Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 25. nóvember 2020 Mál nr. S - 308/2020 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson fulltrúi ) g egn Herði Daníel Harðars yni Dómur Mál þetta, sem var dómtekið í dag , var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 1. júlí 2020, á hendur Herði Daníel Harðarsyni, kt. , , bifreiðinni , sviptur ökurétti og undir áhrifum fíkniefna (í blóðsýni úr ákærða sem var rannsakað vegna málsins reyndist vera amfetamín 25 ng/ml) austur Skógarlund og suður Dalsbraut á Akureyri, þar sem lögreglan stöðvaði akstur hans. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og að ákærði verði sviptur ökurétti samkvæmt 99. gr. og 101. gr. umferðarlaga nr. Ákærði sótti ekki þing, þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall. Þar var þess getið að málið kynni að verða dæmt að honum fjarstöddum, sbr. 1. mgr. 155. gr. laga nr. 88/2008. Er því heimilt samkvæmt 1. mgr. 161. gr. sömu laga með áorðnum breytingum að leg gja dóm á málið að ákærða fjarverandi, enda varðar brot ekki þyngri viðurlögum en þar er áskilið í a - lið og framlögð gögn verða talin nægjanleg til sakfellingar. Verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar er rétt he imfærð til refsiákvæða. Sakaferill ákærða, að því er hér skiptir máli, er sá að þ ann 11. ágúst 2017 gerði ákærði sátt við Lögreglustjórann á Austurlandi um greiðslu 70.000 króna sektar í ríkissjóð vegna ölvunaraksturs. Hann var einnig sviptur ökurétti í tvo mánuði. Þann 9. október 2019 hlaut ákærði dóm f yrir ölvunarakstur. Var refsing ákveðin 260.000 króna sekt, en auk þess var ákærði sviptur ökurétti í 3 ár. Með dómi þann 24. júní 2020 var á kærði sakfelldur fyrir akstur sviptur ökurét ti og undir áhrifum ávana - og fíkniefna . Var refsing ákveðin 30 daga fangelsi og var ákærði sviptur ökurétti ævilangt. 2 Brot þau sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir í máli þessu voru framin fyrir uppkvaðningu áðurnefnds dóms frá 24. júní 2020 . V erður h onum því ákveðinn hegningarauki er samsvari þeirri þyngingu refsingarinnar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um öll brotin í fyrra málinu, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt því sem að framan greinir og að virtum brotum ákæ rða er refsing ákærða ákveðin 15 daga fangelsi. Með vísan til 3. mgr. 99. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 er æ vilöng svipting ökuréttar ákærða áréttuð. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, 91. 8 74 krónur. Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. DÓMSORÐ: Ákærði, Hörður Daníel Harðarson , sæti fangelsi í 15 daga . Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði greiði 91.874 krónur í sakarkostnað .