Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 10. júní 2020 Mál nr. S - 11/2020 : Ákæruvaldið (Eyþór Þorbergsson fulltrúi ) g egn Jóhann i Ívar i Óskarss yni og Birn u Agnarsdótt ur ( Helgi Þorsteinsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 13. maí sl., var höfðað með þremur ákærum lögreglustjórans á Norðurlandi eystra á hendur Jóhanni Ívari Óskarssyni, [...] og Birnu Agnarsdóttur, [...] . Sú fyrsta er dagsett 10. janúar sl. á hendur ákærða Jóhanni Ívari , umferðarlagabrot, peningaþvætti og fíkniefnalagabrot: I. Með því að hafa föstudaginn 11. október 2019, ekið bifreiðinni [...] , undir áhrifum fíkniefna (í blóðsýni úr ákærða sem var rannsakað vegna máls ins reyndist vera tetrahýdrókannabínól 10 ng/ml.) vestur Miðhúsabraut á Akureyri, þar sem lögreglan stöðvaði akstur hans og vera ekki með ökuskírteini sitt meðferðis við aksturinn. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 8. mgr. 58. gr., sb r. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. áður 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. II. Með því að hafa þegar lögreglan stöðvaði akstur hans og handtók hann vegna ákæruliðar I verið með í vörslum sínum 3,66 grömm af marihúana, en efnið fannst í bifreiðinni. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og ö nnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. III. 2 Með því að hafa nokkru áður en lögreglan handtók hann 11. október 2019, vegna ákæ r uliðar I, aflað sér ávinnings með sölu á ávana - og fíkniefnum að fjárhæð 29.500 krónur, en lögreglan haldlagði framangreinda fjárhæð ofangreindan dag. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. IV. Með því að hafa aðfaranótt mánudagsins 7. október 2019, verið með í vörslum sínum 0,39 grö mm af marihúana, en lögreglan fann efnin á ákærða þegar afskipti voru höfð af honum þar sem hann var farþegi í bifreiðinni [...] , sem stöðvuð hafði verið við [...] á Akureyri. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkni efni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og t il að sæta upptöku efnum þeim sem lögreglan lagði hald á við rannsókn málsins og tilgreind eru í efnaskrám nr. 42.174 og 42.130 og á 29.500 krónum sem lögreglan lagði einnig hald á, samkvæmt 6. mgr. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reg lugerðar nr. 233/2001, með síðari breytingum og samkvæmt 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum . Jafnframt er gerð sú krafa að ákærði verði sviptur ökurétti samkvæmt 99. gr. og. 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. á Önnur ákæra, sem einnig er dagsett 10. janúar sl., er á hendur ákærðu báðum, I. Gegn ákærðu Birnu fyrir að hafa sunnudagskvöldið 5. október 2019, ekið bifreiðinni [...] , undir áhrifum ávana - og fíkniefna (í blóðsýni úr ákærðu mældist tetrahýdrókannabínól 11 ng/ml.) um Naustabraut og Miðhúsabraut á Akureyri þar sem lögreglan stöðvaði a kstur hennar og án þess að vera með ökuskírteini sitt meðferðis við aksturinn. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 8. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2009, sbr. áður 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. II. Gegn ákærðu Birnu fyrir að hafa sama kvöld í greint sinn verið með í vörslum sínum í bifreiðinni 6,93 grömm af marihúana, en lögreglan fann efnin við leit í bifreiðinni eftir handtöku hennar. 3 Telst b rot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. III. Gegn ákærðu b áðum fyrir að hafa nokkru fyrir 5. október 2019, staðið saman að því að afla sér ávinnings með sölu ávana - og fíkniefnum að fjárhæð 40.000 krónur, en lögreglan haldlagði framangreinda upphæð þegar höfð voru afskipti af af ákærðu Birnu fyrir brot sem ákært er fyrir í ákæruliðum I og II. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. IV. Gegn ákærðu Birnu fyrir að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 28. nóvember 2019, í þjófnaðarskyni brotist inn í [. ..] á Akureyri, en lögreglan handtók hana á vettvangi og þá var hún búin að safna saman í fimm poka hárvörum og hársnyrtivörum úr stofunni að verðmæti samtals 570.900 krónur. Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr. sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 /1940, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku efnum þeim sem lögreglan lagði hald á við rannsókn málsins og tilgreind eru í efnaskrá nr. 42.113 og á 40.000 krónum s em lögreglan lagði einnig hald á, samkvæmt 6. mgr. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, með síðari breytingum og samkvæmt 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. Jafnframt er ge rð sú krafa að ákærða Birna verði svipt ökurétti samkvæmt 99. gr. og 101. gr. Þriðja ákæran er dagsett 24. janúar 2020, á hendur ákærða Jóhanni, bifreiðinni [...] , undir áhrifum fíkniefna (í blóðsýni úr ákærða sem var rannsakað vegna málsins reyndist vera amfetamín 65 ng/ml, kókaín 55 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 4,1 ng/ml. ) og ófær um að stjórna ökutækinu örugglega vegna töku slævandi lyfja (við rannsókn blóðsýnis reyndist vera alprazólam 32 ng/ml og kónazepam 5,4 ng/ml) vestur Akurvelli í Hafnarfirði. Telst þetta varða við 1. mgr. og 2. mgr. 48. gr. og 1. mgr., sbr. 2. mg r. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. áður 1. mgr. og 2. mgr. 44. gr. og 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a, sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 4 Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls saka rkostnaðar og að ákærði verði sviptur ökurétti samkvæmt 99. gr. og. 101. gr. umferðarlaga nr. Af hálfu ákærðu beggja er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa , og að ákærðu Birnu verði ekki ger ð fangelsisrefsing og verði ekki refsað fyrir brot samkvæmt ákærulið IV í ákæru gegn henni . Þá er krafist hæfilegrar þóknunar til handa skipuðum verjanda ákærðu. Ákærð u komu bæði fyrir dóm og ját uðu sök samkvæmt ákæru m . Með játningu m þeirra , sem ekki er ástæða til að efa að sé u sannleikanum samkvæm ar , og gögnum málsins, er nægilega sannað að þau hafi bæði gerst sek um þá háttsemi sem í ákæru m er lýst og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Sakaferill ákærða Jóhanns Ívars hefur ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Refsing hans er ákveðin fangelsi í 45 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið, eins og nánar greinir í dómsorði. Með he imild í 4. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verður ákærði jafnframt dæmdur greiðslu 490.000 króna sekt ar til ríkissjóðs fyrir umferðarlaga - og fíkniefnalagabrot . Skal 28 daga fangelsi koma í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms að telja. Með vísan til 99. gr. og. 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. 101. gr. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 verður ákærði sviptur ökurétti í 1 8 mánuði frá birtingu dómsins að telja. Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins hefur ákærða Birn a ekki áður gerst sek um refsiverðan verknað. Ákærða krafðist þess að henni y rði ekki gerð refsing fyrir tilraun til þjófnaðar og vísaði til þess að hún hafi ekke rt vitað hvað hún var að gera í umrætt sinn vegna áhrifa lyfja sem hún hefði ekki tekið fyrr og ekki fullframið brotið. S amkvæmt 17. gr. almennra hegningarlaga skal beita refsingu þótt brot hafi verið framið í ölæði eða undir áhrifum annarra nautnalyfja. Þ á er ákærða aðeins ákærð og sakfelld fyrir tilraun til þjófnaðar en ekki fullframið brot. Er r efsing hennar er ákveðin fangelsi í 60 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið, eins og nánar greinir í dómsorði. Með heimild í 4. mgr. 77. gr . almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verður ákærða jafnframt dæmd greiðslu til 26 0 .000 króna sekt ar til ríkissjóðs fyrir umferðarlaga - og fíkniefnalagabrot . Skal 18 daga fangelsi koma í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtin gu dóms að telja. Með vísan til 99. gr. og. 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. 101. gr. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 verður ákærð a svipt ökurétti í 1 2 mánuði frá birtingu dómsins að telja. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu ve rð a ákærðu dæmd til að greiða 200.411 krónur í sameiningu, þ.e. þóknun skipaðs verjanda þeirra, Helga Þorsteinssonar lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 160.580 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum, og 39.831 krónu ferðakostnað hans. Að auki verður ákærði Jóhann Ívar dæmdur til greiðslu 375.531 krónu í sakarkostnað og ákærða Birna til greiðslu 98.423 króna í sakarkostnað . 5 Að kröfu ákæruvalds og með vísan til 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 1. mgr. 69. gr. a lmennra hegningarlaga nr. 19/1940 eru gerð upptæk þau efni og fjármunir er í dómsorði greinir . Arnbjörg Sigurðardóttir settur héraðsdómari kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Jóhann Ívar Óskarsson, sæti fangelsi í 45 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún fall a niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði Jóhann Ívar greiði 490.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa en sæti ella fangelsi í 2 8 daga. Ákærði Jóhann Ívar er sviptur ökurétti í 18 mánuði frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærða, Birna Agnarsdóttir, sæti fangelsi í 60 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún fall a niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms þessa, haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærða Birna greiði 260.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa en sæti ella fangelsi í 18 daga. Ákærð a Birna er svipt ökurétti í 1 2 mánuði frá birtingu dóms þessa að telja. Gerð eru upptæk 10,98 grömm af marijúana og 69.500 krónur . Ákærðu greiði sameiginlega 160.580 króna þóknun skipaðs verjanda síns, Helga Þorsteinssonar lögmanns, og 39.831 krónu ferðakostnað hans. Þá greiði ákærði Jóhann Ívar að auki 375.531 krónu í sakarkostnað og ákærða Birna greiði að auki 98.423 krónur í sakarkostnað.