Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 13. mars 2020 Mál nr. S - 118/2019 : Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra ( Sigurður Hólmar Kristjánsson saksóknarfulltrúi ) g egn Braga Þór Péturssyni ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur A Mál þetta, sem þingfest var 13. desember sl. og dómtekið 4. febrúar sl. , er höfðað af lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra með ákæru 7. október 2019 á hendur Braga Þór Péturssyni fæddum , til heimilis að , ,,fyrir umferðarlagabrot og stórfelld eignaspjöll : I. með því að hafa, síðdegis þriðjudaginn 25. september 2018, ekið bifreiðinni norður Þverárfjallsveg við Breiðstaði í Sveitarfélaginu Skagafirði, óhæfur til að stjórna bifreiðinn i örugglega vegna áhrifa amfetamíns (amfetamín í blóði reyndist 115 ng/ml) og MDMA (MDMA í blóði reyndist 115 ng/ml Tel st brot ákærða varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. og 1. mgr., sbr. 45. gr. b . umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 1. mgr. 100. gr. nefnd ra umferðarlaga. II. með því að hafa, skömmu áður en lögregla hafði afskipti af ákærða, sbr. ákærulið I., tendrað eld við stigagang á móts við aðalinngan eyðibýlisins að Illugastöðum í Laxárdal í Skagafirði, með þeim afleiðingum að húsið gereyðilagðist í e ldi. Telst brot ákærða varða við 2. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50,1987. 2 B Á kærði sótti ekki þing þegar málið var þingfest 13. desember sl. en skipaður verjandi hans hafði samband við dóminn og óskaði eftir fresti til að fara yfir gögn málsins með ákærða. Málinu var frestað til 14. janúar sl. en því þinghaldi var frestað vegna veðurs og ófærðar . Málið var tekið fyrir að nýju 4. febrúar sl. Þing var sótt af hálfu ákærða. Ákærði játaði skýlaust háttsemi þá sem honum er í ákæru gefin að sök. Að framkominni játningu ákærða sem er í samræmi við gögn málsins telst háttsemi ákærða nægi lega sönnuð en brot hans er réttilega fært til refs iákvæða í ákæru. Farið var með málið eftir ákvæðum 164. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 en áður en það var tekið til dóms tjáðu sækjandi og verjandi sig um ákvörðun viðurlaga. Brot ákærða gegn umf erðarlögum heimfærist nú undir um f erðarlög nr. 77/2019, er tóku gildi 1. janúar 2020 og leystu af hólmi eldri umferðarlög nr. 50/1987, sbr. 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Nánar tiltekið varðar brot ákærða við 1. mgr. 50. gr., sbr. 1. mg r. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Samkvæmt framlögðu sakavottorði var ákærði í apríl 2011 dæmdur til greiðslu sektar og sviptingu ökuréttar í eitt ár fyrir akstur undir áhrifum ávana - fíkniefna og brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni. Í maí 2012 var h ann dæmdur til greiðslu sektar fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni. Í febrúar 2017 lauk hann sama dag þremur málum með sátt þar af voru tvö brot vegna aksturs undir áhrifum ávana og fíkniefna. Vegna þeirra var hann samtals svip t ur ökurétti í sex m ánuði. Hinn 26. janúar 2018 lauk hann tveimur málum með sátt annars vegar vegna aksturs sviptur ökurétti og hins vegar vegna brots gegn 257. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði er nú sakfelldur fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna öðru sinni þann ig að ítrekunaráhrifa gætir. Þá er hann einnig sakfelldur fyrir stórfelld eignaspjöll en hefur líkt og áður er rakið áður verið sakfelldur fyrir minniháttar eignaspjöll. Við ákvörðun refsingar ákærða verður að horfa til þessa en einnig þess að hann hefur g reiðlega játað brot sín og þess að ekkert liggur fyrir um hversu miklu tjóni hann olli með íkveikjunni. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin sex mánaða fangelsi en efni eru til að binda refsinguna skilorði og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum hald i ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að gættu magni fíkniefna sem mældust í blóði ákærða þykir rétt með vísan til 1. mgr. 101. gr. umferðarlaga 50/1987, sbr. 6. mgr. 102. gr. laganna að svipta ákærða ökurétti í tvö ár og se x mánuði frá birtingu dómsins að telja. 3 Að fenginni þessari niðurstöðu ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Samkvæmt framlögðu yfirliti nam sakarkostnaður vegna rannsóknar málsins hjá lögreglu 146.598 krónum . Ák ærð i hefur notið aðstoðar verjanda og ber að dæma ákærð a til að greiða þóknun Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns sem , að teknu tilliti til tímaskýrslu lögmannsins hæfilega ákveðin 358.360 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Jafnfram t ber ákærð a að greiða 6 0.500 króna ferðakostnað verjanda síns. Af hálfu ákæruvaldsins sótti málið Sigurður Hólmar Kristjánsson saksóknarfulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Bragi Þór Pétursson , sæti fangelsi í sex mánuði en fullnustu refsingarinnar er frestað og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði er sviptur ökurétti í tvö ár og sex mánuði frá birtingu dómsi ns. Ákærði greiði 565.458 krónur í sakarkostnað þar með talin 358.360 króna þóknun verjanda síns , Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns. Halldór Halldórsson