Héraðsdómur Austurlands Dómur 15. september 2020 Mál nr. S - 152/2020: Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) gegn X Mál þetta, sem dómtekið var 10. september sl. er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Austurlandi , útgefinni 5. ágúst sl., en móttekinni 21. sama mánaðar, á hendur X , kennitala , , : ,, fyrir skjalabrot á Fáskrúðsfirði, með því að hafa nokkru fyrir laugardaginn 20. júní 2020, án heimildar og í blekkingarskyni, sett skráningarmerkin , á bifreiðina , sem var þá án skráningarmerkja, þar sem þau höfðu verið innlögð hjá Aðalskoðun Austu rlandi þann 9. mars 2020. Telst þetta varða við 1. mgr. 157. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. breytingarlög. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði krefst vægustu refsinga sem lög ley fa. I. Fyrir dómi hefur ákærða skýlaust viðurkennt sakargiftir, líkt og broti hans er lýst í ákæru. Með játningu ákærða, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, sem og rannsóknargögnum lögreglu, er nægjanlega sannað að hann hafi gerst s ek um þá háttsemi sem lýst er í ákæru, en broti hans er þar og réttilega heimfært til laga. Að ofangreindu virtu verður ákærð i sakfelld ur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök og verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildará kvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. II. 2 Ákærði, sem er fæddur á árinu , hefur ekki áður sætt refsingu svo kunnugt sé. Í máli þessu hefur ákærði verið sakfelld fyrir skjalabrot hegningarlaganna. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin 30 daga fangelsi. Að v irtri skýlausri játningu ákærða við alla meðferð málsins, hjá lögreglu og fyrir dómi, en einnig iðrunar hans og lýsts sakarferils, þykir fært að skilorðsbinda refsingu hans , eins og segir í dómsorði. Samkvæmt yfirlýsingu fulltrúa ákæruvalds leiddi engan kostnað af rekstri máls þessa. Með málið fór af hálfu ákæruvalds Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í 30 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að tveimur árum liðnum frá dómsuppsögu, haldi hann almennt skilorð 57.gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.