Héraðsdómur Vesturlands Dómur 7. desember 2020 Mál nr. S - 283/2020 : Lögreglustjórinn á Vesturlandi ( Jón Haukur Hauksson aðstoðarsaksóknari ) g egn Jóhann i H . Steinþórss yni (Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður) Dómur Mál þetta höfðaði lögreglustjórinn á Vesturlandi með ákæru 27 . október 20 20 á hendur ákærða, Jóhanni H. Steinþórssyni , kt. ... , Su nnubraut 9 , Akranesi. Málið var dómtekið 3 . desember 20 20 . Í ákæruskjali segir að málið sé höfðað gegn ákærða fyrir - og lyfjalagabrot með því að hafa föstu daginn 14. febrúar 2020 ekið bif reið inni AH444 án ökuréttinda og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 170 ng/ml) og vegna áhrifa deyfandi og slævandi lyfja (í blóðsýni mældist Alprazólam 44 ng/ml og Brómazepam 260 ng/ml) á Akrafjallsvegi á móts við Kirkjuból í Hvalfjarðarsveit og á sama tíma haft í vörslum sínum 40 stykki af læknalyfi (t öflur merktar Xanax) sem ákærði framvísað við lögreglu. Telst þetta varða við 1. mgr. sbr. 2. mgr. 48. gr., 1. mgr. sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðalaga nr. 77/2019 og við 1. mgr. 20. gr. sbr. 1. mgr. 49. gr. lyf jalaga nr. 93/1994, Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 með síðari breytingum. Jafnframt er þess krafist að ofangreind lyf sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins (efnaskrárnúmer 43035) verði gerð upptæk með dómi samkvæmt 3. Ákærði hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa framið þau brot sem honum eru gefin að sök í ákæru og er játning h ans studd sakargögnum. Eru því efni til að leggja dóm á málið samkvæmt 1. mgr. 164. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir brotin, sem réttilega eru færð til refsilaga í ákæru. 2 Samkvæmt sakavottorði hefur ák ærði frá árinu 201 5 hlotið einn dóm og gengist undir tvær l ögreglustjórasáttir vegna brot a gegn almennum hegninga r lögum og umferðarlögum. Með broti því sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir í máli þessu hefur hann í þriðja sinn verið sakfelldur fyrir aks tur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna , en ítrekunaráhrif vegna fyrri mála hafa ekki fallið niður. Að öllu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 30 daga fangelsi. Með vísan til þeirra lagaákvæða sem greinir í ákæru verður ákærði sviptur ökurétti æv ilangt. Með vísan til þeirra lagaákvæða sem greinir í ákæru verða gerð upptæk þau lyf sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Með vísan til 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, með síðari breytingum, ber að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað samkvæmt yfirliti lögreglu og ákvörðun dómsins um þóknun og ferðakostnað skipaðs verjanda , sem ákveðin er að meðtöldum virðisaukaskatti, svo sem greinir í dómsorði Guðfinnur Stefánsson, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Jóhann H. Steinþórsson , sæti fangelsi í 30 daga. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði sæti upptöku á 40 stykk jum af töflu m merkt um Xanax . Ákærði greiði útlagðan sakarkostnað að fjárhæð 183 . 401 krónu. Ákærði greiði og 1 8 0 .000 krón a þóknun og 33 . 0 0 0 króna ferðakostnað skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns . Guðfinnur Stefánsson