Héraðsdómur Vesturlands Dómur 26. febrúar 2020 Mál nr. E - 7/2019: Þorgrímur R. Kristinsson (Svanfríður Karlsdóttir lögmaður) gegn Ragnari og Ásgeiri ehf. (Ólafur Eiríksson lögmaður) Dómur I. Mál þetta, sem dómtekið var 5. febrúar sl., var höfðað af Þorgrími R. Kristinssyni, Einholti 6, Reykjavík, á hendur Ragnari og Ásgeiri ehf., Sólvöllum 7, Grundarfirði, með stefnu birtri 30. janúar 2019. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 3.189.588 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af kr. 40.000 frá 31. maí 16 til 31. júl.16 af kr. 200.320 frá þeim degi til 31. ág.16 af kr. 393.180 frá þeim degi til 30. sep.16 af kr. 548.180 frá þeim degi til 31. okt.16 af kr. 757.380 frá þeim degi til 30. nóv.16 af kr. 950.280 frá þeim degi til 31. des.16 af kr. 953.900 frá þeim degi til 31. jan.17 af kr. 1.075.560 frá þeim degi til 28. feb.17 af kr. 1.271.620 frá þeim degi til 31. mar.17 af kr. 1.422.480 frá þeim degi til 30. apr.17 af kr. 1.685.460 frá þeim degi til 31. maí.17 af kr. 1.872.766 frá þeim degi til 30. sep.17 af kr. 2.088.726 frá þeim degi til 31. okt.17 2 af kr. 2.322.952 frá þeim degi til 30. nóv.17 af kr. 2.517.865 frá þeim degi til 31. des.17 af kr. 2.661.891 frá þeim degi til 31. jan.18 af kr. 2.752.196 frá þeim degi til 31. mar.18 af kr. 3.189.588 frá þeim degi til greiðsludags. Stefnandi gerir jafnframt kröfur um að stefndi verði dæmdur til að greiða málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins með hliðsjón af málskostnaðarreikningi. Stefndi krefst þess aðallega að félagið verði sýknað af öllum kröfum stefnanda og að því verði tildæmdur málskostnaður úr hans hendi að mati réttarins, en til vara að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og að málskostnaður verði látinn niður falla. Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu stefnandinn Þorgrímur R. Kristinsson og vitnin Ásgeir Þór Ásgeirsson, Þorsteinn Jónsson og Haukur Einarsson. II. Stefnandi hóf störf hjá stefnda árið 2011 í starfsstöð stefnda í Stykkishólmi en frá og með maí 2016 starfaði hann á star fsstöð stefnda í Reykjavík. Sá stefnandi þar m.a. um lestun og losun bifreiða stefnda. Fyrir liggur að ekki var gerður skriflegur ráðningarsamningur milli aðila þann tíma sem stefnandi vann hjá stefnda og greinir aðila m.a. á um umsamdan vinnutíma stefnand a, í hverju starf hans hjá stefnda fólst og eftir hvaða kjarasamningi skyldi fara með kaup hans og kjör. Stefnandi hætti störfum hjá stefnda að loknum starfsdegi 11. apríl 2018. Hinn 27. september sama ár sendi lögmaður stefnanda kröfubréf til stefnda þa r sem krafist var vangoldinna launa fyrir tímabilið maí 2016 til janúar 2018 ásamt vangreiddu orlofi, desemberuppbót og orlofsuppbót. Því bréfi var svarað fyrir hans hönd með bréfi Samtaka atvinnulífsins, dags. 5. október sama ár, þar sem kröfu stefnanda v ar að mestu hafnað. Stefndi viðurkenndi þó að orlofsuppbót og desemberuppbót væru óuppgerðar. Stefnandi höfðaði síðan mál þetta á hendur stefnda með birtingu stefnu 30. janúar 2019, eins og fyrr segir. 3 III. Stefnandi kveðst byggja kröfur sínar á því að st efndi hafi vangreitt honum álag á yfirvinnutíma á tímabilinu frá maí 2016 til og með janúar 2018, auk þess sem hann hafi vangreitt orlof, orlofsuppbót og desemberuppbót í samræmi við ákvæði kjarasamnings SA og Sambands stjórnendafélaga frá 1. maí 2015. Kr afa stefnanda um greiðslu álags á yfirvinnu umfram dagvinnu byggist á því að stefndi hafi greitt stefnanda laun án þess að greiða honum 80% álag fyrir þá tíma sem unnir hafi verið utan dagvinnustunda. Jafnframt hafi stefnda borið að greiða stefnanda 10,64% orlof á þá tíma. Stefndi hafi ekki hlutast til um að ganga frá ráðningarsamningi við stefnanda, svo sem honum hafi borið að gera í samræmi við 16. kafla kjarasamnings SA og Sambands stjórnendafélaga. Munnlegt samkomulag hafi verið milli aðila um 12 stun da vinnudag stefnanda, en ekki hafi verið greitt álag á yfirvinnu umfram 100% vinnu, eins og ákvæði 1.5 í kjarasamningi geri ráð fyrir. Stefnandi hafi án athugasemda frá stefnda sinnt verkstjórn, lestun og losun bifreiða og unnið að meðaltali 12 tíma á da g. Greidd hafi verið félagsgjöld til Sambands stjórnendafélaga samkvæmt launaseðlum og hafi ekkert frá stefnda gefið til kynna annað en að kjör stefnanda væru í samræmi við kjarasamning SA og Sambands stjórnendafélaga. Hafi allir tímar stefnanda verið skrá ðir í tímastjórnunarkerfi stefnda samkvæmt inn - og útstimplunum, án athugasemda. Þar sem ekki hafi verið gerðar athugasemdir við tímaskráningar stefnanda um meira en 100% vinnu hafi stefnda borið að greiða fyrir yfirvinnu í samræmi við ákvæði kjarasamnings með 80% álagi á dagvinnukaup. Þar sem laun hafi ekki verið gerð upp með réttum hætti eigi stefnandi kröfu á hendur stefnda um réttar efndir. Stefnandi hafi látið af störfum hjá stefnda um miðjan mars í kjölfar veikindaleyfis. Við skoðun á launaseðlum han s eftir starfslok hafi komið í ljós að orlofsuppbót fyrir árið 2018 hafi ekki verið gerð upp líkt og stefnda hafi borið að gera í samræmi við ákvæði 1.4 í gildandi kjarasamningi um uppgjör við starfslok. Sama eigi við um desemberuppbót ársins 2018, sbr. ák væði 1.3. Sé þess krafist að stefndi greiði stefnanda orlofs - og desemberuppbætur í samræmi við lágmarksákvæði gildandi kjarasamnings. 4 Við skoðun launaseðla hafi einnig komið í ljós að orlofsprósenta stefnanda hafi ekki verið í samræmi við lágmarksorlof s amkvæmt gildandi kjarasamningi. Á launaseðlum sé orlofsprósenta stefnanda reiknuð 10,17% af launum í dagvinnu en samkvæmt kjarasamningi hafi stefnandi átt rétt til 25 orlofsdaga á ári, sem þýði að orlof hans hefði átt að reiknast sem 10,64% af heildarlaunu m. Í samræmi við lög um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda geti atvinnurekandi ekki samið með einstaklingsbundnum samningum um lægri kjör en gildandi kjarasamningar geri ráð fyrir hverju sinni. Beri því stefnda að virða gerða kjaras amninga og greiða stefnanda mismun á kjarasamningsbundnum réttindum hans og því sem hann hafi í raun fengið greitt. Þótt stefnandi hafi tekið við launum sínum athugasemdalaust þann tíma sem hann hafi starfað fyrir stefnda hafi hann haft uppi kröfu á hendur stefnda um greiðslu á mismuni þess sem hann hefði fengið greitt og því sem honum hafi borið í samræmi við kjarasamning um leið og honum hafi orðið það ljóst. Það að stefnandi hafi tekið við launum án fyrirvara svipti hann ekki rétti til þess að fá g reiddan mismuninn síðar til samræmis við ákvæði gildandi kjarasamnings, sbr. hrd. 1953:643. Að teknu tilliti til alls þess sem að ofan greini nemi krafa stefnanda á hendur hinu stefnda félagi alls 3.205.352 krónum að viðbættum vöxtum. Fjárkrafa stefnanda skiptist þannig að gerð sé krafa um vangoldið yfirvinnuálag sem nemi 80% ofan á dagvinnulaun. Tímakaup í dagvinnu hafi verið 2.500 krónur út apríl 2017, sem þýði að greiða hafi átt 2000 króna álag fyrir hvern yfirvinnutíma sem unninn hafi verið. Hinn 1. m aí 2017 hafi tímakaupið hækkað í 2.613 krónur og nemi yfirvinnuálagið því 2.090 krónum fyrir hverja klukkustund frá þeim tíma. Orlofs - og desemberuppbætur hafi ekki verið gerðar rétt upp í samræmi við kjarasamning og séu vangreiddar. Orlof stefnanda hafi einnig verið reiknað sem 10,17% af launum í dagvinnu en samkvæmt kjarasamningi hafi honum borið réttur til 25 orlofsdaga á ári ásamt 10,64% ofan á laun í yfirvinnu. Krafan sundurliðist því sem hér segi: 5 1) Vangoldið 80% yfirvinnuálag 2016 Maí 20 tímar á 2. 000 kr/klst. kr. 40.000 Júlí 80,16 tímar á 2.000 kr/klst. kr. 160.320 Ágúst 96,43 tímar á 2.000 kr/klst. kr. 192.860 September 77,50 tímar á 2.000 kr/klst. kr. 155.000 Október 104,6 tímar á 2.000 kr/klst. kr. 209.200 Nóvember 96,45 tímar á 2 .000 kr/klst. kr. 192.900 Desember 1,81 tímar á 2.000 kr/klst. kr. 3.620 2017 Janúar 60,83 tímar á 2.000 kr/klst. kr. 121.660 Febrúar 98,03 tímar á 2.000 kr/klst. kr. 196.060 Mars 75,43 tímar á 2.000 kr/klst. kr. 150.860 Apríl 131,49 tímar á 2 .000 kr/klst. kr. 262.980 Maí 89,62 tímar á 2.090 kr/klst. kr. 187.306 September 103,33 tímar á 2.090 kr/klst. kr. 215.960 Október 112,07 tímar á 2.090 kr/klst. kr. 234.226 Nóvember 93,26 tímar á 2.090 kr/klst. kr. 194.913 Desember 57,07 tímar á 2.090 kr/klst. kr. 119.276 2018 Janúar 55,05 tímar á 2.090 kr/klst. kr. 115.055 Samtals kr. 2.752.196 2) Orlof af vangreiddu yfirvinnuálagi (10,64% * 2.752.196) kr. 292.834 3) Vangreidd orlofsuppbót 2018 kr. 48.000 4) Van greidd desemberuppbót 2018 4/12 af 89.000 kr. 29.667 5) Vangreitt orlof (10,64 - 10,17) 0,47% af heildarlaunum Laun 2016 kr. (4.585.275*0,47%)= 21.551 Laun 2017 kr. (7.385.845*0,47%)=34.713 Laun 2018 kr. (2.261.029*0,47%)=10.627 Samtals k r. 66.891 Samtals kr. 3.189.588 6 Jafnframt sé gerð krafa um dráttarvexti af vangoldnum launum á gjalddaga, fyrst frá 31. júlí 2016, þegar fyrsta greiðsla hafi orðið gjaldkræf. Sama eigi við um síðari greiðslur vangoldinna launa, að drátta rvextir reiknist á þær frá þeim tímapunkti að þær hafi orðið gjaldkræfar. Orlof, desember - og orlofsuppbætur beri að gera upp við starfslok, sbr. ákvæði 1.4 í gildandi kjarasamningi SA og Sambands stjórnendafélaga og því leggist dráttarvextir á þær greiðsl ur á gjalddaga uppgjörs hinn 31. mars 2018. IV. Á því sé byggt að stefndi hafi gert upp öll þau laun og aðrar greiðslur sem stefnandi hafi átt rétt á vegna vinnu hjá stefnda frá maí 2016 til janúar 2018. Ekki sé því um að ræða að stefnandi eigi rétt til greiðslna úr hendi stefnda eins og gerð er krafa um í stefnu. Aldrei hafi verið samið um önnur kjör en sem fram hafi komið á launaseðlum og falist í starfi hans sem bifreiðastjóri. Stefndi hafni kröfu stefnanda um vangreitt yfirvinnuálag. Aðilar hafi samið um að stefnandi skyldi fá greiddar 2.500 krónur í tímakaup fyrir hverja klukkustund og hafi stefnandi aldrei haft uppi athugasemdir vegna þess fyrr en eftir starfslok. Stefndi hafni því alfarið sem röngu og ósönnuðu að stefnandi sé í Sambandi stjórn endafélaga og að um kjör hans skuli fara eftir kjarasamningi þess félags við Samtök atvinnulífsins. Á því sé byggt að stefnandi taki laun samkvæmt kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og SA, sbr. 16. kafla um bifreiðastjóra og tækjastjórnendur. Bendi stefndi í fyrsta lagi á það að ástæða þess að greitt hafi verið til Sambands stjórnendafélaga hafi verið óskir stefnanda þar um. Hann hefði verið verkstjóri hjá fyrri vinnuveitanda og áunnið sér réttindi í Sambandi stjórnendafélaga sem hann hafi ekki vilj að missa. Hafi hann óskað sérstaklega eftir því við stefnda að greitt yrði til félagsins alfarið óháð hlutverki hans hjá stefnda. Hafi stefndi fallist á þetta. Það eitt að stefndi hafi samþykkt að skila félagsgjöldum fyrir stefnanda til Sambands stjórnenda félaga gerir það ekki að verkum að um kjör hans fari samkvæmt kjarasamningi þess félags við Samtök atvinnulífsins. Til þess að svo sé þurfi að hafa verið samið um það og stefnandi raunverulega að hafa starfað sem stjórnandi hjá stefnda. 7 Stefndi hafni því alfarið sem röngu og ósönnuðu að stefnandi hafi starfað sem stjórnandi. Slík an starfstitil beri stjórnandi ekki á launaseðlum. Enginn samstarfsmanna stefnanda hafi haft með höndum verkstjórn eða verið í stjórnendastöðu. Þá hafi stefnandi ekki haft nein mannaforráð frekar en forveri hans í starfi, en stefnandi hafi sönnunarbyrði fy rir því að svo hafi verið. Stefnda hafi í raun verið óheimilt að hafa afskipti af félagsaðild stefnanda, sbr. 2. og 4. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og 74. gr. stjórnarskrárinnar um félagafrelsi, en atvinnurekanda sé skylt að halda eftir af launum starfsmanns iðgjaldi hans til viðkomandi stéttarfélags, sbr. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 55/1980. Réttur starfsfólks til aðildar að stéttarfélagi hafi margsinnis verið staðfestur af Félagsdómi og ljóst að atvinnurekandi geti ekki brotið gegn þe im rétti með því að neita að greiða iðgjald í það stéttarfélag sem starfsmaður hafi valið. Stefnandi hafi lagt fram skjal, sem merkt sé sem dskj. nr. 5 í málinu, og virðist ætlunin með því að sýna fram á stöðu stefnanda hjá stefnda. Skjalið sé í raun með mælabréf fyrir stefnanda vegna forsjárdeilna sem hann hafi staðið í á starfstímanum. Hafi bréfið verið verulegra fegrað til þess að hjálpa stefnanda í þessari deilu, en stefnandi hafi tjáð stefnda að umsögn sem gæfi til kynna að hann hefði umsjón með einhv erju eða hefði mannaforráð myndi hjálpa til í forsjárdeilu. Meðmælabréfið sé þar af leiðandi rangt hvað það varði. Um kjör stefnanda fari samkvæmt kjarasamningi SA við Starfsgreinasamband Íslands. Samkvæmt þeim kjarasamningi sé stefnandi tækjastjórnandi I I og falli undir launaflokk 13, enda bílstjóri á ökutæki sem krefjist aukinna ökuréttinda, sbr. gr. 16.2 í kjarasamningnum. Séu þar ákveðin lágmarkskjör fyrir starfið skv. lögum nr. 55/1980. Í 1. gr. laga nr. 55/1980 komi fram að laun og önnur starfskjör sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semji um skuli vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn taki til. Þá segi í 2. málslið ákvæðisins að samningar einstakra launamanna og 8 atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveði skuli ógildir. Þegar metið sé hvort brotið hafi verið gegn 1. gr. laga nr. 55/1980 beri að líta til heildarmats á kjörum en ekki til einstakra samningsákvæða kjarasamnings. Þar af lei ðandi beri að líta til launa í heild þegar metið sé hvort laun nemi því lágmarki sem kveðið sé á um í kjarasamningum. Séu heildarlaun stefnanda borin saman við lágmarkskjör samkvæmt kjarasamningi sé ljóst að laun stefnanda hafi verið töluvert yfir lágmarks kjörum. Stefndi hafi tekið saman laun stefnanda og borið þau saman við lágmarkskjör samkvæmt kjarasamningi. Hafi laun stefnanda fyrir tímabilið sem deilt sé um verið með orlofi fyrir dagvinnu 10.481.970 krónur og fyrir yfirvinnu 5.193.182 krónur, eða samta ls 15.675.152 krónur. Hafi þá ekki verið reiknað með dagpeningum að fjárhæð 100.000 krónur, sem stefnandi hafi fengið greidda við hvert launauppgjör. Ef laun stefnanda hefðu tekið mið af kjarasamningi hefðu þau verið 7.234.974 krónur í dagvinnu með orlofi og 5.809.002 krónur í yfirvinnu eða samtals 13.043.976 krónur. Sé því ljóst að heildarlaun stefnanda hafi verið töluvert yfir lágmarkskjörum samkvæmt kjarasamningi, eða sem samsvari 2.631.176 krónum, án þess að tekið sé tillit til dagpeninga. Vilji svo ól íklega til að dómurinn fallist á að stefnandi hafi verið verkstjóri hjá stefnda og að um laun hans fari samkvæmt kjarasamningi SA og Sambands stjórnendafélaga hafni stefndi því alfarið að umsamin laun brjóti gegn þeim kjarasamningi sem og 1. gr. laga nr. 5 5/1980. Til þess að meta hvort umsamin laun stefnanda hafi verið undir lágmarkskjörum samkvæmt fyrrgreindum kjarasamningi þurfi að bera heildarlaun hans saman við þau heildarlaun sem hann hefði fengið ef laun hans hefðu alfarið tekið mið af þeim kjarasamni ngi. Í ákvæði 1.1.2 í kjarasamningnum segi að umsamin laun verkstjóra skuli ákvarðast að jafnaði af fjölda þátta eins og ábyrgð, fjölda undirmanna, eðli starfs, menntun og starfsreynslu. Jafnframt komi þar fram að eðli máls samkvæmt geti slíkt mat ekki kom ið fram í einfaldri launatöflu enda aðstæður mismunandi. Í 2. mgr. ákvæðisins komi síðan fram að við ákvörðun launa skuli laun endurspegla vinnuframlag, hæfni, menntun og færni viðkomandi starfsmanns, innihald starfsins sem og þá ábyrgð sem starfinu fylgi. Ekki sé að finna launatöflu í kjarasamningnum sem kveði á um tiltekin lágmarkskjör verkstjóra. Í ákvæði 1.6.2 segi hins vegar að verkstjórar/stjórnendur skuli aldrei fá lægri laun en 15% hærra en þeir starfsmenn sem þeir stjórni, miðað við tímavinnu. Verð i því að líta svo á að laun verkstjóra megi aldrei vera minna en 15% 9 hærri en laun undirmanna hans. Að öðrum kosti séu laun hans undir lágmarkskjörum samkvæmt kjarasamningnum, sem sé þar með brot gegn 1. gr. laga nr. 55/1980. Við mat á því hvort umsamin la un stefnanda hafi verið undir lágmarkskjörum kjarasamningsins þurfi því að bera saman heildarlaun hans við heildarlaun samstarfsmanna hans, að viðbættu 15% álagi. Stefndi hafi tekið saman laun stefnanda og borið þau saman við meðaltal launa samstarfsmanna hans, að viðbættu 15% álagi. Heildarlaun stefnanda með orlofi fyrir tímabilið sem deilt sé um hafi verið 18.075.152 krónur. Óumdeilt sé að þetta sé sú upphæð sem stefnandi hafi fengið greidda frá stefnda á tímabilinu. Meðalkaup samstarfsmanna hans, að við bættu 15% álagi, ásamt orlofi á sama tímabili hafi verið 17.263.011 krónur. Ljóst sé að heildarlaun stefnanda hafi því verið umfram lágmarskjör samkvæmt kjarasamningi SA og Sambands stjórnendafélaga, eða sem nemi 812.142 krónum. Stefnandi hafi til viðbóta r við framangreint fengið 100.000 króna greiðslu sem dagpeninga við hvert launauppgjör. Hafi enda verið samþykkt að stefnandi myndi standa skil á staðgreiðslu af fjárhæðinni ef hann myndi ekki að öllu leyti nýta fjárhæðina til greiðslu á ferðatengdum kostn aði. Komi það í hlut stefnanda að sýna fram á að dagpeningagreiðslur stefnda hafi komið til vegna fæðis - og ferðakostnaðar. Að öðrum kosti verði að líta svo á að umrædd greiðsla sé tekjur til handa stefnanda til viðbótar við tímakaup. Hér beri og að geta þ ess að allur fæðiskostnaður stefnanda hafi verið greiddur af stefnda óháð greiðslu dagpeninga. Með hliðsjón af framangreindu megi ljóst vera að umsamin laun hafi verið töluvert hagstæðari fyrir stefnanda heldur en ef laun hans hefðu tekið mið af lágmarksk jörum samkvæmt kjarasamningi SA og Sambands stjórnendafélaga. Hafi launakjör stefnanda því ekki rýrt rétt hans samkvæmt kjarasamningi SA og Sambands stjórnendafélaga heldur þvert á móti. Stefndi hafni og kröfu stefnanda um orlof af vangreiddu yfirvinnuála gi sem og kröfu um vangreitt orlof með sömu rökum og áður hafi komið fram. 10 Stefndi hafni og alfarið kröfu stefnanda um vangreidda desemberuppbót vegna ársins 2018. Stefndi bendi á að forsendur útreikninga stefnanda séu verulega óljósar. Í ákvæði 1.4 í kjarasamningi SA og Starfsgreinasambandsins segi að áunna desemberuppbót skuli gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar. Tímasetning starfsloka stefnanda sé óljós. Stefnandi hafi horfið úr starfi, fyrst í veikindaleyfi en stuttu síðar hafi komið í ljós að hann hefði þegar hafið störf annars staðar. Stefna ndi hafi hvorki lagt fram uppsagnarbréf né látið stefnda vita að hann hefði þegar hafið störf hjá öðrum vinnuveitanda. Stefnda sé ekki kunnugt um hvenær stefnandi hafi hafið störf annars staðar. Ekki sé því útilokað að strax í veikindaleyfi stefnanda hafi hann hafið störf hjá öðrum vinnuveitanda eða í byrjun febrúar 2018, þrátt fyrir stutta viðkomu hjá stefnda í lok mars og upphafi apríl 2018. Í ljósi þessa, og með hliðsjón af því að stefnandi hafi þegar fengið 30.000 króna greiðslu vegna desemberuppbótar f yrir árið 2018, hafni stefndi kröfu stefnanda um desemberuppbót fyrir 2018. Að lokum sé sýknukrafa stefnda á því byggð að krafa stefnanda sé fallin niður fyrir tómlæti og eigi það við um allar kröfur og málsástæður stefnanda. Stefnandi hafi hafið störf h já stefnda árið 2011 en frá og með apríl 2016 hafi hann unnið á starfsstöð stefnda í Reykjavík. Tímabilið sem deilt sé um nái frá maí 2016 til maí 2018. Stefnandi hafi aldrei gert athugasemdir við launagreiðslur sínar allan þann tíma sem hann hafi starfað fyrir stefnda. Stefnandi hafi fyrst gert athugasemd við launagreiðslur sínar í lok september 2018, eða tæpu hálfu ári eftir að hann hætti störfum hjá stefnda og tveimur og hálfu ári eftir að honum hafi mátt vera ljóst um meint vangreitt yfirvinnukaup. Það hafi svo ekki verið fyrr en í febrúar 2019 sem stefnandi hafi höfðað mál þetta með útgáfu stefnu. Staðhæfingar stefnanda um annað séu með öllu ósannaðar. Stefnandi hafi sjálfur séð um að skrá vinnutíma sína í tímaskýrslukerfi stefnda. Hafi launaútreikning ar stefnda því byggst á skráningu og upplýsingum frá stefnanda sjálfum. Það sé því ljóst að það hafi staðið stefnanda nær að gera athugasemdir við launauppgjör enda hafi upplýsingarnar frá honum verið forsenda hvers og eins launauppgjörs. Kröfugerð stefnan da sé á því byggð að nánast hvert og eitt einasta launauppgjör starfstímans hafi verið rangt, eða alls 17 af 21 launauppgjöri á 11 tímabilinu maí 2016 til janúar 2018. Í öllum tilvikum hafi stefnandi tekið við launauppgjöri fyrirvaralaust og án athugasemda. Stefndi kveður varakröfu sína um lækkun byggjast í fyrsta lagi á því að útreikningar stefnanda á yfirvinnutaxta standist ekki. Stefnandi telji sig eiga rétt á yfirvinnuálagi sem nemi hlutfalli af dagvinnukaupi. Stefnandi telji sig eiga rétt á 2500 krónum f yrir hverja klukkustund í yfirvinnu og svo 2.000 krónum til viðbótar í yfirvinnuálag. Þessu hafni stefndi alfarið. Í vinnurétti sé heimilt að semja um að yfirborga dagvinnu sérstaklega en ekki yfirvinnu. Það hafi ekki verið gert í tilviki stefnanda heldur sérstaklega samið um að greiða sama tímakaup í dagvinnu og yfirvinnu, enda hafi dagvinna verið yfirborguð, eins og áður sé fram komið. Eigi stefnandi rétt til greiðslu fyrir yfirvinnuálag beri að miða við yfirvinnutaxta eins og hann sé í kjarasamningi, þan nig að yfirvinnuálag miðist við lágmarkskauptaxta samkvæmt kjarasamningi SA og Starfsgreinasambandsins. Lágmarkskauptaxti við upphaf tímabilsins samkvæmt kjarasamningi sé 268.486 krónur á mánuði sé miðað við tækjastjórnanda II með þriggja ára starfsreyns lu. Samkvæmt ákvæði 1.7 í kjarasamningi SA og Starfsgreinasambandsins beri að greiða yfirvinnu með tímakaupi sem samsvari 80% álagi á dagvinnutímakaup, þ.e. með 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Tímakaup stefnanda fyrir yfirvinnu ætti því með réttu að nema 2.788 krónum (1,0385% af 268.486) en ekki 4.500 krónum, líkt og stefnandi haldi fram. Verði fallist á að stefnandi eigi einhvern rétt til greiðslu fyrir yfirvinnuálag geti sú fjárhæð einungis numið 288 krónum fyrir hverja klukkustund (2.788 kr. 2 .500 kr.). Varakrafa stefnda um lækkun sé enn fremur á því byggð að stefndi eigi gagnkröfu á hendur stefnanda sem komi til skuldajafnaðar við kröfu stefnanda. Í upphafi árs 2018 hafi stefnandi verið ósáttur við ýmis atriði í skipulagningu aksturs hjá stef nda en að hans mati hafi athugasemdir hans verið virtar að vettugi. Í ljósi þessa hafi stefnandi kosið að fara í veikindaleyfi og stuttu síðar hafi komið í ljós að hann hefði ráðið sig til starfa hjá öðrum flutningsaðila, KASK - flutningum. Stefnandi hafi á þessum tíma verið með fulla vinnuskyldu hjá stefnda og hefði hvorki upplýst stefnda um starfslok né að hann hefði hafið störf hjá samkeppnisaðila. Hafi stefnandi horfið úr starfi án skýringa. 12 Hvort sem miðað sé við kjarasamning SA og Starfsgreinasambandsin s eða kjarasamning SA og Sambands stjórnendafélaga sé ljóst að uppsagnarfrestur stefnanda hafi verið þrír mánuðir miðað við mánaðamót. Uppsagnarfrestur sé gagnkvæmur réttur aðila í vinnuréttarsambandi til þess að koma í veg fyrir óþægindi og tjón af völdum fyrirvaralausrar uppsagnar. Stefnandi hafi, einhliða og með ólögmætum hætti, tekið ákvörðun um að hætta störfum fyrir stefnda. Stefnanda, sem starfsmanni, sé óheimilt að hlaupast á brott úr starfi sínu án réttmætrar ástæðu með sama hætti og vinnuveitanda sé óheimilt að rifta ráðningarsamningi nema fyrir liggi réttmæt ástæða. Sé á því byggt að stefndi eigi skaðabótakröfu á hendur stefnanda vegna ólögmæts brotthlaups úr starfi. Þegar svo standi á beri starfsmanni að greiða vinnuveitanda skaðabætur og telji s tefndi bætur nema launum stefnanda fyrir helming uppsagnarfrestsins samkvæmt lögjöfnun frá ákv. 1. mgr. 25. gr. hjúalaga nr. 22/1928. Stefndi bendi jafnframt á að ekki sé skilyrði að hann þurfi að sanna tjón sitt. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur hafi verið þr ír mánuðir og nemi gagnkrafa stefnda því launum stefnanda í einn og hálfan mánuð. Laun stefnanda síðustu 12 mánuði áður en til brotthlaups hans hafi komið, maí 2017 til apríl 2018, hafi að meðaltali verið 752.599 krónur. Telji stefndi gagnkröfu sína því ne ma 752.599 krónum x 1,5, eða 1.128.899 krónum. V. Niðurstaða Eins og áður er fram komið hóf stefnandi störf hjá stefnda í Stykkishólmi á árinu 2011, en frá maí 2016 vann hann í starfsstöð félagsins í Reykjavík, allt þar til hann lét af störfum í apríl 20 18. Snýst mál þetta um launakjör stefnanda á seinna tímabilinu. Byggir stefnandi kröfu sína á því að hann hafi þá starfað sem verkstjóri hjá stefnda en ekki bílstjóri og því hafi kjör hans átt að taka mið af kjarasamningi SA og Sambands stjórnendafélaga en ekki kjarasamningi SA og Starfsgreinasambandsins, eins og stefndi haldi fram. Krefur stefnandi stefnda á þeim grunni um vangreitt álag á yfirvinnutíma á tímabilinu maí 2016 til og með janúar 2018, auk vangreidds orlofs, orlofsuppbótar og desemberuppbótar. Í málinu liggja fyrir launaseðlar stefnanda vegna launagreiðslna fyrir allt framangreint tímabil þar sem fram kemur m.a. að stefnandi sé bílstjóri flutningabifreiðar með 13 frystibúnað, að laun hans greiðist sem jafnaðarkaup að tilgreindri fjárhæð, að unni nn hafi verið tilgreindur fjöldi klukkustunda á slíku kaupi og tilgreint að orlof reiknist 10,17% ofan á hina tilgreindu launafjárhæð. Þá liggur sömuleiðis fyrir tímaskráningarskýrsla fyrir sama tímabil, sem stefnandi hefur staðfest að byggð sé á skráningu m hans sjálfs í síma, og kemur þar fram að starfsheiti hans sé bílstjóri. Andmælti stefnandi því ekki í skýrslu sinni fyrir dómi að hafa fengið þessi yfirlit og að hafa verið kunnugt um framangreint innihald þeirra. Hann kvaðst hins vegar hafa gert athugas emdir um að ekki væri greitt álag á tímakaupið án þess þó að geta tilgreint hvenær það hefði verið, en kvað það hafa gerst áður en hann hætti störfum. Stefndi hefur hins vegar mótmælt þessu og liggja engin gögn fyrir um að slíkar athugasemdir hafi verið se ttar fram á umræddu starfstímabili stefnanda hjá stefnda. Við úrlausn þess hvort stefnandi geti krafið stefnda um frekari greiðslur fyrir vinnuframlag sitt verður hér við það að miða að stefnandi hafi ekki á umræddu starfstímabili á nokkurn hátt gert athu gasemdir við framangreind launayfirlit og það fyrirkomulag sem tíðkast hafði hjá stefnda við útreikning og greiðslu launa hans. Var það fyrst með kröfubréfi lögmanns stefnanda, dags. 27. september 2018, eða fimm og hálfum mánuði eftir starfslok hans hjá st efnda, sem krafist var leiðréttingar á vangreiðslu stefnda á umkröfðum launagreiðslum. Stefndi hafnaði hins vegar þeirri kröfu 5. október sama ár og liðu í kjölfarið tæpir fjórir mánuðir þar til stefnandi fylgdi kröfum sínum eftir með höfðun máls þessa hin n 30. janúar 2019. Verður að telja að stefnandi hafi ekki getað látið átölulaust allan framangreindan tíma hvernig staðið var að launauppgjöri til hans í trausti þess að geta síðan haft uppi umrædda kröfu sína í kjölfar starfsloka. Að framangreindu virtu, og óháð því hvort stefnandi hafi átt rétt til þeirra greiðslna sem um er deilt, verður á það fallist með stefnda að stefnandi hafi vegna tómlætis fyrirgert rétti sínum til umkrafinna vangoldinna launagreiðslna. Verður stefndi því sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Að virtum atvikum öllum, þ. á m. því að ekki var gerður skriflegur ráðningarsamningur við stefnanda, þykir rétt að málskostnaður verði látinn niður falla. Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp dóm þennan. 14 Dómsorð: Stefndi, Ragnar og Ásgeir ehf., er sýkn af dómkröfum stefnanda, Þorgríms Rúnars Kristinssonar. Málskostnaður fellur niður. Ásgeir Magnússo n