Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 1. apríl 2020 Mál nr. E - 262/2019 : Thelma Rut Tryggvadóttir ( Júlí Ósk Antonsdóttir lögmaður ) g egn Árn a Frey Árnas yni ( Sunna Axelsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta var dómtekið 5. febrúar sl. Það var höfðað með stefnu birtri 19. september 2019. Stefnandi er Thelma Rut Tryggvadóttir, , Akureyri . S tefndi er Árni Freyr Árnason, , Dalvík. Aðalkrafa stefnanda er að viðurkennd verði riftun stefnanda, dags. 27. júní 2019, á kaupum á bifreiðinni [.A.] , af gerðinni VW Golf, árgerð 2005 og stefndi greiði stefnanda 750.000 krónur ásamt dráttar vöxtum frá 24. júní 2019 til greiðsludags gegn afhendin gu bifreiðarinnar [.A.] . Til vara er krafist ógildingar á samningi aðila dagsettum 24. júní 2019 um kaup á sömu bifreið og að stefndi greiði stefnanda, gegn afhendingu á bifreiðinni, 750.000 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 24. júní 2019 til greiðsludags, þannig að dráttarvextir leggist við höfuðstól á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn 24. júní 2020. Til þrautavara gerir stefnandi þá kröfu að stefnda verði gert að greiða stefnanda 600.000 k rónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 24. júní 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 9. október 2019 til greiðsludags, þannig að dráttarvexti r leggist við höfuðstól á tólf mánaða fresti í fyrsta sinn 24. júní 2020. Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað , auk virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Stefndi krefst aðallega sýknu af kröfum stefnanda en til vara að kröfu stefnanda verði lækkaðar verulega. Þá krefst hann þess að stefnanda verði gert að greiða sér málskostnað ásamt álagi á hann . 2 I Sambýlismaður stefnanda, Svavar Skúl i Stefánsson, auglýsti Benz bifreið , með skráningarnúmerið [.B.] til sölu. Stefndi hafði samband við hann í netspjalli og áttu þeir þar nokkur samskipti um bifreiðaviðskipti , meðal annars um ástand [.B.] . Samkvæmt afriti af samskiptum aðila bauðst stefndi til þess, a ð kvöldi sunnudagsins 23. júní 2019 , að kaupa bifreið ina gegn greiðslu á 500.000 krónu m og afhendingu bifreiðar af gerðinni Volkswagen Golf , með skráningarnúmerið [.A.] . Hann kvað viðskiptin þurfa að ganga hratt, hann þ yrft i að kaupa bifreið í síðasta lagi daginn eftir . Rætt var að s tefndi myndi reynsluaka [ .B.] það kvöld og gerði hann síðan athugasemdir við ástand bílsins . Hann kvaðst þá bjóða 400.000 krónur og bifreiðina [.A.] . Seint það kvöld kv a ðst sambýlismaður stefnanda afþakka það boð. Þeir héldu áfram samskiptum sínum og ítreka ði stefndi fyrra boð, 50 0.000 krónur og bifreiðina [.A.] . Þeir ræ ddu svo um að stefnandi g æti skrifað upp á eigendaskiptin, enda væri bifreiðin [.B.] á hennar nafni . S tefndi fékk uppgefið símanúmer stefnanda og reikningsnúmer Svavars Skúla . Um nóttina sendi Svavar Skúli stefnda þ au skilaboð að hann vildi sjá og reynsluaka bifreið stefnda áður en þeir gengju frá viðskiptunum . Hann m yndi kom a heim á miðvikud egi . Stefndi kv a ðst telja það of langan tíma. Að morgni næsta dags, mánudagsins 24. júní , bað Svavar Skúli stefnda um myndir af bifreiðinni [.A.] og upplýsingar um skráningarnúmer hennar. Hann f ékk þær upplýsingar og svara ði svo stefnda með skilaboðunum sama dag skrifa ði stefndi að Svavar þ yrfti að greiða sér 3.130 krónur fyr ir eigendaskipti á bifreiðinni [.B.] en hann myndi grei ða fyrir [.A.] . Þá svara ði Svavar Skúli að hann h é ldi að sér l i tist ekki á Go l finn og þ yrft i að láta skoða hann. Síðan kvað hann viðski ptin myndu gang a til baka, bíllinn sem hann fékk væri mun minna vi rði en þeir hefðu miðað við. Hann kv a ðst vilja sinn bíl sem fyrst og óska ði eftir upplýsingum um reikning s númer til að leggja inn hjá stefnda . Laust eftir miðnætti sendi Svavar Skúli stefnda þau skilaboð að bifreið stefnda v æri fyrir utan hjá honum og lykil l inn í póstkassanum. Þann 25. júní sendi stefnandi umferðarstofu beiðni um breytingalás á kennitölu sína og ökutæki og þann 27. sama mánaðar var stefnda birt tilkynning lögmanns stefnanda um riftun viðskiptanna. Lögmaður stef nda hafnaði riftun með tölvubréfi 28. júní. II Stefnandi kveður viðskiptin hafa verið með þeim hætti að stefnandi hafi, þann 24. júní 2019, látið stefnda hafa Benz bifreið, árgerð 2006, sem hafi verið metin á 1.250.000 krónur. Stefndi hafi greitt fyrir m eð Volkswagen Golf, á rger ð 2005, sem hann hafi sagt vera 750.000 króna virði, og 500.000 krónum. Stefnandi vísar til tilboðs stefnda frá sunnudeginum 23. júní þar sem hann hafi boðið Golf bifreiðina og 500.000 krónur fyrir Benzinn og kveður umboðsmann sinn , Svavar Skúla, hafa hafnað tilboðinu í fyrst u en síðan fallist á það með þeim fyrirvara að hann þyrfti að skoða Golfinn áður en hann gæti samþykkt skiptin. Hann kæmi heim á miðvikudeginum. Stefndi hafi á mánudeginum 3 þrýst mjög á Svavar Skúla sem hafi þá t reyst upplýsingum stefnda , samþykkt viðskiptin með semingi og skýrt frá því að stefnandi væri skráður eigandi Benz bifreiðarinnar. Stefndi hafi þá hringt í stefnanda í vinnuna. Hún hafi reynt að ná í Svavar Skúla án árangurs en stefndi svo komið til hennar í vinnuna. Hann hafi afhent henni pappíra um eigendaskipti og byrjað að færa hluti milli bíla. Stefnandi hafi verið í óþægilegri stöðu, í nýrri vinnu og viljað ljúka þessu fljótt. Hún hafi spurt stefnda hvort allt væri frágengið milli hans og Svavars Skúl a , og hann svarað að svo væri. Hún hafi spurt hvort hann vissi allt um bifreiðina, og stefndi hafi svaraði því játandi, ekkert væri athugavert við hana annað en að samlæsingar virk uðu ekki og að vélarljós vegna skynjara logaði, en það h efð i ekki áhrif á ak sturinn. Stefnandi hafi treyst stefnda og undirritað eyðublöð um eigendaskipti , enda hafi hún verið í góðri trú um að Svavar Skúli , sem hafi verið raun - verulegur eigandi bifreiðarinnar, hafi verið búinn að samþykk ja kaupin. Eftir vinnu hafi hún ætlað að aka bifreiðinni heim en ekkert litist á vélarganginn og hringt strax í Svavar. Hann hafi haft samband við stefnda og l ý st vilja til að kaupin gengju strax til baka. Stefnandi hafi óskað eftir því við Samgöngustofu að stöðva eigendaskiptin, óskað eftir reikningsnúmeri stefnda til að endurgreiða honum , skilað Golfinum að heimili stefnda og sett lyklana í póstkassann. Þá hafi lögmaður hennar lýst yfir riftun 25. júní en stefndi hafi hafnað henni. Stefndi hafi svo selt Ben z bifreiðina og ásett verð hafi verið 1.250.000 krónur. Því sé ekki unnt að rifta kaupunum í heild. Stefnandi kveðst byggja kröfu um viðurkenningu á heimild til riftunar á viðskiptum aðila á því að um verulega vanefnd hafi verið að ræða þar sem stefndi ha fi ekki greint rétt frá ástandi bifreiðarinnar [.A.] . Hún hafi verið haldin verulegum göllum sem hafi umtalsverð áhrif á verðmæti hennar. Þar sem stefndi hafi selt [.B.] sé aðeins farið fram á riftun á kaupum á bifreiðinni [.A.] , að stefndi taki bifreiðina og greiði stefnanda það verðmæti hennar sem byggt hafi verið á í samningi aðila. Stefndi hafi aðeins nefnt mjög smávægilega galla en þeir hafi reynst mun meiri og bifreiðin alls ekki verið jafn verðmæt og stefndi hafi haldið fram. Þá liggi fyrir að stefn di hafi ýtt verulega á eftir því að kaupin gengju hratt fyrir sig og komið í veg fyrir að Svavar Skúli gæti skoðað [.A.] áður en gengið var frá samningnum. Honum hafi verið ljóst að engin skoðun færi fram og því nauðsynlegt að han n upplýsti nákvæmlega um á stand bifreiðarinnar, einkum þar sem hann hafi komið í veg fyrir að Svavar Skúli gæti skoðað bifreiðina og ekki gefið stefnanda færi á að skoða hana þar sem hann hafi komið í vinnuna til hennar. Þá hafi hann tjáð stefnanda að Svavar Skúli væri vel meðvitað ur um ástand bílsins. Að auki hafi Svavar Skúli gert fyrirvara um skoðun. Stefnandi hafi brugðist mjög fljótt við þegar henn i varð ljóst að bifreiðin væri ekki í umsömdu ástandi og krafist riftunar samningsins tveimur klukkustundum síðar , óskað eftir reikn ingsnúmeri til að skila peningunum og skilað bifreiðinni heim til stefnda. Stefnandi segir vera ljóst að bifreiðin [.A.] hafi verið h a ldin verulegum göllum sem rýri verðgildi hennar og möguleika á notkun, og að stefndi hafi leynt raunverulegu ástandi með sviksamlegum hætti við samningsgerðina. Því sé um verulega vanefnd að ræða af hálfu stefnda, og stefnandi hafi því rétt til að rifta samningnum samkvæmt 39. gr. laga 4 um lausafjárkaup nr. 50/2000. Framferði stefnda stríði gegn heiðarleika og góðri trú þar s em hann hafi beitt vísvitandi svikum , enda vitað að bifreiðin væri ekki jafn mikils virði og hann sagði. Stefnandi kveðst byggja varakröfu um ógildingu á 30., 33. og 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Hún byggi á 30. gr. þar sem stefndi hafi beitt svikum við samningsgerðina. Einnig á 33. gr. laganna þar sem stefndi hafi komið óheiðarlega fram við samningsgerðina með því að gefa vísvitandi upp rangar upplýsingar um verðmæti og leynt atvikum sem skipt hafi verulegu máli og beitt óeðlilegum þrýstingi til að koma á samningi áður en stefnandi eða umboðsmaður hennar gætu kynnt sér ástand bifreiðarinnar. Að auki vísar stefnandi til 36. gr. sömu laga þar sem það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig, vegna þess að stefndi hafi vísvitandi veitt rangar upplýsingar og leynt atvikum sem skiptu verulegu máli. Þá séu forsendur fyrir samningsgerðinni brostnar þar sem bifreiðin [.A.] hafi ekki verið svo verðmæt sem haldið var fram við samningsgerði na. Stefnandi kveðst byggja þrautavarakröfu sína um skaðabætur á sakarreglunni , sem sé meginregla í kaupalögum, ef seljandi sýni af sér saknæma háttsemi líkt og hér um ræði. Stefnd a beri því að bæta fyrir það tjón sem stefnandi hafi orðið fyrir vegna háttsemi hans. Krafan um skaðabætur byggi einnig á stjórnunarábyrgð stefnda. Í henni felist að seljandi beri skaðabótaábyrgð vegna galla, nema hann geti sýnt fram á að gallan n megi rekja til atvika sem hann hafi ekki fengið við ráðið og ekki getað séð fyrir við samningsgerðina. Að auki vísar stefnandi til 40. gr. laga nr. 50/2000, einkum b - liðar 3. mgr., þar sem verðmæti og ástand bifreiðarinnar hafi ekki verið í samræmi við það sem heiti ð var af stefnda. Þyki skilyrði skaðabóta ekki uppfyllt krefjist stefnandi þess að stefnda verði gert að endurgreiða henni umkrafða fjárhæð í afslátt s kv . 38. gr. laga nr. 50/2000 vegna áðurgreindra galla á bifreiðinni. Um málskostnaðarkröfu vísar stefnan di til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum 130. gr., og um kröfu um virðisaukaskatt til laga nr. 50/1988. III Stefndi tekur fram að í netspjalli sínu við Svavar Skúla, hafi stefndi tekið fram að ásett verð bifreiðarinnar [.A.] væri 7 50.000 krónur en staðgreiðsluverð væri lægra. Þá hafi Svavar Skúli tekið fram að ásett verð á bifreiðinni [.B.] væri 1.500.000 - 1.800.000 krónur. Þeir hafi báðir veitt upplýsingar um ástand bifreiðanna og stefndi m.a. tekið fram að endurnýja þyrfti nema fyr ir kælivökva og stilla samlæ si ngar á bifreiðinni [.A.] . Stefndi hafi hitt stefnanda 23. júní til að reynslu aka bifreiðinni [.B.] og hún því þá verið upplýst um viðræður hans við Svavar Skúla. Stefndi hafi haft samband við stefnanda, í símanúmer sem Svavar Skúli hafi gefið honum upp, þegar þeir gengu frá samningi 24. júní. Stefndi hafi ekið bifreiðinni [.A.] að vinnustað stefnanda á Kristnesi og komið að þeim inngangi sem stefnandi hafi óskað eftir í símtalinu. Hún hafi skoðað bifreiðina og rætt við Svavar S kúla á meðan. Hún hafi ekki óskað eftir reynsluakstri. Hún hafi beðið 5 stefnda að millifæra á staðnum, umsamda fjárhæð á reikning Svavars Skúla, og það hafi hann gert. Þau hafi svo undirritað skjöl vegna ei ge ndaskiptanna sem stefndi hafi skilað til Frumherj a á Akureyri sama dag . S einna sama dag hafi svo Svavar Skúli haft samband og viljað rifta kaupunum. Stefndi kveður Svavar Skúla hafa komið að heimili hans 27. júní við þriðja mann, haft uppi hótanir og sakað hann um skjalafals og fleira. Þá um kvöldið haf i skráningarnúmer horfið af bifreiðinni [.B.] . Af hálfu stefnda er fyrst og fremst byggt á því að ekki sé um að ræða galla á bifreiðinni [.A.] í skilningi kröfuréttarins. Því sé ekki um að ræða vanefnd af hans hálfu, né þá verulega vanefnd sem gæti heimilað riftun eða ógildingu. Stefnandi geti ekki hafa orðið fyrir tjóni og eigi ekki rétt á skaðabótum eða afslætti. Því beri að hafna öllum kröfum stefnanda. Varðandi riftunarkröfu stefnanda kveður stefndi bifreiðina [.A.] hafa uppfyllt skilyrði 17. og 18. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup, um eiginleika söluhlutar. Stefnanda hafi ekki tekist að sýna fram á galla í skilningi laganna. Því sé haf nað að stefndi hafi haldið því fram að einu ágallar bifreiðarinnar væru þeir að samlæsing virkaði ekki og að það þyrfti að núllstilla skynjara. Í skriflegum samskiptum hafi komið fram að það þyrfti að stilla samlæsingar og skipta um nema fyrir kælivökva. E kki sé rétt að stefndi hafi ekki skýrt frá ástandi bifreiðarinnar. Í kostnaðaráætlun sem lögð hafi verið fram sé að miklu leyti fjallað um sömu atriði, þ.e. hurðaskrár, samlæsingar og hitaskynjara. Stefnanda hafi verið í lófa lagið að kynna sér þessi atrið i frekar og telja megi að kaupandi hafi ekki sinnt aðgæsluskyldu sinni samkvæmt 20. gr. laga nr. 50/2000. Þá hafnar stefndi því að gögn stefnanda um ástand og kostnaðaráætlun verði lögð til grundvallar. Þeirra hafi verið aflað einhliða af stefnanda og ekki fyrr en rúmum tveimur mánuðum eftir afhendingu. Í stefnu y ldi, mótor sé óþéttur og ventlahljóð frá vél bifreið ar innar . Engin gö gn styðji þessar staðhæfingar og þær með öllu ósannaðar. Þá mótmælir stefndi því að hafa k omið í veg fyrir að stefnandi eða umboðsmaður hennar gæti skoðað bifreiðina. Hann hafi meðal annars spurt hvort einhver gæti gert það fyrir Svavar Skúla, sem var úti á landi. Eftir að hafa fengið myndir hafi Svavar Skúli staðfest viðskiptin án athugasemda. Við afhendinguna hafi stefnandi haft tækifæri til að skoða bifreiðina, sem hún hafi gert með Svavar Skúla í símanum. Því sé alfarið hafnað að stefndi hafi hringt í stefnanda henni að óvörum og komið að vinnustað hennar. Stefnandi hafi haft vitneskju um vi ðskiptin og að stefndi væri væntanlegur vegna þeirra. Stefndi hafi hringt í hana þegar hann lagði af stað frá Dalvík að Kristnesi. Stefndi kveður sig eða lögmann sinn engar upplýsingar hafa fengið um að stef n andi hafi lagt 500.000 krónur á fjárvörslureikni ng vegna riftunarinnar , eins og segi í stefnu . Þá hafi stefnandi haft reikningsnúmer stefnda . Af hálfu stefnda er því alfarið hafnað að framferði hans við samningsgerðina hafi strítt gegn heiðarleika og góðri trú eða hann beitt vísvitandi svikum við samnin gsgerðina. Stefndi byggir á að skilyrði riftunar séu ekki uppfyllt og sýkna beri hann af aðal kröfu stefnanda. 6 Stefndi kveður stefnanda ekki hafa fært neinar málsástæður fyrir þeim þætti aðalkröfu að stefnda verði gert að greiða henni tiltekna fjárhæð. Ómö gulegt sé fyrir stefnda að halda upp vörnum um þann þátt og því beri, þegar af þeirri ástæðu, að sýkna stefnda af kröfunni. Varðandi varakröfu stefnanda um ógildingu vísar stefndi til þess að ógildingarreglur samningaréttar séu undantekningar sem beita sk uli af varfærni. Nauðsynlegt sé að veigamikil rök standi að baki að ákvörðu n um að beita þeim reglum en stefnandi hafi ekki fært fram slík rök. Því beri að sýkna stefnda af varakröfu stefnanda. Stefndi hafnar því að hafa beitt svikum við samningsgerðina , sbr. 30. gr. samningalaga . Hann hafi hvergi haldið því fram að bifreiðin [.A.] væri verðmeiri en hún sé í raun. Hann hafi í samskiptum við umboðsmann stefnanda nefnt að ásett verð væri 750.000 en lægra í staðgreiðslu. Staðgreiðsluverð hafi ekki verið rætt nánar. Umboðsmaður stefnanda hafi sagt ásett verð [.B.] vera 1,5 - 1,8 milljón krónur og tekið boði stefnda um skipti á bifreiðunum og 500.000 króna greiðslu frá stefnda. Staðgreiðsluverð hvorugrar bifreiðarinnar hafi verið þekkt nákvæmlega. Stefndi hafi ekk i heldur haldið því fram að ástand bifreiðarinnar væri annað en það var í raun. Þá er því hafnað að stefndi hafi markvisst hindrað að stefnandi gæti skoðað bifreiðina [.A.] eða vísvitandi gefið rangar upplýsingar. Af hálfu stefnda er því jafnframt hafnað að hann hafi gefið rangar upplýsingar og komið óheiðarlega fram, sbr. 33. gr. samningalaga. Meðal annars vísar hann til þess að ekki hafi verið sýnt fram á að stefnandi eða umboðsmaður hennar hafi verið í þannig aðstöðu að geta ekki neitað almennum bílavið skiptum hafi vilji þeirra ekki staðið til þeirra, eða að staða aðila hafi verið ójöfn í skilningi samningaréttar. Að auki vísar stefndi til þess að rökstuðningur stefnanda fyrir þessari málsástæðu sé svo rýr að erfitt sé að verjast henni. Varðandi vísan s tefnanda til 36. gr. samningalaga hafnar stefndi því að það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera samning aðila fyrir sig. Vísað er til þess að ekkert sé við efni samnings aðila að athuga. Báðir hafi haft burði til að afla sér up plýsinga um andlög kaupanna og ekki hafi verið sýnt fram á að staða aðila hafi verið ójöfn. Stefndi hafnar því einnig að forsendur fyrir samningsgerðinni hafi brostið þar sem bifreiðin [.A.] hafi ekki verið svo verðmæt sem haldið hafi verið fram. Báðir ha fi rætt um ásett verð og síðan samið án þess að tilgreina nákvæmt stað greiðslu verð. Um fjárkröfu stefnanda í varakröfu vísar stefndi til þess að engar málsástæður séu reifað a r henni til stuðnings. Um þrautavarakröfu stefnanda, um viðurkenningu á skaðabótaskyldu og/eða rétti til afsláttar ítrekar stefndi að stefnandi hafi ekki sýnt fram á galla á bifreiðinni [.A.] . Þá hafi hún ekki heldur sýnt fram á að önnur skilyrði skaðabótaskyldu séu uppfyllt. Þá sé málatilbúnaður stefnanda þannig að erfitt sé að koma við vörnum. Fjárhæð skaðabóta í þrautavarakröfu sé ekki studd neinum málsástæðum. Þá hafi stefnandi ekki sýnt fram á 7 að bifreiðin [.A.] sé minna virði en stefndi hafi haldið fram. Fallist dómur á að stefnandi eigi rétt til skaðabóta sé krafist verulegrar lækkunar. Stefndi kveðst byggja á því að stefnandi hafi fallið frá yfirlýsingu um riftun með síðustu samskiptum sínum við stefnda 12. júlí 2019 um bifreiðagjöld, og með aðgerðaleysi varðandi kröfur s ínar og notkun söluhlutarins í kjölfarið. Þá hafi í viðskiptum aðila verið um að ræða skipti að hluta, samkvæmt 2. mgr. 1. gr. laga um lausafjárkaup. Samkvæmt 4. mgr. 54. gr. laganna geti seljandi því aðeins rift kaupum að hann hafi gert um það fyrirvara e ða kaupandi hafni hlutnum. Meginreglan gildi einnig við skipti á lausafjár munum . Þá sé byggt á því að bótagrundvöllur sé ekki fyrir hendi. Bifreiðin [.A.] hafi við sölu uppfyllt skilyrði 17. og 18. gr. laganna og stefnanda hafi ekki tekist að sýna fram á g alla. Um hafi verið að ræða notaða bifreið sem stefndi hafi sett upp í kaup á dýrari bifreið. Fyrir liggi að greint hafi verið frá atriðu m sem stefndi hafi vitað að þyrfti að lagfæra. Stefnanda hafi verið í lófa lagið að kynna sé r þau frekar. Stefnandi haf i hins vegar undirritað ei g endaskiptablöð og óskað eftir því að stefndi millifærði 500.000 krónur á staðnum, sem hann hafi gert. Stefndi kveðst byggja á því að söluhluturinn hafi hentað í þeim tilgangi sem hann var ætlaður, þ.e. verið ökufær og í eðlilegu ástandi miðað við notaða bifreið, sbr. a - lið 2. mgr. 17. gr. laga um lausafjárkaup. Þá er vísað til þess að ekki sé sýnt að stefnandi geti skilað bifreiðinni í sama ástandi og hún hafi verið við afhendingu 24. júní 2019. Af kílómetrastöðu megi sjá að bifr eiðinni hafi verið ekið í millitíðinni. Verði fallist á sjónarmið um galla hafi kaupandi þó glatað rétti til beitingar vanefndaheimilda þar sem hluturinn hafi verið notaður í tvo mánuði án kvörtunar. Vísar stefndi til 65. gr. laga um lausafjárkaup um endur gjald fyrir not og reglna um verðmætisrýrnun. Varðandi kröfu um málskostnað er á því byggt að stefndi hafi mátt þola verulegt ónæði og óþægindi vegna málsins og það hafi verið höfðað að þarflausu þar sem ljóst væri að ekki væri um galla, vanefndir eða tjó n að ræða fyrir stefnanda , sbr. a - lið 1. mgr. 131. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá hafi hann haft uppi kröfur og staðhæfingar sem hann vissi eða mátti vita að væru rangar og haldlausar, sbr. c - lið 1. mgr. 131. gr. sömu laga. Sakir séu slíkar að dæma skuli stefnda álag á málskostnað, sbr. 2. mgr. 131. gr. sömu laga. IV Aðilar gá fu skýrslur fyrir dómi og vitnin Svavar Skúli Stefánsson, Halla Bryndís Guðmundsdóttir, Ingimundur Ingimundarson, Ari Þór Jónsson, Tryggvi Guðmundsson, Óðinn Ívar Hal lgrímsson, Gunnþór Ingi Kristjánsson og Hildur Friðriksdóttir . Ágreiningur aðila lýtur að viðskipt um þar sem stefnandi seldi Benz bifreið, sem samkvæmt því sem aðilum fór á milli er árgerð 2006, ekinn um 200.000 kílómetra. Stefndi greiddi fyrir með 500.00 0 krónum og afhendingu bifreiðar af gerðinni Volkswagen Golf, árgerð 2005 sem hann kvað hafa verið ekið 150.000 kílómetra. 8 Grundvöllur allra málsástæðna stefnanda er að bifreiðin [.A.] hafi verið gölluð. Fyrir liggur útprentun á samskiptum umboðsmanns ste fnanda og stefnda í aðdraganda og fyrst eftir viðskiptin. Þar kemur fram að stefndi sagði sem er hægt að setja útá, 1 nemi fyrir kæliv ökva og þarf að stilla samlæsingar í tölvu, Stefnandi lagði fram yfirlit um ástandsskoðun Hölds, dags. 27. ágúst 2019 , sem var framkvæmd að hennar beiðni . Þ ar er merkt við á stöðluðum lista annars vegar ábendingar og hins vegar atriði sem þarfn i st viðge rðar. Um þörf á viðgerðum segir að fjarstýrðar samlæsingar virki ekki, peru vanti í þokuljós hægra megin að framan og það sé brotið vinstra megin , hurð hægra megin opnist ekki utan frá og bíll læsi sér sjálfkrafa og að ö xulhosuspenna hægramegin sé laus . Stefnandi lagði einnig fram reikning frá Car - X , dags. 30. ágúst 2019, þar sem kemur fram kostnaðaráætlun á því sem þurfi að gera til að laga það sem Höldur setti út á í ástandsskoðun . Þa r er miðað við að viðgerð á vinstr a þokuljós i, rist og miðjugrill i í stuðara kosti alls 57.636 krónur (efni og vinna) sem kosti alls 71.590 krónur og það sama vegna hægri hurðar. Þá nemi kostnaður við viðgerð á h itaskynjar a vegna kæliviftu og vélarljós alls 22.590 krónu m . Meginhluti þessa kostnaðar lýtur að atriðum sem stefndi hafði ljáð máls á að þyrfti að laga og stefnanda eða umboðsmanni hen na r var í lófa lagið að skoða betur áður en gengið yrði til viðskipta . Aðspurt kvað vitnið Ari Þór Jónsson sem gerði áætlunina bifreiðina hafa verið ökuhæfa. Þá kvaðst hann telja að við bifreiðaskoðun mynd i hafa verið gerð athugasemd við þokuljósin en annað ekki. Í upphafi samskipta umboðsmanns stefnanda og stefnda í aðdrag anda viðskiptanna nefndu báðir ásett verð . Þar kvað umboðsmaður stefnanda ásett verð hennar bifreiðar nema 1,5 - 1,8 milljónum króna og stefndi að ásett verð sinnar væri 750.000 krónur en lægra í staðgreiðslu . S tefndi skoðaði bifreiðina [.B.] og reynsluók he nni , og benti í kjölfarið á ýmsa ágalla. Í samningaviðræðunum var ekki tekið af skarið um raunverulegt söluverð bifreiðanna heldur aðeins að stefndi myndi greiða 500.000 krónur á milli, sem hann og gerði. Ekki liggur fyrir, né er á því byggt að aðilar eða umboðsmaður stefnanda séu sérfræðingar um bifreiðir eða bifreiðaviðskipti . Umboðsmaður stefnanda og stefndi sömdu um viðskipti þar sem um var að ræða tvær gamlar bifreið i r sem hafði verið ekið töluvert. Stefnanda og umboðsmanni hennar var í lófa lagið að hafna viðskiptunum ef þeim þótti þau ganga of hratt fyrir sig og þau vild u skoða bifreið stefnda betur og/eða reynsluaka henni áður en af þeim yrði . Það gerð u þau ekki, heldur lýsti umboðsmaður og stefnandi undirritaði skjöl um eigendaskipti n, afhenti stefnda þá bifreið sem hún seldi og tók við hinni. Þegar litið er til alls framangreinds verður ekki talið sannað að bifreiðin [.A.] hafi verið haldin slíkum göllum að það veiti stefnanda rétt til beitingar vanefndaúrræða. Þá verður ekki heldur talið sannað að stefndi hafi misbeitt stöðu sinni eða beitt svikum við samningsgerðina . Ber því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. 9 Eftir þessum úrslitum verður stefnandi dæmdur til að greiða stefnda 850 .000 krónur í málskostnað, og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Ekki þykja nægileg efni til að dæma álag á málskostnað. Erlingur Sigtryggsson héraðsdómari kveður upp dóm þenna n. Gætt var ákvæðis 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. DÓMSO R Ð : Stefndi, Árni Freyr Árnason, er sýkn af kröfu m stefnanda, Thelmu Rut Tryggvadóttur. Stefnandi greiði stefnda 85 0.000 krónur í málskostnað.