Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 3. nóvember 2020 Mál nr. S - 215/2020 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson fulltrúi ) g egn Bjarn a Þór Ævarss yni ( Sunna Axelsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 29. október 2020 sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 12. maí 2020 , á hendur Bjarna Þór Ævarssyni, kt. , , Akureyri, - og fíkniefni og peningaþvæ tti. I. Með því að hafa mánudaginn 23. september 2019, verið með í söluskyni og í vörslum sínum í bifreið sinni sem lögreglan stöðvaði við almennt umferðareftirlit á Þingvallastræti á Akureyri og á heimili sínu að á Akureyri, 168,37 grömm af marí húana og 4 ecstasy töflur (MDMA) og hafa í um 3 vikur áður en hann var handtekinn selt um 120 grömm af maríhúana á Akureyri og nágrenni, en ákærði hafði um 3 vikum áður keypt 100 grömm af maríhúana í Reykjavík og flutt til Akureyrar þar sem hann seldi um 8 0 grömm af efninu og farið síðan með ágóðann af þeirri sölu aftur til Reykjavíkur og keypt þá um 200 grömm af efninu og verið búinn að selja um 40 grömm af því þegar lögreglan handtók hann og lagði hald á afganginn á efninu. Telst þetta varða við 2. gr., 4. gr. a, sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14. gr., reglugerðar um ávana og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. II. Með því að hafa skömmu áður en l ögreglan handtók hann og hóf rannsókn á meintu broti hans gegn lögum um ávana - og fíkniefni sem ákært er fyrir í ákærulið I, aflað sér ávinnings með sölu á fíkniefnum að fjárhæð 86.500 krónur, en lögreglan haldlagði þessa upphæð hjá ákærða við handtöku, ha ns 23. september 2019. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á þeim efnu m sem lögreglan lagði hald á og tilgreind eru í efnaskrám nr. 42.013 og 42.014 og 86.500 krónum sem lögreglan haldlagði við rannsókn 2 málsins með vísun til 6. mgr. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, með síðari br eytingum og samkvæmt 1. mgr. 69. gr. almennra Af hálfu ákærða er krafist að ákvörðun refsingar verði frestað en til vara að ákærða verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa og hún verði skilorðsbundi n. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar til handa skipuðum verjanda. Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru. Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst se kur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst . Brot samkvæmt ákærulið II er réttilega heimfær t til refsiákvæða. Brot samkvæmt ákærulið I varða við 2. gr. , sbr. 5. gr. og 6 . gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. g r., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Með sátt þann 25. nóvember 2019 sætti ákærði 90.000 króna sekt fyrir umferðarlagabrot . Það brot sem hann er nú dæmdur fyrir framdi hann áður en hann gerði frama n greinda sátt. Verður honum því ákveðinn hegningarauki er samsvari þeirri þyngingu refsingarinnar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um bæði brotin í fyrra málinu, sbr. 78. gr. almennra hegningar laga nr. 19/1940. Refsing ákærða er ákveðin fangelsi í 3 mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið, eins og nánar greinir í dómsorði. Að kröfu ákæruvalds, og með vísan til 1. mgr. 69. gr. laga nr. 19/1940 og 5. gr. sbr. 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 skal ákærði sæta upptöku á þeim efnum og peningum er í dómsorði greinir. Ákærði verður dæmdur til að greiða sakarkostnað, þ.e. þóknun skipaðs verjanda síns, eins og greinir í dóms o rði, virðisaukaskattur er þar meðtalinn. Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. Dómso r ð: Ákærði, Bjarni Þór Ævarsson , sæti fangelsi í 3 mánuði . Fresta ber fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Gerð eru upptæk 168,37 grömm af marijúana , 4 töflur af ecstasy (MDMA) og 4,11 grömm af sveppum. Ákærði sæti upptöku á 86.500 krónum. Ákærði greiði þóknun skipaðs verjanda síns, 13 7 . 64 0 krónur. Berglind Harðardóttir