Héraðsdómur Reykjaness D Ó M U R Héraðsdóms Reykjaness föstudaginn 4. desember 2020 í máli nr. S - 1124/2020: Ákæruvaldið (Árni Bergur Sigurðsson saksóknarfulltrúi) gegn Jóhanni Arnari Jóhannssyni Mál þetta, sem þingfest var 2. desember sl. og dómtekið sama dag, höfðaði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu með ákæru 28. apríl 2020 á hendur Jóhanni Arnari Jóhannssyni, kt. 000000 - 0000 , með ótilgreindu heimilisfangi í Reykj eftirtalin fíkniefna - hegningar - og umferðarlagabrot, framin á árinu 2019; Umferðarlagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 30. apríl, ekið bifreiðinni [...] vestur Krókháls í Reykjavík, sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist alprazólam 9,5 ng/ml og kókaín 55 ng/ml) uns lögregla stöðvaði aksturinn við Krókháls 13. Mál 007 - 2019 - 25920 Umferðarlagabrot með því að hafa, fimmtudaginn 26. júní, ekið bifreiðinni [...] um Suðurlandsveg, við Dísárbæ austan Norðlingaholts í Reykjavík, sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og s lævandi lyfja (í blóði mældist alprazólam 17 ng/ml og kókaín 85 ng/ml) uns lögregla stöðvaði aksturinn við Norðlingabraut. Mál 007 - 2019 - 38420 Fíkniefnalagabrot með því að hafa, föstudaginn 5. júlí, haft í vörslum sínum 0,5 g af kókaíni sem ákærði geymdi innanklæða og lögregla fann við öryggisleit í kjölfar afskipta af ákærða á Hverfisgötu í Reykjavík. Mál 007 - 2019 - 42222 P eningaþvætti en til vara fyrir hylmingu með því að hafa, á tímabilinu frá 27. til 29. desember, í félagi við annan óþekktan mann, tekið við skoteldum, samtals að verðmæti kr. 266.660, - sem áður hafði verið stolið úr gámi við Skógarlind 1, Kópavogi, og ákær ða hlaut að vera ljóst að hafi verið aflað með refsiverðum hætti. Ákærði tók við skoteldunum frá óþekktum manni og kom þeim til geymslu að Keldulandi 13, Selfossi, þar sem 2 lögregla lagði hald á þá. Um var að ræða eftirfarandi: Heiti vöru: Fjöldi (stk): S öluverðmæti: The big family pack 7 69.930 Red power 36 skota terta 2 11.980 Crackling mine 36 skota terta 14 125.860 End of times 49 skota terta 1 9.990 Rain thunder 25 skota terta 6 29.940 Big queen 25 skota terta 1 4.990 The king 19 skota terta 1 3.990 Purple power 19 skota terta 2 9.980 Samtals kr. 266.660, - Mál 007 - 2019 - 79996 Telst framangreind háttsemi ákærða í 1. og 2. tl . ákæru varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, í 3. tl. ákæru við 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og ön nur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018 og í 4. tl. ákæru við 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en til vara við 1. mgr. 254. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu al ls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019. Þá er krafist upptöku á 0,5 g af kókaíni, 2 töflum af lyfinu Viagra og 1 töflu af lyfinu Alprazolam, sem fundust við afskipti lögreglu í 3. tl., samkvæmt 6. mgr. 5. gr. l aga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. Ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsins og boðaði ekki forföll, en í fyrirkalli sem var ásamt ákæru birt í Lögbirtingabla ðinu 26. október 2020, var tekið fram að yrði ekki sótt þing af hans hálfu mætti hann búast við því að fjarvist hans yrði metin til jafns við það að hann viðurkenndi að hafa framið þau brot sem hann væri ákærður fyrir og að dómur yrði lagður á málið að hon um fjarstöddum, sbr. 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Með vísan til ofanritaðs og gagna málsins að öðru leyti telur dómurinn þannig sannað að ákærði hafi framið þau brot sem hann er sakaður um í ákæru. Er háttsemi hans samkvæmt 1., 2 . og 3. tölulið þar rétt heimfærð til refsiákvæða, en brot hans samkvæmt 4. tölulið telst varða við 1. mgr. 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3 Ákærði er fæddur í [...] og á að baki nokkurn sakaferil samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 21. apríl 2020. Þannig hefur hann á tímabilinu frá 2006 til 2016 þrívegis verið dæmdur til fangelsisrefsingar, fyrst fyrir líkamsárás, síðan fyrir fjársvik og loks fyrir hylmingarbrot. Þá gekkst hann undir tvær lögreglustjórasáttir 9. mars 2019, vegna aksturs undir áhrifum áfengis og ávana - og fíkniefna, og var þá gert að greiða sekt samtals að fjárhæð 480.000 krónur. Frá sama degi var hann sviptur ökurétti samtals í 18 mánuði. Að gættum sakaferli ákærða þykir refsing hans nú hæfilega ákveðin 60 daga fangelsi, en rétt þykir þó að binda hana skilorði svo sem nánar greinir í dómsorði. Þá verður ákærði með vísan til 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 sviptur ökurétti í þrjú ár frá birtingu dómsins að telja. Í samræmi við tilvitnuð ákvæði í ákæru verður og orðið við kröfu ákæruvaldsins um upptöku á haldlögðum fíkniefnum; 0,5 g af kókaíni, 2 töflum af lyfinu Viagra og 1 töflu af lyfinu Alprazolam. Loks verður ákærði, með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar lögreglu, en samkvæmt framlögðu yfirliti nemur sá kostnaður alls 315.860 krónum. Ingimundur Einarsson héraðsdómari kvað upp dóminn. D ó m s o r ð: Ákærði, Jóhann Arnar Jóhannsson, sæti fangelsi í 60 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún n iður falla að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 Ákærði er sviptur ökurétti í þrjú ár frá birtingu dómsins að telja. Upptæk skal gert í ríkissjóð 0,5 g af kókaíni, 2 töflur af ly finu Viagra og 1 tafla af lyfinu Alprazolam. Ákærði greiði 315.860 krónur í sakarkostnað. Ingimundur Einarsson