Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 30. janúar 2020 Mál nr. S - 257/2019 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson fulltrúi ) g egn Jón i Sverri Friðrikss yni ( Ólafur Rúnar Ólafsson lögmaður ) Dómur Mál þetta var dómtekið föstudaginn 24. janúar sl. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra höfðaði það 13. september 2019 á hendur Jóni Sverri Friðrikssyni, , , Akureyri, fyrir; skilasvik og peningaþvætti: I. Með því að hafa 2. nóvember 2017, tekið út 1.770.000 krónur af reikningi sínum nr. í útibúi Íslandsbanka hf. á Akureyri og með því skert rétt lána r drottna til að fá fullnægju af eignum sínum, en ákærði óskaði eftir gjaldþrotaskiptum til Héraðsdóms Norðu rlands eystra 10 dögum síðar eða 12. nóvember sama ár. Ákærði tók þessa fjárhæð út í seðlum og eyddi þeim í ferðalög og hjálparstarf. Telst þetta varða við 4. tl. 1. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. II. Með því að h afa þriðjudaginn 6. febrúar 2018, gefið skiptastjóranum A , lögmanni, sem Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði skipað skiptastjóra í þrotabúi hans, rangar upplýsingar um að bú hans ætti engar útistandandi kröfur, en hann hafði stuttu áður en hann bað um gja ldþrotaskipti á búi sínu selt bifreið sína B til C ehf., , en C ehf . hafði ekki enn greitt fyrir bifreiðina þegar skiptastjóri tók skýrsluna af ákærða. Telst þetta varða við 4. tl. 1. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breyting um. III. Með því að hafa 8. júlí 2019 eftir að C ehf., kt , greiddi fyrir bifreiðina B , 1.150.000 krónur inn á reikning nr. í útibúi Íslandsbanka hf. á Akureyri, sem var í hans eigu og umráðum, millifært þá fjárhæð inn á reikning sem hann átti í út ibúi Landsbankans á Akureyri nr. , í stað þess að skila fjárhæðinni til þrotabúsins , [ aukasetning felld brott með yfirlýsingu sækjanda við aðalmeðferð ] . Telst þetta varða við 1. mgr. og 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari bre ytingum. 2 Ákærði krefst aðallega sýknu, til vara að sér verði ekki gerð refsing en ella dæmd svo væg sem lög frekast leyfi. Þá krefst hann þess að dómurinn aflétti haldlagningu lögreglu stjórans á Norðurlandi eystra á 1.150.000 krónum. I Bú ákærða var tekið til gjaldþrotaskipta að kröfu hans með úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra 11. janúar 2018. Skiptastjóri þrotabúsins, A lögmaður, ritaði héraðssaksóknara bréf þann 7. febrúar 2018 og vakti athygli á ætluðu refsiverðu athæfi ákærða . Kvað hún hafa komið í ljós að þann 2. nóvember 2017, sem var 18 dögum fyrr en beiðni hans um gjaldþrotaskipti var móttekin í héraðsdómi hefði hann tekið 1.770.000 krónur út af nánar greindum reikningi í Íslandsbanka. Þá hefði hann selt bifreið fyrir tæpar 1.200 þúsund krónur og sagt a . Skiptastjóri tók fram að engar eignir væri að finna í búinu og yrði skiptum að öllum líkindum lokið án þess að greitt yrði upp í lýstar kröfur. Tveir lýstu kröfum, Íslandsbanki hf. rúmum 10 milljónum króna og sýslu mað - urinn á Norðurlandi eystra rúmum 7 5 þúsund krónum. Skiptum lauk 5. apríl 2019 án þess að greitt væri upp í kröfur. II Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslur auk ákærða lögmennirnir A og B og D , fyrirsvarsmaður C ehf. sem eignaðist bifreið ákærða þann 29. september 2017, mánuði eftir að ákærði eignaðist hana. Síðarnefndi lögmaðurinn ritaði bei ðni um gjaldþrotaskipti fyrir hönd ákærða. Hún er dagsett 12. nóvember 2017, en móttekin í héraðsdómi 20. nóvember eins og áður sagði. Áður hafði hún aðstoðað ákærða við að reyna að greiða úr fjárhagsörðugleikum sínum, sem hann segir til komna vegna húsbyg gingar sem hann réðst í fyrir fall viðskiptabankanna haustið 2008. Hafi hann orðið að hætta við bygginguna og eftir hafi staðið yfirdráttarskuld við Íslandsbanka hf. sem hann hafi ekki ráðið við að greiða af laun atekjum sínum og tekjum fyrir aukastörf. Han n er og starfar auk þess við smíðar. Hann kveðst vera með sveinspróf í húsasmíði. Ákærði kveðst ekki hafa gert sér grein fyrir því að sér væri óheimilt að taka peninga af bankareikningi. 3 Ákærði sagði lögreglu þann 4. júlí 2019 að hann ætti enn eftir að fá greitt fyrir að hafa fengið andvirði hennar greitt . Staðfesti hann fyrir dómi að hafa selt hana. H ann hefði fengið að hafa afnot hennar áfram um tíma og hefði greiðslu kaupverðs verið frestað þess vegna. Staðfesti fyrirsvarsmaður kaupandans að atvik hefðu verið með þessum hætti. Ákærði sagðist ekki geta útskýrt hvers vegna hann hefði greint skiptastjóra öðruvísi frá. Hann fékk síðan greiðslu fyrir bif reiðina að fjárhæð 1.150.000 krónur þann 8. júlí 2019 og færði þá peninga jafnharðan af reikningi í Íslandsbanka hf. á reikning í Landsbankanum hf. Lögregluskýrsla var tekin af ákærða þann 6. ágúst. Þá sagðist hann ,,hafa komið á lögreglustöðina í kjölfar þess að hafa fengið greitt fyrir bifreiðina (8. júlí) og tilkynnt það og sagst vera tilbúinn að borga það sem hann ætti að borga. Síðan segir í lögreglu - skýrslunni: ,,Jóni gert (svo!) grein fyrir því að líkt og und irrituð útskýrði fyrir honum þá, að lögreglan tæki ekki við neinum peningum og að hann ætti að hafa samband við A skiptastjóra í tengslum við slíkt og að hún myndi síðan tilkynna það til lögreglu. Undirrituð árétti (svo!) einnig við hann að skv. póstsamski ptum sem Jón afhenti lögreglu var A búin að gera honum grein fyrir þessu, þ.e.a.s. ef að Jóni myndi berast fjármunir fyrir bifreiðina og hann myndi skila því (svo!) í þrotabúið, myndi hún senda tilkynningu Fyrir dómi kvaðst ákærði hafa haft sa mband við skiptastjórann, en fundist viðbrögð hennar dræm. Hann hefði því beðið átekta. Skiptastjórinn kannaðist ekki við þetta fyrir dómi . Þann 30. júlí haldlagði lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra féð. III Ákærð i tók út 1.770.000 krónur í reiðufé af bankareikningi skömmu fyrir gjaldþrot. Eftir stóðu 4.795 krónur á reikningnum. Samkvæmt yfirliti um færslur á reikninginn sem nær aftur til 6. maí 2016 hafði einu sinni áður verið tekið út reiðufé af honum, 5.000 krónur þann 30. júní 2016. Ákærði bað sjálf ur um gjaldþrotaskiptin og getur honum ekki hafa dulist að hann væri að girða fyrir það með úttektinni að innstæðan rynni til kröfuhafa . Þetta undanskot varðar hann refsingu samkvæmt 4. tl. 1. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hér að framan er rakið hvernig ákærði og fyrirsvarsmaður félags sem keypti bifreið af ákærða lýstu því að kaupverðið hefði ekki verið greitt þegar bú ákærða var tekið til gjaldþrotaskipta. Verður að miða við það. Samkvæmt því skýrði ákærði skipta - stjóra rangt frá, í þá veru að hann hefði þegar fengið bifreiðina greidda og leyndi því 4 þannig að hann ætti kröfu til kaupverðsins. Skerti hann þannig rétt kröfuhafa til að fá fullnægju af kaupverðinu. Varðar þetta við sama refsiákvæði. Ákærði gerði lögreg lu grein fyrir því að hann hefði fengið kaupverðið greitt og var þá sagt að afhenda það skiptastjóranum. Stendur orð hans gegn orði skiptastjórans varðandi það hvort hann reyndi afhendinguna, en frásögn hans af dræmum viðtökum skiptastjórans er með nokkrum ólíkindablæ. Verður ekki talið trúverðugt að hann hafi getað átt í erfiðleikum með að greiða féð til skiptastjórans ef hann vildi það á annað borð. Þess í stað geymdi hann féð. Varðar það við 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 7. gr. laga nr. 1 49/2009. Ákærði hefur hreinan sakaferil. Refsing hans verður ákveðin eftir reglum 77. gr. almennra hegningarlaga. Þykir hún eftir atvikum hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði, skilorðsbundið eins og greinir í dómsorði. Kröfu ákærða um að haldlagningu v erði aflétt verður hafnað með skírskotun til þess að um er að ræða fjármuni sem þrotabú hans gat ekki ráðið yfir er skiptum var lokið, sbr. 164. gr. laga nr. 21/1991, en eiga nú að standa því til ráðstöfunar. Ákærði verður dæmdur til að greiða málsvarnarla un skipaðs verjanda síns eins og þau ákveðas t í dómsorði, virðisaukaskattur meðtalinn. Erlingur Sigtryggsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Jón Sverrir Friðriksson, sæti fangelsi í fjóra mánuði, en fresta ber fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms að telja, haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Hafnað er kröfu ákærða um að aflétt verði haldi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra á 1.150.000 krónum. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ólafs Rúnars Ólafssonar lögmanns, 421.600 krónur.