Héraðsdómur Vesturlands Úrskurður 4. nóvember 2020 Mál nr. E - 260/2019 : Sólheimabúið ehf. ( Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður) gegn Svanborg u Þ . Einarsdótt u r ( Ingvar Þóroddsson lögmaður) Úrskurður Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar um frávísunarkröfu stefnda 7. október sl., var höfðað með birtingu stefnu 31. október 2019. Stefnandi er Sóheimabúið ehf., til heimilis að Sóheimum 1, 371 Búðardal, en stefndi er Svanborg Þuríður Einarsdóttir, til heimilis að Gillastöðum, 371 Búðardal. Stefnandi krefst þess að stefndu verði gert að greiða stefnanda 4.248.169 krónur með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 10. september 2019 til greiðsludags. Þá verði stefndu ger t að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu. Stefnd a krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi, en til vara að h ún verði sýkn uð af öllum kröfum stefnanda. Jafnframt krefst stefnd a málskostnaðar úr hendi stefnanda með hliðsjón af málskostnaðar reikningi. Í þessum þætti málsins krefst stefnandi þess að frávísunarkröfu stefndu verði hafnað. Í stefnu lýsir stefnandi málavöxtum á þann veg að í ágúst 2018, þegar stefnandi hafi lokið við að slá og snúa 41,49 ha af túnum í sinni eigu á Lambeyrum (lóð 1, landnr. 19600), hafi stefnda dreift búfjáráburði yfir flekkinn sem orðið hafi til þess að uppskera stefnanda hafi eyðilagst. Stefnandi hafi fengið Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins til að meta hvert tjón hans hefði orðið vegna þessa og í matsgerð sem Sig urður Guðmundsson viðskiptafræðingur hafi unnið hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að heildartjón vegna eyðileggingar á uppskeru stefnanda næmi 4.078.369 krónum. 2 Til stuðnings frávísunarkröfu sinni vísar stefnda til þess að skv. 1. mgr. 95. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála beri stefnanda við þingfestingu máls að leggja fram stefnu og þau skjöl sem varði málatilbúnað hans eða hann byggi kröfu sína á. Í stefnu skuli meðal annars greina svo glöggt sem verða megi málsástæður og beri að lýsa þeim með gagnorðum og skýrum hætti svo að ekki fari á milli mála hvert sakarefnið sé, sbr. e - lið 1. mgr. 80. gr. sömu laga. Sé lagareglum þessum ætlað að tryggja að stefnda sé fært að taka efnislega afstöðu til krafna stefnanda, sbr. 2. mgr. 99. gr. laganna. Í dómaframkvæmd hafi ákvæði þessi verið túlkuð á þann veg að stefnandi, sem hafi uppi skaðabótakröfu, verði að gera rökstudda grein fyrir fjárhæð og grundvelli kröfu sinnar og styðja hana gögnum, eftir því sem við eigi. Mat á því hvaða gögn stefnanda sé rétt að leggja fram til stuðnings kröfu sinni á þessu stigi fari eftir eðli málsins hverju sinni, en í öllum tilvikum verði þó að áskilja að stefnandi geri með þessum hætti líklegt að tjón hafi orðið sem nemi þeirri fjárhæð sem hann krefjist. Verði þá einnig a ð horfa til þess að málatilbúnaður stefnanda sé þannig úr garði gerður að stefnda sé unnt að taka til varna með framlagningu greinargerðar og annarra gagna sem styðji málatilbúnað hans í framhaldi af þingfestingu máls, sbr. 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991 . Einkum sé á því byggt að málsástæður stefnanda séu óskýrar bæði um bótaskyldu stefndu og fjárhæð kröfunnar. Stefnda telji að lýsing málavaxta sé ónákvæm og ekki í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Í stefnu sé byggt á því að viðkomandi tún hafi verið í eigu stefnanda í ágúst 2018, séu 41,49 ha að stærð og hafi tilheyrt fasteigninni Lambeyrum lóð nr. 1, landnr. 196900. Þar sé þó ekki að finna nánari útlistun á þeim túnum sem um ræði, s.s. um afnotaheimildir stefnanda. Samkvæmt fyrirliggjandi þinglýstum sk jölum sé tilgreind lóð 5.025 m 2 að stærð og muni sú stærð hafa verið óbreytt frá meintum tjónsdegi, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 684/2010. Í stefnu sé byggt á því að myndupptaka sem fyrir liggi í málinu sýni stefndu dreifa skít yfir tún stefnanda hinn 12. ágúst 2018. Upptaka þessi beri ekki með sér hvenær mynd þessi hafi verið tekin og hún sýni ekki stefndu dreifa skít á tún. Ekki sé þar heldur hægt að greina þau tún sem stefnandi telji stefndu hafa borið skít á. 3 Meint tjón stefnanda sé rökstutt með v ísan til matsgerðar sem ekki uppfylli skilyrði IX. kafla laga nr. 91/1991 og án þess að forsendur matsins séu studdar gögnum. Svo virðist sem matið sé byggt á einhliða gögnum frá stefnanda, án þess að skoðuð hafi verið gæði og magn þess heyfengs sem lagt h afi verið til grundvallar við útreikning tjónsins. Matið sé mjög ótraustur grunnur til efnislegrar ákvörðunar á umkröfðum skaðabótum til stefnanda. Það sé mat stefndu að nú sé ómögulegt að meta meint tjón stefnanda skv. IX. kafla laga nr. 91/1991, þegar svo langt sé liðið frá meintum tjónsdegi. Stefnda telji illmögulegt að bera fram varnir í málinu við framangreindar aðstæður. Málatilbúnaður stefnanda fullnægi ekki kröfum e - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 til þess að efnisdómur verði lagður á mál ið, enda hafi stefnandi hvorki gert líklega bótaskyldu stefndu né rökstutt tjón að þeirri fjárhæð sem hann krefjist. Niðurstaða Samkvæmt e - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála skal í stefnu greina svo glöggt sem verða má þær málsástæður sem stefnandi byggir málsókn sína á, svo og önnur atvik sem þarf að gera grein fyrir til að samhengi málsástæðna verði ljóst, en þessi lýsing skal vera gagnorð og svo skýr að ekki fari milli mála hvert sakarefnið er. Í 1. mgr. 95. gr. laganna s egir enn fremur, meðal annars, að stefnandi skuli við þingfestingu leggja fram þau skjöl sem varða málatilbúnað hans eða hann byggir annars kröfur sínar á. Í dómaframkvæmd hafa þessi ákvæði verið túlkuð á þá leið að stefnandi, sem hefur uppi skaðabótakröfu , verði að gera rökstudda grein fyrir fjárhæð og grundvelli kröfu sinnar og styðja hana gögnum eftir því sem við á. Mat á því hvaða gögn stefnanda er rétt að leggja fram til stuðnings kröfu sinni á þessu stigi fer eftir eðli málsins hverju sinni, en í öllu m tilvikum verður þó að áskilja að stefnandi geri með þessum hætti líklegt tjón að þeirri fjárhæð sem hann krefst. Einnig verði að horfa til þess sem að framan greinir um að málatilbúnaður stefnanda skuli þannig úr garði gerður að stefnda sé unnt að t aka til varna með framlagningu greinargerðar og annarra gagna sem styðja málatilbúnað hans í framhaldi af þingfestingu máls , sbr. 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991 . 4 Stefnandi byggir bótaskyldu stefndu á því að hún hafi á tilteknum degi dre ift búfjáráburði á tún í hans eigu á spildunni Lambeyrum lóð 1 með landnr. 196900, sem stefnandi kveður vera 41,49 ha að stærð, og eyðilagt með því uppskeru stefnanda á þessum túnum. Í gögnum málsins liggja hins vegar engin gögn fyrir sem staðfesta framang reinda staðhæfingu stefnanda önnur en myndupptaka er sýnir úr lofti hvar dráttarvél er ekið um tún. Á umræddu myndskeiði er með engu móti hægt að átta sig á því hvaða tún sé þar um að ræða, og þá á stærð þeirra túna sem um ræðir, hvenær umrædd myndupptaka átti sér stað, hvort hún sýni hinn meinta tjónsatburð, þ.e. dreifingu búfjáráburðar á tún, og þá að stefnda sé sú sem þar átti hlut að máli. Þá vísar stefnandi um tjón sitt til matsgerðar sem unnin var einhliða að hans beiðni af viðskiptafræðingi hjá Ráð gjafarmiðstöð landbúnaðarins. Hún byggist hins vegar ekki á athugun matsmannsins sjálfs á vettvangi heldur eru þar einungis lagðar til grundvallar gefnar forsendur stefnanda, m.a. um stærð þeirra túna sem áburðinum á að hafa verið dreift yfir og ástand upp skerunnar af þeim. Ekkert mat dómkvadds matsmanns liggur fyrir í málinu og er vandséð að úr því verði bætt undir rekstri málsins, eins og hér háttar. Að framangreindu virtu, og þegar einnig er til þess horft að skráð stærð þeirrar lóðar stefnanda sem um r æðir sýnist samkvæmt fyrirliggjandi opinberum gögnum 5.025 m 2 en ekki 41,49 ha, eins og kröfugerð stefnanda byggist á, verður að telja að slíkir ágallar séu á málatilbúnaði stefnanda að hann uppfylli ekki kröfur e - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Ber því að vísa máli þessu frá dómi. Stefnanda verður gert að greiða stefnda 850.000 krónur í málskostnað. Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð : Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, Sólheimabúið ehf., greiði stefndu, Sv anborgu Þuríði Einarsdóttur, 850.000 krónur í málskostnað. Ásgeir Magnússon