Héraðsdómur Vesturlands Dómur 1 4 . júlí 2020 Mál nr. S - 279/2019: Ákæruvaldið (Jón Haukur Hauksson aðstoðarsaksóknari) gegn X (Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður) Dómur I. Mál þetta, sem dómtekið var 24. júní 2020, höfðaði lögreglustjórinn á Vesturlandi með ákæru, dags. 14. nóvember 2019, á hendur ákærða, X... , til heimilis að ... , ... líkamsárás aðfaranótt þriðjudagsins 1. janúar 2019, að ... í Borgarbyggð, með því að hafa veist að þáverandi sambýliskonu sinni A... , kt. ... , í tvígang tekið vinstri hönd hennar, snúið upp á hana og skömmu síðar tekið með báðum höndum beggja vegna í boðunga úlpu hennar og lyft A... upp og dregið hana fram á gang og fram í forstofu, gri pið síðan aftur í úlpu A... , þegar A... lá á gólfinu, og dregið A... út úr húsinu þannig að hún lenti á bakinu á pallinum við húsið, hrist hana til og síðan ýtt henni þannig að höfuð hennar skall á pallinn, allt með þeim afleiðingum að A... hlaut rauð för á hnjám og þreifieymsli á vinstri trapezius (sjalvöðva). Telst þetta varða við 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkarétta rkrafa: Í málinu hefur A... , kt. ... , krafist að viðurkenndur verði réttur hennar til skaðabóta úr hendi ákærða vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir. Þá er einnig krafist að ákærði greiði henni miskabætur að fjárhæð 500.000 kr. ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af þeirri upphæð frá 1. janúar 2019 og þar til mánuður er 2 liðinn frá birtingu kröfunnar, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Auk þess er gerð krafa um lögmannskostnað Ákærði krefst þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins, en til vara að hann verði dæmdur til þeirrar vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst ákærði þess að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi en til vara að hann verði sýknaður af henni. Til þrautavara krefst hann þess að einkaréttarkrafan verði stórlega lækkuð. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna úr ríkissjóði. II. Málsatvik Samkvæmt gögnum lögreglu kom brotaþoli á lögreglustöð 12. janúar 2019 til þess að leggja fram kæru á hendur ákærða fyrir líkamsárás sem átt hefði sér stað 1. janúar 2019 að ... í ... . Brotaþoli skýrði frá því að hún og ákærði hefðu verið í sambúð og ættu e itt stúlkubarn saman. Þau hefðu umrætt sinn verið stödd í heimsókn á heimili ... ákærða og ekki áætlað að gista hjá þeim um nóttina. Þau hefðu farið úr stofunni og inn í annað herbergi þar sem hún hefði sagt við ákærða að hana langaði að fara heim þar sem hún hefði þá verið búin að vera lasin. Hefði ákærði þá sagt henni að hætta þessu kjaftæði. Hún hefði þá ætlað að taka dóttur þeirra af ákærða sem legið hefði uppi í rúmi. Hún hefði sest á rúmstokkinn og ákærði þá brugðist við með því að snúa upp á höndina á henni. Hún hefði þá farið að gráta, hlaupið fram og inn á bað. Kvaðst hún hafa vonast til að ... ákærða myndi heyra í henni og bregðast við og athuga hvað væri að, en það hefði ekki gerst. Hún hefði farið aftur inn í herbergi og reynt aftur að taka dóttu r þeirra af ákærða en hann þá brugðist við með sama hætti, það er að taka um vinstri hönd hennar og snúa upp á hana. Hún hefði þá farið fram, klætt sig í úlpu sína og tekið dótið sitt, en ákærði þá sagst ætla að koma með henni heim. Ákærði hefði að því lok nu gengið inn í stofu og rétt ... dóttur þeirra og beðið brotaþola að koma með sér út til að ræða málin, en hún ekki viljað það. Hann hefði þá brugðist við með því að taka með báðum höndum beggja vegna í borðunga úlpu hennar, lyft henni upp og dregið hana fram á gang og fram í forstofu. Meðan á þessu stóð hefði hún verið grátandi og öskrandi en ... ákærða ekkert aðhafst á meðan á þessu stóð. Í forstofunni hefði hún legið á gólfinu og ákærði þá á ný tekið í úlpu hennar eins og áður og hent henni síðan út úr húsinu. Hefði hún lent á bakinu á pallinum 3 og þar hefði ákærði haldið í úlpu hennar og hrist hana til. Hún hefði ætlað að standa upp en hann þá ýtt við henni með þeim afleiðingum að hún hefði skollið með höfuðið á pallinn. Hún hefði síðan náð að standa upp en hann hefði þá staðið fyrir framan hana og gert sig líklegan til þess að slá eða hrinda henni. ... ákærða hefði þá komið þarna að og komið í veg fyrir það. Þau hefðu síðan farið inn í stofu þar sem þau hefðu rætt saman. Hún hefði síðan seinna þessa nótt fengið að fara heim ásamt dóttur þeirra á bifreið ákærða. Í málinu liggur fyrir læknisvottorð vegna komu brotaþola á slysadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi 1. janúar 2019. Er þar eftirfarandi frásögn li í dag skelfur hún og er með tárin í kverkunum og ekka í röddinni. Hún hlaut ekki alvarlega líkamlega áverka en er með rauð för á hnjám eftir að hafa verið dregin í jörðinni og tek ég mynd af því til skráningar. Einnig er hún aum við þreyfingu á vistri t apezius og samræmist það helst tognun eða bráðri áreynslu á III. Skýrslur fyrir dómi Ákærði lýsti atvikum svo að eftir hefðbundið áramótakvöld heima hjá ... hans hefðu þau öll verið háttuð og barn þeirra brotaþola sofnað þegar brotaþoli hefði sags t vilja fara í Borgarnes. Hún hefði komið aftur inn í herbergið og viljað taka barn þeirra með sér, sem hefði legið sofandi við hlið hans. Ákærði kvaðst ekki hafa verið hlynntur því þar sem hálka hefði verið úti og enginn á ferðinni, auk þess sem engin ást æða hefði verið til að rífa barnið upp. Ákærði kvaðst þá hafa ætlað að fara með henni en það þá ekki verið í boði. Hefði hún verið mjög æst og ætlað að hrifsa barnið af honum en hann þá tekið í hendurnar á henni og fært þær frá. Hann hefði þó ekki jafnfram t snúið upp á hönd hennar. Brotaþoli hefði brugðist illa við því og farið aftur fram. Hún hefði síðan komið aftur inn og reynt að hrifsa barnið frá ákærða. Kvaðst ákærði þá hafa risið upp í rúminu og farið með barnið fram til ... síns, sem hefði setið þar í sófanum. Ákærði kvaðst síðan hafa viljað ræða við brotaþola undir fjögur augu en hún ekki viljað það og verið þversum fyrir. Eftir allnokkra stund, tuttugu til þrjátíu mínútur, hefði honum leiðst þófið og hann þá tekið um hendur hennar, á sama hátt og ha nn hefði gert stuttu áður, og án þess að snúa upp á höndina. Hann hefði síðan tekið undir handarkrika hennar aftan frá og haldið á 4 henni út fyrir útidyraþröskuld. Spurður hvort brotaþoli hefði dregist eitthvað eftir gólfinu þegar hann bar brotaþola út svar aði hann því neitandi en taldi að á miðri leið hefði hún kannski farið niður á hné og hann þá lyft henni aftur upp. Hann neitaði því og að hafa hrint eða hrist brotaþola þannig að höfuð hennar skylli þar á pall eða að hafa dregið hana þannig að hún lenti m eð bakið á pallinum. Ákærði kvað ... sína hafa komið að þarna úti og spurt hvað væri í gangi. Hún hefði svo bætt við að þau ættu að fara inn og leysa þetta þar, sem þau hefðu og gert. Kvaðst ákærði aðspurður ekki minnast þess að brotaþoli hefði kvartað und an áverkum í kjölfar þess. Hefði þetta síðan endað þannig að brotaþoli hefði farið í Borgarnes með barnið með sér um nóttina og hann orðið eftir. Daginn eftir hefði brotaþoli komið með ... sínum og tveimur lögreglumönnum á heimili þeirra, tekið innbú sitt út úr íbúðinni og þar með hefði sambúð þeirra nánast verið slitið. Brotaþoli lýsti atvikum þannig að umrætt kvöld hefðu hún og ákærði setið í stofunni með ... hans. Hún hefði þá sagst ætla að fara að sofa því að hún hefði ekki viljað ræða það fyrir frama n ... hans að hún vildi fara heim. Hún hefði farið inn í herbergi og beðið hann að koma til sín, þar sem hún hefði sagt honum að hún vildi fara heim því að hún væri slöpp eftir veikindi. Hann hefði þá sagt henni að hætta þessu kjaftæði. Hún hefði þá ætlað að taka barnið þeirra upp en ákærði þá gripið um vinstri hönd eða framhandlegg hennar og snúið upp á. Hún hefði þá farið grátandi inn á klósett. Hefði ... ákærða þá setið frammi. Síðan hefði hún aftur farið inn í herbergi og ætlað að taka dóttur þeirra upp en ákærði þá aftur gripið um vinstri hönd hennar og snúið upp á um það bil hálfan hring. Þá hefði hún farið fram í forstofu, farið í úlpuna sína og svo aftur inn í herbergi til að tína saman dótið sitt. Ákærði hefði þá sagst vera til í að fara með henni h eim, tekið dóttur þeirra og farið með hana fram í stofu til ... hans. Hann hefði síðan beðið hana að koma út að tala við sig en hún neitað því. Hann hefði þá gripið í úlpu hennar, aftan frá, undir handarkrikanum og dregið hana eftir gólfinu meðan hún strei ttist á móti. Hefði hann dregið hana liggjandi eftir gólfinu fram í forstofuna. Þar hefði hann opnað dyrnar og sagt henni að drulla sér út, en hún neitað því. Hefði hann þá tekið að framanverðu í úlpu hennar og kastað henni út, en þó náð aðeins að lyfta he nni upp er hann færði hana út yfir þröskuldinn. Kvaðst hún hafa lent með bakið á pallinum fyrir framan. Þar hefði hann hrist hana til og sagt eitthvað við hana sem hún myndi ekki hvað var. Þegar hún hefði ætlað að standa upp hefði hann ýtt við henni þannig að hún datt aftur á pallinn. Hún hefði loks náð að standa upp og þá hefði ákærði staðið á móti henni með höndina upprétta, eins og hann ætlaði að 5 hrinda henni eða slá hana. Þá hefði ... hans komið að, gripið í höndina á honum og stoppað hann af. Hefði hún verið sofandi en líklega heyrt lætin og komið fram. Hún hefði beðið þau um að hætta, koma inn og ræða saman, sem þau hefðu og gert. ... ákærða hefði hins vegar setið í sófa í stofunni og séð hvað þar gerðist, þar til þau voru komin í forstofuna, án þess a ð bregðast við. Spurð um áverka eftir þetta kvaðst hún hafa fundið til í baki og einnig hefði hún fengið verki í öxlina eftir að ákærði sneri upp á höndina á henni. ... ákærða lýsti atvikum þannig að ákærði og brotaþoli hefðu verið að þrátta um hvar þau ættu að vera um kvöldið. Brotaþoli hefði helst viljað fara á annan bæ að spila og skilja barnið eftir hjá þeim en ákærði ekki viljað fara. Um miðnættið hefði brotaþoli vi ljað rjúka heim og taka barnið með sér. Kvaðst vitnið hafa heyrt brotaþola rjúka inn á klósett og gráta þar einhverjum uppgerðargráti, koma svo fram og fara aftur inn í herbergi að skammast í ákærða. Aðspurður kvaðst hann hafa heyrt brotaþola kalla eitthva ð inni í herbergi án þess að heyra orðaskil. Ákærði hefði svo komið fram, rétt honum barnið og reynt að fá brotaþola út til að ræða við sig. Þau hefðu svo farið út en hann vissi ekki hvað skeði þar. Kvaðst hann ekki hafa orðið var við átök milli þeirra. Ák ærði hefði sett höndina utan um brotaþola og fylgt henni út úr stofunni. Hefði hún verið standandi er hann fylgdi henni út. Kvaðst hann ekki hafa fylgst með því hvort ákærði hefði þurft að ýta við brotaþola til að fá hana út. Hann hefði ekki viljað skipta sér neitt af þessu. Aðspurður kvaðst hann ekki muna hvað þau hefðu verið að segja umrætt sinn, en brotaþoli hefði frekar verið að andmæla því að fara með ákærða út. Kvaðst hann ekki hafa séð ákærða ýta brotaþola út og ekki hafa litið á þetta sem þvingun um rætt sinn. Spurður um áverka á brotaþola sagði hann hana hafa kvartað um eymsli í hnénu þegar hún kom inn aftur og hún verið að skoða á sér hnén. Hann hefði ekki séð á henni neina áverka en hann hefði ekki verið að skoða það sérstaklega. ... ákærða kvaðs t hafa verið farin að sofa umrædda nótt en vaknað við mikil læti frammi og farið fram. Þá hefði brotaþoli verið komin út og verið í miklu uppnámi. Hefði brotaþoli setið á pallinum fyrir utan útidyrnar og minnti hana að ákærði hefði verið inni í stofu. Aðsp urð kvaðst hún hvorki hafa séð né heyrt nein samskipti þeirra í milli áður en hún kom fram. Hún hefði vaknað við óhljóð í brotaþola, en hún hefði verið grátandi og í uppnámi. Vitnið kvaðst hafa reynt að ræða við ákærða og brotaþola en brotaþoli hefði 6 vilja ð fara af staðnum. Kvað hún brotaþola hafa fullyrt að ákærði hefði tekið sig eða haldið á sér út úr húsinu. Spurð nánar út í lætin kvaðst hún telja að þau hefðu verið tilkomin vegna ósættis brotaþola og ákærða því að hún hefði viljað fara en hann viljað ve ra áfram á staðnum. Vegna fullyrðingar brotaþola þar um kvaðst vitnið hafa spurt brotaþola út í áverka og hefði brotaþoli þá sýnt henni handlegginn og fótleggina en vitnið kvaðst ekki hafa séð þar nein merki um áverka. Kvaðst hún hafa haft áhyggjur af því að brotaþoli ætlaði að fara af staðnum í uppnámi um nótt með ungbarn. Spurð út í frásögn sína hjá lögreglu um að brotaþoli hefði sagt henni að ákærði hefði beitt sig ofbeldi kvað hún það líklega vera rétt eftir sér haft, en styttra hefði þá verið liðið frá atburðum. Heilsugæslulæknir gaf símaskýrslu fyrir dómi. Staðfesti hún útgáfu læknisvottorðs þar sem hún vísar í nótu annars læknis vegna komu brotaþola á slysadeild 1. janúar 2019, en sjálf kvaðst hún ekki hafa hitt brotaþola í það sinn. Staðfesti læknir inn að myndir hefðu verið teknar á slysadeild og væru í sjúkraskrá brotaþola. Sagði hún myndirnar sýna rauð för á hnjám. Kvaðst læknirinn sjálf hafa hitt brotaþola í skráðu viðtali 3. janúar 2019. Hún hefði þó ekki gert neina líkamsskoðun á brotaþola, en b rotaþoli hefði minnst á eymsli í öxl. Kvaðst hún lítillega hafa þreifað öxlina og hefði brotaþoli verið þar aum. Kvaðst hún ekki hafa skráð þá skoðun sérstaklega þar sem það viðtal hefði aðallega snúist um andlega vanlíðan brotaþola. IV. Niðurstaða tekið vinstri hönd hennar, snúið upp á hana og skömmu síðar tekið með báðum höndum beggja vegna í boðunga úlpu hennar og lyft A... upp og dregið hana fram á gang og fram í forstofu, gripið síðan aftur í úlpu A... , þegar A... lá á gólfinu, og dregið A... út úr húsinu þannig að hún lenti á bakinu á pallinum við húsið, hrist hana til og síðan ýtt henni þannig að höfuð hennar skall á pallinn, allt með þeim afleiðingum að A... h laut rauð för á hnjám 218. gr. b í almennum hegningarlögum nr. 19/1940, en þar kemur fram að h ver sem endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnar lífi, heilsu eða velferð m .a. maka síns eða sambúðaraðila með ofbeldi, hótunum, frelsissviptingu, nauðung eða á annan hátt, skuli sæta fangelsi allt að sex árum. Hvergi kemur hins vegar beinlínis fram í lýsingu á 7 háttsemi ákærða í ákæru á hvern hátt hún verði felld undir framangrei nt refsiákvæði, þótt ætla megi að ákæruvaldið byggi á því að ákærði hafi í greint sinn á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu eða velferð þáverandi sambúðarkonu sinnar með ofbeldi, enda ekkert sem liggur fyrir um að um endurtekna háttsemi hans hafi verið að ræða. Við skýrslugjöf sína fyrir dómi lýsti brotaþoli ofbeldi ákærða á þann veg að hann hefði í tvígang tekið um vinstri hönd eða framhandlegg hennar og snúið upp á í hálfhring. Hann hefði síðan dregið brotaþola út með því að taka undir handarkrika henna r, aftan frá, og draga hana þannig út úr húsinu og hún þá lent með bakið á palli fyrir utan. Þar hefði hann hrist hana til og þegar hún hefði ætlað að standa upp hefði hann ýtt við henni þannig að hún datt aftur á pallinn. Hins vegar kom ekkert fram hjá br otaþola um að höfuð hennar hefði skollið í pallinn við þessa aðför ákærða, eins og tiltekið er í ákæru. Ákærði kannaðist við það fyrir dómi að hafa gripið um úlnliði brotaþola í tvígang án þess að snúa upp á höndina en spurður um það við skýrslugjöf sína hjá lögreglu hvort hann hefði snúið upp á höndina sagði hann það geta verið en að það hefði þá ekki verið mikið. Hann neitaði því hins vegar að hafa dregið brotaþola þannig að hún hefði lent með bakið á pallinum eða að hafa hrist hana eða ýtt henni þannig að höfuð hennar skylli á pallinum. Sá læknir sem skoðaði brotaþola við komu hennar á slysadeild daginn eftir umrætt atvik kom ekki fyrir dóminn og var því ekki unnt að spyrja hann nánar út í þá áverka sem greindust á brotaþola, roða á hnjám og þreifieyms li á vinstri sjalvöðva (trapezius). ... ákærða kváðust ekki hafa orðið vitni að neinu ofbeldi ákærða í garð brotaþola í umrætt sinn, sem útilokar þó ekki að um slíkt hafi verið að ræða úr þeirra augsýn. Stendur því orð á móti orði um það hvað þarna gerðis t milli ákærða og brotaþola, en dómurinn metur framburð þeirra beggja í sjálfu sér trúverðugan. Með hliðsjón af því sem að framan er rakið verður ekki talið að nein sönnun liggi fyrir um það að ákærði hafi í umrætt sinn á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu eða velferð brotaþola með ofbeldi. Verður hann því sýknaður af ákæru um að hafa brotið gegn ákv. 1. mgr. 218. gr. b í almennum hegningarlögum. 8 Við aðalmeðferð málsins var málið reifað af sækj anda og verjanda með tilliti til þess að háttsemi ákærða kynni, til vara, að verða felld undir ákvæði 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Það er skilyrði refsiábyrgðar samkvæmt því ákvæði að sá, sem borinn er sökum, hafi haft ásetning til að ráðast á þann sem talinn er hafa orðið fyrir árás og valda honum líkamstjóni, sbr. 18. gr. almennra hegningarlaga, sbr. og dóm Hæstaréttar í máli nr. 38/2014. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála verður maður því aðeins sakfelldur fyrir slíkan ver knað að ákæruvaldið hafi fært fullnægjandi sönnur fyrir því að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ákæru. Með vísan til framangreinds og alls þess sem rakið er hér að framan hefur ákæruvaldinu, gegn neitun ákærða, ekki tekist að sanna, svo h afið sé yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hafi með háttsemi sinni umrætt sinn gerst brotlegur við tilvitnað ákvæði 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Verður ákærði því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Þar sem ákærði hefur verið s ýknaður af kröfum ákæruvalds í máli þessu verður einkaréttarkröfum brotaþola vísað frá dómi með vísan til ákv. 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun verjanda og réttargæslumanns að meðtöldum v irðisaukaskatti, auk ferðakostnaðar, svo sem nánar er tiltekið í dómsorði. Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, X... , er sýkn af kröfum ákæruvalds í málinu. Einkaréttarkröfum brotaþola, A... , er vísað frá dómi. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. 600.000 króna þóknun og 26.840 króna ferðakostnaður skipaðs verjanda ákærða, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns, og 450.000 króna þóknun og 32.560 króna ferðakostnaður réttargæslumanns brotaþola, Björ ns Þorra Viktorssonar lögmanns. 9 Ásgeir Magnússon