Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 27. nóvember 2020 Mál nr. S - 457/2020 : Ákæruvaldið ( Agnes Björk Blöndal fulltrúi ) g egn Hermann i Knút i Sigtryggss yni Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 25. nóvember sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 4. september 2020, á hendur Hermanni Knúti Sigtryggssyni, kt. , , Akureyri, fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa, þriðjudaginn 26 . maí 2020, ekið bifhjólinu , sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni sem tekið var í þágu rannsóknar málsins mældist amfetamín 80 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 10 ng/ml) vestur Norðurland sveg og inn á bifreiðastæði við Leirunesti, þar sem hann ók einn hring í kringum verslun N1 og ekið svo greitt og án þess að miða ökuhraða við aðstæður til suðurs eftir Drottningarbraut, þar sem hann tók hægra megin fram úr bifreið, með því að aka út af ve ginum og þannig framúr bifreiðinni, og síðan vestur Miðhúsabraut þar sem lögregla stöðvaði akstur hans skammt austan við Skautahöllina. Teljast brot þessi varða við 1. mgr. 23. gr., 1. mgr. 36. gr., 1. mgr. sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1 . mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er þess krafist að honum verði gert að sæta sviptingu ökuréttar samkvæmt 99. og 101. gr. umfe rðarlaga nr. 77/2019. Ákærði sótti ekki þing, þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall. Þar var þess getið að málið kynni að verða dæmt að honum fjarstöddum, sbr. 1. mgr. 155. gr. laga nr. 88/2008. Er því heimilt samkvæmt 1. mgr. 161. gr. sömu laga með áorðnum breytingum að leggja dóm á málið að ákærða fjarverandi, enda varðar brot ekki þyngri viðurlögum en þar er áskilið í a - lið og framlögð gögn verða talin nægjanleg til sakfellingar. Verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar er rétt heimfærð til refsiákvæða. Af sakaferli ákærða skiptir það hér máli að 29. október 2018 gerði ákærði sátt við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra um greiðslu 180.000 króna í sekt vegna akstur s undir áhrifum fíkniefna. Var hann þá jafnframt sviptur ökurétti í eitt ár. Þann 2. desember 2 2019 hlaut ákærði dóm m.a. fyrir að aka sviptur ökurétti og u ndir áhrifum fíkniefna. Var refsing ákveðin 442.000 króna sekt o g var ákærði sviptur ökurétti í tvö ár . Nú er ákærði sakfelldur fyrir að aka sviptur ökurétti og undir áhrifum fíkniefna , en hann hefur nú í annað sinn ítrekað brot er lýtur að akstri undir áhrifum fíkniefna og fyrsta sinn sviptur ökurétti. Að þessu virtu og með vísan til sakaferils ákærða e r refsing hans ákveðin fangelsi í 45 daga . Með vísan til 3. mgr. 99. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 ber að svipta ákærða ökurétti ævilangt . Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, 147.029 krónur. Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. DÓMSO R Ð : Ákærði, Hermann Knútur Sigtryggsson, skal sæta fangelsi í 45 daga . Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði greiði 147.029 krónur í sakarkostnað .