Héraðsdómur Vesturlands Dómur 1 9 . mars 2020 Mál nr. S - 143/2019 : Ákæruvaldið ( Emil Sigurðsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Birgi Vestmann Halldórss yni ( Magnús Jónsson lögmaður) Dómur I. Mál þetta , sem dómtekið var 26. febrúar sl., er höfðað af lögreglustjóranum á Vesturlandi með ákæru, dags. 28. á gúst ... , Vesturgötu 65, Akranesi, fyrir líkamsárás aðfaranótt sunnudagsins 7. júlí 2019, á hafnarsvæðinu við Faxabraut á Akranesi, með því að hafa veist að A... , kt. ... , skallað A... í andlitið þannig að hann féll í götuna, allt með þeim afleiðingum að A... hlau t skurð og margúl (hematoma) yfir hægra auga. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði Ákærði krefst þess að má linu verði vísað frá dómi. Að öðrum kosti krefst hann þess aðallega að hann verði sýknaður af ákæru , en til vara að honum verði ekki gerð refsing í málinu og t il þrautavara að refsing verði ákveðin eins væg og lög leyfa og þá bundin almennu skilorði. Loks verði allur sakarkostnaður felldur á ríkissjóð , þ. á m. málsvarnarlaun skipaðs verjanda með hliðsjón af tímaskýrslu . II. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að lögregl umenn hafi verið við eftirlit á í rskum dögum á Akranesi aðfaranótt 7. júlí 2019. Er þ eir h afi verið staddir fyrir utan vesturhlið tónleikasvæðis hátíðarinnar hafi gæslu maður komið hlaupandi til þeirra og óskað eftir aðstoð vegna slagsmála. Þegar þeir hefðu komið að sjúkragám i við austurenda tónleikasvæðisins hefði ákærði setið þar fyrir utan un dir eftirliti gæslumanna. Brotaþoli hafi hins vegar setið inni í sjúkragáminum og starfsmenn verið þar að hlúa að honum. Er í skýrslunni tekið fram að b rotaþoli hafi verið með um 5 c m langan skurð á hægri 2 augabrún og að mikil bólga hafi verið að myndast un dir skurðinum. Er haft eftir brotaþol a að hann hefði verið staddur fyrir utan salernisaðstöðuna á tónleikasvæðinu ásamt vinkonu sinni þegar ákærði h efði komið til þeirra og farið að reyna við vinkon u hans . Hefði brotaþoli beðið hann um að hætta því en þá h efði ákærði skallað hann á augabrúnina. B rotaþoli hefði þá á móti kýlt ákærða á kjaftinn . Í málinu liggur fyrir áverkavottorð frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, dags. 19. júlí 2019 . Kemur þar fram að brotaþoli hafi leitað á deildina laust eft ir klukkan fjögur að morgni 7. júlí 2019 og sagst hafa átt í hand alögmálum við óþekktan aðila á í rskum dögum á Akranesi. Er tiltekið að brotaþoli hafi verið með margú l (e. hematoma) yfir hægra auga en ekki væri mar að öðru leyti. Við skoðun hafi sjón reyns t óskert , ljósop jafnvíð og sv arað ljósi bæði beint og óbeint. Skurður hafi ekki verið djúpur og hafi hann verið límdur með vefjalími. III. Skýrslur fyrir dómi Ákærði lýsti atburðum á þann veg að hann h efði verið á skemmtuninni Lopapeysunni á írskum dö gum og þurft að fara þar á klósettið. Er þangað var komið hefði B... , vinur hans, verið þar í einhverju rifrildi við brotaþola og kallað til hans eftir aðstoð. Kvaðst ákærði hafa reynt að komast að því hvað væri í gangi og reynt að róa aðstæður, en lítið gengið . Áður en hann vi ssi af h efði brotaþoli farið að hrinda B... , verið óður , og ætlað í þá með hnefann á lofti. Kvaðst ákærði þá hafa stigið upp á móti brotaþola , með hausinn á undan sér , og þeir við það skollið saman með höfuðin . Hefði b rotaþoli við það fallið í jörðina og dregið ákærða með sér. Hann hefði náð að rífa sig frá honum og ganga í burtu . Nánar a ðspurður kvað ákærði það ekki hafa verið ásetning sinn að skalla brotaþola í höfuðið . H efði hann farið með hausinn á undan sér þegar hann steig á móti brotaþola , en brotaþoli hefði ætlað að ráðast á hann með kre pptum hnefa. Taldi ákærði áverkana á brotaþola hafa hlotist af því þegar enni þeirra rákust saman. Brotaþoli lýsti atburðum þannig að hann h efði verið á umræddri skemmtun með tveimur vinkon um sínum , sem h efðu þurft að fara á salernið. Þar fyrir utan hefði komið til hvassra orðaskipta milli hans og annars manns sem þar hefði verið staddur. Hann hefði svo ætlað að ganga í burtu en viðkomandi þá kallað á eftir honum að það væri skr ý tið að flýja af 3 hólmi þegar vinir hans kæmu , en ákærði hefði þá verið kominn á staðinn . Brotaþoli kvaðst þá hafa snúið sér við til að tilkynna þeim að hann væri ekk ert hræddur við þá, en þá hefði ákærði skallað hann. Hann hefði dottið við það aftur fyrir sig og lent á olnboganum. Hann hefði svo staðið upp og farið í burtu. Einhverjir g æsl umenn hefð u svo séð hann alblóðugan og farið með hann í sjúkraskýli og búið um sárin. Aðspurður kvaðst brotaþoli ekki hafa átt nein orðaskipti við ákærða áður en ákærði skallaði hann og ekkert þekkt til þessara manna . Hafnaði hann þeim framburði ákærða að hann hefði verið með hnefa nn á lofti umrætt sinn og kvaðst hann telja árásina á sig hafa verið tilefnislausa. B ... kvaðst hafa verið undir verulegum áh rifum umrætt sinn og myndi því ekki mikið eftir atvikum. Kvaðst hann muna eftir því að hafa kallað eftir aðstoð ákærða. Þá myndi hann eftir ákærða og brotaþola í jörðinni , en ekkert umfram það . Spur ður nánar af verjanda , hvort brotaþoli hefði verið ógnandi , hvort hann teldi að þeir ákærðu hefðu verið í hættu staddir og hvort ákærði hefði bjargað honum frá árás , kvað vitnið svo vera . Einnig játaði vitnið spurningu verjandans um hvort brotaþol i hefði ýtt við honum. Spurður út í þann framburð sinn hjá lögreglu að ákærði hefði skallað brotaþola sagði hann að þeir hefðu rekist saman og síðan orðið einhver átök. Kvaðst hann telja að hann hefði munað betur eftir atvikum þegar hann gaf skýrslu sína hjá lögreglu en nú fyrir dómi. IV. Niðurstaða Ákærði krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi á þeirri forsendu að rannsókn þess hjá lögreglu fyrir útgáfu ákæru hafi verið svo ábótavant að skert hafi möguleika hans á að taka til varna. Í málinu liggja fyrir lögregluskýrslur sem teknar voru af ákærða, brotaþola og vitninu B ... um málsatvik fyrir útgáfu ákæru. Þá var við upphaf aðalmeðferðar málsins lögð fram lögregluskýrsla til upplýsingar um það að lögregla hefði rætt símleiðis við tvær stúlkur sem brotaþoli hafði tilgreint í skýrslu sinni h já lögreglu að staddar hefðu verið við vettvang þegar atvik gerðust. Er þar eftir þeim haft að þær hefðu vissulega verið með brotaþola í greint sinn en að þær hefðu þó ekki orðið vitni að þeim samskiptum milli ákærða og brotaþola sem mál þetta snýst um. En da þótt fallast megi á það með ákærða að heppilegra hefði verið fyrir alla meðferð málsins að framangreint hefði legið fyrir áður en til útgáfu ákæru kom verður þó ekki talið að síðbúin 4 framlagning umræddrar skýrslu geti í neinu tilliti varðað frávísun mál sins frá dómi. Verður frávísunarkröfu ákærða því hafnað. Brotaþoli hefur borið um það, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, að ákærði hafi skallað hann án sérstaks tilefnis í ennið. Er ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu rúmum hálfum mánuði eftir að umætt atvik á tti sér stað viðurkenndi hann að hafa skallað brotaþola í ennið og að brotaþoli hefði við það fallið í götuna. Hefði honum fundist brotaþoli mjög ógnandi í framkomu, en brotaþoli hefði talað um að hann ætlaði að berja hann og B... . Fyrir dómi bar ákærði á þann veg að brotaþoli hefði byrjað að hrinda B... og ætlað í þá með hnefann á lofti. Hefði ákærði þá móti brotaþola, með hausinn á undan sér , og þeir við það skollið saman með höfuðin. B... , vi nur ákærða, kvaðst fyrir dómi lítið muna eftir a tvikum vegna mikillar ölvunar , umfram það að ákærði og brotaþoli hefðu rekist saman eftir að brotaþoli hefði ýtt við vitninu. Taldi hann sig hafa munað atvik betur er hann skýrði lögreglu frá því að ákærði hefði skallað brotaþol a eftir að brotaþoli hefði hrint vitninu og verið ógnandi í framkomu. Þegar framangreint er virt heildstætt og einnig horft til fyrirliggjandi læknisvottorðs um áverka á brotaþola telur dómurinn fram komna sönnun um að ákærði hafi í greint sinn skallað brot aþola í ennið með þeim afleiðingum sem tilgreindar eru í ákæru. Verður ákærði því sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með því að ekki telst nægilega fram komið að sú aðstaða hafi verið uppi í aðdraganda árásarinn ar að viðbrögð ákærða hafi getað helgast af neyðarvörn, sbr. 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, eða að ákv. 1. og 4. tölul. 74. gr. eða 3. mgr. 218. gr. c í sömu lögum geti átt við um ákvörðun refsingar ákærða í málinu, þykir refsing hans , með hli ðsjón af hreinu sakavottorði, hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Þykir mega skilorðsbinda þá refsingu með þeim hætti er í dómsorði greinir. Ákærði greiði allan sakarkostnað samkvæmt sakarkostnaðaryfirliti og þóknun og ferðakostnað verjanda síns, að me ðtöldum virðisaukaskatti, svo sem í dómsorði greinir . Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómsorð: 5 Ákærði, Birgir Vestmann Halldórsson, sæti fangelsi í 30 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur á rum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Ákærði greiði 6 75.400 krónur í sakarkostnað, þar með talin 6 00 .000 króna málsvarnarlaun og 66.000 króna ferðakostnað skipaðs verjanda síns , Magnúsar Jónssonar lögmanns . Ásgeir Magnússon Á s g e M n