Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 24. júní 2020 Mál nr. S - 222/2020 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson fulltrúi ) g egn H erði Daníel Harðars yni Dómur Þetta mál var dómtekið í dag. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra höfðaði það með ákæru dagsettri 12. maí sl. gegn Herði Daníel Harðarsyni, kt. , , . Honum er u gefi n að sök umferðarlagabrot, með því að hafa laugardaginn 29. febrúar 2020 ekið bifr eiðinni , sviptur ökurétti og undir áhrifum fíkniefna ( 135 nanógrömm af amfetamíni í millilítra af blóði ) vestur Hlíðarbraut á Akureyri, þar sem lögreglan stöðvaði akstur hans. Þetta er talið varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, greiðslu alls sakarkostnaðar og sviptur ökurétti samkvæmt 99. gr. og. 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Ákærði sótti ekki þing, þrátt fyrir að hafa ver ið birt fyrirkall. Þar var þess getið að málið kynni að verða dæmt að honum fjarstöddum, sbr. 1. mgr. 155. gr. laga nr. 88/2008. Er því heimilt samkvæmt 1. mgr. 161. gr. sömu laga með áorðnum breytingum að leggja dóm á málið að ákærða fjarverandi, enda var ðar brot ekki þyngri viðurlögum en þar er áskilið í a - lið og framlögð gögn verða talin nægjanleg til sakfellingar. Verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar er rétt heimfærð til refsiákvæða. Þann 11. ágúst 2017 ger ði ákærði sátt við lögreglustjórann á Austurlandi um greiðslu sektar og sviptingu ökuréttar í tvo mánuði fyrir ölvunarakstur. Þann 9. október 2019 dæmdi Héraðsdómur Norðurlands eystra hann til greiðslu sektar og svipti hann ökurétti í þrjú ár, einnig fyrir ölvunarakstur. Með vísan til sakaferils ákærða verður hann nú dæmdur til að sæta fangelsi í þrjátíu daga. Samkvæmt 3. mgr. 99. gr. laga nr. 77/2019 ber að svipta hann ökurétti ævilangt. Þá 2 verður hann dæmdur til að greiða allan kostnað sakarinnar, sem sa mkvæmt yfirliti nemur 108.482 krónum. Dóm þennan kveður upp Erlingur Sigtryggsson héraðsdómari . D Ó M S O R Ð : Ákærði, Hörður Daníel Harðarson, sæti fangelsi í 30 daga. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði greiði 108.482 krónur í sakarkostnað.