Héraðsdómur Vesturlands Dómur 19. október 2020 Mál nr. E - 28/2019 : Björgvin Sævar Matthíasson ( Sigurður G. Guðjónsson lögmaður ) g egn Gunnar i Leif i Stefánss yni ( Húnbogi J. Andersen lögmaður ) Dómur I. Mál þetta, sem dómtekið var 21. september sl., var höfðað af Skagaverki ehf., Skarðsbraut 11, Akranesi, á hendur Gunnari Leifi Stefánssyni, Dalsflöt 2, Akranesi, með stefnu birtri 21. mars 2019. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 4.714.287 krónur með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 2. nóvember 2016 til greiðsludags. Jafnframt krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt mati dómsins. Endanlegar dómkröfur stefnda eru þær að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða honum málskostnað í samræmi við málskostnaðaryfirlit. Með yfirlýsingu, dags. 7. maí 2019, framseldi Skagaverk ehf. til Björgvins Sævars Mattíassonar , Eikarskógum 12, Akranesi, þá kröfu sem félagið gerir á hendur stefnda í máli þessu og tók Björgvin Sævar þar með við málarekstri stefnanda á hendur stefnda. II. Mál þetta snýst um sjálfskuldarábyrgðaryfirlýsingu sem gefin var út til Landsbankans hf. 11. júní 2014 til tryggingar efndum á skuldbindingum fyrirtækisins Searanger ehf. vegna yfirdráttarheimildar þess á veltureikningi nr. 0186 - 26 - 60003. Undir yfirlýsinguna rituðu sem sjálfskuldarábyrgðaraðilar upphaflegur stefnandi máls þessa, Skagaverk ehf., ás amt stefnda, Gunnari Leifi Stefánssyni, og núverandi stefnanda, Björgvini Sævari 2 ti lgreinda skilmála ábyrgðarinnar. Í skilmálum þessum kemur m.a. fram að sjálfskuldarábyrgðaraðilar takmarki ábyrgð sína við ákveðna fjárhæð, en beri auk þess að greiða vexti og kostnað sem fylgi kröfugerð standi aðalskuldari ekki við umsamda greiðsluskyldu, svo og kostnað af lögfræðilegri innheimtu þeirrar skuldar sem ábyrgðinni er ætlað að tryggja. Þá kemur þar og fram að ábyrgðin standi óhögguð og þótt reikningseiganda verði úthlutað nýju reikningsnúmeri komi reikningurinn að öllu leyti í stað fyrri reikni ngs. Lögheimtunni til Skagaverks ehf. vegna kröfu Landsbankans á Akranesi á hendur Searanger ehf. Kemur þar fram sú lýsing á kröfunni að hún sé vegna yfirdráttar á reikningi nr. 0186 - 26 - út tryggingarbréf nr. 0186 - 63 - 861070, útg. 11.4.2014, að fjárhæð kr. 46.800.000, verðtryggt skv. vísitölu neysluverðs þá 418,7 stig, tryggt með veði í Gullfossi AK - Loks k emur fram eftirfarandi sundurliðun á greiðslunni: Höfuðstóll 11.382.121 Dráttarvextir 2.271 .615 Innheimtuþóknun 434.000 Málskostnaður 3.000 Kostnaður vegna uppboðs 37.324 Kröfulýsing 7.440 Veðbókarvottorð 1.500 Vextir af kostnaði 5.262 Samtals greitt kr. 14.142.262 Með bréfi, dags. 21. desember 2018, skoraði lögmaður Skagaverks ehf. á stefnda að greiða þriðjung af framangreindri uppgjörsfjárhæð þar sem hann væri samábyrgðarmaður á umræddri yfir dráttarheimild. Þeirri áskorun var ekki sinnt og var mál þetta í kjölfarið höfðað með birtingu stefnu 21. mars 2019, eins og áður segir. Við aðalmeðferð málsins voru teknar skýrslur af stefnda og Birni Þorra Viktorssyni lögmanni. 3 III. Stefnandi vísar til þess að samkvæmt almennum reglum kröfuréttar gildi sú regla, þegar skuldarar kröfu séu fleiri en einn, að sá þeirra sem inni af hendi greiðslu til kröfuhafans öðlist endurkröfu á hendur samskuldurum sínum vegna þess sem hann hafi greitt. Stefnandi hafi hin n 2. nóvember 2016 greitt upp skuldina við kröfuhafa með greiðslu á 14.142.262 krónum. Stefndi hafi hins vegar ekki sem samábyrgðarmaður staðið við skuldbindingar sínar. Eigi Skagaverk ehf. vegna fullnaðargreiðslu sinnar á kröfunni rétt til endurgreiðslu ú r hendi stefnda er nemi þriðjungi þeirrar fjárhæðar sem félagið hafi innt af hendi, enda hafi stefndi aldrei verið leystur undan skuldbindingum sínum samkvæmt sjálfskuldarábyrgðinni, dags. 11. júní 2014. Greiðsluskylda stefnda sé því skýr og byggist á fyrr greindum samningi aðila. IV. Stefndi kveðst byggja kröfur sínar í fyrsta lagi á því að allur málatilbúnaður stefnanda sé ósannaður og engin gögn styðji hann. Fyrir liggi að stefnandi hafi ekki öðlast neina endurgreiðslukröfu á hendur stefnda þrátt fyrir um rædda greiðslu. Sé á það bent að í greiðslukvittun þeirri sem stefnandi byggi kröfu sína á sé þess hvergi getið að um hafi verið að ræða greiðslu á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar. Hins vegar komi þar fram að til tryggingar greiðslu yfirdráttarins hafi ver ið gefið út tryggingarbréf nr. 0186 - 63 - 861070 hinn 11. apríl 2014 að fjárhæð 46.800.000 krónur með veði í farþegaskipinu Gullfossi AK - 2854. Þrátt fyrir þetta sé ekki að finna neinar upplýsingar um þetta tryggingarbréf í gögnum málsins og engin gögn er styð ji þær fullyrðingar stefnanda að Landsbankinn hafi ekki fengið fullnustu kröfu sinnar hjá aðalskuldaranum Searanger ehf. Samkvæmt gögnum af vef ríkisskattstjóra hafi Searanger ehf. verið úrskurðað gjaldþrota 1. nóvember 2017 og skiptum búsins lokið 17. jan úar 2018. Liggi ekkert fyrir um hvort stefnandi hafi gert tilraun til að takmarka tjón sitt með því að gera kröfu í þrotabú félagsins. Stefndi telji augljóst að greiðsla Skagaverks ehf. á kröfu Landsbankans hafi ekkert haft með umrædda sjálfskuldarábyrgð a ð gera. Hins vegar sé ljóst að sjálfskuldarábyrgðarskuldbinding stefnda hafi fallið niður um leið og skuld Searanger ehf. vegna yfirdráttarins hafi verið greidd með vísan til tryggingarbréfsins. Stefndi byggi kröfur sínar í öðru lagi á því að ljóst megi vera af fyrirliggjandi skjölum málsins að stefnandi hefði yfirtekið allar skuldbindingar stefnda varðandi Searanger ehf., þ. á m. umrædda yfirdráttarskuld. Megi m.a. sjá þetta af fyrirliggjandi kaupsamningi 4 stefnanda við tilgreindan aðila er keypt hefði hl utafjáreign hans í Searanger ehf. 17. nóvember 2014, en þar komi fram að kaupandinn myndi yfirtaka umrædda skuld. Byggi stefndi á því að ef fallist yrði á kröfu stefnanda myndi það leiða til ólögmætrar auðgunar stefnanda á kostnað stefnda. Stefndi byggir í þriðja lagi á því að hafna verði kröfu stefnanda á þeirri forsendu að það sé óheiðarlegt, ósanngjarnt og andstætt góðri viðskiptavenju af stefnanda að bera fyrir sig og byggja á sjálfskuldarábyrgðaryfirlýsingunni, sbr. 33. og 36. gr. laga nr. 7/1936 um s amningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Sé í því sambandi vísað til þess að gerðir hafi verið sérstakir samningar milli aðila, dags. 9. september 2014, í tengslum við sölu hlutafjár í Searanger ehf., en þar hafi komið fram að allar kröfur milli aðila sín í milli vegna viðskiptanna væru uppgerðar. Stefndi byggi í fjórða lagi á því að umrædd ábyrgðaryfirlýsing sé ekki skuldbindandi fyrir hann á grundvelli ákv. 1. mgr. 32. gr. laga nr. 7/1936 þar sem ljóst sé að númeri sjálfskuldarábyrgðarinnar hafi verið b reytt með handskrifaðri áletrun úr því að vera 0186 - 63 - 861092 og í númerið 861108. Verði ekkert af skjalinu ráðið hvenær breyting þessi hafi verið gerð eða hver hafi gert hana, en augljóst sé að það hafi verið gert eftir undirritun skjalsins. Hafi breyting þessi verið gerð án samþykkis og vitneskju stefnda. Samkvæmt tilvitnuðu lagaákvæði gildi sú regla að hafi löggerningur, sem vegna misritunar eða annarra mistaka af hálfu þess sem hann gerði, orðið annars efnis en til hafi verið ætlast sé hann ekki skuldbi ndandi fyrir þann sem hann gerði hafi sá maður sem löggerningnum var beint til vitað eða mátt vita að mistök hefðu átt sér stað. Þá byggi stefndi í fimmta lagi á því að krafan sé fallin niður sökum tómlætis. Þannig hafi Skagaverk ehf. greitt umrædda fjárh æð til Landsbankans 2. nóvember 2016. Krafa vegna þessa hafi hins vegar ekki verið gerð á hendur stefnda fyrr en rúmlega tveimur og hálfu ári síðar, er honum hafi verið birt stefna málsins 26. mars 2019. Sé í þessu sambandi tekið fram að stefndi hafi aldre i séð þá greiðsluáskorun frá lögmanni stefnanda sem dagsett sé 21. desember 2018. Loks mótmæli stefndi vaxtakröfu stefnanda. Augljóst sé af staðreyndum málsins að enginn fyrirfram ákveðinn gjalddagi hafi verið á kröfu stefnanda í skilningi 1. mgr. 5. gr. 5 laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Verði því, með vísan til 3. mgr. sömu greinar, að telja að upphafstími dráttarvaxta eigi í fyrsta lagi að miðast við þann dag er mánuður hafi verið liðinn frá því að stefnandi sannanlega krafði stefnda um greiðsl u, sem sé birtingardagur stefnu í máli þessu. V. Samkvæmt þeirri kvittun fyrir fullnaðargreiðslu sem fyrir liggur í málinu vegna greiðslu Skagaverks ehf. á kröfu Landsbankans hf. var þar um að ræða greiðslu á kröfu bankans á hendur Searanger ehf. vegna yfi rdráttar á bankareikningi félagsins nr. 0186 - 26 - 60003. Ekki er um það deilt að stefndi ritaði undir yfirlýsingu um óskipta (in solidum) sjálfskuldarábyrgð fyrir allt að 10.000.000 króna yfirdrætti á framangreindum bankareikningi nr. 0186 - 26 - 60003, að viðbæ ttum vöxtum og lögfræðilegum kostnaði, ásamt greiðandanum Skagaverki ehf. og stefnandanum, Björgvini Sævari. Í dómaframkvæmd hefur verið litið svo á að sú meginregla gildi um innbyrðis endurkröfurétt sjálfskuldarábyrgðarmanna að þeir beri jafna ábyrgð ef ö nnur skipting ábyrgðarinnar verður ekki leidd af ábyrgðaryfirlýsingu þeirra og komi til greiðslu einhvers þeirra á kröfunni eigi sá hinn sami hlutfallslegan endurkröfurétt á hendur hinum ábyrgðarmönnunum nema leitt sé í ljós að þeir hafi samið um aðra skip tingu eða það leiði af öðrum atvikum. Verður ekki annað ráðið af fyrrgreindri ábyrgðaryfirlýsingu en að ábyrgð ábyrgðaraðilanna þriggja sé jöfn í öllu tilliti. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að það sé óheiðarlegt, ósanngjarnt og andstætt góðri viðs kiptavenju af stefnanda að bera fyrir sig og byggja á sjálfskuldarábyrgðar - yfirlýsingunni, sbr. 33. og 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, auk þess sem það myndi leiða til ólögmætrar auðgunar stefnandans, enda liggi fyrir að stefnandi hefði yfirtekið allar skuldbindingar stefnda varðandi Searanger ehf., þ. á m. umrædda yfirdráttarskuld. Vísar stefndi um þetta annars vegar til óundirritaðra samninga frá 9. september 2014, um kaup stefnanda á öllu hlutafé stefnda í félaginu S earanger ehf. og um kaup og sölu hlutafjár og uppgjör á milli Ice - boats ehf. og Searanger ehf., og hins vegar til samnings stefnanda við þriðja aðila, um sölu á hlutafjáreign hans í Searanger ehf., dags. 17. nóvember 2014. Við mat á þessari málsástæðu stef 2014 er ekki að finna neina yfirlýsingu um yfirtöku stefnanda á umræddri sjálfskuldarábyrgð stefnda. Þá verður hvorki séð að slík yfirtaka stefnanda teljist vera 6 sönnuð með þeirri yfirl ýsingu, í fyrrgreindum samningi um sölu á hlutafé stefnanda í Searanger ehf., að kaupandinn sjálfskuldarábyrgð á undan ábyrgð vegna umræ ddrar skuldaábyrgðar gagnvart stefnanda. Verður því að hafna málsástæðum stefnda er að þessu lúta. Sem framsalshafi frá greiðanda kröfunnar, Skagaverki ehf., öðlaðist stefnandi endurkröfurétt á hendur stefnda fyrir þriðjungi þeirrar heildarfjárhæðar sem s tefndi ábyrgðist með yfirlýsingu sinni. Verður ekki séð að neinu breyti í þessu tilliti þótt handskrifuð hafi verið breyting á því númeri sem umrædd ábyrgðaryfirlýsing hlaut í afgreiðslukerfi Lands bankans, enda liggur númer þess yfirdráttarreiknings sem áb yrgðin laut að ótvírætt fyrir og óhaggað . Þá verður heldur ekki séð að neinu breyti í þessu tilliti þótt fram komi í fyrrgreindri greiðslukvittun að greiðsla skuldarinnar sé einnig tryggð með veði í skipinu Gullfossi AK 2854 samkvæmt tilgreindu tryggingarb réfi, enda ljóst að skuldin var enn ógreidd þegar Skagaverk ehf. gerði hana upp hinn 2. nóvember 2016. Loks verður því einnig hafnað, með hliðsjón af eðli þeirrar skuldbindingar sem hér um ræðir, að ábyrgð stefnanda geti hafa fallið niður fyrir tómlæti eða af þeirri ástæðu að kröfu vegna hennar hafi ekki verið lýst í þrotabú skuldarans, Searanger ehf. Með hliðsjón af öllu framangreindu verður stefnda gert að greiða stefnanda sem nemur þriðjungi af þeirri 10.000.000 króna hámarksfjárhæð, ásamt hlutfallslegu m innheimtukostnaði og dráttarvöxtum, sem stefndi tók að sér sjálfskuldarábyrgð á gagnvart Landsbankanum hf. samkvæmt umræddri ábyrgðaryfirlýsingu. Verður stefndi því dæmdur til að greiða stefnanda samtals 4.141.721 krónu ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6 . gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og þykir mega fallast á með stefnanda að þeir skuli dæmast frá greiðsludegi kröfunnar hinn 2. nóvember 2016 til greiðsludags. Að þessari niðurstöðu fenginni verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 1. 2 00.000 kró nur í málskostnað. Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp dóm þennan. 7 Dómso r ð: Stefndi, Gunnar Leifur Stefánsson, greiði stefnanda, Björgvini Sævari Mattíassyni, 4.141.721 krónu ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 2. nóvember 2016 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 1. 2 00.000 krónur í málskostnað. Ásgeir Magnússon