru lagi virðist sem stefnda fallist að einhverju le y ti á að By rgismelar (fleirtala) séu þar sem stefnandi staðsetur þá, þ.e. ofan við Byrgisskarð. Hins vegar séu engar heimildir til um örnefnið Byrgismel ur í eintölu hafi verið notað um túnin við Byrgi. Þá sé enginn greinarmunur við notkun orðanna melur eða melar í ís lenskri tungu og þau notuð jöfnum höndum um sömu svæðin. Auk þessa sé ekki getið um vörðu í örnefnaskráningu nærri þeim stað sem stefnda heldur fram að Byrgismelur sé en eldri lýsingar bendi til þess að þar sem bærinn í Byrgisskarði stendur nú hafi verið t ún og gróið land. Því sé ekki rétt að nefna staðinn mel. Staðsetning stefndu á Byrgismel falli því betur að því að vera Byrgishorn eða Byrgishvammur. Krafa stefndu standi og falli í raun með því að til hafi verið B y rgismelur og Byrgismelar í stað þess að v erið sé að vísa til sama staðar. Auk þessa vísi örnefnaskrá til fjölda varða og vörðustæða á svæðinu en ekki til vörðu við bæjarstæðið í Byrgisskarði. Mjög líklegt sé að slíkrar vö r ðu eða vörðustæðis hefði verið getið vegna þýðing ar þess fyrir landamerki. Í þriðja lagi sé enginn stór steinn á dalbrún í línu þeirri sem stefnda miðar við. Þá séu ekki heimildir um að slíkur steinn hafi verið til staðar. Í raun sé engin dalbrún í þeirri línu sem stefnda miðar við að steinninn gæti staðið á. 7 Í fjórða lagi sé en ginn melur á þessu svæði en þar sem bærinn í Byrgisskarði stendur nú hafi verið tún á þessum tíma og beitarhús Bakkakots áður fyrr. Þá sé enga brún (melbrún) að sjá á þessu svæði. Í fimmta lagi sé það sem stefnandi telur vera dal í raun hvammur. Vísar ste fnandi til umfjöllunar í örnefnaskrá um Neðstahvamm, Miðhvamm og Efstahvamm hvað þetta varðar. Hvammar þessir séu greinilegir og nöfn þeirra augljós út frá legu landsins. Lína stefndu liggi í raun á Miðhvammi og ofan við nýja veginn. Á þeim tíma sem útskip tingin átti sér stað hafi enginn vegur verið á þessu svæði heldur hafi hann legið í gegnum Byrgi. Í sjötta lagi setji stefnda tvær óútskýrðar beygjur eða lykkjur á landamerkjalínuna. Á línu stefndu séu þekkt örnefni og náttúruleg kennileiti sem auðveldleg a hefði mátt nota við skiptingu jarðanna. Af hálfu stefndu er á því byggt að merki jarðanna Bakkakots og Byrgisskarðs liggi eins og þeim er lýst í gjörðabók nýbýlanefndar Skagafjarðarsýslu frá september 1950 og afsals frá 30. september 1950. Um gildi gjörð abókarinnar og afsalsins vísar stefnandi til landamerkjalaga nr. 41/1919, einkum 1. og 2. gr. laganna. Stefnda vísar til þess að ágreiningur aðila snúist um staðsetningu kennileita þegar nýbýlið var stofnað. Kennileiti þessi séu, varðan, lágin, Byrgismelur , stór steinn á dalbrún, dalbrún og melbrún sem liggur langs eftir dalnum. Stefn da byggir á því að lýsing Leifs Hreggviðssonar á landamerkjum jarðanna og kort sem hann lét gera sé rétt enda hafi Leifur verið viðstaddur þegar nýbýlanefndin kom saman að Bakk akoti til þess að athuga með stofnun nýbýlis í landi Bakkakots. Bendir stefnda á í þessu sambandi að Leifur hafi búið í Bakkakoti/Byrgisskarði í tæp 70 ár og hann því þekkt vel til staðhátta. Af hálfu stefndu er einnig vísað til þess að Sveinn Sigurðsson s em átti Bakkakot 1950 hafi verið að skipta út jarðarparti handa syni sínum og hann hefði ekki afsalað sér sínum eigin bæ, heimatúnum og útihúsum meðan hann bjó þar enn og áður en nýja húsið í Byrgisskarði var byggt. Hann hafi séð til þess að vel yrði hægt að búa áfram í Bakkakoti og hann hafi gert þá jörð að ættaróðali eftir að Byrgisskaði var skipt út. Bakkakot hafi síðan gengið í annan ættlegg en Byrgisskarð. Á því er byggt af hálfu stefndu að ef til stóð að láta gamla bæinn ásamt útihúsum fylgja nýbýlin u hefði það verið tekið fram í landamerkjalýsingunni eða í samhengi um útskiptingu landsins. Þetta hafi ekki verið gert, þvert á móti séu gerðir fyrirvarar varðandi afnotarétt til handa Byrgisskarði af heitu - og köldu vatni og mælt fyrir um beitarrétt. Tel ur stefnda benda til þess að merki jarðanna séu í samræmi við kröfugerð hennar. Þá 8 bendir stefnda á að í skýrslu fasteignamatsnefndar frá 1964 komi fram að beitiland sé víðáttumikið og gott í Byrgisskarði en stefnandi láti hins vegar hjá líða að geta þess í málatilbúnaði sínu m að jörðin eigi sambeit með Bakkakoti. Jafnframt byggir stefnda á því að eðlilegra hefði verið að tala um að Bakkako t skiptist í tvennt en sú sé raunin verði fallist á kröfu stefnanda. Ef taka eigi kröfu stefnanda til greina hefði veri ð nærtækast að miða við Vindheimalækinn og landinu þá skipt út úr Bakkakoti að vestan en ekki sunnan eins og gert var. Auk þessa séu skráða r fornminjar skammt frá kröfulínu stefnanda og megi ætla að þeirra hefði verið getið í landamerkjalýsingu. Stefnda v ísar til lýsingar Sigurjóns Sveinssonar á landi Bakkakost frá 1933. Þar komi fram að Byrgismelar, sem stefnandi vísar til, séu fyrir neðan Vindheima en Vindheimum séu gerð góð skil í Byggðasögu Sagafjarðar. Tóftir Vindheima sjáist vel enn í dag og eru lang t norður af bæjarstæðunum í Bakkakoti. Í byggðasögunni segi að Vindheimalækur renni vestan við Vindheima. Ef Byrgismelar séu neðan Vindheima geti þeir ekki verið þar sem stefnandi vill meina og varðan sem vísað er til langt frá því að vera á Byrgismelum. Í lýsingu á landamerkjum jarðanna kom i síðan hvergi fram að um sé að ræða melbrún Byrgismela. Auk þess sé verulegt misræmi í því hvar stefnandi staðsetur vörðuna í skjölum málsins. Varðan sem stefnandi miðar nú við hafi verið reist af Sigurði Hjálmarssyni f rá Bakkakoti í Bakkakotslandi um aldamótin 2000 eða um hálfri öld eftir stofnun nýbýlisins. Þá segi stefnandi að v arðan sé á dalbrún en þess ekki getið í merkjalýsingunni að varðan sé á dalbrún en þess hefði verið getið ef svo væri. Þessu til viðbótar heldur stefnda því fram að varðan sé langt sunnan Byrgismela (í fleirtölu) sem stefnandi vísar til og langt austan og ofan við Byrgismel og heldur því fram að hvað rekist á annars horn í kröfugerð stefnanda. Stefnda bendir á, kröfum sínum til stuðnings, að þegar stefnandi keypti Byrgisskarð hafi jörðin í kaupsamningi verið sögð um 50 hektarar að stærð. Samkvæmt korti sem Leifur Hreggviðsson lét gera er hún um 69 hektarar. Hins vegar sé jörðin um 200 hektarar ef fallist yrði á kröfur stefnanda. Þá heldur stefnda því fram að girðing hafi verið á merkju m jarðanna á þeim stað sem Leifur lýsti þeim en stefndi hafi fjarlægt þá girði n gu. Stefnda byggir einnig á því að í landamerkalýsingu Byrgisskaðs sé fyrst tekið fram að landið sé tekið sunnan af landi Bakkakots og kröfugerð hennar sé í samræmi við það. Í Byggðasögu Skagafjarðar segi um Byrgisskað að fáeinir hektarar tún a séu ræ ktaði r austan og sunnan bæjarins á flatlendi á nesi neðan við bæinn en megintúnin séu á 9 Hlíðartungu í landi Bakkakots. Hvergi sé minnst á að Byrgisskarð eigi túnið norðan við bæinn sem kallast Hvammurinn. Heldur stefnda því fram að kröfugerð hennar falli v el að landamerkjalýsingu Byrgisskarðs og lýsingu Leifs Hreggviðssonar á því hvernig staðið var að stofnun nýbýlisins Byrgisskarðs en kennileitin í kröfulínu stefndu sjáist öll frá vörðustæðinu. Varðandi austurmerki Byrgisskarðs heldur stefnda því fram að d albrún sú sem fram kemur á korti hennar sé mjög há, skörp og greinileg dalbrún og hún endi við gömlu merkin milli Bakkakots og Bjarnastaðahlíðar. Þessi dalbrún sé eina dalbrúnin sem til greina komi að vísa í með greini. Þetta sé dalbrún Vesturdalsbýlanna B akkakots og Byrgisskarðs. Stefnda kveðst miða við greinilegan stein á dalbrúninni og henni síðan fylgt í átt að punkti sem nefndur er Suðurlandamerki en þar mæti dalbrúnin óstaðfest u m landamerkjum við Bjarnastaðahlíð. Í stofnskjali fyrir Byrgisskarð eru la ndamerkin til suðurs sögð markast af þeim. Lýsing Leifs Hreggviðssonar á því þegar merki voru ákveðin bendi einnig til þess að ekkert hafi verið farið um það svæði sem stefnandi vill nú meina að ráði merkjum. Þá stemmi kröfugerð stefnanda varðandi austurme rkin mjög illa við að Byrgisskarði hafi verið skipt sunnan úr landi Bakkakots en samkvæmt hans kröfugerð sé Byrgisskarð miklu frekar tekið vestan úr Bakkakotslandi. Varðandi norðurmerki bendir stefnda á að um þau segi ekki að þau liggi að láginni utan Byrg ismela (í fleirtölu) heldur í l á ginni utan við Byrgismel. Byrgismelur og Byrgismelar séu ekki sama örnefnið og ólíklegt að svo mikilvægt örnefni hefði verið misritað í landamerkjalýsingu. Lágina sé síðan hvergi að finna sem kennileiti hj á stefnanda. Þá kom i hvergi fram að norðurmerkin stefni að Graslág eins og stefnandi heldur fram heldur sagt að þau liggi í l á ginni utan við Byrgismel. Lág sé því ekki örnefni því það hefði vafalaust verið nota ð í landamerkalýsingu en ekki bara lýst hvar hún væri. Gra s lág sé kennileiti á landamerkjum Bakkakots og Bústaða, en Byrgisskarð eigi eingöngu landamerki að Bjarnastaðahlíð og Bakkakoti. Lágina úr landamerkjalýsingunni sé síðan ekki að finna á korti stefnanda. Síðan sé einkennilegt að í kröfugerð stefnanda, sé hún rétt, sé ekki tekið fram að melbrúnin sé á Byrgismelum. Þess í stað láti stefnandi duga að vísa til þess að merkin séu niður á melbrún þá sem liggur eftir dalnum í stað þess að vísa til melbrúnar Byrgismela. Stefnda heldur því fram að vörðustæðið sem hún vísar til fái stuðning í yfirlýsingu Leifs Hreggviðssonar og Kjartans Björns Guðmundssonar og samræmist því að hún hafi verið nyrst á Byrgismel (eintala) og varðað veginn þar sem hann beygir í Byrgi, sem voru 10 beitarhús frá Bakkakoti. Eftir að umferð jókst og by ggingar risu í Byrgisskarði hafi v arðan ver ið tekin niður og efnið úr henni nýtt í annað. Lágin sé síðan beint fyrir neðan vörðustæðið. Þá hafi verið greinileg dæld í landinu á þeim stað sem stefnda miðar við. Melbrúnin sé afgerandi kennileiti í landslagin u og hún fjari út við malargryfju. Þar sem melbrúnin endar stefni hún því sem næst nákvæmlega í norðvestur og við þá stefnu miði aðalkrafa hennar. Melbrún komi hins vegar ekki fram á kröfukorti stefnanda og stefnan norðvestur í Jökulsá sem hann miðar við s é talsvert frábrugðin stefnu mels þess sem hann vísar við. Stefnda byggir á því að steinninn sem hún miðar kröfur sínar við sjáist frá vörðustæðinu og sé greinilega á dalbrúninni og skammt frá vörðunni sem stefnandi miðar við. Steinn sá sem stefnandi miðar við sé hins vegar langt frá vörðunni og dalbrúninni. Andstætt því sem segir í landamerkjalýsingunni er steinninn sem stefnandi miðar við neðar í landinu en varðan. Þá heldur stefnda því fram að í örnefnaskrá sé steinninn sem stefnandi miðar við í sinni kr öfugerð á allt öðrum stað, suðaustur af vörðunni sem hann miðar við. Í kröfu stefnanda sé steinninn langt norðvestan við sömu vörðu. Einnig sé beygja á kröfulínu stefnanda að og frá steininum og síðan virðist sem þarna sé ekki stór steinn heldur lítil varð a. Stefnda heldur því fram að þegar landamerki Byrgisskarðs voru ákveðin hafi þeir sem það gerðu staðið á Byrgismelnum nærri núverandi bæjarstæði og hugsað landamerkin út frá þeim punkti, fyrst upp hlíðina og síðan út dalinn. Vísað í stóran stein sem grei nilega sjáist frá Byrgisskarði og gnæfi yfir dalnum. Dalbrúnin sé nefnd með greini enda sé það dalbrúnin sem marki Vesturdal að austanverðu. Enginn annar dalur komi til greina og því hafi verið óþarfi að nefna hann á nafn, þess í stað sé vísað til dalbrúna rinnar með greini. Stefnda byggir á því að varðan sem hún miðar við hafi staðið nyrst á Byrgismel og bein lína hafi verið dregin frá henni í stóran stein á dalbrúninni. Síðan fari merkin í sömu stefnu eða sömu línu niður á melbrún sem liggur langs eftir da lnum og ofan við veginn. Í sömu stefnu, þ.e. langs eftir dalnum eftir melbrúninni sem er mjög greinileg og þaðan norðvestur í Jökulsá. Kveður stefnda girðingu hafa legið nærri þessum merkjum eins og greina megi á ljósmyndum. Núverandi vegur, neðan við melb rúnina, hafi verið kominn þegar landamerkjalýsingin var gerð en áður hafi þar verið vegur eða vegslóði. Kröfu um málskostnað úr hendi stefnanda styður stefnda við 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Krafa um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun er reist 11 á lögum nr. 50/1988 en stefnda reki ekki virðisaukaskylda starfsemi. Þá vísar stefnda almennt til landamerkjalaga nr. 14/1919 V Líkt og rakið er hér að framan snýst mál þetta um landamerki milli jarðanna Bakkakost og Byrgisskarðs í Vesturdal í Sk agafirði. Seinnihluta árs 1950 var stofnað nýbýli á landi sem skipt var út úr Bakkakoti og fékk nýbýlið nafnið Byrgisskarð. Lýsing landi Bakkakots. Suðurmerki eru núver andi landamerki Bakkakots og Bjarnastaðahlíðar. Vesturmerkin eru Jökulsá. Norðurmerkin eru að láginni utan við Byrgismel. Úr vörðu nyrst á melnum í beina stefnu á stóran stein á dalbrúninni, þá sömu stefnu niður á melbrún þá sem liggur langs eftir dalnum o fan við veginn, sömu stefnu eftir þessari melbrún Aðilar hafa mismunandi skilning á því hvernig ber að skilja þessa merkjalýsingu sem gæti vissulega verið gleggri. Þá er þess ekki getið hve rsu stór partur af Bakkakoti skuli fara undir nýbýlið. Ágreiningslaust er að suðurmerki eru þáverandi merki Bakkakots og Bjarnastaðahlíðar sem þá var næsta jörð sunnan Bakkakots. Samkvæmt þessu á Byrgisskarð nú suðurmerki að Bjarnastaðahlíð. Þá er heldur e kki ágreiningur um vesturmerki Byrgisskarðs og Bakkakots en þau markar Jökulsá vestari. Í merkjalýsingunni er tekið fram að landið undir nýbýlið sé tekið sunnan af landi Bakkakots sem um leið gefur vísbendingu um það hvar hið útskipta land liggur. Um norðu rmerki segir í merkjalýsingunni að þau séu að láginni utan við Byrgismel. Skiptir því miklu við úrlausn máls þess a að staðsetja Byrgismel eða Byrgismela en af hálfu stefnanda er því haldið fram að Byrgismelar og Byrgismelur sé sami staðurinn. Tvær örnefna skrár hafa verið lagðar fram í málinu. Önnur, frá árinu 2003 skrásett af Rósmundi G . Ingvarssyni með viðbótum f rá árunum 2012 til 2014, en hún er samsafn ýmissa heimilda um nefndar jarðir. Hin er fyrir Bakkakot skráð af Sigurjóni Sveinssyni 1933. Byrgismel ur kemur einu sinni fyrir í þessum skrám og það er í landamerkjalýsingunni. Byrgismela er hins vegar getið þrisvar. Í fyrsta lagi eru þeirra Bakkakotstungunni eru melar sem bílvegurinn krækir norður fyrir endann á og liggur svo suður með þeim að austan drjúgan spöl. Líkle 12 að Vindheimar eru á svokallaðri Bakkakotstungu og þar voru beitarhús frá Bakkakoti. Tunga þessi er norðan og austan við gamla bæinn í Bakkakoti og því ekki sunnarlega í landi Bakkakots eins og það var fyrir stofnun nýbýlisins. Af hálfu stefnanda er á því byggt að Byrgismelar séu ofan við Byrgisklauf og þeir dragi nafn sitt af henni. Byrgisklauf er syðst í landi nu eins og það var fyrir skiptingu og úr klaufinni rennur lækur sem nú marka r suðurmörk Byrgisskarðs gagnv art Bjarnastaðahlíð en áður Bakkakots gagnvart sömu jörð . Í örnefnaskrám eða öðrum gögnum málsins er ekkert sem staðsetur Byrgismela svo sunnar - og austarlega í landi Bakkakots eða Byrgisskarðs. Byrgismels er eingöngu getið í örnefnaskrám þegar lýst er mer kjum milli Byrgisskarðs og Bakkakots og þar sagt að varða sé nyrst á þeim mel. Vitnið Kristján Kristjánsson , fæddur 1947, og uppalinn á Skatastöðum í Austurdal kvaðst hafa farið um Byrgisskarð og Bakkakot á leið sinni í skóla o.fl. Hann kvaðst hafa vitneskju um merki Byrgisskarð s og Bakkakots frá þeim sem hann umgekkst á yngri árum. Í minningu hans fari ekki milli mála hvar merkin voru en þau hafi verið upp frá melnum við Byrgisskarð þar sem fjárhúsin standa í dag. Þessi melur hafi verið kallaður Byr gismelur, ekkert annað. Þá kvaðst hann muna eftir vörðu norða n vert á melnum og taldi hann að hún hafi upphaflega verið hlaðin sem merkjavarða. Þá kvað hann merkin hafa legið frá þessari vörðu upp í stóran stein á brúninni og þaðan til suðurs í Byrgisklaufi na. Vitnið kva ð st hafa verið viðstatt þegar merki milli Bakkakots og Bústaða voru ákveðin á árinu 2016 en hann sé eigandi Bústaða 1. Byrgisskarð hafi ekki komið að þessu enda eigi Byrgisskarð ekki land að Bústöðum. Vitnið Guðjón Kristjánsson, fæddur 1951 er líkt og bróðir hans, vitnið Kristján , uppalinn á Skatastöðum. Vitnið kvaðst hafa verið heimagangur í Bakkakoti og fengið upplýsingar um merki milli Bakkako ts og Byrgisskarðs frá Sigurjóni Sveinssyni sem skipti Byrgisskarði út úr Bakkakoti. Sigurjón hafi sagt að varða á melnum norðan við fjárhús in sem nú standa á Byrgisskarðsmel væri á merkjum. Síðan hafi merkin verið úr vörðunni upp í stein á brúninni og þaðan til suðurs í Byrgisklauf . Um þetta væri ekki nokkur vafi . Vitnið mundi hins vegar ekki til þess að Sigurjón hafi sagt honum hvernig merkin voru til norðurs. Vitnið mundi eftir vörðunni sem hann sagði ekki hafa veri ð mjög háa. Þá mundi hann eftir því að hann hafi einhverju sinni ætlað að leika sér í vörðunni en Sigurjón hafi bannað honum það vegna þe ss að hún væri merkjavarða. Vitnið bar að varðan hafi verið staðsett á melnum norðan við fjárhúsin og heldur neðar en þau. 13 Vitnið Kjartan Björn Guðmundsson fæddur 1941 , hálfbróðir Leifs Hreggviðssonar, dvaldi nokkuð hjá bróður sínum. Vitnið kvað vitneskju sína um landamerki komin frá Sigurjóni Sveinssyni og Sveini föður hans. Vitnið kvaðst einu sinni hafa verið með Sveini og spurt hann um vörðu sem þarna var. Sagði hann hana hafa verið á merkjum við Bjarnastaðahlíð áður en hann keypti land af Bjarnastaðahl íð . Leifur Hreggviðsson hafi síðar sagt honum að landamerki milli Bakkakots og Byrgisskarðs hafi verið úr vörðunni upp í stein í fjallinu. Vitnið kvaðst ekki geta staðsett vörðuna nákvæmlega en hún hafi verið á vinstri hönd norðarlega á melnum. Vitnið mund i ekki eftir að hafa gefið yfirlýsingu vegna málsins en hann mundi eft ir að hafa rætt þessi mál við stefndu Kerstin og þá skrifað undir eitthvað bréf sem hún hafði skrifað. Vitnið Freysteinn Traustason, fæddur 1950 og uppalinn á Hverhólum gengt Byrgisskar ði kvaðst allaf hafa heyrt talað um að útihúsin í Byggisskarði séu byggð á Byrgismel og merkin nokkra metra norðan við melinn. Vitneskju sína hafi hann frá uppalendum sínum og nágrönnum og þeim sem búið hafa í Byrgisskarði. Vitnið mundi ekki eftir vörðu á melnum en honum hafi verið sagt að hún hafi verið rétt norðan við melinn. Honum hafi verið sagt að merkin væru úr vörðunni og eitthvað upp. Vitnið kannaðist við að á melnum hafi verið byrgi og þess vegna heiti melurinn Byrgismelur en byrgið hafi verið þarn a fyrir hans tíð. Vitnið Sigríður Björnsdóttir fædd 1962, búsett í Byrgisskarði hvar hún bjó með Leifi Hreggviðssyni bar að Leifur hafi aldrei talað um landamerki við hana og hún geti því ekki tjáð sig um þau. Sigurjón Sveinsson hafi hins vegar sagt henni að Birgismelar væru ofan við bæinn í Bakkakoti. Vitnið mundi ekki eftir vörðu nærri Byrgisskarði og þá kannaðist hún ekki við Birgismel. Vitnið Freyja Oddsteinsdóttir fædd 1948 bjó í Byrgisskarði með Leifi Hreggviðssyni frá 1967 til 1972. Vitnið kvaðst ek ki þekkja landamerki milli Bakkakots og Byrgisskarðs. Þá kvaðst hún ekki muna eftir vörðu nærri bænum og þá greindi hún frá því að hún hefði ekki heyrt örnefnið B y rgismel. Vitnið Hlynur Un nsteinn Jóhannsson fæddur 1943, búsettur á Tunguhálsi kvaðst hafa fa rið um umþrætt land. Hann kvaðst þekkja merkin eftir því sem hann hafði sé ð á pappír. Hann kvaðst ekki hafa séð vörðu nærri Byrgisskarði og þá mundi hann ekki eftir því að talað hafi verið um Byrgismel. Meðal gagna málsins er lýsing Leifs heitins Hreggvið ssonar vottuð af sýslumanninum á Norðurlandi vestra 4. júní 2018. Lýsir Leifur, sem þá var kominn yfir 14 áttrætt og hafði búið í Bakkakoti og Byrgisskarði nánast allt sitt líf, því að hann hafi verið viðstaddur þegar Bakkakoti var skipt á sínum tíma en hann hefur þá verið um 15 ára gamall. Kveður hann Byrgismel vera þar sem útihús og íbúðarhúsin í Byrgisskarði standa nú. Þá lýsir hann merkjum milli jarðanna og segir þau úr vörðu nyrst á Byrgismel í stóran stein sem glittir í á dalbrúninni og niður í lágina ré tt fyrir neðan. Síðan til norðurs á melbrúninni fyrir ofan veginn og þar sem hún endar beint í norð vestur í Jökulsá. Austurmerkin fari svo til suðurs eftir dalbrúninni. Að mati dómsins hefur þessi vottfesta yfirlýsing Leifs heitins allnokkuð sönnunargildi í máli þessu en þó verður að horfa til þess að hann var eiginmaður stefndu Kerstin en um leið faðir stefnanda. Að því virtu sem að framan er rakið er það niðurstaða dómsins að By rgismelur sé þar sem bærinn í Byrgisskarði stendur nú. Er þá einkum horft til framburðar bræðranna Kristjáns og Guðjóns Kristjánssona og Freysteins Traustasonar. Framburður annarra vitna sem ekki könnuðust við örnefnið Byrgismel fær þessu ekki breytt. Að fenginni þeirri niðurstöðu að Byrgismelur sé þar sem bærinn Byrgisskarð stend ur nú verður ekki fallist á dóm kröfur stefnanda sem miða við að melurinn sé ofan og austan við Byrgisklauf en þar þarf Byrgismelur eða Byrgismelar að vera svo lýsing hans á merkjum jarðanna gangi upp. Auk þessa verður að horfa til þess að þegar Bakkakoti v ar skipt á sínum tíma var sérstaklega tekið fram að nýbýlið ætti allan jarðhita í landi Bakkakots og hefði rétt til að taka vatn úr læk þeim, sem er ofan við Bakkakotsbæ og leiða heim í íbúðarhús býlisins . Ef merki jarðanna eru þar sem stefnandi segir þau vera hefði verið óþarft að nefna sérstaklega rétt nýbýlisins til jarðhitans og kalda vatnsins þar sem uppspretta heita vatnsins og lækurinn sem sækja mátti kalda vatnið í hefði þá verið innan landamerkja nýbýlisins. Þá hefði bæjarstæðið í Bakkakoti einnig verið í landi nýbýlisins. Jafnframt verður ekki hjá því komist að horfa til þess að land undir nýbýlið er samkvæmt útskiptingunni tekið sunnan af landi Bakkakots en svo er ekki ef fallist er á merkjalýsingu stefnanda. Kemur þá til skoðunar hvort fallast b eri á lýsingu stefndu á merkju jarðanna. Áður hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að Byrgismelur sé á þeim stað sem íbúðar - og útihús í Byrgisskarði standa nú. Að mati dómsins styður framburður vitna og yfirlýsing Leif Hreggviðssonar þá fullyrðingu ste fndu að nyrst á melnum hafi staðið varða. Við vettvangsgöngu mátti greinilega sjá stóran stein í fjallsbrúninni sem þá fellur að lýsingu stefndu á merkjum jarðanna og þannig hafi lína verið dregin úr vörðunni í steininn. Þegar jörðinni var skipt segir í me rkjalýsingunni að norðurmerkin liggi að láginni utan við 15 Byrgismel. Þarna er lágin rituð með litlum staf sem bendir til þess að hún hafi á þeim tíma ekki haft sérstakt nafn. Það er almenn málvenja í Skagafirði og víðar um land að þegar talað er um út eða u tar þá er átt við að þeir staðir séu í norður. Þannig er með þessu vísað í lág sem er norðan við Byrgismel. Fellur þessi lýsing vel að kröfugerð stefndu. Línan úr vörðunni í stóra steininn heldur því áfram til vesturs niður á melbrúnina sem liggur langs ef tir dalnum. Hér er í lýsingunni sérstaklega tekið fram að melbrúnin sé ofan við veginn sem fellur mun betur að kröfu stefndu en stefnanda . Síðan eftir melbrúninni norðvestur í Jökulsá. Gera verður ráð fyrir að stefnan sé tekin í norðvestur þar sem melbrún in endar sem þá fellur að v arakröfu stefnanda. Loks segir að austurmerkin séu eftir dalbrúninni sem einnig fellur að kröfu stefn du, þ.e. úr stóra steininum á dalbrúninni og eftir brúninni til suðurs að merkjum við Bjarnastaðahlíð. Kemur hér vart annað til álita en að dalbrúnin sem vísað er til sé dalbrún Vesturdals . Fallast verður á með stefndu að krafa hennar sé þannig fram sett að varðan er staðsett eins norðarlega og frekast er kostur og línan í lágina einnig eins norðarl e ga og frekast er unnt. Þar sem ekki er ágreiningur milli aðila um hnitsetningu punkta sem kröfur þeirra miða við er m eð hliðsjón af því sem að framan er r a kið er fallist á með stefndu að merki milli jarðanna Bakkakots og Byrgisskarðs séu eins og þeim er lýst í varakröfu hennar . Að fenginni þessari niðurstöðu verður stefnandi dæmdur til að greiða stefndu málskostnað eins og í dómsorði greinir og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Af hálfu stefnanda flutti mál þetta Andrés Már Magnússon lögmaður en af hálfu stefndu Stefán Ólafsson lögmaður. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan að gættum ákvæðum 1. mgr. 115. gr. laga um meðferð einkamála. Dómsorð: Landamerki jarðanna Bakkakots og Byrgisskarðs í Skagafirði liggja í stefnu frá punkti sem nefndur er Suðurlandamerki (537487N og 496724A) að steini (538159N og 496541A), þaðan að vörðustæði (538148N og 495726A), þaðan í l ágina (538155N og 495700A, þaðan í m elbrún 1 (538222N og 495590A), þaðan í m elbrún 2 (538304N og 495548A), þaðan í m elbrún 3 (538360N og 495500A) og þaðan í stefnu að varakröfu 1 (538654N og 495247A). Stefnandi, Þorsteinn Ragnar Leifsson, greiði stefndu , dánarbúi Kerstin Hiltrud Roloff , 1.860.000 krónur í málskostnað. Halldór Halldórsson