Héraðsdómur Suðurlands Dómur 3. desember 2020 Mál nr. S - 615/2020 : Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum ( Arndís Bára Ingimarsdóttir fulltrúi ) g egn Ásgeir i Gunnarss yni og Sævar i Erni Guðmundss yni ( Aníta Óðinsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem þingfest var 8. október sl. og dómtekið fimmtudaginn 12. nóvember sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans í Vestmannaeyjum þann 2. september sl., á hendur Ásgeiri Gunnarssyni, [...] og Sævari Erni Guðmundssyni, [...]. I. fyrir umferðarlagabrot á hendur ákærða Ásgeiri Gunnarssyni með því að hafa aðfararnótt sunnudagsins 15. september 2019 ekið bifreiðinni 8...] austur Bessastíg, norður Skólaveg og austur Hvítingaveg í Vestmannaeyjum ó hæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa áfengis og ávana - og fíkniefna (í blóði mældist vínandamagn 0,88 og kókaín 50 ng/ml og í þvagi mældist kókaín). (Mál nr. 319 - 2019 - 4166) Telst þetta varða við 1., sbr . 2. mgr. 45. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 1., sbr. 2. mgr. 49. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. núgildandi umferðarlaga nr. 77/2019. II. fyrir fíkniefnalagabrot á hendur ákærða Ásgeiri Gunnarssyni með því að hafa á sama tíma og á sama stað og lýst er í I. lið ákærunnar haft í vörslum sínum í sölu og dreifingaskyni samtals 4,84 grömm af kókaíni en efnin fundust við leit lögreglu í hægri buxnavasa ákærða og undir farþegasæti bifreiðarinnar [...] í símahulstri og í seðlaveski ákærða. (Mál nr. 319 - 2019 - 4166) Telst þetta varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 23 3/2001 með síðari breytingum. III. fyrir fíkniefnalagabrot 2 á hendur ákærða Sævari Erni Guðmundssyni með því að hafa að morgni sunnudagsins 15. september 2019 haft í vörslum sínum 0,08 grömm af kókaíni en efnin fundust við leit lögreglu í náttborðshillu í svefnherbergi ákærða á jarðhæð á heimili hans að [...] . (Mál nr. 319 - 2019 - 4166) Telst þetta varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingu m. IV. fyrir fíkniefnalagabrot á hendur báðum ákærðu Ásgeiri Gunnarssyni og Sævari Erni Guðmundssyni með því að hafa að morgni sunnudagsins 15. september 2019 haft í vörslum sínum í sölu og dreifingarskyni samtals 37,76 grömm af kókaíni en efnin fundust við leit í lögreglu í skúffu í sj ónvarpssamstæðu í stofu á jarðhæð á heimili ákærða Sævars Arnar Guðmundssonar að [...] . (Mál nr. 319 - 2019 - 4166) Telst þetta varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. regl ugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd i r til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er þess krafist að ákærða Ásgeiri Gunnarssyni verði gert a ð sæta sviptingu ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 99. og 101. gr. núgildandi umferðarlaga nr. 77/2019. Þá er þess krafist að ákærða Ásgeiri Gunnarssyni verði gert að sæta upptöku á 4,84 grömmum af kókaíni, ákærða Sævari Er ni Guðmundssyni ver ð i gert að sæta upptöku á 0,08 grömmum af kókaíni og 7,15 grömmum af óskilgreindu efni og báðum ákærðu verði gert að sæta upptöku á samtals 37,76 grömmum af kókaíni og þremur stykkjum af óskilgreindu efni samkvæmt 6. og 7. mgr. 5 .gr. ne fndra laga um ávana - og fíkniefni og 2. mgr. 14. gr. nefndrar reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. Ákærð u hafa báðir komið fyrir dóminn og var Anít a Óðinsdóttur lögma ður skipuð verjandi ákærð u beggja að þeirra ósk. Ákærð u hafa hvor um sig viðurkenn t skýlaust að hafa gerst sek i r um þá háttsemi sem þeim er gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játningar ákærð u og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning þeirra væri sannleikanum samkvæm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að aðilum hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærð u hafa gerst sek i r um þá h áttsemi sem þeim er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. 3 Ákærð u hafa með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði Ásgeir ekki áður sætt refsingu. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákær ði Sævar Örn þrívegis áður sætt refsingu, síðast með sátt við lögreglustjóra þann 28. október 2014 þar sem ákærða var gerð sekt vegna fíkniefnalagabrot s . Að öðru leyti hefur sakaferill ákærða Sævars Arnar ekki áhrif við ákvörðun refsingar í máli þessu. Refsing ákærða Ásgeirs er hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga. Að virtum atvikum máls og að teknu tilliti til skýlausrar játningar ákærða, þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Með vísan til 4. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. skal ákærði jafnframt greiða 30 0 .000 krónur í sekt til ríkissjóðs, innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa, e n sæta ella fangelsi í 20 daga. Fyrir liggur að ákærði Ásgeir var vegna brots síns samkvæmt ákærulið I, sviptur ökurétti til bráðabirgða þann 15. september 2019 , en sviptingin felld úr gildi með ákvörðun lögreglustjóra þann 15 . september 2020 . Með vísan til 99., 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 , sbr. og 101. 102. og 103. gr. þágildandi umferðarlaga nr. 50/1987 , ber að svipta ákærða ökurétti í fimmtán mánuði frá 15. september 2019 til 15. september 2020 og svo frá birti ngu dóms þessa að telja. Með vísan til 235 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða Ásgeir til greiðslu alls sakarkostnaðar sem af hans þætti málsins hlaust og nemur samkvæmt yfirliti lögreglu samtals 224.291 kr. , auk þóknunar skipaðs verjanda hans sem er hæfilega ákveðin 91.760 kr., að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Refsing ákærða Sævars Arnar er hæfilega ákveðin fangelsi í 45 daga . Að virtum atvikum máls og að teknu tilliti til skýlausrar játningar ákærða, þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Með vísan til 2 35 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar sem af hans þætti málsins hlaust, sem er þóknun skipaðs verjanda hans og er hæfilega ákveðin 91.760 kr. , að teknu tilliti til virðisaukaskatts . Með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, eru gerð upptæk framangreind fíkniefni líkt og greinir í dómsorði. Þá eru 3 4 með vísan til 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, gerð upptæk óskilgreind efni líkt og nánar greinir í dómso rði. Sigurður G. Gíslason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Ásgeir Gunnarsson, sæti fangelsi í 60 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , með áorðnum breytingum. Ákærði, Ásgeir Gunnarsson , greiði jafnframt 300.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa en sæti ella fangelsi í 20 daga. Ákærði, Ásgeir Gunnarsson, er sviptu r ökurétti í fimm t án mánuði, fyrst frá 15. september 2019 til 15. september 2020, en svo frá birtingu dómsins að telja. Ákærði, Ásgeir Gunnarsson, greiði sakarkostnað samtals 3 16.051 krónur, þar af þóknun skipaðs verjanda, Anítu Óðinsdóttur lögmanns, 91.7 60 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Ákærði, Sævar Örn Guðmundsson, sæti fangelsi í 45 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , með áorðnum breytingum. Ákærði, Sævar Örn Guðmundsson, greiði sakarkostnað samtals 91.760 krónur, sem er þóknun skipaðs verjanda, Anítu Óðinsdóttur lögmanns, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Gerð eru upptæk samtals 42,68 g af kókaíni, 7 ,15 g af óskilgreindu efni og þrjú stykki af óskilgreindu efni, sem lagt var hald á við rannsókn málsins. Sigurður G. Gíslason.