Héraðsdómur Suðurlands Dómur 28. október 2020 Mál nr. S - 627/2019 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi ( Þórdís Ólöf Viðarsdóttir fulltrúi ) g egn Gunnlaug i Stein i Steinss yni ( Ingólfur Vignir Guðmundsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem þingfest var 28. nóvember 2019 og dómtekið að lokinni aðalmeðferð 30. september 2020, er höfðað með ákæru Lögreglustjórans á Suðurlandi þann 5. nóvember 2019 á hendur Gunnlaugi Steini Steinssyni, [...] fyrir líkamsárás með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 9. júní 2018, utandyra við skemmtistaðinn Hvíta Húsið við Hrísmýri á Selfossi, veist að A og slegið hann ítrekað í höfuð og andlit með þeim afleiðingum að A hlaut heilahristing, opið sár á vanga o g kjákaliðssvæði ( sic ) , yfirborðsáverka á augnloki og augnsvæði og nefbrot. Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einka réttarkrafa: Í málinu gerir Ómar R. Valdimarsson, lögmaður, kröfu um að ákærða verði gert að greiða brotaþola, A , kr. 2.000.000 í miskabætur, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001, frá 9. júní 2018 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu 2 laga frá þeim degi til greiðsludags. Loks er krafist málskostnaðar að mati dómara eða samkvæmt síðar framlögðum reikningi, auk virðisaukaskatts á málskostnað. Ákærði neitar sök og hafnar bótakröfu. Af hálfu ákæruvalds eru gerðar þær dómkröfur sem að ofan greinir. Af hálfu bótakrefjanda eru gerðar sömu kröfur og að ofan greinir. Af hálfu ákærða er aðallega krafist sýknu af öllum kröfum ákæruvalds, en til vara er þess krafist að ákærða verði ekki gerð refsing, en til þrautavara að ákærði verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa. Varðandi einkaréttarkröfu krefst ákærði aðallega þess að einkaréttarkröfunni verði vísað frá dómi, en til vara að hann verði sýkn aður af henni, en til þrautavara að einkaréttarkrafan verði lækkuð stórlega. Í öllum tilvikum krefst ákærði þess að brotaþola verði sjálfum gert að greiða allan kostnað við að halda fram bótakröfu í málinu. Þá krefst ákærði þess að allur sakarkostnaður ver ði lagður á ríkissjóð, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda að meðtöldum virðisaukaskatti. Aðalmeðferð tafðist vegna heimsfaraldurs af völdum kórónuveiru. Málsatvik Samkvæmt gögnum málsins kom brotaþoli á lögreglustöðina á Selfossi að morgni dags þann 12. júní 2018 til að leggja fram kæru á hendur ákærða vegna líkamsárásar fyrir utan Hvíta húsið á Selfossi aðfaranótt eða snemma morguns þann 9. júní 2018, um kl. 04:50. Kvaðst brotaþoli hafa verið staddur fyrir utan Hvíta húsið umrætt sinn og hafi verið að ræða við vinkonur sínar þegar ákærði hafi farið að angra hann. Hafi brotaþoli átt einhver orðaskipti við ákærða og m.a. sagt honum að þrífa í sér tennurnar þar sem ákærði hafi verið allur í tóbaki í munnvikum. Hafi brotaþoli s vo gengið burt frá ákærða, en allt í einu fengið högg í höfuðið aftan frá. Kvað brotaþoli að ákærði hefði slegið sig með krepptum hnefa fyrirvaralaust án þess að brotaþoli kæmi neinum vörnum við. S í ðan hafi hnefahöggin dunið á andliti sínu. Kvað brotaþoli að ákærði hafi a.m.k. náð að slá sig 4 sinnum í andlitið með krepptum hnefa. Þá skýrði brotaþoli frá því að hann hafi ekki slegið á móti og nánast ekki náð að verja sig þar sem hann hafi vankast við fyrsta höggið sem hafi komið aftan frá. Taldi brotaþoli a ð ákærði hefði staðið einn í þessu, en vinir ákærða hefðu verið þarna við og farið með ákærða burt eftir árásina. Kvaðst brotaþoli 3 ekki hafa kallað eftir aðstoð lögreglu á vettvangi, en sér hafi verið ekið strax á sjúkrahúsið á Selfossi þar sem mikið hafi blætt úr nefi og skurði á kinn. Kvaðst brotaþoli ekki þekkja neitt til ákærða og engar deilur hafi verið á milli þeirra og þetta hafi verið að tilefnislausu. Kvaðst brotaþoli hafa fengið afsökunarbeiðni frá ákærða, en gæti þó ekki annað en lagt fram kæru. Brotaþoli kvaðst sjálfur hafa ver i ð undir áhrifum áfengis , en kvaðst ekki vita um ástand ákærða að því leyti. Við rannsókn málsins var tekin skýrsla af ákærða þar sem hann kannaðist við atvikið. Kvaðst ákærði ekki muna mikið eftir þessu, en hann hafi verið að skemmta sér og hafi brotaþoli kallað á hann og sagt að hann væri með tóbak á tönnunum. Hafi ákærði nálgast brotaþola vingjarnlega og spurt hvort það væri farið , eftir að hafa reynt að þrífa tóbakið, og hafi þá brotaþoli sagt að ákærði væri skítugur sm urolíukarl. Hafi brotaþoli verið að egna ákærða og beðið ákærða um að kýla sig. Nánar til tekið hafi brotaþoli sagt Kýldu mig, kýldu mig. Ég þori að veðja að þig langi svo að kýla mig en þú þorir því ekki . Kvaðst ákærði svo bara hafa gert það sem brotaþoli hafi beðið hann um. Svo hafi ákærði sett á sig hettuna og gengið út af svæðinu. Aðspurður hvort ákærði hafi bara veitt brotaþola eitt högg kvað ákærði það vera rétt, en aðspurður nánar eftir að hafa verið kynnt frásögn brotaþola um að höggin hafi verið 4 eða þar um bil, kvaðst ákærði ekki alveg muna þetta og langt væri um liðið. Kvaðst ekki vita hvað hafi gerst eftir að hann hafi veitt þetta högg, en hann hefði bara farið út af svæðinu. Þá neitaði ákærði því að hann hafi komið aftan að brotaþola og slegið hann. Það væri ekki rétt. Lýsti ákærði því að hafa staðið á móti brotaþola þegar hann hafi slegið hann. Ítrekaði ákærði að brotaþoli hafi verið að egna sig og beðið ákærða um að gera þetta . Aðspurður um ölvunarástand sitt kvað ákærði að það skipti ekki mál i þar sem brotaþoli hafi beðið um að vera sleginn, en kvaðst þó hafa drukkið nokkra bjóra og kvað brotaþola hafa verið ölvaðan. Þá kvaðst ákærði hafa sent brotaþola skilaboð daginn eftir í gegnum Messenger og hafa þar beðist afsökunar á þessu. Ekki kvaðst ákærði muna hvort hann hafi slegið með hægri eða vinstri. Við skýrslugjöf sína framvísaði ákærði blaði sem hann kvaðst hafa skrifað niður fyrir sjálfan sig strax daginn eftir þessi atvik. Þar lýsir ákærði því að hafa kýlt brotaþola einu sinni eða tvisvar, eftir að brotaþoli hafi manað hann til þess og talað til hans á niðurlægjandi hátt. Þá segist ákærði í blaði þessu hafa reynt að kýla laust og meiða brotaþola ekki. Samkvæmt vottorði B læknis, dags. 15. júní 2018, kom brotaþoli á bráðmóttöku Heilbrigðissto fnunar Suðurlands á Selfossi kl. 5 að morgni umrædda nótt og kvaðst hafa 4 orðið fyrir líkamsárás, sem hann kvaðst sjálfur muna lítið eftir . Sakvæmt vottorðinu fékk hann greiningarnar heilahristingur, opið sár á vanga og kjálkaliðssvæði, aðrir yfirborðsáve rkar á augnloki og augnsvæði og nefbrot. Segir að ekki hafi þurft að sauma, en sár verið meðhöndlað með plástrum. Ekki hafi verið þörf á inngripi eða aðgerð vegna nefbrots þar sem nefbrotið hafi verið ótilfært og engin skekkja. Þá liggur fyrir niðurstaða ú r svokallaðri TS rannsókn þar sem nefbrotið er staðfest. Við rannsókn málsins tók lögregla jafnframt skýrslur af nokkrum vitnum, en ekki verður sérstaklega gerð grein fyrir framburði þeirra hé r. Ekki þarf að gera frekari grein fyrir rannsókn málsins. Forsendur og niðurstaða Ákærði skýrði frá því við aðalmeðferð að hafa verið á Hvíta húsinu að skemmta sér og verið að fara út síðla nætur og hafi ætlað að fá sér skyndibita þar fyrir utan og fara svo heim. Hafi ákærði verið að skoða matseðilinn í matarvagn inum utan við Hvíta húsið þegar kallað hafi verið til hans að hann væri með tóbak í tönnunum og hafi það verið brotaþoli. Hafi ákærði gengið að honum og nuddað yfir tennur sínar og spurt hvort tóbakið væri farið. Þá hafi brotaþoli kallað ákærða skítugan sm urolíukarl. Hafi ákærða þótt þetta barnalegt og niðrandi. Hafi ákærði ætlað að segja eitthvað, en brotaþoli gripið fram í fyrir sér og sagt að hann þyrði að veðja að ákærði vildi kýla brotaþola, en þyrði það ekki. Hafi brotaþoli sagt kýldu mig kýldu mig . Hafi þá ákærði slegið til hans í andlitið og gengið svo í burtu. Ákærði kvaðst ekki hafa vitað neitt hver þetta væri, fyrr en hann hafi séð það á visir.is daginn eftir og þá líka að hann hafi meitt han n eitthvað. Hafi ákærði því ákveðið að senda honum afs ökunarbeiðni. Aðspurður kvað ákærði að ekki hafi farið fleiri orð á milli hans og brotaþola en að ofan greinir. Þá lýsti ákærði því að þeir hafi staðið andspænis hvor öðrum og hafi brotaþoli nánast verið með andlitið ofan í ákærða. Aðspurður lýsti ákærði þ ví með látbragði og handarhreyfingu að hann hafi slegið brotaþola með handarbakinu. Ákærði lýsti því að hann hafi verið hræddur þegar þetta var að gerast vegna þess hvernig brotaþoli hafi talað til sín og hvernig hann hafi staðið alveg upp við sig. Ákærði kvaðst ekki geta lýst öðrum viðbrögðum hjá brotaþola en að hann hafi sett hendurnar fyrir andlitið og bakkað, en ákærði hafi sjálfur gengið strax burt. Hafi ákærði enga áverka séð á brotaþola. Ákærði kannaðist við að hafa verið undir áfrifum áfengis, en ga t ekki lýst hversu miklum. Þá kannaðist ákærði við að þarna 5 hafi verið fullt af fólki og því verið vitni einhver að þessu. Kvaðst ákærði hafa liðið skömmustulega eftir á. Þá kvaðst ákærði ekki hafa haft samskipti við ákærða eftir þetta. Ákærði lýsti því a ð þegar brotaþoli hafi kallað til sín hafi sér liðið eins og þetta væri einhver [...] . Hann hafi orðið hræddur og auk þess hafi brotaþoli talað niðrandi við sig. Sér hafi þótt standa ógn af brotaþola og eins og hann væri að ýta undir slagsmál. Brotaþoli ha fi sagt sér eða beðið sig um að kýla sig, en ákærða hafi fyrst og fremst langað að losna við hann frekar en að meiða hann. Hafi viljað komast í burtu frá honum. Ákærði lýsti því að hafa upplifað sig í sömu aðstæðum og hann hafi verið í [...]. Aðspurður lýs ti ákærði því að á milli hans og brotaþola hafi verið kannski 2 - 3 metrar þegar brotaþoli hafi kallað til hans, en svo hafi ákærði nálgast brotaþola og verið kominn nálægt honum. Svo hafi þeir orðið enn nær þegar brotaþoli hafi verið að tala við hann og þá hafi brotaþoli fremur nálgast ákærða en öfugt. Aðspurður kvaðst ákærði telja að um hafi verið að ræða 1 - 2 högg, en útilokað sé að þetta hafi verið 7 - 8 högg eins og brotaþoli hafi sagt. Það hafi verið handarbak ákærða sem hafi lent í andliti brotaþola. Aðsp urður um það orðalag ákærða í lögregluskýrslu að hafa kýlt brotaþola kvað ákærði að þetta væri ekki rétt orðalag. Kvaðst ákærði viss um að þetta hafi verið 1 - 2 högg en ekki 4 - 5 og enn síður 7 - 8 högg. Aðspurður hvort bæði höggin hafi verið með handarbakinu kvaðst ákærði ekki muna það. Aðspurður kannaðist ákærði við afsökunarbeiðni sem hann hafi sent brotaþola daginn eftir á samskiptaforritinu Messenger. Aðspurður kvað ákærði að það rétta hefði verið fyrir sig að ganga bara í burtu, en hann hafi þó verið smey kur við að snúa baki í brotaþola umrætt sinn miðað við hvernig brotaþoli hafi verið. Aðspurður um áverka sem lýst er á brotaþola kvað ákærði að hann hafi ekki séð á honum áverka, en kvaðst ekki vita um áverka brotaþola og ekki hafa séð þá, en kvaðst þó vit a að hann hafi verið á djamminu daginn eftir. Ekki kvaðst ákærði geta skýrt það að eftir sér sé haft að hann hafi kýlt brotaþola og kvaðst ekki muna að hafa sagt þetta. Ákærði kannaðist ekki við að hafa slegið brotaþola aftan frá og kvað frásagnir um það ekki sannar. Ákærði sta ð festi framangreint blað um frásögn sína af atvikinu, en kvað aðspurður að mörg orð gætu verið notuð yfir slík högg, s.s kýla eða slá. Kvaðst ákærði hafa ritað blað þetta1 - 2 dögum eftir atvikið. 6 Vitnið A , brotaþoli, kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að hafa verið á Hvíta húsinu umrætt kvöld. Við lokun hafi þau verið að fara heim og hafi brotaþoli ætlað að fá far með vinkonum sínum. Þau hafi verið fyrir utan og þá hafi ákærði verið þar að tala við stelpurnar og atast eitthvað í þeim. Hafi brotaþoli farið að spjalla við ákærða, en úr því hafi orðið rifrildi, án þess að hafi þó sérstaklega verið varið í það neitt. Þeir hafi ekki verið að hreyta í hvor annan. Hafi ákærði spurt eða sagt við sig þið eruð allir eins þarna í [...] . En brotaþoli hafi sagt að hann væri ekki þaðan. Svo hafi brotaþoli sagt við ákærða að hann ætti að fara að taka til í tanngarðinum á sér eða eitthvað þannig, en ákærði hafi verið með skítugar tennur út af tóbaki eða ei nhverju. Svo hafi brotaþoli gengið frá og ætlað að fara út í bíl þar sem stelpurnar hafi verið u.þ.b. 50 metra frá. Hafi svo ákærði komið hlaupandi aftan að sér og kýlt sig í andlitið aftan frá. Svo hafi komið 2 - 3 högg í andlitið í viðbót á meðan brotaþoli hafi ekki getað varið sig. Síðan muni ákærði hafa hlaupið í burtu og stelpurnar hafi hjálpað honum upp og inn í bíl og honum hafi verið ekið upp á sjúkrahús þar sem hann hafi svo dvalið yfir nóttina. Brotaþoli kvaðst ekki vel geta sagt hvað klukkan hafi verið eða hvaða dag þetta var. Ákærði hafi verið á að giska 2 metra frá sér þegar samskipti þeirra hafi byrjað. Vinkonur brotaþola sem með honum voru hafi verið C , D , E og mögulega F . Ákærði hafi a.m.k. verið að tala við eina þeirra. Þá kvað brotaþoli að h ann hafi verið kominn á að giska 8 skref frá ákærða þegar hann hafi fengið fyrsta höggið. Brotaþola fannst eins og ákærði hafi verið að rugla sér við einhvern annan. Kvaðst ákærði þekkja C best af nefndum vitnum, en hinar væru vinkonur hennar og G væri vin ur bróður síns. Nánar aðspurður um höggin kvað brotaþoli að fyrsta höggið hafi komið aftan frá á vinstri vanga og hafi þá nefið brotnað. Hafi brotaþoli snúist við höggið og ákærði komið fram fyrir sig. Brotaþoli hafi fundið að hann gæti ekki varið sig og f undið höggin dynja á sér. Hann hafi ekki getað borið hendurnar fyrir sig. Höggin hafi verið með krepptum hnefa og hann telji að þau hafi verið með báðum höndum, en hann hafi ekki greint það sjálfur. Fyrir þetta hafi sér liðið ágætlega. Aðspurður kvað brota þoli að ákærði hafi virst ölvaður en þó ekki mjög. Brotaþoli hafi sjálfur neytt áfengis, en ekki verið mjög ölvaður. Brotaþoli lýsti því að þessu hafi fylgt mikill kvíði, sérstaklega við að fara út á kvöldin. Vinir ákærða, eða einhverjir á hans snærum, haf i veist að sér eftir þetta út af þessu. Honum finnist alltaf hann þurfi að passa sig þegar hann fari út. Þá lýst i brotaþoli því að hafa jafnað sig líkamlega, en það hafi tekið langan tíma. Þá k vað brotaþoli að eftir 7 þetta hafi brotaþoli og ákærði hist og á kærði boðið brotaþola að kýla sig í staðinn, en þessu boði hafi brotaþoli hafnað. Nánar aðspurður kvað brotaþoli að stelpurnar hafi ekki alveg verið komnar út í bíl þegar atvik hafi gerst. Stelpurnar hafi verið spottakorn frá þessu, á að giska 20 metra. Lí klega hafi stelpurnar orðið vitni að byrjun orðaskiptanna milli ákærða og brotaþola, sem brotaþoli muni þó ekki hver hafi verið, en þær hafi séð að þeir voru að tala saman. Sennilega hafi þær þó ekki heyrt orðaskiptin. Þetta sé alla vega C og D , en stelpur nar hafi ekki verið allar í einum hnapp. Aðspurður kannaðist brotaþoli við þau skilaboð sem að ofan er lýst sem hann hafi fengið frá ákærða. Kvaðst hafa komið þeim á framfæri við lögreglu , en hann hafi ekki svarað þeim neitt sjálfur. Þá staðfesti brotaþoli þá áverka sem lýst er í ákæru. Brotaþoli staðfesti ljósmyndir af sjálfum sér í rannsóknargögnum. Brotaþoli kvaðst ekki muna eftir að hafa kallað ákærða skítugan smurolíukarl og að hafa manað ákærða til að slá sig. Kvaðst halda að þetta væri ekki rétt, en kvaðst þó ekki beint muna vel eftir samtalinu , en það hafi ekki verið verið á þessum nótum, þó það hafi ekki verið vinalegt. Þá kvað brotaþoli ekki rétt að áærði hafi greitt sér högg með handarbakinu og kvaðst viss um eigin frásögn. Vitnið E gaf skýrslu við aðalmeðferð og skýrði frá því að hafa verið þarna við matarsöluna og allt í einu hafi hún séð slagsmál. Hún hafi aldrei séð eða náð því hvers vegna þetta hafi orðið. Henni hafi dauðbrugðið enda þetta verið bara nokkra metra frá henni og hú n kannast við brotaþola. Hún hafi bara séð verið að kýla og hafi svo brotaþoli verið allur út í blóði. En hún hafi ekki séð eða vitað hví þetta hafi gerst. Þetta hafi verið undir lok kvöldsins, á að giska kl. 4. Hún hafi verið farin að tygja sig til heimfe rðar. Hún hafi ekki verið þarna með brotaþola, en viti hver hann sé, en hún hafi engin kennsl borið á ákærða . Ákærði og brotaþoli hafi bara staðið hvor á móti öðrum og ákærði verið að kýla brotaþola, en ekki kvaðst vitnið vita hvort brotaþoli hafi gert eit thvað á móti, en hann hafi meitt sig mikið og verið blóðugur. Aðspurð um höggin kvað vitnið minna eða halda að þetta hafi verið nokkur hnefahögg í andlitið og að það hafi verið með báðum höndum. Þetta hafi verið á að giska 4 metra frá henni. Hún hafi ekki séð upphafið og ekki einu sinni vitað að brotaþoli væri þarna. Vitnið kvaðst ekki muna eftir orðaskiptum, en finnist samt eins og þeir hafi sagt eitthvað. Eftir höggin hafi ákærði látið sig hverfa, en brotaþoli hafi virst vankaður og verið mjög blóðugur í andliti. Aðspurð kvað vitnið þetta hafa verið nokkur högg og alls ekki bara eitt högg og svo gengið burt. Frekar þung högg. 8 Aðspurð kvað vitnið að þeir hafi staðið hvor andspænis hinum þegar hún hafi séð þá og hún hafi séð högg og var alveg viss um það. Kv aðst ekki muna eftir að hafa séð brotaþola slá til baka. Vitnið G kom fyrir dóminn og skýrði frá því að hafa verið á vettvangi og talsvert hafi verið liðið á nótt. Hafi vitnið og kærastan hans, E , verið að fá sér að borða í matarsölunni . Þau hafi verið í r öð með annarri stelpu og hafi vitnið verið að horfa í kringum sig og séð ákærða koma hlaupandi aftan að brotaþola og slá hann tveimur höggum. Hafi brotaþoli fallið í jörðina og ákærði hlaupið í burtu. Þau hafi hlaupið til og aðstoðað brotaþola, sem vitnið hafi þekkt . Hafi blætt úr andliti brotaþola. Kvaðst ekki alveg muna hvernig hann hafi dottið. Kvaðst viss um að ákærði hafi slegið brotaþola í tvígang og brotaþoli hafi ekki séð það vegna þess að ákærði hafi komið aftan að honum. Svo hafi önnur stelpa ekið brotaþola upp á slysó. Aðspurður kvað vitnið þetta hafa gerst á að giska 7 - 10 metra frá sér. Vitnið kvaðst þekkja brotaþola og þeir séu vinir og vitnið og bróðir brotaþola séu mjög góðir vinir. Vitnið kvaðst ekki þekkja ákærða. Vitnið kvað ákærða hafa ko mið hlaupandi aftan að brotaþola og slegið hann 2 högg, mögulega 3 högg. Vitnið kvaðst þannig hafa séð aftan á brotaþola þegar þetta hafi gerst. Vitnið kvaðst minna að brotaþoli hafi fallið illa í jörðina við höggin. Kvaðst ekki geta lýst höggunum vel, en minnti að það hafi verið hnefahögg með sitt hvorri höndinni. Þarna hafi verið fleiri vitni og þ. á m. C vinkona kærustu vitnisins sem hafi verið með þeim í röðinni og hafi C ekið brotaþola á slysó. Aðspurður kvaðst vitnið muna nokkrar sekúndur af þessu og þetta hafi a.m.k. verið 2 högg. Ekki kvaðst vitnið vita hvort hann myndi þetta betur við aðalmeðferð eða við skýrslugjöf hjá lögreglu. Aðspurður um þann framburð sinn hjá lögreglu að brotaþoli hafi verið að spjalla við 2 stelpur þegar ákærði hafi komið hlaupandi, kvaðst vitnið ráma í að brotaþoli hafi verið að tala við eitthvað fólk. Um þann framburð sinn hjá lögreglu að 3 metrar hafi verið á milli kvað vitnið að honum finnist þetta hafa verið á bilinu 5 - 10 metrar. Þá kvaðst vitnið telja að brotaþoli haf i ekki farið alveg kylliflatur í jörðina. Vitnið kvaðst ekki muna eftir að hafa séð nein högg eftir þessi 2 högg aftan frá, hvorki frá ákærða né neinum öðrum. Vitnið kvaðst ekki hafa séð þá standa hvorn á móti öðrum. Vitnið kvað höggin hafa lent einhvers s taðar í andliti, en gæti ekki sagt til um það nánar, enda horft á þetta aftan frá. Aðspurður um þann framburð sinn hjá lögreglu að brotaþoli hafi fallið illa í götuna, eftir 9 eitt högg frá ákærða, og fengið við það stóra kúlu á höfuð og blætt mikið, kvaðst vitnið ekki geta munað í dag hve mörg höggin hafi verið. Vitnið C kom fyrir dóminn og skýrði frá því að hafa verið á vettvangi ásamt fleira fólki og þau hafi verið að fara að tygja sig heim á leið. Það hafi verið áliðið nóttu, kannski kl. 4 - 5 eða svo. Vitnið og brotaþoli hafi verið að tala saman og einhverjir fleiri. Svo hafi ákærði verið kominn og þeir hafi verið farnir að tala saman ákærði og brotaþoli. Vitnið hafi verið mjög nálægt þeim og ekki verið undir áhrifum áfengis. Þeir hafi verið eins og smá að kýta sín á milli , en það hafi engan veginn litið út eins og úr því yrði neitt meira. Svo hafi brotaþoli farið að tala um að ákærði væri með tóbak eða eitthvað í tönnunum. Það hafi greinilega æst ákærða mikið og minnti vitnið að ákærði hafi þá gengið í burtu og komið svo aftan að brotaþola, þannig að brotaþoli hafi í raun haft lítinn sem engan tíma til að setja fyrir sig hendur eða verja sig. Hafi ákærði látið einhver högg dynja á brotaþola, en ekki gat vitnið sagt hve mörg, en þó nógu mörg til að brotaþ oli hafi orðið mjög laskaður. Þetta hafi gerst á örskotsstund. Hafi vitnið farið í algert panik og ekki vitað hvað hún ætti að taka til bragðs, enda ekki þorað að fara á milli. Svo hafi þetta verið búið og fossblætt úr nefi brotaþola. Hafi brotaþoli hallað sér fram og vitnið verið að stumra yfir honum og reyna að þurrka blóðið. Vitnið hafi sent einhvern í matsöluna til að sækja þurrkur. Vitninu hafi þótt þetta svo mikið að hún hafi ákveðið að fara með brotaþola á sjúkrahúsið, en henni hafi þó ekki þótt efni til að kalla til sjúkrabifreið. Hafi vitnið svo farið með brotaþola á sjúkrahúsið og beðið með honum uns hann hafi fengið aðhlynningu. Um þetta kvaðst vitnið vera viss og þetta væri henni í fersku minni. Vitnið lýsti því að þetta hafi verið skammt frá mat sölunni, á að giska 10 - 20 metra kannski. Aðspurð um upphafið kvaðst vitnið ekki muna hvers vegna eða hvernig þeir hafi byrjað að tala saman ákærði og brotaþoli. Aðspurð kvaðst vitnið hafa heyrt orðaskil á milli þeirra, en ekki verið sérstaklega að pæla í þeim. Kvaðst ekki muna frekari orðaskipti en athugasemdir brotaþola um munntóbak. Þeir hafi staðið andspænis hvor öðrum og vitnið 1 - 2 metra frá þeim. Vitnið gat ekki sagt til um hve langt ákærði hafi svo gengið frá , en mjög stuttur tími hafi liðið uns ákær ði hafi komið aftur. Höggin hafi komið í andlit brotaþola. Vitnið taldi að höggin hafi verið með krepptum hnefa frekar en flötum lófa, en treysti sér ekki til að fullyrða það. Vitnið kvaðst ekki geta sagt til um hvort annar hafi svo farið fram fyrir hinn o g gat ekki fullyrt um afstöðu þeirra hvors gagnvart hinum eftir að þetta hafi verið byrjað. 10 Aðspurð gat vitnið ekki tilgreint fjölda högga, en það hafi verið fleiri en eitt. Ástand brotaþola hafi verið ágætt fyrir þetta, undir áhrifum áfengis en engan vegi nn svo að hann gæti ekki staðið í fætur eða þannig. Eftir árásina hafi brotaþoli hallað sér fram og fossblætt úr honum. Brotaþoli hafi ekki farið í jörðina á neinum tímapunkti. Ástand ákærða hafi virst svipað og brotaþola þegar þeir hafi verið að tala sama n. Vitnið kvaðst ekki geta lýst ákærða og ekki þekkja til hans. Aðspurð kvaðst vitnið hafa séð þá á hlið í upphafi, en svo hafi brotaþoli eiginlega verið andspænis vitninu þegar þetta hafi gerst. Vitnið kvað aðspurð að hún teldi sig ekki muna þetta betur e n þegar hún gaf skýrslu hjá lögreglu. Vitnið var spurð um framburð sinn hjá lögreglu þar sem m.a. kemur fram að höggin hafi verið a.m.k. 5 í beinu framhaldi af samtali ákærða og brotaþola, höggin hafi verið með krepptum hnefa og að vitnið minni að ákærði h afi staðið fyrir framan brotaþola þegar hann hafi byrjað að kýla hann. Vitnið kvaðst hafa verið nokkuð viss um að þetta hafi verið með kre ppt um hnefa, en ítrekaði að höggin hafi byrjað aftan frá og svo hafi afstaðan breyst þannig að þeir hafi verið andspæn is hvor öðrum. Kvaðst ekki vilja giska á höggafjöldann, en það hafi klárlega verið meira en eitt högg. Vitnið kvaðst muna og vera nánast fullviss um að ákærði hafi í upphafi komið aftan að brotaþola, en þeir hafi líklega snúist eftir það. Nánar aðspurð um þann framburð sinn hjá lögreglu að ákærði og brotaþoli hafi verið að tala saman þegar ákærði hafi slegið brotaþola en ekki þannig hann hefði komið brotaþola að óvörum aftan að honum, kvaðst vitnið ekki geta sagt til um það, en minni sitt væri þannig núna a ð ákærði hafi komið aftan að brotaþola. Vitnið kvaðst viss um að hafa séð högg í andlit brotaþola, alveg viss. Vitnið D kom fyrir dóminn og skýrði frá því að hafa verið á vettvangi og hafa umrætt sinn verið fyrir utan Hvíta húsið og hafi ákærði kýlt brotaþ ola með krepptum hnefa. C hafi svo ekið með brotaþola á sjúkrahúsið , en hann hafi verið allur úti í blóði . Þau hafi verið búin að tala saman og ákærði hafi verið búinn að vera eitthvað utan í þeim. Þetta hafi verið skammt frá matarsölunni. Vitnið kvaðst ek ki þekkja brotaþola nema í gegnum C . Kvaðst ekki þekkja ákærða. Vitnið kvaðst hafa staðið með vinkonum sínum og ákærði og brotaþoli hafi verið þar við hliðina á. Hún hafi ekkert verið að fylgjast með þeim en allt í einu séð ákærða kýla brotaþola sem hafi l ent í jörðinni. Kvaðst ekki muna hvernig ákærði og brotaþoli hafi staðið, en kvaðst muna eftir að ákærði hafi verið með kreppta hnefa. Kvaðst ekki geta sagt til um hvort ákærði hafi staðið fyrir framan brotaþola þegar hann hafi slegið hann, en kvaðst þó ha lda það. Kvaðst hafa séð þetta 11 útundan sér. Þeir hafi verið eitthvað búnir að tala saman og hún hafi ekkert verið að fylgjast með því. Höggið hafi lent í andliti brotaþola og verið hnefahögg. Kvaðst ekki muna hvort hún hafi séð eitt högg eða fleiri. Þeir h afi verið mjög stutt frá vitninu, en vitnið hafi þó ekki heyrt nein orðaskil. Vitnið kvaðst ekki hafa tekið eftir því hvort samskipti ákærða og brotaþola hafi verið vinsamleg eða ekki fyrir höggið. Brotaþoli hafi verið blóðugur í framan eftir höggið. Brota þoli hafi farið í jörðina við höggið en staðið upp. Næst muni vitnið að C hafi verið að fara með brotaþola á sjúkrahús. Kvaðst ekki muna eftir að hafa séð ákærða þarna eftir þetta. Vitnið kvaðst hafa verið þarna með C , E og F. Aðspurð um þann framburð sinn hjá lögreglu að ákærði og brotaþoli hafi fyrst verið að grínast en ákærði svo reiðst og slegið brotaþola hnefahöggi, kvað vitnið að hún gæti ekki sagt neitt frekar um þetta. Vitnið kvaðst muna vel að hafa séð þetta högg. Hnef inn sé minnisstæður. Vitnið kvaðst ekki geta sagt neitt til um hvaða orð hafi fallið milli ákærða og brotaþola. Vitnið B læknir gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð og staðfesti vottorð sitt í málinu og að hafa skoðað brotaþola umrætt sinn. Þá lýsti vit nið því að nefbrotið hafi verið greint með myndgreiningu. Þá kvað vitnið að meiðsli brotaþola geti samræmst þeirri frá sögn sem vinir brotaþola hafi gefið af atvikum. Þá kvað vitnið að töluvert högg þurfi til nefbrots og sé þannig mjög ólíklegt að það hljó tist af höggi með opnum lófa. Yfirleitt sjáist þetta eftir hnefahögg eða fall á andlit. Erfitt sé að alhæfa um þetta, en töluverðan kraft þurfi til að brjóta bein. Þá lýsti vitnið því að heil a hristingur sé greindur klínískt út frá sögu eða einkennum. Þessi meiðsli séu öll þannig að ekki ættu að verða af þeim varanlegar afleiðingar. Vitnið H gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð og skýrði frá því að hafa verið þarna fyrir utan Hvíta húsið og heyrt óp einhver og litið við og séð hóp af fólki. Hafi vitnið sé ð ákærða skokka í burtu, en í rauninni ekki séð hver hafi verið þarna í hópnum. Svo hafi I félagi vitnisins komið og sagt sér hvað hafi gerst, að ákærði hafi slegið eitthvað til brotaþola. Það hafi í raun ekki verið mikið meira en þetta. Ekki kvaðst vitnið hafa séð sjálft hið umrædda atvik, heldur bara hópinn eftir á og ákærða fara burt. Vitnið kvað að I hafi sagt að brotaþoli hafi verið með einhver leiðindi við ákærða og ákærði hafi svo ð fólgin í einhvers konar ógn eða skítkasti. 12 Samkvæmt ofangreindu er ekki fullt samræmi milli þeirra sem hafa gefið framburð í málinu, annars vegar á milli þess sem ákærði og vitni bera, en hins vegar ekki heldur innbyrðis á milli vitna. Ákærði hefur bor ið um að hann hafi slegið brotaþola einu sinni, en nánar inntur eftir því kvaðst hann ekki geta fullyrt hvort það hafi verið aðeins einu sinni, eða hvort það gæti hafa verið oftar, þó hann útilokaði að það hafi verið 4 - 5 sinnum og hvað þá 7 - 8 sinnum. Í min nisblaði ákærða, sem hann kveðst hafa ritað niður strax daginn eftir, sér til minnis, lýsir ákærði því að hafa kýlt brotaþola einu sinni eða tvisvar en hann sé ekki viss um það. Þetta minnisblað staðfesti ákærði bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Brotaþoli l ýsti því fyrir dómi að höggin hafi verið 3 - 4, sem er í samræmi við framburð hans hjá lögreglu. Vitnið E lýsti því að hún teldi höggin hafa verið nokkur, en vitnið G var viss um að þau hefðu verið 2. Vitnið C , sem ekki hafði neytt áfengis og var mjög nærri atvikinu, bar um að hún gæti ekki fullyrt um fjölda högga, en notaði orðið högg í fleirtölu og var þess fullviss að höggin hefðu verið fleiri en eitt. Vitnið D gat hins vegar ekki fullyrt hvort höggin hefðu verið fleiri en eitt. Fyrir dómi vildi ákærði ekk i nota orðið að kýla og kvaðst ekki hafa slegið brotaþola með krepptum hnefa og það orðalag notaði hann heldur ekki hjá lögreglu. Það orðalag notar hann hins vegar sjálfur daginn eftir við ritun þess minnisblaðs sem hann framvísaði hjá lögreglu. Af frambur ði vitna verður ráðið að um hafi verið að ræða hnefahögg, en t.a.m. í framburði vitnisins D lýsti hún því að hnefinn væri minnisstæður. Vitnið E læknir lýsti því að þung högg þyrfti til að brjóta bein, en fyrir liggur að brotaþoli nefbrotnaði við þetta, en af framburði læknisins verður ályktað að laust högg með handarbaki eða opinni lúku dugi ekki til að bein brotni. Vitnið staðfesti jafnframt vottorð sitt þar sem fram koma þeir áverkar sem brotaþoli hlaut umrætt sinn og eru í samræmi við það sem greinir í ákæru, en engin önnur skýring er á þeim áverkum en þau högg sem hafið er yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi veitt brotaþola umrætt sinn. Breytir hér engu að vitni hafi ekki verið fyllilega samhljóða um það hvort brotaþoli hafi fallið við eða hvort fyrst a högg kom aftan frá eða ekki. Ákærði hefur hreyft því að hann hafi haft samþykki brotaþola til líkamsárásar vegna þess að brotaþoli hafi beðið hann um að slá sig, samanber ofangreint minnisblað ákærða og framburð hans um þetta. Á þetta verður ekki fallist , en útilokað er að mati dómsins að virða sem samþykki þau ummæli sem ákærði hefur eftir brotaþola í þessu samhengi. 13 Ákærði hefur lýst rækilega, bæði í framangreindu minnisblaði sínu, í framburði sínum hjá lögreglu, sem og við aðalmeðferð , þeim ummælum og framkomu brotaþola sem hann kveður að hann hafi viðhaft. Ekki hefur brotaþoli viljað kannast við þetta, en þó kannast hann við að hafa átt orðaskipti við ákærða og sagt honum að þrífa í sér tennurnar sem hafi verið útbíaðar í munntóbaki. Hefur brotaþoli k annast við að milli þ oli kannaðist líka við það fyrir dómi að hafa sagt við ákærða að hann ætti að fara að taka til í tanngarðinum á sér þar sem hann hafi verið með skítugar ten nur vegna tóbaks. Aðspurður kvaðst brotaþoli ekki muna eftir að hafa kallað ákærða skítugan smurolíukarl og hafa manað ákærða til að slá sig og kvaðst halda að þetta væri ekki rétt, en kvaðst þó ekki beint muna vel eftir samtalinu, sem hafi ekki verið á þe ssum nótum þó það hafi ekki verið vinalegt. Vitni hafa ekki getað staðfest hvað hafi farið á milli ákærða og brotaþola að þessu leyti, en þó hefur komið fram staðfesting á athugasemdum brotaþola við tóbak í munni ákærða. Þá verður af framburði vitnanna dre gin sú ályktun að samtal þeirra hafi fremur verið á óvinsamlegum nótum. Að mati dómsins er framburður ákærða um þetta trúverðugur, en hann hefur verið mjög eindreginn í þessum framburði sínum allt frá upphafi, ekki orðið missaga um þetta og hefur þessum fr amburði ákærða ekki verið hnekkt og verður hann látinn njóta alls vafa um þetta. Samkvæmt framansögðu er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og sem er þar réttilega heimfærð til refsiák væða. Hefur ákærði unnið sér til refsingar. Við ákvörðun refsingar ber að líta til þess að samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað sem máli getur skipt við ákvörðun refsingar hans nú. Þá ber að líta til 3. mgr. 218. gr. c. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en telja verður að brotaþoli hafi átt upptök að þeirri atburðarás, sem endaði með umræddum höggum, með þeim orðum og háttsemi gagnvart ákærða sem að ofan er lýst og sem ekki hefur verið hrakið af hálfu á kæruvalds, en allur vafi um þetta verður túlkaður ákærða í hag. Að öllu þessu virtu er rétt að fresta ákvörðun refsingar ákærða og skal refsing hans falla niður að liðnum 2 árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með h áttsemi sinni gagnvart brotaþola hefur ákærði bakað sér bótaábyrgð. Bótakrafa brotaþola byggir bæði á 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sem og á almennum 14 skaðabótareglum. Að teknu tilliti til málsatvika og þess að brotaþoli sjálfur átti upptökin að þeirri atburða r ás sem leiddi til tjóns hans eru miskabætur hæfilega ákveðnar kr. 150.000 og skulu bera vexti og dráttarvexti eins og greinir í dómsorði, en að teknu tilliti til þess mikla munar sem er dæmdum miskabótum og umkrafinni fjárhæð , sem verður að telja í ósamræmi við dómvenju, verður ákærða ekki gert að greiða dráttarvexti fyrr en frá dómsuppsögu sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001 i.f. Þá ber að dæma ákærða til að greiða brotaþola málskostnað við að halda fram kröfu sinni og er málskostnaðurinn hæfilega ákveði nn kr. 176.640 að teknu tilliti til virðisaukaskatts af málflutningsþóknun og jafnframt að teknu tilliti til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, en kr. 26.640 af málskostnaðinum eru vegna aksturskostnaðar sem ber ekki virðisaukaskatt. Þá ber að dæma ákærða til greiðslu sakarkostnaðar, en útlagður kostnaður við rannsókn skv. yfirliti nemur kr. 13.212 og verður ákærða gert að greiða hann, sem og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ingólfs Vignis Guðmundssonar lögmanns, kr. 711.140 að teknu tilliti til virði saukaskatts, ásamt aksturskostnaði verjandans, kr. 11.780. Sigurður G. Gíslason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Fresta ber ákvörðun refsingar ákærða, Gunnlaugs Steins Steinssonar, og skal refsingin falla niður að liðnum 2 árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði A kr. 150.000 með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38 / 2001, frá 9. júní 2018 ti l dómsuppsögu, en síðan með dráttarv öxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði A kr. 176.640 í málskostnað. Ákærði greiði sakarkostnað, alls kr. 736.132, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ingólfs Vignis Guðmundssonar lögmanns, kr. 711.140 að virðisaukaskatti meðtöldum og jafnframt þ.m.t. aksturskostnaður verjandans kr. 11.780. Sigurður G. Gíslason 15