Héraðsdómur Suðurlands Dómur 22. október 2020 Mál nr. S - 631/2019: Lögreglustjórinn á Suðurlandi (Þórdís Ólöf Viðarsdóttir fulltrúi) gegn X (Ólafur Björnsson lögmaður) Dómur Mál þetta er höfðað með ákæru Lögreglustjórans á Suðurlandi, dags. 5. nóvember 2019, á hendur X fyrir hegningar - og umferðarlagabrot með því að hafa, síðdegis laugardaginn 9. febrúar 2019, ekið bifreiðinni [...] norður Eyraveg á Selfossi, skammt norðan gatnamóta Engjavegar og Eyravegar, án nægilegrar aðgæslu og varúðar og án þess að virða gangbrautarrétt, þannig að bifreið ákærðu hafnaði á A þar sem hann var á leið gangandi yfir gangbraut á veginum. Við ákeyrsluna kastaðist A upp á og aftur með bifreiðin ni og féll síðan í götuna með þeim afleiðingum að hann hlaut herðablaðsbrot, brot á neðri enda sköflungs, rifbrot og mörg brot á fótlegg. Teljast brot ákærðu varða við 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 og 6. mgr. 26. gr. umferðarlaga nr. 50, 1 987, sbr. 1. mgr. 100. gr. nefndra umferðarlaga. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar, til sviptingar ökuréttar samkvæmt 1. mgr. 101. gr. umferðar laga nr. 50, 1987 og til greiðslu alls Ákærða neitar sök 2 Aðalmeðferð fór fram 25. september 2020 og var málið dómtekið að henni lokinni. Meðferð málsins tafðist vegna heimsfaraldurs af völdum kórónuveiru. Af hálfu ákæruvalds eru gerðar þæ r kröfur sem að ofan greinir. Af hálfu ákærðu er aðallega krafist sýknu af ákæru um brot gegn 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og umferðarlagabrot skv. 6. mgr. 26. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, en til vara að hún verði einungis dæmd til að þola vægustu viðurlög sem lög framast leyfa vegna brots sem hún kann að verða sakfelld fyrir. Þá er krafist málsvarnarlauna úr ríkissjóði. Í greinargerð ákærðu er getið um kröfur vegna einkaréttarkröfu, en engin slík krafa hefur verið gerð í málinu og verður ek ki frekar fjallað um kröfur ákærðu vegna þess. Fyrir aðalmeðferð fór dómari á vettvang ásamt sakflytjendum og ákærðu. Málavextir Samkvæmt gögnum málsins barst lögreglu tilkynning kl. 18:58 sunnudaginn 10. febrúar 2019 um umferðarslys á Eyravegi við gatnam ót Engjavegar á Selfossi. Samkvæmt tilkynningunni hafði verið ekið á gangandi vegfaranda. Þegar lögregla kom á staðinn lá brotaþoli, A , á Eyravegi fáeina metra norðan við gangbrautina og voru sjúkraflutningamenn að huga að honum. Skammt frá hafði bifreiðin ni [...] verið lagt og sat ákærða í honum ásamt B sem hafði orðið vitni að slysinu. Á vettvangi ræddi lögregla við ákærðu og vitni, en ekki verður sérstaklega gerð grein fyrir þeim viðræðum hér. Brotaþoli var fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur. Samk væmt vottorði C deildarlæknis á bæklunarskurðdeild Landspítalans hlaut brotaþoli af þessu herðablaðsbrot, brot á neðri enda sköflungs, rifbrot og mörg brot á fótlegg. Var gerð á honum aðgerð, svokölluð innri festing brots á dálkshnyðju með spöng og skrúfum (NHSJ60). Hann útskrifaðist af sjúkrahúsi þann 19. febrúar 2019. Í vottorðinu kemur fram að við komu á sjúkrahúsið hafi strax verið grunur um að brotaþoli væri undir áhrifum áfengis, en ekki liggur neitt fyrir um tölur í því sambandi. Í skýrslu sem brotaþ oli gaf lögreglu þann 20. mars 2019 kemur fram að hann hafi gengið yfir á gangbrautina frá norðanverðum Eyravegi. Þegar hann hafi komið að gangbrautinni hafi bifreið sömu megin stöðvað fyrir honum og hafi hann gengið af stað þar sem hann hafi ekki séð aðra bifreið og talið að engin bifreið hafi verið að koma úr hinni áttinni. Þegar hann hafi verið kominn inn á miðja gangbrautina hafi verið ekið á 3 hann. Hægri hlið hans hafi farið á bifreiðina og hann kastast á framrúðu bifreiðarinnar og utan í vinstri spegil . Kvaðst brotaþoli aldrei hafa séð bifreiðina sem ók á hann og mögulega væri það vegna þess að henni hafi verið ekið hratt. Kvaðst hann hafa drukkið 4 litla bjóra, en ekki fundið á sér. Hann hafi ekki verið með endurskin á fötum sínum og verið dökkklæddur. Vitnið B gaf skýrslu hjá lögreglu og lýsti því að þegar brotþaoli hafi verið kominn inn á miðja akbrautina og milli tveggja boðmerkja hafi hann stigið eitt skref inn á gagnstæða akrein og þá hafi bifreið ákærðu komið aðvífandi og ekið á manninn sem hafi l ent á vinstra framhorni hennar, kastast upp í loftið og hafnað á götunni. Kvað B að léleg lýsing hafi verið þarna, en kvaðst ekki geta sagt með vissu um hraða bifreiðar ákærðu, en taldi hraðann hafa verið talsverðan. Vitnið D gaf skýrslu hjá lögreglu og kv að að þegar brotaþoli hafi gengið inn á akbrautina þá hafi bifreið ákærðu hafnað á honum og hafi brotaþoli hafnað á vinstra framhorni bifreiðarinnar og kastast með bifreiðinni og hafnað við vinstra afturhorn bifreiðarinnar. Bifreið ákærðu hafi verið á um 5 0 km hraða og kvaðst vitnið ekki hafa séð hvort bifreiðin hemlaði fyrir slysið. Vitnið E gaf skýrslu hjá lögreglu og kvað brotaþola hafa gengið yfir fyrri akreinina, en svo hafi hann virst hika áður en hann hafi gengið inn á seinni akreinina. Þegar hann hafi svo stigið inn á akreinina hafi bifreið ákærðu ekið á hann. Hann hafi lent á vinstra framhorni bifreiðarinnar og kastast meðfram bifreiðinni og hafnað í götunni um bíllengd frá gangbrautinni. Taldi E að bifreið ákærðu hafi verið á um 50 km hraða og að ákærða hafi ekki virst hemla. Brotaþoli hafi gengið yfir á eðlilegum gönguhraða. Vitnið F gaf skýrslu hjá lögreglu og kvaðst hafa séð ekið á brotaþola sem hafi kastast upp í loftið, snúið öfugur í loftinu og lent á götunni. Kvaðst halda að bifreið ákærðu hafi verið á talsverðri ferð. Ákærða gaf skýrslu hjá lögreglu og kvaðst hafa ekið á eðlilegum umferðarhraða þegar atvikið gerðist og hafi alls ekki verið að flýta sér neitt. Þegar hún hafi komið að gangbrautinni, sem hafi verið illa merkt og línur í veginum hafi verið afmáðar, hafi hún í einni sjónhendingu séð mann í eins konar hlaupastöðu, þ.e. þannig að efri hluti búks og höfuð hafi hallað fram á við. Sekúndubroti síðar hafi maðurinn verið kominn upp á framrúðu bifreiðarinnar. Kvaðst hún ekki hafa séð manninn, þ.e. brotaþola, koma gan gandi yfir hina akreinina. Hafi brotaþoli lent með öxlina á framrúðunni, en ekki lent framan á bifreiðinni eða upp á húddið. Hafi framrúðan brotnað og líka hliðarspegillinn 4 ökumannsmegin. Kvaðst ákærða hafa hemlað um leið og brotaþoli hafi skollið á rúðunn i, en þetta hafi allt gerst mjög hratt og í einni sjónhendingu. Í rannsóknargögnum er ekki gerð sérstök grein fyrir ástandi bifreiðarinnar og skemmdum á henni, en þar eru ljósmyndir frá vettvangi þar sem bifreiðin sést jafnframt. Má þar sjá að umferðarmerk i geta byrgt ökumanni sýn á gangandi vegfaranda sem er á milli akreinanna og á leið yfir götuna. Þar sést jafnframt að framrúða bifreiðarinnar er brotin vinstra megin og þá er hliðarspegill vinstra megin brotinn af. Ekki sjást á myndunum skemmdir á framend a bifreiðarinnar eða vélarhlíf. Þá hafa verið lagðar fram ljósmyndir af vettvangi sem ákærða mun hafa tekið sjálf stuttu eftir óhappið. Þá hefur verið lagður fram tölvupóstur frá G , starfsmanni Vegagerðarinnar, þar sem fram kemur að eftir óhappið voru svok allaðir gátskildir minnkaðir þar sem óhappið var, þ.e. hæð þeirra dregin niður, í þeim tilgangi að reyna að koma í veg fyrir að þeir skyggðu á gangandi vegfarendur. Er jafnframt ítrekað í tölvupóstinum að merkingar á þessum stað hafi verið í samræmi við gi ldandi reglugerð og vinnureglur Vegagerðarinnar. Forsendur og niðurstaða Ákærða gaf skýrslu við aðalmeðferð. Hún skýrði frá því að hafa verið á leið heiman frá sér og til vinnu í Hveragerði, rétt fyrir kl. 19:00. Hún hafi ekið sína venjulegu leið eftir Ey raveginum, gegnum hringtorgið og komið svo að gatnamótum Eyravegar og Engjavegar. Hafi hún enga fyrirstöðu séð við gangbrautina og taldi sig hafa verið á hæfilegum hraða með fulla athygli á akstrinum. Hún hafi ekki séð brotaþola fyrr en einni sjónhendingu áður en hann hafi lent á bifreiðinni. Hún hafi séð hann út undan sér þar sem hann hafi staðið álútur, eins og í hlaupastöðu eða kýttur. Þannig hafi hún séð hann í sjónhendingu og í þeirri næstu hafi hann verið kominn upp á rúðuna á bifreiðinni. Þá hafi hún séð aftan á höfuð hans og hægri öxl fyrir framan andlit sitt og svo hafi hún séð að hann var dottinn í jörðina. Þessi þrjú augnablik hafi hún séð hann. Fyrst standandi álútan á umferðareyjunni, uppi á rúðunni og svo í hnipri á götunni. Hafi ákærða þá ekið út í kant og verið óskaplega brugðið og óttast að maðurinn væri látinn. Hún hafi snarhemlað um leið og hún hafi orðið mannsins vör. Henni hafi létt þegar hún hafi heyrt að maðurinn væri á lífi. 5 Aðspurð kvaðst ákærða vera vön að aka þessa leið. Akstursskil yrði hafi verið þannig að það hafi verið farið að rökkva og orðið dálítið dimmt. Ekki hafi verið hálka, en snjór í vegkanti. Kvaðst muna að hafa séð bifreiðar koma á móti, en kvaðst ekki muna hvort þeir hafi verið á ferð. Hún hafi séð brotaþola til hliðar og þá hafi hann verið inni á umferðareyjunni. Hún hafi þannig séð hann útundan sér þegar hún hafi komið inn á gangbrautina, bara eitt augnablik. Kvaðst ekki geta fullyrt hve langt hún hafi ekið eftir að hafa lent á honum. Hún hafi strax beygt frá. Aðspurð um hraða sem hún hafi verið á kvaðst ákærða halda að þarna sé 50 km hámarkshraði, en hún hafi nýlega verið komin út úr hringtorginu á undan. Kvaðst ekki geta sagt að hún hafi litið á hraðamælinn og fullyrt um hraðann, en hún telji afar ósennilegt að hún ha fi verið búin að ná 50 km hraða. Gangbraut taki við strax eftir hringtorgið og svo séu gatnamót, þannig að hraðinn þarna sé ekki mikill. Kvað brotaþola hafa verið dökkklæddan og með gráleita húfu. Kvaðst ekki halda að hann hafi færst með bifreiðinni þegar hún fór áfram. Á bifreiðinni hafi framrúðan verið brotin og dyrakarmurinn beyglaður við rúðuna. Hliðarspegillinn hafi verið dottinn af og þá hafi verið beygla efst á vinstra frambretti. Kvaðst telja að umferðarskiltin sem þarna voru hafi byrgt henni sýn, e n þau hafi öll verið í sjónlínu og byrgt sýn inn á gangbrautina. Auk þess hafi ákærði verið álútur og skuggsýnt úti og brotaþoli verið dökkklæddur án endurskinsmerkja. Hún hafi einfaldlega ekki séð manninn. Augljóslega hefði hún stoppað ef hún hefði séð ha nn. Ákærða kvað bifreiðina að miklu leyti hafa verið komna fram hjá A þegar hann hafi lent á bifreiðinni ofarlega og innarlega á framrúðunni. Aðspurð kvaðst ákærða hafa orðið fyrir miklu áfalli við þetta og hafi ekki enn bitið úr nálinni með þetta. Þá kvað st ákærða ekki hafa neytt áfengis fyrir atburðinn. Aðspurð um ákomur á bifreiðinni eftir óhappið kvað ákærða að framrúðan hafi verið brotin u.þ.b. 20 - 30 sentimetra inn á rúðuna, dyrakarmurinn þar við verið dældaður, hliðarspegillinn hafi dottið af í heilu lagi og svo hafi sést á vinstra frambretti alveg efst. Ekkert hafi sést framan á bifreiðinni og t.d. hafi rúðuþurrkurnar verið alveg óhaggaðar, enda kvaðst ákærða alveg viss um að brotaþoli hafi ekki lent framan á bifreiðinni og upp á húddið og framrúðuna . Fyrst þegar hún hafi séð brotaþola þá hafi það verið út um hliðarrúðuna. Kvaðst halda að hann hafi horft niður, frekar en fram á við eða til hliðar. Hann hafi verið álútur og alls ekki horft til hliðar. Aðspurð kvaðst ákærða hafa verið meðvituð um að þa rna væri gangbraut, en hún sé illa merkt og merkingar máðar. 6 Ákærða skýrði frá því að hafa haft samband við Vegagerðina eftir slysið, sem hafi breyt merkingum og umferðarskiltum á vettvangi eftir slysið. Þá staðfesti ákærða þær myndir sem hún tók af umferð armerkjum á vettvangi og sem hafa verið lagðar fram í málinu. Vitnið A , brotaþoli, kom fyrir dóminn og skýrði frá því að hafa tekið eftir bifreiðum akandi vinstra megin á Eyraveginum. Bifreiðarnar hafi stoppað fyrir honum, hann hafi þá horft í kringum sig og lagt af stað yfir gangbrautina. Svo þegar hann hafi verið götunni þá hafi hann bara fundið höggið. Kvaðst bara muna að hann hafi dottið en eftir það hafi hann verið meðvitundarlaus. Kvaðst ekki muna eða vita hve lengi hann hafi verið meðvitundarlaus. Ha nn hafi svo verið fluttur á sjúkrahús. Aðspurður kvaðst brotaþoli hafa verið á leið heim til sín á A og þess vegna þurft að fara yfir Eyraveginn. Brotaþoli kvaðst hafa verið í vinnufatnaði, mögulega gallabuxum eða gráum fötum. Það hafi verið kalt en lýsing hafi verið mjög góð þrátt fyrir að myrkur hafi verið. Bifreiðarnar hafi stoppað fyrir honum norðan megin við Eyraveginn. Hann hafi gengið yfir gangbrautina á eðlilegum hraða. Þegar hann hafi verið kominn yfir fyrri akreinina þá hafi hann haldið rakleiðis áfram en ekki stöðvað neitt á miðri götunni. Kvaðst ekki muna hvort hann hafi horft í kringum sig áður en hann hafi lagt af stað yfir seinni akreinina, þ.e. sunnan megin, en hann muni vel að hafa litið í kringum sig áður en hann hafi lagt af stað yfir fyrr i akreinina. Aðspurður um hvenær hann hafi orðið var við bifreið ákærðu kvað brotaþoli það hafa verið þegar hann fékk á sig höggið. Aðspurður kvaðst brotaþoli hafa fundið til í fótunum, en kvaðst ekki vel muna hvar hann hafi fengið bifreiðina á sig, en þet ta hafi gerst mjög hratt. Þá kvaðst brotaþoli ekki geta lýst því hvar hann hafi hafnað á bifreiðinni. Fyrir þetta hafi hann verið í eðlilegu og venjulegu ástandi. Hann hafi drukkið 2 bjóra u.þ.b. 2 klukkustundum áður. Þá lýsti brotaþoli áverkum sínum og ve rkjum sem hann hafi haft eftir þetta. Kvaðst ekki hafa náð fullum bata. Aðspurður kvaðst brotaþoli vera um 175 sentimetra hár. Aðspurður kvaðst brotaþoli ekki hafa verið með neitt í höndunum þegar hann hafi gengið yfir götuna, eða hann minntist þess ekki að svo hafi verið. Hann kvaðst eiga GSM síma, en notaði hann ekki á göngu. Brotaþoli kvað að síminn hans hafi ekki skemmst, en það hafi verið slökkt á honum eftir á þegar hann hafi fengið hann afhentan í sjúkrabifreiðinni. Hann hafi ekki verið með símann í höndunum þegar slysið varð. Aðspurður kvaðst brotaþoli ekki hafa séð bifreið ákærðu koma áður en slysið varð. Hann hafi ekki orðið hans neitt var. Það geti hafa verið vegna þess að það hafi verið kalt úti og 7 hann hafi verið einhvern veginn falinn í úlpun ni sinni. Þegar brotaþoli lýsti þessu hnipraði hann sig saman og beygði höfuðið fram eins og til að líkja eftir því að vera kalt. Kvaðst brotaþoli vel geta hafa verið þannig, enda muni hann vel að það hafi verið mjög kalt úti. Nánar aðspurður um þann framb urð sinn fyrir dómi að hafa drukkið 2 bjóra, gagnstætt því sem hann hafi borið hjá lögreglu um að hafa drukkið 4 slíka, kvaðst brotaþoli ekki geta útskýrt það en hann muni ekki eftir að hafa fengið sér 4 bjóra. Aðspurður kvaðst brotaþoli ekki hafa fundið t il áfengisáhrifa. Undir brotaþola voru bornar myndir frá vettvangi og sýndi hann á þeim hvar hann hafi gengið yfir gangbrautina. Lýsti hann því að hafa verið afar skammt kominn inn á akbrautina þegar hann hafi fundið höggið frá bifreið ákærðu. Aðspurður um hvaða hluti bifreiðar ákærðu hafi lent á brotaþola kvað hann þetta hafa gerst svo hratt að hann gæti ekki sagt til um það. Vitnið B kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og kvaðst hafa verið á ferð á vettvangi ásamt F manni sínum. Þau hafi ekið eftir Eyravegin um í áttina frá miðbæ Selfoss, norðan megin, og hafi maður hennar ekið. Hafi vitnið séð snöggt þegar brotaþoli hafi verið að fara yfir gangbrautina. Hún hafi ekki séð hann vel og hann hafi eiginlega verið bara svartur skuggi með derhúfu. Svo hafi brotaþoli verið hálfnaður yfir gangbrautina og verið á milli akreinanna og henni hafi fundist eins og hann væri að stíga inn á akbrautina sunnan megin og þá hafi komið bifreið og keyrt á brotaþola. Vitnið hafi hún séð framan í ákærðu þegar bifreið hennar hafi haldið skammt áfram og hafi ákærða virst vera mjög hissa. Þau hafi svo stoppað og hafi vitnið farið til ákærðu sem hafi verið í áfalli. Aðspurð kvaðst vitnið fyrst hafa séð brotaþola á gangbrautinni sömu m egin og vitnið, en næst þar sem hann hafi verið á milli akreinanna þar sem hann hafi verið í þann mund að stíga út á akbrautina sunnan megin. Vitnið taldi að önnur bifreið hafi verið fyrir framan þau, nær gangbrautinni. Vitnið kvaðst halda að vinstra framh orn bifreiðar ákærðu hafi rekist á brotaþola og hann hafi þá kastast aðeins upp og lent svo á götunni. Vitnið kvaðst ekki geta sagt til um hvort brotaþoli hafi færst til með bifreiðinni. Vitnið kvað ákærðu ekki hafa hægt á bifreið sinni þegar slysið hafi o rðið, en kvaðst ekki geta sagt til um hvort hún hafi ekið hratt. Vitnið kvaðst ekki hafa tekið eftir skemmdum á bifreið ákærðu. Vitnið kvaðst hafa orðið vör við bifreið ákærðu rétt fyrir slysið, rétt áður en hún hafi hafnað á brotaþola. Vitnið kvaðst ekki geta sagt að hún hafi séð þetta mjög vel. Veður hafi verið 8 gott en myrkur. Fannst lýsingin ekki hafa verið mjög góð. Aðspurð hvort brotaþoli hafi numið staðar á milli akreina eða haldið viðstöðulaust áfram kvaðst vitnið finnast eins og hann hafi aðeins sto ppað eða hægt á sér, en svo fært sig aðeins áfram. Hann hafi ekki gengið hratt. Vitninu fannst geta verið að brotaþoli hafi verið í álútri stöðu. Aðspurð hvort vitninu hafi fundist að ákærða og brotaþoli hafi hvorugt séð hitt kvaðst vitnið halda að ákærða hafi ekki séð brotaþola og jafnvel hann ekki heldur hana. Vitnið F kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og kvaðst hafa verið á ferð á vettvangi ásamt B konu sinni og hann ekið eftir Eyravegi norðan megin og komið að gangbrautinni. Þar hafi þau stoppað og ve rið þriðja eða fjórða bifreið frá gangbrautinni. Þá hafi vitnið bara séð mann í loftinu og strax gert sér grein fyrir að eitthvað alvarlegt hafi gerst. Vitnið hafi svo hringt á Neyðarlínuna. Vitnið kvaðst aðspurður að hann hafi ekki séð brotaþola neitt áðu r en hann varð fyrir bifreið ákærðu og ekki heldur þegar hann hafi orðið fyrir henni. Vitnið hafi ekki séð brotaþola fyrr en hann hafi verið í loftinu. Þá kvaðst vitnið aðspurður ekki hafa séð bifreið ákærðu. Fyrst þegar vitnið hafi séð brotaþola í loftinu hafi fæturnir snúið upp. Vitnið tók fram að hafa hvorki séð brotaþola né bifreið ákærðu áður en þetta gerðist og ekki heldur séð þau rekast saman bifreiðina og brotaþola. Vitnið gat ekki lýst því glögglega hvar brotaþoli hafi lent á götunni og legið eftir það. Vitnið D kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og kvaðst hafa verið á leið ásamt E konu sinni, um vettvang umrætt sinn og lýsti því að hafa ekið norðan megin eftir Eyravegi í átt frá miðbæ Selfoss. Hafi vitnið komið að gangbraut og séð þar vegfaranda á ga ngstéttinni norðan megin, þ.e. brotaþola, sem ætlaði greinilega að fara yfir. Hafi vitnið stoppað fyrir brotaþola og hann farið yfir og stoppað á miðri götunni þar sem sé lítil eyja. Hafi brotaþoli aðeins virst hika þar, en samt stigið út á akbrautina og u m leið hafi verið ekið á hann. Hafi brotaþoli farið aðeins áfram með bifreið ákærðu og þá í raun aðeins aftur fyrir vitnið með hliðinni og lent á götunni. Hafi vitnið farið út og reynt að hlúa að honum. Hafi vitnið tínt upp dót brotaþola. Það hafi verið dá lítið dimmt þarna og snjór en ekki ófærð eða neitt þannig. Lýsing hafi bara verið venjuleg ljósastauralýsing. Brotaþoli hafi verið í gallabuxum og dökkri jakkapeysu. Sennilega hvítum skóm. Gönguhraði brotaþola hafi bara verið venjulegur, en á eyjunni hafi hann hikað. Væntanlega hafi hann tekið eftir bifreið ákærðu og hikað þess vegna, en mögulega gert ráð fyrir að bifreið ákærðu myndi stoppa. Aðspurður hvernig og hvar brotaþoli hafi lent á bifreið ákærðu kvað vitnið að hann hafi orðið fyrir bifreiðinni vins tra megin að framan og lent aðeins á 9 framrúðunni, sennilega með öxl og upp úr, og kastast svo með bifreiðinni eitthvað áfram. Vitnið kvaðst ekki muna hvenær hann hafi orðið var við bifreið ákærðu, sem hafi verið svartur smábíll. Þetta hafi allt gerst mjög hratt og kvaðst vitnið ekki gera sér grein fyrir hraða á bifreið ákærðu og taldi að það hafi ekki verið neinn ofsahraði. Varla meira en 50 - 60 km. Kvaðst ekki hafa orðið var við hraðabreytingu á bifreið ákærðu. Vitnið kvað að brestur hafi verið í framrúðu á bifreið ákærðu, en kvaðst ekki geta sagt til um aðrar skemmdir. Ákærðu hafi verið mjög brugðið. Aðspurður kvaðst vitnið hafa verið við það að aka áfram þegar þetta hafi gerst, en séð þetta samt alveg. Vitninu voru sýndar myndir af vettvangi og benti hann á hvar brotaþoli hefði verið staddur þar. Vitnið E kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og kvaðst hafa verið ásamt D manni sínum, á leið eftir Eyraveginum frá miðbæ Selfoss og stoppað fyrir gangandi vegfaranda, þ.e. brotaþola. Þegar hann hafi verið kominn hálf a leið yfir hafi komið bifreið úr gagnstæðri átt og keyrt á hann. Þau hafi þá farið aðeins út í kant og látið börn sín bíða í bílnum. Þau hafi hlúð að brotaþola. Vitnið lýsti því að brotaþoli hafi stigið á miðeyjunni eins og hann hafi ætlað að stíga út á a kbrautina, en virst hika augnablik eins og hann hafi tekið eftir að það væri bifreið að koma, en svo ekki stigið til baka. Hafi brotaþoli kastast af bifreiðinni. Það hafi verið myrkur. Aðspurð kvaðst vitnið fyrst hafa séð brotaþola þegar hann hafi gengið y fir akbrautina þeirra megin. Hún hafi horft á eftir brotaþola þar sem hann stóð á eyjunni milli akreinanna og gerði sig líklegan til að fara yfir, en svo hafi hann dregið úr eða hikað og stigið til baka, en þá hafi hann kannski verið kominn of langt. Svo h afi hún óljóst séð hann fljúga í loftinu. Gönguhraði brotaþola hafi verið rösklegur. Vitnið kvaðst hafa séð þegar bifreiðin og brotaþoli lentu saman. Henni hafi fundist eins og brotaþoli hafi rúllað meðfram vinstri hlið bifreiðarinnar og eins og upp rúðuna og hliðina á bifreiðinni, ökumanns megin. Ákoman á bifreiðina hafi verið á vinstra framhorn. Brotaþoli hafi rúllað upp og meðfram hliðinni, aðeins upp á framrúðuna og meðfram hliðinni á spegilinn. Brotaþoli hafi færst með bifreiðinni. Brotaþoli hafi verið dökkklæddur. Vitnið kvaðst ekki hafa orðið vör við bifreið ákærðu fyrr en hún hafi lent á brotaþola og kvaðst ekki geta gert sér grein fyrir hraða hennar eða mögulegum hraðabreytingum. Kvaðst þó telja að hraðinn hafi ekki verið óeðlilegur og kvaðst ekki h afa séð að bifreiðin hafi bremsað. Vitnið kvaðst ekki hafa skoðað bifreið ákærðu sérstaklega eftir á, en minnti að það hafi verið skemmd á rúðu. Nánar aðspurð um hvort brotaþoli hafi lent upp á húddi bifreiðar ákærðu kvaðst vitnið halda að brotaþoli hafi e kki beint farið upp á bifreiðina, en svona kastast eftir 10 vinstri hlið hennar. Vitninu voru sýndar myndir frá vettvangi og sýndi hún stöðu sína og brotaþola á þeim. Vitnið gat ekki sagt til um hvort brotaþoli hafi horft til hliðar, beint fram eða niður. Vit nið lögreglumaður nr. [...] , áður h [...] , kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að hafa komið á vettvang umrætt sinn. Vitnið hafi aðallega verið að sinna ákærðu, en jafnframt rætt við vitni. Þá hafi vitnið einnig rætt við ákærðu á sjúkrahúsinu á Selfossi. Þarna hafi verið mjög dimmt. Brotaþoli hafi ekki legið á gangbrautinni heldur hafi hann verið nær Tryggvatorginu við Ölfusárbrúna. Ákærða hafi verið í mjög miklu andlegu áfalli og hafi ekki verið sérstaklega kynnt réttarstaða sakbornings þess vegna. Aðspurður kvaðst vitnið ekki muna eftir ákomum á bifreið ákærðu. Vitnið staðfesti sínar skýrslur og vinnu í rannsóknargögnum málsins. Vitnið C læknir gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð. Vitnið skýrði frá því að hafa sjálfur ekki hitt brotaþola, heldur ritað vottorð um hann að beiðni lögreglu, upp úr skrám á Landspítalanum. Vitnið staðfesti vottorð sitt. Ekki kvaðst vitnið vita til þess að tekin hafi verið blóðprufa af brotaþola þar sem staðfest hafi verið áfengismagn. Vitnið G starfsmaður Vegage rðarinnar gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð og kannaðist við tölvupóst sinn frá Vegagerðinni, þar sem fram kemur m.a. að umferðarmerkingum hafi verið breytt á vettvangi eftir ábendingu frá ákærðu. Þannig hafi svokallaðir gátskildir verið teknir niður og boðmerki lækkuð, en þetta hafi ekki komið nákvæmlega fram í umræddum tölvupósti. Uppsetning á gátskjöldum sé valkvæð við tilteknar aðstæður og meti starfsmenn í hverju tilfelli. Þannig hafi verið talin þörf á þeim þegar þeir hafi verið settir upp, en e ftir þetta hafi það verið metið svo að það væri gangandi vegfaranda í hag að taka þá niður. Merkingarnar hafi hins vegar verið í samræmi við gildandi reglur. Óumdeilt er í málinu að ákærða ók þar um sem lýst er í ákæru og að brotaþoli fór á sama tíma yfir gangbraut þá sem þar er. Endaði þetta með því að bifreið ákærðu og brotaþoli lentu saman og af því hlaut brotaþoli þá áverka sem lýst er í ákæru. Samkvæmt því sem fram er komið verður ekki fullyrt að ákærða hafi orðið vör við brotaþola fyrr en sekúndubroti áður en slysið varð, en að sama skapi virðist ljóst að brotaþoli hafi ekki orðið var við bifreiðina fyrr en slysið varð. Hjá brotaþola kom fram að hann gæt i ekki sagt til um hvort hann hafi horft til hliðar áður en hann gekk inn á akbrautina, en ákærða fullyrti að þegar hún hafi séð hann fyrst þá hann ekki horft til hliðar. Ekkert vitni hefur lýst því að brotaþoli hafi horft til 11 hliðar áður en hann gekk inn á akbrautina og verður allur vafi um það metinn ákærðu í hag. Ákærða lýsti því að þegar hún sá brotaþola fyrst hafi hann verið eins og álútur, en þetta fær stoð í framburði brotaþola sjálfs sem lýsti því að vegna kulda hafi hann hniprað sig saman í úlpun ni sinni og beygt sig fram, en þetta sýndi brotaþoli við skýrslugjöf sína. Fyrir liggur að ekki fór fram sérstök rannsókn á bifreið ákærðu eftir slysið, en samkvæmt þeim myndum sem liggja fyrir í málinu er ekki að sjá neinar ákomur á bifreiðinni framanver ðri, heldur sést á myndum að framrúðan er brotin beint fyrir framan ökumanninn, alveg út við gluggapóstinn við ökumannshurðina, en jafnframt er hliðarspegill ökumannsins brotinn af, en þá upplýsti ákærða að sjáanleg hafi verið dæld efst á vinstra frambrett i. Vitnið B taldi að brotaþoli hefði lent á vinstra framhorni bifreiðarinnar, en vitnið D taldi að brotaþoli hefði orðið fyrir bifreiðinni vinstra megin að framan. Vitnið E lýsti því að brotaþoli hafi rúllað meðfram vinstri hlið bifreiðarinnar og eins og u pp rúðuna og hliðina á bifreiðinni, ökumanns megin, rúllað upp og meðfram hliðinni, aðeins upp á framrúðuna og meðfram hliðinni á spegilinn. Er þannig örðugt að fullyrða hvaða hluti bifreiðarinnar og brotaþoli lentu fyrst saman. Með hliðsjón af þessu, sem og því að ekki liggur fyrir annað en það sem að framan greinir um skemmdir á bifreiðinni, þykir ekki unnt að slá því föstu að framendi bifreiðarinnar hafi skollið á brotaþola heldur þykir allt eins geta verið að brotaþoli og bifreiðin hafi ekki snerst fram ar á bifreiðinni en sem nemur þeim stað þar sem mætast framrúða, vinstra frambretti og hliðarspegill, enda eru þar þær ákomur á bifreiðinni sem upplýst er um í málinu. Þetta er auk þess í samræmi við framburð ákærðu um að hafa fyrst séð ákærða í sjónhendin gu út um hliðarrúðuna. Ákærða hefur lýst því að hafa margoft ekið þessa leið áður og að hún hafi ekkert verið að flýta sér, enda séu aðstæður þarna þannig að margs sé að gæta. Ekki hefur komið fram í framburði vitna neitt sem af verður dregin sú ályktun a ð ákærða hafi ekið hratt og ógætilega umrætt sinn. Ákærða hefur vísað til þess að á vettvangi hafi verið umferðarmerki og umferðarskilti sem hafi byrgt henni sýn, þannig að merki þessi og skildir hafi skyggt á brotaþola. Liggja fyrir í málinu myndir af vet tvangi þar sem þetta sést, en hvort tveggja er um að ræða myndir sem lögregla tók, sem og myndir sem ákærða tók sjálf nokkru eftir slysið. Þá liggur fyrir að eftir ábendingu ákærðu taldi Vegagerðin efni til að lækka boðmerki sem þarna voru, sem og að fjarl ægja með öllu svonefnda 12 gátskildi en merki þessi og skildi má sjá á umræddum ljósmyndum. Kom fram í framburði vitnisins G að þessar breytingar hafi verið metnar gangandi vegfaranda í hag. Að mati dómsins hefur framburður ákærðu verið trúverðugur og er ekk i dregið í efa að hún hafi aldrei orðið vör við brotaþola eða séð til ferða hans fyrr en hún sá hann út um hliðarrúðu, örskömmu áður en slysið varð , en á þeim tíma hafði ákærða enga möguleika á að afstýra slysinu. Að mati dómsins er ekki unnt að hafna því að umrædd umferðarskilti, þ.e. boðmerki og gátskildir, hafi byrgt ákærðu sýn þannig að hún hafi ekki getað séð brotaþola þegar hún nálgaðist gangbrautina á eðlilegum ökuhraða, en fyrir liggur að merki þessi og skildir voru nokkuð háir og breiðir, en þessi merki hafa nú ýmist verið fjarlægð eða lækkuð, en eins og áður segir ber þeim í rauninni saman um það ákærðu og brotaþola að brotaþoli hafi verið álútur og í nokkurs konar hnipri á bak við merkin og skildina, en hann upplýsti í framburði sínum að vera 175 sentimetrar á hæð. Þannig er heldur ekki unnt að telja hafið yfir skynsamlegan vafa að háttsemi ákærðu hafi falið í sér gáleysi í skilningi 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þannig að afleiðingarnar verði metnar henni til sakar. Að öllu framangr eindu virtu er ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærða hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök í ákæru og nær það hvort tveggja til sakargifta um brot á umferðarlögum sem og til líkamsmeiðinga af gáleysi. Er því rétt að sýkna hana af öl lum kröfum ákæruvalds í málinu. Samkvæmt 2. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 verður sakarkostnaður ekki lagður á ákærðu og greiðist hann því úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu, Ólafs Björnssonar lögmanns, eins og nánar greinir í dóm sorði. Sigurður G. Gíslason héraðsdómari k veður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærða, X , skal vera sýkn af öllum kröfum ákæruvalds í málinu. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda hennar, Ólafs Björnssonar lögmanns, kr. 1.114.884, að virðisaukaskatti meðtöldum. Sigurður G. Gíslason