Héraðsdómur Austurlands Dómur 30. nóvember 2020 Mál nr. S - 199/2020: Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) gegn X (Stefán Karl Kristjánsson lögmaður) Dómur: A. Mál þetta, sem dómtekið var 18. nóvember 2020, er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Austurlandi, útgefinni 22. september sl., en móttekinni 13. október sama mánaðar, á hendur X , kt. , , ; ótsdalshéraði fimmtudaginn 26. mars 2020: I. Fyrir brot gegn lögum um ávana - sínum 0,18 gr af kókaíni og 39,52 gr af marihuana (smjörblönduðu) sem fannst við leit á heimili ákærða, í íbúð á efri hæð að ] , . Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. breytingarlög og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. breytingarreglugerðir. II. F yrir peningaþvætti, með því að hafa fram að ofannefndum degi, tekið við, aflað sér, geymt og/eða umbreytt ávinningi af sölu - og dreifingu ótiltekins magns fíkniefna, Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr., 264. gr. alme nnra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. breytingarlög. IV. 2 Fyrir vopnalagabrot með því að hafa, á ofannefndum tíma, á heimili sínu, sem eigandi og vörsluaðili, geymt riffil, tegund Norinco, caliber 22 (eintaksnúmer 1691781) og loftknúna litboltabyssu með áf östum sjónauka og leisermiði, sem hann hafði ekki leyfi fyrir og var óskráð og 140 stykki af 22 calibera riffilskotum, án þess að tryggja vörslur skotvopna og skotfæra með þeim hætti að óviðkomandi nái ekki til þeirra, en skotvopnin voru geymd uppi á eldhú sskáp, en riffilskotin í pappakassa í stofuskáp og án þess að geyma framangreind skotvopn og skotfæri í aðskildum, læstum hirslum. Telst þetta varða við 1. og 2. mgr. 23. gr. vopnalaga nr. 16/1998, sbr. 1. og 2. mgr. 33. gr., sbr. 59. gr., reglugerðar um skotvopn, skotfæri o.fl. nr. 787/1998, allt sbr. 1. mgr. 36. gr. nefndra vopnalaga sbr. breytingarlög. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að gerð verði upptæk framangreind 0,18 gr af kókaíni og 39,52 gr af marihuana (smjörblönduðu), sem hald var lagt á, með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. breytingarreglugerðir. sandrolone, tvö box með töflum og Susden 250, ambúllur, 14 stykki, sem hald var lagt á við rannsókn málsins, verði gerð upptæk, sbr. 1. mgr. 181. gr. tollalaga nr. 88/2005, (Munaskrá nr. 516368 og 516369). Jafnframt er, samkvæmt heimild í 7. mgr. 5. gr. la ga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, krafist upptöku á eftirtöldum munum sem notaðir voru eða ætlaðir voru til ólögmætrar meðferðar fíkniefna og lögreglan lagði hald á við rannsókn málsins: 1. Vigtar, 4 stk. (Munaskrá nr. 516365). 2. Bók og laus blöð með upplýsingum um fíkniefnaviðskipti, 1 stk. (Munaskrá nr. 516366). 3. Óþekktur vökvi í 4 plastflöskum, (sagt vera spicevökvi). Þá er krafist upptöku á loftknúinni litboltasbyssu með áföstum sjó nauka og leisermiði (óskráðri skambyssu) með heimild í 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998, (Munaskrá nr. 516362). Að síðustu er þess krafist, með vísan til 69. gr. og 69. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. breytingarlög, að ákærði verði dæm dur til að sæta upptöku á peningum 3 sem fundust við leit á heimili ákærða að , , kr. 88.000. Upptökukrafan tekur einnig til áfallinna vaxta og verðbóta hinna haldlögðu verðmæta frá haldlagningardegi Af hálfu ákæruvalds var við meðferð málsins fyrir dómi fallið frá hluta sakargifta samkvæmt I. og II. kafla ákæru, og að auki var alfarið fallið frá sakaratriðum III. kafla. Skipaður verjandi ákærða, Stefán Karl Kristjánsson lögmaður, krafðist fyrir hönd ákærða væg ustu refsingar sem lög leyfa, en jafnframt krafðist hann hæfilegar málflutningsþóknunar, auk greiðslu vegna útlagðs ferðakostnaðar. B. Fyrir dómi hefur ákærði skýlaust viðurkennt sakargiftir, líkt og þeim er lýst í endanlegri gerð ákæru. Með játningu ákær ða, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, sem og að virtum rannsóknargögnum lögreglu, þ. á m. framburðarskýrslu ákærða, er nægjanlega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í endanlegri gerð ákæru, en brot hans eru þar og réttilega heimfærð til laga. Að ofangreindu virtu verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. C. Ákærði, sem er fæd dur á árinu , hefur samkvæmt sakavottorði ekki áður sætt refsingu. Í máli þessu hefur ákærði verið sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot, peningaþvætti og vopnalagabrot og ber að ákvarða honum refsingu með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin tveggja mánaða fangelsi. A ð virtri skýlausri játningu ákærða, en einnig iðran, þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi hann almennt skilorð 57. gr. hegningarlaganna, sbr. 4. gr. laga nr. 22 /1955. Ákærði skal sæta upptöku á þeim fíkniefnum, sterum og munum sem tilgreind eru í ákæru, sbr. efna - og munaskrár lögreglu nr. 43.286, 144.948, 516362 - 516369. 4 Að kröfu ákæruvalds og með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála b er að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað, en samkvæmt yfirliti lögreglustjóra nemur kostnaður hans samtals 1.745 krónum. Að auki skal ákærði greiða málflutningsþóknun til skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, vegna starfa hans við alla meðferð málsins, hjá lögreglu og fyrir dómi, 688.200 krónur , að meðtöldum virðisaukaskatti, og er þá m.a. tekið mið af framlögðu yfirliti þar um . E innig skal ákærði greiða útlagðan ferðakostnað verjandans, að fjárhæð 38.950 krónur. Með málið fór af hálfu ákæruvalds Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, X , sæti tveggja mánaða fangelsi, en fullnustu refsingarinnar skal frestað og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja, haldi hann almennt skilorð 57. gr. hegningarlaganna, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði sæti upptöku á þeim fíkniefnum, sterum og munum sem tilgreind eru í ákæru, sbr. efna - og munaskrár lögreglu nr. 43.286, 144.948, 516362 - 516369. Ákærði greiði 689.945 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 688.200 krónur , að meðtöldum virðisaukaskatti . Að auki skal ákærði greiða ferðakostnað verjandans að fjárhæð 38.950 krónur.