Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 9. desember 2020 Mál nr. S - 7276/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Sigurður Ólafsson aðstoðarsaksóknari ) g egn X ( Sveinn Andri Sveinsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 3. desember síðastliðinn , var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 3. nóvember síðastliðinn , á hendur X , kt. [...] , [...] , [...] , fyrir kynferðisbrot, með því hafa föstudaginn 10. ágúst 2018 á heimili sínu að [...] , [...] , aflað sér og haft í vörslum sínum 207 kvikmyndir og 198.119 ljósmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Telst þetta varða við 1. mgr. 210. g r. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar , til greiðslu alls sakarkostnaðar og dæmdur til að sæta upptöku á Corsair borðtölvu með 4 hörðum diskum, Lenovo Yoga fartölvu og tveimur Lacie flökkurum samkv æmt 1. og 3. tl. 1. mgr. 69. gr. a. almennra Ákærði hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa framið brot það sem honum er gefi ð að sök í ákærunni og er játning hans studd sakargögnum. Það eru því efni til að leggja dóm á málið samkvæmt 1. mgr. 164. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir brotið sem er réttilega færð til refsiákvæðis í ákærunni. 2 Ákærði var dæmdur í tveggja ára fangelsi 30. júní síðastliðinn fyrir kynferðisbrot. Refsing hans nú verður hegningarauki við þennan dóm, sbr. 78. gr. al mennra hegningarlaga . Hún er hæfilega ákveðin sex mánaða fangelsi. Tæki og tól verða gerð upptæk eins og kraf ist er og nánar greinir í dómsorði. Loks verður ákærði dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, sem ákvörðuð eru að meðtöldum virðisaukaskatti í dómsorði . Arngrímur Ísberg héraðsdómari kveður upp dóm i nn. D ó m s o r ð : Ákærði, X , sæti fangelsi í 6 mánuði . Upptæk skulu vera Corsair borðtölva með 4 hörðum diskum, Lenovo Yoga fartölva og tveir Lacie flakkarar. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, 458.800 krónur . Arngrímur Ísberg