Héraðsdómur Reykjaness Dómur 11. desember 2020 Mál nr. E - 1540/2020 : Lisbet Löset ( Katrín Smári Ólafsdóttir lögmaður ) g egn Veiðihús um ehf ( Ásgeir Þór Árnason lögmaður ) Dómur Með stefnu þingfestri 10. júní 2020 höfðaði Lisbet Löset, kt. , Noregi, mál á hendur Veiðihúsum ehf., kt. , 203 Kópavogi. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda laun að fjárhæð 6.955.910 krónur ásamt d ráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af 561.311 krónum frá 1. júní 2016 til 1. júlí 2016, af 2.085.741 krónu frá þeim degi til 1. ágúst 2016, af 4.849.461 krónu frá þeim degi til 1. september 2016, af 6.042.663 kr ónum frá þeim degi til 1. október 2016, af 6.358.516 krónum frá þeim degi til 1. nóvember 2016 og af 6.955.910 krónum frá þeim degi til greiðsludags allt að frádregnum innborgunum stefnda á starfstímanum: 360.000 krónum þann 31. maí 2016, 600.000 krónum þa nn 30. júní 2016, 600.000 krónum 31. júlí 2016, 600.000 krónum 31. ágúst 2016, 216.000 krónum þann 30. september 2016, 600.000 krónum þann 31. október 2016 og 600.000 krónu m þann 30. nóvember 2016. Þá er krafist málskostnaðar. Stefndi krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda en til vara að fjárkrafa stefnanda verði lækkuð. Þá er krafist málskostnaðar. Fór aðalmeðferð málsins fram þann 27. nóvember sl. og var málið dómtekið að málflutningi loknum. Málsatvik. Með ódagsettum ráðn inga r samningi réð Björgvin Jóhann Hreiðarsson sig sem matreiðslumann og yfirmann hótelrekstrar við veiðihúsið að Eystri - Rangá hjá stefnda frá og með 10. maí 2016 í 100% starf. Var veiðihúsið annars vegar fyrir gesti í stangveiði og að hausti fyrir gesti í gæsaveiði. Þá segir að aukageta í gistingu sé seld til almennra 2 ferðamanna. Í ráðninga r samningnum segir að launþegi leggi drög að matseðli sem unnið skuli eftir í veiði - og gistihúsum félagsins. Morgunverður sé undirbúinn að kvöldi. Launþegi leggi línurna r um það sem eigi að vera í boði hverju sinni og sjái um að hráefni sé til. Launþegi undirbúi hádegishlaðborð. Þjónustustarfsmaður leggi á borð og aðstoði við að setja fram hlaðborð. Launþegi sjái um daglegan bakstur fyrir síðdegiskaffi. Þjónustustarfsmaðu r sjái um að leggja á borð fyrir kaffið, meðlæti o.fl. Launþegi sjái um allan undirbúning og matreiðslu. Þjónustustarfsmenn séu 1 - 2 á vakt, þeir leggi á borð og beri fram mat á diskum, hreinsi af borðum og fylgist með drykkjum. Launþegi sjái um hreinsun á sínum verkfærum og tækjum. Launþegi sjái til þess að ávallt sé til nægilegt hráefni en kappkosti að nýta það sem best. Vinnustaður er veiðihúsin við Eystri - Rangá, Aurora lodge hotel og skrifstofa Veiðihúsa ehf., Akurhvarfi 16, sem og heimili launþega ley fi aðstæður og bókanir það. Launþegi sjái um að koma sér til og frá vinnustað. Um vinnutíma segir að launþegi skipuleggi hann sjálfur skilgreiningu starfsins. Það sé á ábyrgð launþega að manna frídaga sína í samráði við framkvæmdastjóra Veiðihúsa ehf. Fyri r umsamið starf greiði stefndi stefnanda 950.000 krónur á mánuð i fyrir tímabilið 1. júní til 30. nóvember en 850.000 krónur á mánuði fyrir tímabilið 1. desember til 31. maí, þar með taldar greiðslur fyrir akstur og annan ferðakostnað. Var þriggja mánaða ga gnkvæmur uppsagna r frestur á samningnum. Stefnandi gerði á sama tíma ráðninga r samning við stefnda og hóf störf 10. maí 2016. Í 3. grein samnings stefnanda segir að starfsmaður taki að sér rekstur veiðihúss Eystri - Rangár á ársgrundvelli í samvinnu við Björgvin og er vísað í viðauka II dagsettan sama dag. Var um 100% starf að ræða. Se gir einnig í 3. grein að verkefni utan stangveiði - /skotveiðitímabils séu meira eða minna þau sömu nema hvað tímasetningar kunni að vera breytilegar eftir viðskiptavinum, þ.e. að morgunmatur skuli vera borinn fram milli kl. 07:00 og 10:00 fyrir hádegi. Háde gismatur sé frá kl. 12:00 til 14.00/15.00 en sé breytilegur. Kvöldverður sé frá kl. 18:00 til 21:00/22:00 eða eftir þörfum viðskiptavinar sem hafi bókað allt húsið. Í 4. gr. segir að starfsmaður skuli ásamt hótelstjóra skipuleggja vaktir fyrir allt starfs fólk og gera breytingar eftir þörfum og mismunandi aðstæðum. Starfsmaður skuli vera hluti af því vaktaskipulagi og skipuleggja vinnustundir sínar á þann hátt að skyldur þær sem raktar séu í þessum samningi séu uppfylltar. Þá fékk starfsmaður fæði og húsnæð i hjá stefnda á meðan hann vann í veiðihúsinu. Laun voru ákveðin 600.000 krónur á mánuði. Tekið var fram að ekki væri greitt fyrir yfirvinnu þar 3 sem samningurinn útlisti verkefni starfsmanna og það sé svo þeirra að skipuleggja vinnuna innan skynsamlegs tím aramma en þar sem vinnutími kunni að breytast frá degi til dags þá sé ekki dregið af starfsmönnum fyrir fæði og húsnæði. Þá er ákvæði um lífeyrissjóðsgreiðslu og gildistíma samningsins. Í viðauka I með ráðninga r samningnum er frekari útlistun á starfslýsi ngu stefnanda og Björgvins. Þá fylgir ítarleg verklýsing við gerð og framleiðslu morgunmatar, morgunverka, þrifa á herbergjum, hádegisverði, kaffitíma og undirbúningi fyrir kvöldmat. Í viðauka II er verklýsing á ábyrgð og umsjón með veiðihúsunum. Stefnandi sendi stefnda tölvupóst þann 22. júlí 2016 og lýsti miklu álagi og [s] ti dagur síðan ég kom hingað (fyrir utan hálfan dag sem ég var í fríi) sem er undir 12 tímum. Og að vinna 12 - 18 tíma á dag til í tölvuskeytinu að ráðin yrði viðbótarmanneskja sem myndi koma og hjálpa stefnanda í eldhús inu. Stefndi svaraði þessum tölvupósti sama dag og kvaðst gera sér grein fyrir því að stefnandi væri mjög þreytt en þannig vilji stefndi ekki hafa það. Kvaðst fyrirsvarsmaður stefnda koma næstu daga og ræða þetta við stefnanda auk þess sem hún ætlaði að fi nna kokk sem að minnsta kosti gæti komið í nokkra daga svo að stefnandi fengi algjört frí. Með tölvupósti þann 29. ágúst 2016 til stefnda óskaði stefnandi eftir því að fá launaseðlana sína senda. Fyrir dóminum kom fram hjá stefnanda að hún var í fríi frá 11. ágúst til 19. september 2016 er hún dvaldi í Noregi. Þann 11. ágúst 2016 leitaði stefnandi til læknis vegna Með tölvupósti frá stefnanda til stefndu þann 22. júlí 2016 kvartaði stefnandi yfir of miklu vinnuálagi og skorti á viðbótarstarfsfólki. N okkur tölvupóstsamskipti áttu sér stað milli stefnanda og stefnda frá 29. ágúst 2016 til 7. september s.á. þar sem stefnandi óskaði eftir launaseðlum. Með tölvupósti frá stefnanda til stefnda þann 3. október 2016 kvartar stefnandi yfir því að fá of lítið greitt þann 1. október. Þá kvaðst stefnandi hafa unnið við gerð vaktalista o.fl. á meðan hún var í fríi í Noregi. Kvaðst hún í bréfinu hafa unnið í maí 155 klukkustundir, í júní nálægt 400 klukkustundum og í júlí 522 klukkustundir. Þótt hún hafi farið til Noregs 13. ágúst þá hafi hún unnið 188 klukkustundir í þeim mánuði. Þá spyr hún stefnda hvort honum finnist þetta sanngjarnt miðað við tímana hennar og allt 4 það sem hún hafi gert fyrir staðinn aukalega í frítíma sínum og á frídögum. Síðasti tölvupóstur se m fór á milli aðila og liggur fyrir í málinu er frá 2. desember 2016. Í gögnum málsins liggur fyrir uppsagnarbréf dagsett 31. október 2016 þar sem stefnanda er sagt upp störfum með eins mánaðar uppsagnarfresti samkvæmt ráðninga r samningi. Í gögnum málsi ns liggur fyrir ex c el - skjal, sem er tímaskráning stefnanda að hennar sögn. Kvaðst hún hafa skráð unnar klukkustundir samkvæmt dagbók sem hún hélt á starfstímanum. Engin frekari gögn fylgdu listanum. Hefur hann ekkert yfirheiti utan að á honum kemur fram má nuður, frá og til og klukkustundir, unnar klukkustundir, greiðsla fyrir skatt, frádráttur og greiðsla eftir skatt. Þann 1. mars 2017 fékk stefndi innheimtuviðvörun vegna kröfu stefnanda og þann 14. mars 2017 innheimtubréf. Þann 6. febrúar 2018 sendi lögm aður stefnanda tölvubréf til stefnda og tilkynnti um málshöfðun stefnanda. Stefna var síðan birt stefnda 30. maí 2020. Samkvæmt gögnum málsins eru tuttugu og fjögur herbergi við Eystri - Rangá. Samkvæmt Björgvin i J. Hreiðarssyni voru fimm herbergi af þeim notuð undir leiðsögumenn og sjö herbergi undir aðra starfsmenn. Samkvæmt þessu hafa tólf herbergi verið til útleigu til gesta. Samkvæmt launaseðlum stefnanda sem liggja fyrir í málinu fékk hún greidd laun fyrir maí 2016, 360.000 krónur. Af þeirri fjárhæð var staðgreiðsla skatta dregin, ásamt félagsgjald i og iðgjöld um í lífeyrissjóð. Í júní, júlí og ágúst 2016 voru heildarlaun á mánuði fyrir skatta 600.000 krónur. Í september 2016 voru heildarlaun fyrir skatta 216.000 krónur og í október og nóvember 2016 voru heildarlaun fyrir skatta 600.000 krónur á mánuði. Málsástæð ur og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir á því að hún sé lærður matreiðslumaður, með sveinspróf og hafi haft þriggja ára starfsreynslu á árinu 2016. Hún hafi jafnframt verið félagsmaður í stéttarfélaginu MATVÍS og mun i óumdeilt að um ráðningarsamband hennar hjá stefnda hafi gilt kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins og MATVÍS. K röfur stefnanda byggja st á kjarasamningi SA og MATVÍS og að þau laun og önnur kjör sem hún bjó við á starfstíma hennar hjá stefnda hafi ekki sva rað til þeirra lágmarkskjara og réttinda sem henni skyldu tryggð samkvæmt kjarasamningi SA og MATVÍS í störfum sínum hjá 5 stefnda, sbr. og 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Af því leiði að hún eigi fjárkr öfu á hendur stefnda sem nemi mismun þeirra launa sem henni voru greidd og þeirri fjárhæð sem henni bar með réttu í laun , sem og vangoldinn frítökurétt vegna skerðingar hvíldartíma og orlof á þau laun, sbr. framlögð gögn sem sýn i útreikning og forsendur kr afna stefnanda samkvæmt því sem nú verður rakið. Samkvæmt samningi aðila hafi verið gert ráð fyrir því að öll yfirvinna, að því er virðist í ótilgreindum mæli, væri innifalin í hinni mánaðarlegu greiðslu, 600.000 kr ónum . Í ljós hafi komið að fyrirsvarsmen n stefnda höfðu einfaldlega enga grein gert sér fyrir áhrifum hinnar auknu þjónustu á umfang starfseminnar og þar með störf umsjónarmanna en öllum megi ljóst vera að yfirvinnufjöldi stefnanda hafi verið langt umfram það sem stefnanda eða nokkurn gat órað f yrir. Aldrei hafi verið brugðist við athugasemdum stefnanda eða óskum um fjölgun starfsfólks. Stefnandi byggir á því að það fari þvert á ákvæði kjarasamnings SA og MATVÍS og gangi gróflega gegn almennum reglum vinnuréttarins að ætlast til þess að einungis séu greidd föst laun fyrir ótakmarkaða vinnu líkt og raunin varð í tilviki hennar. Í 7. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur segi að samningar einstakra verkamanna við atvinnurekendur séu ógildir að svo miklu leyti sem þeir fara í bága við samninga stéttarfélags við atvinnurekandann, enda hafi félagið ekki samþykkt þá. Í 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda segi að laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semji um, skuli ver a lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því, er samningur tekur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveði skuli vera ógild ir. Stefnandi sé iðnaðarmaður með sveinspróf og hafi starfað sem slíkur í þrjú ár er hún hóf störf hjá stefnda. Grunnmánaðarlaun stefnanda skyldu samkvæmt kjarasamningi vera að lágmarki 340.902 krónur. Líkt og ráðningarsamningur , sem lagður sé fram , beri skýrlega með sér hafi stefnandi enn fremur verið ráðin til að hafa á hendi vaktstjórn auk þess sem henni var gert að ganga til almennra starfa iðnaðarmanna. Af því leiði að henni bar með réttu að fá 15% álag ofan á þau laun vegna þeirrar ábyrgðar sem í því fólst. 6 Samkvæmt kjarasamningi hefðu laun stefnanda því átt að nema 392.037 krónum (340.902 * 1,15) fyrir dagvinnu, sbr. grein 1.5 í þágildandi kjarasamningi SA og MATVÍS. Þá hefðu laun stefnanda vegna dagvinnu að lágmarki átt að nema 2.261,80 krónum (392. 037 / 173,33), sbr. grein 2.1.2 í þágildandi kjarasamningi SA og MATVÍS væri miðað við þau lágmarkskjör sem heimilt var að leggja til grundvallar. Að auki skyldi greiða álag á dagvinnukaup á þann hluta 40 klukkustunda vinnu á viku, sem félli utan tímabilsi ns kl. 08:00 til 17:00 mánudaga til föstudaga, og þá með 33% álagi á dagvinnukaup eða 746,39 krónur á tímabilinu kl. 17:00 til 24:00 mánudaga til föstudaga (2.261,80 * 0,33) og með 45% álagi á dagvinnukaup á tímabilinu kl. 00:00 til 08:00 alla daga eða 1.017,81 krón a (2.261,80 * 0,45) og jafnframt um helgar, sbr. grein 1.8.1 í þágildandi kjarasamningi SA og MATVÍS. Þá skyldi greiða sérstakt stórhátíðarálag vegna vinnu á slíkum dögum , t.d. hvítasunnudag og annan í hvítasunnu sem og á frídegi verslunarmann a. Þannig skyldi greiða 45% álag á dagvinnukaup eða 1.017,81 krónu (2.261,80 * 0,45) vegna vinnu á annan í hvítasunnu, sbr. gr. 1.8.2 í þágildandi kjarasamningi SA og MATVÍS. Sama gildir um vinnu á fríd egi verslunarmanna. Hvað varðar vinnu á hvítasunnudag sem og á þjóðhátíðardeginum 17. júní skyldi samkvæmt kjarasamningi (grein 1.8.3) greiða 90% álag á dagvinnukaup eða 2.035,62 krónur á tímann (2.261,80 * 0,90). Framangreindar fjárhæðir séu allar miðaðar við dagvinnu. Í grein 2.1.2 í þágildandi kjarasamning i SA og MATVÍS segi að dagvinna skuli vera 40 klukkustundir á viku á tímabilinu frá kl. 07:00 til 18:00 mánudaga til föstudaga. Þegar 40 klukkustundum í dagvinnu sé lokið hef ji st yfirvinna. Þá skal hver hafin klukkustund greiðast með að lágmarki 0,5 klukku stund, sbr. síðari málslið greinarinnar. Tímakaup stefnanda í yfirvinnu nam skv. kjarasamningi 4.071,30 krónum (392.037 * 0,010385), sbr. grein 1.6.1 í kjarasamningi SA og MATVÍS. Fyrir yfirvinnu á stórhátíðardögum skyldi tímakaup stefnanda vera 5.390,52 k rónur (392.037 * 0,01375) samkvæmt grein 1.7.1 í þágildandi kjarasamningi SA og MATVÍS. Ít rek u ð þörf var á að stefnandi ynni langar vinnulotur, sem og var sá tími sem leið á milli vakta skemmri en þær átta klukkustundir sem mælt sé fyrir um í kjarasamning i sem um ráðningarsambandið gilti. Í grein 2.3.3 í kjarasamning num segi að fái starfsmaður ekki átta klukkustunda hvíld á sólarhring skuli hann, auk frítökuréttar, fá greidda eina klukkustund í yfirvinnu fyrir hverja klukkustund sem hvíldin fer niður fyrir átta klukkustundir. Loks k omi fram í greinum 2.3.4 og 2.3.5 í kjarasamning num að á hverju 7 sjö daga tímabili skuli starfsmaður hafa að minnsta kosti einn vikulegan frídag. Fyrir hvern áunninn frídag sé því krafist 8 klukkustunda í dagvinnu án álags. Samkvæ mt vinnuskýrslum stefnanda m egi ljóst vera að hvíldartími hennar hafi ítrekað verið skertur á meðan hún starfaði hjá stefnda . Aldrei hafi þó komið til þess að stefnanda væri greitt vegna skerðingar á hvíldartíma, enda skilningur vinnuveitanda að því er vir ðist að í heildarlaunum fælist ótakmarkað vinnuframlag, þvert á ákvæði kjarasamninga sem um vinnusamband aðila gilti. Stefnandi hafi haldið fremur nákvæma skráningu yfir þá tíma sem hún vann sem hún mun hafa miðlað til fyrirsvarsmanns stefnda og ekki haf i verið mótmælt. Samkvæmt þeirri samtímaskráningu tel ji stefnandi að fjöldi yfirvinnutíma hennar á starfstímabilinu, þ.e. frá 10. maí til nóvemberloka 2016, hafi numið samtals 729,50 klukkustundum. Með þessum löngu vinnutörnum og mikla vinnustundafjölda ha fi réttur stefnanda til lágmarkshvíldar margsinnis verið virtur að vettugi en vinnudagur stefnanda hófst oft snemma að morgni og lauk iðulega ekki fyrr en á miðnætti eða síðar. Stefnandi taldi það í fyrstu ekki eftir sér en þar sem ljóst m egi vera að réttu r stefnanda til lágmarkshvíldar hafi ítrekað verið þverbrotinn sé í máli þessu gerð krafa um greiðslu vegna þess í samræmi við ákvæði kjarasamnings SA og MATVÍS þar sem þess gerðist ítrekað nauðsyn. Í kafla 2.3 í þeim kjarasamningi sem vísað sé til er fjal lað um lágmarkshvíld, frítökurétt og vikulegan frídag. Þar segi að vinnutíma starfsmanns skuli hagað þannig að á hverjum sólarhring fái starfsmaður í það minnsta ellefu klukkustund a samfellda hvíld, sbr. gr. 2.3.1 í kjarasamningi , sbr. og 53. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Þá sé kveðið á um það að í þeim tilvikum er starfsmaður nái ekki hvíld samkvæmt grein 2.3.1 skuli veita uppbótarhvíld, eða frítökurétt eins og þa ð sé oft kallað. Sá frítök uréttur nem i 1,5 klukkustund um fyrir hverja klukkustund sem hvíldin skerðist eða 3.392,70 krónum í tilviki stefnanda (2.261,80 * 1,5). Þá sk uli ónýttur frítökuréttur starfsmanns gerður upp og teljast hluti ráðningartíma skv. 2. málsl. 6. mgr. greinar 2.3.2 í kjarasamning num . Þar sem nauðsynlegt vinnuframlag stefnanda hafi einfaldlega orðið svo langt umfram það sem vænta mátti sé annars vegar á því byggt að ákvæði ráðningarsamnings , þar sem mælt sé fyrir um að ekki komi til neinna frekari greiðslna fyrir ,,e , og hins vegar sú staðreynd að bæði var oft um að ræða vinnutarnir þar sem ekki náðist ellefu kl ukkustunda hvíld og að auki útilokað að taka frí og nýta uppsafnaða frítökurétt, hafi 8 vinnuálag og sú vinna sem innt var af hendi farið langt út fyri r allt sem vænta mátti og sé byggt að það einfaldlega fái ekki samrýmst samningum á íslenskum vinnumarkaði að svo sé samið og þess raunverulega vænst að starfsmaður taki að sér ómælt starf, án frídags svo vikum skipti, gegn slíkum föstum launum. Þess sjái hvergi st a ð að heimilt sé að greiða einungis föst laun fyrir ótakmarkaða vinnu svo vikum skiptir líkt og ráða megi að stefndi hafi ætlast til af stefnanda. Með því að greiða stefnanda ekki laun fyrir vinnu utan þess sem eðlilegt getur talist sem og að virða ekki ákvæði um frítökurétt hafi lágmarksréttindi hennar skv. kjarasamningi MATVÍS og SA verið skert. Slík ráðningarkjör séu ógild skv. 1. gr . laga nr. 55/1980, sbr. og 7. gr. laga nr. 80/1938. Að auki væri slíkur samningur bersýnilega ósanngjarn og því ógildanlegur á grundvelli 36. gr. laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936. Í málinu ligg i fyrir að stefnandi móttók ekki launaseðla mánaðarlega, heldur þurfti að kalla eftir þeim eftir starfslok. Að auki sé bent á það að hún gerði ítrekað athugasemdir vegna vinnuálags við framkvæmdastjóra félagsins, sinn næsta yfirmann. S tefnandi leitaði aðhlynningar á bráðamóttöku að kvöld i 10. ágúst. Stefnandi var frá vinnu fram í miðjan september, m.a. vegna andláts náins ættingja síns í Noregi. Krafa sé gerð um greiðslu launa fyrir sex daga í veikindaforföllum , sbr. grein 8.1.1 í þágildandi kjarasamningi SA og MATVÍS. Þar segi að á fyrst a starfsári hjá sama atvinnurekanda ávinni starfsmaður sér rétt til launa í veikinda - og slysaforföllum í tvo daga á föstum launum fyrir hvern unnin mánuð. Stefnandi hafði unnið hjá stefnda í maí, júní og júlí er veikindin komu til og sé því krafist sex ve ikindadaga og 8 dagvinnutíma fyrir hvern veikindadag. Samtals nem i krafa stefnanda vegna launa í veikindaforföllum 108.566 krónum (6 * 8 * 2.261,80). Orlofsuppbót á orlofsárinu sem hófst 1. maí 2016 og lauk 30. apríl 2017 skyldi nema 44.500 krónum miðað v ið fullt starf, sbr. grein 1.4.1 í þágildandi kjarasamningi SA og MATVÍS. Þá skyldi desemberuppbót fyrir hvert almanaksár nema 82.000 krónum á árinu 2016 miðað við fullt starf, sbr. grein 1.3.1 í þágildandi kjarasamningi SA og MATVÍS. Í sömu ákvæðum kemur fram að fullt starf teljist í þessu samhengi 45 unnar vikur eða meira. Skertur hvíldartími stefnanda á ráðningartímabilinu var 207,25 klst. Af því leiði að ónýttur frítökuréttur hafi verið 310,875 klst . (207,25 * 1,5), sbr. grein 2.3.2 í þágildandi 9 kjarasa mningi SA og MATVÍS, sem gerir 7,7 vikur (310,875 / 8 / 5). Á tímabilinu 14. maí 2016 til 31. október 2016 séu 24,4 vikur. Þegar ráðningarsambandi aðila lauk með réttu hafði stefnandi því starfað í 32,1 viku (24,4 + 7,7). Samkvæmt því hafi stefnandi áunnið sér rétt til 71,33% (32,1 / 45) hlutfallslegra orlofs - og desemberuppbóta að fjárhæð 31.742 krónur (44.500 * 0,7133) í orlofsuppbót og að fjárhæð 58.491 króna (82.000 * 0,7133) í desemberuppbót, enda teljist frítökuréttur til ráðningarsambandsins, sbr. sí ðari hlut a 2. málsl. 6. mgr. greinar 2.3.2 í þágildandi kjarasamning i SA og MATVÍS. Samkvæmt tímaskráningu stefnanda sundurliðast vinnustundir stefnanda með svofelldum hætti eins og nánar er útskýrt á dómskjali 17: Forsendur maí 2016 júní 2016 júlí 2016 ágúst 2016 september 2016 október 2016 Samtals Dagvinna 104,50 klst. 176,00 klst. 168,00 klst. 80,00 klst. 74,00 klst. 158,50 klst. 761,00 klst. 33% vaktaálag 14,50 klst. 10,00 klst. 11,75 klst. 12,25 klst. 18,50 klst. 31,00 klst. 98,00 klst. 45% vaktaálag 8,50 klst. 9,00 klst. 8,00 klst. 58,00 klst. 83,50 klst. 90% vaktaálag 8,00 klst. 8,00 klst. Yfirvinna 41,50 klst. 194,00 klst. 357,00 klst. 109,50 klst. 23,50 klst. 4,00 klst. 729,50 klst. Yfirvinna stórhátíðarálag 9,00 klst. 2,00 klst. 11,00 klst. Skertur hvíldartími 25,00 klst. 120,25 klst. 60,50 klst. 0,50 klst. 1,00 klst. 207,25 klst. Hvíld undir 8 klst. 1,00 klst. 41,25 klst. 30,50 klst. 72,75 klst. Vikulegur frídagur 16,00 klst. 32,00 klst. 40,00 klst. 88,00 klst. Veikindadagar 48,00 klst. 48,00 klst. Unnar klukkustundir 155,00 klst. 372,00 klst. 525,00 klst. 189,50 klst. 97,50 klst. 162,50 klst. 1.501,50 klst. Til að draga saman framangreindar forsendur sé krafist 2.261,80 króna í dagvinnu, 746,39 króna í 33% álagi, 1.017,81 krón u í 45% álagi, 2.035,62 króna í 90% álagi, 4.071,31 króna í yfirvinnu, 5.390,52 króna í stórhátíðarálagi, 3.392,70 króna í frítökurétti, 4.071,31 krón u í hvíld undir 8 klst., 2.261, 80 króna á hverja klukkustund í vikulegum frídegi eða samtals 18.094,4 króna fyrir hvern vikulegan frídag og 108.566 krón a fyrir sex veikindadaga. Þá er krafist 10,17% orlofs á alla fjárhæðina. Miðað við þessar forsendur og framangreinda tíma er sundurliðun dómkröfu stefnanda að fjárhæð 6.865.678 krón ur eftirfarandi: 10 Forsendur maí 2016 júní 2016 júlí 2016 ágúst 2016 september 2016 október 2016 Samtals Dagvinna 236.358 398.077 379.982 180.944 167.373 358.495 1.721.230 33% vaktaálag 10.823 7.464 8.770 9.143 13.808 23.138 73.146 45% vaktaálag 8.651 9.160 8.142 59.033 84.987 90% vaktaálag 16.285 16.285 Yfirvinna 168.959 789.834 1.453.458 445.808 95.676 16.285 2.970.021 Yfirvinna stórhátíðarálag 48.515 10.781 59.296 Skertur hvíldartími 84.818 407.972 205.258 1.696 3.393 703.137 Hvíld undir 8 klst. 4.071 167.942 124.175 296.188 Vikulegur frídagur 36.189 72.378 90.472 199.038 Veikindadagar 108.566 108.566 10,17% orlof af allri kröfu 51.816 140.723 255.124 110.147 29.157 46.817 633.784 71,33% orlofsuppbót 31.742 31.742 71,33% desemberuppbót 58.491 58.491 Samtals 561.311 1.524.430 2.763.720 1.073.595 315.853 597.394 6.955.911 Allt þetta að frádregnum innborgunum stefnda á starfstímanum , 360.000 krónum þann 31. maí 2016, 600.000 krónum þann 30. júní 2016, 600.000 krónum 31. júlí 2016, 600.000 krónum 31. ágúst 2016, 216.000 krónum þann 30. september 2016 , 600.000 krónum 31. október 2016 og 600.000 krónum þann 31. nóvember 2016. Samkvæmt g rein 1.10 í þágildandi kjarasamningi SA og MATVÍS eiga laun að greiðast fyrsta virka dag eftir að mánuði þeim lýkur sem laun eru greidd fyrir. Gjalddagi kröfunnar vegna maímánaðar 2016 er því 1. júní 2016 og vegna júnímánaðar 2016 er gjalddaginn 1. júlí 20 16 og svo framvegis. Að auki skal vinnuveitandi greiða áunnið orlof til launþega við lok ráðningarsambands samkvæmt 8. gr. laga um orlof nr. 30/1987. Þá krefst stefnandi 10,17% orlofs á alla launaliði, að orlofs - og desemberuppbótum undanskildum, samkvæmt orlofslögum og þágildandi kjarasamningi SA og MATVÍS. Stefnandi byggir kröfu sína um dráttarvexti á III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, einkum 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laganna. Dráttarvextirnir eru reiknaðir frá gjalddaga hvers m ánaðar. Þá er krafist dráttarvaxta af hlutfallslegri desemberuppbót og orlofsuppbót frá 31. október 2016, þ.e. frá starfslokum, sbr. gr. 1.3.1 og 1.4.1 í þágildandi kjarasamningi SA og MATVÍS. Krafa um málskostnað úr hendi stefnda byggi st á 129. og 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Stefnandi er ekki virðisaukaskatt s skyldur og ber því að bæta þeim skatti við tildæmdan málskostnað honum til handa. Um virðisaukaskatt á málskostnað vísast til laga um virðisaukaskatt nr. 5 0/1988. Um varnarþing vísast til 1. mgr. 33. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Vísað sé til meginreglna vinnu - , kröfu - og samningaréttarins um efndir fjárskuldbindinga og að gerða samninga skuli halda, sérstaklega um skyldu 11 vinnuveitanda til að greiða umsamin laun og aðrar greiðslur, samkvæmt gildandi lögum og kjarasamningum. Stefnandi vísar jafnframt til laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks, sérstaklega 1. gr., laga nr. 30/1987 um orlof, aðallega 1., 7. og 8. gr., og laga nr. 46/1 980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, aðallega 2. og 53. gr. Um dráttarvaxtakröfu stefnanda er vísað til III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, einkum 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. Krafa um málskostnað úr hendi stefnda b yggi st á 129. og 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Stefnandi er ekki virðisaukaskatt s skyldur og ber því að bæta þeim skatti við tildæmdan málskostnað honum til handa. Um virðisaukaskatt á málskostnað vísast til laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988. Um varnarþing vísast til 1. mgr. 33. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda vegna þess að hann hafi þegar greitt henni laun fyrir þann tíma sem hún sinnti stö rfum fyrir stefnda og gott betur eins og rakið sé í lýsingu málavaxta. Stefnandi hafi notið fastra mánaðarlauna fyrir allt vinnuframlag sitt. Hún hafi verið æðsti stjórnandi í veiðihúsi stefnda við Eystri - Rangá og ráðið vinnutíma sínum sjálf. Umsamið kaup hafi verið langt umfram alla launataxta Matvís. Aðilum hafi því verið heimilt að semja um kaup sín á milli og á því byggt að umsamið kaup, hvernig sem á málið sé litið, hafi á hverjum tíma farið langt fram úr lágmarkslaunum. Grundvallarágreiningur virð ist vera í málinu um það hvort stefnandi hafi ráðið sig til starfa hjá stefnda á kjörum skv. kjarasamningi eða samkvæmt ráðningarsamningnum. Stefndi telur að fyrst og fremst eigi að líta til ráðningarsamningsins. Við samningsgerðina hafi verið ákveðið að t ilgreina í honum að laun stefnanda væru fyrir allt vinnuframlag hennar og að auk launa nyti hún frís húsnæðis og fæðis. Á því sé byggt að stefnanda hafi verið þetta fullkomlega ljóst við ráðninguna og að með þessu hafi samist með aðilum um að stefnandi ny ti fastra mánaðarlauna fyrir allt vinnuframlag sitt. Þegar þannig hátti til að launamanni séu greidd föst laun fyrir alla vinnu eigi hann ekki kröfu til frekari launagreiðslna, sbr. fordæmi Hæstaréttar í máli nr. 68/1949, nr. 83/2000, nr. 66/2005, nr. 27 3/2010 og nr. 678/2012, sem staðfesta þetta fordæmi enda heimilt að hafa slíkan hátt á launagreiðslum þegar umsamin laun séu hærri en laun samkvæmt kjarasamningi en um það sé ekki deilt í málinu, sbr. Hæstaréttardóm í máli nr. 308/2010. Frá þessu fordæmi H æstaréttar hafi sú undantekning verið gerð í dómi Hæstaréttar í máli nr. 66/2005 að forsenda þessa sé að vinnutíminn sé innan 12 venjulegra og hóflegra marka en í því máli var talið að vinnutími starfsmanns hafi farið yfir þau mörk. Mótmælt sé þeim málatilbú naði stefnanda að telja að í ráðningarsamningnum hafi falist að greiða ætti að öllu leyti samkvæmt ákvæðum kjarasamnings Matvís. Þeirri málsástæðu verið hvergi fundin stoð í samningi aðila enda hvergi vísað til þess. Vísað sé til þess að framkvæmd samnings ins gefi vísbendingu um að skilningur stefnda að þessu leyti sé réttur enda athugasemdalaust af hálfu stefnanda um að hún teldi sig eiga betri rétt þegar hún kvartar um vinnuálag með tölvupóst i . Stefndi hafi að fullu gert upp öll laun við stefnanda, hver ju nafni sem nefnist, vegna ráðningarsamnings málsaðila. Ekki komi því til greina að játa stefnanda frekari kröfum eins og fyrir viðbótardagvinnu, vaktaálag, yfirvinnu, stórhátíðarálag, eða fyrir skertan hvíldartíma, vikulega frídaga eða veikindadaga eins og kröfur stefnanda lúti að. Stefndi hafni öllum kröfum stefn an da er lúti að því að hún hafi ekki notið 11 klst. hvíldar í einhver skipti enda hafi henni sjálfri borið að gæta að þessu og sé því algerlega neitað að yfirmaður hafi nokkurn tíma óskað eftir því að stefnandi tæki sér minni hvíld. Stefndi vísar því á bug að vinnuálag stefnanda hafi á einhverjum tíma verið það mikið að hún hafi ekki getað tekið 11 klst. hvíld. Stefnanda gat ekki dulist að mjög mikilvægt var fyrir hana að tefla strax fram slíkum kröfum ef hún teldi vera tilefni til þeirra. Af sömu ástæðum mótmælir stefndi því að stefnandi geti átt kröfur á grundvelli þess að hún hafi á tilteknum tímabilum unnið samfleytt í það marga daga umfram sjö daga í samfellu að vegna þess hafi myndast frí tökuréttur. Stefnanda hafi sjálfri borið að gæta að því að vinna ekki í lengri lotum en eðlilegt væri og engin fyrirmæli hafi verið gefin af yfirmanni um að sleppa venjulegum fríum. Tilvísun stefnanda til ákvæða kjarasamnings í þessu sambandi geti ekki átt við af sömu ástæðu og að framan sé rakin. Mótmælt sé öllum málatilbúnaði stef n anda sem lúti að því að verkefnastaða hennar hafi verið með þeim hætti að hún hafi átt mjög örðugt með að komast í frí og eftir atvikum að hún hafi þurft að hverfa til starfa úr fríi. Þá mótmælir stefndi tímaskráningu stefnanda og kveður hana ósannaða en ekkert hafi verið lagt fram fyrir dómi sem styðji hana. Stefndi byggir á því að 3. töluliður 52. gr. a í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað og hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum e igi við um aðstöðu stefnanda samkvæmt ráðningarsamningnum, sem æðsti stjórnandi í veiðihúsinu , og að hún hafi ráðið vinnutíma sínum sjálf, þannig að ákvæði um lágmarkshvíld í kjarasamning n um taki því ekki til stefnanda, sbr. Hæstaréttardóm í máli nr. 27/20 19. 13 Stefndi bendir á að samkvæmt nýtingarlista fyrir veiðihúsið við Eystri - Rangá sé ljóst að nýting þess á starfstíma stefnanda hafi verið frekar léleg og langt í frá að öll herbergi væru bókuð alla daga. Einnig hafi komið fyrir að engir gestir væru í hús inu. Listi þessi sýni að fullyrðingar stefnanda um mikið álag á starfstíma hennar séu beinlínis rangar. Stefndi byggir einnig sérstaklega á því að tómlæti stefnanda við að hafa uppi kröfur þær sem hún seti fram í máli þessu leiði til þess að hún eigi en gar frekari kröfur vegna vinnusamningsins og sé í því sambandi sérstaklega vísað til þess að stefnandi hreyfði aldrei við því við stefnda að hún teldi sig eiga viðbótarkröfur umfram þau laun sem henni voru mánaðarlega greidd. Þá sé sérstaklega vísað til þe ss að stefnandi gerði aldrei athugasemdir við stefnda um launauppgjör á meðan hún var starfsmaður. Þvert á móti gat stefnda ekki skilið annað á stefnanda, á fundum þeirra þegar vinnufyrirkomulag hennar hafi verið til umræðu, en að hún væri sátt. Á því sé b yggt að stefnanda hafi strax borið að segja alveg sérstaklega til þess ef hún teldi sig eiga frekari kröfur. Þá er ljóst að tómlæti stefnanda við fjárheimtuna og við að höfða mál þetta get i ekki leitt til annars en að allar kröfur hennar teljist niður fal lnar fyrri tómlæti. Í þessu sambandi sé bent á að stefndi mótmælti strax símleiðis greiðsluskyldu þegar fyrst voru hafðar uppi kröfur fyrir hönd stefnanda af hálfu Matvís og var það síðan ítrekað með tölvuskeyti lögmanns stefnda til lögmanns stefnanda hinn 14. mars 2017. Var því brýnt fyrir stefnanda að hefjast þegar handa með málsókn til að fá dóm fyrir kröfum sínum. Það gerði stefnandi ekki heldur lét líða þrjú ár, og tveimur og hálfum mánuði betur, uns mál þetta var höfðað. Sá dráttur á málsókn hafi með engu móti verið skýrður af hálfu stefnanda. Með tómlæti sínu skapaði stefnandi því það traust og þær væntingar hjá stefnda að málinu væri lokið af hennar hálfu. Tómlæti og aðgerðarleysi stefnanda í þessu sambandi, og fyrirvaralaus móttaka á launauppgjörum, hafa þau áhrif að stefnandi geti nú ekki haft upp þær kröfur sem málatilbúnaðurinn lýtur að, sbr. t.d. dóma Hæstaréttar í málum nr. 273/2010, nr. 438/2012, nr. 848/2017 og nr. 31/2018. Stefndi mótmælir öllum útreikningum stefnanda og þeim forsendum sem hú n hafi gefið sér og lagt til grundvallar kröfugerð sinni. Verði talin ástæða til að verða við einhverjum kröfu m stefnanda sé þess krafist að þær verði stórlega lækkaðar. Ekki geti komið til greina að dómur verði byggður á málatilbúnaði stefnanda og þeim gr unni sem kröfur hennar séu byggðar á. Samkvæmt málatilbúnaði stefnanda vann hún samtals í 119 daga hjá stefnda á árinu 2016, þ.e. 18 daga í maí, 30 daga í júní, 31 dag í júlí, 11 daga í ág ú st, 9 daga í september og 20 daga í október. Fyrir þetta vinnuframlag telur hún að 14 stefnda hafi borið að greiða sér 6.955.910 krónur eða 58.453 krónur fyrir hvern vinnudag, sem svari til mánaðarlauna að fjárhæð 1.753.591 krón a . Sú fjárhæð er 293% hærri en umsamið kaup og getur augljóslega ekki verið lögð til grundvallar. Þá sé ljóst að ef tekið verði undir þann málatilbúnað stefnanda að ekki beri að fara að ráðningarsamningi málsaðila heldur hafi stefnda borið að greiða stafnanda laun samkvæmt kjarasamning i og á grundvelli útreikninga stefnanda þá beri að draga frá launum til stefnanda fjárhæð sem nemi fæði og húsnæðisgjaldi í veiðihúsinu enda komi það skýrt fram í ráðningarsamningnum að hluti af kjörum stefnanda hafi verið að njóta þeirra fríðinda án þess að greiða fyrir þau til viðbótar umsömdum launum. Samkvæmt verðlista stefnda fyrir gistingu og fæði í veiðihúsinu við Eystri - Rangá sumarið 2016 hafi gjald fyrir fæði og gistingu í veiðihúsinu verið 21.000 krónur á dag til 15. júlí, 30.000 krónur á dag frá 16. júlí til 15. september og aftur 21.000 krónur á dag frá 16. september. Samkvæmt því ber að draga frá kröfu stefnanda andvirði fæðis - og húsnæðiskostnaðar að fjárhæð 2.742.000, sem sundurliðast þannig : 14. maí til 15. júlí, samtals 63 dagar x kr. 21.0 00 eða kr. 1.323.000, 16. júlí til 11. ágúst, samtals 27 dagar x kr. 30.000 eða kr. 810.000 og 20. september til 31. október, samtals 29 dagar x kr. 21.000 eða kr. 609.000. Skýrslur fyrir dómi. Stefnandi og fyrirsvarsmaður stefnda, Valgerður F. Baldursdótt ir , gáfu skýrslu fyrir dómi ásamt vitninu Björgvini Jóhanni Baldurssyni . Verður vitnað til framburðar þeirra eftir því sem þörf krefur við úrlausn málsins. Forsendur og niðurstaða. Ágreiningslaust er að stefnandi vann hjá stefnda við veiðihúsin að Eystri - Rangá frá 10. maí til loka nóvember 2016 og gerði ráðningarsamning þar sem tekið var fram að heildarlaun fyrir vinnuframlag stefnanda yrði 600.000 krónur á mánuði auk fæðis og húsnæðis. Þá er ekki deilt um að stefnandi hafi ekki fengið greidd laun s amkvæmt ráðningarsamningi á réttum tíma. Ágreiningsmál aðila fyrir dómi er hvort brotið hafi verið á stefnanda samkvæmt ráðningarsamningnum og kjarasamningi milli Samtaka atvinnulífsins og MATVÍS og hvort beri að víkja ráðningarsamningum til hliðar og grei ða henni laun samkvæmt kjarasamningi eins og dómkrafa hennar liggur fyrir. Fyrir dóminum kom fram hjá vitninu Björgvin að stefnandi og hann hafi verið par áður en þau réðu sig til stefnanda og hafi búið í Noregi. Vitnið hafi verið ráðið sem hótelstjóri o g matreiðslumaður en það hafi viljað fá til liðs við sig stefnanda sem kom 15 með því til Íslands. Þrátt fyrir ráðningarsamning stefnanda og það sem kemur fram í stefnu þá hafi stefnandi ekki verið yfirstjórnandi. Það hafi vitnið verið og stefnandi og vitnið hafi skipt innbyrðis með sér verkum án samráðs við stefnda. Hafi verið samkomulag milli þeirra að stefnandi sæi um matreiðslu með aðstoð annars starfsfólks og vitnisins þegar þess var þörf og vitnið ekki fast í öðrum störfum. Stefnandi hafði samband við s tefnda með tölvupósti þann 22. júlí 2016 og kvartaði undan miklu vinnuálagi. Samkvæmt framburði fyrirsvarsmanns stefnda fyrir dómi var aukastarfsfólk ráðið að Eystri - Rangá þegar álagið var sem mest. Þá kvaðst stefndi ekki hafa haft neina vitneskju um að st efnandi hafi leitað til læknis í ágúst 2016. Stefndi kvaðst hafa greitt stefnanda full laun fyrir ágústmánuð þrátt fyrir að stefnandi væri í fríi frá 11. ágúst þar sem stefnandi átti inni áunna orlofsdaga frá því í maí eða sex daga. Þá hafi stefndi talið a ð hann væri að koma til móts við stefnanda með því að greiða henni full laun út ágústmánuð. Af gögnum málsins, það er verklýsingu í ráðningasamningi og viðaukum svo og framburði vitnisins Björgvins, telur dómurinn að stefnandi hafi sýnt fram á að hún haf i unnið langan vinnutíma daglega. Um það var samið í ráðningarsamningi hennar en einnig að hún átti sjálf að skipuleggja frí sín enda hafði hún með höndum að gera vaktplan annarra starfsmanna. Engin vaktplön hafa verið lögð fram í málinu og er ósannað að v innustaðurinn hafi verið svo fáliðaður að stefnanda hafi verið ómögulegt að skipuleggja lögbundna frídaga fyrir sig sjálfa. Í gögnum málsins liggja fyrir tvö excel - skjöl sem stefnandi samdi sjálf. Kvaðst hún fyrir dóminum hafa skráð inn í skjölin unnar v innustundir sem hún hafi skráð daglega í dagbók sína. Dagbókin var ekki lögð fram í málinu og er því ekki hægt að staðreyna að sömu tímar hafi verið skráðir í dagbókina og excel - skjölin. Þá liggur fyrir ósamræmi milli upplýsinga frá stefnanda sjálfri í töl vupósti til stefnda en þann 22. júlí 2016 kvaðst hún hafa unnið 302 klukkustundir það sem af var júlí en í excel - skjalinu segir að hún hafi unnið 383 klukkustundir til 22. júlí s.á. Er það misræmi óútskýrt utan að stefnandi kveður skráningu í excel - skjalið vera þá réttu. Stefnandi ber sönnunarbyrðina fyrir því sem hún heldur fram í dómsmáli. Getur excel - sk j al eitt og sér, sem hefur verið mótmælt, ekki talist full sönnun þess að stefnandi hafi unnið þær klukkustundir þar sem þa ð er ekki stutt neinum gögnum. Hefur stefnandi ekki sýnt fram á með neinum haldbærum gögnum að stefndi hafi brotið ráðningasamning aðila frá maí 2016. Verður stefndi því sýknaður af kröfum stefnanda. 16 Stefndi byggir sýknukröfu sína einnig á tómlæti en hann hafi mátt búast við því innan sanngjarns tíma að hann fengi ekki frekari kröfur á hendur sér af hálfu stefnanda. Síðustu samskipti aðila varðandi laun samkvæmt tölvupósti sem liggur fyrir í málinu eru frá 2. desember 2016. Þá virðist ekkert hafa verið gert í málinu af hálfu stefnanda fyrr en með innheimtubréfum í mars 2017. Næst gerist það að lögmaður stefnanda sendi tölvupóst á stefnda þann 6. febrúar 2018 eða tæpum ellefu mánuðum eftir að seinna innheimtubréfið var sent stefnda. Þá verður ekki séð að kröfu stefnanda hafi verið fylgt eftir fyrr en með birtingu stefnu þann 30. maí 2020 eða rúmum tveimur árum eftir að tilkynning var send stefnda um málshöfðun. Í ofangreindum tölvupósti frá 29. ágúst 2016 til 7. september s.á. er verið að fjalla um afhendingu og sendingu launaseðla. Í tö lvupósti þann 3. október s.á. ræðir stefnandi um mikið vinnuálag og verkfyrirkomulag og telur vinnuálagið ekki sanngjarnt. Í innheimtubréfum frá mars 2017 er skýring kröfugerðarinnar sögð vangreidd laun fyrir tímabilið frá maí til október 2016. Engar frek ari skýringar eru gerðar á því á hverju krafan byggist og aldrei gerði stefnandi athugasemdir við greidd laun á ráðningartímanum. Tölvupóstur liggur frammi í málinu frá lögmanni stefnda þann 14. mars 2017 þar sem segir að stefndi hafi margítrekað hafnað gr eiðsluskyldu. Fyrst í stefnu, rúmum þremur árum eftir starfslok stefnanda, gerir hún kröfu um að ráðningarsamningnum sé vikið til hliðar og að greiða beri henni laun samkvæmt kjarasamningi. Hefur stefnandi því fyrir tómlætissakir fyrirgert rétti sínum til að hafa uppi launakröfu á hendur stefnda. Að öllu framangreindu virtu ber að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Samkvæmt 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála ber að dæma stefnanda til að greiða stefnda málskostnað sem þykir hæfil egur 500.000 krónur. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi , Veiðihús ehf., er sýkn í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda 500.000 krónur í málskostnað. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Ástríður Grímsdóttir