Héraðsdómur Vesturlands Úrskurður 28. apríl 2020 Mál nr. Q - 218/2019 : A ( Þorbjörg Inga Jónsdóttir lögmaður) gegn B, D og E ( Þórhallur Haukur Þorvaldsson lögmaður) Úrskurður I. Mál þetta barst héraðsdómi með bréfi skiptastjóra mótteknu 30. september 2019 vegna dánarbús F... , sem lést ... 2006. Var málið þingfest 5. desember 2019 og tekið til úrskurðar að lokinni aðalmeðferð 31. mars sl. Sóknaraðili, A... , ... , ... , krefst þess a ð við skipti á dánarbúi F... verði útlagðar til hennar fasteignir búsins að ... og ... , ... , og lóð á ... , ... , landnr. ... , gegn greiðslu til dánarbúsins á því sem hún á ekki tilkall til af matsverði þeirra að arfi og búshluta. Þá krefst hún þess að varna raðilar greiði henni óskipt allan málskostnað samkvæmt mati dómsins. Varnaraðilar, B... , ... , ... , D... , ... , ... , og E... , ... , ... , krefjast þess að frumvarp skiptastjóra til úthlutunar úr dánarbúi F... , sem lagt var fyrir skiptafund 26. september 2019, verði staðfest og að öllum kröfum sóknaraðila verði hafnað. Jafnframt krefjast þeir málskostnaðar. II. Með úrskurði Héraðsdóms Vesturlands 18. mars 2015 var dánarbú F... , sem lést ... 2006, tekið til opinberra skipta og G... lögmaður skipaður skiptastjó ri . Í bréfi skiptastjóra til 2 dómsins kemur fram að með leyfi sýslumannsins í Reykjavík hinn 19. maí 2006 hafi sóknaraðili, ekkja F... , fengið leyfi til setu í óskiptu búi þeirra , en ... 2014 hafi hún gengið í hjónaband að nýju og leyfið þá fallið niður. Up phaflega hafi erfingjar búsins verið, auk sóknaraðila, sameiginleg börn þeirra, E... , D... , H... , I... , B... , J... og K... . K... og I... hafi síðan afsalað sér arfi úr dánarbúinu og hafi I... gert það gegn því skilyrði að hans arfshluti gengi til sóknaraði la. Eignir dánarbúsins eru þessar: Áætlað verðmæti: ... , ... , 50% kr. 7.500.000 ... , ... , 50% (tveir eignarhl. ) - 2.550.000 ... , sumarhús án lóðarréttinda - 5.500.000 ... , sumarhús án lóðarréttinda - 3.500.000 Lóð á jörðinni ... , ... - 5.000.000 Geymsluskúr og heitur pottur við sumarh ús - 400.000 Verðbréf - 6.100.000 Bankainnistæður - 3.289.765 Bifreið - 4.370.000 Samtals kr. 38.209.765 Við skipti dánarbúsins hefur ver ið uppi ágreiningur milli erfingja um ýmis málefni þess . Þannig var lagður fyrir dómstóla ágreiningur um gildi tveggja kaupmála milli sóknaraðila og F... , en með dómi Hæstaréttar í máli nr . ... /2016 var staðfestur úrskurður héraðsdóms um að báðir kaupmálar nir væru ógildir og yrðu ekki lagðir til grundvallar við skipti á dánarbúinu. Þá var lagður fyrir héraðsdóm ágreiningur milli erfingja um frumvarp til úthlutunar úr dánarbúsinu, sem skiptastjóri hafði lagt fram á skiptafundi 15. mars 2017. Var því máli vís að frá dómi með úrskurði uppkveðnum 11. apríl 2018. Loks krafðist einn erfingi búsins þess að skiptastjóra yrði vikið frá störfum, en með úrskurði Landsréttar ... 2018 var staðfestur úrskurður héraðsdóms um að hafna bæri þeirri kröfu. Á skiptafundi í búin u 23. nóvember 2018 og síðan á ný hinn 26. september 2019 lagði skiptastjóri fram tillögu þess efnis að 50% eignarhlutur búsins í ... yrði seldur til varnaraðila fyrir 2.550.000 krónur. Kemur fram í bréfi skiptastjóra að það hefði verið eina tilboðið nálæg t ásettu verði sem borist hefði fyrir skiptafundinn 23. nóvember 2018, en eignin hefði verið í sölumeðferð í nokkra mánuði þar á undan án þess að tilboð bærist. 3 Í tillögu skiptastjóra hefði og falist að eignum búsins yrði skipt á eftirfarandi hátt: Í hlut sóknaraðila kæmi 50% eignarhluti í ... , sumarhúsið ... , ásamt tilheyrandi lóðarréttindum og heitum potti, verðbréf, bankainnistæður og bifreið. Í hlut J... og H... í óskiptri sameign kæmi sumarhúsið ... , ásamt tilheyrandi lóðarréttindum og geymsluskúr. Lok s kæmi lóðin á ... óskipt í hlut varnaraðilanna þriggja. Söluandvirði eignarhlutans í ... yrði síðan notað til að jafna arfshluta auk þess sem það gengi til greiðslu skiptakostnaðar. Sóknaraðili hefði hins vegar krafist þess að fá að leysa til sín lóðina á ... , eignarhlut búsins í ... og ... - gr. laga nr. 20/1991. Á skiptafundinum 26. september sl. hefði skiptastjóri hafnað kröfu sóknaraðila um útlagningu eignarinnar að ... og lóðarinnar á ... þar sem þær eignir hefðu ekki verið í eigu F... þegar hann lést hinn ... 2006. Hefði sóknaraðili eignast eignarhlutann í ... með afsölum 2. júlí og 27. ágúst 2012. Þá hefði lóðin á ... ekki verið til sem sérstök eign í janúar 2006, en hún hefði verið stofnuð í árslok 2006 og skjöl um þar um þinglýst í febrúar 2007. Sóknaraðili hefði, ásamt þeim J... og H... , hafnað tillögum skiptastjóra. Hins vegar hefðu varnaraðilar samþykkt hana en hafnað kröfum sóknaraðila um útlagningu. Þar sem ekki hefði reynst unnt að jafna þennan ágreining væ ri nauðsynlegt að bera hann undir héraðsdóm til úrlausnar. III. Sóknaraðili kveðst byggja kröfu sína á því að hún hafi skýran og ótvíræðan rétt til að fá útlagðar til sín þær eignir dánarbúsins sem hún kjósi sem eftirlifandi maki hins látna samkvæmt megi nreglu 1. mgr. 35. gr. laga nr. 21/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Í ákvæðinu komi fram að maki hafi heimild til að leysa til sín einstakar eignir dánarbúsins og sé þessi innlausnarheimild ekki takmörkuð við þær eignir sem hafi verið til staðar við andlát hins skammlífari maka. Vísi þessi meginregla aðeins til eigna dánarbúsins, en það séu allar þær eignir búsins sem falli undir skiptin, eins og þær séu skilgreindar í 1. mgr. u gr. þá felist ekki í því takmörkun á því hvaða eignir maki geti leyst til sín, heldur aðeins árétting á því að útlausnarreglan eigi bæði við um hjúskapareignir o g séreignir. Eina skilyrðið sem fram komi í ákvæðinu sé að við útlagninguna sé gengið frá greiðslu til búsins á því sem maki eigi ekki tilkall til af matsverði, en það sé uppfyllt í máli þessu. 4 Sóknaraðili bendi á að það sé meginregla laga nr. 20/1991 að við opinber skipti á dánarbúi verði eignum þess komið í verð og andvirði þeirra, að frádregnum skuldum, erfðafjárskatti og kostnaði við skiptin, greitt erfingjum til fullnustu arfskröfum þeirra. Hins vegar séu í III. kafla laganna, sem fjalli um sérstök ré ttindi erfingja við skiptin, tilgreindar undantekningar frá framangreindri meginreglu á þann veg að erfingjar geti krafist þess að einstakar eignir dánarbús verði lagðar þeim út á matsverði. Komi þar fram í 36. gr. laganna réttur maka til að fá eignir lagð ar út upp í búshluta sinn, sem sé um leið forgangsréttur hans umfram aðra erfingja. Byggi sóknaraðili á því að framangreind regla eigi við um allar þær eignir sem greini í hennar dómkröfum, svo sem fram komi í málavaxtalýsingu, ekki síst eignina ... , sem h afi verið í eigu sóknaraðila allt frá árinu 1993 þótt hún hefði áður selt stærri hluta þeirrar eignar. Sjónarmið þessi hafi verið virt að vettugi í umdeildri tillögu skiptastjóra og sé henni því hafnað. Sóknaraðili telji að hún eigi sem eftirlifandi maki forgangsrétt til þess að fá útlagðar til sín við skiptin eignir sem hún annaðhvort nýti til búsetu eða til verkefna sem hún sinni og eigi þau sjónarmið bæði við um fasteignina að ... og ... , en aðrir erfingjar hafi engin sérstök tengsl við þær eignir eða h agsmuni sem teng i st þeim. Ætti þannig aldrei að koma til álita að þeir fái að leysa eignir til sín við dánarbússkiptin, nema eignir sem sóknaraðili vilji sjálf ekki leysa til sín. Þá komi heldur ekki til greina að selja öðrum erfingjum en eftirlifandi maka eða þriðja aðila eignir nema fyrir liggi samþykki frá sóknaraðila, sem eftirlifandi maka, en þennan forgangsrétt maka megi ekki aðeins ráða af 35. og 36. gr. laga nr. 20/1991 heldur jafnframt af 109. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993. Þá byggi sóknaraðili á því að vegna þess að eignarhlutarnir í ... séu í óskiptri sameign hennar og eiginmanns hennar eigi það enn frekar að renna stoðum undir útlagningu til hennar á þeirri eign, enda verði ráðstöfun á eignaraðild að óskiptri sameign ekki gerð með sama hætti og ef um væri að ræða sérgreind eignarréttindi. Loks sé á því byggt að sóknaraðili hafi með framlagningu gagna sýnt fram á að allar hinar umdeildu eignir stafi frá henni, hvort sem er frá tímabilinu áður en hinn látni féll frá eða þar á eftir. Þegar af þeir ri ástæðu standi það henni næst að fá að leysa viðkomandi eignir til sín, enda eigi hún að auki verulegan hluta hins óskipta bús. 5 IV. Varnaraðilar kveðast taka undir það sjónarmið skiptastjóra að óskertur útlagningarréttur erfingja, þ. á m. eftirlifandi maka, taki einungis til þeirra eigna sem til staðar hafi verið á dánardegi en ekki annarra eigna. Eigi það bæði við um ... og lóðina á ... . Sé því ljóst að samkvæmt orðalagi 1. mgr. 35. gr. laga nr. 20/1991 sé þar einungis vísað til þeirra eigna, hjúskapar - við andlát F... . Önnur lögskýring sé ótæk, enda ekki í samræmi við hljóðan ákvæ ðisins. Sé í því sambandi til þess vísað að umrædd regla hafi verið sett með það að markmiði að gera erfingjum kleift að krefjast útlagningar eigna sem verið hafi í búinu fyrir andlát, sbr. ákv. 2. mgr. 36. gr. laganna, er lúti að sérstöku gildi eignar fyr ir erfingja. Útlagningarreglan sé undantekning frá meginreglunni um það hvernig skipta beri eignum dánarbús og beri að skýra hana þröngri skýringu í samræmi við það. Fyrir liggi að lóðin á ... hafi ekki verið til sem sérstök eign við andlát F... hinn ... 2006, þar sem hún hafi verið stofnuð í lok þess árs og þinglýst í febrúar 2007. Auk þess hafi jörðin ... verið seld með kaupsamningi, dags. 23. maí 2007. Þá hafi sóknaraðili eignast 50% hlut í ... með afsali 2. júlí 2012. Umræddar eignir hafi því ekki ver ið í eigu F... við andlát hans og eigi sóknaraðili því ekki sérstaka kröfu til útlagningar þeirra umfram aðra erfingja. Á það sé og bent að sóknaraðili hafi ekki sýnt fram á að umræddar eignir, einkum lóðin á ... , hafi sérstakt gildi fyrir hana. Þá hafi sóknaraðili krafist þess fyrir dómi, í málinu nr. Q - 1/2017, að fyrra frumvarp skiptastjóra yrði staðfest og þar með að umræddri lóð yrði úthlutað til annarra erfingja en sóknaraðila. Sé kröfugerð sóknaraðila nú um útlagningu lóðarinnar því í fullkominni an dstöðu við fyrri afstöðu hennar og sýni, svo ekki verði um villst, að hún telji eignina ekki hafa sérstakt gildi fyrir sig, sbr. sjónarmið í 2. mgr. 36. gr. laga nr. 20/1991. V. Eins og áður hefur verið rakið sat sóknaraðili í óskiptu búi eftir fyrri eigi nmann sinn, F... , sem lést hinn ... 2006, allt þar til hún gekk í hjónaband að nýju ... . Var dánarbú þeirra í 6 kjölfarið tekið til opinberra skipta 18. mars 2015 og skiptastjóri skipaður til að annast þau. Sóknaraðili krefst þess að við skipti dánarbúsins verði útlagðir til hennar 50% eignarhlutar búsins í ... og ... , ... , auk lóðar búsins á ... í ... , gegn greiðslu til dánarbúsins á því sem hún á ekki tilkall til af matsverði þeirra að arfi og búshluta. Af bréfi skiptastjóra og kröfugerð málsaðila verður ráðið að ágreiningur þeirra nú snúist í grunninn um synjun skiptastjórans á ósk sóknaraðila um að leysa til sín tvær síðargreindu eignirnar, sem birtist í tillögu hans til úthlutunar á eignum dánarbúsins á skiptafundi 26. september 2019. Kemur fram í bréfi skiptastjórans að ekki hefði verið unnt að fallast á að eignir þessar yrðu lagðar út til sóknaraðila þar sem þær hefðu ekki verið í eigu hins látna á dánardegi hans ... 2006 og teldust því ekki eignir dánarbúsins í skilningi ákv. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 20/1991 um skipti dánarbúa o.fl. Í tilvitnaðri 1. mgr. 35. gr. kemur fram að hafi hinn látni verið í hjúskap þegar hann lést sé maka hans heimilt að leysa til sín einstakar eignir dánarbúsins eða þær allar, hvort sem þær hafi verið hjúskapareignir hins l átna eða séreignir í lifanda lífi, gegn greiðslu til búsins á því sem hann eigi ekki tilkall til af matsverði þeirra að arfi og búshluta, enda hafi sá látni ekki ráðstafað eignunum á annan veg með erfðaskrá. Þá kemur fram í 11. gr. erfðalaga nr. 8/1962 að til óskipts bús teljist hjúskapareignir beggja hjóna og séreign sem samkvæmt ákvæðum laga eða kaupmála eig i að hlíta reglum um hjúskapareign að öðru hjóna látnu. Sjálfsaflafé og annað verðmæti, sem sá eign i st sem sit ji í óskiptu búi, renn i til búsins nema það eigi að lögum að falla til séreignar hans. Að virtum framangreindum lagaákvæðum er það niðurstaða dómsins að túlka beri ákv. tilvitnaðrar 1. mgr. 35. gr . svo að fyrrgreind heimild eftirlifandi maka til útlagningar á eignum dánarbús, sem tekið er til op inberra skipta í kjölfar setu makans í óskiptu búi, nái til allra eigna búsins sem til staðar eru við upphaf skiptameðferðarinnar, þar á meðal þeirra sem hafi verið hjúskapareignir hins látna eða séreignir hans í lifanda lífi . Með því að fyrir liggur að fy rrgreindar fasteignir dánarbúsins að ... og ... og lóðin á ... voru allar hluti af hinu óskipta búi sóknaraðila og hins látna eiginmanns hennar við upphaf skiptameðferðar verður fallist á kröfu sóknaraðilans um að eignirnar verði lagðar henni út við skipti n, enda sýnist ekki deilt um verðmæti þeirra við skiptin eða að það muni rúmast innan arfs - og búshluta hennar. Af framangreindu leiðir að hafnað verður kröfum varnaraðila í málinu. 7 Rétt þykir að málskostnaður milli aðila falli niður. Ásgeir Magnússon dó mstjóri kveður upp úrskurð þennan . Úrskurðarorð : Viðurkennt er að sóknaraðila, A... , sé heimilt að leysa til sín fasteignir dánarbús F... að ... og ... , ... , og lóð búsins á ... , ... , við opinber skipti á dánarbúi F... . Hafnað er kröfum varnaraðilanna B... , D... og E... . Málskostnaður fellur niður. Ásgeir Magnússon