Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 6. nóvember 2020. Mál nr. S - 136/2020: Ákæruvaldið (Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri) gegn X (Pétur Fannar Gíslason lögmaður) Dómur: Mál þetta var þingfest 16. september 2020 og dómtekið 4. nóvember. Málið er höfðað með ákæru Lögreglustjórans á Vestfjörðum 10. september 2020 á hendur ákærðu, X , kt. 000000 - 0000 0, [...] , fyrir líkamsárás, með því að hafa um miðnætti laugardag inn 6. apríl 2019 slegið Y , kt. 000000 - 0000 , höggi á aftanverðan hálsinn þar sem hann stóð við barborð í félagsheimilinu [...] með þeim afleiðingum að hann hlaut eymsli í hálsi. Er háttsemin talin varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og þess kr afist að ákærða verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærða krefst aðallega sýknu, en að því frágengnu verði ákvörðun refsingar frestað skilorðsbundið eða hún dæmd til vægustu refsingar sem lög leyfa. Verjandi ákærðu krefst í öllum tilvikum málsvarnarlauna úr ríkissjóði. I. Að kvöldi laugardagsins 6. apríl 2019 var árshátíð [...] haldin í félagsheimilinu [...] . Meðal gesta voru ákærða og mágur hennar Y , hér eftir brotaþoli. Tveimur dögum síðar lagði ákærða fram kæru á hendur brotaþo la fyrir meinta líkamsárás á dansgólfi félagsheimilisins aðfaranótt sunnudagsins 7. apríl (mál lögreglu nr. [...] ) . Var gefin út ákæra á hendur brotaþola 18. mars 2020 og bíður hún dóms. II. Með bréfi lögmanns brotaþola 29. apríl 2020 var lögð fram kær a á hendur ákærðu fyrir líkamsárás í sama félagsheimili að kvöldi laugardagsins 6. apríl 2019. Í kærunni segir að brotaþoli hafi staðið við bar inn í félagsheimilinu og verið að ræða við A þegar 2 ákærðu hafi borið að og hún umsvifalaust og án tilefnis slegið hann í hálsinn. Um nánari atvik e r vísað til rannsóknargagna máls nr. [...] . Ákærða var yfirheyrð 2. júní sl. Hún sagði kæruna ranga og kvaðst aðeins hafa hitt brotaþola á dansgólfi félagsheimilisins þetta kvöld. Þar hafi hún ekki gert annað en halla sér upp að honum og segja honum að drulla sér í burtu og hafi brotaþoli þá brugðist við með því að kýla hana í andlitið . Brotaþoli hafi verið ákærður fyrir þá háttsemi og vísaði ákærða um nánari atvik til gagna þess máls. Hún kvaðst hafa neytt áfengis til jafn s við aðra sem þarna voru, en muna vel eftir öllum atvikum. Brotaþoli gaf skýrslu hjá lögreglu 21. júní. Hann kvaðst hafa verið að tala við fólk á barnum um klukkan ellefu að kvöldi laugardagsins þegar ákærða kom aftan að honum og sl ó hann me ð krepptum hnefa aftan í háls eða hnakka. Brotaþoli hafi snúið sér við og látið ákærðu heyra það, A móðursystir hans st oppað ákærðu af og hún rokið í burtu . B haf i verið á svæðinu og ákærða einnig slegið hana . Brotaþoli kvaðst hafa verið með áfengisáhrifum þegar þetta gerðist, en muna vel eftir atvikum. Hann kvaðst hafa verið aumur í hálsi lengi á eftir, en ekki leitað til læknis, enda ekki viljað væla undan þessu þótt höggið frá ákærðu hafi verið óþarft. A gaf skýrslu vitnis 28. maí. Hún kvaðst hafa verið að tala við brotaþola í félagsheimilinu, á móts við barinn, þegar ákærða kom aðvífandi aftan að brotaþola og sló hann upp við hálsinn, á milli herðablaða. A kvað brotaþola hafa brugðið við höggið og hann snúið sér að ákærðu, en ekki gert neitt á hlut henn ar. I I I. Ákærða neitaði sök fyrir dómi. Hún kvaðst ekki hafa átt samskipti við brotaþola á barnum í félagsheimilinu, en kannaðist við að hafa hitt hann nokkrum sinnum umrætt A móðursystur hans hjá lö greglu stæðist því ekki. Ákærða gat þess að A og brotaþoli væru afar náin og myndi A vaða eld og brennistein fyrir náfrænda sinn. Ákærða kvaðst gift bróður brotaþola og hafi hún og brotaþoli verið mjög góðir vinir fram til ársins 2017 þegar ákærða greindi [...] frá [...] . Brotaþoli hafi trompast við þetta og ítrekað haft í hótunum við ákærðu, sem hún hafi tilkynnt til lögreglu í maí eða júní sama ár. Ákærða áréttaði að hún hafi kært brotaþola fyrir líkamsárás í félagsheimilinu, sama kvöld og hér um ræði. Brotaþoli bar fyrir dómi að hann hafi staðið við barinn, á tali við A og fleira fólk, þegar ákærða kom aftan að honum og sl ó hann af öllu afli með krepptum hnefa aftan í háls eða hnakka. A hafi blandað sér í málið og ákærða rokið í burtu. Brotaþoli kvaðst 3 hafa verið aumur í hálsi næstu 2 - 3 daga, en ekki leitað til læknis og sagði að ekki hafi verið um sýnilega áverka að ræða , nema kannski litla kúlu . Brotaþoli sagði ákærðu lengi hafa verið með þráhyggju gagnvart honum og láti hann enn ekki í friði. Hann sa gði rétt að ákærða hafi greint [...] , en ekki nóg með það; hún hafi líka hjólað í núverandi konu brotaþola og nær alla aðra hans nákomnustu. Um tengsl sín við A frænku sína sagði brotaþoli þau ekki vera nánari en almennt tíðkast innan fjölskyldu. A bar fyr ir dómi að hún hafi staðið fyrir framan barinn, á tali við brotaþola og séð þegar ákærða kom og lamdi hann aftan í hnakkann. A gat ekki lýst þessu nánar og sá ekki hvort höggið var greitt með krepptum hnefa eða flötum lófa , en sagði höggi ð hafa verið fyrir varalaust og engin orðaskipti átt sér stað áður en til þess kom . Hún kvaðst ekki muna hver viðbrögð brotaþola voru, en sjálf hafi hún gripið til ákærðu og hún þá farið á brott. A dró ekki dul á að hún hafi verið drukkin þetta kvöld. B bar fyrir dómi að hú n viti ekkert um meinta árás við barinn og kvað ákærðu ekki hafa slegið hana umrætt sinn . I V . Af hálfu ákæruvaldsins er á því byggt að sannað sé með nær samhljóða framburði brotaþola og A hjá lögreglu og fyrir dómi að ákærða hafi greint sinn ráðist á brota þola að tilefnislausu og slegið hann höggi á aftanverðan hálsinn með þeim afleiðingum sem lýst er í ákæru. Sé þannig fram komin lögfull sönnun um sekt ákærðu og beri því að sakfella hana fyrir brot á 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Af hálfu ákærðu er á því byggt að gegn eindreginni neitun hennar sé ósannað að hún hafi hitt brotaþola á barnum umrætt kvöld , enda liggi ekkert annað því til grundvallar en framburður brotaþola og náfrænku hans. Þá megi ekki líta framhjá því að brotaþoli hlaut enga áverk a af ætluðu höggi og lagði ekki fram kæru fyrr en rúmu ári síðar, strax í kjölfar þess að honum var birt ákæra fyrir líkamsárás á ákærðu. Þá hafi brotaþoli sagst hafa verið á tali við hóp fólks við bar félagsheimilisins þegar meint atvik átti sér stað og n afngreindi B í því sambandi . B kannist þó ekki við neitt og engir aðrir hafi komið fram sem sjónarvottar að meintri árás. Leiki þannig slíkur vafi um sekt ákærðu að sýkna beri hana af ákæru í málinu. V. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærðu og atvik sem telja má henni í óhag á ákæruvaldinu og verður hún því aðeins sakfelld að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, 4 teljist fram ko min um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. Þá segir í 2. mgr. að dómari meti enn fremur, ef þörf krefur, hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða af um það. Samkvæ mt 1. mgr. 111. gr. gildir og sú grundvallarregla að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Af framburði ákærðu og brotaþola fyrir dómi er ljóst að það eru litlir kærleikar með þeim . Virðist svo hafa verið allt frá árinu 2017. Þau sóttu sömu árshátíð í félagsheimilinu [...] að kvöldi laugardagsins 6. apríl 2019 og áttu eftir miðnætti í einhverjum samskiptum á dansgólfinu sem urðu til þess að ákærða kærði brotaþola fyrir að hafa greitt henni hnefahögg í andlitið. Var gefin út ákæra á hendur brotaþola 18. mars 2020 og b íður hann dóms vegna þess atviks. Í framhaldi lagði lögmaður brotaþola fram kæru á hendur ákærðu 29. apríl sl., sem leiddi til útgáfu þeirrar ákæru sem hér er til meðferðar. Þegar kæran kom fram var liðið rúmt ár frá hinum kærða atburði. Ákærða hefur frá upphafi staðfastlega neitað sök og kannast ekki við að hafa átt samskipti við brotaþola á barnum í félagsheimilinu. Brotaþoli hefur á hinn bóginn verið stöðugur í þeim framburði sínum að hann hafi ver ið að ræða við fólk á barnum þegar ákærða hafi komið aðvífandi og slegið hann fyrirvaralaust með krepptum hnefa aftan á háls eða hnakka. Fær sá framburður ríka stoð í vitnisburði A móðursystur hans . Brotaþoli hefur o g nafngreint B sem vitni að árásinni og segir að ákærða hafi einnig slegið B . Fær hvorugt þessara atriða stoð í dómsvætti B . Önnur vitni hafa ekki verið leidd um meinta líkamsárás ákærðu. Eins og áður segir leitaði brotaþoli ekki til læknis eftir atvikið og bar fyrir dómi að sýnilegir áverkar ha fi verið litlir eða engir. Þegar framangreind atriði eru virt heildstætt og til þess litið að kæra var fyrst lögð fram rúmu ári eftir meintan atburð, að ákærða var þá áður búin að kæra brotaþola fyrir líkamsárás í félagsheimilinu, að greinileg óvild ríkir milli brotaþola og ákærðu og loks þess að eina vitnið sem styður frásögn brotaþola er tengd honum nánum skyldleikaböndum þykir gegn eindreginni neitun ákærðu ekki fram komin lögfull sönnun um að hún hafi framið þá háttsemi sem henni er gefið að sök í ákæru . Ber því að sýkna ákærðu af dómkröfum ákæruvaldsins . Samkvæmt greindum málsúrslitum og með vísan til 2 . mgr. 235. gr. laga um meðferð sakamála ber að fella allan sakarkostnað á ríkissjóð, þar á meðal málsvarnarlaun Péturs Fannars Gíslasonar verjanda ákærðu fyrir dómi og 117.400 króna ferðakostnað . Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að teknu tilliti til tímaskýrslu verjanda þykja 5 málsvarnarlaun hæfilega ákveðin 573.500 krónur og hefur þá ekki verið tekið tillit t il v irðisaukaskatt s . Jónas Jóhannsson settur dómstjóri kveður upp dóm þennan, en dómari tók við meðferð málsins 7. október sl. Dómsorð: Ákærð a , X , er sýkn sakar . Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talinn 117.400 króna ferðakostnaður og 573.500 króna máls varnarlaun Péturs Fannars Gíslasonar verjanda ákærðu . Jónas Jóhannsson Rétt endurrit staðfestir, Héraðsdómi Vestfjarða, 06.11.2020.