Héraðsdómur Vesturlands Dómur 6. júlí 2020 Mál nr. E - 64/2017 : Íslenska ríkið (Andri Andrason lögmaður) g egn Kirkjumálasjóð i ( Ingi Tryggvason lögmaður) Dómur I. Mál þetta, sem dómtekið var 14. maí sl., er höfðað af íslenska ríkinu 24. apríl 2017 á hendur Kirkjumálasjóði, Laugavegi 31, Reykjavík. Stefnandi gerir eftirfarandi dómkröfur á hendur stefnda: 1) Að felldur verði úr gildi úrskurður óbyggðanefndar í málinu nr. 2/2014, hlut i fyrrum Norðurárdalshrepps, að því leyti er varðar austurhluta Ystutunguafréttar . 2) Að viðurkennt verði að landsvæði innan eftirgreindra merkja sé þjóðlenda, sbr. lög nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, í samræmi við framlagt kort á dskj. nr. 7: Upphafspunktur er á ármótum Vesturár og Bjarnadalsár , þá er Bjarnadalsá fylgt að Bjarnafossi og þaðan Mælifellsgili norðaustur eftir Baulusandi í Litlu - Baulu, þaðan norður í Hrútaborg, norður um Fossaskörð og um Fossaskarða brúnir, þaðan vestur að Banadalsbrún við sýslumörk Dalasýslu, þaðan eftir sýslumörkum vestur að hornpunkti á Merkjahrygg. Þaðan er hæstu fjallsbrúnum fylgt suður í Einiberjagil og eftir því í Vesturá, sem ræður að ármótum hennar og Bjarnadalsár . Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu að mati dómsins. Stefndi krefst þess að hann verði alfarið sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða honum málskostnað samkvæmt ma ti dómsins, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. 2 Dómurinn fór á vettvang fyrir upphaf aðalmeðferðar hinn 14. maí sl., ásamt lögmönnum aðila, og skoðaði hið umdeilda landsvæði. II. Samkvæmt ákvæðum laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eig narlanda, þjóðlendna og afrétta skal óbyggðanefnd kanna og skera úr um hvaða land teljist til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda, skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur og úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna. Með bréfi til fjármálaráðherra, dags. 21. febrúar 2008, tilkynnti nefndin þá ákvörðun sína að taka til umfjöllunar svæði 8, sbr. 8. gr. og 1. mgr. 10. gr. tilvitnaðra laga. Var svæði þessu nánar lýst svo að það tæk i til sveitarfélaganna Skagafjarðar, Skagastrandar, Skagabyggðar, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps vestan Blöndu, Húnaþings vestra, Borgarbyggðar (fyrir utan fyrrum Kolbeinsstaðahrepp), Skorradalshrepps, Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar. Nefndin tilkynnti síðan hinn 28. sama mánaðar um þá ákvörðun sína að skipta framangreindu svæði í tvennt og er svæði það sem hér er til umfjöllunar svokallað svæði 8B, eða 8 vestur, sem nær yfir Mýra - og Borgarfjarðarsýslu, að undan skildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli. Afmarkast svæði þetta nánar af sveitarfélagamörkum Borgarbyggðar gagnvart austurmörkum fyrrum Kolbeinsstaðahrepps, Dalabyggð, Húnaþingi vestra og Húnavatnshreppi, þar til komi ð er að jaðri Langjökuls. Að austan afmarkast svæðið af austur - og suðurjaðri Langjökuls þar til komið er að suðausturmörkum Borgarbyggðar. Þaðan er þeim mörkum fylgt þar til kemur að austurmörkum Hvalfjarðarsveitar, sem svo er fylgt til suðvesturs og vest urs að hafi. Að vestanverðu afmarkast svæðið af hafi. Hinn 10. desember 2013 voru kröfulýsingar stefn anda á svæðinu lagðar fyrir óbyggðanefnd og birti nefndin tilkynningu um meðferð á framangreindu svæði og útdrátt úr kröfum ríkisins , ásamt uppdrætti, í Lögbirtingablaði 18. desember 2013, sbr. 2. mgr. 10. gr. laga nr. 58/1998. Skorað var á þá sem teldu til eignarréttinda á því landsvæði sem félli innan kröfusvæðis ríkisins að lýsa kröfum sínum fyrir óbyggðanefnd. Stefn di send i óbyggð anefnd kröfulýsing u sína þar sem kröfum stefn anda um þjóðlendu á því svæði sem mál þetta snýst um, austurhluta Ystutunguafréttar, var mótmælt. Var þess 3 krafist að hafnað yrði þjóðlendukröfum stefnda og m.a. krafist viðurkenningar á því að um væri að ræða eignarland hans . Óbyggðanefnd ákvað að fjalla um svæðið sem kröfugerð stefn an da fyrir nefndinni laut að í fimm málum og var ðar mál það sem hér er til umfjöllunar hluta úrskurðar nefndarinnar í máli nr. 2/2014, hluta fyrrum Norðurárdalshrepps, eða þann hluta er tilgreindur er í úrskurði óbyggðanefndar sem austurhluti Ystutunguafréttar, eða Selland Stafholtskirkju . Í úrskurði nefndarinnar, uppkveðnum 11. október 2016, var niðurstaðan sú að umþrætt svæði, austurhluti Ystutunguafréttar, væri ekki þjóðlenda heldur eignarland. Krafa ríkisins fyrir óbyggðanefnd náði hins vegar einnig til svokallaðs vesturhluta Ystutunguafréttar, eða Fjalllendis Munaðarness, og var kröfum í bæði þessi svæði lýst í einu lagi af hálfu stefnanda. Niðurstaða óbyggðanefndar hvað þann hluta varðaði, þ.e. vesturhluta Ystutunguafréttar, var að um þjóðlendu væri að ræða. Svæði það sem deilt er um í máli þessu, austurhluti Ystutunguafréttar eða Selland Stafholtskirkju, er vestur og norður af fjallinu Baulu í Borgarbyggð. Nær það að sýslumörkum Dalasýslu í norðri og liggja að því jarðirnar Hvassafell, Dalsmynni, Dýrastaðir og Hvammur í Mýrasýslu og jarðirnar Breiðabólsstaður og Sauðafell í Dalasýslu. Fram kemur í úrskurði óbyggðanefndar að svæðið liggi í 100 til 840 m hæð yfir sjá varmáli og rísi hæst í Litlu - Baulu. Að vestanverðu liggur gróinn Miðdalur með meginleguna norður - suður, en vestur upp af honum rís brött fjallstunga sem nefnist Staðarmúli. Brekkumúli sé fjallstunga sem liggur upp af Miðdal að austanverðu og afmarkast af B jarnadal að austan. Bjarnadalur liggur eftir austanverðu ágreiningssvæðinu, en hann er vel gróinn. Bjarnadalsá rennur um Bjarnadal til suðvesturs. Suðaustan Bjarnadals er land hallamikið og rís til suðurs upp í Mælifell og Litlu - Baulu, en norðaustan Bjarna dals er Fossaskar ðabrú n. Frá bæjarstæði Stafholts að ármótum Vesturár og Bjarnadalsár á suðurmörkum ágreiningssvæðisins mun vera um 21,8 km, mælt í beinni loftlínu. III. Stefnandi byggir á því að umrætt landsvæði hafi aldrei verið undirorpið beinum eignar rétti. Í Sturlubók Landnámu segi að Rauða - Björn hafi numið Bjarnadal og þá dali er þar gan gi af. Þá segi í Þórðarbók Landnámu að Björn hafi numið Norðurárdal fyrir norðan Norðurá og Bjarnadal allan og þá dali er þar gang i af. Í ritinu Byggðum 4 Borgarfjarðar III segi að landnámsmaðurinn Rauða - Björn hafi búið á Dalsmynni. Í úrskurði óbyggðanefndar á bls. 141 k omi fram að þeir afdalir sem hér sé vísað til séu taldir vera Vesturárdalur og Miðdalur. Stefnandi f a ll i st á að landnámslýsingar kunni að ná til svæðisin s að einhverju leyti. Ekkert liggi hins vegar fyrir um afmörkun eða yfirfærslu þeirra beinu eignarréttinda sem þar k unni að hafa verið stofnað til og engar heimildir sé u t.a.m. fyrir því að þar hafi verið byggð. Byggi stefnandi á því að af þessu megi ráða að hafi landsvæðið verið numið hafi það einungis verið til takmarkaðra nota en ekki til beins eignarréttar. Til vara sé á því byggt að hinn beini eigna r réttur, hafi til hans stofnast í öndverðu, hafi fallið niður og landsvæðið í kjölfarið verið tekið til a nnarra takmarkaðra nota. Á því sé byggt að af heimildum allt frá 1140 megi ráða að Vesturárdalur, Miðdalsmúli og Bjarnadalur hafi vissulega heyrt undir jörðina Stafholt og Stafholtskirkju en að í þeirri tilheyrslu hafi ekki falist annað en takmörkuð og ó bein eignarréttindi. Landsvæðið austurhluti Ystutunguafréttar sé í rúmlega 20 km fjarlægð frá jörðinni Stafholti og sé landfræðilega aðskilið frá henni með mörgum sjálfstæðum jörðum á milli. Svæðisins h afi ávallt verið getið með sérstökum hætti í heimildum. Í eldri lýsingum á svæðinu sé aðeins vísað til einstakra dala eða svæða en svæðinu sé ekki lýst í heild sinni. Þannig sé ýmist talað um afrétt í Vesturárdal eystra megin, Miðdalsmúla allan og Bjarnadal a llan fyrir ofan Mælifellsgil , sbr. máldaga Stafholtskirkju 1140 og 1480 og lögfestur 1663, 1678, 1707, 1714, 1736, 1738, 1739, 1754, 1766, 1768 og 1831, Miðdalsmúla sé ekki getið en afréttar í Vesturárdal og Bjarnardal , sbr. máldag a Nikuláskirkju í Stafhol ti frá 1354, Vilchinsmáldag a frá 1397 og máldag a Gísla biskups 1570, Bjarnadals ekki getið en Miðdalsmúla og afréttar í Vesturárdal , sbr. v í sitasíur fyrir Stafholt 1639, 1681, 1694, 1725, 1744, 1749, 1751, 1759, 1783, 1831 og lögfest u 1724, eða jafnvel bar a Bjarnadals , sbr. máldag a Stafholtskirkju 1491 - 1518. Séu h eimildir þessar nánar raktar í úrskurði óbyggðanefndar á bls. 26 - 38. Engar nánari lýsingar á landsvæðinu sé að finna í þessum heimildum. Fyrstu heildstæðu afmörkun svæðisins sé að finna í landame rkjabréfi fyrir ágreiningssvæðið, dags. 3. maí 1884 og þinglesið hi nn 19. sama mánaðar , en b réfið sé ekki áritað vegna aðliggjandi landsvæða. Skjalið ber i L andamerkjalýsing á og sé lýsing 5 landamerkja þar svohljóðandi: Vesturárdalur allur að austanverðu, allt að Einirberjagili; - Staðarmúli allur, - sem Stafholtssel er í og sem liggur milli Vesturárdals og Miðdals; Miðdalur allur og Brekkumúli (Bröttubrekkumúli) allur svolan gt austur, sem vötnum hallar, - móts við Breiðabólstaðar land í Miðdölum. Móts við tjeð merki ræður Bjarnadalsá allstaðar að sunnanverðu, fram á móts við Mælifellsgil. Þá ligg i einnig fyrir eftirrit , dags. 18. júní 1916, af landamerkjaskrá fyrir land St afholtskirkju á Bjarnadal, sem dags ett sé 19. maí 1886 og þinglesin 16. maí 1889, en frumrit hennar h afi ekki fundist. Landamerkjaskráin hafi verið árituð um samþykki vegna Hlíðartúns, Breiðaból ss taðar, Dalsmynnis, Hvamms og Hvassafells. Þar sé landi þessu lýst svo: Kirkjan á land alt innan þeirra takmarka sem hér segir: Vesturárdal austanverðan, og ræður Vesturá þar merkjum að vestan alla leið inní svonefnda Hamrabotna. Þaðan er haldin sjónhending í austur að norðanverðu, eftir svonefndum Merkjahrygg eins og vötnum hallar, allt inn í Bjarnadalsdrög; ennfremur á kirkjan allan Bjarnadal að austan að Mælifellsgili eftir því sem vötnum hallar á fjalli uppi. Auk þessa ligg i fyrir landamerkjaskrá fyrir jörðin a Stafholt frá því í maí 1890, er þinglýst hafi veri ð 23. maí 1892 , sem h afi ekki að geyma áritanir vegna aðliggjandi landsvæða. Segi svo í skránni: Auk kirkjujarðanna á Stafholt þær aðrar eignir og ítök sem nú skal greina: 3. Bjarnadal allan fyrir ofan Mælifellsgil og Hvassafellsland samkvæmt sjerstakri þinglesinni landamerkjaskrá. Sé á því byggt að gildi framangreindra landamerkjabréfa fyrir landsvæðið takmarkist af því að landamerkjabréf hafi ekki einungis verið gerð fyrir jarðir heldur hafi þau einnig oft ákvarðað mörk afréttareignar, eins og stefnandi tel ji ljóst að hafi verið í því tilviki sem hér um ræði. Við mat á gildi landamerkjabréfanna sé bent á að þó tt þau hafi verið gerð og þeim þinglýst beri að gæta að því að þau get i fyrst og fremst falið í sér sönnun um mörk milli eigna en í þe im felist ekki að allt land innan merkja sé óskorað eignarland. Þá sé aðeins eitt bréfanna áritað um samþykki vegna aðliggjandi svæða , en frumrit þess h afi ekki fundist. Gildi þinglýsingar á landamerkjabréfi takmark i st við það að ekki sé unnt að þinglýsa m eiri rétti en viðkomandi eigi . Með því að gera landamerkjabréf hafi menn ekki getað einhliða aukið við land sitt eða annan rétt, sbr. m.a. niðurstöðu Hæstaréttar í málinu nr. 48/2004 (Úthlíð) , auk fjölmargra annarra dóma réttarins í 6 þjóðlendumálum. Byggi s tefnandi á því að í framangreindum landamerkjabréfum hafi verið lýst landsvæði sem sé og hafi verið háð takmörkuðum eignarréttindum stefnda. Stefnandi byggi á því að af heimildum um nýtingu svæðisins megi ráða að það hafi einungis verið nýtt til takmarkað ra nota, s.s. afréttarnota. Af framangreindum eldri heimildum um landsvæðið megi ráða að Vesturárdals sé nánast alltaf getið sem afréttar. Tel ji óbyggðanefnd að þetta leiði til þess að telja megi að einhver eignarréttarlegur munur hafi verið á landsvæð i St afholtskirkju í Vesturárdal annars vegar og á Miðdalsmúla og Bjarnadal hins vegar . Hins vegar hafi stefndi verið látinn njóta vafans hvað það varð i , eins og segi í niðurstöðu óbyggðanefndar bls. 148. Stefnandi byggi á því að af öðrum heimildum megi ráða að upprekstur hafi einnig verið á Bjarnadal og Miðdalsmúla og að engin rök standi til þess að gera þennan greinarmun á eignarréttarlegri stöðu landsvæðisins sem heyr t hafi undir Stafholtskirkju. Á manntalsþingi að Hjarðarholti 7. júní 1768 hafi verið upple sin lögfesta séra Kristjáns Jóhannssonar , prests í Stafholtstungu m, fyrir Bjarnadal, ásamt öllum Miðdalsmúla og afrétt í Vesturárdal. Þar segir svo: L ögfeste Eg hollt og haga, vötn og veidestadi og allar lands nytiar sem þessum fyrrgreindum fiall Löndum f ilgt hafa og med Rettu filgia ega til ytstu Ummerkia móts vid adrar Land Eigner. Fyrerbýd eg hvörium manne ad yrkia, brúka, edur beita tiedan Biarnadal, Middals Múla edur afrett Stafholltskyrkiu i eindur Kristján (Christian Johansson) hafi hi nn 3. ágúst 1773 gert samkomulag við ábúendur Hvassafells um nautaupprekstur á Bjarnadal. Í Jarðatali Johnsens frá 1847 segi að Stafholt eigi fjalllönd mikil og góð, m.a. á Bjarnadal. Þá segi í sóknalýsingu séra Ólafs Pálssonar í Stafholti frá árinu 1853 um afréttarlönd í Stafholts - bæja í Norðurárdal, sbr. bls. 147 í úrskurði óbyggð anefndar . Árið 1919 hafi hreppsnefnd Norðurárdals sótt - og af i þá haft það á leigu til uppreksturs. Í bréfi Vigfúsar Bjarnasonar í Dalsmynni til st jórnarráðsins, dags. 11. nóvember 1919, vegna sölunnar, sem ekki virðist hafa orðið af, k omi fram að hluti Stafholtstungnahrepps hafi notað land þetta í langan tíma til upprekstrar en að 7 leigusamningar um það hafi verið munnlegir. Þá hafi sagt svo í svörum sýslumanna/hreppstjó ra til s tjórnarráðsins um almenninga og afrétti árið 1920 : land það sem til heirt hefur Stafholtskirkju hjér á Bjarnardal og nú er leigt Stafholtstungna Heimildir get i einnig um selstöðu eða selstöður á svæðinu en engar get i um fasta búsetu þar. Stefnandi byggi á því að selstöður þessar hafi einungis verið í tengslum við afréttarnot á svæðinu. Í umfjöllun um Stafholt í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín s frá árinu 1709 sé getið um selstöðu á Bjarnadal í Miðdalsmúl a . Þar segi svo: Aðra selstöðu á staðurinn á Bjarnardal í Miðdalsmúla með tilliggjandi löndum, allan Bjarnardal fram frá Mælifellsgili með hálfum Vesturárdal. Þessi selstaða hefur brúkast jafnlega frá staðnum en ekki nú í nokkur ár. Þriðju selstöðu á stað urinn á Rjóðsbjargardal með tilliggjandi löndum, öllum Rjóðsbjargardal og hálfum Fossdal norðanfram. Þessi selstaða hefur ekki brúkast utan næstliðið ár, og hefur áður verið (eftir því sem kirkjunnar máldagi segir) afrjettarland, hjer nefndur Rjóðsbjargard alur sem og sellöndin á Bjarnardal, nefnilega hálfur Vesturárdalur. [...] Landþröng er, og verður kvikfje í burtu að koma til vetrargöngu sem áður segir. Selstöðuvegir eru mjög lángir og erfiðir, bæði yfir ár og aðrar torfærur að sækja, en verða þó árlega að brúkast fyrir landþröng á heimastaðnum. Þá segi um Stafholtssel (Múlasel) í umfjöllun Jarðabókar um jörðina Dalsmynni að það Einnig sé minn st á selstöðu á Bjarnadal í umfjöllun um Stafholt í Jarðatali Johnsens 1847 Staðurinn er í betra lagi til heyskapar, einkum kirkjan mikil og sæmilega góð, á Bjarnardal og Grímsdal, en vegna fjarlægðar hafa þau lengi eigi fært prestinum ávöxt. Miðdalsmúla, sem getið sé í mörgum eldri heimildum, sé ekki að finna á örnefnaskrám og óljóst sé því um staðsetningu hans. Við rekstur málsins fyrir óbyggðanefnd hafi verið leiddar líkur að því að Miðdalsmúli væri sá múli sem nú sé nefndur Staðarmúli. Æ tti það sér stoð í frásögn Jarðabókar, auk þess sem sú staðhæfing h e fði komið fram hjá vitni í máli sem rekið hafi verið vegna veiða á Hundadalsheiði, sbr. dóm Hæstaréttar 25. 8 september 1997, í máli nr. 183/1997. Hafi aðilar verið sammála um að leggja það til grundvallar að Miðdalsmúli væri þa r sem í dag heiti Staðarmúli, sbr. nánar á bls. 136 í úrskurð i óbyggðanefndar. Sé á því byggt, með vísan til framangreindra heimilda um nám og nýtingu svæðisins og tilvísana til þess í heimildum, að umrætt svæði, austurhluti Ystutunguafréttar, hafi aldrei verið undirorpið beinum eignarrétti og sé því þjóðlenda. Í niðurstöðu óbyggðanefndar hafi verið fallist á kröfu íslenska ríkisins um að vesturhluti Ystutunguafréttar væri þjóðlenda. Um þann hluta Ystutunguafréttar séu fáar heimildir og sú elsta Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín s frá 1709. Þar sé getið um afrétt Munaðarness í Runólfs hömrum , en aðrar jarðir hafi einnig átt þar upprekstur gegn greiðslu tolls. Í niðurstöðu óbyggðanefndar komi fram að engar heimildir liggi fyrir um að ágreiningssvæðið hafi nokkurn tímann verið innan merkja jarðar og að ekki liggi fyrir neinar heimildir um að Munaðarnesi hafi tilheyrt meiri réttur til svæðisins en öðrum jörðum sem átt hafi þar upprekstrarrétt. N iðurstaða óbyggðanefndar hafi verið sú að líklegt yrði að teljast að landsvæðið hafi verið numið, a.m.k. að hluta , en ekkert liggi hins vegar fyrir um afmörkun eða yfirfærslu þeirra beinu eignarréttinda sem þar kunni að hafa verið stofnað til. Stefnandi te l ji að enginn munur sé á eignarréttarlegri stöðu innan Ystutunguafréttar og að bæði vestur - og austurhluti hans hafi verið og séu aðeins undirorpnir óbeinum eignarrétti . IV. Stefndi kveðst byggja sýknukröfu sína aðallega á því að stefnanda hafi ekki tekis t að sýna fram á að Selland Stafholtskirkju sé þjóðlenda. Eignarréttur stefnda að þessu landi sé verndaður af 72. gr. s tjórnarskrá rinnar og 1 . gr. samningsviðauka nr. 1 í m annréttindasáttmála Evrópu, sem lögfestur hafi ver ið með lögum nr. 62/1994. Þar sem stefndi tel ji að kröfugerð stefnanda í máli þessu brjóti alvarlega gegn þessum rétti verði ekki hjá því komist að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Í Sturlubók Landnámu segi að Rauða - Björn hafi numið Bjarnadal og þá dali er þar gangi af. Í Þórðarb ók Landnámu segi að Björn hafi numið Norðurárdal fyrir norðan Norðurá og Bjarnadal allan og þá dali alla er þar gangi af. Talið sé að þar sé átt við Vesturárdal og Miðdal. Miðdalur sé innan ágreiningssvæðisins en Bjarnadalur og Vesturárdalur séu 9 að hluta t il innan þess. Samkvæmt þessu standi allar líkur til þess að ágreiningssvæðið hafi verið numið á sínum tíma. Í því sambandi skuli tekið fram að staðhættir og fjarlægðir , svo sem frá núverandi byggð , mæli því ekki í mót. Stefndi fullyrði því að ágreiningssv æðið hafi verið numið við landnám og því verið undirorpið fullkomnum eignarrétti allt frá landnámi, eins og síðari tíma heimildir staðfesti. Skuli í því sambandi tekið fram að heimalönd jarða í Norðurárdal liggi að stærstum hluta svæðisins, sem styðji það að ágreiningssvæðið hafi verið numið. Ekki sé því um það að ræða að ágreiningssvæðið sé fjarri byggð, sem almennt minnki líkur á að slíkt svæði hafi á sínum tíma verið numið. Stefnandi vís i til þess sem fram komi um eignarhald á umræddu landi í fjölm örgum máldögum, lögfestum, vísitasíum, úttektum, umfjöllun um Stafholt í Jarðabók Árna og Páls frá árinu 1709, Jarðatali Johnsens frá 1847 og fleiri skriflegum heimildum, sem raktar séu ítarlega í úrskurði óbyggðanefndar. Eigi allar þesar heimildir það sam merkt að þær bendi eindregið til þess að Stafholtskirkja hafi um aldir átt það land sem gengið hafi undir nafninu Selland Stafholtskirkju, sem sé það sama og ágreiningssvæðið í máli þessu. Í umfjöllun Jarðabókarinnar frá 1708 um Dalsmynni sé getið um Stafh oltssel, sem sé af sumum kallað Múlasel. Þar sé tiltekið að þar hafi verið byggð í um tvö ár fyrir meira en 30 árum en hvorki fyrr né síðar, enda sé þar erfitt um heyskap og vetrarríki en hins vegar séu sumarhagar nægir. Þessi frásögn af selinu staðfesti þ að einnig að land þetta hafi tilheyrt Stafholti. Ljóst sé að ágreiningssvæðið hafi um árabil eða aldir verið nýtt sem afréttarland og sé hluti Ystutunguafréttar. Í því sambandi megi nefna að í fasteignamati Mýrasýslu 1916 - 1918 komi fram að Fjallland Sta fholtskirkju sé Staðarmúli, Brekkumúli og nokkuð af Bjarnadal, sem liggi inn af löndum jarðanna Dalsmynnis og Hvassafells. Leigjendur landsins séu ábúendur í Ystutungu , Stafholtstungnahreppi. Hreppsnefnd Norðurárdalshrepps hafi á árinu 1919 sótt til Stj órnarráðs Íslands um ,,kaup á fjalllandinu Bjarnadal, sem ligg i vestan af Norðurárdal að sýslumörkum Mýra - og í gögnum frá þeim tíma að Stafholtstungnahreppur hafi haft la ndið á leigu og hluti af hreppsbúum hafi í langan tíma notað landið til upprekstrar en það sé í eigu 10 Stafholtskirkju. Hafi landið verið leigt með munnlegum skilmálum. Ekki hafi orðið af sölu landsins eða alla vega hafa engar heimildir fundist þar um. Ári ð 1919 hafi S tjórnarráð Íslands óskað eftir skýrslu frá sýslumönnum um þau svæði sem talin væru til almenninga eða afrétta innan sýslna hvers og eins sýslumanns. Í tilefni þess hafi sýslumaðurinn í Mýra - og Borgarfjarðarsýslu óskað eftir upplýsingum þar u m frá hreppstjórum í umdæminu. Í svari Vigfúsar Bjarnasonar , hreppstjóra Norðurárdalshrepps , frá 1920 hefði komið fram að þar væri ekki um neitt fjallland að ræða nema það land sem tilheyrt hefði Stafholtskirkju á Bjarnadal og leigt væri Stafholtstungnahre ppi til uppreksturs. Dómsmálaráðuneytið hafi beint fyrirspurn til sýslumanna varðandi afréttarmálefni, fjallskil o.fl. og í afréttarskrá sem fylgt hafi svari sýslumannsins í Mýra - og Borgarfjarðarsýslu frá 13. nóvember 1985 komi fram að á leitarsvæði Brekkuréttar eigi Stafholtskirkja landsvæði milli Vesturdala og Bjarnadals, eða svokallaðan Múla (Staðarmúla og Brekkumúla) . Til séu þrjú landamerkjabréf er varði ágreiningssvæðið. Í landamerkjalýsingu frá 3. maí 1884, sem hafi verið þinglesin 19. sama má naðar, sé merkjum lýst þannig: - Staðarmúli allur, - sem Stafholtssel er í og sem liggur milli Vesturárdals og Miðdals; Miðdalur allur og Brekkumúli (Bröttubrekkumúli) allur svolangt austur, sem vötnum hallar, - móts við Breiðabólstaðar land í Miðdölum. Móts við tjeð merki ræður Bjarnadalsá allstaðar að Í landamerkjaskrá fyrir land Stafholtskirkju á Bjarnadal, dags. 19. maí 1886 og þinglýstri austanverðan, og ræður Vesturá þar merkjum að vestan alla leið inní svonefnd a Hamrabotna. Þaðan er sjónhending í austur að norðanverðu, eftir svonefndum Merkjahrygg eins og vötnum hallar, allt inn í Bjarnadalsdrög; ennfremur á kirkjan allan Í landam erkjaskrá fyrir Stafholt frá maí 1890 og þinglýst hafi verið 23. maí 1892 segi 11 Bjarnadal allan fyrir ofan Mælifellsgil og Hvassafellsland samkvæmt sjerstakri þinglesinni Við setningu landamerkjalaganna nr. 5/1882 og nr. 41/1919 hafi það verið ætlun löggjafans að framkvæmdavaldið hefði frumkvæði að því að gengið yrði frá landamerkjum jarða og afrétta og leyst úr ágreiningi , væri hann til staðar. Embætt ismenn ættu því að fylgjast með því hver í sínu umdæmi hvort landamerkjum hefði verið þinglýst, sbr. 6. gr. laga nr. 41/1919. Í lögunum hafi hins vegar ekkert verið kveðið á um það hvaða land eða landgæði skyldu fylgja jörðum eða afréttum, enda virðist sú skoðun hafa á þeim tíma verið óumdeild að landeigandi ætti fullkominn eignarrétt innan t.d. landamerkja eignarafrétta. Þannig liggi fyrir að allt frá tímum Grágásar og fram á þennan dag hafi landeigandi átt beit og annan jarðargróður á afrétti sínum. Þá ha fi hann sjálfur getað stjórnað hvers kyns nýtingu á sínum afrétti , þ.m.t. hvenær og hvaða fjölda búfjár væri þar beitt. Jarðareigandi hafi að meginstefnu til einnig átt einkarétt til veiði fugla, fiska og annarra nytjadýra á eignarlandi sínu. Þá fylgi vatn sréttindi eignarlandi. Landamerkjalýsingar sem gerðar hafi verið í kjölfar setningar landamerkjalaganna hafi oft og tíðum byggst á eldri heimildum, svo sem lögfestum og máldögum, sbr. framanritað um máldaga og lögfestur Stafholtskirkju. Þessum heimildum h afi síðan verið gefið aukið vægi með þinglýsingu landamerkjabréfa og þar með hafi orðið til haldbetri gögn um eignarrétt þinglýstra eigenda að tilteknu landi. Stefndi tel ji því að þessi gögn og fyrirkomulag verði að virða. Af þeim sökum sé þess krafist að land sem sérstakt landamerkjabréf hafi verið gert um og einnig getið um í landamerkjabréfi jarðarinnar Stafholts í meira en eina öld teljist fullkomið eignarland stefnda. Stefndi ítrek i að Stafholtskirkja hafi snemma kallað til réttinda á ágreiningssvæðin u og að allar ofangreindar heimildir , sem ná i allt aftur til 12. a ldar , bend i til þess að réttindi kirkjunnar á Miðdalsmúla og Bjarnadal hafi falist í beinum eignarrétti en ekki óbeinum. Þetta , sem og þau þrjú landamerkjabréf sem ligg i fyrir , styð ji land nám á svæðinu , en ekki verði annað séð en í bréfunum sé verið að lýsa merkjum svæðis sem háð sé beinum eignarrétti frekar en t.d. afréttareign. Í öllum bréfunum sé talað um eign , þ.e. að Stafholt eigi það land sem verið sé að lýsa. 12 Í gegnum tíðina hafi eigandi Stafholts á hverjum tíma ráðið því hvernig Sellandið hafi verið nýtt og hverjir hafi nýtt það. Vegna staðsetningar landsins hafi það í langan tíma verið nýtt sem afréttur og afréttarnotin byggst á heimild eiganda Stafholts. Stefndi telji því að han n hafi haft réttmæta ástæðu til þess að ætla að umrætt land væri fullkomin eign hans. Við mat á því hvað teljist eign verði að líta til allra atvika máls í heild sinni, þ.e. bæði staðreynda og lagalegra atriða. Þar skipti m.a. máli hvernig hafi verið fa rið með umrædda eign í framkvæmd, sérstaklega í lögskiptum aðil a og hvaða traust menn hafi borið til þeirrar framkvæmdar. Þá skipti framkoma handhafa ríkisvaldsins einnig máli. Þar sem komið hafi verið fram við einstaklinga/lögaðila sem réttmæta eigendur á kveðinnar eignar hafi slík framkoma verið talin vekja ákveðnar væntingar hjá þeim aðila um löglegt eignarhald sitt á viðkomandi eign. Þannig geti afskipti eða afskiptaleysi ríkisvaldsins skipt máli við sönnun á því hvort eign verði talin undirorpin fullkom num eignarrétti. Í þessu sambandi skuli einnig vísað til þess sem kallað hafi verið lögmætar væntingar, þ.e. að væntingar einstaklinga eða lögaðila til að njóta eigna sinna hafi verið taldar njóta verndar eignarréttarákvæða séu þær byggðar á sanngjörnu og réttlætanlegu trausti á réttargerningi (legal act). Stefndi byggi einnig á því að venjuréttur og hefðarsjónarmið leiði til þess að Selland Stafholtskirkju teljist eignarland hans. Einngi sé vísað til þeirrar reglu að sá sem hafi þinglýsta eignarheimild, s.s. landamerkjabréf , eigi tilsvarandi rétt yfir viðkomandi eign þar til annað sannist. Telji stefndi að eignarréttur hans að umræ d du landi hafi verið sannaður með þeim gögnum sem liggi fyrir í máli þessu. Ekki sé vitað til að önnur gögn mæli gegn fullkom num eignarrétti stefnda. Stefndi vísi sérstaklega til jafnræðisreglu stjórnarskrár og stjórnsýslulaga um að sambærileg mál hljóti sömu niðurstöðu og að jafnræði skuli ríkja á milli borgaranna. Önnur og meiri sönnunarbyrði verði því ekki lögð á stefnda í þessu máli en á aðra landeigendur sem hafi sambærileg eignarskjöl í höndum. Loks verði við úrlausn málsins að hafa í huga meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Tilgangur þjóðlendulaganna nr. 58/1998 hafi ekki verið sá að íslenska ríkið 13 sölsa ði undir sig land heldur einvörðungu að skera úr um mörk eignarlanda og þjóðlendna. Þannig beri að gæta meðalhófs þegar lögð sé sönnunarbyrði á landeigendur um eignarrétt þeirra að tilteknu landi. V. Eins og áður er fram komið komst óbyggðanefnd að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að stefnandi hefði ekki sýnt fram á að umrætt landsvæði, austurhluti Ystutunguafréttar, væri þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. a - lið 7. gr., laga nr. 58/1198, og að rannsókn nefndarinnar leiddi til þeirrar niðurstöðu að svæðið væri eignarland. Leitast stefnandi við að fá þeirri niðurstöðu hnekkt í máli þessu. Greinir aðila ekki á um mörk umrædds svæðis heldur einungis hvort umrætt svæði sé beinum eignarrétti undirorpið. Í Sturlubók Landnámu kemur fram að Rauða - Björn hafi numið Bjarn ad al og þá dali er þar gangi af og í Þórðarbók Landnámu er greint frá því að Björn hafi numið Norðurárdal fyrir norðan Norðurá og Bjarnadal allan og þá dali alla er þar gangi af. Er talið að þar sé átt við Vesturárdal og Mið dal. Miðdalur er innan ágreiningssvæðisins en Bjarnadalur og Vesturárdalur eru að hluta til innan þess. Með hliðsjón af þessum lýsingum og því að staðhættir og fjarlægðir mæla því í sjálfu sér ekki í mót sýnist líklegt að ágreiningssvæðið hafi verið numið, a.m.k. að verulegu leyti, og að því leyti háð beinum eignarrétti. Elst u heimild um réttindi Stafholtskirkju til umrædds svæðis er að finna í máldaga Þesse er maldage j stafs hollti. eptir þvi em Steini prestr Þorvarþs son setti. Hann gaf til kirkju allt heima land ok kyr. ... Engi nes a strondum norðr [ok] reki með. [afrett j] vestr ardal enum eystra megin. ok middals mule allr. kju í vestardal. biarnnardal allann. fyrir ofann melifellzgill Svipaðar lýsingar koma fram í fjölmörgum máldögum, lögfestum, vísitasíum og úttektum , sem getið er ítarlega um í úrskurði óbyggðanefnd ar, allt fram á 19. öld. Þá segir svo í umfjöllun um Stafholt í Jarðabók Árna og Páls, frá árinu mfjöllun um Stafholt í Jarðatali Johnsens frá 1847 segir: Fjalllönd á kirkjan mikil og sæmilega góð, 14 Sýnast aðilar sammála um að leggja til grundvallar að Miðdalsmúli sé þar sem í dag heiti Staðarmúli. A llar framangreindar heimildir eiga það sammerkt að þær bend a eindregið til þess að Stafholtskirkja hafi um aldir átt rétt til ágreiningssvæðisins, sem gengið h efur undir nafninu Selland Stafholtskirkju. Er svæðisins, í þessum og fjölmörgum öðrum heimildum frá 19. og 20. öld, getið í tengslum við upprekstur og afréttarnot, sem nánar er getið um í úrskurði óbyggðanefndar. Sýnist enda ekki vera ágreiningur um það milli aðila að ágreiningssvæðið hafi um árabil eða aldir verið nýtt sem afréttarland . Þannig hafi Stafholtstungnahre ppur haft landið á leigu og hluti hreppsb úa um langt skeið notað landið til upprekstrar . Engar heimildir liggja fyrir um að á svæðinu hafi nokkru sinni verið byggð, utan þess að í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns árið 1708 er getið um skammvinna byggð nema ein 2 ár fyrir meir en 30 árum. ... Örvænt er að hjer verði aftur bygt fyrir heyskaparleysi, fjarlægð við menn og vetrarríki. Vantar hjer flesta bújar ðarkostu nema Að virtu framangreindu og öðrum gögnum málsins verður ekkert talið liggja fyrir um að upphaflegur beinn eignarréttur hafi flust til síðari rétthafa, nú stefnda, heldur hafi þar stofn ast til óbeinna eignarréttinda. Fyrstu heildstæðu afmörkun svæðisins er að finna í landamerkjabréfi fyrir ágreiningssvæðið, sem dags ett er 3. maí 1884 og þinglesið hi nn 19. sama mánaðar , en b réfið er ekki áritað vegna aðliggjandi landsvæða. Skjalið ber he L andamerkjalýsing er lýsing landamerkja þar svohljóðandi: Vesturárdalur allur að austanverðu, allt að Einirberjagili; - Staðarmúli allur, - sem Stafholtssel er í og sem liggur milli Vesturárdals og Miðdals; Miðdalur allur og Brekkumúli (Bröttubrekkumúli) allur svolangt austur, sem vötnum hallar, - móts við Breiðabólstaðar land í Miðdölum. Móts við tjeð merki ræður Bjarnadalsá allstaðar að sunnanverðu, fram á móts við M ælifellsgil. Þá ligg ur einnig fyrir eftirrit , dags. 18. júní 1916, af landamerkjaskrá fyrir land Stafholtskirkju á 15 Bjarnadal, dags. 19. maí 1886 og þinglesin 16. maí 1889. Landamerkjaskrá þessi er árituð um samþykki vegna Hlíðartúns, Breiðaból ss taðar, Dal smynnis, Hvamms og Hvassafells. Í bréfi þessu er ágreinings landi nu lýst svo: Kirkjan á land alt innan þeirra takmarka sem hér segir: Vesturárdal austanverðan, og ræður Vesturá þar merkjum að vestan alla leið inní svonefnda Hamrabotna. Þaðan er haldin sjón hending í austur að norðanverðu, eftir svonefndum Merkjahrygg eins og vötnum hallar, allt inn í Bjarnadalsdrög; ennfremur á kirkjan allan Bjarnadal að austan að Mælifellsgili eftir því sem vötnum hallar á fjalli uppi. landamerkjaskrá fyri r jörðin a Stafholt frá því í maí 1890, þinglýst ri 23. maí 1892 Auk kirkjujarðanna á Stafholt þær aðrar eignir og ítök sem nú skal greina: ... 3. Bjarnadal allan fyrir ofan Mælifellsgil og Hvassafellsland samkvæmt sjerstakri þinglesinni landamerkjaskrá. Við mat á gildi þessara landamerkjabréfa við ákvörðun á eignarréttarlegri stöðu umrædds svæðis verður að hafa í huga að slík bréf voru ekki einungis gerð fyrir jarðir heldur einnig til að ákvarða mörk afréttareignar . Þá verður einnig að líta til þess að með gerð og þinglýsingu landamerkjabréfa gátu menn ekki einhliða aukið við land sitt eða annan rétt . Að framangreintu virtu verður ekki talið að í fyrrgreindum landamerkjabréfum sé verið að lýsa frekari réttindum Stafholtskirkju til umrædds deilusvæðis en þeim takmörkuðu eignarréttindum sem fólust í rétti til selfarar og beitar. Ekkert liggur fyrir um að hið umdeilda svæði hafi nokkru sinni verið hluti af jörðinni Stafholti. Er bein loftlína frá bæjarstæði Stafholts að ármótum Vesturdalsár og Bjarnadalsá r 21,8 km og liggja nokkrar jarðir þar í milli. Hefur í niðurstöðum dómstóla að meginstefnu verið litið svo á að land utan jarða, þar á meðal afréttarland, skuli teljast þjóðlenda. Liggja engar skýringar fyrir á því hvernig þessi aðgreining á landi Stafhol tskirkju geti samrýmst því að umrætt svæði teljist háð beinum eignarrétti á sama hátt og heimaland jarðarinnar. Enda þótt eigandi Stafholts hafi vissulega haft um það segja hvernig svæðið var nýtt hverju sinni verður ekki talið að stefndi haf i af þeim sök um getað haft nokkra réttmæta ástæðu til að ætla að landið væri hans fullkomna eign . 16 Ekki liggur fyrir að eigendur Stafholts, eða aðrir í þeirra umboði, hafi haft af því önnur not en hefðbundin afréttarnot til sumarbeitar fyrir búfénað. Er því ekki hald í þeirri málsástæðu stefnda að hann hafi unnið á landinu eignarhefð samkvæmt lögum um hefð nr. 46/1905. Loks verður ekki fallist á þau sjónarmið stefnda að með ógildingu úrskurðar óbyggðanefndar sé verið að gera svo óhóflegar kröfur til sönnunarfærslu hans í málinu að þær standist hvorki eignarréttarákvæði stjórnarskrár né mannréttindasáttmála Evrópu. Sönnunarreglur leiða til þess að sönnunarbyrði um tilkall til eignarréttar á landi hvílir á þeim sem slíkt tilkall gera. Stefndi hefur ekki sýnt fram á það í máli þessu að hið umdeilda landsvæði , austurhluti Ystutunguafréttar, eða Selland Stafholtskirkju, sé eignarland hans, hvorki fyrir nám, löggerninga né með öðrum hætti. Samkvæmt því er það niðurstaða dómsins að fallast beri á kröfu stefnanda um að fella úr gildi úrskurð óbyggðanefndar í málinu nr. 2/2014, hluti fyrrum Norðurárdalshrepps, að því er varðar austurhluta Ystutunguafréttar. Viðurkennt er að landsvæði innan eftirgreindra merkja sé þjóðlenda, sbr. lög nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eign arlanda, þjóðlendna og afrétta, í samræmi við framlagt kort á dskj. nr. 7: Upphafspunktur er á ármótum Vesturár og Bjarn ad alsár, þá er Bjarn a dalsá fylgt að Bjarnafossi og þaðan Mælifellsgili norðaustur eftir Baulusandi í Litlu - Baulu, þaðan norður í Hrútabo rg, norður um Fossaskörð og um Fossaskarðabrúnir, þaðan vestur að Banadalsbrún við sýslumörk Dalasýslu, þaðan eftir sýslumörkum vestur að hornpunkti á Merkjahrygg. Þaðan er hæstu fjallsbrúnum fylgt suður í Einiberjagil og eftir því í Vesturá, sem ræður að ármótum hennar og Bjarn ad alsár. Rétt er að málskostnaður falli niður, en um gjafsóknarkostnað stefnda fer sem í dómsorði greinir og hefur þar verið tekið tillit til greiðslu virðisaukaskatts. Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp dóm þennan og er við uppkvaðninguna gætt ákvæðis 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómso r ð: Felldur er úr gildi úrskurð ur óbyggðanefndar í málinu nr. 2/2014, hluti fyrrum Norðurárdalshrepps, að því er varðar austurhluta Ystutunguafréttar. Viðurkennt er að landsvæði innan eftirgreindra merkja sé þjóðlenda, sbr. lög nr. 58/1998 um þjóðlendur 17 og ákvörðun marka eignarlanda, þjóð lendna og afrétta, í samræmi við framlagt kort á dskj. nr. 7: Upphafspunktur er á ármótum Vesturár og Bjarn ad alsár, þá er Bjarnadalsá fylgt að Bjarnafossi og þaðan Mælifellsgili norðaustur eftir Baulusandi í Litlu - Baulu, þaðan norður í Hrútaborg, norður um Fossaskörð og um Fossaskarðabrúnir, þaðan vestur að Banadalsbrún við sýslumörk Dalasýslu, þaðan eftir sýslumörkum vestur að hornpunkti á Merkjahrygg. Þaðan er hæstu fjallsbrúnum fylgt suður í Einiberjagil og eftir því í Vesturá, sem ræður að ármótum henna r og Bjarnadalsár . Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, Inga Tryggvasonar lögmanns, 1.300.000 krónur. Ásgeir Magnússon