D Ó M U R 14 . desem ber 2020 Mál nr. E - 1130 /2019: Stefnandi: A (Guðmundur Sæmundsson lögmaður) Stefndi: Vátryggingafélag Íslands hf. ( Einar Baldvin Axelsson lögmaður) Dóma ri : Arnaldur Hjartarson héraðsdómari 1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 14 . des ember 2020 í máli nr. E - 1130 /2019: A ( Guðmundur Sæmundsson lögmaður) gegn Vátryggingafélagi Íslands hf. ( Einar Baldvin Axelsson lögmaður) Mál þetta, sem var dómtekið 17. nóvember sl., var höfðað 14. mars 2019. Stefnandi er A , [..., ...] Stefndi er Vátryggingafélag Íslands hf., Ármúla 3 í Reykjavík. Stefnandi krefst þess að viðurkennd verði með dómi bótas kylda stefnda úr frjálsri ábyrgðartryggingu Frumherja hf., kt. 470297 - 2719, vegna líkamstjóns sem stefnandi hlaut í vinnuslysi þann 19. október 2016. Þá er krafist málskostnaðar. Stefndi krefst aðallega sýknu en til vara að sök verði skipt og stefnanda ve rði gert að bera meiri hluta sakar. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar. I Tildrög málsins eru þau að stefnandi varð fyrir slysi 19. október 2016 í starfi sínu hjá Frumherja hf. , en þar hafði hann starfað í rúm 17 ár. Stefnandi hafð i gegnt ýmsum störfum fyrir félagið en starfaði á slysdegi sem þjónustufulltrúi . Í starfi hans fólst meðal annars að annast sendiferðir og flutning á gögnum milli skoðunarstöðva. Áður hafði hann starfað sem skoðunarmaður og við bílaviðgerðir. Frumherji hf. hafði k eypt frjálsa ábyrgðartryggingu hjá stefnda. Hi nn 19. október 2016 var stefnandi að koma úr sendiferð. Gekk hann inn um göngudyr sunnanmegin við hús vátryggingartaka að Hesthálsi 6 til 8 í Reykjavík. Ágreiningslaust er að b lautt var í veðri umræddan dag . E r stefnandi kom inn gekk hann meðfram gryfju, sem staðsett va r á svokallaðri vörubílabraut, og í átt að göngubrú sem lá yfir gryfjuna. Af hálfu stefnanda er byggt á því að stefnandi hafi síðan stigið á göngubrúna og runnið til með þeim afleiðingum að hann hafi lent á hliðarkanti gryfjunnar og svo ofan í henni. Stefndi byggir aftur á móti á því að ekki liggi fyrir hvar nákvæmlega stefnandi hafi verið staddur þegar hann féll, þ.e. hvort hann hafi verið kominn inn á göngubrúna eða enn þá verið á gólfinu, en gö gnum málsins um þetta atriði ber ekki saman að öllu leyti. Stefnandi var í kjölfarið fluttur á bráðamóttöku Landspítala. 2 Samdægurs var lögreglu tilkynnt um málið og hún hafði í beinu framhaldi samband við Vinnueftirlitið. Í umsögn Vinnueftirlitsins, dag s. 19. október 2016, kemur fram að stefnandi hafi verið að koma úr sendiferð og kom ið inn um göngudyr á vörubílabraut. Í rými vörubílabrautarinnar sé gryfja sem stefnandi hafi gengið með fram, eins og ætlast sé til af starfsmönnum, að göngubrú sem liggi yfir gryfjuna . Um leið og hann hafi ætlað að stíga á göngubrúna hafi hann skrikað til með þeim afleiðingum að hann hafi fallið ofan í gryfjuna. Fram kemur að gryfjan sé 173 cm djúp og 94 cm á breidd. Haft er eftir stefnanda að hann hafi verið að koma úr hellirigningu og skórnir sennilega verið blautir því þegar hann hafi stigið á göngubrúna hafi hann runnið til, lent á hliðarkantinum og fallið ofan í gryfjuna. Um aðstæður á vinnustað segir í skýrslunni að bjart og þurrt sé innandyra, en mikil rigning og rok sé utandyra og hafi væta borist inn á gólf vinnurýmisins. Niðurstaða Vinnueftirlitsins var að orsök slyssins h efði verið sú að bleyta h efði verið á skóm stefnanda sem hefði valdið því að h ann hefði runnið til á kantinum eða göngubrúnni . Loks koma fram fyrirmæli um úrbætur í skýrslunni, þ.e. að rekja megi orsök slyssins til þess að kantur sé við gryfjuna sem hætta sé á að menn reki tána í ef þeir gang i nálægt henni og þá sérstaklega við göng ubrúna. Einnig sé hætta á því að bleyta safnist á kantinum við gryfjuna. Fram kemur að gefin hafi verið munnleg fyrirmæli um að gönguleiðir í kringum gryfjuna yrðu endurskoðaðar. Í skýrslunni er að finna myndir af vettvangi slyssins . Í lögregluskýrslu, da gs. 19. október 2016, kemur fram að lögregla hafi mætt á vettvang slyssins. Sjúkraflutningamenn hafi þá þegar verið mættir og fært stefnanda í sjúkrabifreið. Stefnandi hafi í samtali við lögreglu sagst hafa dottið á hægri kant og síðan ofan í gryfju á vinn ustaðnum. Samstarfsfélagar stefnanda hafi haft sömu sögu að segja , þ.e. að stefnandi hafi gengið inn um hliðardyr á húsinu og að næstu göngubrú yfir gryfjuna. Þar hafi stefnandi misstigið sig og skollið á kanti gryfjunnar og fallið ofan í hana. Í tilkynni ngu vátryggingartaka til Vinnueftirlitsins, dags. 24. október 2016, kemur fram að stefnandi hafi verið á leið inn í húsið um göngudyr á vörubílabraut sunnan megin við húsnæði félagsins. Hann hafi gengið meðfram gryfju þar til hann hafi komið að göngubrú se m liggi við gryfjuna. Um leið og hann hafi ætlað að stíga á brúna hafi hann skrikað til með þeim afleiðingum að hann hafi fallið ofan í gryfjuna. Tjónið var tilkynnt stefnda með tjónstilkynningu frá stefnanda, dags. 6. október 2017, og með tjónstilkynning u frá vátryggingartaka , dags. 6. nóvember 2017. Þá var slysið tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands 30. október 2017. Með bréfi , dags. 3. apríl 2018 , óskaði lögmaður stefnanda eftir afstöðu stefnda til skaðabótaskyldu vátryggingartaka og þar með bótaskyldu úr frjálsri 3 ábyrgðartryggingu félagsins hjá stefnda. Stefndi hafnaði bótaskyldu með bréfi , dags. 23. maí 2018 . Í gögnum málsins er að finna skriflega yfirlýsingu tveggja samstarfsmanna stefnanda, þeirra B og C , dags. 28. júní 2018. Þar kemur fram að þeir hafi á slysdegi setið í 10 metra fjarlægð frá umræddri göngubrú og orðið vitni að slysinu. Stefnandi hafi komið inn, stigið á brúna, runnið til á henni og fallið á hliðina og lent með framhandlegginn á gryfjukantinum og síðan oltið o fan í gryfjuna. Fyrir liggur bréf D , dags. 11. júlí 2018 , en hann starfaði sem deildarstjóri ökuprófadeildar og öryggisvörður hjá vátryggingartaka á slysdegi . Þar eru gerðar athugasemdir við umsögn Vinnueftirlitsins. Í fyrsta lagi sé misræmi í lýsingum Vi nnueftirlitsins á slysinu . Í umsögninni segi að þegar stefnandi hafi stigið á brúna hafi hann runnið til. Aftur á móti gefi texti við mynd nr. 3 í umsögninni til kynna að stefnandi hafi rekið tá í kant við göngubrúna. Í öðru lagi segir í bréfinu að D hafi ítrekað bent starfsmanni Vinnueftirlitsins á olíublett á göngubrúnni sem hugsanlega n orsakavald slyssins, en hans sé ekki getið í umsögninni. Í þriðja lagi hafi tvö vitni gefið sig fram við starfsmann Vinnueftirlitsins sem ekki sé getið í umsögninni . Í má linu liggur fyrir skrifleg yfirlýsing E , samstarfsmanns stefnanda, dags. 21. ágúst 2018. Þar lýsir hann því að hafa séð stefnanda falla ofan í gryfjuna umræddan dag. Er einnig rakið að bifreiðar sem skoðaðar hafi verið umræddan dag hafi verið blautar auk þ ess sem síðasta bifreið sem skoðuð var fyrir slysið hafi lekið olíu og ekki sé ólíklegt að hún hafi skilið eftir sig olíu við göngubrúna . Stefnandi bar höfnun stefnda á bótaskyldu undir ú rskurðarnefnd í vátryggingamálum með bréfi, dags. 6. september 201 8. Með úrskurði, dags. 23. október 2018 , hafnaði nefndin kröfum stefnanda. Stefnandi óskaði eftir mati utan réttar á varanlegum afleiðingum slyssins. Með matsgerð, dags. 26. september 2018, komst E að þeirri niðurstöðu að varanleg læknisfræðileg örorka stef nanda væri hæfilega metin 7% . Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu fyrir dómi stefnandi, D , B , C og E . II Stefnandi byggir dómkröfu sína á því að vátryggingartaki beri skaðabótaábyrgð á slysi nu sem hann hafi orðið fyrir 19. október 2016 , enda meg i rekja orsök slyssins til vanbúnaðar á vinnustað og háttsemi starfsmanns vátryggingartaka sem hann hafi borið ábyrgð á. Ábyrgð vátryggingartaka sé byggð á sakarreglu íslensk s skaðabótaréttar og reglunni um ábyrgð vinnuveitanda á saknæmri háttsemi starfsmanna sinna. Stefnandi byggi á því að hann hafi orðið fyrir tímabundnu og varanlegu líkamstjóni vegna slyssins sem vátryggingartak a beri að bæta að fullu s amkvæmt skaðabótalögum nr. 50/1993. Um líkamstjón stefnanda vís i st til meðfylgjandi læknisfræðilegra gagna og matsgerðar . 4 Í ljósi þess að vátryggingartaki hafi verið með í gildi frjálsa ábyrgðartryggingu hjá stefnda á slysdegi sé stefnda einum stefnt í þessu máli, sbr. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga. A ðbúnaður á vinnustaðnum hafi verið ófullnægjandi og það hafi leitt til þess að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni. V átrygginga r taki hafi brugðist skyldum sínum samkvæmt lögum nr. 46/1980 um aðbúnað og holl ustuhætti á vinnustöðum og reglugerðum settum með stoð í lögunum. Í ákvæðum laga nr. 46/1980 sé kveðið á um að vinnuveitandi eigi að ganga úr skugga um og tryggja að fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta sé gætt á vinnustað, sbr. 13. og 42. gr . laganna. G öngubrúin yfir vörubílagryfjuna hafi verið vanbúin. Hún hafi ekki verið nógu breið og gönguflöturinn ekki verið alveg sléttur. Í aðdraganda slyssins hafi verið búið að gera athugasemdir við ástand göngubrúarinnar þar sem hún hafi ekki verið t alin örugg. Þá hafi göngubrúin oft verið hál í bleytu. Eftir slysið hafi verið lögð ný göngubrú sem sé breiðari og með köntum á hliðunum til að varna því að starfsmenn renni til. V átryggingartaki hafi ekki gert ráðstafanir áður en slysið varð til að draga úr hálku á göngubrúnni , sbr. 5. mgr. 6. gr. reglna um húsnæði vinnustaða nr. 581/1995. Þá hafi ekki verið gerðar ráðstafanir til að ganga þannig frá gryfjunni að ekki væri hætta á að starfsfólk gæti fallið og slasast , sbr. 4. mgr. 3. gr. reglna nr. 581/1995. Þetta hafi hins vegar verið gert eftir slysið . Á slysdegi hafi vinnustaðurinn því verið vanbúin n , ekki í samræmi við framangreindar reglur og þar með hættulegur fyrir stefnanda og það hafi orðið þess valdandi að ha nn hafi orðið fyrir tjóni sem vátryggingartaki ber i ábyrgð á. S lysið verði rakið til saknæmrar háttsemi starfsmanns vátryggingartaka , sbr. fyrrnefnda yfirlýsing u E , starfsmann s vátryggingartaka, dags. 21. ágúst 201 8, og 1. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 145/ 1953 um öryggis - og heilbrigðisráðstafanir á bifreiðaverkstæðum . Í ákvæðinu komi fram að viðkomandi verkamanni sé skylt að hreinsa strax upp af gólfi það sem hann kunni að missa niður á það, svo sem olíu, feiti og annað, sem valdi óþrifnaði og dr agi úr umf erðaröryggi. Stefnandi telji ljóst að starfsmaðurinn hafi sýnt af sér gáleysi með því að hlutast ekki til um að þrífa upp bleytu og olíu af gólfi vörubílabrautarinnar. Vátryggingartaki ber i ábyrgð á háttsemi starfsmannsins á grundvelli reglunnar um vinnuve itandaábyrgð. Hvað varði líkamstjón stefnanda þá hafi hann hlotið áverka á hægri úlnlið. Stefnandi h afi ekki getað starfað nema að mjög litlu leyti hjá vátryggingartaka frá slysdegi og hafi nú verið metinn til 75% örorku hjá Tryggingastofnun ríkisins. Ekki hafi verið aflað sérfræðilegs álits um örorku og miskastig stefnanda samkvæmt 10. gr. laga nr. 50/1993, en ljóst sé af framangreindu og fyrirliggjandi matsgerð að stefnandi glími við varan legar afleiðingar s lyssins. Um lagarök sé meðal annars vísað til ákvæða laga nr. 50/1993 og almennra reglna skaðabótaréttar, laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á 5 vinnustöðum og reglugerða sem settar hafi verið með stoð í lögunum, einkum reglna nr. 581/1995 um húsnæði vinnustaða og reglugerðar nr. 145/1953 um öryggis - og heilbrigðisráðstafanir á bifreiðaverkstæðum . III Stefndi kveð st alfarið hafna öllum kröfum og röksemdum stefnanda . Stefnandi verði að sanna að hann hafi orðið fy rir tilteknu tjóni og umfang tjónsins. Auk þess ber i hann sönnunarbyrðina fyrir því hver atvik að baki tjóninu hafi verið , að rekja megi tjónið til saknæmrar háttsemi þess sem hann tel ji að beri skaðabótaábyrgð á tjóninu og að orsakatengsl séu milli tjónsi ns og hinnar saknæmu háttsemi. Stefnanda hafi aftur á móti ekki tekist að sanna að tjónið megi rekja til atvika sem vátryggingartaki , eða menn sem félagið ber i ábyrgð á, ber i skaðabótaábyrgð á að lögum og þar með að bótaréttur hafi stofnast stefnanda til h anda úr ábyrgðartrygging unni . E kkert hafi komið fram í máli nu sem leið i til þess að slakað sé á framangreindum sönnunarkröfum og/eða sönnunarbyrði sé að einhverju leyti snúið við. Stefndi byggi sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að um óhappatilvik hafi verið að ræða, í öðru lagi að sök sé ósönnuð og í þriðja lagi að stefnandi hafi glatað bótarétti vegna stórfellds gáleysis. Hvað fyrsta atriðið varði þá megi r áð a af gögnum málsins að ekkert athugavert hafi verið við aðbúnað og vinnustað vátryggingartaka s em leitt hafi til tjónsins. Þannig hafi ekkert sem viðkom gryfjunni eða göngubrúnni eða vinnustaðnum að öðru leyti valdið t jóninu. S tarfsmenn hafi ekki sýnt af sér nokkra saknæma háttsemi. Orsök þess að stefnandi hafi fallið niður í gryfjuna hafi eingöng u verið sú að skór stefnanda hafi verið blautir og það hafi leitt til þess að hann hafi runnið til með fyrrnefndum afleiðingum. Því sé um hreint óhappatilvik að ræða og/eða atvik sem sé eingöngu að rekja til aðgæsluleysis stefnanda sjálfs. Í hvorugu tilvik i sé um að ræða skaðabótaábyrgð stefnda. Af þeim sökum stofn i st ekki til greiðsluskyldu úr ábyrgða r tryggingu nni , sbr. skilmála tryggingarinnar. Stefndi byggir sýknukröfu sína í öðru lagi á því að það sé með öllu ósannað að vátryggingartaki eða starfsmenn félagsins hafi sýnt af sér saknæma háttsemi með þeim hætti sem stefnandi byggi á í stefnu. Málatilbúnaður stefnanda grundvallast að þessu leyti á því að a) hann hafi dottið af göngubrúnni, b) að göngubrúin, gryfjan og vinnustaðurinn hafi verið vanbúin og c ) að starfmaður vátryggingartaka hafi sýnt af sér gáleysi með því að hlutast ekki til um að þrífa upp olíu af gólfi en á því beri vátryggingartaki skaðabótaábyrgð á grundvelli reglunnar um vinnuveitendaábyrgð. Stefndi mótmæli þessu alfarið sem röngu og ósö nnuðu enda málsatvik þvert á móti skýr um að sé einhver sök fyrir hendi liggi hún öll hjá stefnanda sjálfum. 6 Ó sannað sé hvar nákvæmlega stefnandi hafi verið staddur þegar hann hafi fallið , þ.e. hvort hann hafi verið kominn inn á göngubrúna eða enn þá ver ið á gólfinu, en gögnum málsins um það ber i ekki saman að öllu leyti. Af þessum gögnum verð i ekki ráðið að stefnandi hafi fallið af göngubrúnni. Þvert á móti bend i þessi gögn til þess að stefnand a hafi skrikað fótur áður en hann steig út á brúna. Ástand br úarinnar skipti því engu máli. Af þeim sökum verð i ekki komist hjá því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Stefndi legg i áherslu á að sönnunarbyrðin um atvik málsins hvíli á stefnanda, sem þýði að ef einhver vafi sé fyrir hendi verð i að skýra hann stefnanda í óhag. Sé hins vegar talið að stefnandi hafi sannað að hann hafi dottið af göngubrúnni byggi stefndi á því að brúin hafi verið í góðu lagi og ástandi og að ekki megi rekja slysið á nokkurn hátt til hennar. Stefndi hafni því alfarið sem röngu og ósönnuðu að vátryggingartaki hafi með saknæmum hætti brotið gegn lögum og reglum sem stefnandi tilgreini í stefnu. Fyrir það fyrsta þá hafn i stefndi því að saknæmi verði byggt á nefndum ákvæðum , enda sé hér um að ræða almenn ákvæði sem ekki veiti leiðbein ingar um sakarmat. Þá dugi ekki að vísa almennt til nefndra lagaákvæða um meinta sök heldur verð i að tilgreina hvaða ákvæði nákvæmlega haf i verið brotin og þá með hvaða hætti. Á skorti að slíkt sé gert í stefnu og þar með ósannað að um einhverja saknæma háttsemi hafi verið að ræða. Stefndi hafn i því sem röngu og ósönnuðu að göngubrúin hafi verið vanbúin og að ekki hafi verið gerðar ráðstafanir til að draga úr hálku á henni. Af ljósmyndu m sem Vinnueftirlitið hafi tekið eftir slysið megi sjá að göngubrú in sé úr grófriffluðum málmi sem sé einmitt til þess fallinn að auka stöðugleika þess sem standi á brúnni og draga þannig úr hættu á falli. Því sé ljóst að skilyrðum ákvæðis 5. mgr. 6. gr. r eglna nr. 581/1995 , sem kveð i á um að gera skuli ráðstafanir til að draga úr hálku á gólfum þar sem þess gerist þörf, hafi verið fullnægt. Allt að einu telji stefndi það með öllu ósannað að göngubrúin hafi ekki uppfyllt þessi skilyrði , enda hafi stefnandi ekki bent á neinar aðrar aðgerðir eða ráðstafanir sem vátryggingartaki hefði átt að grípa til í því skyni að uppfylla ákvæðið og þá hvort slíkar ráðstafanir hefðu getað komið í veg fyrir umrætt slys, en sönnunarbyrðin um það sé öll hans. Þessu til stuðning s bendi stefndi á að í skýrslu Vinnueftirlitsins hafi í engu verið fundið að gerð eða efni göngubrúarinnar eða aðbúnaði á vinnustaðnum að öðru leyti, heldur eingöngu gefin munnleg fyrirmæli um að gönguleiðir í kringum gryfjuna yrðu endurskoðaðar. Af þeim s ökum m egi ganga út frá því að ekkert athugavert eða óeðlilegt hafi verið við göngubrúna og útbúnað hennar. Þá bendi stefndi á að aldrei hafi átt sér stað sambærilegt slys þarna . Stefndi hafn i því að í innri úttekt sem gerð hafi verið einu ári áður en umr ætt slys hafi átt sér stað hafi að einhverju leyti komið fram að göngubrú sú sem um ræði væri óörugg, gagnstætt því sem haldið sé fram í stefnu. Í úttektinni komi eingöngu fram að bæta þurfi göngubrú na en hvergi sé tekið fram að um frávik eða alvarlegt frávik hafi 7 verið að ræða , gagnstætt öðrum atriðum sem gerðar séu athugasemdir við. Þá ligg i ekkert fyrir um hvort og þá hvaða úrbætur hafi verið gerðar í kjölfar úttektarinnar og þá hvort og hvaða breytingar hafi ver ið gerðar á göngubrúnni. Stefndi hafn i því jafnframt sem röngu og ósönnuðu að ekki hafi verið gengið frá gryfjunni á þann hátt að ekki væri hætta á að starfsfólk eða aðrir gætu fallið niður og slasast, sbr. 4. mgr. 3. gr. reglna nr. 581/1995. Þvert á móti sýn i myndir sem liggi fyrir í málinu að gryfjan sé vel merkt með skærgulum litaborðum sem límdir séu á gólfið. Ö llum sem gang i um svæðið ætti því að vera ljóst að þar sé gryfja og að sýna beri aðgát og varúð. Eðli þeirrar starfsemi sem fram fari í húsnæði vátryggingartaka kref ji st þess að gryfjurnar séu opnar enda keyr i bifreiðar þar yfir og unnið er í undirvagni bifreiða ofan í gryfjunni. F yrrnefnt ákvæði reglna nr. 581/1995 veiti litlar sem engar vísbendingar um það á hvaða hátt gryfjan hafi átt að vera útbúin. Stefnandi hafi með engum hætti reynt að benda á það með hvaða hætti aðbúnaður við gryfjuna hefði átt að vera svo skilyrðum ákvæðisins væri fullnægt og því sé með öllu ósannað að gryfjan hafi verið vanbúin að einhverju leyti. Stefndi bend ir jafnframt á það að frásögnum af því með hvaða hætti slysið hafi orðið , þ.e. hvort stefnandi hafi runnið á gólfinu, runnið af göngubrúnni eða sparkað í kant gryfjunnar með þeim afleiðingum að hann hafi dottið , ber i ekki að öllu leyti saman. Sé frásögn í stefnu lögð til grundvallar , þ.e. að stefnandi hafi runnið á göngubrúnni sjálfri vegna olíu sem á henni hafi verið , sé ljóst að engin orsakatengsl séu á milli ætlaðs vanbúnaðar á frágangi gryfjunnar og slyss stefnanda og skilyrði bótaábyrgðar því ekki fyri r hendi . Stefndi mótmælir því sem ósönnuðu er greini í fyrrgreindri skriflegri yfirlýsingu E um að olíublettur hafi verið á göngubrúnni sem orsakað hafi tjónið, en stefnandi ber i sönnunarbyrðina fyrir því með hvaða hætti slysið hafi átt sér stað. Í fyrst a lagi sé hvergi í skýrslum lögreglunnar og Vinnueftirlitsins tekið fram að olía eða önnur óhreinindi hafi verið á göngubrúnni sem gætu hafa orsakað tjónið. Í öðru lagi staðfesti starfsmaðurinn hvergi í yfirlýsingu sinni að hann hafi séð olíublett á göngub rúnni, heldur tel ji aðeins að ekki sé ólíklegt að slíkur blettur hafi verið á brúnni. J afnvel þó að olíublettur hefði verið á göngubrúnni þá yrði slíkt ekki metið starfsmönum vátryggingartaka til sakar. Í fyrrnefndu ákvæði reglugerðar nr. 145/1953 komi fram að gólfum skuli haldið hreinum eftir því sem föng eru á og skuli viðkomandi verkamanni skylt að hreinsa strax upp af gólfi það sem hann kunni að missa niður á það, svo sem olíu, feiti og annað, sem valdi óþrifnaði og dragi úr umferðaröryggi. Eins og fram komi í yfirlýsingu starfsmannsins hafi hann ekki getað staðfest hvort olía hafi lekið á göngubrúna eða ekki og hafi hann af þeim sökum engin tök haft á að þrífa hana upp. Þá tel ji stefndi jafnframt ljós t að jafnvel þó að hann hafi vitað af hinum mei nta olíublett i þá verði það ekki metið honum til sakar að hafa skotist á snyrtinguna eftir að 8 skoðuninni lauk í stað þess að grípa strax til ráðstafana í því skyni að hreinsa olíuna upp, en ljóst sé að mjög skammur tími leið þarna á milli. Verð i í þessu sa mhengi að líta til þess að um bifreiðaverkstæði sé að ræða þar sem eðlilegt sé að olía og önnur efni leki á gólfið auk þess sem mikill fjöldi bíla keyri þar í gegn á degi hverjum með tilheyrandi bleytu og óhreinindum. Ógerningur væri fyrir starfsmenn bifre iðaverkstæða að fara eftir reglum sem gerðu kröfu um að í hvert sinn sem hin minnstu óhreinindi kæmu til þyrftu starfsmenn að láta af allri annarri starfsemi þegar í stað og þrífa upp viðkomandi óhreinindi. Ljóst sé að hvorki sé hægt að gera slíka kröfu til starfsmanna bifreiðaverkstæða né sé hægt að skilja umrætt ákvæði reglnanna með svo rúmum hætti, H vorki hafi verið um mistök starfsmanna vátryggingartaka að ræða né hafi þeir að einhverju leyti vikið frá viðurkenndu verklagi eða á annan hátt vikið frá því sem eðlilegt og venjulegt sé talið. Skilyrðum sakarreglunnar og reglunnar um vinnuveitendaábyrgð sé því ekki fullnægt og bótaskylda því ekki fyrir hendi . Stefndi byggi s ýknukröfu sína í þriðja lagi á því að jafnvel þó að niðurstaðan verði sú að stefnandi eigi bótarétt hafi hann glatað þeim rétti að fullu vegna stórfellds gáleysis, sbr. 23. gr. a laga nr. 50/1993. Slysið hafi eingöngu orðið vegna athafna stefnanda sjálfs. Eins og fram hafi komið hafi mikil rigning og rok verið umræddan dag og s tefnandi hafi verið nýkominn úr sendiferð. Ó umdeilt sé að skór hans hafi verið blautir þegar slysið hafi orðið . Stefnandi hafi lengst af starfað við bílaviðgerðir, lengi á eigin ver kstæði í bílskúr við hús sitt, síðar hjá Heklu og frá 1999 hjá vátryggingartaka sem skoðunarmaður 2 og þjónustufulltrúi. Samkvæmt þessu hafi stefnandi starfað hjá vátryggingartaka í tæp 18 ár þegar slysið hafi átt sér stað og því verið vel kunnugur aðstæðum á vinnustaðnum. Þá hafi stefnandi mikla reynslu í bílaviðgerðum á verkstæðum. Stefnandi hafi verið 61 árs á slysdegi. Í því ljósi byggi stefndi á því að stefnandi hafi haft næga þekkingu og reynslu til þess að átta sig á aðstæðum og hefði sjálfur getað varnað meintu tjóni sínu með einföldum hætti. S tefnanda hafi verið, og í öllu falli mátt vera, ljóst að bleyta og önnur óhreinindi , eins og t il dæmis olía , kunni að berast inn á vinnusvæðið, sér í lagi við þær veðuraðstæður sem hafi ve rið þegar slysið átti sér stað. Þar að auki sé öllum gegnum og skynsömum mönnum ljóst að bleyta og önnur óhreinindi kunn i að valda því að yfirborð verði hálla en ella. Í ljósi þekkingar og reynslu stefnanda hefðu aðstæður á verkstæðinu ekki átt að koma hon um á óvart , enda komi fram í fyrrgreindri yfirlýsingu samstarfsmanns hans að göngubrúin sé oft blautt. Í ljósi þessa verð i að gera ríkar kröfur til stefnanda um að gæta sérstakrar varúðar og sýna aðgát sé bleyta á skóm hans. Auk þess verð i að gera ríkar kr öfur til hans um að huga að því hvort önnur óhreinindi , eins 9 og t il dæmis olía , sé þar sem hann gangi . Það hafi stefnandi hins vegar ekki gert og verð i stefndi ekki látinn bera hallann af því. Hefði stefnandi talið aðstæðu m á vinnustaðnum ábótavant, þá h efði honum borið að tilkynna um slíka ágalla til yfirmanna eða öryggisvarðar, sbr. 26. gr. laga nr. 46/1980. Engar athugasemdir hafi hins vegar borist frá stefnanda, hvorki að því er varð i gryfjuna eða göngubrúna né varðandi vinnustaðinn að öðru leyti. Hér megi því allt eins halda því fram að stefnandi hafi sjálfur brugðist skyldum sínum og þannig átt þátt í tjóni sínu sjálfur. Þá sé rétt að hafa í huga að stefnanda hafi verið í lófa lagið að nota ekki göngubrúna til þess að komast fram hjá gryfjunni. Hann hafi getað gengið annað hvort fram hjá henni þar sem stefnandi kom inn í verkstæðið eða gengið meðfram göngubrúnni allri og fram hjá henni við enda hennar í hinum enda verkst æðisins. Af öllu framangreindu sé ljóst að stefnandi hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi þegar hann hafi gengið yfir göngubrúna á blautum skónum án þess að sýna fulla varúð og aðgát. H afi eitthvað saknæmt verið á ferðinni sem leitt hafi til slyss stefnand a sé það eingöngu að rekja til stefnanda sjálfs. Á því ber i vátryggingartaki ekki skaðabótaábyrgð gagnvart stefnanda. Verði ekki fallist á aðalkröfu stefnda sé þess krafist að sök verði skipt og réttur stefnanda til skaðabóta aðeins viðurkenndur að hluta þar sem stefnandi hafi orðið meðvaldur að tjóni sínu af stórkostlegu gáleysi, sbr. 23. gr. a laga nr. 50/1993 og framangreinda umfjöllun. Um lagarök sé einkum vísað til alme nnra reglna vátrygginga - og skaðabótaréttar, einkum sakarreglunnar og meginreglna um sönnun og sönnunarbyrði, óhappatilvik og stórfellt gáleysi, l aga nr. 50/1993 og laga nr. 46/1980 . IV Stefnandi höfðar mál þetta til viðurkenningar á bótaskyldu stefnda vegna líkamstjóns sem stefnandi varð fyrir við störf sín hjá Frumherja hf. 19. október 2016. Á greiningslaust er að félagið hafði keyp t frjálsa ábyrgðartryggingu hjá stefnda sem var í gildi á slysdegi. Stefndi vefengir ekki að slys hafi átt sér stað og að það hafi valdið stefnanda einhverju tjóni. Aftur á móti byggir hann á því að skilyrði fyrir skaðabótaskyldu vátryggingartaka séu ekki uppfyllt í málinu. Þar með sé ekki unnt að fallast á gre iðsluskyldu stefnda úr tryggingunni . Fyrir liggur að stefnandi ók bifreið að húsnæði vátryggin g artaka að Hesthálsi 6 til 8 umræddan dag. Þar var starfrækt skoðunarstöð . Úti var rigning og rok . Stefnandi fór inn um dyr á hlið hússins og gekk síðan meðfram gryfju svokallaðrar vörubílabraut ar og hugðist ganga yfir göngubrú sem lá þvert yfir gryfjuna. Málsaðila greinir síðan á um hvernig slysið bar nákvæmlega að í framhaldinu . Stefnandi byggir málatilbúnað sinn í 10 þessum efnum á því að hann hafi runnið til þegar hann steig á göngubrú sem lá yfir gryfju na . Stefndi byggir aftur á móti á því að þetta sé ósannað og nærtæka st sé að líta svo á að stefnandi hafi runnið til á gólfinu rétt áður en hann hugðist stíga út á brúna . E nda þótt gögn málsins séu ekki öll fyllilega samhljóða um það hvort stefnanda hafi skrikað fótur rétt áður en hann hugðist stíga á brúna eða eftir að hann steig á hana , þá er til þess að líta að málatilbúnaður stefnanda samræmist frásögn hans á vettvangi á slysdegi, sbr. umfjöllun í ums ögn Vinnueftirlitsins , dags. 19. október 2016 . Þar er haft eftir stefnanda að hann hafi verið að koma úr hellirigningu og skórnir sennilega verið blautir því þegar hann hafi stigið á göngubrúna hafi hann runnið til, lent á hliðarkantinum og fallið ofan í g ryfjuna. Þessi frásögn er auk þess studd framburði vitnanna C og B , sem voru við störf sem skoðunarmenn á vinnustaðnum umrætt sinn . Vitnin báru með trúverðugum hætti fyrir dómi að þau hefðu séð stefnanda stíga á brúna og renna til á henni . Að öllu þessu virtu telst sannað að stefnandi hafi runnið til eftir að hafa stigið fæti niður á umrædda göngubrú. Stefnandi byggir á því að aðbúnaður á vinnustað hans hafi verið ófullnægjandi og það hafi valdið honum tjóni. Þannig hafi göngubrúin verið vanbúin og ráðs tafanir skort af hálfu vátryggingartaka til að draga úr hálku á brúnni. Á þessu beri vátryggingartaki skaðabótaábyrgð. Í málinu liggja fyrir nokkuð skýrar ljósmyndir lögreglu og Vinnueftirlits ins af brúnni á slysdegi . Þær bera með sér að yfirborð brúarinnar, sem er úr málmi, er rifflað . Slíkt eykur bersýnilega viðnám og felur þar með í sér ákveðna hálkuvörn . Þá liggja fyrir í málinu myndir af sambærilegri göngu brú yfir gryfju í smurstöð annars íslensks fyrirtækis sem bera með sér að ekki sé óvenjul egt að notaðar sé u brýr á borð við þessa til að þvera gryfjur í skoðunar - eða smurstöðvum . Gul a viðvörunarmerking u er að finna fyrir framan brúna og raunar í kringum alla gryfjuna. Í gögnum málsins er að finna úttekt vátryggingartaka á vinnustaðnum sem ger ð var á tímabilinu 15. október 2015 til 19. sama mánaðar. Þar er gerð grein fyrir almennum frávikum og alvarlegum frávikum. Ekki er í þeim efnum minnst á brúna. Aftur á móti segir í umfjöllun um niðurstöður úttektarinnar að bæta þurfi göngubrú við gryfju á vörubílabraut. Þrátt fyrir þetta liggja engar athugasemdir af hálfu Vinnueftirlitsins fyrir í málinu um ástand brúarinnar , sbr. einnig framburð D fyrir dómi, en hann starfaði sem deildarstjóri ökuprófadeildar og öryggisvörður hjá vátryggingartaka á slysde gi . Þá er ekkert fundið að ástandi brúarinnar í umsögn Vinnueftirlitsins , dags. 19. október 2016, sem þó er beinlínis rituð í tilefni af slysi stefnanda. Að mati dómsins verður ekki séð að hönnun eða ástand brúarinnar hafi verið andstætt 13. og 42. gr. laga nr. 46/1980 eða 5. mgr. 6. gr. og 4. mgr. 3. gr. reglna nr. 581/1995 . Að öllu þessu virtu er ekki unnt að fallast á það með stefnanda a ð umrædd göngubrú hafi verið vanbúin eða á annan hátt með þeim hætti að það teljist til saknæm rar há ttsemi af hálfu vátryggingartaka. 11 Stefnandi byggir einnig á því að samstarfsmaður hans, E , hafi sýnt af sér gáleysi með því að hreinsa ekki upp olíubletti af brúnni sem lekið h afi úr vörubifreið sem skoðuð hefði verið stuttu fyrir slysið. Á þessu beri vát ryggingartaki skaðabótaábyrgð, sbr. einnig regluna um vinnuveitandaábyrgð. Í þessum efnum vísar stefnandi einkum til 1. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 145/19 5 3 um öryggis - og heilbrigðisráðstafanir á bifreiðaverkstæðum. Í umræddu ákvæði kemur fram að til þess að koma í veg fyrir hálku á gólfum skuli þeim haldið hreinum eftir því sem föng séu á. Þannig sé viðkomandi verkamanni skylt að hreinsa strax upp af gólfi það sem hann kunni að missa niður á það, svo sem olíu, feiti og annað. Stefndi mótmælir því sem ós önnuðu að olía hafi verið á brúnni umrætt sinn. Í málinu liggur aftur á móti fyrir nokkuð skýr ljósmynd sem lögregla tók af brúnni á slysdegi . Þar virðast s jást nokkrir olíublettir á brúnni. Á sama veg bar vitnið E fyrir dómi , en í skýrslu vitnisins kom fram að það hefði verið við störf sem skoðunarmaður umræddan dag. Vitnið hefði lokið við að skoða vörubifreið. Undan bifreiðinni hefði lekið olía. Vitnið hefði haldið inn á salerni í kjölfar skoðunarinnar til að þrífa sig. Síðan þegar vitnið hefði kom ið aftur af salerninu hefði það séð stefnanda falla ofan í gryfjuna. Á því stigi hefði vitnið ekki vitað af olíu á brúnni. Í kjölfar slyssins hefði vitnið skoðað aðstæður og séð olíu á brúnni. Vitnið bar fyrir dómi að ef það hefði vitað af olíunni á umrædd um stað í kjölfar skoðunar á vöru bifreiðinni þá hefði það verið næsta ver k sitt að hreinsa brúna . Að öllu þessu virtu telst sannað að olía hafi verið á brúnni er stefnandi steig á hana umrætt sinn. Við mat á því hvort umræddur samstarfsmaður stefnanda haf i sýnt af sér gáleysi umrætt sinn verður að líta til þess að hann hafði ekki sjálfur misst olíu niður á umrædda göngubrú og ósannað er að honum hafi verið kunnugt um að olía h a fði lekið á brúna áður en slysið varð . Verða ekki aðrar kröfur gerðar til hans e n þær að hann héldi vinnusvæðinu hreinu eftir því sem föng voru á, sbr. 1. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 145/19 53 . Að þessu virtu verður ekki séð að háttsemi umrædds samstarfsmanns hafi verið saknæm umrætt sinn , enda leið skammur tími frá því að skoðun hans á vörubifreiðinni lauk og hann hélt á snyrtinguna þar til hann sneri aftur til starfa á vörubílabrautinni . Loks verður við mat á þessum atriðum að líta til þess að stefnandi hafði starfað hjá vátryggingartaka um árabil . Þannig lýsti hann því fyrir dómi að hann hefði verið búinn að ganga um á þessari brú frá árinu 1999 og væri vanur að ganga á henni . Sagðist hann raunar þekkja brúna svo vel að hann hefði næstum því getað farið blindandi yfir hana. Hann hefði alltaf passað sig þegar hann hefði gengið yfir hana og hefðu sumir sams t arfsmenn hans kosið að ganga ekki á henni. Var honum því kunnugt um að sýna þyrfti aðgát þegar gengið væri yfir brúna , enda lá hún yfir opna gryfju . Þ á gjörþekkti stefnandi aðstæður á vinnustaðnum og gat ekki komið á óvart að smur olía gæti gert vart 12 við sig þegar bifreiðar færu í gegnum skoðunarstöðina . Þá var stefnandi að eigin sögn meðvitaður um að bleyta væri líklega undir skóm hans umrætt sinn , en slíkt kallaði á aukna aðgát af hans hálfu. Að öllu framangreindu virtu verður að telja að hér hafi verið um óhappatil vik að ræða sem ekki verði rakið til bótaskyldrar háttsemi vátryggingartaka eða starfsmanna á vegum hans. Í samræmi við það ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niðu r. Af hálfu stefnanda flutti málið Guðmundur Sæmundsson lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Einar Baldvin Axelsson lögmaður. Arnaldur Hjartarson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við meðferð málsins 2. september sl., en hafði fram til þess engin afskipti haft af meðferð þess. D Ó M S O R Ð: Stefndi, Vátryggingafélag Íslands hf., er sýkn af kröfum stefnanda, A. Málskostnaður fellur niður . Arnaldur Hjartar son.