Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 23. september 2020 Mál nr. S - 108/2019 : Ákæruvaldið Sigurður Hólmar Kristjánsson g egn A og B ehf . (Stefán Ólafsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem tekið var til dóms 14. september sl., höfðaði lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra 1. október 2019 með ákæru á hendur A , fæddum til heimilis að og B ehf. til heimilis að , síðdegis mánudaginn 15. apríl 2019, við veiðar á fiskiskipinu D , skipaskrárnúmer , við mynni E , ákærði A sem skipstjóri, losað úr neti og hent aftur í sjóinn átta fiskum af ótil greindum tegundum nytjafiska. Teljast brot ákærð a A varða við 2. mgr. 2. gr., sbr. 23. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar nr. 57, 1996, og brot ákærð u B ehf., sem útgerðaraðila, við 2. mgr. 2. gr., sbr. 1. mgr. 24. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls Ákærðu krefjast sýknu og þess að allur sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun verjanda þeirra, greiðist úr ríkissjóði. II Atvik máls Landhelgisgæsla Íslands sendi Lögreglustjóra num á Norðurlandi vestra kæru dagsetta 26. apríl 2019 á hendur ákærðu í máli þessu. Í kærunni kemur fram að mánudaginn 15. apríl 2019 hafi flugvél Landhelgisgæslunnar komið að grásleppubátnum D þar sem hann var á grásleppuveiðum á þeim stað sem tilgreindur er sem 66°06,5N - 2 020°31,0V . Fylgst hafi verið með bátnum í gegnum eftirlitsmyndavél flugvélarinnar og þá komið í ljós að fiski var kastað í sjóinn. Í kærunni er síðan rakið að ætlað brot ákærðu varði við tiltekin ákvæði laga um umgengni við nytjastofna sjá var. Með kærunni fylgdi myndbandsupptaka sem kæran er reist á og er hún meðal gagna málsins. Lögregla tók skýrslu af ákærða A í byrjun júní 2019 og neitaði hann þá að hafa hent nýtilegum fiski í sjóinn og tók fram að það væri hagstæðast fyrir hann að koma með allan þorsk að landi og landa honum. Hann kvaðst hins vegar henda , tindabikkju krossfiskum, ígulkerjum , þara og þess háttar aftur í sjóinn. Lúðu kvað hann skylt að sleppa og óvenju mikið hafi verið af henni á þessum tíma. III Framburður fyrir dómi. Ákærði A kvaðst lítið muna eftir þessum tiltekna degi en hann hafi verið á grásleppuveiðum. Hann kvað enga ástæðu til að henda fiski í sjóinn öðrum en þeim sem skylt er að sleppa svo sem lúðu og laxi. Að sögn ákærða fer engin vin n sla á afla fram um borð í bátnum og í þetta sinn sé öruggt að hann hafi ekki verið fulllestaður og svo hafi raunar ekki verið á þessari vertíð. Ákærði lýsti því að í lögum sé bátum veitt heimild til að koma með afla að landi sem ekki er k vóti fyrir, svokallaður VS - afli. Auk þess ha fi hann greiðan aðgang að aflaheimildum fyrir þeim fiski sem líkur eru á að seljist á því verði sem nemur leigu á kvóta. Veiði hann fisk sem ekki stendur undir þeim kostnaði þá sé hann settur á VS - Hafrósjó ð og 20% fari þá til útgerðar og áhafnar. Ákærði kvað VS - heimild vera 5% af þeim afla sem landað er, þ.e. ef hann landi 100 tonnum af afla fái hann fimm tonn í þessa heimild. Á því fiskveiðiári sem hér um ræðir hafi hann á tt ónýtta VS - heimild sem nam rúmu m tveimur tonnum. Honum hafi því verið heimilt að koma með það magn að landi til viðbótar því sem hann landaði á þessu fiskveiðiári. Ákærði tók fram að verðmæti VS - aflans á þessu fiskveiðiári hafi verið rúm milljón króna og hann hafi fengið fimmtung þeirra r fjárhæðar. Hann spyrji því af hverju hann ætti að henda fiski sem borgar sig að koma með að landi auk þess sem það sé ólöglegt. Eftir að ákærði hafði skoðað myndbandið sem er meðal gagna málsins kvaðst hann ekki hafa séð hvað það var sem fór í sjóinn en ýmislegt komi í netin. Aðspurður kvað ákærði það koma fyrir að þeir fái lax í netin. Rauðmaga fái þeir stundum og honum sé ý mist sleppt eða hirtur. Lúðu fái þeir mikið af og henni sé sleppt enda sé það skylt. Jafnframt fái þeir hlýra sem sé hirtur en blág ómu sé hent. Ákærði staðfesti að á 3 myndbandinu hafi verið hans bátur og hann sjálfur sá maður sem sést henda einhverju í sjóinn. Ákærði kvaðst hafa tekið saman landanir grásleppubáta á F á þessari vertíð. Alls hafi bátarnir verið 12 og allir hinir 11 bátar nir hafi landað rúmlega 27 tonnum af öðru en grásleppu eða innan við 2,5 tonn að meðaltali á bát. D hafi hins vegar landað rétt tæpum 13 tonnum og því fimm sinnum meira en hinir að meðaltali. Taldi ákærði þetta sýna að hann nýtt i sýna VS - heimild enda ekki ástæða til að henda verðmætum. Að sögn ákærða fékk hann bréf frá Fiskistofu þar sem hann var sakaður um að hafa hent þremur fiskum í sjóinn en hann hafi ekki sinnt því sökum þess að hann hafi haldið að ekki yrði sótt að honum úr mörgum áttum. Niðurstaðan h afi hins vegar orðið sú að útgerðin var svipt veiðileyfi í eina viku. Vitnið G var háseti á D í þessari veiðiferð og hafði verið skipverji á bátnum í tvær vertíðir. Vitnið bar að áhöfnin henti ekki öðrum fiski í sjóinn en þeim sem ætti eða mætti henda. Vit ninu var sýnt myndband ið sem er meðal gagna málsins og kvað eftir þá skoðun ekki geta gert sér grein fyrir því hv að tegund af fiski er hent í sjóinn en það kunni að vera lúða eða lax. Vitnið H háseti á D í umræddri veiðiferð kvaðst hafa verið skipverji á b átnum í tvær vertíðir og því vel kunnugur því sem fram fer í bátnum. Að sögn vitnisins er fiski sem koma á með í land ekki hent í sjóinn enda slíkt tilganglaust. Raunar hafi þeir hag af því að koma með slíkan fisk í land. Vitninu var sýnt myndbandið af atv ikinu . Eftir skoðun á því kvað vitnið ekki nokkra leið að sjá hvaða tegund fiska það er sem hent er. I , skipstjórnarmaður hjá Landhelgisgæslunni kvaðst hafa verið stýrimaður á flugvél Landhelgisgæslunnar í um 10 ár og því með mikla reynslu af eftirliti se m þessu. Vitni ð kvaðst hafa skoðað myndbandið og sá háttur hafður á að þeir meti það sem sést á myndbandi hverju sinni og ákveði í framhaldi hvort atvik eru kærð til lögreglu. Að mati vitnisins er bolfiski hent í sjóinn á 33. sekúndu myndbandsins og aftur á 44. sekúndu. Eftir eina mínútu og 12 sekúndur sé flatfiski hent og aftur eftir eina 1 mínút u og 26 sekúndur . Síðan sé bolfiskum hent eftir eina mínútu og 45 sekúndur og eftir tvær mínútur og 36 sekúndur. Vitnið kvaðst ekki geta sagt til um hvað a tegundir bolfiska var um að ræða. Að sögn vitnisins er Landhelgisgæslan ekki með aðrar eða skýrari myndir af atvikinu. IV Niðurstaða 4 Líkt og að framan er rakið er ákærðu gefið að sök að hafa losað úr netum og hent aftur í sjóinn átta fiskum af ótilgreindum tegundum nytjafiska. Af hálfu ákæruvaldsins er á því byggt að sök ákærðu sé sönnuð og vísar ákæruvaldið í þeim efnum til myndbandsupptöku af atvikinu og framburðar vitnisins I . Ákærð i A neitar sök og bygg ir sýknukröfu sína á því að sök hans sé ósönnuð. Af hálfu ákærðu er einnig á því byggt að rannsókn málsins hafi verið verulega ábótavant. Háttsemi ákærð a A er, ef sök telst sönnuð, réttilega talin varða við 2. mgr. 2. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar nr. 57/1996 en þar seg landa öllum afla sem kemur í veiðarfæri fiskiskipa. Þá getur ráðhe rra með reglugerð ákveðið að heimilt sé að varpa fyrir borð verðlausum fiski og innyflum, hausum og öðru því sem til fellur við verkun eða vinnslu um borð í veiðisk 468/2013, um nýtingu afla og aukaafurða, var sett með heimild í nefndri lagagrein og í 2. gr. reglugerðarinnar segir að heimilt sé að varpa fyrir borð þeim fisktegundum sem ekki eru háðar takmörkunum á leyfilegum heildarafla enda verði þær ekki taldar hafa verðgildi. Samkvæmt framanrituðu er meginreglan sú að allan afla skuli koma með að landi en frá því er þó undantekning sbr. 2. gr. nefndrar reglugerðar. Kemur þá til skoðunar hvort sekt ákærð u sé nægilega sönnuð með því sem fram kemu r í myndbandinu og framburði vitnisins I en önnur gögn sem rennt geta stoðum undir sekt ákærðu eru ekki í máli þessu. Myndbandið er rétt tæpar þrjár mínút ur að lengd en það virðist ekki vera í einni samfellu . Á því er dags et ning, tími dags, staðsetning o.f l. og þar má sjá að í átta skipti er einhverju varpað fyrir borð. Af ákæru má draga þá ályktun að ákæruvaldið telji að í öll skiptin hafi nytjafiskum, sem skylt er að koma með að landi, verið kastað í sjóinn. Ákærðu lögðu fram í málinu ákvörðun Fiskistof u , dagsetta 22. október 2019, þess efnis að svipta fiskiskipið D leyfi til veiða í atvinnuskyni í eina viku frá og með 25. nóvember 2019 , vegna þeirrar háttsemi sem hér er til umfjöllunar. Í ákvörðuninni kemur fram að Fiskistofa telji að myndbandsupptaka sýni svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að umræddan dag kl. 16: 07:52 sé bolfiski kasað fyrir borð frá D , öðrum kl. 16:09:53 og þeim þriðja kl. 16:13:35. Auk þess megi á myndbandinu sjá sex önnur tilvik sem gefa sterka vísbendingu um að fiski hafi verið ka stað fyrir borð. Af þessu má ráða að Fiskistofa treysti sér, eftir að hafa skoðað myndbandið, ekki til þess að fullyrða að oftar en þrisvar hafi bolfiski verið varpaði í sjóinn en í ákvörðuninni er ekki vikið að því hvaða tegund bolfisks var um að ræða. 5 T íttnefnt myndband er tekið úr flugvél Landhelgisgæslunnar sem var í töluverðri hæð sem ætla verður að sé ástæða þess að myndbandið er ekki skýrara en raun ber vitni. Á kvörðun Fiskistofu sem rakin er hér að framan er til marks um það hversu erfitt er að ful lyrða hverju var varpað í sjóinn í þessi átta skipti. F allast verður á með ákæruvaldinu að í f lest skiptanna um fisk er að ræða . Hins vegar er það mat dómsins, eftir ítrekaða skoðun á myndbandinu, að ómögulegt er að fullyrða nokkuð um það hverrar tegundar fiskarnir eru þó einhverjir þeirra séu að öllum líkindum bolfiskar. S tendur þá eftir hvort sannað sé að þetta hafi verið nytjafisk ar sem skylt var að koma með í land. Áður er rakið ákvæði 2. gr. reglugerðar nr. 468/2013 en þar er mælt svo fyrir að heimilt sé að varpa fyrir borð fisktegundum sem ekki eru háðar takmörkunum um leyfilegan heildarafla og hafa ekki verðgildi. Ákæruvaldið ber sönnunarbyrði fyrir sekt ákærðu sbr. 108. gr. laga um meðferð sakamála en ákærð i A hefur staðfastlega fyrir dómi og við ský rslutöku hjá lögreglu neitað sök. Þar sem ógerningur er að greina hverrar tegundar fiskurinn var sem varpað var í sjóinn er ekki útilokað að það hafi verið fiskur sem samkvæmt 2. mgr. reglugerðar nr. 468/2013 var refsilaust að varpa í sjóinn og er ákærði A því sýknaður af kröfum ákæruvaldsin . Þar sem ákærði A er sýknaður í málinu ber um leið að sýkna útgerðarfélagið B ehf. enda kemur ekki til álita að sakfella félagið þegar ósannað er brot hafi verið framið gegn nefndum lögum nr. 57/1996. Með hliðsjón af ni ðurstöðu málsins ber samkvæmt 2. mgr. 235. gr. laga um meðferð sakamála að greiða allan sakarkostnað úr ríkissjóði. Sakarkostnaður málsins er eingöngu málsvarnarl aun verjanda ákærðu en samkvæmt yfirliti sækjanda féll ekki kostnaður á málið við rannsókn þes s hjá lögreglu. Að teknu tilliti til umfangs málsins og þess tíma sem fór í ferðalög verjanda þykja málsvarnarlaun, að meðtöldum virðisaukaskatti, hæfilega ákveðin eins og í dómsorði greinir. Sigurður Hólmar Kristjánsson saksóknarfulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærðu, A og B ehf., eru sýkn af kröfum ákæruvaldsins. Málsvarnarlaun verjanda ákærðu, Stefáns Ólafssonar lögmanns, 458.800 krónur greiðast úr ríkissjóði. 6 Halldór Halldórsson