Héraðsdómur Austurlands Dómur 30. október 2020 Mál nr. S - 197/2020 : Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) g egn Sindri Már Tryggvason (Gísli M. Auðbergsson lögmaður ) I. Mál þetta, sem dómtekið var 28. október, er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Austurlandi, útgefinni, 30. s eptember, en móttekinni 13. o któber sl. , á hendur Sindr a Má Tryggvas yni , kennitala , með ótilgreint lögheimili, en dvalarstað að , : ,, fyrir umferðarlagabrot í Fjarðabyggð, með því að hafa fimmtudaginn 9. júlí 2020, undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti, ekið bifreiðinni , um götur á , vestur , en bifreiðin var stöðvuð á bifreiðastæði við bensínstöð Orkunnar við gatnamót og . Tetrahýdrókannabínól í blóði mældist 1,9 ng/ml. Telst þetta varða við 1. mgr. og 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákæ rði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Skipaður verjandi, Gísli M. Auðbergsson lögmaður, krafðist þess fyrir hönd ákærða hann yrði dæmdur til vægustu refsingar sem lög heimila . A ð auki kraf ð ist verjandinn hæfilegra þóknunnar sér til handa og að hluti sakarkostnaðar félli á ríkissjóð. II. Samkvæmt gögnum höfðu lögreglumenn afskipti af ákærða þann 9. júlí sl., og stöðvuðu þá m.a. akstur hans . Í framhaldi af því var ákærði færður á lögreglustöð þar sem fram fór hefðbundin lögreglurannsókn. Á kærði var yfirheyrður á lögreglustöð um kæruefnið hinn 15. júlí sl., að viðstöddum þeim verjanda, sem hér fyrir dómi var skipaður til starfans. 2 Fyrir dómi hefur ákærði skýlaus t viðurkennt sakargiftir, líkt og þeim er lýst í ákæru. Játning ákærða er í samræmi við fyrrnefnd rannsóknargögn lögreglu, en einnig matsgerð R annsóknarstofu í lyfja - og eiturefnafræði Háskóla Íslands , dags. 5. ágúst sl. Að ofangreindu virtu og m eð játningu ákærða, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm er að álit i dómsins nægjanlega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi, sem í ákæru greinir , en b rot hans e r u þar réttilega heimfærð til laga . Verður lagður dómur á má lið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . Að ofangreindu virtu verður ákærði og sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru . II. Ákærði, sem er fæddur árið , hefur samkvæmt sakavottorði sakaskrár ríkisins áður sætt refsingum. Ákærði gekkst undir sátt um sektargreiðslu hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra þann 2016 fyrir fíkniefnaakstur og fyrir að hafa eigi endurnýjað ökusk írteini sitt. Þá gekkst ákærði í tvígang undir sátt um sektargreiðslur hjá sama lögreglustjóra þann 2017 , en í báðum tilvikum var um að ræða fíkniefnaakstur . Sa mhliða sáttinni var ákærði sviptur ökurétti í samtals 36 mánuði. Loks var ákærði með dómi ] 2 019 dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir fíkniefnakastur og fyrir að aka ökutæki sviptur ökuréttindum . Samhliða var ákærði sviptur ökurétti ævilangt. Í máli þessu hefur ákærði enn verið fundinn sekur um umferðarlagabrot, og þá fyrir fíkniefnakastur og fyrir að aka ökutæki sviptur ökuréttindum. Ber að ákvarða refsingu hans m.a. með hliðsjón af lýstum sakarferli, en einnig að virtu ákvæði 1. sbr. 4. mgr. 77. gr, almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3 Að ofangreindu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fa ngelsi í 60 daga. Að auki verður ákærði, að virtu ákvæði 98. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 , dæmdur til greiðslu fésektar, að fjárhæð 270.000 krónur. Skal ákærði greiða sektina innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins að telja, en ella sæti hann þrettán dag a fangelsi. Með vísan til tilvitnaðara lagaákvæða í ákæru og sakarferils ber að árétta ævilanga ökuréttarsv ipt ingu ákærða frá birtingu dómsins að telja . Að kröfu ákæruvalds og með vísan til 235. gr. laga nr. 88/2008 ber að dæma ákærða til greiðslu s akar kostnaðar, en samkvæmt yfirliti lögreglustjóra nemur kostnaður vegna rannsóknar málsins samtals 1 15.108 krónum. Að virtum andmælum skipaðs verjanda ákærða , en einnig framlögðum gögnum og skýrslum verður ákærði dæmdur til að greiða nefndan sakarkostnað að frátöldum kostnaði vegna svonefndrar þvagpófunar , að fjárhæð 1.526 krónur . Verður ákærði því dæmdur til að greiða samtals 113.582 krónur . Þ ví til viðbótar ber að dæma ákærða til að greiða m álflutningsþóknun skipaðs verjanda síns , og þá vegn a starfa hans við lögreglurannsókn málsins , en einnig fyrir dómi . Þykja þau laun hæfilega ákveðin 144. 243 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, en einnig verður ákærði dæmdur til að greiða útlagð an ferðakostnað verjandans, 11.628 krónur. Af hálfu ákæruval ds fór með málið Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Sindr i Már Tryggvas on, sæti fangelsi í 60 daga . Ákærði greiði 2 0 0.000 króna sekt til ríkssjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins að telja, en ella sæti hann þrettán daga fangelsi. Ævilö ng ökuréttarsvipting ákærða er áréttuð, og gildir það ákvæði frá birtingu dómsins að telja. Ákærði greiði 269.453 krónu r í sak arkostnað, og eru þar innifalin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Gísla M. Auðbergssonar lögmanns, 144.243 krónur, og ferðakostnaður hans að fjárhæð 11.628 krónur. 4