Héraðsdómur Suðurlands Dómur 27. október 2020 Mál nr. S - 401/2019 : Héraðssaksóknari ( Dröfn Kærnested saksóknarfulltrúi ) g egn X , ( Kristrún Elsa Harðardóttir lögmaður ) Y , ( Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður ) Z , ( Orri Sigurðsson lögmaður ) B , ( Sigurður Freyr Sigurðsson lögmaður ) og A ( Jónína Guðmundsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem tekið var til dóms þann 29. september sl., er höfðað með ákæru héraðssaksóknara dagsettri 15. ágúst 2019 á hendur X, Y, A, Z og B , C aðfaranótt fimmtudagsins 11. ágúst 2016, [...] : I. Fyrir ólö g mæta nauðung og húsbrot, með því að hafa í félagi ruðst óboðin inn [...] og veist með ofbeldi að C , sem lá þar sofandi í rúmi sínu. Ákærðu Y , A , Z og B héldu C nauðugum á höndum og fótum, snéru (svo) upp á hendur hans, klipu hann og slógu víðsvegar um líka mann, á meðan ákærða X rakaði mest allt hárið af höfði hans og framan af augabrúnum, með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél sem ákærðu höfðu meðferðis. II. Fyrir ólögmæta nauðung og kynferðislega áreitni, með því að hafa í félagi, í kjölfar þe irra atvika sem lýst er í fyrsta ákærulið, veist á ný með ofbeldi að C [..] , yfirbugað hann og fært han n í jörðina. Ákærðu Y, A , Z og B h éldu C nauðugum liggjan di á kviðnum á meðan ákærða X dró buxur hans niður fyrir rass og tróð 2 rafmagnsrakvélinni milli r asskinna C að endaþarmsopi hans og skildi hana eftir í gangi. Af þeirri háttsemi sem lýst er í ofangreindum ákæruliðum hlaut C hrufl og nokkur grunn sár í hársverði á nokkrum stöðum, grunn sár og bólgu á enni, mar á hægri olnboga og í kringum báða úlnliði, stirðleika í hálsi , eymsli við endaþarm og þá missti hann nær allt hárið af höfði sér. Telst háttsemi ákærðu samkvæmt fyrsta ákærulið varða við 1. mgr. 225. gr. og 231. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og háttsemi ákærðu samkvæmt öðrum ákærulið varð a við 1. mgr. 225. gr. og 199. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa : Af hálfu C , er þess krafist að ákærðu verði dæmd in solidum til að greiða honum bætur að fjárhæð kr. 3.000.000, - auk vaxta samkvæmt 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá tjónsdegi til þess dags er mánuður er liðinn frá dagsetningu bótakröfunnar, og dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags, sbr. 6. gr. vaxtalaga. Verði brotaþola ekk i skipaður réttargæslumaður er þess krafist að ákærðu verði dæmd in solidum til að greiða lögmannskostnað brotaþola samkvæmt tímaskýrslu, auk virðisaukaskatts, sem lögð verður fram við aðalmeðferð málsins fyrir dómi. Krafan er gerð með vísan til 3. mgr. 17 6. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Verði bótakröfunni vikið til meðferðar fyrir dómi í sérstöku einkamáli gerir brotaþoli kröfu um málskostnað að skaðlausu úr hendi ákærðu samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins og við þá á kvörðun verði Ákærðu krefjast öll sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins en til vara að þau hljóti vægustu refsingu sem lög leyfa. Þá krefjast þau þess að bótakröfunni ve rði vísað frá dómi en til vara að hún verði lækkuð. Þá krefjast þau þess að sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. Málavextir Samkvæmt frumskýrslu lögreglu hafði C , brotaþoli í máli þessu, samband við lögreglu fimmtudaginn 11. ágúst 2016. Hann kvað st hafa orðið fyrir líkamsárás um 3 kl. 2 um nóttina af hálfu sjö [...] og eins [...] . Kvað hann að ráðist hefði verið á hann þar sem hann hafi legið sofandi í herbergi sínu í [...] . Hann kvað fólkið hafa rakað hár hans af með hrossháraklippum og væri hann a llur lemstraður eftir átökin. D varðstjóri fór á vettvang og ræddi við brotaþola og í lögregluskýrslu segir að sjá hafi mátt skrámur og rispur um allan líkama hans . Hann hafi verið búinn að raka hár sitt niður, en í hársverði hafi mátt sjá að rakað hefði v erið alveg niður að rót. Í herbergi hans hafi mátt sjá hárlufsur út um allt , en fyrir árásina hafi hann verið með nokkuð mikið hár. Brotaþoli sagði aðdragandann hafa verið þann að þann 28. júlí sama ár hafi hann eytt nótt með 18 ára [...] stúlku, E , en hú n hafi búið á [...] . Hafi það lagst eitthvað illa í vinkonur hennar og samstarfskonur. Nokkrum dögum síðar hafi verið hringt í brotaþola og hann beðinn um að taka dót sem hann hafi átt að F þar sem hann væri ekki lengur velkominn þangað. Hafi brotaþoli í þ essu samtali játað að hafa verið með E en það sem farið hefði á milli þeirra hafi verið í góðu og með samþykki beggja. Þann 10. ágúst sama ár hafi þrír samstarfsmenn hans gengið út og sagt að þeir ætluðu ekki að vinna fyrir [...] . Hafi umræðan [...] verið á þann veg að hann hefði [...]. Brotaþoli hafi síðan vaknað um klukkan tvö um nóttina við það að sjö [...] og einn [...] hefðu verið komin inn í herbergi hans með köll og læti og farið að munda rakvél. Hann hafi í fyrstu streist á móti en fundið fljótlega að hann myndi ekki ráða við þau öll. Hann hafi náð að skorða sig milli skáps og kommóðu en þau hafi dregið hann fram á gólf og byrjað að raka af honum hárið, sl á hann og klípa. Hafi þetta staðið í um hálftíma og að lokum hafi þau kveikt á sígarettu inni á salernisaðstöðu með þeim afleiðingum að reykskynjari hafi farið í gang. Hann hafi þá hlaupið út en þau tekið á móti honum, yfirbugað hann og haldið áfram að raka hann. Hefðu buxur hans dregist niður þegar hann hafi verið dreginn til á jörðinni og hafi þau byrjað að raka á baki hans og talað um að raka á honum punginn. Hafi barsmíðunum lokið og hafi ákærða X þá sagt við hann að þessu væri ekki lokið því þegar G kæm i heim ætlaði hann að drepa brotaþola. Brotaþoli kvað öll ákærðu hafa verið að verki fyrir utan og auk þeirra hafi H verið þar og tvær stúlkur sem hann gat ekki nafngreint. Hann kvað aðra þeirra hafa verið með hækju þar sem hún hefði lent í slysi. Hann k vað E ekki hafa tekið þátt í árásinni. Teknar voru myndir í [...] og sést þar að mikið af hári var á gólfinu. Þá var tekin mynd af hárklippum, en ekki virðist hafa verið lagt hald á þær og þá e r þeim ekki lýst að öðru leyti en því að um rafmagnshárklippur sé að ræða. 4 Brotaþoli leitaði til [ ...] og í vottorði I [...] læknis dagsettu 11. ágúst 2016 segir að brotaþoli hafi þann dag kl. 13:46 komið til að fá vottorð vegna líkamsárásar. Hafi nokkrir menn lagst á hann og rakað af honum hárið. Hann sé með hrufl o g nokkur grunn sár í hársverði á nokkrum stöðum, dálítið bólginn á enni með grunnum sárum og bólgu. Hann sé með mar á hægri olnboga og í kringum báða úlnliði séu marblettir sem líkist átökum eftir þumal og vísifingur, einnig sé stirðleiki í hálsi. Í vottor ðinu kemur ekki fram hvort endaþarmur brotaþola hafi verið skoðaður og þá kemur ekki fram hvort brotaþoli hafi minnst á eymsli á því svæði. Framburður ákærðu og vitna fyrir dómi Ákærða X skýrði svo frá fyrir dómi að ekkert hafi gerst annað en að brotaþoli hafi [...] E sem hafi verið að [...] , en hún hafi sagt sér frá því. Hafi allir verið ósáttir við þetta en hún kvaðst ekki muna eftir umræddum degi. Hún kvað E hafa ákveðið að leggja ekki fram kæru á hendur brotaþola. Hún kvaðst ásamt öðrum hafa farið heim til brotaþola til þess að ræða þetta mál við hann. Hún kvaðst ekki muna eftir því hverjir haf i verið með henni. Hún kvaðst hafa reynt að reyna að ræða við brotaþola fyrir utan heimili hans eða [...] sem hann hafi búið í, en hann hafi neitað öllu og ekki ve rið viðræðuhæfur, hugsanlega undir einhverjum áhrifum. Hún kvaðst ekki hafa farið inn til ákærða. Hún kvað engin handalögmál hafa átt sér stað og kannaðist ekki við að neinn hefði haldið honum, klipið og slegið. Hún kannaðist ekki við að hafa farið með rak vél að heimili brotaþola og vissi ekki til þess að hár hans hefði verið rakað af honum. Þá kannaðist hún ekki við að brotaþoli hefði verið tekinn niður fyrir utan heimili sitt, haldið þar meðan ákærða hafi dregið buxur hans niður og sett rafmagnsrakvél milli rasskinna hans. Hún kvað að Y hafi verið handleggsbrotin á þessum tíma. Ákærða gat ekki skýrt þá áverka sem verið hefðu á brotaþola. Hún kvaðst hafa verið undir áhrifum áfengis eins og aðrir sem hafi verið með henni. Ákærða Y skýrði svo frá á fjarfundi fyrir dómi að hún hafi farið á [...] með X og B , en hún mundi ekki eftir fleirum. Þær hafi talað við brotaþola um að hann hefði [...] E , en þ að hafi ekkert komið út úr þessum samræðum við hann . Hún kannaðist ekki við að hafa fari ð inn til brotaþola. Hún kvaðst ekki hafa orðið vör við slagsmál og þá kvaðst hún ekki vita hvernig á því stóð að brotaþoli var rakaður. Þá kannaðist hún ekki við að hafa ásamt öðrum haldið brotaþola föstum á [...]. Hún vissi ekki til þess að X hefði rakað hárið af brotaþola. Hún kvaðst aldrei hafa farið inn í [...] brotaþola. Hún kannaðist við að hún h efði axlarbrotnað í júní 2016 og hafi hún ekki getað beitt 5 handleggnum af fullum krafti. Hún kvaðst af þessum sökum ekki hafa getað notað handlegginn til þes s að halda brotaþola , en hinn handleggurinn hafi verið eðlilegur. Ákærða A skýrði svo frá á fjarfundi fyrir dómi að hún hafi verið að vinna á F . Hún kvaðst muna eftir brotaþola og hafi hún hitt hann nokkrum sinnum. Hún kannaðist ekki við umrætt atvik og þá kannaðist hún ekki við að einhverjir hafi farið á heimili hans. Hún kannaðist ekki við að hafa farið heim til brotaþola til að ræða við hann og þá kannaðist hún ekki við að hafa verið inni hjá honum þegar hann vaknaði. Hún kannaðist ekki við að hafa ve ist að brotaþola fyrir utan heimili hans. Hún kvaðst ekki hafa skýringu á því að eftir umrædda nótt hafi verið búið að raka hárið af brotaþola. Ákærði Z skýrði svo frá á fjarfundi fyrir dómi að hann hafi ekki verið viðstaddur þegar umrætt atvik varð. Hann kvaðst hafa unnið hjá brotaþola en því vinnusambandi hafi lokið þegar brotaþoli hafi [...] vinkonunni. Hann kvaðst hafa hitt hann eftir það þegar lyklum hafi verið skilað. Hann kvaðst ekki h afa farið að [...] brotaþola um nótt og þá kvaðst hann ekki hafa heyrt neitt um það. Hann vissi ekki til þess að brotaþoli hefði fengið áverka umrædda nótt. Hann kvaðst ekki hafa átt þátt í því að halda brotaþola meðan X rakaði af honum hárið. Ákærða B s kýrði svo frá á fjarfundi fyrir dómi að hún myndi ekki nákvæmlega hvað gerðist umrætt kvöld. Hún kvaðst hafa heyrt að brotaþoli h efði [...] vinkonu þeirra E . Hafi verið ákveðið að ræða þetta við hann. Hún kvaðst ásamt öðrum hafa farið að heimili hans. Hún kvaðst ekki muna hvað gerðist en einhverjar umræður hafi farið fram. Þar hafi verið stúlkur sem unnu þar um sumarið, en hún mundi eftir X , Y , J , kannski H hún kvaðst ekki muna eftir að Z eða A hafi verið á staðnum. Þær hafi talað við brotaþola [...] en hún kvaðst ekki hafa heyrt hvað þeim fór á milli. Hún kvað þær ekki hafa farið inn til hans og engin átök hafi orðið. Hún kvaðst ekki hafa séð hvort hár hans hefði verið rakað. Hún kvaðst ekki hafa ásamt öðrum haldið brotaþola fyrir utan heimili hans. Hún kan naðist ekki við að hafa sagt lögreglunni í K að hún hefði ekki verið á Íslandi þegar umræddur atburður varð , þar væri um misskilning að ræða. Brotaþoli skýrði svo frá fyrir dómi að hann hafi vakna ð við að hóp ur fólks hafi verið kominn inn í vistarveru r hans . Hann hafi heyrt köll og að rakvél hafi verið sett í gang. Honum hafi verið haldið niðri og hafi hann ekki átt möguleika á að komast undan. Hann mundi eftir því að X , Y , Z , A og B hafi verið þarna. Hafi orðið talsverð 6 átök þarna en hann mundi ekki ná kvæmlega hver hefðu haldið honum en öll hefðu í rauninni tekið þátt í þessu. Hann kvað rakvél hafa verið beitt á sig og hafi hann allur verið skorinn á hársverðinum. Hann kvaðst fullviss um að ákærða X hefði haldið á rakvélinni en hann var ekki viss hvort aðrir hefðu líka verið þar að verki . Hann kvað þessu hafa lokið og hafi hann þá farið út og heyrt að brunakerfið væri komið í gang. Hafi B haft sig mikið í frammi og hafi þau lent í átökum . Hafi hann dottið ofan á hana , kropið yfir hana og hafi honum þá ve rið haldið og farið með aðra rakvél aftan á hann , milli rasskinna hans og hefði hann skorist þar . Hann taldi að Y og Z hefðu haldið honum. H ann kvaðst hafa tekið þá rakvél af X og hent henni út í móa eða í skurð. Brotaþoli taldi að X hefði stjórnað þessum aðgerðum gagnvart honum. Hann kvað erfitt að átta sig á þætti annarra, en mundi að Z hefði tekið hann hálstaki. Hann kvaðst hafa verið mjög hræddur og ekki átt möguleika á því að flýja undan fólkinu. Hann kvaðst ekki hafa sagt [...] lækninum frá eymslum við endaþarm, enda hafi honum ekki liðið þannig með það. Hann kvaðst daginn eftir sjálfur hafa rakað hárið af sér. Brotaþoli kvað ástæðu árásarinnar hafa verið þá að hann hafi verið borinn þeim sökum að hafa [...] . Vitnið L skýrði svo frá á fjarfundi fyrir dómi að umrætt kvöld hafi fólk verið mjög reitt út í brotaþola. Hafi H sagt henni að fólk hafi ætlað að fara til brotaþola og raka af honum hárið. Vitnið hafi hlaupið þanga ð og mætt öllum hópnum á leiðinni. Hafi þau verið reið og flissað eins og þau hafi verið búin að gera eitthvað . Hafi hún séð að búið hafi verið að raka allt hár af brotaþola og hafi blætt ansi mikið úr höfði hans. Hún hafi ætlað að tala við brotaþola en þá hafi J hent henni á jörðina og sest ofan á hana, en J þessi hafi verið á hækj um af því að hún hafði fótbrotnað. Vitnið hélt að X hefði sagt henni að hún mætti ekki tala neitt við brotaþola og þá hafi Y , B og A sett brotaþola aftur á jörðina og haldið áfram að skaf a af honum hárið. Vitnið vissi ekki hvort Z hélt í brotaþola en taldi að hann hefði verið að taka myndir á símann sinn. Hún hafi séð X draga buxurnar af brotaþola og meðan stúlkurnar hafi haldið honum hafi X sett rakvél milli fóta hans. Hafi brotaþoli legið á maganum og hafi andliti hans verið þrýst niður á jörðina. Hún kva ð að B , Y , A og önnur lágvax in stúlk a hafa haldið honum niðri , en Z hafi ekki átt þar hlut að máli . Hafi stúlkurnar hlegið og flissað og fundist þetta mjög skemmtilegt. Vitnið kvaðst ekki hafa séð það sem gerðist inni í vistarverum brotaþola. Hún kvað að X hafi áður talað um hvað þau gætu gert til þess að hefna sín á brotaþola . Hún kvað að á þessum tíma hafi hún og brotaþoli verið að enda ástarsamband sitt, en 7 þau hefðu verið vinir og væru það enn. Vitnið kannaðist við að hafa verið undir áhrifum áfengis en ekki mjög drukkin. Vitnið J skýrði svo frá á fjarfundi fyrir dómi að hún myndi ekki vel eftir atvikum en hún kannaðist við að hafa verið heima hjá X ásamt hópi fólks og hafi þau talað saman. Hún kvað fólk hafa komið og farið . Hún kvað einhverja af hópnum hafa farið heim til brotaþola en stemmningin hafi verið óróleg. Hún hélt að ekki hefði verið rætt hvað ætti að gera þar. Hún kvaðst ekki vita hvað hefði gerst og þá vissi hún ekki hvort hún hefði séð brotaþola. Hún hélt að ei nhverjir af hópnum hefðu talað við hann. Borinn var undir vitnið framburður hennar hjá lögreglu og skýrði hún misræmið með þeim hætti að langt væri um liðið. Hún kvað ekkert rifjast upp fyrir sér en hún hafi sagt satt og rétt frá hjá lögreglu. Hún kvaðst á þessum tíma hafa verið á hækjum vegna blæðingar í mjöðm. Hún mundi ekki eftir því að hafa haldið L fastri og taldi að hún hefði ekki getað það vegna hækjanna. Vitnið H skýrði svo frá á fjarfundi fyrir dómi að hún vissi ekkert um árás á brotaþola. Hún kv aðst ekki muna eftir því að hópur fólks hafi farið heim til hans umrædda nótt. Hún mundi eftir umræðu um að brotaþoli hefði brotið gegn E . Hún kvaðst ekki hafa vitað til þess að ráðist hefði verið á brotaþola og hár rakað af honum. Vitnið M skýrði svo frá á fjarfundi fyrir dómi að hún vissi ekkert um árás á brotaþola en hún kannaðist við að hafa verið á F á umræddum tíma. Hún kvaðst ekki hafi vitað til þess að hópur af fólki hefði farið heim til brotaþola til þess að ræða við hann og þá kvaðst hún ekki vita til þess að ráðist hefði verið á hann. Hún kannaðist við ásakanir um að hann hefði brotið gegn E , en hún mundi ekki í smáatriðum hvað hún hafi sagt um það. Vitnið E skýrði svo frá á fjarfundi fyrir dómi að hún hafi vitað til þess að einhver hópur ha fi farið til brotaþola til þess að tala við hann, en hún hafi ekki farið með. Hún kvaðst ekki vita hverjir hefðu farið og þá hafi hún frétt af því seinna að brotaþoli hefði rakað af sér hárið. Vitnið staðfesti að brotaþoli hefði [...] . Vitnið D lögregl uvarðstjóri skýrði svo frá fyrir dómi að brotaþoli h efði hringt að degi til eftir atvikin og lýst þeim. Hún kvaðst hafa hitt hann og rætt við hann. Hann hafi sýnt henni hvar átökin hafi átt sér stað. Hann hafi sagt að ráðist hefði verið á hann, hár hans ra kað af honum og hafi verið hárlufsur út um allt inni hjá honum. Hún kvað greinilegt að þetta hafi legið þungt á brotaþola. Hann hafi gefið upp nokkur nöfn og hafi verið reynt að finna út úr því. Hún kvað brotaþola hafa sýnt henni rakvélina og 8 hafi þetta ve rið hrossaklippur. Vitnið sá í dóminum mynd af rakvél í gögnum málsins og staðfesti að um sömu rakvél væri að ræða. Hún kvað rannsóknardeildina ekki hafa verið kallaða á vettvang, enda hafi verið talið að um minni háttar líkamsárás hafi verið að ræða. Hún mundi ekki hvort brotaþoli haf i talað sérstaklega um að hann hafi verið rakaður milli rasskinna. Hún mundi ekki eftir því hvort talað hafi verið um að klippum hafi verið kastað út í skurð. Hún kvað ekki hafa verið leitað að vitnum [...] . Vitnið I læknir skýrði svo frá fyrir dómi að brotaþoli hafi komið til hans og óskað eftir skoðun og áverkavottorði. Hann hafi lýst því sem gerst hefði og hefðu áverkar á honum samrýmst sögu hans nokkurn veginn. Þá hafi áverkar á úlnliðum bent til þess að honum hef ði verið haldið. Vitnið N sálfræðingur skýrði svo frá fyrir dómi að hún hefði átt viðtöl við brotaþola í janúar 2019 en honum hefði verið ráðlagt að fara í meðferð vegna áfallastreitu. Hann hafi mætt í þrjú viðtöl til hennar og hafi hann skorað yfir kl ínís k mörk og í viðtölum hafi þessi einkenni verið staðfest. Hægt hafi verið að tengja þetta við atvikin sem mál þetta snýst um. Hafi þessi einkenni verið mjög hamlandi fyrir brotaþola og hafi þau skert lífsgæði hans. Þau hafi haft áhrif á svefn, hann hafi verið óöruggur og átt erfitt með að stunda vinnu. Vitnið O ráðgjafi skýrði svo frá fyrir dómi að hann hafi hjálpað brotaþola við að ná aftur sjálfstrausti og veita honum stuðning. Hann hafi verið í miklu uppnámi og verið með sterk taugaáfallseinkenni. Hann hafi komið alloft til vitnisins og hafi hann hætt að koma þegar hann hafi farið að hressast. Hann hafi síðan komið aftur og hafi ástand hans þá ekki verið gott, hann hafi á engan hátt verið búinn að jafna sig. Hann hafi glímt við kvíða og svefntruflanir. Vitnið kvaðst ekki vera menntaður sálfræðingur. Niðurstaða Í fyrri ákærulið í máli þessu er ákærðu öllum gefið að sök að hafa ruðst óboðin inn [...] og veist þar að brotaþola þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu . Er ákærðu Y , A , Z og B gefið að sök að hafa haldið honum nauðugum á höndum og fótum snúið upp á hendur hans, klipið hann og slegið ví ðs vegar um líkamann á meðan ákærða X rakaði mest allt hárið af höfði hans og framan af augabrúnum með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél. Í seinni lið ákærunnar er ákærðu öllum gefið að sök að hafa í félagi veist að brotaþola fyrir framan [... ] , yfirbugað hann og fært hann í 9 jörðina. Er ákærðu Y , A , Z og B gefið að sök að hafa haldið brotaþola liggjandi á kviðnum á meðan X dró buxur hans niður fyrir rass og tróð rafma gn srakvélinni milli rasskinna hans að endaþarmsopi hans og skildi hana eftir í gangi. Í ákæru er lýst þeim áverkum sem brotaþoli er talinn hafa fengið af þessum sökum. Ákærðu neita öll sök og kannast ekkert þeirra við að hafa beitt brotaþola ofbeldi eins og þeim er gefið að sök og þá kannast ekkert þeirra við að hár hans hafi veri ð rakað af honum eða að rafmagnsrakvél hafi verið troðið milli rasskinna hans að endaþarmsopi. Ákærða X kvað E , [...] , hafa tjáð sér að brotaþoli hefði [...] sér. Hún kvaðst ásamt öðrum hafa farið heim til brotaþola til þess að ræða þetta mál við hann, en hún myndi ekki hverjir hafi verið með henni. Ákærða Y kvaðst hafa rætt við brotaþola [...] með X og B , en hún mundi ekki eftir fleirum. Þær hafi talað við brotaþola um að hann hefði [...] E , en það hafi ekkert komið út úr þessum samræðum við hann. Ákærða B mundi ekki nákvæmlega hvað gerðist umrætt kvöld. Hún kvaðst hafa heyrt að brotaþoli hefði [...] vinkonu þeirra E . Hafi verið ákveðið að ræða þetta við hann og hafi hún ásamt öðrum farið að heimili hans. Hún kvaðst ekki muna hvað gerðist en einhverjar umræ ður hafi farið fram. Vitnið L kvað H hafa sagt henni að fólk hafi ætlað að fara til brotaþola og raka af honum hárið. Vitnið var ekki viðstatt atvikið inni í [...] en hún kvaðst haf a séð að búið hafi verið að raka allt hár af brotaþola og hafi blætt ansi mi kið úr höfði hans. Vitnið L kvaðst hins vegar hafa séð Y , B og A set ja brotaþola á jörðina og skaf a a f honum hárið. Þá hafi h ún hafi séð X draga buxurnar af brotaþola og meðan [...] hafi haldið honum hafi X sett rakvél milli fóta hans. Nægilega er upplýst í máli þessu að brotaþoli var borinn þeim sökum að hafa [...] E og hafi ákærðu, hugsanlega að undanskildum Z , ákveðið að hafa tal af brotaþola af þeim sökum . Þá verður að telja sannað með stöðugum og trúverðugum framburði brotaþola og vitn isins L að ákærð u , að undan skildum ákærða Z, hafi farið óboðin inn í híbýli brotaþola og hafa þau því gerst sek um húsbrot sem varðar við 231. gr. almennra hegningarlaga . Þá verður að telja nægilega sannað með framburði brotaþola og L að eftir þessa heimsókn ákærðu hafði hárið verið rakað af brotaþola. Verður að telja að engum öðrum en ákærðu að undanskildum Z sé til að dreifa sem hafi þar getað átt hlut að máli . Ákærðu neita því öll að hafa verið þarna að verki og er brotaþoli einn til frásagnar um það hvernig ákærðu stóð u að þessum verknaði. Er því óvarlegt að telja sannað að ákærðu hafi gerst sek um ólögmæta nauðung í skilningi 1. mgr. 225. gr. sömu laga en aftur á móti verður að telja sannað að ákærðu að undanskildum Z 10 hafi veitt brotaþola áverka sem voru þess eðlis að háttsemi þeirra varða r við 1. mgr. 217. gr. sömu laga , en heimilt er að beita því lagaákvæði, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, enda var vörnum ákærðu ekki áfátt af þeim sökum. Samkvæmt 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga sk al hver, sem gerist sekur um líkamsárás, enda sé hún ekki svo mikil sem í 218. gr. segir, sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum, en fangelsi allt að 1 ári ef h áttsemin er sérstaklega vítaverð. Þá varðar brot gegn 231. gr. laganna sektum eða fangelsi a llt að 6 mánuðum , en þó má beita fangelsi allt að 1 ári, ef miklar sakir eru, svo sem ef sá, sem brot framdi, var vopnaður eða beitti ofbeldi eða hótun um ofbeldi eða brot er framið af fleirum saman. Brot þeirra ákærðu sem hér hafa verið sakfelld samkvæmt fyrsta lið ákærunnar voru framin 11. ágúst 2016 , en ákæra var ekki gefin út fyrr en 15. ágúst 2019, eða um þremur árum síðar. Samkvæmt 1. mgr. 81. gr. almennra hegningarlaga fyrnist sök á 2 árum þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en 1 árs fangelsi eða refsing sú, sem til er unnið, fer ekki fram úr sektum. Með bréfi dagsettu 13. júní 2018 sendi lögreglustjórinn [...] héraðssaksóknara gögn málsins með vísan til i - liðar 1. mgr. og 3. mgr. 23. gr. laga nr. 88/2008. Með bréfi héraðssaksóknara da gsettu 16. maí 2019 til lögreglustjórans [...] var þess farið á leit að tekin yrði viðbótarskýrsla af vitninu L og var sú skýrsla tekin 12. júní sama ár. Tekin hafði verið skýrsla af ákærða Z 14. desember 2018, en af öðrum ákærðu á tímabilinu frá 16. nóvem ber 2016 til 13. nóvember 2017. Samkvæmt 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga telst fyrningarfrestur frá þeim degi er refsiverðum verknaði eða refsiverðu athafnaleysi lauk. Samkvæmt 4. mgr. 82. gr. rofnar fyrningarfrestur þegar rannsókn sakamáls hefst f yrir rannsóknara gegn manni sem sakborningi. Samkvæmt 5. mgr. lagagreinarinnar rýfur rannsókn samkvæmt 4. mgr. ekki fyrningarfrest ef rannsóknari hættir rannsókninni, ákærandi ákveður að höfða ekki sakamál gegn sakborningi eða ákærandi afturkallar ákæru. Stöðvist rannsókn máls um óákveðinn tíma rýfur rannsóknin heldur ekki fyrningarfrest. Með hliðsjón af öllu framansögðu verður að telja að sú rannsókn sem hófst í máli þessu eftir að hún hafði stöðvast hafi ekki rofið tveggja ára fyrningarfrestinn. Með vísa n til 6. mgr. 82. gr. laganna ber því að sýkna ákærðu af refsikröfu vegna fyrsta ákæruliðar. 11 Að því er annan lið ákærunnar varðar ber að hafa í huga að ákærðu neita því öll að hafa veist að brotaþola fyrir utan [...] , yfirbugað hann og fært hann í jörði na. Þá neitar ákærða X því að hafa troðið rafmagnsrakvél milli rasskinna brotaþo l a að endaþarmsopi hans. Vitnið L kvað ákærðu Y , B og A hafa sett brotaþola aftur á jörðina og haldið áfram að skafa af honum hárið. Hún hafi séð X draga buxurnar af brotaþola og meðan [...] hafi haldið honum hafi X sett rakvél milli fóta hans. Brotaþoli kveður sér hafa verið haldið og hafi verið farið með aðra rakvél aftan á hann, milli rasskinna hans og hefði hann skorist þar. Hann taldi að Y og Z hefðu haldið honum en X hefði stjórnað þessum aðgerðum gagnvart honum. Í frumskýrslu lögreglu er haft eftir brotaþola að hann hafi hlaupið út en hann hafi verið yfirbugaður fyrir framan útidyrahurðina og fólkið haldið áfram að raka hann og þar sem buxur hans hefðu dregist niður hefðu þau byrjað að raka á baki hans og talað um að raka á honum punginn. Í viðtali við lækni 11. ágúst 2016 minnist brotaþoli ekki á það að rakvél hafi verið troðið milli rasskinna hans að endaþarmsopi og í vottorði læknisins er enga lýsingu að finna um áverka á því svæði. Það er fyrst við yfirheyrslu hjá lögreglu þann 12. október sama ár sem brotaþoli minnist á að atvik hafi verið með þeim hætti sem lýst er í ákæru. Að mati dómsi ns hlýtur þetta að rýra sönnunargildi vitnisburðar brotaþola. Vitnið L hefur lýst því að hún hafi séð X setja rakvél milli fóta brotaþola og er hann því einn til frásagnar um það að rakvél hafi verið troðið að endaþarmsopi hans. Með vísan til þess sem rak ið er í fyrsta ákærulið e r að mati dómsins óvarlegt að telja sannað að ákærðu hafi gerst sek um ólögmæta nauðung í skilningi 1. mgr. 225. gr. almennra hegningar laga og þá er ósannað að rakvél hafi verið beint að endaþarmsopi brotaþola og honum með þeim hæt ti verið sýnd kynferðisleg áreitni eins og ákærðu er gefið að sök. Verður að telja að háttsemi ákærðu fyrir utan [...] hafi verið í beinu framhaldi af líkamsárás þeirri gagnvart brotaþola sem lýst er í fyrsta lið ákærunnar og því um brot samkvæmt 1. mgr. 2 17. gr. lag a nna að ræða, en sök ákærðu er fyrnd með vísan til sömu raka og þar greinir . Samkvæmt öllu framansögðu verða ákærðu sýknuð af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Með vísan til 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 ber að vísa einkaréttarkr öfu brotaþola frá dómi. Að fenginni þessari niðurstöðu ber að leggja allan sakarkostnað á ríkissjóð, þ.m.t. málsvarnarlaun Kristrúnar Elsu Harðardóttur lögmanns, skipaðs verjanda ákærðu X , 12 sem þykja hæfilega ákveðin 2.000.000 k rón a að meðtöldum virðisaukaskatti, málsvarnarlaun Sögu Ýr ar Jónsdóttur, skipaðs verjanda ákærðu Y , sem þykja hæfilega ákveðin 2.000.000 krón a að meðtöldum virðisaukaskatti, málsvarnarlaun Jónínu Guðmundsdóttur lögmanns, skipaðs verjanda ákærðu A , sem þykja hæ filega ákveðin 1.400.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti , málsvarnarlaun Orra Sigurðssonar lögmanns, skipaðs verjanda ákærða Z , sem þykja hæfilega ákveðin 2.000.000 krón a að meðtöldum virðisaukaskatti auk ferðakostnaðar lögmannsins, 33.300 krónur og m álsvarnarlaun Sigurðar Freys Sigurðssonar lögmanns, skipaðs verjanda ákærðu B , sem þykja hæfilega ákveðin 1.900.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti auk ferðakostnaðar lögmannsins, 24.200 krónur . Þá greið i st einnig úr ríkissjóði þóknun Sigurðar Sigurjó nssonar lögmanns , skipaðs réttargæslumanns brotaþola, sem þykir hæfilega ákveðin 2. 0 00.000 krón a að meðtöldum virðisaukaskatti. Hjörtur O. Aðalsteinsson dómstjóri kveður upp dóm þ ennan. Dómso r ð: Ákærðu, X , Y , B , Z og A , skulu vera sýkn af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Bótakröfu C er vísað frá dómi. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun Kristrúnar Elsu Harðardóttur lögmanns, skipaðs verjanda ákærðu X , 2.000.000 króna að meðtöldum virðisaukaskatti, málsvarnarlaun Sögu Ýrar Jónsdóttur, skipaðs verjanda ákærðu Y , 2.000.000 króna að meðtöldum virðisaukaskatti, málsvarnarlaun Jónínu Guðmundsdóttur lögmanns, skipaðs verjanda ákærðu A , 1.400.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, málsvarnarlaun Orra Sigurðssonar lögmanns, skipaðs verjanda ákærða Z , 2.000.000 króna að meðtöldum virðis aukaskatti auk ferðakostnaðar lögmannsins, 33.300 krónur og málsvarnarlaun Sigurðar Freys Sigurðssonar lögmanns, skipaðs verjanda ákærðu B , 1.900.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti auk ferðakostnaðar lögmannsins, 24.200 krónur. Þá greiðist einnig úr ríkissjóði þóknun Sigurðar Sigurjónssonar lögmanns, skipaðs réttargæslumanns brotaþola, 2. 0 00.000 krón a að meðtöldum virðisaukaskatti. Hjörtur O. Aðalsteinsson .