Héraðsdómur Norðurlands eystra Ú rskurður 14. maí 2020 Mál nr. X - 154/2020: Halldór Jóhannsson Bjarnfreður H . Ólafsson lögmaður gegn þrotabúi Norðurslóðagátt arinnar ehf. Sigmundur Guðmundsson lögmaður Úrskurður Mál þetta , sem tekið var til úrskurðar 6. maí sl., barst dóminum með bréfi Sigmundar Guðmundssonar lögmanns, skiptastjóra þrotabús Norðurslóðagáttarinnar ehf., þar sem hann vísaði til dómsins ágreiningi sem komið hafði upp við skiptin, með vísan til 2. og 4. mgr. 154. gr. og 171. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Kemur þar fram að sóknaraðili, sem var fyrirsvarsmaður Norðurslóðagáttarinnar ehf., hafi krafist þess að skiptum á þrotabúinu yrði lokið á grundvelli 163. gr., sbr. 2. mgr. 154. gr. laga nr. 21/1991, og lýst því að hafa náð samkomulagi við alla kröf uhafa utan Lögís - lögmenn ehf . S óknaraðili hafi sagst myndu leggja fram tryggingu á fjárvö r slu reikning skiptastjóra til tryggingar þeirri kröfu, sem væri umdeild . Skiptastjóri hafi hafnað kröfu sóknaraðila með vísan til þess að ekki hefðu verið lagðar fram yfirlýsingar allra kröfuhafa um afturköllun krafna eða sönnun þess að þær væru fallnar niður, sbr. 2. mgr. 154. gr. laga nr. 21/1991 . Dómkröfur Dómkröfur sóknaraðila eru þær aðallega að skiptastjóra varnaraðila verði gert að ljúka gjaldþrotaskiptum með vísan til 2. mgr. 154. gr. gjaldþrotaskiptalaga o.fl. nr. 21/1991, sbr. 163. gr. sömu laga, gegn setningu tryggingar sóknaraðila fyrir kröfu Lögís - lögmanna í samræmi við 1. mgr. 163. gr. gjaldþrotaskiptalaga og afhen d a sókn araðila búið aftur til frjálsra u mráða. Til vara er þess krafist að skiptastjóra verði gert að taka afstöðu til eftirstandandi krafna án tafar. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar úr hendi varnaraðila að mati réttarins. Varnaraðili krefst þess að kröfum sóknaraðila verði hafnað. Þá krefst varnaraðili málskostnaðar úr hendi sóknaraðila að mati réttarins . Málavextir Með úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra dags. 24. september 2019 var bú Norðurslóðagáttarinnar ehf. tekið til gjaldþrotaskipta og Sigmundur Guðmundsson lögmaður skipaður skiptastjóri í búinu . Sóknaraðili var framkvæmdastjóri og 2 meðstjórnandi í félaginu. Innköllun til kröfuhafa var birt í fyrra sinni 30. september 2019. Kröfulýsingafrestur rann út 30. nóvember 2019 og hafði þá 16 kröfum verið lýst. Við upphaf skipta lýsti sóknaraðili því að hann hygðist ná samningum við alla kröfuhafa um afturköllun krafna og fá búið til frjálsra umráða. Í greinargerð skiptastjóra, sem er dagsett 30. apríl sl., kemur fram að ní u af sextán kröfum hefðu verið afturkallaðar og fjórar aðrar kröfur hefðu verið afturkalla ðar með fyrirvara /skilyrt . Í upphafi aðalmeðfer ðar málsins 6. maí sl. var lögð fram afturköllun á einni kröfu enn, en sú afturköllun er háð því skilyrði að þrotamaður grei ð i allan skiptakostnað . Aðila g reinir á um meðferð þeirra krafna sem þá standa eftir og hvort skilyrði standa til að ljúka skiptum á grundvelli 2. mgr. 154. gr. laga nr. 21/1991. Málsástæður og lagarök sóknaraðila Sóknaraðili lýsir því að Norðurslóðag áttin ehf. hafi eingöngu verið í tímabundnum fjárflæðisvand a þegar það var tekið til skipta . Félagið hafi m.a. verið þátttakandi í verkefnum styrktum af Evrópusambandinu. Honum sé brýnt að fá félagið sem fyrst leyst undan gjaldþrotaskiptum til að bjarga þeim verðmætu m sem lögð hafi verið í verkefnin. Samningaviðræður við kröfuhafa hafi geng ið vel hjá sóknaraðila og fljótlega hafi nánast allar kröfur verið greiddar upp eða afturkallaðar , utan kröfu ríkisskattstjóra sem nú hefur þó verið greidd , kröfu Lögís - lögmanna ehf. og skilyrt rar kröfu ESB sem hafi verið lýst löngu eftir að frestur til kröfulýsingar hafi verið liðinn . E ftir standi kröfur sóknaraðila. Sóknaraðili kveðst hafa fengið styrktargreiðslu frá ESB greidda til sín persónulega, gegn því að veita persónulega ábyrgð fyrir því að verkliðir sem hann ber i faglega ábyrgð á yrðu unnir. Hann hafi veitt persónulega ábyrgð gegn greiðslu styrks vegna tiltekins verkefn is til sín og nýtt greiðsluna til hagsbóta fyrir kröfuhafa, þ.e. til greiðslu krafna þeirra. Krafa Lögís - lögmanna ehf. sé til komin vegna vinnu lögmanns fyrir Norðurslóðagáttina ehf . Lögmaðurinn hafi rekið fjögur dómsmál fyrir félagið og s óknaraðili greit t fyrir það umsamið gjald og meira til . Þó hafi Lögís - lögmenn ehf. lýst kröfu upp á tæpar 17 milljónir króna í þrotabúið en s óknaraðili mótmælt kröfunni. S óknaraðili hafi , í samningsumleitunum, boðið greiðslu hluta kröfunnar og einnig veð í fasteign til tryggingar henni en kröfuhafinn ekki samþykkt það. S óknaraðili kveðst ítrekað hafa krafist skiptaloka eftir 2. mgr. 154. gr., sbr. 163. gr. laga nr. 21/1991, og formlega með bréfi dags. 20. mars sl. Skiptastjóri hafi hafnað því og sóknaraðili því krafist þess að málið yrði lagt fyrir dóm . Sóknaraðili kveðst aðallega bygg ja á því að skiptalok eigi að fara fram samkvæmt 2. mgr. 154. gr., sbr. 163. gr. laga nr. 21/1991 þannig að sóknaraðili fái þrotabúið aftur til frjálsra umráða gegn framlagningu fullnægjandi tryggingar fyrir umdeildri kröfu Lögís - lögmanna ehf. , og eftir atvikum s eint fram kominnar kröfu ESB, ef svo ólíklega vil ji til að á þ ær kröfur reyni. K rafa E S B sé of seint fram komin en só knaraðili hafi þegar veitt 3 sambandinu persónulega ábyrgð fyrir greiðslum til sín . Þá verði lögð fram upphæð inn á fjárvörslureikning skiptastjóra sem mæti eftirstæðum kröfum ef einhverjar verð i . Fyrir ligg i að allar kröfur haf i ýmist verið afturkallaðar eða séu fallnar niður utan kröfu E S B, kröfu Lögís - lögmann a ehf. og eigin krafna sóknaraðila. Krafa ESB sé of seint fram komin gagnvart félaginu en sé þó tryggð með persónuleg ri ábyrgð sóknaraðila auk þess sem sóknaraðili muni leggja fram tryggingu fyrir greiðslu hennar verði hún tekin til greina við skiptin . K rafa Lögís - lögmann a ehf. sé tilhæfulaus en þó verði reiðufé lagt á fjárvörslureikning skiptastjóra til tryggingar henni. Ó tækt sé að þrotamanni sé gert að greiða tilhæfula usar og ólögmætar kröfur til þess eins að sanna að þær séu fallnar niður í skilningi 2. mgr. 154. gr. laga nr. 21/1991 . S kiptalok geti farið fram samkvæmt 2. mgr. 154. gr. laganna leggi sóknaraðili fram fullnægjandi tryggingu á fjárvörslureikning skiptastj óra til þess að mæta hinni verulega umdeildu kröfu Lögís - lögmanna ehf. , sbr. 163. gr. sömu laga en í ákvæðinu sé ekki áskilið að skiptalok þurfi að hafa orðið með tilteknum hætti . Verði ekki fallist á aðalkröfu sóknaraðila um skiptalok á grundvelli 2. mgr . 154. gr., sbr. 163. gr. laga nr. 21/1991 , krefst sóknaraðili þess að skiptastjóra varnaraðila verði gert að taka afstöðu til fyrirliggjandi krafna án tafar og vísað til 1. mgr. 119. gr. laga nr. 21/1991 . Nú sé svo komið að eftir standi aðeins umdeild og tilhæfulaus krafa Lögís - lögmanna ehf. ásamt kröfu E S B sem hafi verið lýst allt of seint og sé að auki skilyrt að því leyti að allur kostnaður félagsins komi til frádráttar henni, verði hún samþykkt af skiptastjóra. Um málskostnað vísar sóknaraðili til 130 . gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Þá er einnig byggt á því að skiptastjóri varnaraðila hafi sýnt af sér svo mikið tómlæti að rétt sé að varnaraðila verði gert að greiða sóknaraðila málskostnað, sbr. b - lið 1. mgr. 131. gr. sömu laga . Málsástæður og lagarök varnaraðila Varnaraðili kveður rétt a ð sóknaraðili hafi frá upphafi lýst því að hann hygðist greiða lýstar kröfur eða eftir atvikum ná samningum við kröfuhafa um afturköllun krafna og ná fram skiptalokum eftir 2. mgr. 154. gr. laga nr. 21/1991 . Í skýrslutöku hjá skiptastjóra þann 15. október 2019 hafi sóknaraðili sagt helstu kröfuhafa félagsins vera sýslumanninn á Norðurlandi eystra, Íslandsbanka og Lífeyrissjóð verslunarmanna. Miklir hagsmunir væru í húfi vegna verkefna er félagið væri aðili að og styrkt væru af Evrópusambandinu. Greiðslur vegna þeirra væru væntanlegar að því gefnu að verkefni þessi yrðu unnin af hálfu félagsins. Skiptastjóri hafi kynnt kröfuskrá sína á skiptafundi þann 16. desember 2019. Við skiptin hafi verið lýst 16 kröfum. Sk iptastjóri hafi samþykkt tvær forgangskröfur en ekki tekið afstöðu til almennra krafna og eftirstæðra, þar sem ekki hafi verið talið líklegt að upp í þær greiddist við skiptin. Þá hafi skiptastjóri skipað kröfu Lögís - lögmanna ehf. í flokk almennra krafna, án þess að afstaða væri tekin til hennar að öðru leyti. 4 Skiptastjóra haf i borist afturkallanir vegna níu krafna og afturkallanir fjögurra annarra krafna með fyrirvara. Í skýrslutöku skiptastjóra þann 24. febrúar 2020 hafi sóknaraðili verið inntur eftir því hvaðan hann hefði fengið fjármuni til að greiða tilteknar kröfur. Hann hafi tjáð skiptastjóra að bróðir hans hefði aðstoðað. E ngar greiðslur hefðu borist vegna framangreindra verkefna fyrir ESB og hann hefði ekki til kynnt viðsemjendum félagsins um að greiðslur vegna þeirra ættu að berast annað. Skiptastjóra hafi svo borist tölvupóstur 11. mars 2020 frá Alfred Wegener stofnuninni í Þýskalandi , þar sem fram hafi komið að stofnunin hefði greitt fyrirframgreiðslur til Nor ðurslóðagáttarinnar ehf. á árinu 2019 og myndi krefja þrotabúið um endurgreiðslu þeirra. Um væri að ræða greiðslu á 118.354,58 evrum þann 3. desember 2019 og 61.003,87 evrum þann 4. desember 20 19 . U pplýsingar sem sóknaraðili hafi veitt stofnuninni um mótta kanda greiðslna hafi gefið til kynna að móttakandi væri félagið en greiðslur hafi farið inn á reikning sóknaraðila. S tofnunin hafi lagt til að rift y rði öllum samningum við varnaraðila og sagt sóknaraðila hafa brugðist trausti. Vísað er til þess í greinar gerð að ekki hafi verið afturk ölluð k rafa ríkisskattstjóra, sem nú hefur verið afturkölluð með fyrirvara, krafa Lögís - lögmanna ehf. og kr afa sem sóknaraðili sjálfur hafi lýst þann 2. mars 2020. Þá ligg i ekki fyrir hvort deilt sé um afstöðu skiptastjóra til tiltekinnar kröfu, sem hafi verið lýst sem veðkröfu og kröfueigandi ekki fallist á afstöðu skiptastjóra um að kröfunni skyldi skipað í flokk almennra krafna, án þess að afstaða væri tekin til hennar að öðru leyti. Sú krafa sé s amkvæmt framsali dags. 1. mars 2020 eign sóknaraðila. Skiptastjóra hafi borist kröfulýsing Evrópusambandsins að fjárhæð 151.883 evrur vegna atvika sem urðu eftir að búið var tekið til skipta . Skiptastjóri hafi í fyrstu vísað kröfu nni frá þar sem hún hafi borist óundirrituð í tölvupósti. Því hafi verið lýst yfir að vænta megi frekari krafna frá ESB vegna vanefnda Norðurslóðagáttarinnar ehf. Þá hafnar v arnaraðili staðhæfingum sóknaraðila um óeðlilegan drátt á skiptameðferð . Varnarað ili vísar til þess að aðalkr afa sóknaraðila sé í ósamræmi við reglur réttarfars um skýran og glöggan málatilbúnað, sbr. d - lið 1. mgr. 80. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991 en t rygging vegna kröfu Lögís lögmanna ehf . hafi ekki verið lögð fram af ha ns hálfu. Ekki sé getið um fjárhæð tryggingarinnar, fyrir hvaða tíma sóknaraðili hyggist setja hana og á hvaða formi. Í kröfunni felist beiðni um álit dómstóls um lögfræðilegt efni og það stríði gegn 1. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála. Varnaraðili kveðst hafna því að heimilt sé að ljúka skiptum á þrotabúinu skv. 2. mgr. 154. gr. , sbr. 163. gr. laga nr. 21/1991 . Kröfur Lögís - lögmanna ehf. og ESB hafi ekki verið afturkallaðar og sóknaraðili ekki lagt fram sönnun þess að þær séu fallnar niður, sbr. 2. mgr. 154. gr. laga nna . S taðhæfingar sóknaraðila um óréttmæti þeirra skipt i að mati varnaraðila engu. Kröfurnar séu enn til staðar og ekki verð i leyst úr ág reiningi um þær í þessu máli. F ramlagning tryggingar af hálfu sóknaraðila til efnda kröfu Lögís - lögmanna ehf. teljist ekki sönnun þess að hún sé afturkölluð eða niður fallin, sbr. 2. mgr. 154. gr. Þá er vísað til þess að hluti krafna haf i verið afturkallað ar með fyrirvara sem ekki séu 5 uppfylltir. H lutverki skiptastjóra ljúki við skiptalok í þrotabúi og e ftir það hafi skiptastjóri engar heimildir til reksturs dómsmáls fyrir hönd þrotabús vegna ágreinings sem uppi sé um viðurkenningu á lýstri kröfu. Varnarað ili mótmælir varakröfu sóknaraðila um að skiptastjóra verði gert að taka afstöðu án tafar til eftirstandandi krafna og vísar til þess að í bréfi skiptastjór a til héraðsdóms, dags. 3. apríl 2020 hafi þeim ágreiningi ekki verið vísað til dómsins. E kki sé heimilt að taka til meðferðar héraðsdóms aðrar kröfur en þær er skiptastjóri hafi lýst í bréfi s í nu til héraðsdóms, sbr. 3. tl. 1. mgr. 171. gr. laga nr. 21/1991. Af þeim sökum beri að hafna varakröfu sóknaraðila. Varnaraðili mótmælir málskostnaðarkröfu só knaraðila og sérstaklega tilvísun sóknaraðila til b - liðar 1. mgr. 131. gr. laga nr. 91/1991. Um málskostnaðarkröfu vísar varnaraðili til 129. gr. og 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, sbr. 2. mgr. 178. gr. laga nr. 21/1991 og um virðisaukaskat t á málflutningsþóknun til laga nr. 50/1988. Niðurstaða Aðalkrafa sóknaraðila er sú að skiptastjóra varnaraðila verði gert að ljúka gjaldþrota - skiptum með vísan til 2. mgr. 154. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 163. gr. sömu laga, gegn setningu tryggingar sóknaraðila fyrir kröfu Lögís - lögmanna ehf. í samræmi við 1. mgr. 163. gr . laganna, og afhenda sóknaraðila búið aftur til frjálsra umráða. Samkvæmt 2. mgr. 154. gr. laga nr. 21/1991 skal skiptum lokið ef þrotamaðurinn leggur fram, eftir lok kröfulýsingafrests, yfirlýsingar allra þeirra sem lýst hafa kröfum um að þeir afturkalli þær eða þrotamaðurinn sannar að þær séu fallnar niður. Skal skiptastjóri þ á, samkvæmt 3. mgr., afhenda þrotamanninum þær eignir þrotabúsins sem ha nn hefur undir höndum, enda sé kostnaður af skiptunum greiddur áður. Í ákvæðinu eru talin skilyrði þess að þrotamanni verði afhentar þær eignir þrotabúsins sem skiptastjóri hefur undir höndum . V erður það aðeins gert séu þau uppfyllt að öllu leyti og breytir ákvæði 163. gr. laganna engu þar um . Fyrir liggur að ekki hafa allar lýstar kröfur verið afturka llaðar eða þrotamaður sannað að þær séu fallnar niður . Þegar af þe irri ástæðu er aðalkröfu sóknaraðila hafnað. Til vara krefst sóknaraðili þess að skiptastjóra verði gert að taka afstöðu til þeirra kraf na sem eftir standa, án tafar. Í 1. mgr. 171. gr. la ga nr. 21/1991 segir að e f ágreiningur rís um atriði við gjaldþrota - skipti, sem mælt er fyrir um í lögu nu m að skiptastjóri skuli beina til héraðsdóms til úrlausnar, svo og ef skiptastjóri telur þörf úrlausnar héraðsdóms um önnur ágreiningatriði sem upp kom a við gjaldþrotaskipti, sk uli hann beina kröfu um það til héraðsdóms. Samkvæmt ákvæðinu koma ágreiningsefni aðeins til kasta dómstóla að frumkvæði s kiptastjór a . Ágreiningsefni þ ví, sem varakrafa sóknaraðila lýtur að , var ekki beint til dómsins með bréfi skiptastjóra dags. 3. apríl sl. E r kröfunni því vísað frá dómi. 6 Eftir úrslitum málsins, og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála skal sóknaraðili greiða varnaraðila 400 .000 krónur í málskostnað. Arnbjörg Sigurðar dóttir settur héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan . Ú r s k u r ð a r o r ð : Hafnað er kröfu sóknaraðila, Halldórs Jóhannssonar, um að skiptastjóra varnaraðila , þrotabús Norðurslóðagáttarinnar ehf., verði gert að ljúka skiptum á varnaraðila eftir reglum 2. mgr. 154. gr., sbr. 163. gr. laga nr. 21/1991 og afhenda sóknaraðila búið til frjálsra umráða gegn greiðslu til tryggingar á kröfu Lögís - lögmanna ehf. K röfu sóknaraðila , um að skiptastjóra verði g ert að taka afstöðu til þeirra krafna sem eftir standa án tafar , er vísað frá dómi . Sóknaraðili greiði varnaraðila 400 .000 krónur í málskostnað.