Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 4. desember 2020 Mál nr. E - 6298/2019: Vörður tryggingar hf. (Þorsteinn Júlíus Árnason lögmaður) gegn Summus ehf. (Einar Páll Tamimi lögmaður) Dómur Mál þetta sem var höfðað með stefnu birtri 28. október 2019, var dómtekið 17. nóvember 2020. Stefnandi er Vörður tryggingar hf., Borgartúni 25, Reykjavík, en stefndi er Summus ehf., Efstasundi 94, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi greiði s tefnanda skuld að fjárhæð 80.184 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 frá 26. mars 2016 til greiðsludags. Þá er krafist greiðslu málskostnaðar. Stefndi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda, en til vara lækkunar á kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi greiðslu málskostnaðar. I Stefnandi í máli þessu er vátryggingafélag en stefndi er bílaleiga. Atvik málsins eru þau að bifreiðin PU - T89, Suzuki Alto varð fyrir tjóni hinn 27. janúar 2016, af völdum ökumanns bifreiðari nnar BO - 844, Hyundai Santa Fe, sem er vátryggð hjá stefnanda. Viðgerð á bifreiðinni PU - T89, var lokið 17. febrúar 2016. Kostnaður vegna viðgerðarinnar nam samtals 414.284 krónum og þar af nam fjárhæð virðisaukaskatts 80.184 krónum. Stefnandi greiddi viðger ðarkostnaðinn auk virðisaukaskattsins beint til Bílasprautunar Íslands ehf. sem sá um viðgerð á bifreiðinni. Reikningur vegna viðgerðarinnar var gefinn út á tjónþola, stefnda í máli þessu. Í máli þessu krefur stefnandi stefnda um endurgreiðslu virðisaukask attsins. Í gögnum málsins kemur fram að stefnandi hófst handa við að innheimta kröfuna hjá stefnda í febrúar 2016. Á árinu 2016 og fram að þingfestingu þessa máls sendi stefnandi stefnda kröfu - og innheimtubréf, auk þess sem fram kemur í gögnum málsins að málsaðilar skiptust á skoðunum um réttmæti kröfunnar í tölvuskeytum á árinu 2016 og á árinu 2019. 2 Bjarni Hallsson stjórnarformaður stefnda og Kristín Silla Þórðardóttir, fyrrverandi innheimtustjóri stefnanda, gáfu skýrslur fyrir dóminum við aðalmeðferð m álsins. II 1. Helstu málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir á því að stefndi sé á virðisaukaskattsskrá og geti þar af leiðandi talið virðisaukaskattinn af viðgerðinni til innskatts hjá sér eftir almennum reglum um frádrátt virðisaukaskatts, sb r. 15. og 16. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Af þessari frádráttarheimild stefnda leiði að bótafjárhæð til hans beri að miða við kostnað án virðisaukaskatts. Stefnandi sem er vátryggingarfélag geti ekki dregið frá neinn virðisaukaskatt sem hann g reiði vegna reksturs og annarra þátta starfsemi sinnar. Þess vegna beri stefnda að endurgreiða honum útlagðan virðisaukaskatt, en reglur bóta - og vátryggingaréttar miði að því að gera tjónþola eins settan og ef hann hefði aldrei orðið fyrir tjóni. Í því fe list m.a. að tjónþoli eigi ekki rétt á því að auðgast umfram það tjón sem hann hefur orðið fyrir. Krafa stefnanda er byggð á reikningi útgefnum á hendur stefnda, dags. 27. febrúar 2016 og með gjalddaga sama dag, þar sem fram kemur álagður virðisaukaskattu r að fjárhæð 80.184 krónur sem er stefnufjárhæðin í máli þessu auk dráttarvaxta og kostnaðar. Umsaminn gjalddagi í viðskiptum stefnda við stefnanda hafi verið 27. febrúar 2016, og miðar stefnandi dráttarvexti við 26. mars 2016, samkvæmt leiðréttri dómkröfu . Skuld þessi hafi ekki fengist greidd þrátt fyrir innheimtutilraunir og því sé stefnanda nauðsynlegt að höfða mál til greiðslu hennar. Stefnandi hafi gert tilraunir til innheimtu krafna sinna hjá stefnda fyrir löginnheimtu og því sé þess krafist að við á kvörðun málskostnaðar verði tekið tillit til kostnaðar stefnanda af innheimtuviðvörun og milliinnheimtu í samræmi við framlagt yfirlit. Um lagarök vísar stefnandi til reglna vátrygginga - og bótaréttar um að tjónþoli auðgist ekki umfram fjártjón sitt. 2. Helstu málsástæður og lagarök stefnda Stefndi byggir á því að stefnandi hafi sýnt af sér tómlæti við innheimtu kröfunnar sem leiði til brottfalls hennar, en stefnandi hafi látið nálægt fjögur ár líða áður en hann krafði stefnda um greiðslu kröfunnar og hó f innheimtuaðgerðir. Stefndi tekur fram að þjónusta stefnanda sé undanþegin virðisaukaskatti, sbr. 9. tl . 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Hann verði af þeim sökum að sæta því að greiddur virðisaukaskattur hans sé hluti rekstrarkostnaðar þar sem hvorki hann né aðrir sem ekki innheimta virðisaukaskatt hafi neinn útskatt á móti innskattinum. Þess 3 vegna sé virðisaukaskattur af tjónsviðgerðum sem stefnandi beri ábyrgð á hreinn rekstrarkostnaður fyrir stefnanda nema vátryggingartakar nýti útskatt í starfsemi sinni á móti innskattinum. Í flestum tilvikum komi það ekki til álita, þar sem stærstur hluti vátryggingartaka séu einstaklingar sem ekki stundi virðisaukaskattsskylda starfsemi. Þegar tjónþoli sé fyrirtæki sem verði fyrir tjóni á birgðum eða rekstrarfjármunum, geti fyrirtækið talið virðisaukaskatt vegna viðgerðar til innskatts eftir almennum reglum um frádrátt virðisaukaskatts í 15. og 16. gr. laga nr. 50/1988. Nýti viðkomandi fyrirtæki sér slíka frádráttarheimild vegna tjóns sem vátryggjandi beri greiðsluábyrgð á, nemi hugsanleg bótakrafa þess á hendur vátryggjanda viðgerðarkostnaði án virði saukaskatts. Stefndi byggir á því að honum sé ekki skylt að innskatta virðisaukaskatt sem falli á stefnanda vegna tjónsviðgerða á bifreiðum sem eru eða hafa verið í hans eigu, þó svo að honum kunni að vera það heimilt. Meginreglur virðisaukaskattslaga legg i þá skyldu á sé heimilt, en ekki skylt, að gjaldfæra innskattinn í stað hins rau nverulega greiðanda tjónsviðgerðanna, í þessu tilviki stefnanda. Kjarni málsins sé þó sá að stefndi hafi ekki innskattað höfuðstól dómkröfunnar hjá sér og hafi því aldrei haft undir höndum virðisaukaskattinn sem stefnandi krefji hann um. Að gefa í skyn að stefndi hafi auðgast með því endurgreiða stefnanda ekki virðisaukaskattinn sé því ósannað. Þá kom fram í munnlegum málflutningi stefnda við aðalmeðferð málsins að hann hefði ekki undir höndum frumrit reiknings. Stefndi byggir á því að innsköttun virðisauk askatts sem þriðji aðili greiði þeim aðila til hagsbóta, feli í sér kostnað við vinnu og umsýslu sem ekki verði lögð á stefnda nema með skýrri lagaheimild. Slíkri lagaheimild sé ekki til að dreifa. Auk ofangreinds hafi stefndi boðist til þess að gjaldfæra almennt innskatt af tjónsviðgerðum sem stefnandi bæri bótaábyrgð á, og taka þá einungis við nettó - greiðslum vegna tjónaviðgerða á ábyrgð stefnanda, fyrir hóflegt afgreiðslugjald að fjárhæð 5.000 krónur án virðisaukaskatts. Því boði hafi stefnandi hafnað. Með vísan til framangreinds telur stefndi að krafa stefnanda sé ekki til og hafi aldrei orðið til og því beri að hafna aðalkröfu stefnanda. Til stuðnings varakröfu sinni um lækkun dómkrafna tekur stefndi fram að dráttarvaxtakrafa stefnanda ekki staðist sa mkvæmt ákvæðum III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Ekki hafi verið um fyrir fram ákveðinn gjalddaga að ræða samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laganna, nema vegna greiðsluskyldu stefnanda á kröfu viðgerðaraðilans, Bílasprautunar Íslands ehf. Engin krafa hafi á þeim tíma verið komin fram af hálfu stefnanda gagnvart stefnda, hvað þá með fyrir fram ákveðinn gjalddaga á þeirri dagsetningu sem stefnandi miðar við. Samkvæmt 3. mgr. 5. gr. sömu laga sé kröfuhafa ekki heimilt að reikna dráttarvexti fyrr en mánuður er liðinn frá því að 4 kröfuhafi sannanlega krafði skuldara með réttu um greiðslu. Í máli þessu hátti þannig til að engin greiðslukrafa sem uppfyllir kröfur þar að lútandi var sett fram af hálfu stefnanda fyrr en með stefnu í máli þessu. Í innheimtuv iðvörun, dags. 20. ágúst 2019, sé stefndi löginnheimtubréfi, dags. 7. október 2019, hafi stefndi verið krafinn um greiðslu samkvæmt reikningi sem ekki hafi komið fram. Með vísa n til þessa komi ekki til álita að dráttarvextir verði byggðir á öðru ákvæði en ákvæðum 4. mgr. 5. gr. vaxtalaga sem þá reiknist frá birtingardegi stefnu. Þar sem stefnandi hafi ekki byggt á þeirri málsástæðu að honum beri dráttarvextir frá stefnubirtingu , heldur eingöngu frá eindaga kröfu Bílasprautunar Íslands ehf. á hendur honum, verði dómur ekki byggður á þeirri málsástæðu að hann eigi rétt á dráttarvöxtum frá birtingu stefnu. Því verði stefnanda ekki dæmdir neinir dráttarvextir, óháð niðurstöðu dómsin s að öðru leyti. Stefndi vísar til innheimtulaga nr. 95/2008 og telur að löginnheimta, þar með talin með málarekstri fyrir dómstólum, geti ekki hafist fyrr en í fyrsta lagi 10 dögum eftir að innheimtuviðvörun sem fjallað er um í 7. gr. laganna hafi verið s end. Í greininni sé því lýst hvað skuli að lágmarki koma fram í slíkri innheimtuviðvörun. Stefnandi hafi lagt fram dómsskjal, dags. 20. ágúst 2019, sem hann telji slíka innheimtuviðvörun. Svo sé hins vegar ekki þar sem umrætt skjal uppfylli ekki kröfur b - l iðar 2. mgr. 7. gr. um að slíkt bréf skuli lýsa þeirri kröfu sem innheimtuviðvörunin varðar. Í skjalinu sé vísað til margt eru þeir væntanlega sammála um að dómkröfur ste fnanda varði með engum hætti vanskil á iðgjöldum, enda stefndi ekki í viðskiptum við stefnanda. Milli - og löginnheimta geti ekki hafist nema að undangenginni innheimtuviðvörun þannig að skuldari verði gerður ábyrgur fyrir kostnaði sem að slíkri innheimtu k ann að leiða. Af ofangreindu leiði að stefnandi geti ekki fengið dóm fyrir neinum kostnaði við milli - eða löginnheimtu og verði honum af þeim sökum ekki dæmdur neinn málskostnaður, hvað sem niðurstöðu dómsins líði. III Málsatvik eru í aðalatriðum óumdeild, en bifreið stefnda varð fyrir skemmdum af völdum ökumanns bifreiðarinnar BO - 844, sem var vátryggð hjá stefnanda. Gert var við bifreið stefnda og reikningur fyrir viðgerðarkostnaði gefinn út á nafn stefnda. Stefnandi greiddi reikninginn ásamt virðisaukaska tti beint til viðgerðaraðilans. Í máli þessi krefur stefnandi stefnda um endurgreiðslu virðisaukaskattsins sem hann greiddi viðgerðaraðila. Heldur stefnandi því fram að bótafjárhæð til stefnda skuli aðeins miðast við kostnað án virðisaukaskatts, þar sem s tefnda sé heimilt að færa til innskatts hjá sér álagðan virðisaukaskatt. Vísar stefnandi til reglna skaðabóta - og 5 vátryggingaréttar sem miða að því að gera tjónþola eins settan og hann hefði aldrei orðið fyrir tjóni. Stefndi mótmælir kröfu stefnanda. Telu r hann að stefnandi hafi sýnt af sér tómlæti sem leiði til brottfalls kröfu hans. Stefndi byggir einnig á því að honum sé ekki skylt að færa til innskatts hjá sér virðisaukaskatt vegna tjónsviðgerða á bifreiðum hans og hann hafi ekki innskattað þann virðis aukaskatt sem stefnandi greiddi vegna tjónsviðgerðar á bifreið hans og því sé ekki um neina auðgun að ræða. Þá mótmælir stefndi dráttarvaxtakröfu stefnanda, auk þess sem innheimtuviðvörun stefnanda, dags. 20. ágúst 2019, hafi ekki uppfyllt kröfur b - liðar 2 . mgr. 7. gr. innheimtulaga nr. 95/2008, um iðgjöld. Í samræmi við meginreglur um tjónstakmörkunarskyldu tjónþola, hefur tjónþoli ákveðnum skyldum að gegna gagnvart hi num bótaskylda. Þær skyldur lúta m.a. að því að honum ber að takmarka tjón sitt í þeim mæli sem eðlilegt er. Í því felst að honum ber m.a. að gæta þeirra úrræða sem hann á rétt á samkvæmt lögum til þess að takamarka tjón sitt, sbr. til hliðsjónar dóm Hæsta réttar frá 11. janúar 1997 í máli nr. 254/1996. Óumdeilt er að stefndi rekur virðisaukaskattsskylda starfsemi og er heimilt samkvæmt gildandi lögum að telja virðisaukaskatt af viðgerðarkostnaði til innskatts, sbr. ákvæði 15. og 16. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Með vísan til þess er fallist á þá málsástæðu stefnanda að miða beri bótafjárhæð til stefnda við kostnað án virðisaukaskatts. Dómurinn telur það ekki hafa þýðingu fyrir úrlausn málsins hvort stefnda sé óskylt að nýta sér heimild til innskö ttunar eða hvort stefndi hafi af því óþægindi eða fyrirhöfn að sækja um endurgreiðslu innskattsins, eða hvort hann hafi undir höndum frumrit reiknings vegna viðgerðarinnar. Í þessu felst ábyrgð stefnda á því að kalla eftir gildum reikningi frá viðgerðaraði la. Stefnandi sendi stefnda tjónskvittun, 25. febrúar 2016, þar sem stefndi var krafinn stefnda kröfubréf og þá voru honum send innheimtubréf vegna kröfunnar, dags. 1 7. maí, 7. júlí, 22. júlí, 15. ágúst og 30. ágúst 2016. Næst var stefnda send tjónskvittun, dags. 13. ágúst 2018, þar sem segir að virðisaukaskattur, samtals til greiðslu að fjárhæð 80.184 krónur, hafi verið færður á iðgjaldareikning. Þá sendi stefnandi st efnda kröfubréf, dags. 8. mars 2019 og 20. ágúst 2019, þar sem segir að samkvæmt bókum félagsins sé krafa ógreidd og að verði ekki gengið frá greiðslu fyrir 17. september 2019 verði skuldin send til innheimtu. Þá var stefnda sent innheimtubréf vegna kröfun nar 22. apríl 2019 og 7. október 2019. Þá liggja fyrir í gögnum málsins tölvuskeyti á milli málsaðila frá árinu 2016 og til ársins 2019, þar sem aðilar skiptast á skoðunum um réttmæti kröfunnar. Með vísan til framangreinds verður ekki talið að sú málsástæð a stefnda um að stefnandi hafi sýnt af sér tómlæti við innheimtu kröfunnar eigi við rök að styðjast. Er því hafnað þeirri 6 málsástæðu stefnda að stefnandi hafi vegna tómlætis glatað endurgreiðslukröfu sinni á hendur stefnda. Víkur þá næst að kröfu stefnan da um greiðslu dráttarvaxta. Stefnandi sendi stefnda fyrst kröfu um endurgreiðslu þann 25. febrúar 2016 eins og nánar er gerð grein fyrir hér að framan. Þá liggur fyrir í gögnum málsins töluverður fjöldi tölvuskeyta á milli málsaðila vegna innheimtunnar al lt frá árinu 2016. Í tölvuskeyti, dags, 8. maí 2019, kveðst starfsmaður stefnanda afturkalla kröfuna úr innheimtu og senda stefnda reikninginn vegna viðgerðarkostnaðarins til grundvallar innsköttuninni, þó að um gamlan reikning sé að ræða eins og segir í p óstinum. Þá sé einnig búið að afturkalla málið úr innheimtu hjá Motus. Í tölvuskeyti starfsmanns stefnanda 4. júní 2019 segir að eindaga kröfunnar hafi verið breytt í 17. júlí 2019 og krafan afturkölluð úr innheimtu hjá Motus, en eftir þann eindaga fari má lið sína venjulegu leið í innheimtuferli. Samkvæmt þessum gögnum er ljóst að stefnandi miðaði ekki eindaga kröfunnar við 26. mars 2016 eins og krafist er í stefnu. Að virtum gögnum málsins og með vísan til 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001, þykir rétt að mi ða upphafstíma dráttarvaxta við 17. ágúst 2019, en þá var liðinn mánuður frá því að stefnandi breytti eindaga kröfunnnar og tilkynnti stefnda þar um. Þá hafnar dómurinn þeirri málsástæðu stefnda að dómur verði ekki byggður á öðrum upphafstíma dráttarvaxta en krafist er í stefnu. Einnig er hafnað málsástæðu stefnda að ekki hafi verið ljóst af innheimtuviðvörun stefnanda hvaða kröfu verið var að innheimta með innheimtubréfi stefnanda, dags. 20. ágúst 2019, þannig að fari í bága við b - lið 2. mgr. 7. gr. innhei mtulaga nr. 95/2008. Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða dómsins að stefnda beri að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 80.184 krónur með dráttarvöxtum eins og nánari greinir í dómsorði. Eftir úrslitum málsins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 9 1/1991 um meðferð einkamála ber stefnda að greiða stefnanda 800.000 krónur í málskostnað. Þorsteinn Júlíus Árnason lögmaður flutti málið fyrir stefnanda. Einar Páll Tamimi lögmaður flutti málið fyrir stefnda. R agnheiður Snorradóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefnda, Summus ehf. ber að greiða stefnanda, Verði tryggingum ehf., skuld að fjárhæð 80.184 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 frá 17. ágúst 2019 til greiðsludags. Stefnda ber að greiða stefnanda 800.000 krónur í málskostnað. Ragnhei ður Snorradóttir (sign.)