Héraðsdómur Suðurlands Dómur 2 2 . október 2020 Mál nr. S - 404/2020 : Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum ( Arndís Bára Ingimarsdóttir settur lögreglustjóri ) g egn Alexander Þór Heimiss yni ( Stefán Karl Kristjánsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem þingfest var 10. september sl., og dómtekið þann 8. október sl., er höfðað með þremur ákærum útgefnum af lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum, í fyrsta lagi ákæru dagsettri 19. maí sl., í öðru lagi með ákæru dagsettri 1. júlí sl., og loks með ákæru dagsettri 7. október sl., á hendur Alexander Þór Heimissyni, [...]. M ál dómsins nr. S - 427/2020 , sem þingfest var þann 10. september sl., var sameinað máli þessu þann sama dag , með vísan til 1. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . Þá var mál dómsins nr. S - 665/2020, sem þingfest var þann 8. október sl., með vísan til 1. mgr. 158. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála in fine , sameinað máli þessu, með vísan til 1. mgr . 169. gr . sömu laga . Með ákæru lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, dagsettri 19. maí 2020, var mál höfðað á hendur ákærða, fyrir umferðarlagabrot með því að hafa síðdegis miðvikudaginn 12. febrúar 2020 ekið bifreiðinni [...] um götur Vestmannaeyjabæjar án tilskilinna ökuréttinda og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja (í blóði mældist díazepam og nordíazepam) en lögreglan hafði afskipti af ákærða þar sem hann sat undir stýri bifreiðarinnar v ið Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum. ( Mál nr. 319 - 2020 - 627) Telst þetta varða við 2. mgr. 48. gr. og 1. mgr. 58., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greið slu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar samkvæmt 99. gr. nefndra umferðarlaga. 2 Með ákæru lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, dagsettri 1. júlí 2020, var mál höfðað á hendur ákærða, I. fyrir umferðarlagabrot með því að hafa að kvöldi su nnudagsins 24. febrúar 2019 ekið bifreiðinni [...] inn á bifreiðastæði við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Sólhlíð 20 í Vestmannaeyjum og lagt þar í stæði, án tilskilinna ökuréttinda og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkn iefna (í blóði mældist MDMA 70 ng/ml og í þvagi mældist MDMA og kókaín). (Mál nr. 319 - 2019 - 788) Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 1. sbr. 2. mgr. 50. gr., og 1. mgr. 58. gr. sbr., 1. mgr. 95. gr. núgildandi umferðarlaga nr. 77/2019. II. fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot með því að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 28. mars 2019 í heimildarleysi notað bifreiðina [...] sem var lagt í bifreiðastæði framan við A Vestmannaeyjum og ekið henni um götur Vestmannaeyjabæjar og sem leið lá að B í Vestmannaeyjum, án tilskilinna ökuréttinda. (Mál nr. 319 - 2019 - 1275) Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingum og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 , sbr. 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. núgildandi umferðarlaga nr. 77/2019. III. fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot með því að hafa aðfaranótt fimmtu dagsins 7. nóvember 2019 í heimildarleysi notað bifreiðina [...] sem var lagt í bifreiðarstæði móts við C í Vestmannaeyjum og ekið henni um götur Vestmannaeyjabæjar og sem leið lá að D í Vestmannaeyjum án tilskilinna ökuréttinda og ófær um að stjórna bifre iðinni örugglega vegna áhrifa . (Mál nr. 319 - 2019 - 4980) Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingum og 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 , sbr. 1. sbr. 2. mgr. 49. gr., og 1. mgr. 58. gr. sbr., 1. mgr. 95. gr. núgildandi umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta svi ptingu ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 99. gr. og 101. gr. núgildandi umferðarlaga nr. 77/2019 . 3 Með ákæru lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, dagsettri 7. október 2020, var mál höfðað á hendur ákærða, fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa að kvöldi föstudagsins 31. júlí 2020 haft í vörslum sínum 7,80 grömm af maríhúana en ákærði framvísaði efnunum við fíkniefnaeftirlit lögreglu að E í Vestmanneyjum. (Mál nr. 319 - 2020 - 3391) Telst þetta varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 með síðari breytingum og 2. gr. og 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsing ar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að ákærða verði gert að sæta upptöku á 7,80 grömmum af maríhúana samkvæmt 6. mgr. 5. gr. nefndra laga um ávana - og fíkniefni og 2. mgr. 14. gr. nefndrar reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. Ákærði kom fyrir dóminn þann 8. október sl., ásamt lögmanni fyrir Stefán Karl Kristjánsson lögmann, sem skipaður var verjandi ákærða að hans ósk. Va r mál S - 665/2020, þá sameinað máli þessu, líkt og áður greinir , en mál S427/2020 hafði þá þegar verið sameinað máli þessu, líkt og áður greinir. Ákærði viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í öllum ákæruskjölum. Með vísan til skýlausrar játningar ákærð a og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning hans væri sannleikanum samkvæm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála , eftir að aðilum hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Um málavexti v ísast til ákæruskjal a. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í öllum ákærum og þar þyki r rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur sex sinnum áður sætt refsingu. Þann 27. september 2012 var ákærða gerð sekt vegna fíkniefnalagabrots. Þann 23. október 2014 var ákærða gerð sekt vegna fíkniefnalagabrots. Þá var ákærða þann sama dag gerð sekt vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og hann j afnframt sviptur ökurétti í tólf mánuði. Loks var ákærða þann 7. desember 2016 gerð sekt meðal annars vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og hann jafnframt sviptur ökurétti í tvö ár. Að öðru leyti hefur sakaferill ákærða ekki áhrif við ákvörðun refsingar í máli þessu. Ákærði er nú meðal 4 annars fundinn sekur um ölvunarakstur sem og akstur undir áhrifum fíkniefna og teljast þau brot hans nú ítrekuð í annað sinn. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í 90 daga . Að virtum atvikum máls og að teknu till iti til s kýlausrar játningar ákærða, þykir rétt að fresta fullnustu 45 daga af refsingunni og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til 99. og 101. gr., þó einkum 3. mgr. 99. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, ber að svipta ákærð a ökurétti ævilangt. Með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, eru gerð upptæk framangreind fíkniefni líkt og greinir í dómsorði. Með vísa n til 235 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem nemur samkvæmt yfirlit um lögreglu samtals 136.854 kr. , auk þóknunar skipaðs verjanda ákærða sem er hæfilega ákveðin 114.700 kr., að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Sigurður G. Gíslason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærð i , Alexander Þór Heimisson , sæti fangelsi í 90 daga , F resta skal fullnustu 45 daga refsingarinnar og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , með áorðnum breytingum. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Gerð eru upptæk 7,8 g af maríhúana. Ákærði greiði sakarkostnað samtals 251.554 krónur, þar af þóknun skipaðs verjanda, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 114.700 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Sigurður G. Gíslason