Héraðsdómur Austurlands Dómur 15. október 2020 Mál nr. E - 64/2018: A (Helgi Birgisson lögmaður) gegn Húsfélaginu B (Auðun Helgason lögmaður) I. 1. Mál þetta, sem dómtekið var að afloknum málflutningi 2. október sl. , höfðaði A , kt. , , , á hendur H úsfélaginu B , kt. , , með stefnu birtri 3. ágúst 2018. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmur til að greiða henni skaðabætur að fjárhæð 1.925.377 krónur með 4,5% ársvöxtum skv. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 (skbl.) frá 1. apríl 2015 til 6. október 2017, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr h endi stefnda, að mati dómsins og eins og mál þetta sé ekki gjafsóknarmál, en stefnandi fékk gjafsóknarleyfi með bréfi dómsmálaráðuneytis, dagsettu 27. febrúar 2018. Dómkröfur stefnda eru þær aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi . Til vara krefst stefndi þess að skaðabótaskylda hans verði aðeins viðurkennd að hluta vegna þess óhapps sem stefnandi varð fyrir þann 1. apríl 2015 og að má lskostnaður verði þá jafnframt felldur niður. 2. Hinn 3. október 2019 var að lokinni aðalmeðferð kveðinn upp dómsúrskurður þar sem máli þessu var vísað frá dómi. Byggðist sú úrlausn á því að stefndi hefði einn og 2 sér eigi aðildarhæfi samkvæmt ákvæði 18. g r. einkamálalaganna nr. 91/1991 og því hefði verið nauðsynlegt að stefna leigutökum og eiganda verslunarkjarnans C að samhliða húsfélaginu. Þá er í úrskurðinum tekið undir með stefnda að hann sé eigi húsfélag í skilningi 2. mgr. 1. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús heldur almennt félag. 3. Með dómi Landsréttar í málinu nr. 674//2019, sem kveðinn var upp 13. nóvember 2019, var úrskurður héraðsdóms felldur úr gildi, að kröfu stefnanda, og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Í niðurstöðukafla dóms Landsréttar segir m.a. að félagsmenn í hinu stefnda húsfélagi séu annars vegar eigandi verslunarkjarnans C , að B , þ.e. D eignir ehf., og hins vegar leigutakar, sem þar reka verslun eða þjónustu fyrir neytendur. Segir í dóminum að af þe ssum sökum og að öðrum skilyrðum uppfylltum hefði mátt ætla að stefnandi hefði getað beint málsókn sinni að umráðamönnum eða eiganda fasteignarinnar. Að þessu leyti er m.a. vísað til framlagðra gagna, þ. á m. samþykkta frá árinu 2002, rekstrarlýsingar fyri r C frá árinu 2003, en einnig leigusamninga, þ. á m. við E og F ehf. Þá segir enn fremur í niðurstöðukaflanum: Húsfélagið B , er skipulagsbundið félag sem sett var á fót af eiganda hússins og leigutökum þess með sérstökum samþykktum 14. júní 2002. Í málinu er ekki að finna stofnsamning fyrir félagið en í re kstrarlýsingu frá 18. september 2003 koma fram þau meginsjónarmið sem fasteignareigandinn og sá leigutaki sem er aðili að þeim samningi hafa gengið út frá um starfsemi félagsins. Um starfsemi félags ins, réttindi þess og skyldur og stöðu félagsmanna fer nánar eftir þeim reglum sem félagsmenn hafa sett sér. Ekki verður annað ráðið af samþykktum félagsins en að það sé sjálfstæður lögaðili og uppfylli almenn skilyrði um að vera félag sem er löglega stofn að á grundvelli 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar þótt það sé ekki húsfélag í skilningi laga nr. 26/1994. Í 3. gr. samþykkta félagsins kemur fram að tilgangur þess sé rekstur sameignar að . Í áðurnefndri rekstrarlýsingu segir að varnaraðili sjái um sam eiginlega starfsemi í verslunarkjarnanum. Þá kemur fram í fylgiskjali nr. 2 með leigusamningum að leigutakar skuli greiða kostnað af starfseminni í réttum hlutföllum við flatarmál þess húsnæðis sem þeir leigja. Í málinu er ekki að finna samninga milli va rnaraðila (stefnda) og umráðamanna fasteignarinnar sem 3 lýsir því nánar hvaða skyldur félagið hefur í raun tekið yfir frá umráðamönnum fasteignarinnar. Ljóst er hins vegar af þeim gögnum sem liggja fyrir í málinu að félagið tók að sér að annast viðhald og hreinsun á bílastæðum og gangstéttum og innheimti þann kostnað sem af því hlaust af leigutökum. Samkvæmt öllu framangreindu verður að telja að varnaraðili sé sjálfstæður lögaðili sem geti átt réttindi og borið skyldur og þar með átt aðild að dómsmáli, sbr. 1. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Verður málinu því ekki vísað frá dómi þótt sóknaraðili hafi kosið að beina málsókninni að varnaraðila (stefnda) einum en ekki að einstökum félagsmönnum eða öllum II. Málavextir: 1. Mál þetta og krafa stefnanda um grei ðslu skaðabóta á rót sína að rekja til líkamstjóns sem hún hlaut er hún féll og slasaðist á bifreiðastæði norðan við verslunarkjarnann C , að í . Ó umdeilt er að atvik máls ins gerðust laust fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 1. apríl 2015. 2. Málsaðilar l ýsa í stefnu og greinargerð helstu atvikum á þann veg að stefnandi hafi í greint sinn ekið á fólksbifreið sinni að norðanverðum verslunarkjarnanum og lagt henni þar í bifreiðastæði . Er atvik gerðust hafi stefnandi átt erindi í matvöruverslun leigutakans E , G . Er óumdeilt að s tefnandi hafi farið fótgangandi frá bifreiðinni og þá m.a. gengið eftir ga n gstéttinni við norðurhlið húseignarinnar , en eftir það farið inn um aðalinngang verslunarkjarnans. E ftir að hafa lokið erindum sínum í G hafi stefnandi gengið sö mu leið til baka, en þá um leið ýtt innkaupakerru á undan sér. Af hálfu stefnanda er atvikum , í stefnu og við flutning málsins, nánar lýst á þann veg að er hún hafi verið komin á móts við kyrrstæða bifreið sína á bifreiðastæðinu hafi hún sleppt takinu á i nnkaupakerrunni . Við þessar aðstæður hafi kerran runnið frá henni og út af gangstéttinni og niður á bifreiðastæði ð , og á þeirri leið farið á milli tveggja kyrrstæðra bifreiða. H afi stefnandi brugðist við og farið á eftir kerrunni með þeirri ætlun að stöðva för hennar, en þá fallið við og við það orðið fyrir beináverkum á hægri hendi . 4 Af hálfu stefnda er atvikum, í greinargerð og við flutning, nánar lýst á þann veg að stefnandi hafi í greint sinn ýtt inn kaupakerruni á undan sér á gangstéttinni, en er hún ha fi komið að eigin bifreið hafi hún ýtt kerrun ni fram af gangstéttar brúninni, og þannig hafi hún farið með kerruna niður á bifreiðastæðið , en þar hafi kerran runnið frá henni. Hafi stefnandi síðan misst fótanna þegar hún hafi reynt að ná til kerrunnar og þá með þeim afleiðingum að hún hafi fallið, en við það hafi hún hlotið brotáverka á hægri hendi. 3. Málsaðilar vísa um máls atvik nánar til framlagðra gagna . Þar á meðal eru skýrsl ur H lögreglumanns , dagsettar 3., 11. og 30. apríl 2015, ásamt ljósmynd sem h ann tók á vettvangi . Segir m.a. frá því í þessum rannsóknargögnum að talsverð hálka hafi verið á þeim stað þar sem stefnandi hafði fallið á bifreiðastæðið í greint sinn, en aðstæðum A féll og svell því blautt á vegfarenda um atvik máls, og er haft eftir þeim að stefnandi hafi reynt að ná til innkaupakerru nnar, en þá misst fótanna og fallið aftur fyrir sig. T il viðbótar lýstum g ögnum lögreglu liggja fyrir í málinu ljósmyndir eiginmanns þáverandi fyrirsvarsmanns F ehf., vitnisins I , en upplýst er að félagið var á meðal leigutaka í verslunarkjarnanum, en hafði auk þess gert verktakasamning um fasteignaumsjón, ræstingu og húsvörslu, sem vitnið mun hafa sinnt um árabil. Á meðal framlagðra gegna er einnig vottorð Veðurstofu Íslands um veðuraðstæður á í mars og apríl 2015 . Einnig liggja fyrir heimildarskjöl um verslunarkjarnann C og stefnda , H úsfélagið B . Á meðal þessara gagna eru leigusamninga r þáverandi eiganda húseignarinnar og leigutaka, veðbókarvottorð og samþykktir fyrir stefnda frá árinu 2002 . Þá er á meðal gagna rekstrarlýsing hins stefnda húsfélags frá árinu 2003 , en tekið er fram að hún sé hluti af einstökum leigusamningum . Loks er á meðal gagna sundurliðað rekstraryfirlit yfir sameiginlegan kostnað stefnda og hlutfallslegan kostnað einstakra leigutaka, en að auki eru reikningar nafngreindra verktaka á hendur stefnda vegna snjóruðnings, söndunnar og söltunar á tilteknum tím abilum á árunum 2014 - 2016. 5 Við meðferð málsins var upplýst um að stefnandi h e fði gengist undir þrýstingsléttandi aðgerð á vinstri öxl hjá nafngreindum bæklunarlækni , þann 10. mars 2015. 4. Í málavaxtalýsingu sinni staðhæfir stefndi að er stefnandi varð fyrir áverkum sínum, síðdegis þann 1. apríl 2015, hafi verið búið að skafa snjó af bifreiðastæðum og gangstéttum við verslunarkjarnann C , að , en því til viðbótar hefðu gangstétt i r við eignina verið hálkuvarðar með salti fyrr um daginn. Stefndi vísar um aðstæður á vettvangi einnig til áðurgreindra ljósmynda og staðhæfir að í greint sinn hafi bifreiðastæðin austan við verslunarkjarnann verið auð , en að snjór hafi aftur á móti verið á bifreiðastæðinu norðan við kjarnann , þar sem stefnandi hafði lagt bifr eið sinni í greint sinn . 5. Að því er varðar afleiðingar slyssins bendir s tefnandi á að þær hafi í tvígang verið metnar af J , sérfræðingi í endurhæfingar lækni ngum, í maí 2017 og júní 2018. Vekur hún athygli á því að sérfræðingurinn hafi í álitsgerðunum tekið tilli t til fyrra heilsufars hennar, þ. á m. vegna fyrrnefndrar skurð aðgerðar á öxl , þann 10. mars 2015 , sbr. að því leyti athugasemdir tryggingafélags eins leigutakans í húsfélagi stefnda í matsferlinu. Stefnandi bendir einnig á að vegna frítímaslysatryggingar stefnanda hafi nefnt slys hennar að hluta til verið gert upp með þeirri tryggingu. Stefnandi bendir á að í hinni fyrri álitsgerð nefnds læknis, dagsettri 23. maí 2017, hafi verið lagt mat á varanlega læknisfræðilega örorku og tímabil óvinnufærni og þá vegna frítímaslysatryggingar innar , sem hún hefði haft á slysdegi hjá Sjóvá Almennum tryggingum hf. Með síðari viðbót læknisins, dagsettri 21. júní 2018, hafi komið fram álit hans á tímabundnum og varanlegum afleiðingum slyssins fyrir ste fnanda, með tilliti til skaðabótalaga nr. 50/1993 . Þ ær hafi verið eftirfarandi: Tímabundið atvinnutjón telst ekkert vera. Þjáningatími telst vera 3 mánuðir án rúmlegu. Stöðugleikatímamark telst vera þann 01.04.2016. Varanlegur miski telst vera 18 stig. Var anleg örorka telst engin vera. 6 6. Stefnandi bendir á að hún reisir kröfur sínar á hendur stefnda á þeirri forsendu að slys hennar verði rakið til óforsvaranlegra aðstæðna fyrir utan verslunarkjarnann C og að stefndi sé skaðabótaskyldur af þeim sökum . St efnandi bendir á að hún hafi í upphafi haft uppi kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu úr ábyrgðartryggingu leigutakans E hf. hjá Vátryggingafélagi Íslands hf. (VÍS hf.), sbr. bréf dagsett 9. júlí 2015. Með bréfi, dagsettu 18. ágúst sama ár, hafi VÍS hf . hafnað bótaskyldu á þeim grundvelli að verslunin ( G ) sé staðsett að , en að E hafi ekki borið ábyrgð á hálkuvörnum verslunarkjarnans og beri því ekki ábyrgð á slysi stefnanda. Hafi tryggingarfélagið í verslunarkjarnan um veita hinir ýmsu rekstraraðilar þjónustu sína og samkvæmt upplýsingum frá vátryggingartaka er það húsfélagið B , kt , sem sér um allar hálkuvarnir fyrir utan verslunarkjarnann. 7. Stefnandi bendir á að í kjölfar viðtöku höfnunarbréfs VÍS hf. hafi hún með bréfi dagsettu 24. nóvember 2015 haft uppi kröfu um skaðabætur úr ábyrgðartryggingu leigutakans F ehf. Hún hafi beint kröfu sinni til tryggingafélags félagsins, Tryggingamiðstöðvari nnar hf., og vísað til þess að starfsmaður F ehf. , vitnið I , hefði haft með höndum ræstingar og viðhald í verslunarkjarnanum og verið verktaki hjá stefnda, Húsfélaginu að . Stefnandi bendir á að tryggingafélagið hafi í svarbréfi, dagsettu 9. maí 2016, a ndmælt verktakaskyldu F ehf., og staðhæft að félaginu hafi ekki borið skylda til að annast hálkuvarnir við húseignina, en af þeim sökum hafi bótaskyldu verið hafnað. Engu að síður hafi í bréfi þessu verið tiltekið að dag hafi salti verið dreift á gangstéttir og því hafi þeim skyldum verið fullnægt sem gerðar séu til rekstraraðila verslana og þjónustuaðila til að verjast hættu vegna hálku. Stefnandi bendir á að þ rátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir stefnanda til F ehf. og nefnds vátryggingafélags h afi hún ekki fengið upplýsingar um hver það h afi verið sem annast hefði hálkuvarnirnar. 8. S tefnandi beindi erindi vegna ofangreinds álitaefnis til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum með bréfi dagsett u 16. ágúst 2016. Stefnandi fjallar um niðurstöðu úrsk urðarnefndarinnar vegna erindisins , en hún er dagsett 4. október 2016. Bendir stefnandi á að í álitinu staðhæfi nefndin m.a. að ábyrgðin á hálkuvörnum á þeim bifreiðastæðum við verslunarkjarnann C , sem viðskiptavinir noti, hvíli á húsfélagi 7 hússins, þ.e. s tefnda í þessu máli. Stefnandi bendir einnig á að í niðurstöðu sinni segi nefndin að F ehf., sem hafi verið með rekstur í húseigninni, hafi aðeins sinnt afmörkuðum verkefnum fyrir húsfélagið, og að ekki verði séð að hálkuvarnir hafi verið þar á meðal . Af þ essum sökum hafi F ehf. eigi borið ábyrgð á mögulegum skorti á slíkum vörnum. Stefnandi bendir á að lögmaður hennar hafi að fenginni niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar sent stefnda kröfubréf, dagsett 6. september 2017. H afi krafa hennar tekið mið af fyrrnef ndum álits gerð um J læknis , og að hi nu stefnda húsfélag i bæri að greiða bætur því til samræmis. Þar sem stefndi hafi ekki sinnt því að svara bréfinu hafi henni verið nauðugur sá kostur að höfða mál þetta hér fyrir dómi. III. Málsástæður og lagarök stefnanda. 1. Stefnandi byggir á því að í ljósi þeirrar starfsemi sem rekin sé í verslunarkjananum C hafi hvílt ríkar skyldur á stefnda, sem húsfélag i, að viðhafa sanngjarnar ráðstafanir til að tryggja öryggi og hindra að þeir sem e rindi eigi þangað verði ekki fyrir slysum vegna bleytu eða hálku. Að þessu leyti vísar stefnandi , til hliðsjónar , m.a. til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 635/2006 og þá um þær kröfur sem gerðar séu til húsfélaga. 2. Stefnandi byggir á því að slys hennar megi rekja til óforsvaranlegra aðstæðna fyrir utan verslunarkjarnann C og af þeim sökum hafi verið fyrir hendi rík athafnaskylda til þess að gera allar þær ráðstafanir sem sanngjarnt hafi mátt telja til þess að koma í veg fyrir slys hennar vegna hálku. Stefnandi byggir á því að það hefði verið fyrirhafnarlítið að tryggja fullnægjandi aðstæður fyrir utan verslun arkjarnann í greint sinn , t.d. með því að sand a /saltbera gang stéttina og bifreiðastæðið eða með því að bera þa r á íseyðandi efni. Að þessu leyti bendir stefnandi á áðurrakið álit úrskurðarnefndar í vátryggingamálum sem kveðið hafi á um að ábyrgð á hálkuvörnum á bifreiðastæði viðskiptavina verslunarkjarnans hafi hvílt á stefnda, sem húsfélag i eignarinnar. S tefnandi bendir á að fyrir liggi í máli nu lögregluskýrsl ur vegna slyss hennar og að sá lögreglumaður sem komið hafi á vettvang , ásamt v egfarendum, hafi staðfest þær fyrir dómi , og þá m.a. um að talsverð hálka hafi verið á þeim stað þar sem hún h e fði 8 fallið á bifreiðastæðinu. Að auki hafi sjónarvottar samkvæmt skýrslu nni haft uppi athugasemdir við hálkuvarnirnar á vettvangi. Máli sínu til stuðnings vísar stefnandi jafnframt til fyrrnefndrar ljósmyndar, sem fylg di lögreglu skýrslunni , sbr. dskj. 4 og 40. Byggir stefnandi á því að gögn þessi sýni að ekki hafi verið borið salt, sandur eða íseyðandi efni á gang stéttina eða á bifreiðastæðið fyrir utan verslunina þrátt fyrir að fyrirhafnarlítið hafi verið að grípa til slíkra ráðstafana. 3. Stefnandi vísar ti l þess að halli sé á umræddu bifreiðastæði . B yggir hún á því að af þeim sökum hafi verið enn brýnna að bregðast við og gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir slysahættu þ egar fólk lagði leið sína út úr verslun arkjarnanum berandi poka og ýtandi versl unarkerrum á undan sér. 4. Stefnandi byggir á því að stefndi beri samkvæmt almennu skaðabótareglunni bótaábyrgð á tjóni hennar vegna slyssins. Í því samhengi áréttar hún að sökum þess að hún hefði ekki fengið svör við fyrrnefndum kröfubréfum og þar sem s tefndi hafi ekki haft fyrir því að taka afstöðu til málatilbúnaðar hennar í upphafi hafi hún ekki haft aðra leið en að höfða mál þetta. Að þessu leyti vísaði stefnandi við flutning málsins sérstaklega til áðurrakinnar niðurstöðu Landsréttar í fyrrnefndu dó ms máli nr. 674/2019. 5. Stefnandi sundurliðar dómkröfur sínar í stefnu með eftirfarandi hætti: Þjáningabætur skv. 3. gr. skbl. 91 dagur x 1.870 (700 x 8745/3282) kr. 170.170 Bætur fyrir varanlegan miska skv. 4. gr. skbl. 3.600.000 kr. x (8745/3 282) x 18% kr. 1.726.500 Útlagður sjúkrakostnaður tjónþola skv. 1. gr. kr. 28.707 Samtals kr. 1.925.377 6. Stefnandi bendir á að krafa hennar sé í samræmi við matsgerð J læknis um afleiðingar slyssins. Stefnandi vísar til þess að hún hafi ve rið 59 ára þann 1. apríl 2015, en samkvæmt 4. gr. skaðabótalaganna fari m.a. um bætur eftir aldri tjónþola á tjónsdegi og sé við fyrrnefnda fjárhæð, 3.600.000 krónur, tekið mið af algerri örorku framreiknaðri skv. lánskjaravísitölu, sbr. 15. gr. skbl., sem hafi verið 3282 við 9 gildistöku skaðabótalaganna, en 8745 þegar kröfubréf hennar hafi verið sent þann 5. september 2017. Þá sé miðað við að þjáningatími hennar hafi verið þrír mánuðir án rúmlegu. Stefnandi bendir á að í matsgerð nefnds læknis komi fram a ð varanlegur miski hennar vegna afleiðinga slyssins nemi 10% vegna axlarbrots og 8% vegna úlnliðsáverkanna. Því sé varanlegur miski hennar samtals 18%, en stefnandi byggir á 4. gr. skaðabótalaganna nr. 50/1993 vegna síðastgreindu kröfunnar um hinn varanleg a miska. Stefnandi byggir á því að vegna slyssins hafi hún þurft að greiða úr eigin vasa sjúkrakostnað að fjárhæð 28.707 krónur, og því fari hún fram á að stefndi greiði þann kostnað. Loks krefst stefnandi 4,5% vaxta frá slysdeginum 1. apríl 2015 til 6 . október 2017, og þá að liðnum mánuði frá fyrrnefndu kröfubréfi, en frá þeim degi til greiðsludags krefjist hún dráttarvaxta, sbr. lög nr. 38/2001. 7. Um lagarök vísar stefnandi til almennra reglna íslensks skaðabótaréttar, og þá helst til sakarreglunnar og reglunnar um vinnuveitandaábyrgð. Einnig vísar stefnandi til ákvæða skaðabótalaga nr. 50/1993, einkum 1., 3. og 4. gr. og dómafordæma Hæstaréttar um ábyrgð eigenda á vanbúnaði fasteigna. Um vexti vísar stefnandi til 16. gr. sk aðabótalaganna, um dráttar vexti til 1. mgr. 6. gr. og 9. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu , en u m málskostnað til XX. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, einkum 1. mgr. 130. gr. M álsástæður og lagarök stefnda. 1. Við flutning, líkt og í greinargerð, byggir s tefndi, Húsfélagið að , sýknukröfu sína á því að u mhirða b ifreiða stæða við verslunarkjarnann C hafi eigi verið á ábyrgð og forræði hans. Þar um vísar hann til þá gildandi húsaleigusamning a þar sem kveðið hafi verið á um að rekstraraðil um og leiguaðilum bæri að greiða sérstaklega fyrir snjómokstur og annan rekstur lóðar , enda hefðu þeir haft ákvörðunarvald þar um . Í þessu viðfangi andmælir stefndi því að áðurrakið álit úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 256/2016 geti verið grundvöllur fyrir kröfugerð stefnanda og byggir hann á því að það hafi lítið sem ekkert fordæmisgildi í málinu. Stefndi bendir á að álitið sé rökstutt með þeim hætti að lög nr. 26/1994 um 10 fjöleignarhús eigi við um hann, sem húsfélag, en um þá röksemd vísar hann m.a. til nið urstöðu Landsréttar í fyrrnefndu dómsmáli nr. 674/2019. Einnig bendi stefndi á að nefndin hafi í úrskurði sínum byggt niðurstöðu sína á röngum forsendum þar sem hún hafi eigi haft fyrrnefnda leigusamninga undir höndum. 2. S tefndi byggir sýknukröfu sína á því að rekstraraðilar í verslunarkjarnanum h afi frá upphafi starfseminnar reynt að koma í veg fyrir að þeir sem átt hafi þangað erindi, og jafnvel þeir sem átt hafi þar leið hjá, yrðu fyrir tjóni og þá með því að hálkuverja svæði fyrir framan innganginn, en einnig með því að hálkuverja gangstéttir meðfram húseigninni og loks með því að tryggja snjómokstur á b ifreiðastæðum. Stefndi bendir á að þrátt fyrir að umhirða lóðar og snjómokstur á bifreiðastæðunum hafi sameiginlega verið á ábyrgð rekstraraðila í C , þ.e. leigutakanna, hafi það oftast komið í hlut starfsmanns F ehf. og starfsmanna stærsta rekstraraðilans í eigninni, E , að sjá til þess að tilteknir verktakar tækju til hendi þannig að hirt væri um moksturinn á lóðinni og á bifreiðastæðum, en að auki haf i þessir aðilar hlutast til um að gangstéttir meðfram húsinu væru saltbornar. 3 . Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að umrætt slys stefnanda hafi verið óhappatilvik í skilningi skaðabótaréttar. Vegna þess a geti stefndi ekki borið ábyrgð á tjóni hennar og verði hún því að bera tjón sitt sjálf. Stefndi áréttar það sem rakið var í málavaxtalýsingu hér að framan og byggir á því að atvik máls hafi gerst með þeim hætti að stefnandi hafi farið með innkaupakerru af gangstéttinni fyrir utan verslunarkjarnann og misst hana síðan frá sér á bifreiðastæðinu . O g þegar hún hafi farið á eftir kerrunni, til að afstýra því að hún hafnaði á kyrrstæðum bifreiðum, hafi hún runnið til og fallið aftur fyrir sig. Stefndi byggir á því að lýst viðbrögð stefnanda hafi í raun ors akast af tilviljun sem ekki verði rakin til neins aðila, hvað þá að eitthvað saknæmt hafi verið þar að baki. Stefndi bendir á að ekki sé unnt að koma í veg fyrir öll óhöpp sem verð a á bifreiðastæðum þó svo að fyl l sta öryggis sé gætt. Byggir stefndi á því að aðstæður á slysavettvangi, rétt fyrir kl. 16 : 00 þann 1. apríl 2015, hafi ekki orsakað tjón stefnanda. Þar hafi komið til óvarleg og tilviljanakennd viðbrögð stefnanda er hún hafi afráðið að fara á eftir umræddri innkaupa kerru , sem runnið hafði frá henni. 11 Stefndi byggir á því að stefnandi hafi mátt vita að óvarlegt hafi verið að fara með kerruna af gangstéttinni og niður á bifreiðastæðið og síðan á milli tveggja b ifreiða. Í því samhengi vísar stefnandi til þess að í umrætt sinn hafi snjór verið á vettvangi , en að auk i hafi heilsa hennar ekki verið eins og best hafi verið á kosið þar sem hún hafi verið nýkomin úr aðgerð á vinstri öxl. Stefndi byggir á því að lýst ákvörðun stefnanda hafi á endanum orsakað umrætt óhapp, sem að líki ndum hefði ekki orðið ef hún hefði s kilið kerruna eftir á gangstéttinni við norðurvegg verslunarkjarnans. Stefndi byggir á því og áréttar að slys stefnanda hafi verið hreint og klárt óhappatilvik sem engum verði gert að bera skaðabótaábyrgð á að lögum, en da hafi eingöngu verið um að ræða aðgæsluleysi af hennar hálfu . Stefndi byggir á því að engin óvænt hætta eða ófyrirséðar aðstæður hafi verið fyrir hendi á bifreiðastæðinu og þá í ljósi árstíðar, enda hafi atvik máls gerst í byrjun aprílmánaðar. Þá hafi a ð stæður á vettvangi ekki átt að koma stefnanda á óvart, enda hafi verið góð dagsbirta og aðstæður allar venjulegar. Að auki hafi stefnandi verið búsett á um árabil, en hún hafi og starfað lengi sem atvinnubílstjóri í sveitarfélaginu. Hún hafi þ ví gjörþe kkt aðstæður , enda margoft sótt þjónustu í verslunarkjarnann . Þá hafi stefnandi í greint sinn farið úr eigin bifreið á bifreiðastæðinu, en þegar óhappið varð hafi hún verið á leið að nýju að bifreiðinni. Hún hafi því átt að geta gert sér grein fyrir öllum aðstæðum á vettvangi. 4 . Stefndi byggir á því að rekstraraðilar í verslunarkjarnanum C hafi hálkuvarið gangstéttina meðfram húseigninni og við inngang inn umræddan dag. Í því samhengi vísar stefndi til vottorð s Veðurstofu Íslands og staðhæfir að nokkrum dö gum fyrir óhapp stefnanda hafi snjór verið mokaður af bifreiðastæðunum. U m veður far í greint sinn bendir stefndi á að samkvæmt nefndu vottorði hafi engin úrkoma verið daginn sem óhappið varð og ekki heldur daginn áður. Þá hafi veður umræd an dag, 1. apríl 2 015, verið með besta móti, heiðskírt og sól, meðalhiti 2 ° C, meðalvindur 12 m/s og úrkoma 0 mm. Daginn áður hafi veðrið verið svipað, þ.e. engin úrkoma og meðalhiti 2,2 °C. Stefndi byggir á því að austan verslunarkjarnans hafi bifreiðastæðin verið marauð, en engu að síður hafi stefnandi valið að leggja eigin bifreið í bifreiðastæði norðan kjarnans, þar sem snjór hafi verið fyrir. Stefndi áréttar að aðstæður á 12 bifreiðastæðinu í greint sinn hafi ekki verið óvenjulegar eða hættulegar og því hafi stefnandi með eðlilegri aðgæslu auðveldlega getað komið í veg fyrir slysið. 5 . Stefndi byggir á því að í ljósi þess sem hér að framan hafi verið rakið sé ósannað að óhapp stefnanda megi rekja til óforsvaranlegra aðstæðna fyrir utan verslunarkjarnann C lí kt og stefnandi haldi fram . Stefndi mótmælir því jafnframt að aðstæður á vettvangi hafi verið slíkar og hafnar hann fullyrðingu stefnanda um að saknæm og ólögmæt háttsemi hafi orsakað óhapp hennar. Stefnandi áréttar að í öllu falli sé ósannað að tjón stefn anda verði rakið til saknæmrar háttsemi stefnda, eða til einhver s sem hann beri að lögum eða samkvæmt samningi skaðabótaábyrgð á. Stefndi byggir á því að þrátt fyrir að auknar kröfur séu gerðar til athafnaskyldu fasteignareigenda og húsfélaga sé vart hægt að leggja svo ríkar skyldur á slíka aðila að þeir þurfi að hafa eftirlit með hverjum þeim sem leið eigi um bifreiðastæði eignar. Slíkar kröfur séu að minnsta kosti ekki gerðar í lögum né samkvæmt óskráðum meginreglum skaðabótaréttarins. Stefndi staðhæfir a ð fjöldi fólks h afi farið um bifreiðastæði ð norðan megin við húseignina fyrr umræddan dag, og þannig farið þar um á undan stefnanda. Stefndi byggir á því að verktakar á vegum rekstraraðila C , en einnig rekstraraðilar nir sjálfir , hafi tryggt eftir bestu getu dagana fyrir óhappið , svo og daginn sem óhapp stefnanda varð, að öll aðkoma að húseigninni væri með fullnægjandi hætti og að þar væri fyl l sta öryggis gætt. Stefndi byggir á því að ekki sé unnt að gera óraunhæfar kröfur til rek straraðila verslunar kjarnans og þá ekki á hann, þ. á m. að þeir fylgist með fótmáli hvers viðskiptavinar sem leggi bifreið sinni í fyrrnefn t bifreiðastæði og verði að gæta sanngirni og þá með hliðsjón af atvikum máls. Stefndi áréttar og byggir á því að sön nunarbyrði um saknæman skort á forsvaranlegum aðstæðum við verslunarkjarnann C hvíli alfarið á stefnanda og að ekki séu skilyrði til þess að víkja frá þeirri meginreglu skaðabótaréttar. 6. Stefndi bendir á að stefnandi byggi kröfugerð sína á fyrrnefndum álitsgerðum J læknis . Stefndi byggir á því að verði hann talinn bera skaðabótaábyrgð á tjóni stefnanda, þá hafni hann því að álitsgerðirnar hafi sönnunargildi í málinu eða verði lagðar til grundvallar. Bendir hann á að stefnandi hafi farið þá leið að velja sér einhliða, án aðkomu hans, tiltekinn matsmann sem hún hafi sjálf metið óvilhallan. 13 Stefndi hafi í því ferli ómögulega getað komið sínum sjónarmiðum á framfæri við matsmanninn. Þ ví sé um einhliða matsgerð ir að r æða og því byggir hann á því að þær hafi mjög takmarkað sönnunargildi, ef nokkurt. Við flutning málsins var af hálfu stefnda eigi vefengt að stefnandi hefði orðið fyrir fyrrnefndum líkams áverkum í umrætt sinn , en þ ar um vísaði hann helst til þess að frekar i gögn h efðu verið lögð fram af hálfu stefnanda eftir þingfestingu málsins. Á hinn bóginn árétta r stefndi að fyrir liggi í málinu að stefnandi hafi farið í axlaraðgerð skömmu fyrir slysið . Af þeim sökum byggir hann á því að stefnandi hafi eftir atvikum ver ið óstöðugri í hreyfingum en ella. 7 . Stefndi byggir varakröfu sína á því að skipta beri sök í máli þessu og þá þannig að stefnanda verði gert að bera meirihluta tjóns síns sjálf. Byggir stefndi á því að ljóst megi vera að slys stefnanda verði fyrst og fr emst rakið til þess að hún hafi ekki gætt nægilega að sér er hún féll aftur fyrir sig á bifreiðastæðinu í greint sinn. Stefndi vísar sérstaklega til þess að stefnandi hafi gjörþekkt aðstæður á bifreiðastæðinu. Bæði hafði hún margoft komið í verslunarkjarn ann auk þess sem hún h afi farið um bifreiðastæðið skömmu áður en óhappið varð. Þá hafi hún farið leiðar sinnar eftir að hafa verslað innadyra, en hafi þá verið með innkaupakerru á undan sér. Stefndi áréttar að stefnandi hafi mátt gera sér grein fyrir því a ð bifreiðastæðið hallaði eilítið frá hús eigninni og því hafi verið óvarlegt af henni að fara með kerruna af gagnstéttinni og niður á stæðið, þ. á m. í ljósi þess líkamlega ástands sem hún hafi verið í nefndan dag. Stefndi byggir á því að ekki sé ætlast til þess að viðskiptavinir fari með innkaupakerrur sínar niður af gangstéttinni og út á bifreiðastæðin við húseignina nema þeir hafi fullt vald á sjálfum sér og þeim kerrum sem þeir hafi tekið til handargagns. Fyrst og fremst megi þó gera ráð fyrir því að við skiptavinir skilji innkaupakerrur nar eftir á gangstéttinni og haldi á innkaupapokum að bifreiðum sínum. Stefndi byggir á því að hefði stefnandi metið aðstæður og líkamlega heilsu sína rétt megi leiða líkur að því að hún hefði áttað sig á því að það kynni að skapa hættu fyrir hana að aka innkaupakerrunni fram af gangstéttarbrúninni og út á bifreiðastæðið sem hallað hafi frá gangstéttinni. Stefndi byggir á því að vegna þessa megi fyrst og fremst rekja slys ið til eigin aðgæsluleysis stefnanda, en af þeim sökum eigi hún með réttu að bera meirihluta tjóns síns sjálf. 14 8 . Varakröfunni til stuðnings vísar stefndi a ð öðru leyti til fyrri umfjöllunar um aðalkröfuna, eftir því sem við eigi og þá til stuðnings því að hún nái fram að ganga. 9 . Um lagarök vísar stefndi einkum til reglna skaðabótaréttar um sönnun tjóns, sönnunarbyrði, orsakatengsl, sakarskiptingu og óhappatilviljun, auk skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. lög nr. 37/1999 . Kröfu na um málskostnað byggir stefndi á XXI. kafla laga nr. 91/1991. IV. 1. Við aðalmeðferð málsins gaf stefnandi aðilaskýrslu. Vitnaskýrslur gáfu H lögreglumaður , K , verslunarstjóri í G og stjórnar form aður stefnda , og I , fyrr verandi húsvörður hjá stefnda. 2. Fyrir dómi greindi stefnandi frá því að hún hefði í greint sinn verið á leið til vinnu, enda tali ð sig fullfæra til þess þó svo að tiltölulega stutt h efði verið liðið frá því að hún gekkst undir skurðaðgerð á öxl. Í leiðinni hafi hún afráðið að fara í einu matvöruverslun sveitarfélagsins, G , en af þeim sökum hafi hún lagt eigin bifreið í bifreiðastæði við norðurhlið verslunarkjarnans C , að . Hún hafi afráðið að leggja bifreiðinni í umrætt bifreiðastæði þar sem hún h afi aðeins haft í hyggju að versla lítilræði , og bar að aðeins hefðu verið fjórar kyrrstæðar bifreiða r á milli bifreiðar hennar og aðalinngangs verslunarkjarnans. Hún kvaðst hafa þekkt vel til aðstæðna vegna fyrri starfa sinna sem atvinnubílstjóri, en einnig vegna langrar búsetu í sveitarfélaginu. Stefnandi skýrði frá því að engin sýnileg hálka hafi ver ið á þeim hluta bifreiðastæði sins þar sem hún lagði bifreiðinni í greint sinn, en aftur á móti kvaðst hún hafa séð að hálka var á öðrum hlutum þess. Stefnandi kvaðst þó í raun fyrst hafa orðið v ör við glæru og ísingu á vettvangi þegar hún hafi gengið eftir gangstéttinni á leið sinni inn í verslunarkjarnann. Stefnandi svaraði því aðspurð að hún hefði í greint sinn engin ummerki séð um að búið h afi verið að hálkuverja bifreiðastæðið eða gangstéttina. Stefnandi skýrði frá því að eftir að hún haf ði keypt nefnt smáræði hefði hún afráðið að taka með sér innkaupakerru , sér til stuðnings , vegna fyrrnefndrar hálku 15 utandyra. Af frásögn stefnanda verður ráðið að hún hafi ýtt kerrunni á undan sér vestur eftir ga ng stéttinni við norðurvegg húseignarinnar og þannig farið að eigin bifreið á bifreiðastæðinu. Stefnandi skýrði frá því að hún hefði eftir þetta komið kerrunni fyrir á malarsvæði við hús vegginn . Og eftir að hafa skilið við kerruna og verið á leið að eigin bifreið , en þá jafnframt haldið á því smáræði sem hún hafði keypt í litl um innkaupapoka , hefði hún veitt því eftirtekt að innkaupkerran hafði runnið af stað frá húsveggnum . Var það ætlan stefnanda að samverkandi þættir hefðu komið þessari síðustu atburðarás af st að, þ.e. skyndileg vind h viða, halli gagnstéttinni og síðan mikill halli á bílastæðinu. Stefnandi andmælti því aðspurð að hún hefði í greint sinn farið með innkaupakerruna fram af gangstéttarkantinum og þannig niður á bifreiðastæðið og sag ði af því tilefni : Það Stefnandi greindi frá því að hún hefði við nefndar aðstæður fylgst með því þegar innkaupakerr an hefði runnið eftir ísaðri gangstéttinni , en f ramhaldinu lýst i hún þannig: og ég hugsaði ekkert um hálkuna, ég hljóp b ara á eftir henni, og hún (kerran) og ég hleyp á eftir henni og dett þar mjög snöggt missti af kerrunni og hún fór út á miðja götu og það kom fólk þarna að og hugaði Vitnið I skýrði frá því að þegar atvik máls þessa gerðust hafi hann verið einn af fyrirsvarsmönnum leigutakans F ehf., en jafnframt kvaðst vitnið hafa annast hreingerningar og húsvörslu í verslunarkjarnanum C allt frá árinu 2007. Vitnið sagði að snjómokstur og hálkuvarnir við eignina hefð u ekki verið á meðal verkefna þess samkvæmt verklýsingu húsvarðarstarfsins , og staðhæfði að slík verk hefðu verið á forræði einstakra leigutaka samkvæmt leigusamningum. Það hafi hins vegar komið í hlut stefnda, sem húsfélags eiganda og leigutaka, að standa straum af þeim kostnaði og þá í samræmi við reikninga verktaka, sem sinnt hefðu snjómokstri og hálkuvörnum. Einstakir leigjendur hefðu síðan greitt sinn hlut í rekstrarkostnaðinum, þ. á m. varðandi snjómoksturinn. Vitnið kvaðst vegna stöðu sinnar sem húsvarðar hafa haft samráð við vitnið K , verslunarstjóra G , en einnig við aðra fyrirsvarmenn félaga sem starfsemi höfðu í húseigninni, um tilteknar aðgerðir í og við húseignina . Vitnið kvaðst m.a. hafa 16 kallað til fyrrnefnda verktaka, sem tekið höfðu að sér að ryðja snjó við eignina og þá eftir því sem þörf var á hverju sinni og aðstæður leyfðu. Þá kvaðst vitnið ásamt K verslunarstjóra hafa haft til þess heimild, og þá fyrir hönd hins stefnda húsfélags, að annast saltkaup, sem notað hafi verið utandyra við húseignina. Vitnið sagði að saltið hefði verið geymt í anddyri verslunarkj arnans og staðhæfði að því hefði verið dreift á gangstéttir við húseignina eftir þörfum. Vitnið sagði að þessi saltdreifing hefði helst farið fram að morgni dags, en eftir atvikum einnig yfir daginn og þegar þörf hafi verið á. Vitnið kvaðst minnast þess að smá ísing hefði verið á gangstéttinni við inngang gangvegir við eignina hefðu að öðru leyti verið að mestu auðir. Vitnið skýrði frá því að það hefði komið á slysavettvang mjög skömmu eftir að sjúkrabifreið hafði flutt stefnanda á heilsugæslustöð, en af þeim sökum hefði bifreið hennar enn verið á bifreiðastæðinu. Vitnið staðfesti að það hefð i við þetta tækifæri tekið fyrrnefndar sex ljósmyndir á vettvangi og var það álit þess að myndirnar sýndu í raun aðstæður og þá m.a. hvar hálkan hefði verið á svæðinu og hvar ekki. Vitnið kvaðst hafa gætt nánar að aðstæðum á vettvangi í greint sinn og bar að þar hefði m.a. verið sýnileg sólbráð. Vitnið staðhæfði að gangvegurinn á gangstéttinni við norðurvegg húseignarinnar hefði í raun verið marauður og því án hálku eða ísingar, en á hinn bóginn hefði verið snjór við gangstéttarbrúnina og húsvegginn. Um a ðstæður á vettvangi vísaði vitnið nánar til fyrrnefndra ljósmynda, en benti einnig á að sýnilegur sandur og óhreinindi hefðu verið á bifreiðastæðinu í greint sinn. Vitnið skýrði frá því að á því tímabili sem það hafi starfað í verslunarkjarnanum C hefði þ að oft veitt því eftirtekt að viðskiptavinir skildu innkaupakerrur sínar eftir upp við fyrrnefndan norðurhúsvegg húseignarinnar. Lét vitnið það álit í ljós að væri innkaupakerrunum komið fyrir með þessum hætti væru þær harla kyrrstæðar, enda væri afar líti ll halli þarna á gangstéttinni. Vitnið lét þá skoðun í ljós að öðru máli gegndi um bifreiðastæðið við akbraut , þ.e. norðan umræddrar gangstéttar. Sagði vitnið að þar væri sökum halla 17 Vitnið K verslunarstjóri skýrði frá því að það hefði í umboði hins stefnda húsfélags, en einnig sem rekst r araðili stærstu verslunarinnar, G , samið við, og í framhaldi af því kallað til , um áraraðir þá verktaka, sem annast hefðu snjómokstur og hálkuvarnir við verslunarkjarnann C , a ð . Vitnið sagði að verktakastarfsemi þess i hefði varðað söltun og mokstur á gangstéttum, en einnig snjómokstur á bifreiðastæðum . Vitnið bar að verktakarnir hefðu nær ávallt unnið verk sitt að morgni dags, en sagði að tíðnin hefði að öðru leyti ráðist af veðráttunni. Vitnið svaraði því til aðspurt að það vissi til þess að fyrir hefði komið að viðskiptavinir C hefðu fallið á gangstéttum við húseignina og þá bæði við og inni í verslunark jarnanum. Vitnið kvaðst á hinn bóginn ekki hafa haft af því spurnir að slíkt hefði gerst á bifreiðastæðum og minntist þess heldur ekki að slys hefðu orðið af þeim toga sem stefnandi varð fyrir í greint sinn. Vitnið greindi frá því að saltpoki hefði verið tiltækur í anddyri verslunarkjarnans og sagði að það hefði verið á meðal verkefna þess, sem verslunarstjóra og formanns stjórnar stefnda, að sjá til þess að gagnstéttirnar við húseignina væru saltbornar. Vitnið fullyrti að þegar atvik máls þessa gerðust he fði það einmitt verið raunin. Þannig hefði verið mjög vel saltað á gangstéttina að norðanverðu, en einnig við aðalanddyrið þennan umrædda dag. Vitnið kannaðist aðspurt við að viðskiptavinirnir C hefðu iðulega tíðkað það að skilja innkaupakerrur sínar eftir á malarrenningnum við norðurvegg húseignarinnar. Vitnið sagði að með þessu móti hefðu viðskiptavinirnir komið í veg fyrir að kerrurnar rynnu til á hellulagðri stéttinni og vísaði vitnið til þes s að smá vatnshalli væri þar á vettvangi, en að auki kvað það vind geta átt þátt í því að hreyfing kæmist á kerrurnar. 3. S amkvæmt lögregluskýrslu var vakthafandi lögreglumanni , H , tilkynnt um fall og líkamstjón stefnanda við verslunarkjarnann C , þann 1. apríl 2015 , kl. 15:52. Í frumskýrslu lögreglumanns ins , sem er í samræmi við vætti hans fyrir dómi , en einnig ljósmynd , segir m.a. frá því að við komu hans á vettvang hafi stefnandi legið á bifreiðastæðinu rétt sunnan við mörk þess og [ , og þá þannig að fætur hennar voru á hálkusvæðinu sem h afi verið blautt vegna þýðu og sólbráðar. Var það ætlan lögreglumannsins að stefnandi hefði áður en hún féll við 18 Fyrir dómi skýrði lögreglumaðurinn frá því að í greint sinn hefði verið heiðskýrt og svona ljúfur dagur, logn og gott vetrarveður , en vissulega komin þýða. leyti vísaði hann til áður nefndrar ljósmyndar , en hann lýsti einnig aðstæðum þannig: Það var talsverð hálka þarna á bílastæðinu Þarna er sem sagt talsverð svona ísing frá og með gangstéttarkanti á því svæði. Nánar aðspurður kvaðst lögreglumaður inn ekki hafa veitt því eftirtekt hvort sýnileg u mmerki hefðu verið um hálkuvarnir við verslunarkjarnann í greint sinn, en bar að svo hefði a.m.k. ekki verið þar sem stefnand i hefði legið , nærri mótum bifreiðastæðisins og akbrautar . Lögreglumaðurinn skýrði frá því að hann hefði haft af því spurnir h já nafngreindum vegfarendum á vettvangi, að aðdragandinn að falli stefnanda h afi verið með þeim hætti að hún hefði verið á leið með innkaupakerru á milli bifreiða, en að eitthvað hefði m isfarist hjá henni og hún þ á d o ttið. 4. Samkvæmt vottorði Veðurstofu Íslands var hámarkshiti umræddan dag á 0,0 °C, en l á gmarkshitinn 4,2 °C, og meðalhitinn 2 °C. Þá var úrkoman 0 mm, en snjódýpt 5 cm. Meðalvindur var 12 m/s, en mesti vindur 15 m/s. Í vottorðinu kemur m.a. fram að engin úrkoma hafi verið á 31. mars nefnt ár, en 10 mm snjókoma daginn þar áður. 5. Á fyrrnefndri vettvangsljósmynd lögreglu má sjá að austan við fólk s bifreið stefnanda á margnefndu bifreiðastæði, og nærri norðurhlið verslunarkjarnans, er grá fólksbifreið. Virðist báðum þessum bi freiðum hafa verið lagt fast við gangstéttarbrúnina, en fremur lítið bil er á milli þeirra. Á ljósmyndina hefur nefndur lögreglumaður merkt með rauðum krossi þar sem hann kom að stefnanda á bifreiðastæðinu. Er sá staður norðan og austan við vinstra afturho rn gráu bifreiðarinnar, og því nærri akbraut . Austan gráu bifreiðarinnar er autt bifreiðastæði, en þar fyrir austan og nær aðalinngangi verslunarkjarnans eru a.m.k. þrjár kyrrstæðar bifreiðar. 6. Eins og fyrr sagði er á meðal framlagðra gagna sex lj ósmyndir, sem vitnið I tók á vettvangi umræddan dag. Óumdeilt er að á myndunum má m.a. sjá bifreið stefnanda 1 9 á bifreiðastæðinu, en einnig aðstæður á vettvangi, og þ. á m. á gangstéttinni við norðurhlið verslunarkjarnans. Á nefndum ljósmyndum er greinileg t að sýnileg skil eru við mót auðrar akbrautar og bifreiðastæðisins, sbr. að því leyti fyrrnefnda ljósmynd lögreglu á dskj. nr. 4 og 40 og vætti lögreglumanns. Þá er bifreiðastæðið hulið þunnu en þjöppuðu snjólagi, a.m.k. á köflum, en á fyrrnefndum sk ilum virðist vera augljós snjóbráðnun. Þá virðist gangstéttin við norðurvegginn vera auð, að því frátöldu að nærri gangstéttarbrúninni má sjá klaka - eða íshröngl, sem ekki er þó alveg samfellt. Einnig má sjá að gangstéttin nær ekki að húsveggnum og að þar í milli, á malarsvæði, er snjór. Augljóst er á nefndum ljósmyndum að bifreiðastæðinu norðan verslunarkjarnans hallar til norðurs, og þá að akbraut . Dómari fór á vettvang og skoðaði aðstæður við meðferð málsins fyrir dómi. V. 1. Í máli þessu byggir stefnandi á því að stefndi, H úsfélagið að , beri sem sjálfstæður lögaðili skaðabótaábyrgð á tjóni hennar, sem rekja megi til óforsvaranlegra aðstæðna á bifreiðastæði nu norðan við verslunarkjarnann C , að , í sveitarfélaginu . Stefnandi byggir einkum á því að á stefnda hafi hvílt ríkar skyldur til að bregðast við aðstæðum á vettvangi í greint sinn og þá með fullnægjandi hálkuvörnum. Hafi athafnaleysi stefnda að þessu leyti valdið því að hún féll við á bifreiðastæðinu og slasaðis t. Stefndi byggir sýknukröfu sína, í stefnu og við flutning málsins, á því að umhirða lóðar og snjómokstur á bifreiðastæðunum við vers l unarkjarnann C hafi ekki verið á ábyrgð hans heldur hafi hún sameiginlega verið á ábyrgð rekstraraðila, þ.e. leigutak a í verslunarkjarnanum. Þar um vísar hann helst til ákvæða í framlögðum leigusamningum. 2. Stefndi er sjálfstæður lögaðili, en samkvæmt samþykktum frá 14. júní 2002 eru félagsmenn hans annars vegar eigandi húsnæðis ins að og hins vegar leigutakar í hú seign verslunarkja r nan s C . 20 Auk samþykkta stefnda eru á meðal gagna leigusamningar og rekstrarlýsing fyrir C frá 18. september 2003, en einnig önnur heimildarskjöl. Einnig er á meðal gagna meiginlegan kafla II. 3 hér að framan. Í rekstrarlýsingu stefnda er í upphafsorðum tekið fram að hún sé hluti af leigusamningi . Einnig segir í rekstrarlýsingunni að í verslunarkjarnanum sé starfandi húsfélag og að allir leigutakar séu þar meðlimir ásamt húseiganda. Tekið er fram að á meðal sameignar í eigninni séu m.a. anddyri og bifreiðastæði, en einnig segir að á meðal verkefna húsfélagsins sé m.a. rekstur sameignar, skipting kostnaðar og rekstur bifreiðastæða. Að ofangreindu virtu, en einnig í ljósi framburðar K og að nokkru vitnisins I , svo og að virtum fyrrnefndum dómi Landsréttar í málinu nr. 674/2019, sbr. kafla I.3 hér að framan, er það niðurstaða dómsins að stefndi hafi tekið á sig skyldur sem almennt hvíla á eiganda og umráðaaðila fasteignar, þ. á m. varðandi rekstur bifreiðastæða við fasteignina að . Er sýknukröfu stefnda og málsástæðum hans á þessum grunni því hafnað. Stefndi krefst í annan stað aðallega sýknu, en til vara lækkunar á bótakröfu stefnanda . Þar um byggir hann helst á því að rekja megi líkamstjón stefnand a til a ðgæsluleys is og rangra viðbragða hennar sjálfrar í greint sinn og þá miðað við aðstæður allar. Hafi í raun verið um óhappatilvik að ræða. 3 . Óumdeilt er að stefnandi hafi er atvik gerðust ekið fólksbifreið sinni að verslunarkjarnanum C , og að hún hafi la gt henni í bifreiðastæði við norðurhlið húseignarinnar. Fyrir liggur að atvik máls gerðust síðdegis miðvikudaginn 1. apríl 2015 , en samkvæmt veðurvottorði var þá stinningskaldi og allt að því allhvass vindur. Til þess er að líta að lögreglumaður sem kom á vettvang skömmu eftir að stefnandi fékk áverka sína hefur með trúverðugum hætti greint frá því að þá hafi verið blíðviðri. Samkvæmt frásögn stefnanda fyrir dómi var erindi hennar í greint sinn að kaupa lítilræði af matvælum . Af þeim sökum hafi hún f arið út úr bifreið inni á bifreiðastæðinu, og liggur fyrir að hún hafi farið fótgangandi af stæðinu og síðan farið 21 eftir gangstétt nokkurn spöl til austurs, og að aðalinngangi verslunarkjarnans. Hefur stefnandi borið að hún hafi á þessari stundu aðeins að takmö rkuð u leyti orðið v ör við hálku á bifreiðastæðinu, en hins vegar tal di hún sig verða vara við ísingu á gangstétt verslunarkjarnan s . Í þessu viðfangi er til þess að líta, líkt og stefnandi byggir á, að almennt gilda strangar reglur um að eigendur verslana geri viðeigandi og sanngjarnar ráðstafanir til að tryggja öryggi viðskiptavina á gönguleiðum að verslunarhúsnæði. Fyrir liggur að eftir að stefnandi hafði lokið erindi sínu hafi hún komið varningi sínum fyrir í litlum plastpoka, en að síðan hafi hún gengi ð sömu leið til baka, þ.e. vestur gangstéttina við norðurvegg verslunarkjarnans, en þá jafnframt ýtt innkaupakerru á undan sér , sér til stuðnings , og þá vegna hinnar ætluðu ísingar á stéttinni. Ágreiningslaust er að nefndar gönguferðir stefnanda gengu áfa llalaust fyrir sig. Að mati dómsins er í þessu samhengi til þess að líta að fyrrnefndar ljósmyndir af vettvangi, en einnig frásögn vitnanna I og K , styðja þá málsástæðu stefnda að snjór hafi verið ruddur af bifreiðastæðum og jafnframt að hálkuvarnir hafi verið viðhafðar við verslunarkjarnann umræddan dag. Þannig virðast gangstéttir í aðalatriðum hafa verið auðar í greint sinn, þar á meðal við norðurhlið verslunarkjarnans, en þar má þó sjá minni háttar íshröngl og þá helst á köntum. Enn fremur má sjá að snj óföl er á malarrenningi fast við norðurvegginn. Verður þetta lagt til grundvallar í málinu. Aftur á móti verður að virtum gögnum sú frásögn stefnanda lögð til grundvallar, að lítils háttar vatnshalli sé á gangstéttum og þá m.a. við umræddan norðurvegg, sb r. að því leyti vettvangsskoðun dómsins. Að áliti dómsins er ekki ólíklegt að ísing geti myndast á gangstéttum við tilteknar aðstæður. Verður því frásögn stefnanda að þessu leyti lögð til grundvallar, en þá einnig um að vindhviða hafi komið við sögu þegar atvik máls gerðust, sbr. að því leyti áðurrakið vottorð Veðurstofu Íslands. Stefnandi hefur samkvæmt framansögðu lýst því skilmerkilega hvernig það kom til að hún hvarf frá áformum sínum um að fara að eigin bifreið eftir að hún hafði sleppt takinu á innkau pakerrunni við norðurvegginn, þ.e. viðbrögðum sínum eftir að hún varð vör við að hreyfing var komin á kerruna. Stefnandi er í raun ein til frásagnar um þennan síðastgreinda atburð. Verður frásögn hennar lögð til grundvallar, og þá um að hún hafi í skyndin gu og hugsunarleysi brugðist við og hlaupið á eftir kerrunni, þar á meðal eftir að hún rann 22 út af gangstéttinni og síðan niður hallandi bifreiðastæðið, og a.m.k. hálfa leiðina að akbraut . Að virtum takmörkuðum en allskýrum skýrslum lögreglu og vætti lögreglumanns, en einnig skýrslu stefnanda og öðrum áðurgreindum gögnum, verður lagt til grundvallar að hálka hafi verið a.m.k. á nokkrum hluta bifreiðastæðis í greint sinn og þá sérstaklega á neðri hluta þess vegna sólbráðar. Verður hel st ráðið að stefnandi hafi fallið á eða mjög nærri þessu síðastnefnda svæði bifreiðastæðisins og þá með fyrrgreindum afleiðingum. Við mat á bótaábyrgð verður að áliti dómsins að taka tillit til ofangreindra atriða, en einnig að stefnandi hafði að eigin sög n veitt því eftirtekt, er hún fór frá bifreið sinni og lagði leið sína inn í verslunarkjarna C , að hálkublettir voru sýnilegir á bifreiðastæðinu. Til þess er að líta að dagsbirta var þegar atburður þessi gerðist. Og líkt og við mátti búast, á vormánuðum, í óstöðugu veðurfari hérlendis, var á vettvangi sýnileg sólbráð. Var því ekki um óvænta hættu að ræða, og verður að telja að stefnanda hafi borið að sýna sérstaka aðgæslu þegar hún hraðaði sér með áðurlýstum hætti af gangstéttinni og fór á eftir innkaupaker runni niður hallandi bifreiðastæðið. Er í þessu viðfangi einnig til þess að líta að stefnandi var vel kunnug aðstæðum eftir margra ára búsetu í sveitarfélginu. Að öllu ofangreindu virtu er það mat dómsins að aðstæður og atvik hafi ekki verið með þeim hætt i að lögð verði bótaskylda á hið stefnda húsfélag. Verður þannig ekki fallist á með stefnanda að slys hennar verði, líkt og atvikum var háttað, rakið til saknæmrar vanrækslu eða athafnaleysis af hálfu hins stefnda félags eða starfsmanna þess. Er það niðurs taða dómsins að tjón stefnanda verði helst rakið til óaðgæslu hennar sjálfrar og óhappatilviks. Ber því að sýkna stefnda í máli þessu. Rétt þykir eftir atvikum að málskostnaður falli niður. Eins og áður er fram komið er stefnandi með gjafsókn. Fer um þan n kostnað eins og segir í dómsorði, en þá hefur ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Samkvæmt 2. mgr. 127. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. m.a. dóma Hæstaréttar Íslands í málum nr. 470/2011 og nr. 408/2014, tekur dómurinn ekki afst öðu til útlagðs kostnaðar lögmanns stefnda. Málið flutti af hálfu stefnanda Helgi Birgisson lögmaður, en af hálfu stefnda Auðun Helgason lögmaður. 23 Dóm þennan kveður upp Ólafur Ólafsson héraðsdómari. D Ó M S O R Ð: Stefndi, Húsfélagið að , skal vera sýkn af kröfum stefnanda í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, þ.m.t. þóknun lögmanns hennar, Helga Birgissonar, 1.979.500 krónur, greiðist úr ríkissjóði.