Héraðsdómur Austurlands Dómur 25. nóvember 2020 Mál nr. S - 198/2020: Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) gegn X (Jón Jónsson lögmaður) Dómur: A. Mál þetta, sem dómtekið var 12. nóvember 2020, er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Austurlandi, útgefinni, 24. september sl., en móttekinni 13. október sama ár, á hendur X , kt. , , : og í Fjarðabyggð föstudaginn 24. júlí 2020: I Fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, framin , með því að hafa á heimili sínu að , , í söluskyni, haft í vörslum sínum 45,54 gr af amfetamíni og fyrir að hafa um nokkurt skeið fram að ofangre indum degi, ræktað 1 kannabisplöntu sem vó samtals 0,17 grömm, sem lögreglan fann þar við leit ásamt ýmsum munum, sem notaðir voru við ræktun og meðferð fíkniefna. Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, s br. breytingarlög og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. breytingarreglugerðir. II 2 III Fyrir tollalagabrot, með því að hafa keypt og haft í vörslum sínum á ofannefndu heimili sínu, e ftirtalin efni sem innihéldu stera, þrátt fyrir að hann vissi eða mætti vita að efnin hafi verið ólöglega flutt til landsins, en efnin fundust við leit lögreglu á ofannefndum degi: 1. 10 ml glas, Ubertest Enan 250, með sterum. 2. 10 ml glas, Uber Pharma, með st erum. Telst þetta varða við 1. mgr. 171. gr., sbr. 169. gr. tollalaga nr. 88/2005. IV Fyrir umferðarlagabrot á Fljótsdalshéraði, með því að hafa sama dag, undir áhrifum fíkniefna, ekið bifreiðinni , með 102 km hraða á klukkustund, þar sem leyfður háma rkshraði er 90 km á klukkustund, suður Fagradal á móts við kofann, þar sem bifreiðin var stöðvuð. Hraði bifreiðarinnar var mældur með ratsjá nr. Rap - 02, sem staðsett var í lögreglubifreið nr. 276. Amfetamín í blóði mældist 595 ng/ml og tetrahýdrókannabínól í blóði mældist 1,4 ng/ml. Telst þetta varða við 3 . mgr. 37. gr. og 1. og 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þá er þess krafist að gerð verð upptæk framangreind 45,54 gr af amfetamíni og 1 kannabisplanta sem vóg 0,17 grömm, sem hald var lagt á, með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. breytingarreglugerðir. Þess er einnig krafist að framangreindir sterar: 10 ml glas af Ubertest Enan 250 og 10 ml glasa af Uber Pharma, sem hald var lagt á við rannsókn málsins, verði gerðir upptækir, sbr . 1. mgr. 181. gr. tollalaga nr. 88/2005. Að síðustu er þess krafist, með vísan til 69. gr. og 69. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. breytingarlög, að ákærði verði dæmdur til að sæta upptöku á peningum sem fundust við leit á ofannefndu heimil i ákærða, kr. 269.000. Upptökukrafan tekur einnig til áfallinna vaxta og verðbóta hinna haldlögðu verðmæta frá haldlagningardegi 3 Af hálfu ákæruvalds var við meðferð málsins fyrir dómi fallið frá sakarefni II. kafla ákæruskjals. Skipaður verjandi, Jón Jónsson lögmaður, krafðist fyrir hönd ákærða vægustu refsingar sem lög heimila, en jafnframt krafðist hann hæfilegrar þóknunar sér til handa. B. Fyrir dómi hefur ákærði skýlaust viðurkennt sakargiftir, líkt og þeim er lýst í ákæru. Játning á kærða er í samræmi við rannsóknargögn lögreglu, en einnig matsgerð Rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði við Háskóla Íslands, dagsetta 21. ágúst 2020. Með játningu ákærða, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, er að áliti dómsins nægjanlega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi, sem í ákæru greinir, en brot hans eru þar réttilega heimfærð til laga. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. C. Ákærði, sem er fæddur árið , hefur samkvæmt sakavottorði sakaskrár ríkisins ekki áður sætt refsingum. Í máli þessu hefur ákærði verið fundinn sekur um ávana - og fíkniefnalagabrot, tollalagabrot, en einnig umferðarlagabrot. Ber að ákvarða refsingu hans m.a. með hliðsjón af lýstri háttsemi, en einnig að virtu ákvæði 1., sbr. 4., mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga, en í ljósi skýlausrar játningar, iðrunar og hnökralauss sa kaferils ákærða þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi hann almennt skilorð 57. gr. hegningarlaganna, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. A ð ofangreindu virtu, sbr. og ákvæði 98. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, ber að dæma ákærða til greiðslu fésektar, að fjárhæð 270.000 krónur. Skal ákærði greiða sektina innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins að telja, en ella sæti hann tuttugu daga fangelsi. Ákærði skal sæta upptöku á þeim fíkniefnum, sterum og fjármunum sem tilgreind eru í ákæru, sbr. efna - og munaskrár lögreglu nr. 147354 og 44157. 4 Þá ber, með vísan til þeirra ákvæða umferðarlaga sem í ákæru greinir, að svipta ákærða ökurétti og telst sviptingartíminn hæfilega á kveðin 18 mánuðir frá birtingu dómsins að telja. Loks ber að dæma ákærða með vísan til 235. gr. laga nr. 88/2008 til greiðslu sakarkostnaðar, en samkvæmt yfirliti lögreglustjóra nemur kostnaður vegna rannsóknar málsins samtals 153.386 krónum. Því til við bótar ber að dæma ákærða til að greiða málflutningsþóknun skipaðs verjanda síns, Jóns Jónssonar lögmanns, en hún þykir hæfilega ákveðin 160.580 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Af hálfu ákæruvalds fór með málið Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, X , sæti fangelsi í 60 daga, en fullnustu refsingarinnar skal fresta og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi hann almennt skilorð 57. gr. hegningarlaga nna, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði 270.000 krónur í sekt til ríkssjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins að telja, en ella sæti hann tuttugu daga fangelsi. Ákærði er sviptur ökurétti í 18 mánuði frá birtingu dómsins að telja. Ákærði sæti upptöku á þeim fíkniefnum, sterum og fjármunum sem tilgreind eru í ákæru, sbr. efna - og munaskrár lögreglu nr. 147354 og 44157. Ákærði greiði 313.966 krónur í sakarkostnað, og er þar innifalin málflutningsþóknun skipaðs verjanda hans, Jóns Jónssonar lögmanns, að fjárhæð 160.580 krónur , að meðtöldum virðisaukaskatti.