1 D Ó M U R Héraðsdóms Norðurlands vestra 30 . apríl 2019 í máli nr. S - 23/2019: Ákæruvaldið (Sigurður Hólmar Kristjánsson saksóknarfulltrúi) gegn Jaroslaw Krupa (Steingrímur Þormóðsson lögmaður ) A Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið 15. aprí l sl., e r höfðað af lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra, 3. apríl 2019 , með ákæru á hendur Jaroslaw Krupa , fæddum 1990 , með óþekkt lögheimili erlendis en nú til dvalar í ríkisfangelsinu á Akureyri, ,,fyrir umferðarlagarbrot: I. M eð því að hafa þrið juda ginn 2. apríl 2019 kl. 15:48 ek ið bifreiðinni sviptur ökurétti ævilangt og með 114 km hraða á klukkustund, norður Norðurlandsveg við Hjaltabakka í Húnavatnshreppi, þar sem leyfður hámarkshraði var 90 km á klukkustund. Teljast brot ákærða varða við 1 . mgr. 4 8. gr. og 2. mgr. 37. gr., sbr. 1. mgr. umferðarlaga nr. 50,1987. II. Með því að hafa þriðjudaginn 2. apríl 2019 kl. 16:42, ekið sömu bifreið og frá greinir í ákærulið I., sviptur ökurétti ævilangt norður Norðurlandsveg við Varmahlíð í Skagafirði. Telst br ot ákærða varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar B Ákærði sótti þing og játaði skýlaust háttsemi þá sem í báðum liðum ák ærunnar greinir þegar málið var þingfest 15. apríl sl. 2 Var þá farið með málið eftir ákvæðum 1. mgr. 164. gr. laga um meðferð sakamála en ekki eru efni til að efast um játningu ákærða enda er hún í samræmi við gögn málsins. Með játningu ákærða er sekt hans nægilega sönnuð og eru brot hans réttilega færð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er nú sakfelldur fyrir að aka í tvígang sama dag sviptur ökurétti. Samkvæmt vottorði sakaskrár á ák ærði að baki nokkurn sakarferil og hefur hann ítrekað verið sakfelldur fyrir akstur u ndir áhrifum áfengis, ávana - og fíkniefna og fyrir akstur sviptur ökurétti. Síðast með dómi Landsréttar þar sem hann var dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir að aka átta sinnum sviptur ökurétti án þess að annað brot væri framið um leið, einu sinni fyr ir að ak a sviptur ökurétti gegn rauðu ljósi og verða valdur að umferðarslysi og þrisvar sin num fyrir að aka sviptur ökurétti undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Áður hafði hann í tvígang gengist undir sektarrefsingu með lögreglustjórasátt vegna fíkniefnaaks turs og í þrígang vegna sviptingaraksturs. Hann er því nú í fimmta sinn innan ítrekunartíma fundinn sekur um brot gegn 1. mgr. 4 8. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Að þessu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði. Sakarkostnaður féll ekki á málið við rannsókn þess hjá lögreglu. Ákærði naut aðstoðar verjanda og ber að dæma hann til að greiða þóknun verjanda síns, Steingríms Þormóðssonar lögmanns, sem þykir hæfileg ákveðin 84.320 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Af hálfu ákæruvald sins sót ti málið Sigurður Hólmar Kristjánsson fulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði Jaroslaw Krupa , sæti fangelsi í sex mánuði. Ákærði greiði 84.320 króna þóknun verjanda síns, St eingríms Þormóðssonar lögmanns. Halldór Halldórsson.