Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 27. nóvember 2020 Mál nr. S - 217/2020 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson fulltrúi ) g egn Bryndís i Pálín u Arnarsdótt ur ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 19. nóvember sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 12. maí 2020, á hendur Bryndísi Pálínu Arnarsdóttur, kt. , , Akureyri, fyrir þjófnað, með því að hafa föstudaginn 14. desember 2018, í verslun Hagkaupa í verslunarmiðstöðinni Kringlunni í Reykjavík, stolið snyrtivörum/förðunarvörum að verðmæti samtals 13.497 krónur. Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafi st að ákærða verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Af hálfu ákærðu er krafist að skilorð haldi sér og ákærðu verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa, og hún verði skilorðsbundin. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar til handa skipu ðum verjanda. Ákærða hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru. Með játningu hennar, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hún hafi gerst sek um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Sakaferill ákærðu, að því er hér skiptir máli, er sá að á kærð a hlaut dóm þann 29. desember 2017 fyrir tvær alvarleg ar líkamsárásir, vörslur fíkniefna , brot gegn valdstjórninni og tilraun til þjófnaðar . Var refsing ákveðin fangelsi í 15 mánuði , þar af 12 mánuðir skilorðsbundnir í 3 ár . Hún hefur afplánað óskilorðsbundna hluta refsingarinnar. Ákærða er nú sakfelld fyrir þjófnað og hefur hún því rofið skilorð þess dóms . Verður skilorðsdómurinn frá desember 2017 nú tekinn upp og henni gerð refsing í einu lagi samkvæmt 60. gr ., sbr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . 2 Í máli þessu hefur ákærða gerst sek um þjófnað arbrot . Þar sem um ítrekun er að ræða er ó heimilt að dæma sekt, sbr. 1. mgr. 256. gr. almennra hegningar laga nr. 19/1940 . Skal því dæma fangel si þó að um smáræði sé að tefla. Taka verður upp skilorðsbundna refsingu frá fyrri dómi, 12 mánuði , og refsing ákæ rðu nú ákveðin 13 mánaða fangelsi. Ákærða hefur skýlaust játað sök sína. Hún hefur tekið sér tak og breytt um lífstíl undanfarin misseri. Við ákvörðun refsingar ákærðu verður ekki fram hjá því litið að umtalsverð og óútskýrð töf varð á málinu. Það brot sem ákærða er sakfelld fyrir var framið 14. desember 2018 en ákæra var ekki gefin út fyrr en 12. maí 2020. Langur tími er því liðinn frá því að ákærða framdi brot það sem mál þetta lýtur að og verður h enni ekki kennt um þann drátt sem orðið hefur . Að þessu virtu þykir fært að skilorðsbinda refsingu ákærðu og skal hún niður falla að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi hún almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 / 1940 . Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærða dæmd til greiðslu sakarkostnaðar, þ.e. þóknun skipaðs verjanda síns, eins og hún ákveðst í dómsorði að virðisaukaskatti meðtöldum . Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður u pp dóminn. Dómso r ð: Ákærð a , Bryndís Pálína Arnarsdóttir, sæti fangelsi í 1 3 mánuði , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún niður falla að liðnum þremur árum, haldi hún almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 / 1940 . Ákærð a greiði sakarkostnað, þ. e . þóknun skipaðs verjanda síns , Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns , 91.760 krónur.