Héraðsdómur Austurlands Dómur 18. júní 2020 Mál nr. S - 102/2020 : Lögreglustjórinn á Austurlandi ( Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari ) g egn Kristófer Sigurðar syni (Stefán Þór Eyjólfsson lögmaður) Mál þetta, sem dómtekið var 27. maí 2020, er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Austurlandi, útgefinni 17. mars sl., á hendur Kristófer Sigurðssyni, kennitala , , , A , kt. , , , og B , kt. , , fyrir líkamsárás og brot á lögreglulögum, aðfaranótt laugardagsins 8. desember 2018, í og við sumarbústað nr. 22, í sumarbústaðahverfinu að á , sem hér segir: I. Á hendur ákærðu öllum, fyrir brot á lögreglulögum, með því að hafa í nefndum sumarbúst að, óhlýðnast fyrirmælum lögreglunnar, sem skipaði þeim að hætta strax átökum og ólátum sem þeir tóku þátt í og koma sér án tafar út úr sumarbústaðnum, í þeim tilgangi að halda uppi reglu á almannafæri. Telst þetta varða við 19. gr., sbr. 44. gr. lögregl ulaga nr. 90/1996, sbr. breytingarlög. II. Á hendur ákærðu B og Kristófer, fyrir brot á lögreglulögum, með því að hafa stuttu eftir að atvik samkvæmt I. kafla ákærunnar áttu sér stað, fyrir utan nefndan sumarbústað, óhlýðnast fyrirmælum um að trufla ekki störf lögreglunnar og fara ekki af svæðinu og fyrir að hafa tálmað störf lögreglunnar, en ákærði Kristófer ýtti harkalega við lögreglumanni nr. sem var þar við störf sín og B ýtti og togaði í lögreglumann nr. , sem einnig var þar við störf sín. T elst þetta varða við 19. og 21. gr., sbr. 44. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, sbr. breytingarlög. III. 2 Á hendur Kristófer fyrir líkamsárás með því að hafa veist að C , kt. , þar sem hann sat í framsæti hægra megin í bifreið sem stóð utan við nefndan sum arbústað og slegið hann nokkur hnefahögg í andlitið, með þeim afleiðingum að hann hlaut kúlu á enni hægra megin, roða í báðum augum, bólgu á nefi og eymsl á framhandlegg. Nánar tiltekið veittist ákærði Kristófer að C með því að fara inn um framhurð vinstra megin. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. Í ákæruskjali er þess krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. I Málið fékk upphaflega númerið S - 57/202 0 í málaskrá dómsins. Við þingfestingu þess máls 27. maí sl. féll sækjandi frá því að brot ákærða Kristófers hefði varðað þeim Með þeim afleiðingum að hann hlaut kúlu á enni hægra megin, roða í báðum augum, bólgu á nefi og eymsl á Játaði ákærði Kristófer að því búnu skýlaust sök af öllum ákæruliðum. Var þáttur hans þá klofinn frá málinu og stofnað um hann nýtt málsnúmer, þ.e. S - 102/2020 sem hér er dæmt. Var málið þá þegar te kið til dóms samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, án frekari sönnunarfærslu, eftir að sækjanda og verjanda ákærða hafði gefist kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Af hálfu ákærða er þess aðallega krafist að refsing h ans verði felld niður, en til vara að honum verði gerð sú vægasta refsing er lög leyfa . Þá er krafist hæfilegrar þóknunar til handa verjanda úr ríkissjóði. Um málsatvik skírskotast til ákæru. Með skýlausri játningu ákærða, sem samræmist rannsóknargögnum m álsins, telst sannað að ákærði hafi gerst sekur um líkamsárás þá sem honum er gefin að sök í ákærulið III, að teknu tilliti til framangreindrar breytingar sem gerð var á háttsemislýsingu þess liðar með yfirlýsingu sækjanda. Telst brot hans réttilega heimf ært til 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga, eins og í ákæru greinir. Þá er brot ákærða samkvæmt I. lið ákærunnar réttilega heimfært til 19. gr., sbr. 44. gr., lögreglulaga nr. 90/1996, sem og sú háttsemi sem ákærða er gefin að sök í II. lið ákærunna r, að óhlýðnast fyrirmælum um að trufla ekki störf lögreglunnar og fara ekki af svæðinu. 3 Í ákærulið II er ákærða einnig gefið að sök að hafa tálmað störf lögreglunnar með því að ýta harkalega við lögreglumanni nr. sem var þar við störf sín. Er sá hlut i hátternislýsingarinnar talinn varða við 21. gr. lögreglulaga. Það ákvæði hljóðar svo: Brot gegn því ákvæði varða einungis fésektum samkvæmt 44. gr. sömu laga. Ekki er fyrir að fara nei nni dómaframkvæmd um brot gegn nefndu lagaákvæði, að því er séð verður. Hvorki í ákvæðinu sjálfu né greinargerð að baki því er skilgreint hvers konar háttsemi falli undir ákvæðið. Er um svipað orðalag að ræða og í 2. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr . 19/1940, með síðari breytingum, sem hljóðar svo: sem tálmar því á annan hátt að handhafi lögregluvalds eða tollgæsluvalds gegni skyldustörfum sínum skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Geri maður öðrum opinberum starfsmanni slíkar tálmanir þ er á um ofbeldi eða hótun um ofbeldi sem verknaðaraðferð, en ákvæði 1. mgr. hljóðar Hver, sem ræðst með ofbeldi e ða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, og eins hver sá, sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfa eða neyða starfsmanninn til þess að framkvæma einhverja athöfn í embætti sín u eða sýslan, skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Ef brot samkvæmt þessari málsgrein beinist að opinberum starfsmanni, sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar, má beita fangelsi allt að 8 árum. Beita má Ákvæði 21. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 má rekja allt aftur til laga nr. 92/1993 um lögreglumenn, en þar var að finna svohljóðandi ákvæði í 1. mgr. 7. gr. laganna: eru sýsl unarmenn ríkisins og njóta sömu verndar og aðstöðu og þeir menn sem gegna borgaralegri skyldu. Enginn má á neinn hátt tálma því, að maður gegni varalög r Efnislega samhljóða ákvæði var að finna í lögum nr. 50/1940 um lögreglumenn er leys tu fyrrnefnd lög af hólmi. Lítils háttar breyting var gerð á ákvæðinu þegar lög nr. 56/1963 um lögreglumenn tóku gildi, en í ákvæði þeirra laga var Má þó ætla að s ú orðalagsbreyting standi í samhengi við kerfisbreytingu er tekin voru upp störf héraðslögreglumanna. Ákvæðið fór efnislega óbreytt inn í lög nr. 56/1972, sem leystu lögin frá 1963 af hólmi, þótt því væri skipt upp í fleiri málsgreinar, en fyrirmynd 4 21. gr . núgildandi lögreglulaga er sótt í 1. málsl. 3. mgr. 5. gr. þeirra laga, eins og fram kemur í athugasemdum að baki ákvæðinu í lögum nr. 90/1996. Þegar litið er til forsögu 21. gr. lögreglulaga verður að telja að skýra beri ákvæðið í tengslum við 20. gr. sömu laga þar sem kveðið er á um skyldu manna til að aðstoða lögreglu. Gildissvið 21. gr. sé þannig þrengra en ákvæði 2. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga og sé ætlað að vernda lögreglumenn gegn annars konar háttsemi en fellur undir ákvæði 106. gr. alm ennra hegningarlaga. Sú háttsemi sem ákærða er gefin að sök í ákæru og heimfærð er undir 21. gr. lögreglulaga er eins og áður sagði að ýta harkalega við héraðslögreglumanni á meðan hann gegndi starfi sínu. Sú verknaðarlýsing er skýr, en í ljósi þess sem hér hefur verið rakið um forsögu og skýringu 21. gr. lögreglulaga verður ekki talið að háttsemin varði við það ákvæði. Ekki kemur til álita að heimfæra háttsemi ákærða undir önnur refsiákvæði sem þyngri refsingu varða að lögum. Þótt ákærði hafi játað skýla ust sök samkvæmt II. lið ákærunnar, og þótt engar athugasemdir hafi verið gerðar fyrir dómi við heimfærslu brots, verður hann í ljósi framanritaðs sýknaður af broti gegn 21. gr., sbr. 44. gr., lögreglulaga nr. 90/1996. II Ákærði er fæddur árið og á sér ekki sakaferil sem áhrif hefur við ákvörðun refsingar hans. Við ákvörðun refsingar hans er litið til þess að árás hans beindist að líkama annars manns, en jafnframt að ekki verður lagt til grundvallar að neinir áverkar hafi hlotist af þeirri árás , m.v. þá breytingu sem gerð var á ákæru með yfirlýsingu sækjanda. Að öllu framanrituðu virtu telst refsing ákærða hæfilega ákveðin, sbr. 77. gr. og 1. og 2. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga, 30 daga fangelsi, en í ljósi skýlausrar játningar ák ærða fyrir dómi og þess að hann hefur ekki áður gerst sekur um brot gegn almennum hegningarlögum, verður fullnustu refsingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. l aga nr. 22/1955. Þótt ákærði sé ekki sakfelldur að öllu leyti samkvæmt ákæru þykja ekki efni til annars en að dæma hann til að greiða allan sakarkostnað, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt sakarkostnaðaryfirliti ákæruvalds hlaust af 9.800 kr óna kostnaður við rannsókn málsins vegna öflunar læknisvottorða, en annar kostnaður hlaust ekki af 5 málinu á rannsóknarstigi. Að baki yfirlitinu liggja tveir reikningar og tveir afgreiðsluseðlar og verður aðeins litið til reikninganna, enda virðist ljóst að afgreiðsluseðlarnir varða sömu vottorðsgerð. Þá varðar einungis annað þeirra læknisvottorða sem liggja fyrir í málinu brotaþola samkvæmt ákærulið III en hitt varðar annan mann. Eins og atvikum er háttað verður ekki lagt á ákærða að greiða kostnað samkvæmt yfirlitinu umfram þann kostnað sem hlaust af öflun læknisvottorðs um brotaþola samkvæmt ákærulið III, eða 2.980 krónur. Þá verður ákærði dæmdur til að greiða sem sakarkostnað þóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Þórs Eyjólfssonar lögmanns, vegna starfa hans á rannsóknarstigi og fyrir dómi, en hún þykir hæfilega ákveðin í einu lagi eins og í dómsorði greinir og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Samtals verður ákærða því gert að greiða 202.980 krónur í sakarkostnað. Dómur þessi er kveðinn upp af Hildi Briem héraðsdómara. Dómsorð: Ákærði, Kristófer Sigurðsson, sæti fangelsi í 30 daga, en fullnustu refsingarinnar er frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði greiði 202.980 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Þórs Eyjólfssonar lögmanns, 200.000 krónur. Hildur Briem